Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Guðsteinn.is - mín eigin heimasíða kominn í loftið!

Ég var ásamt góðum vini mínum að setja upp heimasíðu. Hún á eftir að gegna þeim tilgangi að vera eins konar portfolíó fyrir mig og kem ég til með að nota hana til þess að koma mér á framfæri.

Arnar Geir Kárason er sá sem hjálpaði mér hvað mest við þetta, hann á og rekur fyrirtækið A2.is og er heimasíðan keyrð á kerfi frá honum. Cool Útlitshönnunin var algerlega mín en Arnar sá um mest alla forritun og að setja inn kerfið og er ég honum eilíflega þakklátur.  Joyful

Hér er skjámynd af síðunni fyrir þá sem nenna ekki að smella á þennan link sem leiðir þig inná guðsteinn.is. Ég keypti nefnilega lénið með íslenskum stöfum, sem þýðir að það er hægt að slá inn bæði: http://gudsteinn.is og http://guðsteinn.is - mér fannst þetta gefa nafni mínu meiri brag! Tounge

sida_916391.jpg
 

 Ég vona að þið fylgist með þróun þessa vefseturs, ég læt svo vita hver framþróunin verður.  Cool


Blindur sjáandi

"Sjáandinn" sem spáði þessu, hefur heldur betur haft rangt fyrir sér. Stendur ekki í fyrsta Jóhannesarbréfi og fjórða kafla?

Andi sannleikans og andi villunnar

4
1 Þér elskaðir, trúið ekki sérhverjum anda, heldur reynið andana, hvort þeir séu frá Guði. Því margir falsspámenn eru farnir út í heiminn. 2 Af þessu getið þér þekkt anda Guðs: Sérhver andi, sem játar, að Jesús sé Kristur kominn í holdi, er frá Guði. 3 En sérhver andi, sem ekki játar Jesú, er ekki frá Guði. Hann er andkristsins andi, sem þér hafið heyrt um að komi, og nú þegar er hann í heiminum.

4 Þér börnin mín, heyrið Guði til og hafið sigrað falsspámennina, því að sá er meiri, sem í yður er, en sá, sem er í heiminum. 5 Falsspámennirnir heyra heiminum til. Þess vegna tala þeir eins og heimurinn talar, og heimurinn hlýðir á þá. 6Vér heyrum Guði til. Hver sem þekkir Guð hlýðir á oss. Sá sem ekki heyrir Guði til hlýðir ekki á oss. Af þessu þekkjum vér sundur anda sannleikans og anda villunnar. 

Því miður ég treysti betur á Guð minn heldur en sjáendur. Og í þessu tilfelli tek ég einnig mark Ragnari "skjálfta" enn fremur en sjáanda. Ég tala nú ekki um þar sem þessi kona hafði ekki "anda sannleikans" í sér þessar hún spáði fyrir um þetta, þar sem hún og maður hennar selja sjálf svokölluð "jarðskjálftahús".

Þetta var sem sé sölutrix, og minnir ískygggilega á spádóma Votta Jehóva hér í gamla daga. Við skulum varast að fara eftir svona falsspádómum þegar Guð fylgir ekki með í pakkanum. 

psychic-with-crystal-ball.jpg  pjun251l.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Spurt um jarðskjálftaspádóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er þá ættaður frá Mars

Var ekki annars skrifuð heil bók um að konur væru frá Venus og karlmenn frá Mars? Tounge Það allavegna passar þá við mig að minnsta kosti, fyrst að Grindavíkin er kominn til Mars, ættar setrið mitt. Alien LoL

Mars_large

Lengi lifi Marsbúar! Joyful


mbl.is Grindavík á Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Naumhyggja Richard Dawkins

Guðleysinginn Richard Dawkins og boðskapur hans hefur sett mark sitt á það þjóðfélag sem við búum við í dag. Með útgáfu bóka eins og "The God Delusion" hefur honum nánast tekist að sameina guðleysingja heims undir boðskap sinn, þar á meðal guðleysingjafélagið Vantrú hér á klakanum, sem virðast afskaplega hrifnir af Richard Dawkins og flestu því sem frá honum kemur.

Ég ætla því aðeins að fjalla um Dawkins og hans "boðskap", og mun reyna að fara ekki niður á hans plan, því hann kallar menn eins og mig ófögrum nöfnum.

Hugmyndafræði hans við afskrifa bókstaflega allt sem má gefa nafninu "andlegt" þykir mér persónulega einfeldningsháttur að verstu sort. Hvorki ég, né hann getum að fullu sannað tilvist Guðs, eina sem ég hef fyrir mér í því er eigin sannfæring og tilfinningar, en Dawkins afskrifar fólk eins og mig og kallar skoðun mína: "heimsku trúarnöttarans" eða eitthvað á þá leið.

Segir þetta ekki allt sem segja þarf?Skoðanir hans minna mig á fólk sem aðhyllist naumhyggju, eða minímalisma. Ég á þá við fólk sem er varla með húsgögn inni hjá sér og finnst ekkert annað fallegra. Kuldalegt yfirbragð slíkra heimila er ekki það sem ég myndi persónulega kalla heimili, en það er bara mín skoðun og ekki minn smekkur.

Með því að afskrifa ALLT sem gæti stutt tilvist Guðs, og setja öll slík viðhorf í vel læstan kassa, finnst mér vera naumhyggja Dawkins vera vottur um alvarlegan skort á víðtækri hugsun. Því hvorki ég né hann getum útilokað að annar okkar hafi rétt fyrir sér, en eftir lestur (sem mér loks tókst að klára) "The God Delusion" þá er auðséð að hann hafnar því alfarið að sá möguleiki sé fyrir hendi að hann sé sjálfur að fara með rangt mál. Hann er sannfærður um eigin getu um að gerast dómari og böðull yfir Guði hvað sem tautar og raular.

Dawkins notar rök gegn Guði sem einkennir marga guðleysingja, hann hamrar endalaust á því hvað Guð er "grimmur" og jafnvel kallar hann fjöldamorðingja. Sem er afspyrnu heimskulegt því eru það ekki mennirnir sjálfir sem framkvæma óhæfuverkin í nafni trúar? Í gegnum aldirnar hafa margir notað trúna sem hlífiskjöld við alls kyns viðbjóði, hvort sem það er Hitler, Saddam Hussein, George W. Bush eða jafnvel Guðmundur í Byrginu, þá er niðurstaðan alltaf sú að þessir aðilar voru menn, alveg eins og ég þú, og bera brennimerkta galla allra manna, sem er græðgin.

Dawkins segir að Guð hafi drepið hinn og þennan, en eins vel hann er að sér í guðfræði sem og sagnfræði, þá ætti hann að vita að það voru allt aðrar aðstæður fyrir hendi á þeim tíma sem þessi "morð" voru framinn.

Hverjar voru ástæðurnar? Til dæmis þá voru mannslíf ekki sérstaklega mikilvæg í huga bronsaldarmanna, og kom alltaf maður í manns stað í þeirra huga. Eins er vitnað um í GT um þær viðbjóðslegu athafnir sem mikið af því fólki sem var "myrt" framdi.

Sem voru sem dæmi:

  • Mannafórnir og þá sérstaklega barnafórnir
  • að rista á kvið þungaðra kvenna til fórnar goðs síns
  • sifjaspell
  • hofmeyjar og hofkarlar (eða á íslensku: hórur og hórkarlar)
  • kynlíf með dýrum
  • kynlíf með börnum
  • kynlíf með styttum á hátíðum

... og svona mætti lengi telja. Það því verið góðar gildar ástæður fyrir því að þessu fólki var útrýmt, því ekki myndir þú vilja svona lið fyrir nágranna þinn? Eða hvað? FootinMouth Ef svona tíðkaðist í dag, yrði þá ekki upplausn í samfálaginu? Væri þetta fólk ekki dregið fyrir rétt og jafnvel í sumum löndum drepið?

En rétt er að taka fram að Kristnir eru samt ekki alsaklausir, því krossfarir og nornabrennur er á höfði þeirra og er blóð á þeirra höndum sem það frömdu. Því neita ég ekki. En bendi á um leið að þarna voru menn á ferðinni, og af því mennsk hönd kom þarna við, þá má reikna með að spillingin og illskan sem fylgir manninum sé ávalt til staðar hvert sem hann fer. Svo einfalt er það.

Dawkins gerir heldur ekki ráð fyrir að Jesús er túlkunarlykillinn sem Kristnir menn nota, var það ekki hann sjálfur sem sagði:

Matteusarguðspjall 5:38-39
Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. 39 En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina.


Jesús afnam með þessum orðum þetta gamla hefndarlögmál og vinsaði úr boðskapinn sem mennirnir sjálfir bættu inní lögmálið með eigin höndum og orðum.

Sjálfur get ég ekki sett alla hluti í lítinn kassa með því að ofureinfalda hlutina eins Dawkins gerir og notar Guð sem blóraböggul fyrir öll heimsins vandamál, það er til eitthvað meira og stærra hvað sem hann segir, þess vegna trúi ég á Guð og skammast mín ekkert fyrir það!

Þegar öllu er á botninn hvolft er það boðskapur Krists sem skiptir máli, og eftir því reyni ég eftir bestu getu að lifa. Ég sé engan boðskap nema kuldalega höfnun hjá Dawkins og lærisveina hans, og spyr þá ykkur í fávisku minni: Hvað hefur boðskapur Dawkins fram yfir kærleiks boðskap Krists? Dæmið þið sjálf um það fyrir ykkur persónlega, en ég veit hvað ég vel. Wink 

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


Blindur fær sýn ... bókstaflega!

Ég er auðmýktur og þakklátur. Dýrð sé Guði að hafa gefið okkur vesælum mönnum læknavísindin, undanfarna daga hef ég verið að uppgötva hve fögur veröldin er, og er að sjá alla hluti í nýju og betra ljósi. Meira að segja brá mér þegar ég leit í  spegil og sá þar allt í einu einhvern karl sem ég hafði aldrei séð svona vel. Furðulegt alveg og er ég ennþá að venjast þessum skrítna karli í glerinu! Tounge

Allt umhverfi hefur tekið á sig nýja og skýrari mynd, börn mín og eiginkona eru mun fallegri en ég hef séð áður. Og þess vegna hefur sál mín fagnað undanfarna daga, alveg eins og ljóði Davíðs:

Davíðssálmur 103:1-4

Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar,
læknar öll þín mein,
leysir líf þitt frá gröfinni,
krýnir þig náð og miskunn.

saklausaugu.jpg


Að sjá alla Guðs sköpun með nýjum augum er stórkostlegt og þakka ég Drottni mínum fyrir það. Læknar nútímans geta gert stórkostlega hluti og aldrei hefði ég trúað að svona lítil aðgerð myndi breyta svona miklu.

Áður en ég fór í þessa aðgerð þá var ég með fæðingargalla, linsurnar í augunum á mér voru beyglaðar á þá leið að ég sá hitasvið eða það sem mann í dag kalla "árur", og hefur sá galli verið leiðréttur. Nú sé ég ekki lengur þegar konur eru á blæðingum eða þegar einhver meiðir sig í stóru tánni eins og hér áður. Úfff ... Pinch

Því allir verkir breyttu hitasviðinu og sá ég alltaf þær breytingar. Þetta fyrir minn smekk var OF mikið af upplýsingum, og vildi ég ekki sjá svona alla daga. Ég sé þetta ekki lengur og eru þá konur óhultar fyrir hnýsnum augum sem sjá hluti sem koma þeim ekki við. Og verð ég að segja að ég er þakklátur fyrir að vita ekki af sumu eins og loftverkjum hjá öllum í kringum mig. Ég er þá orðinn venjulegur maður ef það hugtak er til. Pouty

Hönd Drottins var greinilega í öllu þessu, því loksins stend ég undir nafni og sé eins og Haukur. Ég er kominn með fullkomna sjón og gerði læknirinn prufur á mér í þeim efnum, ég sé betur en ég átti að gera og kom það lækninum jafn skemmtilega á óvart og mér. Smile

Eiginkona mín fór í svona aðgerð fyrir rúmu ári síðan, og er sama sagan að segja um hana. Hún  er hætt að fá hausverk og annað við lestur og er allt önnur eftir þessa breytingu. Og Guði sé lof fyrir stéttarfélög sem borga svona rándýra aðgerð niður! Annars hefði okkur aldrei tekist þetta!

Guð blessi ykkur öll, og njótið fegurðarinnar sem þessi heimur og land okkar býður uppá. Á tímum kreppu og mikillar lægðar, er gott að hugga sig við það sem hægt er að vera þakklátur fyrir, og gleymum við mennirnir því alltof oft.

Góðar stundir og þakka ég lesturinn.


Mikil er dýrðarsköpun Drottins!

Ég er alltaf svo heillaður af svona náttúrufyrirbrigðum, og sólmyrkvi finnst mér alltaf mjög flottur. Sérstaklega í ljósi þess að þetta sannar enn og aftur hversu góður hönnuður Guð er, þegar hann skapaði þetta allt saman. Smile

Myndin er tekinn úr geimnum, og sýnir hvernig skuggi tunglsins fellur á jörðina. Stórkostlegt alveg! Cool

 

Sólmyrkvi

 

 

Dýrð sé öll sköpun Drottins! Halo Guð blessi ykkur öll og eigið þið góða verslunarmannahelgi! Joyful


mbl.is Tungl skyggir á sólu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þá geimverur til?

cute-alien-thumb1710110Þessi geimfari virðist að minnsta kosti viss í sinni sök. Hann gæti reyndar verið einn af þeim sem heimsótti Snæfellsjökul hér um árið, og beið eftir heimsókn sem aldrei varð. Hver veit! Joyful

En eru þær til? Getum við vitað það fyrir vissu? Ég held að þeirri spurningu verði ekki svarað fyrr en þær taka uppá því að heimsækja okkur og sýna sig.

Því ég trúi því að Guð sé ekki svo takmarkaður að hann geti ekki skapað líf á öðrum hnöttum eða sólkerfum. Ekki ætla ég samt að fullyrða um tilvist þeirra, því það veit ég ekkert um.  

Ég las eitt sinn að besta sönnun fyrir tilvist vitsmunavera út geimnum, væri að þau hafa látið það ógert að heimsækja þetta spillta mannkyn.  

Allt hefur sinn tíma og sinn dag, og hvert sem verður af eða á, þá treysti ég Guði fyllilega fyrir þessu öllu saman! Cool


mbl.is „Það eru til geimverur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kraftaverkin gerast ennþá í dag!

Kraftaverk  !!!Hver segir að bænir okkar virki ekki, Guð er ekki heyrnarskertur né handleggjalaus!

Ég er svo ánægður og glaður yfir vissum tíðindum nú í morgun að get ekki orða bundist! Cool Málið er að
kona mín fór með dóttur okkar sem hefur þjáðst af vírusi í vinstra auga hennar. Hún hef verið að nota allskynskrem og dropa til þess að sporna við að vírusinn skaði sjón hennar meira en orðið er, en hún var með 25% sjón á vinstra auga.

Eftir margar bænir leiðir Guð okkur til læknis sem setur hana á aðra dropa og einhverjar töflur sem eiga að bæta hornhimnu hennar. Nú í dag 3 mánuðum eftir þennan lyfjakúr, þá mældist dóttir mín með 50% sjón á vinstra auga, og eru líkur til þess að þetta batni ennþá meir ef meðferðin heldur áfram! W00t

Ég er þakklátur Guði mínum, hann gaf okkur hin stórkostlegu læknavísindi og bænheyrði áhyggjufulla foreldranna, þ.e.a.s. mig og eiginkonu mína.

Ritað er:

Matteusarguðspjall 7:7
Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.

Svo sannarlega stendur Guð við sitt!  Joyful

P.s. ég var að taka eftir því að ritstjórn blog.is var að setja mig á forsíðu blog.is, og hafa þær innilegar þakkir fyrir það! Önnur bænheyrslan í dag ... hvað kemur næst!  Wink


Er þetta ekki bara gott mál?

Kannski er þetta einmitt það sem íslendingar þurfa þessa stundina. Að hleypa erlendum fjárfestum inní landið og auka erlent peningaflæði um leið. Auk þess þar sem þetta kemur til með að skapa fjöldann allan af störfum, sem er einmitt það Húsvíkingar þurfa eins og er. Annars enda þeir á Íslandskortinu sem sumarbústaðabyggð!

Annars má samt benda á staðreynd úr vísis fréttinni um sama mál:

Össur vildi ekki tjá sig um málið, en þess má geta að flokkur hans, Samfylkingin, vildi fyrir síðustu kosningar fresta öllum stóriðjuframkvæmdum í allt að fimm ár.

hmmm ... ???  FootinMouth

Jæja. þetta er þó betra en heimskuleg áform um einhverja heimskulega olíuhreinsistöð!


mbl.is Samkomulags um Bakka vænst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfum nú vesalings dýrinu að lifa!

Ekki nema að einhver hafi gert umrædda "neyðaráætlun", ekki nema fólkið sem var svo kátt að sjá þann seinasta drepinn vilji myrða mannorð okkar á heimsvísu einu sinni enn!

Lengi lifi ísbirnir! 


mbl.is Ísbjörn í æðarvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband