Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Líf og raunir hávaxins Íslendings

Misrétti í garð hávaxinna manna

Ég skal játa að ég lít niður á flest ykkar, kannski 99% lesenda minna, en er það ekki af ásettu ráði gert þar sem ég 194cm á hæð.


En mig langar aðeins að fjalla um það mikla misrétti sem við sem erum há í loftinu verðum fyrir. Hvernig?

  • erfitt að finna föt sem passa
  • erfitt að finna skó sem passa
  • og jafnvel er erfitt að finna bíl sem passar
  • það er alltaf óþægilegt að fara með flugi


Nú eru t.d. útsölur, og er ég frekar grannur hár maður. Það eitt að finna t.d. buxur sem eru grannar um mittið, og með langar skálmar er alveg meiriháttar mál! Því það virðist vera að það sé gert ráð fyrir því að menn af þessari stærðargráðu séu allir sem einn feitir! Sem er aldeilis ekki rétt.

Svo erum við stundum misnotaðir á marga vegu!
Hvernig?

  • Það oftast nær hringt í okkur þegar á að mála loft.
  • Við erum sjálfkrafa góðir í körfubolta og enginn spyr: "kanntu eitthvað í körfubolta"?
  • Við fáum aldrei frið frá því að ná hlutum úr hillum.

Þetta eru aðeins örfá atriði af mörgum. Því það eru önnur sem enginn tekur til athugunar áður en við erum beðnir um slíka greiða. Ef við tökum örfá dæmi:

  • Að fljúga með flugvél er það óþægilegasta sem maður veit um, það er ekki nokkuð leið að koma sér fyrir, ekki nema þú takir hnéhlífar með þér.
  • Ég tala nú ekki um að reyna að fara á klósettið í flugvél, það er varla pláss fyrir okkur að sitja, og erum við nánast í fósturstellingunni ef við þyrftum að gera nr.2! Eins eru sumar vélar með svo stutt til lofts að við líkjumst hvað helst rækju ef við reynum að standa við þetta, og er hálf kómískt að segja frá því.
  • Sumir bílar eru greinilega sniðnir fyrir japanska meðalmenn sem eru í mesta lagi 160cm á hæð! Og oftar en einu sinni hef ég verið með hnén nánast uppí framrúðunni.
  • Það er aldrei hægt að láta sig hverfa í mannfjölda, hausinn stendur alltaf uppúr.
  • Sum hús eru með ljósakrónurnar svo lágt niðri að við erum yfirleitt kominn með heilahristing ef við erum ekki vanir og meðvitaður um að beygja okkur undir þær.
  • Maður rekur alltaf hausinn í göngubrýrnar á Miklubrautinni.

En hvað skal gera? Eigum við að stofna en einn hópinn á facebook? Eigum við ekki bara að fara eftir þeirri gullnu reglu að stærðin skipti ekki máli? Eða hvað?

Nei, látum samt í okkur heyra og pössum að það sé ekki vaðið yfir okkur himnalengjurnar á skítugum skónum!  Cool


Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband