Færsluflokkur: Menning og listir
Sunnudagur, 3. maí 2009
X-Men Origins: Wolverine - ***
Ég skellti mér á þessa mynd í dag og var afar ánægður með útkomuna. Sá að vísu nokkur mistök í sumum tæknibrellum, en það gerir ekkert til. Ég er að vísu enginn "hardcore" áðdáandi þeirra X-manna, þannig ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki nógu vel til "uppruna" sögu (eða "origin") Wolverine til þess að geta gagnrýnt það.
Því oft breyta kvikmyndir söguþræðinum soldið mikið frá uppruna sínum, eins og til dæmis í tilfelli "Transformers" myndinni. En ég var mjög ánægður með þessa útkomu og hvet sem flesta til þess að þessa ágætu mynd.
Hér ber að líta kápu fyrsta tölublaðs "Wolverine" frá Marvel:
Hér er svo mynd frá nýju myndinni sem er fjallað hér um:
Í dag birtist hann svona í teiknimyndablöðunum, það virðist vera mun meiri metnaður en í gamla daga að gera eins vönduð listaverk eins myndin að neðan sýnir.
En öllu gamni sleppt, þá er þetta frábær mynd í alla staði!
Góðar stundir.
Ofurhetjan Wolverine vinsæl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 17. apríl 2009
Jarðarfararlagið mitt
Ég sé að nokkrir eru að spá í hvaða lög/lag ættu flutt við eigin jarðarför hér um bloggheima, og verð ég aðeins að leggja orð í belg um það líka. Hér á árum áður vildi ég helst láta flytja "The Roof is on Fire" með hljómsveitinni Bloodhoundgang, eða jafnvel "Nothing Else Matters" með Metallicu. Eða jafnvel fáranleg lög eins þetta gamla finnska lag!
En svo líða árin og maður þroskast og betrumbætist. Í dag er ég nokkuð viss um að ég fái því framgengt að þetta lag verði spilað við jarðarför mína:
Á leið til heljar um hraðbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 10. apríl 2009
Við krossins helga tré
Á þessum helga degi, sem við minnumst þjáninga og fórnardauða Jesúm Krists, þar sem hann gaf líf sitt fyrir syndir okkar, með því að fórna sér og leggja allt í sölurnar fyrir okkur, er við hæfi að íhuga hvað hann gerði fyrir mankynið allt.
Þetta yndisfagra ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er til vitnis um það hvað gerðist á deginum langa, og birti ég það ekki bara vegna ljóðsins sjálfs, heldur vegna boðskaparins og áminningarinnar um atburði þessa merka dags.
Ég kveiki á kertum mínum
Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.
Í öllum sálmum sínum
hinn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi.
Ég vakti oft og bað.
Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað.
Í gegnum móðu' og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.
Þín braut er þyrnum þakin,
hver þyrnir falskur koss.
Ég sé þig negldan nakinn
sem níðing upp á kross.
Ég sé þig hæddan hanga
á Hausaskeljastað.-
Þann lausnardaginn langa
var líf þitt fullkomnað.
Að kofa og konungshöllum
þú kemur einn á ferð.
Þú grætur yfir öllum
og allra syndir berð.
Þú veist er veikir kalla
á vin að leiða sig.
Þú sérð og elskar alla,
þó allir svíki þig.
Ég fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og verndar hverja rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.
Texti: Davíð Stefánsson
Lag: Guðrún Böðvarsdóttir
Gleðilega páska kæru landsmenn, og megi Guð blessa ykkur og geyma.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Spádómsköku uppskrift (fortune cookies)
Þetta er soldið flókin uppskrift, en verður þess virði að erfiða, því kökurnar eru bæði skemmtilegar og einstaklega bragðgóðar. Þetta er tilvalið í flott matarboð.
Hráefni:
3 eggjahvítur
1/2 bolli (60 gr.) sigtaður flórsykur
45 gr. ósaltað smjör (brætt)
1/2 bolli (60 gr.) hveiti
Aðferð:
Búið til "spádóma", og klippið niður í litlar ræmur.
Forhitið ofninn í 180°, teiknið þrjá 8 cm. hringi á bökunarpappír, snúið svo pappírnum við og setjið á bökunarplötu. Best er að gera þrjá hringi, sökum þess að maður verður að hafa hraðann á þegar maður brýtur þetta saman.
Setjið eggjahvítur í hreina og þurra skál, og pískið þar til þær stífna. Bætið í smjöri (sem á að vera við stofuhita til þess að baka ekki eggjahvíturnar) og flórsykri og pískið þar til allt er blandað saman. Bætið svo hveiti við og pískið saman og látið standa í ca. 15 mín.
Með flötum pönnukökuspaða, setjið ca. 2 msk. í hringina á bökunarpappírnum, notið spaðann til þess að jafna úr þessu og engir hólar myndist, þetta á vera slétt. Bakið svo í 5 mín. eða þar til þetta er búið aðeins að brúnast lítillega meðfram hliðunum.
Takið kökuna strax af með pönnukökuspaða, setjið "spádóminn" í miðjuna. Sjá mynd að neðan:
Brjótið svo hringinn saman, sjá mynd að neðan:
Setjið svo kökuna á glasbrún og beyglið, sjá mynd að neðan:
Leyfið svo kökunum að kólna og harðna, annað hvort í möffins móti, eða bara í glösum, sjá mynd að neðan:
Kökurnar eru þá tilbúnar! Verði ykkur að góðu!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 11. janúar 2009
Naumhyggja Richard Dawkins
Guðleysinginn Richard Dawkins og boðskapur hans hefur sett mark sitt á það þjóðfélag sem við búum við í dag. Með útgáfu bóka eins og "The God Delusion" hefur honum nánast tekist að sameina guðleysingja heims undir boðskap sinn, þar á meðal guðleysingjafélagið Vantrú hér á klakanum, sem virðast afskaplega hrifnir af Richard Dawkins og flestu því sem frá honum kemur.
Ég ætla því aðeins að fjalla um Dawkins og hans "boðskap", og mun reyna að fara ekki niður á hans plan, því hann kallar menn eins og mig ófögrum nöfnum.
Hugmyndafræði hans við afskrifa bókstaflega allt sem má gefa nafninu "andlegt" þykir mér persónulega einfeldningsháttur að verstu sort. Hvorki ég, né hann getum að fullu sannað tilvist Guðs, eina sem ég hef fyrir mér í því er eigin sannfæring og tilfinningar, en Dawkins afskrifar fólk eins og mig og kallar skoðun mína: "heimsku trúarnöttarans" eða eitthvað á þá leið.
Skoðanir hans minna mig á fólk sem aðhyllist naumhyggju, eða minímalisma. Ég á þá við fólk sem er varla með húsgögn inni hjá sér og finnst ekkert annað fallegra. Kuldalegt yfirbragð slíkra heimila er ekki það sem ég myndi persónulega kalla heimili, en það er bara mín skoðun og ekki minn smekkur.
Með því að afskrifa ALLT sem gæti stutt tilvist Guðs, og setja öll slík viðhorf í vel læstan kassa, finnst mér vera naumhyggja Dawkins vera vottur um alvarlegan skort á víðtækri hugsun. Því hvorki ég né hann getum útilokað að annar okkar hafi rétt fyrir sér, en eftir lestur (sem mér loks tókst að klára) "The God Delusion" þá er auðséð að hann hafnar því alfarið að sá möguleiki sé fyrir hendi að hann sé sjálfur að fara með rangt mál. Hann er sannfærður um eigin getu um að gerast dómari og böðull yfir Guði hvað sem tautar og raular.
Dawkins notar rök gegn Guði sem einkennir marga guðleysingja, hann hamrar endalaust á því hvað Guð er "grimmur" og jafnvel kallar hann fjöldamorðingja. Sem er afspyrnu heimskulegt því eru það ekki mennirnir sjálfir sem framkvæma óhæfuverkin í nafni trúar? Í gegnum aldirnar hafa margir notað trúna sem hlífiskjöld við alls kyns viðbjóði, hvort sem það er Hitler, Saddam Hussein, George W. Bush eða jafnvel Guðmundur í Byrginu, þá er niðurstaðan alltaf sú að þessir aðilar voru menn, alveg eins og ég þú, og bera brennimerkta galla allra manna, sem er græðgin.
Dawkins segir að Guð hafi drepið hinn og þennan, en eins vel hann er að sér í guðfræði sem og sagnfræði, þá ætti hann að vita að það voru allt aðrar aðstæður fyrir hendi á þeim tíma sem þessi "morð" voru framinn.
Hverjar voru ástæðurnar? Til dæmis þá voru mannslíf ekki sérstaklega mikilvæg í huga bronsaldarmanna, og kom alltaf maður í manns stað í þeirra huga. Eins er vitnað um í GT um þær viðbjóðslegu athafnir sem mikið af því fólki sem var "myrt" framdi.
Sem voru sem dæmi:
- Mannafórnir og þá sérstaklega barnafórnir
- að rista á kvið þungaðra kvenna til fórnar goðs síns
- sifjaspell
- hofmeyjar og hofkarlar (eða á íslensku: hórur og hórkarlar)
- kynlíf með dýrum
- kynlíf með börnum
- kynlíf með styttum á hátíðum
... og svona mætti lengi telja. Það því verið góðar gildar ástæður fyrir því að þessu fólki var útrýmt, því ekki myndir þú vilja svona lið fyrir nágranna þinn? Eða hvað? Ef svona tíðkaðist í dag, yrði þá ekki upplausn í samfálaginu? Væri þetta fólk ekki dregið fyrir rétt og jafnvel í sumum löndum drepið?
En rétt er að taka fram að Kristnir eru samt ekki alsaklausir, því krossfarir og nornabrennur er á höfði þeirra og er blóð á þeirra höndum sem það frömdu. Því neita ég ekki. En bendi á um leið að þarna voru menn á ferðinni, og af því mennsk hönd kom þarna við, þá má reikna með að spillingin og illskan sem fylgir manninum sé ávalt til staðar hvert sem hann fer. Svo einfalt er það.
Dawkins gerir heldur ekki ráð fyrir að Jesús er túlkunarlykillinn sem Kristnir menn nota, var það ekki hann sjálfur sem sagði:
Matteusarguðspjall 5:38-39
Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. 39 En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina.
Jesús afnam með þessum orðum þetta gamla hefndarlögmál og vinsaði úr boðskapinn sem mennirnir sjálfir bættu inní lögmálið með eigin höndum og orðum.
Sjálfur get ég ekki sett alla hluti í lítinn kassa með því að ofureinfalda hlutina eins Dawkins gerir og notar Guð sem blóraböggul fyrir öll heimsins vandamál, það er til eitthvað meira og stærra hvað sem hann segir, þess vegna trúi ég á Guð og skammast mín ekkert fyrir það!
Þegar öllu er á botninn hvolft er það boðskapur Krists sem skiptir máli, og eftir því reyni ég eftir bestu getu að lifa. Ég sé engan boðskap nema kuldalega höfnun hjá Dawkins og lærisveina hans, og spyr þá ykkur í fávisku minni: Hvað hefur boðskapur Dawkins fram yfir kærleiks boðskap Krists? Dæmið þið sjálf um það fyrir ykkur persónlega, en ég veit hvað ég vel.
Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (140)
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Hvað er Halloween?
Halloween, eða "All Hallows eve" á sínar rætur að rekja til fornrar hátíðar Kelta, sem er þekkt sem "Shamhain". Shamhain hátíðin var einnig haldinn sem uppskeruhátíð meðal forn Gaulverja (Frakka) og í sumum tilfellum táknaði hún áramót.
Gaulverjar trúðu því, að á allra heilagamessu, hafi hliðin opnast sem héldu þeim dauðu í gröfum sínum. Óttuðust þeir um uppskeru sína og ættmenni sín vegna meints ágangs hinna dauðu.
Hátíðin var alltaf haldinn með glæsilegri brennu, og var fórnað sláturdýrum fleygt í hana til þess að sefa reiði guða þeirra. Búningar sem og grímur voru notaðar í þessu tilefni, og áttu þær að plata þá illu anda sem voru í loftinu og halda þeim frá fólkinu.
Á þessu kvöldi sögðu menn að ef að norn, sveiflaði dauðum svörtum ketti fyrir ofan á hausinn á sér, og færi með galdraþuluna frægu "Abrakadabra", eins og á að fara með hana, þ.e.a.s. 13 sinnum fyrir fullu tungli (fullt tungl var æskilegast, en ekki nauðsynlegt), þá gat hún einmitt vakið upp þá sem lágu í gröfum sínum. Þess vegna var mikill ótti sem greip lýðinn og menn leituðu logandi ljósi að nornum og drápu þær, ef grunur eða jafnvel orðrómur gengi um þær. Þetta gerist á myrkum miðöldum og útskýrir hvers vegna norna og galdra brennur voru.
Það sem ég á við með þessari grein, er að ég hef oft heyrt gagnrýni, sér í lagi frá guðleysingjum, að kristnir hafi staðið fyrir galdrabrennum og báru þar með ábyrgð á dauðum þúsunda. Það stenst ekki alveg, því hjátrúin var þegar til staðar, og byggðu menn á gömlum grunni.
Hins vegar er það rétt, að óprúttnir og gráðugir menn notuðu trúna sem skálkaskjól fyrir gjörðum sínum, það er ég ekki að afsaka. En vegna þessarar gömlu hjátrúar, og ótta þeirra við hana, þá frömdu menn voðverk í nafni Kristninnar sem var reyndar ekki trúnni sjálfri að kenna, heldur nokkrum hjátrúarfullum kjánum sem voru skíthræddir við sína eigin kjánalegu hjátrú. Þess vegna er ótti við nornir ekki kemur frá Kristninni, heldur er þetta eldri hjátrú sem var var allt of lengi að deyja út meðal breyskra manna.
Guð blessi ykkur öll, og ekki missa ykkur í gamalli hjátrú í kvöld í áhorfi á gömlum hrollvekjum eins og fréttin fjallar um, og ég vona að mér sé fyrirgefið að hafa ekki fjallað efnislega um fréttina sjálfa!
10 bestu hrollvekjurnar fyrir Hrekkjavöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Þriðjudagur, 7. október 2008
Karlrembu bíll?
Stelpur ... þurfið þið svona lagað? Virkilega?
Sem hálfgerður femínisti, þá set ég nokkrar spurningar við þessa frétt.
Í fréttinni stendur:
Bifreiðin verður sjálfskipt og útbúin búnaði sem mun auðvelda ökumanninum að leggja og rata á milli staða.
Þetta tel ég óþarfa, og ætti frekar að eiga við karlmenn sem eru mjög þrjóskir að spyrja til vegar, þar á meðal ég. Konur eru miklu duglegri að bjarga sér sjálfar á meðan við karlarnir hringsólum oftast um strætin í dramblæti okkar.
Þá mun tjakkurinn verða hannaður með þeim hætti konurnar þurfi ekki að óhreinka sig þurfi þær að skipta um dekk, segir á fréttavef breska ríkisútvarpsins.
Ekki man ég eftir að hafa orðið mjög skítugur við að eiga við tjakkinn sjálfan, það eru rærnar og að taka dekkið af sem veldur því að maður verður skítugur. Tjakkurinn er sennilega með þeim hreinlegri verkfærum.
Auk þess er bifreiðin sérstaklega hönnuð til að auðvelda konum að fara út í búð til að versla og aka börnunum í skólann.
Ok ... það er sem sé bara verk kvenna? Að versla fyrir heimilið og sjá um börnin? Konan mín væri löngu búin að henda mér ef svo væri! Svo mikið er víst!
Fréttaskýrandi BBC segir ekki ólíklegt að þetta muni ýta enn frekar undir þá staðalmynd að Íran sé ríki karlrembunnar.
No kidding!!
Í nýlegri könnun fræðimanns, sem starfar við Allameh Tabatabaii háskólann í Teheran, kemur fram að útivinnandi íranskar konur séu á þeirri skoðun að karla og konur eigi að skipta með sér heimilisverkunum. Jafnframt kom í ljós að eiginmenn þeirra séu enn mjög íhaldssamir í skoðunum.
Jupp .. því að trúarbragð þeirra í Íran boðar ... jafnrétti ... Eða þannig.
Sem dæmi má nefna að þá þykja íranskir eiginmenn sem elda handa eiginkonum sínum vera afar sérvitrir.
Nei ... þarna fóru þeir alveg með það! Ég er til dæmis sá sem sér um næstum alla eldamennsku heima hjá mér, og ekki er ég talinn skrítinn né "sérvitur" fyrir vikið, það er mjög algengt að karlmenn eldi og reyndar mættu sumir íslenskir karlmenn taka sig á í þeim efnum. Ekkert er betra en að gefa fjölskyldunni góðan mat og fullvissa sig um að fólk nærist almennilega.
Ég spyr ykkur öll, konur sem karla - er það þetta sem við viljum sjá aftur? Hér erum gamlar karlrembu auglýsingar sem tala sínu máli, og er sú fyrsta ekki ósvipuð viðfangsefni fréttarinnar:
Konunni þarna er stillt upp eins og hún sé gjörsamlega heilalaus og þurfi virkilega á "einföldum bíl" að halda!
Sorrý ... svona lagað finnst mér bara pirrandi ... en það er bara mín skoðun.
Bifreið sem er sérhönnuð fyrir konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Föstudagur, 5. september 2008
Ósmekklegt með meiru!
Er ég öfgamaður að finnast þetta rangt? Í þessu sérstaka tilfelli finnst mér það ekki. Á undanförnum áratugum hefur Kristur verið vanvirtur á ýmsa vegu, og ekki hafa Kristnir hótað stríði né hryðjuverkum vegna svona mála. Þetta er alls ekki nýtt af nálinni og má nefna Piss Christ (búinn til árið 1989) eftir Andres Serrano sem vakti álíka viðbrögð á sínum tíma alveg eins og þessi stytta sem fréttin er um.
En lítum aðeins á þetta, og horfum á þá vanvirðingu sem Kristi er sýndur með þessari svokölluðu "list". Sú fína lína sem listamenn hafa til þess að vekja viðbrögð er stundum auðvelt að fara yfir. Og verða þeir að gæta þess, sem og ávalt að hafa í huga að særa sem fæsta með verkum sínum.
Því tilfelli eins og þetta skilar nákvæmlega engu til manns nema viðbjóði og reiði, að minnsta kosti í mínu tilfelli. Ef einhver annar tilgangur væri á bak við þetta þá myndi málið kannski horfa öðruvísi við, en svo er ekki, þetta er skítkast og ekkert annað.
Ég sagt með fullri reisn að mér ofbauð þetta og vona að svona"listamenn" hugsi sinn gang áður en þeir gera svona, því ef þetta væri Múhameð, væri sennilega brostinn út styrjöld eða eitthvað annað eins. Eins og t.d. þessi frétt sannar vegna dönsku skopteikninganna sem himinn og haf skilja á milli hvað siðferði listamanna varðar:
Hóta hryðjuverkum í Danmörku
Kallið mig öfgamann ef þið viljið, en svei hvað mér þykir þetta ósmekklegt! En hvað veit ég, ég er bara listamaður ....
Málsókn út af dónalegum Kristi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 12.9.2008 kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (173)
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Hver er sönn fegurð?
Konan er að mínu mati það fallegasta sköpunarverk sem Guð hefur frá hendi sinni látið fara. En vissulega er misjafnt hvað menn meta sem fagurt og ljótt. Á steinöld var til dæmis kona sem var í góðum holdum tákn um frjósemi og þótti hin besti fengur.
Síðar á tímum rómverja var fyrst farið að gera alvöru list með konur sem fyrirmynd. Grikkir höfðu áður einsett markaðinn með myndum af eintómum karlmönnum og örfáum konum. Rómverjar voru sem þeir sem fóru fyrst að upphefja fegurð kvenna með alvöru tjáningu og ekki tvívíðarformi.
En til hvers er þetta allt saman? Skiptir hið ytra útlit svona rosalega miklu máli?
Ég segi fyrir mig sem myndlistarmaður, að ef ég teikna konu þá reyni ég að fanga persónuleika hennar, ekki bara afrita það sem er fyrir framan mig, hver sem er getur gert það. Því sama hvernig konan er útlits, þá er það innri manneskjan sem skiptir máli og ekki hið ytra.
Því ég hef lenti stundum í því, þegar ég var að teikna skopmyndir fyrir nýstúdenta fyrir framhaldsskólanna, að manneskja sem var þurr á manninn og persónuleikalaus, var AFAR erfitt að teikna. Því ef hið innra er svert er erfitt að fanga hið ytra, nema kannski með myndavél.
Ég held því fram, að allar konur séu fallegar, það þarf bara að fá þær sjálfar til þess að opinbera það með persónuleika sínum.
Því sönn fegurð kemur að innan, og er útlitið aðeins konfekt og ekkert meira en það.
Ég vona að þessi Ástralski bæjarstjóri geri iðran hið snarasta og biðjist afsökunar á þessum heimskulegu orðum sínum!
Stelpur, látið ekki svona gaura draga ykkur niður, þið eruð allar fallegar sama hverjar og hvernig þið eruð!
Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.
Ákall til ófríðra kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 12. ágúst 2008
The Clone Wars sýnishorn
Ég segi fyrir mig, að ég er ekkert sérstaklega hrifinn af grafíkinni. Í fyrsta lagi eru allar persónur full spýtukarlslegar fyrir minn smekk, og sömuleiðis finnst mér það vera algjört klúður að vera blanda japönskum Anime/Manga stíl í gerð þeirra.
Sumt er aðeins viðeigandi á réttum stöðum og finnst mér að Goggi Lúkas hafa klúðrað þessu soldið.
Þetta er bara mín furðulega skoðun, því þessi stíll sem um er að ræða er svona elskar hann eða hatar hann stíll, og skil ég vel að enginn maður sé sammála mér, og verð ég að segja mér er alveg nákvæmlega sama um það!
Klónastríðin hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson