Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Til hamingju Hafnfirðingar !

Nú sver ég þess dýran eið að segja ekki Hafnfirðingabrandara framar. Það munaði aðeins 88 atkvæðum á fylgendum þessarar stækkunar. Nú geta Hafnfirðingar andað léttar og verið óhult fyrir þeim óhuggnaði sem svona skrímsli skilar frá sér. Nógu slæmt hafa þeir það nú þegar með það sem er fyrir. Mikið er ég feginn að sjá svona skynsama niðurstöðu úr Hafnarfirði.

Sem ætti kannski ekki að koma á óvart þar sem Hafnarfjörður er eitt helsta vígi vinstri manna. Wizard

Enn og aftur til Hamingju Hafnfirðingar og Guð blessi ykkur, með þessa líka skynsamlegu ákvörðun !!

 


mbl.is Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brotvélar, stórhættuleg kúbein og framtennur

Ég ákvað að verða við áskorun Kalla vinar míns að segja frá framtanna missinnum og brotvélasöguna.

Þetta eru svo sem ekki merkilegar sögur, but here goes:

Brotvélin:

Þetta var í byggingarvinnu þegar ég bjó á Akureyri, ég var tiltörlega ungur og nýkominn úr myndlistarnámi, þá var ég ekki mikill vexti og hálf renglulegur. Samt tókst mér að ná mér starf sem vinnukarl í byggingarvinnu, þar einmitt kynntist ég Kalla, besta vin minn á Akureyri. Ég held að Kalli hafi séð aumur á mér þegar hann sá hversu ráðvilltur ég var, hann hélt sem betur fer í hendina á mér í gengum þessa lífsreynslu. En einn daginn þegar við vorum að múrbrjóta húsið sem var verið að byggja lagði ég frá mér brotvélina í stutta stund til þess að kasta mæðunni. Eftir nokkrar mín. fór ég horfa í kringum mig eins og ég hefði týnt einhverju mikilvægu, þá kom Kalli til mín og spurði hvers ég leitaði. "Brotvélinni", sagði ég. "Hún er við tærnar á þér!" Sagði Kalli. Kalli hefur ennþá ekki jafnað sig á þessum aulahátt mínum og stríðir mér ennþá á þessu í dag, þótt frekar ómerkilegt sé. En hann segir að þetta tilvik hafi lýst hvað best persónuleika mínum hvað best, og það versta er að ég er sammála honum. Ég get verið óttalegur prófessor.

Framtennurnar:

Áfram liðu vikurnar í þessari byggingarvinnu, þetta gekk ágætlega og mér tókst meira að segja að byggja upp vöðva í þessu starfi. Ég gat að minnsta kosti ekki lengur málað ljósastaura að innan eins og ég gat áður. En einn morgunin var ég beygja mig undir spýtu sem var búið að negla fyrir hurð á einu húsinu á byggingarsvæðinu. Ég var ekki búinn að reisa mig við þá sá ég kúbein koma á móti mér. Kúbeinninn sló úr mér báðar framtennurnar úr efri góm. Málið var að það var náungi sem sneri baki í hurðinna og sveiflaði honum óvart í andlit mitt þegar ég kom inn. Ég fór beint til tannlæknis sem gerði að tönnum mínum og saumaði saman á mér sárið sem ég fékk undir neðri vörina. Ég er ennþá með ör, en hún sést ekki nema ég sé með 2 daga skegg. *Andvarp* Þetta var nú ekki merkilegra en þetta og ég vona að hafi gert þessum sögum góð skil. Ég veit og treysti að Kalli kemur með sínar athugasemdir.


Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir ...

Þetta er málaflokkur sem ég hef oft velt fyrir mér, og hálf skammast mín fyrir að hafa ekki verið virkari í honum fyrr.  Blush  Eftir að hafa lesið bloggið hennar Halkötlu þá sé ég hve brýn þörf er á umfjöllun um meðferð dýra. Eftir að hafa lesið bloggið hennar Halkötlu snart við mér strengur sem ég vissi að ég hafði en aldrei komið honum til framkvæmdar. Nú verður breyting á !

MávarTökum máva sem dæmi, ég vissi til dæmis ekki að það væri notað eitur til þess að sporna við fjölgun þeirra! Ég er frá sjávarþorpi að nafni Grindavík og er alinn með þessum fuglum, og hef alltaf verið mikill fuglaáhugamaður. Ég man svo þegar ég fór með bræðrum afa niður í fjöru, þar sem þeir fóru að  gömlum vana í leit af baujum. Í þeirra tíð fengust aurar fyrir slíka hluti, en eftir að það var aflagt þá fóru þeir nú samt, og tóku mig ræfilinn oft með. Hjá þeim lærði ég hvað mest um fugla, hvað þeir hétu, hver voru sérkennin þeirra og útskýringar á hegðan þeirra. Eftir frá bræðranna hef ég ennþá þann dag í dag haldið í hefð þeirra, en því miður gefst ekki alltaf tími í það þar sem ég bý í Reykjavík.

En vegna fræðslu bræðranna um tilgang þessara dýrategunda, þá hef ég alltaf borið virðingu fyrir öllum dýrategundum. Allt hefur sinn tilgang eins og sagt er. Þess vegna ætla ég að fylga samvisku minni og handleiðslu Guðs um að gerast ötull dýravinur og verndari. Því það stendur skýrt í ritningunni að dýrin fari til himna líka, það má finna það í Jesaja.
Guð elskar allar sálir, hvort sem þú ert mávur, api eða sólskríkja.

Þess vegna ber okkur að vernda þau dýr sem verða fyrir barðinu á grimmilegum athöfnum mannsins, til dæmis nautaat, hanaslagi, nautahlaup o.s.f.v.Hvalssporður

Einnig ber að stöðva tilgangslausar hvalveiðar íslendinga, sem ég sé varla rök fyrir. Sérstaklega þar sem enginn markaður er fyrir þetta kjöt, og það virkar á mig eins og við séum að veiða þá stolt okkar og sögu vegna. En tímarnir hafa breyst og mennirnir veiddu hval hér í gamla daga til þess að verða sér úti um lífsbjörg, allt var nýtt, t.d. notuðu menn lýsið í lampa, beinin voru notuð sem allskyns byggingarefni og svona mætti lengi telja. En við erum ekki lengur á heljarþröm og á hungurmörkum. Allir þessir hlutir eru svo til gagnslausir í dag nema kannski kjötið. 


Hvað gengur á eiginlega??

Svei mér hvað ég var hneykslaður þegar ég las þessa frétt ! Það er ráðist á mann á níræðisaldri !!! Hvert er þjóðfélagið að stefna eiginlega? Þurfa gamalmenni að ráða sér lífverði til þess að geta gengið óhult um miðbæinn? Það stendur ritað um svona menn:

Jesaja 11:1-5

1    Af stofni Ísaí mun kvistur fram spretta og angi upp vaxa af rótum hans.

2   Yfir honum mun hvíla andi Drottins: Andi vísdóms og skilnings, andi ráðspeki og kraftar, andi þekkingar og ótta Drottins.
3   Unun hans mun vera að óttast Drottin. Hann mun ekki dæma eftir því, sem augu hans sjá, og ekki skera úr málum eftir því, sem eyru hans heyra.
4   Með réttvísi mun hann dæma hina fátæku og skera með réttlæti úr málum hinna nauðstöddu í landinu. Hann mun ljósta ofbeldismanninn með sprota munns síns og deyða hinn óguðlega með anda vara sinna.
5   Réttlæti mun vera beltið um lendar hans og trúfesti beltið um mjaðmir hans.

Ég vona að það fari ekki framhjá neinum að þetta er spádómur um Jésú, enda mun hann dæma lifendur og dauða þegar að því kemur. Þessir menn sem frömdu þessa svívirðu eru fyrirbænarefni !

  


mbl.is Ráðist á fullorðinn mann á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Bjarna slær sig til hershöfðingjatignar !

Hæstvirtur Dóms og hermálaráðherra hefur í nýju frumvarpi sem hann ætlar að bera undir alþingi slegið sjálfann sig fyrirfram til hershöfðingjatignar. Ég sé persónulega ekki mikla þörf fyrir svona lagað, við höfum víkingasveitina hér innanlands og hefur dugað okkur hingað til. Auk þess erum við umkringd lýðræðisríkjum og ekki mikil hætta á einhverjum innrásum. Ekki nema kannski færeyingar safni saman í stórskotalið, ráðist á okkur og leggi okkur í þrældóm ! Whistling

Ég skil bara ekki þess áráttu hjá Birni að vilja endilega her, ég var einmitt svo feginn að sjá hann fara og nú vill hann að íslendingar vopnist?? En auðvitað er hætta fyrir hendi, sérstaklega í formi hryðjuverkaárasa, það er einmitt þess vegna sem við tilheyrum Shengen samkomulaginu og erum aðilar af Nató. Ef ráðist yrði á okkur þá efast ég ekki um hjálpsemi nágrannaríkja okkar. Það er herrans árið 2007, ekki 1914.

mbl.is Áhersla á heimavarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að verða elliært gamalmenni ...

Úfff .... ég er orðinn 31 árs frá og með deginum í dag. Orðinn löggilt krumpudýr sem sé.

Ég vona bara að ég fái kynningar mánuð á Grund þar sem ég er að fara að ná tilætluðum aldri!

Svei mér ...  


Bann við plastpokanoktun er til fyrirmyndar !

Aldrei þessu vant hafa bandaríkjamenn gefið góða fyrirmynd.
Í San Francisco hafa þeir bannað alla plast poka og nota bréfpoka í staðinn.
Þetta mættu fleiri taka sér til fyrirmyndar !

Getið þið ímyndað ykkur í borg á stærð við San Francisco hvað þetta þýðir fyrir umhverfið? Joyful

Gott framtak hjá þeim þarna vestra. Sjá nánar hér


Biðjum fyrir Spaugstofunni !

Það er naumast hvað má ekki í dag. Ég legg til að svona fornaldar lög verði felld úr gildi, ég var persónuleg mjög ánægður með lag þeirra spaugstofumanna og hvarflaði ekki að mér að þetta væri eitthvert lögbrot.

Mér finnst  persónulega að veita eigi undanþágu í þeirra tilfelli, ég veit að þetta er bannað með lögum og allt það, en þeir gerðu þetta fyrir framan alþjóð. Það eru kannski ekki sterk rök en mér þykir vænt um spaugstofuna og ég veit að flestir íslendingar eru sammála mér í þessu.

Biðjum fyrir því að þetta mál leysist á sem farsælasta hátt !


mbl.is Handtaka átti Spaugstofumenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að draga karlmenn með sér í verslunarferðir

Ég er ekki vanur að vera með svona karlrembuhúmor en mér fannst þetta bara svo innilega fyndið að ég stóðst ekki mátið.
Þetta bréf var sent frá verslunarstjóra í Bretlandi og bað hana um að koma ekki oftar í verslunina sína.
Það var eiginmaður konunnar sem lét svona á meðan konan verslaði:
This letter was recently sent by Tesco's Head Office to a customer in Oxfordshire:-


Dear Mrs. Murray,

While we thank you for your valued custom and use of the Tesco Loyalty Card, the Manager of our store in Banbury is considering banning you and your family from shopping with us, unless your husband stops his antics.

Below is a list of offences over the past few months all verified by our surveillance cameras:

1. June 15: Took 24 boxes of condoms and randomly put them in people's trolleys when they weren't looking.

2. July 2: Set all the alarm clocks in Housewares to go off at 5-minute intervals.

3. July 7: Made a trail of tomato juice on the floor leading to feminine products aisle.

4. July 19: Walked up to an employee and told her in an official tone, "Code 3" in housewares..... And watched what happened.

5. August 14: Moved a 'CAUTION - WET FLOOR' sign to a carpeted area.

6. September 15: Set up a tent in the outdoor clothing department and told shoppers he'd invite them in if they would bring sausages and a Calor gas stove.

7. September 23: When the Deputy Manager asked if she could help him, he began to cry and asked, "Why can't you people just leave me alone?"

8. October 4: Looked right into the security camera; used it as a mirror, picked his nose, and ate it.

9. November 10: While appearing to be choosing kitchen knives in the Housewares aisle asked an assistant if he knew where the antidepressants were.

10. December 3: Darted around the store suspiciously, loudly humming the "Mission Impossible" theme.

11. December 6: In the kitchenware aisle, practiced the "Madonna look" using different size funnels.

12. December 18: Hid in a clothing rack and when people browsed, yelled "PICK ME!" "PICK ME!"

13. December 21: When an announcement came over the loud speaker, assumed the foetal position and screamed "NO! NO! It's those voices again."

And; last, but not least:

14. December 23: Went into a fitting room, shut the door, waited a while; then yelled, very loudly, "There is no toilet paper in here."

Biðjum fyrir þessum manni sem lenti í slysinu á Grundartanga !

Ég legg til að allir leggist á eitt og biðji fyrir þessum vesalings manni sem lenti í slysinu á Grundartanga.

Og höfum í huga:

Fyrra almenna bréf Péturs 2:24
Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu. Fyrir hans benjar eruð þér læknaðir.


Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 587745

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband