Færsluflokkur: Menning og listir

Söngvakeppnin ... hvað finnst ykkur?

Á laugardaginn kemur kl. 20:30 verður söngvakeppni sjónvarpsins sýnd á Rúv, ég er ekki vanur að sýna svona löguðu nokkurn áhuga og flý yfirleitt af hólmi þegar um svona lagað er að ræða.

En í þetta sinn geri ég undantekningu, því það er eitt lag sem hefur gripið mig. Það er lag Herberts Guðmundssonar; "Eilíf Ást" sem greip mig. Herbert verður fyrstur á svið á laugardaginn kemur og hvet ég alla til þess að hlusta á lagið dæma fyrir ykkur sjálf.


Hefur þú ekki efni á Eagles?

Þá vil ég benda á að það eru til ódýrari og mjög góðir tónleikar sem standa til boða.

Tónleikar til styrktar Kaffistofu Samhjálpar verða í Háskólabíó 19. mars nk. kl. 20.
Árið 2010 var haldin tónleikaröð á Kaffistofu Samhjálpar undir heitinu Fullt tungl.

Í hverjum mánuði komu fram listamenn sem gáfu vinnu sína og fluttu skjólstæðingum kaffistofunnar allt það besta sem þeir eiga í fórum sínum. Gleði og þakklæti viðstaddra var mikil, enda hafa margir þeirra ekki efni á að sækja tónleika að öllu jöfnu.

Þeir tónlistarmenn sem því gátu við komið, munu koma fram á tónleikunum í Háskólabíói, þeir eru:

  • Blússveit Þollýjar,
  • Ellen Kristjánsdóttir og Pétur Hallgríms.,
  • Ferlegheit,
  • Fjallabræður,
  • Hjálmar,
  • KK.
  • Siggi Kafteinn,
  • Sniglabandið,
  • U.N.G.


Kynnir á tónleikunum er hinn bráðskemmtilegi og töfrandi Bjarni „töframaður“.

Miðasala fer fram á skrifstofu Samhjálpar að Stangarhyl 3 í Ártúnsholti, pöntunarsími 561 1000 og utan skrifstofutíma í s. 661 1720. Allir sem fram koma munu gefa vinnu sína.

Miðaverð aðeins krónur 2.900.

 Cool


mbl.is Uppselt í forsölu á Eagles
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til Jóns Gnarrs og besta flokksins til varnar náttúrugalleríinu á Laugarnesi

Þessi mynd sýnir þá eyðileggingu sem hefur átt sér staðÉg vil byrja á því að óska ykkur í Besta Flokknum innilega til hamingju með sögulegan sigur. Þótt ég hafi ekki kosið ykkur vil ég bera fram eina spurningu til ykkar sem myndi gera borgina „skemmtilegri“ eins og þið hafið lofað borgarbúum.

Það er varðandi Hrafnshreiðrið, eða réttara sagt náttúrugalleríið á Laugarnesi. Hver er afstaða ykkar til þess máls? Ætlið þið að beita jafn miklu offorsi og fráfarandi borgarstjórn? Eða ætlið þið að standa við orð ykkar og gera Reykjavík skemmtilegri?

Heimili Hrafns er hrein upplifun að heimsækja, og er hann sjálfur mjög opinn fyrir því að leyfa ferðafólki að skoða staðinn ef vilji ykkar er fyrir hendi. Ég bendi á að það er ódýrara að nýta heimili Hrafns til þess að auka tekjur Reykjavíkur og gera hana að aðlaðandi en með ísbirni. Hrafn hefur nefnilega margt fram að færa, til að mynda leikmunina sem hann hefur notað í myndum sínum í gegnum árin, eins er húsið sjálft með sína sögu, og hefur gjörbreytt ásýnd þess síðan það var bara kofi. Meira má fræðast um það hér.

Miklir fordómar hafa fylgt Hrafni í gegnum árin en votta ég það, sem persónulegur og góður vinur hans að þeir fordómar eru ekki rökum reistir. Um er að ræða algert ljúfmenni sem vill engum illt, og er hann traustur og góður vinur sem hefur reynst mér afar vel í gegnum árin. Hann er jú einstakur á sinn hátt, og sérvitringur mikill. Hvað með það að hann sé vinur Davíðs, það gerir hann ekki ábyrgan fyrir hruninu.

En við megum ekki vera hrædd við hluti eða menn sem eru öðruvísi, því eins og vinskapur okkar Hrafns sannar, þá tekur hann mér eins og ég er, þrátt fyrir trúarafstöðu mína og er hann ekki haldinn neinum fordómum gagnvart afstöðu minni sem margir á Íslandi mættu taka til fyrirmyndar, og hef ég sjálfur lært heilmikið af honum í þeim efnum.

Tvísmelltu á allar myndirnar til þess sjá verk fráfarandi 
borgarstjórnarLátum ekki kerfiskarla og embættismenn eyðileggja þessa náttúruperlu sem Laugarnesið er, og kalla ég eftir viðbrögðum ykkar, því það eru ekki embættismennirnir sem fylgja reglum eftir bókstafnum sem stjórna borginni. Það eruð þið kjörnir fulltrúar okkar sem farið með það vald. En nú er spurningin hvernig þið nýtið það vald? Og kalla ég eftir viðbrögðum einhverra réttkjörinna fulltrúa Bestaflokksins í þessu máli sem hefur kjark og þor að taka afstöðu til listarinnar sem á sér stað hjá leikstjóranum Hrafni Gunnlaugssyni.

Stofnaður hefur verið stuðningshópur til varnarnáttúrugallerísins á Laugarnesi á snjáldurskinnu, eða 'Facebook', og hvet ég alla þá sem hafa kjark til þess að standa með listinni að gerast stuðningsfólk.

Eins hef ég sett inn viðtal sem Kolbrún Bergþórsdóttir tók við Hrafn 23. maí síðast liðinn sem .pdf skjal við þessa færslu, og geta menn lesið sig til um hver hans upplifun og afstaða er í þessu máli og gert það upp við sig sjálft hver afstaða hvers og eins er.

Góðar stundir og þakka ég lesturinn. Lengi lifi listinn og frelsið fyrir listamenn og konur að tjá sig!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Miðjarðarhafs kús kús

Jæja, eitt hvað verður að borða sem meðlæti með þessum grilluðu kóríander kjúklingastrimlum. Ég er að vanur að leggja smá metnað í gera gott meðlæti með svona einföldum mat, og er kús kús afar ódýrt hráefni sem má gera að veislumat. Eina sem þarf er smáhugmyndaflug og hér er grunnuppskrift sem þið breytið svo sjálf eftir hvað við á:

Hráefni:

  • cous-cous-041resize.jpgKús kús 3 dl.
  • 1 mjög smátt saxaður laukur
  • 1 msk. síturónu ólívuolía
  • 2 tsk. Koríanderduft
  • 1. msk. Basíl olía
  • Niðurbrytjuð paprika
  • Niðurbrytjuð agúrka
  • 1. tsk. cuminn (gott krydd frá Marakó)
  • Salt og pipar eftir smekk 


Aðferð:

Setjið kús kúsið í skál ásamt olíum, kryddi og lauk. Sjóðið vatn og hellið 3. dl yfir og hrærið í með gafli eftir nokkrar mín. eða þegar þið sjáið að kús kúsið er orðið "fluffy" eða útþanið, þá hrærið í því með gafli til þess að leysa það í sundur. Setjið svo niðurbrytjaða papriku og akúrku í skálinu og þá er þetta tilbúið! Cool


Grillaðir kóríander kjúklingastrimlar

Ég var víst búinn að lofa nokkrum kreppuuppskriftum, og hér kemur sú fyrsta í röðinni sem ég eldaði nýverið fyrir 12 mannaboð og vakti þetta mikla lukku. Þessa þarf heldur ekki endilega að grilla, þetta má einnig steikja og er jafngott fyrir vikið.

Hráefni:

  • 1 pakki af ódýrum kjúkilngabringum
  • 4 msk sykur
  • Safi úr einni síturónu
  • Heil koríanderfræ (sem eru mulinn niður og dreift yfir)
  • Pottagaldra hvítlauksolía (enginn aukaefni í henni og afskaplega góð íslensk framleiðsla)
  • 2 tsk. mulinn koríander (duft)
  • 1/2 tsk. Chiliduft
  • 1 tsk. Paprikuduft (helst smoked paprika)

Aðferð:

Viðmiðunarmynd sem ég tók ekki sjálfurOfangreint er marenering, best er að láta þetta liggja yfir nótt eða í minnsta kosti tvo klukkutíma. Þegar þú ert tilbúinn að fara elda þá þarftu að skera bringurnar í hæfilega þunnar ræmur svo að þær komist uppá grillspjót.

Þegar grillspjótin eru tilbúinn þá finnst mér gott að skella kjúklingakryddinu frá pottagöldrum yfir, því ætíð ber að forðast allt salt í allar mareneringar, því annars þurrkar það kjötið upp og verður það ekki góður réttur. Þetta er svo steikt eða grillað og gott er að hella smávegis hunangi yfir að steikingu loknu, þess þarf ekki en þetta er betra.

Hvaða meðlæti er sem er hentar með þessu, en ég mæli með kús kús og sætri chillisósu

Njótið vel!  Cool


Þetta má ekki gerast!

Nei takk, ég er forfallinn teiknimyndablaða aðdáandi og líst ekkert á að sjá Mikka Mús berjast við Dr. Doom, eða Svarta Pétur berjast við Spider man!!

Þessi mynd (sem ég breytti aðeins) sannar skoðun mína:

 

8hd6gcco.jpg

 


mbl.is Disney kaupir Marvel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Poppmessa á menningarnótt

Við hjónin ætlum að kíkja á poppmessuna sem verður þessa menningarnótt, hún verður haldinn á Skólavörðustíg eða á þeim palli sem byggður hefur verið þar. Messan byrjar klukkan 21:30.

Samkvæmt dagskrá menningarnott.is þá munu þessir koma fram:

Poppmessa:
Sigurður Ingimarsson, X-factor, ásamt blússveit syngja gospelblús
á Skólavörðustígnum ásamt gestasöngvurum. Hljómsveitin U.N.G
frá Samhjálp spilar kröftugt rokk-gospel. Magnús Stefánsson úr
Egó leiðir þetta kröftuga band. Vandað tónlistarprógram sem þú
mátt ekki missa af.


Hér er svo lag eftir hana Guggu vinkonu sem syngur eins og engill og kemur fram í kvöld með U.N.G. :

 


Ég hvet alla til þess að mæta, sér í lagi skora ég á DoctorE að sýna manndóm og koma og taka í höndina á mér! En allir eru auðvitað velkomnir svo ég endurtaki mig nú sem oftast.  Cool

Zeitgeist myndin – satt eða logið?

Það fyrsta sem áhorfandi verður var við er hversu vel myndin er gerð. Hún er sett upp sem afar sannfærandi fræðslumynd og vel heppnuðum búning. Ég tek samt fram og ítreka við fólk að ég er að fjalla um FYRRi Zeitgeist myndina, ekki nýju myndina sem fjallar um fjármál heimsins eða ,,Zeitgeist - Addendum". Fyrri Zeitgeist myndina má horfa á hér: http://video.google.com/videoplay?docid=-594683847743189197

Megin boðskapur myndarinnar er skynsemi fólks, þ.e.a.s. að fólk hugsi og skoði allar ástæður áður en skoðun er mynduð, sem er gott og blessað, ef þeir aðeins færu eftir eigin boðskap. Mér dettur í hug enska setningin: „Practice what you preach" þegar höfundar myndarinnar hamra svo á þessu, en ég fer yfir af hverju mér þykir svo vera í þessari grein.

Allar fullyrðingar og rannsóknir verða að vera byggðar á heimildarvinnu, því hefur greinilega verið sleppt að megin hluta í þessu tilfelli, þar sem margar af fullyrðingum þeirra halda ekki vatni. Það er vissulega ekki eins auðvelt að vísa heimildir í mynd, eins og í rannsóknarritgerð, en það er algjört lágmark að geta um hvaðan heimildin kemur og frá hvaða ritum eða fræðimönnum þeir byggja heimildir sínar á.    

Ég hætti mér ekki í að taka alla þætti myndarinnar, sökum lengdar þessarar greinar. Ég ætla aðeins að benda á nokkra þætti sem mér finnst vera rangir og bendi í heimildir af netinu svo fólk geti dæmt um það sjálft hvað er rétt í þessu.        

Jesús og samanburðurinn við heiðnu goðin

Þann samanburð sem er talinn upp í fyrra hluta myndarinnar, vil ég aðeins fjalla um. Þar á sér stað sá skortur á heimildarvinnu sem ég get hér um ofar.  Höfundar Zeitgeist telja upp hin og þessi goð til samanburðar við Jesú, og fullyrða um leið að þau, eins og Jesú hafi fæðst 25. Desember, átt tólf lærisveina, risið upp frá dauðum og jafnvel breytt vatni í vín. Flestir guðfræðingar og reyndar flestir kristnir menn eru sammála um að Jesús hafi einmitt EKKI fæðst 25. Desember og hafi fremur fæðst í kringum laufskálahátíðna.  25. desember er aðeins haldið við vegna hefðarinnar og á hún sér vissulega heiðnar rætur.           

Fullyrðingar Zeitgeist

Fyrir hið fyrsta er Hórus ekki fæddur af mey. Það fer reyndar tvennum sögum af hverra goða hann er, annarsvegar er hann sagður sonur Hathor (gyðju) sem eignaðist hann með Ra, þó einnig fyrirfinnist sagnir um að faðirinn hafi verið einhver annar, meyfæðing er hér víðsfjarri.

Önnur sögn er sú að Ísis (sem samkvæmt eldri sögnum var systir hans) hafi getið hann með látnu goði, á hátt sem eiginlega verður að kallast allt annað en meyfæðing. [1] Svo eru eftirfarandi goð talinn upp ásamt Hórusi sem Zeitgeistmenn segja standast samanburð við Jesú:

horusZeitgeistmenn fullyrða:

Hórus - 3000 FK - Egyptaland
Fæddist 25. des, fæddur af mey, átti 12 lærisveina.
Kallaður "lamb Guðs", "ljós heimsins", sagður "krossfestur"
og reis upp frá dauðum á 3 degi.


Ekkert af ofangreindu kemur þar fram, og reyndar hef ég ekki fundið neinar heimildir fyrir neinar af ofangreindum fullyrðingum frá traustum aðilum.
Sjá nánar: http://en.wikipedia.org/wiki/Horus um Hórus, sjá einnig: http://tru.is/pistlar/2007/12/jesus-og-horus/ eftir Svavar A. Jónsson.

attisZeitgeistmenn fullyrða:

Attis - 1200 Fyrir Krist (FK) - Grikkland
fæddist 25. des, fæddur af mey,
sagður ,,krossfestur"og reis upp frá dauðum á 3 degi.


Sjá nánar um Attis: http://en.wikipedia.org/wiki/Attis - ekkert ofangreindu stenst um hann heldur. Eins var krossfesting rómversk aftökuaðferð sem var tekinn upp LÖNGU seinna af rómverjum. [2]

krishnaZeitgeistmenn fullyrða:

Krishna - 900 FK - Indland
Fæddur af meynni Devaki,
stjarna í austri átti að segja til um fæðinguna.
Gerði mörg kraftaverk með lærisveinum sínum,
og reis upp frá dauðum á 3 degi eftir dauða sinn.


Krishna er sagður hafa verið upphafinn til himna, og er þar í andlegum líkama, það er ekkert talað um að hann hafi risið upp frá dauðum. Nánar um Krishna hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Krishna

dionysusZeitgeistmenn fullyrða:

Dionysus - 500 FK - Grikkland (eða Bakkus - í Rómverskri goðafræði)
Fæddist 25. des, fæddur af mey,
var farandskennari sem átti hafa breytt vatni í vín,
ásamt öðrum kraftaverkum, kallaður "Konungur konunganna". eða "King of Kings",
einnig: "eingetinn sonur Guðs" og "alfa og omega"
og reis upp frá dauðum eftir dauða sinn.

Fullyrðingar um meyfæðingu eru alrangar; hann er meðal annars talinn vera sonur Seifs og Semele, og aðrir jafnvel telja hann vera son Seifs og Persephone.

mithraZeitgeistmenn fullyrða:

Mithra - 1200 FK - Persía
Fæddist 25. des, fæddur af mey, átti 12 lærisveina.
Gerði kraftaverk og reis upp frá dauðum eftir dauða sinn.
Dýrkun á honum fór fram á sunnudögum.

 

Nánar um Mithra hér:  http://en.wikipedia.org/wiki/Mithra Hann er sagður vera sköpunarverk Ahura Mazda sem goð á hans vegum. Enn og aftur standast fullyrðingar Zeitgeist manna ekki.

Endilega smellið á tilvísanirnar þá sjáið þið þetta sjálf, eða bara að nota google.

Niðurstaða

Eins og ofangreint sýnir, þá er greinilegt að ekki er hægt að gleypa öllu hráu. Þessi samanburður Zeitgeistmanna er ekki bara rangur heldur jaðrar við lygi til þess eins að afskræma Jesú. Þar misheppnast þeim allhrapalega sökum lélegrar fræðimennsku eins og ég hef reynt að sýna fram á. Gleypum ekki öllu hráu, og skoðum málin til enda áður en dæmt er. Því Zeitgeist menn hömruðu á að nota heilbrigða skynsemi til þess að greina á milli, og því er ég sammála, þess vegna hef ég ritað þessa grein til þess að benda á kýlin í boðskap fyrri Zeitgeist myndarinnar.

Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.

 -------------------------------------------------------------------------------

Heimildir:

Myndin virðist vera byggð á bókinni: The Christ Conspiracy e. Acharya S.  sem er bandarískur fræðimaður, hún starfar í Athenu og var sérlegur ráðgjafi við gerð þessarar myndar (sjá http://zeitgeistmovie.com/sources.htm). Sú kona er ekki mikils metinn sem fræðimaður, sökum þess hversu slaka fræðimennsku hún notar. Sjá umfjöllun Dr. Ben Witherton: http://benwitherington.blogspot.com/2007/12/zeitgeist-of-zeitgeist-movie.html); og Dr. Michael Barber (http://singinginthereign.blogspot.com/2007/07/zeitgeist-movie-is-christianity.html)

[1] http://helgigudna.blog.is/blog/helgigudna/entry/396880/  Helgi Guðnason Guðfræðingur.

[2] Athugið að í grein á wikipedia er sagt að forn-Egyptar hafi þekkt þetta fyrirbæri, orðalag höfundar er "in the sense of impalement..." ef orðið impalement er valið sést að hann á hér við stjakfestingu, og talar um "krossfestingu" í víðari skilningi. Stjakfestingar voru talsvert frábrugðnar krossfestingum. Hægt er að lesa sér til um þetta á http://en.widipedia.org/wiki/Crucifixion hér er þetta tekið fram til að forðast misskilning


Til hamingju með daginn !

Í skugga samnings stjórnvalda um að gera þjóðina að sannkölluðum „Iceslaves“, þá skulum við samt ekki láta deigan síga. Höldum uppá sjálfstæði vorrar þjóðar og fögnum því frelsi sem forfeður okkar lögðu grundvöll fyrir, svona á meðan við getum, áður en báknið ESB gleypir okkur.

Gerum gott úr þessum fagra degi og sýnum öðrum þjóðum að við látum ei bugast þótt á móti blási.

 

 
Verum stollt af þessum fagra þjóðsöng okkar, og verum stollt af því að vera Íslendingar! Sama hvað aðrar þjóðir segja!
 
Guð blessi Ísland! 

mbl.is Það er kominn 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef blindur leiðir blindan ...

Blindur leiðir ...... og falla þeir báðir í gryfju! (Matt 15:14) Hvað er bindindismaður á kynlíf að tjá sig um þessi mál? FootinMouth Jæja, þetta segir sig svo sem sjálft! LoL

Ég vona bara að kaþólikkar fari nú að uppfæra hjá sér kenningar sínar, og leyfi prestum sínum að giftast!

 

... og hananú! Whistling

 


mbl.is Prestur gefur út kynlífshandbók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 588363

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband