Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Gott á Einar K. Guðfinns!!

Nú mun hitna í kolunum hjá sjávarútvegsráðherra, ætli hann segi ekki okkur hvalveiðiráðinu eina ferðina enn. En ég fagna þessum tíðindum, og gef lítið fyrir rök Einars að við eigum einhvern "rétt" til þess að veiða þessar skepnur. Heimskulegri rök eða rökleysu hef ég varla heyrt ! Angry

Þetta lét hann eftir sér á útvarpi Sögu um daginn. Það er ekki einu sinni markaður fyrir þetta kjöt, ekki nema að Einar ætli sér að selja það á sjarminum einum saman !  Whistling


mbl.is Ályktun um að hvalveiðibann sé enn nauðsynlegt samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hver er þessi Odd Nerdrum? - Samantekt.

OddNerdumOdd Nerdrum fæddist í Olsó 1944 og er talinn til hóps "figurative" málara, eða fígúru listamann. Hann nam listnám sitt við  Listaháskólann við Osló, eftir það fór hann að þróa eigin stíl og litafræði. Hann var ekki á alls sáttur við Norðmenn og hefur neitað norskum blaðamönnum viðtöl svo árum skiptir.  Hann er orðinn Íslenskur ríkisborgari og hefur haldið sýningar á Listhátíðum hér á landi sem og víðar.  

Nerdrum segist vera "Kitsch" málari sem þýðir að hans verk eru skör lægri en önnur, hann telur hans list vera "ódýra" og vill ekki kenna sig við bestu málara heims. En hver dæmi fyrir sig um þessi atriði, mér finnst hann persónulega hafa stórbrotinn stíl og tel ég hann með þeim merkuru málurum Noregs, meira að Edvard Munch, 1776–1839 (sem gerði "Ópið") fellur jafnvel í skuggann á honum í sumum verkum.

Hér ber að líta smá samantekt á verkum Odds Nerdum í gegnum tíðina (Smellið á myndirnar til þess að stækka þær):

5_singing_womenOdd-divine
Fimm sönglandi konur   The Divine
odd-konasleeping_prophet
Sleeping womanSpákonan sefur
 the_kisssummer
KossinnSumar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Allar myndir tók ég heimasíðu Odd Nerdrums, og bera þær vitni um stórgóða hæfileika Odds.


mbl.is Nerdrum lét ekki sjá sig á blaðamannafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldarhugmynd Forseta vors

Mér finnst þessi hugmynd að nýta draugaherbæinn í Keflavík undir háskólabyggð algjör snilld! Það mætti þá nýta hýbýlin undir háskólagarða og byggja þar upp almennilegann "campus"! Eða .. hvað finnst ykkur?  FootinMouth
mbl.is Ólafur Ragnar: Ágreiningur sem klauf þjóðina í áratugi gufaði upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með þeim skemmtilegri bloggurum Íslands

Ég vildi aðeins auglýsa hann Kalla vin minn (Villimaðurinn Ógurlegi). Hann er afar merkilegur penni og skrifar hreint frábært blogg, ég er viss um að þið verðið sammála mér þegar þið lesið færslurnar hans. Hann er svo öflugur að reka tvö blogg, eitt hér á mbl og annað á vísi.

Endilega kíkið inná bloggið hans, því hann er vanmetinn tilfinningavera á háu stigi !

Slóðirnar eru:

http://villimadurinn.bloggar.is/

http://villimadurinn.blog.is/


Barbari !!!

Breski listamaðurinn Mark McGowan lagði sér corgi smáhund til munns til að mótmæla meintu refadrápi bresku konungsfjölskyldunnar. Corgi hundar eru í miklu uppáhaldi hjá Elísabetu II Englandsdrottningar en McGowan setti upp borð á götu í London og snæddi kjötbollur lagaðar úr hundakjöti til að vekja athygli á fréttum af því að Filippus eiginmaður drottningar barði ref til bana á refaveiðum.


Ef hann er að mótmæla einhverjum refaveiðum sem bitnar á saklausum hundum, þá vil ég þessi aula"listamaður" finni sér annan vettvang. Það er fín lína á milli þess að vinna í þágu listarinnar og vera hreint og beint barbari !

Hann ætti að athuga betur eigin gjörðir áður en hann mótmælir með svona viðurstyggilegum hætti !

Ritað er:

Matteusarguðspjall 7:4

Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: ,Lát mig draga flísina úr auga þér?' Og þó er bjálki í auga sjálfs þín.

Þetta á svo sannarlega við um þennan mann !!

mbl.is Át hund í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Et tu stelpur?

Þið líka stelpur?? Hvar endar þetta?? Allar fréttir seinsustu daga hafa verið um kynferðisglæpi og önnur voðaverk!! Nú bætist svona lagað í hópinn !! Er ekki nóg að hafa karlmenn dýrvitlausa? Þurfa stelpurnar endilega að bætast í þann sorglega hóp? 

Þarna er enn annað dæmið um að það vantar allan Guðsótta í landsmenn ! 


mbl.is Tveimur 12 ára stúlkum misþyrmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrt er atkvæðið

Sjallar og VG eyða minnstu, Samfylking endurheimti sitt og Framsókn reynir að bjarga sér frá útrýmingarhættu.

Já, dýrt er atkvæðið orðið.

mbl.is Samfylkingin og Framsóknarflokkur vörðu mestu fé í auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valkyrja er fallinn frá

Guð blessi minningu hennar og fjölskyldu hennar. Ég þekkti aðeins til hennar, í gegnum hennar skrif og hetjulegu barráttu þökk sé blogginu.

Ég votta aðstandendum hennar mínar dýpstu samúðarkveðjur.


mbl.is Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Huh?????

Getur þessi gaur ekki fundið hvernig á að losna við gufu frá heitu vatni líka ! W00t
mbl.is Reyklausar sígarettur væntanlegar í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband