Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Villandi fyrirsögn!

Ég sem var svo ánægður þegar ég sá þessa fyrirsögn, en svo kom í ljós að þetta er í bandaríkjunum! úfff... þetta hefði betur mátt gerast á Íslandi !
mbl.is Mesta lækkun vísitölu fasteignaverðs í Bandaríkjunum í 16 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing um syndina og lögmálið

KrossHvað er synd?

Það skiptir engu máli fyrir Guði hver syndin er. Synd er synd fyrir Guði. Hvergi í allri biblíunni er talað um stóra synd eða litla synd. Slíkt mat er mannaverk, en ekki Guðs.

Hjá Guði er náð að finna fyrir blóð Jesú Krists, bæði fyrir mig og þig. Allir, sem eru í Kristi, skírðir og frelsaðir eiga aðgang að náð Guðs. Bænin stígur upp til Guðs, en náðin stígur niður frá Guði.

Þegar þú hefur gefist Jesú, mátt þú taka þessa kveðju til þín biðja um náðina og friðinn og taka við náðinni og friðnum, sem gjöf frá Guði fyrir Jesú Krist og friðþæginarverk hans fyrir þig, persónulega. Þá átt þú líka fyrirgefningu allra þinna synda.

Fyrra Tímóteusarbréfið vers 8-11

Vér vitum að lögmálið er gott, noti maðurinn það réttilega
og viti, að það er ekki ætlað réttlátum, heldur lögleysingjum og þverbrotnum, óguðlegum og syndurun, vanheilögum og óhreinum föðurmorðingjum, manndrápurum,
frillulífsmönnum, mannhórfum, mannaþjófum, lygurun, meinsærismönnum og hvað það er nú annað, sem gagnstætt er hinni heilnæmu kenningu.
Þetta er samkvæmt fagnaðarerindinu um dýrð hins blessaða Guðs, sem mér var trúað fyrir.
(V.8-11.)

mosesÍ þessum versum dregur Páll fram í grófum dráttum hverjum lögmálið var og er ætlað, en tekur um leið fram að lögmálið sé gott, noti menn það réttilega. Þannig á hinn kristni maður að nota lögmálið - nota það til áminningar og leiðbeiningar um hvað er rétt og rangt og hvað er synd gegn Guði.

Allt sem brýtur gegn boðorðunum er synd. Það þarf kristinn maður að vita. En hann þarf líka að vita, að frelsun hans er ekki fólgin í því að fullnægja kröfum lögmálsins og boðorðanna, heldur í einlægri trú á frelsarann Jesú Krist. Samfélagið við hann veldur því, að hinn kristni, trúaði maður keppir í einlægni eftir því að breyta ekki í neinu gegn boðorðunum tíu.

Boðorðin eru mönnunum gefin fyrst og fremst til þess að syndarinn sjái og viðurkenni brot sín gegn heilögum Guði og snúi sér svo til Jesú Krists, sem dó fyrir syndir hans, játi syndir sínar fyrir honum og treysti á náð hans og fyrirgefningu. Svo einfalt er það. Halo

Guð blessi ykkur öll og ég þakka lesturinn.

Ég elska þetta land

Þetta kemur svo sem engum íslending á óvart, að það skuli snjóa um hásumar og það þessum hita. En vá stundum er íslenskt veðurfar bara frábært !

mbl.is Snjóaði í 15° hita svo jörðin varð alhvít
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmerkilegur kristinn bloggari

Hann Jóhann Helgason er með þeim merkustu kristnu bloggurum sem ég hef séð í langan tíma.

Hjá honum eru að finna greinar um kristni sem fáir hafa þorað að tjá sig um. 


Grafarvogs "flassarinn"!

Ég bý í grafarvogi, og á dóttur! Þess vegna hræðir þessi frétt mig Pinch , gott væri ef birt væri mynd af þessum ólukkmanni innan grafarvogs þannig að börnin geti varað sig á honum! Þ.e.a.s. ef þeir ná í "spottann" á honum!

mbl.is Maður beraði sig við stúlkur í Grafarvogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mín dýpsta samúð

Ég veit ekki hvað hefur gengið á þarna, hvað fær fólk til þess að beita skotvopnum á náunga sinn og svipta hann lífi ?? Ég votta aðstandendum þessa manns mína dýpstu samúð í þessum mikla missi.

mbl.is Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Reykjavík er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá þeim Páfagarði !

Þeir eiga hrós skilið fyrir þetta framtak hjá Páfagarði, þeir eru hættir að hugsa um hina vondu illu Ferrari bíla og farnir hugsa eins og menn. Íslamsríki hafa ætíð lokað á önnur trúarbrögð í sínum löndum, þeir leyfa hvorki trúboð né neinar byggingar á flestum löndunum. Afhverju ætti þá vestræn menning að opna dyrnar fyrir þeim? Þeir hafa allt önnur gildi en vestur-evrópubúar og getur stundum orðið kalt þar á milli. Þess vegna finnst mér Páfagarður sýna hugrekki með þessu! 
mbl.is Ritari páfa segir íslam ógna evrópskri sjálfsímynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona gerist með hlýnun jarðar!

Í fréttinni stendur að þessi maður hafi verið afar duglegur: 

Þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans fundust yfir fimm hundruð kvenmanns nærföt.


Eins og sést á þessari mynd þá hefði honum aldrei tekist að fela 500 stk. heima hjá sér á 18. öldinni! W00t

global_warming-_proof


mbl.is Nærfataþjófur dæmdur í fimm ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk björgunarmenn!

Þessi maður sem lenti í þessu er frændi minn, og erum við þremenningar. Ég bið þess bænar að slysið hafi ekki alvarlegar afleiðingar í för með sér.

mbl.is Haldið sofandi á gjörgæsludeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband