Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Ömurlegt en satt ...

sorgleg_971539.jpg
 

Ofangreint skrifaði ég með músinni minni og er þetta mín eigin rithönd. Ég vildi aðeins leggja áherslu á hvað tæknin er orðinn breytt í dag. En jæja ... þetta er sjálfsagt framtíðin.  Shocking

mbl.is Rithöndin á undanhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriggja ára afmælisblogg

04_11_06_bloggersdilem-x_971341.gifÞað var 16. mars 2007 sem ég birti mína fyrstu grein hér blog.is, og á ég því þriggja ára bloggafmæli í dag.

Þess vegna eftir þetta tímabil ætla ég að gera smá úttekt á þeim mismunandi tegundum bloggarra á ferð minni um bloggheima s.l. þrjú ár. Ég hef skipt þessu niður í þær tegundir eins og þær koma mér fyrir sjónir, þið þurfið ekki að vera sammála mér, og nefni ég enginn nöfn sem falla í eftirfarandi flokka:

Bergmálsbloggarinn
Hann er sá sem endurtekur titil fréttarinnar sem hann/hún tengir við. Sjaldan ef ekki aldrei nenni ég að smella á slíkar greinar.

Stafsetningarbloggarinn
Hann er sá sem skrifar ekki mikið sjálf/ur, en sér til þess að öll stafstening og málfræði sé á háveigum höfð. Sem er gagnlegt oft á tíðum en fer samt sem áður fyrir brjóstið á mörgum.

Áhugamálabloggarinn
Hann er sá sem skrifar bara um einn hlut, þ.e. áhugamálið, hvort sem það er matur, íþróttir eða prjónaskapur, yfirleitt er ekki um neitt annað fjallað og verður bloggið einstrengingslegt fyrir vikið.

Pólitíski bloggarinn
Hann er sá sem aðeins fjallar um póliatheist.jpgtík ... og ekkert annað. (*Geisp*)

Trúarbloggarinn
Hann er sá sem auglýsir trú sína. Svona eins og ég!

Hneykslunarbloggarinn

Hann reynir að vekja viðbrögð hvað sem tautar og raular, hann þrífst á athyglinni sem þetta fylgir, hvort sem það er neikvætt eða jákvætt.

Neikvæðibloggarinn
Hann er sá sem er ALLTAF fúll á móti ... ég hef því miður rekist á of marga þannig.

Samsærisbloggarinn
blogging.gif„Þetta er eitt stórt samsæri!“ sagði persóna í Spaugstofunni, og eru afar margir samsæriskenningarsmiðir til ... sumir hitta á þetta aðrir ekki, seinni kosturinn er algengari.

Útfararbloggarinn
Hann heldur fagurlegann pistil um einstakling sem er fallinn frá. Og segir ekkert sem við vissum ekki nú þegar, heldur er þetta yfirleitt breytt útgáfa af fréttinni sem oftast nær fjallar um stórstjörnur útí löndum sem eru komnir heim til Guðs.

Z - bloggarinn

Einn besti Z-bloggari sem ég veit er án efa Steingrímur Helgason. Hann harðneitar að nota mjúka bókstafi eins og S, og setur óspart Z þess í stað. Maður er stundum smá tíma að lesa úr orðum hans, en það bregzt ekki að það komi gullmoli frá þeim einstaka manni. (Hann hefur sennilega lesið of mikið af Sval & Val teiknimyndasögum þegar hann var yngri, "lengi lifi Zorglúbb!") LoL

Lokaorð:
Hvaða bloggari ert þú? Ég veit hvað ég er!


Glæsilegt framtak karlmenn! Höldum okkur á mottunni!

Það hefur stundum verið skondið að fylgjast með misjöfnum skeggvexti annarra karlmanna. Því misjöfn er rótin og misjafn er vöxturinn. Ég skráði mig í þessa keppni þann 5. mars s.l. og er árangurinn þessi (mynd sem ég tók með vefmyndavél áðan):

img000053.jpg
 
Ég viðurkenni að það hefur verið freistandi að raka þetta af, ekki síst vegna kláða og kvartanir eiginkonurnar.  En ég ætla samt að þrauka þetta, því ég er farinn að líta út eins og gamli karlinn (Paul Teutul Sr.) í American Chopper. Tounge


Munið svo að styrkja þetta frábæra framtak!

Sendu SMS

Sendu SMS á númerið 905-5555 með keppnisnúmeri 1878 í textasvæðið til að heita á keppanda
Ath - 499 krónur verða gjaldfærðar af símreikningi

 Áfram karlmenn! Cool


mbl.is Mottur fyrir tólf milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er búið að selja moggabloggið? Opið bréf ritstjóra blog.is

Hvað er annars í gangi? Í fyrsta lagi er búið að fjarlægja linkinn sem áður var á forsíðu mbl.is. (Ég bætti inn með rauðu hvar tengillinn var.)

mbl.jpg


Eina sem situr eftir á mbl.is er kassinn sem birtir blogggreinar!

kassi.jpg

Sama má segja um forsíðu blog.is sem hefur gerbreyst hvað útlit varðar, og allir rammar og tenglar sem áður tilheyrðu mbl.is hafa greinilega verið fjarlægðir.

forsida.jpg




 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins hefur efsti ramminn breyst sem blog.is, ég á við innskráningarrammann. Það er búið að fjarlægja mbl.is linkinn sem var alltaf þarna. (Ég bætti inn með rauðu hvar tengillinn var)

topbar.jpg

Ég spyr þá hæstvirta ritstjóra blog.is:

  1. Er búið að gera blog.is að sjálfstæðri einingu sem er ekki lengur tengd mbl.is?
  2. Má búast við einhverjum breytingum? Eins og verður áfram hægt að tengja við fréttir á mbl.is ?
  3. Af hverju hafa engan tilkynningar verið gefnar úr um málið þar sem auðséð að stórbreyting er um að ræða.
  4. Verður einhver breyting gerð á skilmálum blog.is í kjölfarið? 
  5. Hver er staða málsins? Woundering

Listamannalaun og ... fábjánar?

Ég verð aðeins að leggja nokkur orð í belg í umræðuna um listamannalaun. Sér í lagi eftir að þingmaðurinn Þráin Bertelsson framdi pólitískt harakíri þegar hann kallar um 5% þjóðarinnar fábjána, sem er auðvitað alveg einstaklega hrokafullt af hálfu Þráins og verður hann að passa sig hvernig ávarpar þjóðina, sama hversu mörg prósent eiga í hlut.

En til hvers listamannalaun og hvað græðum við á slíku?

Svona byrjar yfirleitt listamannsferill ...Jú, við græðum nefnilega heilmikið á slíku. Til að mynda er mjög erfitt fyrir listamann að koma sér á framfæri og markaðssetja sig, og geta þessi laun hjálpað allverulega við sköpun nýrra verkefna sem geta sum hver leitt til nýrra starfa fyrir aðra ef vel gengur. Til dæmis í fatahönnun, tölvuleikjagerð, matargerð, myndlist og fleiri greinum. 

Ég veit það af eigin reynslu að það lifir enginn á listinni, ekki nema þú sért reiðubúinn að lifa á engu! Þess vegna er mikilvægt að fólk með hæfileika fái stuðning til þess að stunda sína list, því ef þú þiggur laun eins og þessi, ert þú skyldug/ur til þess að sýna árangur.Við græðum bara á slíkum hlutum og varla hægt að gagnrýna slíkt! Cool

En hvað má þá betur fara í þessu og hvernig má skera þetta niður?

Það sem er hvað mest gagnrýnivert er fjöldinn sem fær þessi laun, þann lista má skera niður að minnsta kosti um helming. Eins má leggja af að menn þiggi listamannalaun ævilangt, eða  heiðurslistamannalaun“ eða hvað sem þetta er kallað.

Í lögunum um listamannalaun stendur:

Sá sem hefur fengið heiðurslaun skal halda þeim ævilangt.

Ég veit alveg um nokkra sem ættu svona laun skilið, en ég sé ekki tilgang með þeim í krepputíð. Ég er ekki að tala um rífa þetta af þeim sem þegar hafa fengið þetta, fjarri því. Heldur að hætta að veita þau um hríð.

Eins mætti setja launaþak á þá sem þiggja svona lagað, ef við tökum t.d. að viðkomandi einstaklingur þéni ca. 350 þúsund á mánuði þá missi hann þessi listamannalaun sem koma ofan á laun hans/hennar. Rétt eins og atvinnuleysisbótakerfið virkar, þú missir bætur eftir sem þú þénar meira. Málið afgreitt.

Því Þráin Bertelsson hefur verið hvað mest gagnrýndur fyrir að þiggja bæði laun frá Alþingi og listamannalaun, ég er að koma með tillögu sem myndi leysa slíkan vanda. Þetta er aðeins spurning um nýja reglugerð/lög um þessi laun og að gæta réttlætis. Eins sparar þetta ríkinu heilmikla peninga.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


Has the international media been informed that we are not voting for anything that has not already been rejected?

Otherwise they would have stayed home.

Nothing decisive will happen, when the Icelandic public decides too support their presidents renouncement of the approved bill by Iceland's parliament, Althingi.

The former agreement was unfair, having the resemblance of a colonialism from the hand of the British and Dutch governments, where they seemed determined to hold the Icelandic public in whole responsible, ignoring the faulty economic legislation of the EES, despite the fact that the EU builds their own economy laws on the EES agreement.

The old agreement we were now rejecting, would have enslaved future generations of Icelanders to pay outrageously high interest, that the British and Dutch government would profit from, at the price of Iceland's economic freedom. Also they choose to ignore the fact that only a chosen few bankers played part in the economical disaster of Icesave.

Of course we would like them to take in to account that the terrorist law Gordon Brown stamped us with, ruined what was left of our economic system, with little hope for recovery in the near future. There are some disputed legal aspects that do not demand us to pay, regarding the faults in the financial guard system of EES.  But we will show responsibility. We are guilty of neglecting our own finance surveillance system, and letting corruption run a mock with our eyes closed.  We still want to meet our obligations and pay what is due, but a reasonable and fair amount.

Does the British government realize the amount of damage they did when they put Iceland on a blacklist with terrorists like Al-Qaeda and other terrorist groups. This particular financial damage they inflicted on us might even nullify their part of the figure they want us to pay for the Icesave bill.

We are still waiting for fair results.*

*This blog is originally written by my wife with a little assistance from myself, and is published here on my blog with her approval and consent. Cool

ATH! Þessa grein skrifaði eiginkona mín með smá aðstoð frá mér. Mér finnst þessi grein vel til þess fallinn að birta hér og viðeigandi að tengja við þessa frétt (þetta er auðvitað birt með góðfúslegu leyfi spúsu minnar). En við skrifum þetta á ensku til þess koma skilaboðum víðar en bara á litla Íslandi, flestir eru hvort eð er vel læsir á ensku. Cool


mbl.is Bretar vilja sýna sveigjanleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mottukeppnin mikla - karlar og krabbamein

skeggEftir margar áskoranir og þrætur um hvað ég er herfilega ljótur með skegg, ég tala nú ekki um mottu, þá hef ég samt ákveðið að leggja góðu málefni lið.

Hér er prófillinn minn á karlarogkrabbamein.is. Hér eru leiðbeiningar um hvernig að þessu er staðið.

Sendu SMS á númerið 905-5555 með keppnisnúmeri 1878 í textasvæðið til að heita á keppanda
Ath - 499 krónur verða gjaldfærðar af símreikningi

Ég mun reyna að uppfæra þennan prófíl eins og ég get, og hvet ég alla sem þetta lesa að leggja þessu málefni lið! Cool

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 587833

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband