Við krossins helga tré

passion_cross.jpgÁ þessum helga degi, sem við minnumst þjáninga og fórnardauða Jesúm Krists, þar sem hann gaf líf sitt fyrir syndir okkar, með því að fórna sér og leggja allt í sölurnar fyrir okkur, er við hæfi að íhuga hvað hann gerði fyrir mankynið allt.

Þetta yndisfagra ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er til vitnis um það hvað gerðist á deginum langa, og birti ég það ekki bara vegna ljóðsins sjálfs, heldur vegna boðskaparins og áminningarinnar um atburði þessa merka dags.

Ég kveiki á kertum mínum

Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.
Í öllum sálmum sínum
hinn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi.
Ég vakti oft og bað.
Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað.

Í gegnum móðu' og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.

Þín braut er þyrnum þakin,
hver þyrnir falskur koss.
Ég sé þig negldan nakinn
sem níðing upp á kross.
Ég sé þig hæddan hanga
á Hausaskeljastað.-
Þann lausnardaginn langa
var líf þitt fullkomnað.

Að kofa og konungshöllum
þú kemur einn á ferð.
Þú grætur yfir öllum
og allra syndir berð.
Þú veist er veikir kalla
á vin að leiða sig.
Þú sérð og elskar alla,
þó allir svíki þig.

Ég fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og verndar hverja rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.

Texti: Davíð Stefánsson
Lag: Guðrún Böðvarsdóttir

Gleðilega páska kæru landsmenn, og megi Guð blessa ykkur og geyma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Þakka þér fyrir að deila þessuu fallega sálmi með okkur og eigðu góða og gleðilega páska.

TARA, 10.4.2009 kl. 11:18

2 Smámynd: Adda Laufey

gleðilega páska

Adda Laufey , 10.4.2009 kl. 11:35

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

þar sem hann gaf líf sitt fyrir syndir okkar, með því að fórna sér og leggja allt í sölurnar fyrir okkur,
Vissi hann ekki að hann myndir rísa upp? 

Gleðilegt páskaegg.

Matthías Ásgeirsson, 10.4.2009 kl. 11:37

5 identicon

Sæll Guðsteinn.

Takk kærlega fyrir.

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 13:02

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk allir!

Matti:

Vissi hann ekki að hann myndir rísa upp? 
Ööö .. jú, liggur það ekki ljóst fyrir?



Gleðilegt páskaegg.
Gleðilega páska!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.4.2009 kl. 14:31

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Guðsteinn.

Gleðilega Páska.

Guð blessi þig og þína.

KV/Jenni

Jens Sigurjónsson, 10.4.2009 kl. 16:00

8 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Takk fyrir þetta Gleðilega upprisuhátíð frelsarans!

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 10.4.2009 kl. 17:43

9 identicon

Takk fyrir þennan æðislega boðskap. Gleðilega páska. Eigðu gleðilega hátíð.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 19:01

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gleðilega paska - Jens, Halldóra og Valgeir Matthías

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.4.2009 kl. 19:29

11 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þakka þér þessar ágætu óskir Guðsteinn sem og birtingu þessa frábæra ljóðs. Ég óska þér og öðrum gleðilegra páska.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.4.2009 kl. 21:36

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sömuleiðis Hilmar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.4.2009 kl. 22:12

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Matthías skrifar;

þar sem hann gaf líf sitt fyrir syndir okkar, með því að fórna sér og leggja allt í sölurnar fyrir okkur,

Vissi hann ekki að hann myndir rísa upp?

Guðsteinn skrifar;

Matti:

Vissi hann ekki að hann myndir rísa upp? 

Ööö .. jú, liggur það ekki ljóst fyrir?

Maður sem er sagður leggja allt í sölururnar er ekki að leggja neitt í sölurnrnar þegar hann veit að hann getur ekki tapað. Ekki satt  Guðsteinn?

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.4.2009 kl. 02:35

14 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir þetta.

Það er mikið og oft sem maður hefur lesið þennan sálm gegnum tíðina.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.4.2009 kl. 02:52

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur - sko, ef einhver fórnar lífi sínu fyrir mig, þá leggur hann ALLT í sölurnar. Og er það mér ákveðinn huggunn að vita að hann vissi að hann myndi rísa upp og fara til himna, ekki satt Svanur, annars væri erfitt að fá fyrirgefningu.

Guðrún María - mín var ánægjan og gangi þér vel í barráttunni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.4.2009 kl. 10:51

16 Smámynd: Linda

Takk kæri vinur fyrir innlitið á síðuna mína. :) Gaman að sjá þessa færslu hjá þér, yndó.

Linda, 11.4.2009 kl. 11:26

17 identicon

Guð blessi þig og gleðilega páska.Kveðja til Bryndísar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 13:32

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Linda og Birna!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.4.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 587802

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband