Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Ótrúleg sjónhverfing !

Ég átti ekki til orð þegar ég sá þetta !! Úfff .... tekur á taugarnar!! 


Það er ekki sama hvort það er Björn eða Séra Björn

Ég veit ekki hvað mér finnst um svona framtak, ég hef svo sem aldrei verið hrifinn af svona Copy/Paste aðferðarfræði, þótt þetta sé húmor - þá finnst mér hann bara ekki fyndinn, sorrý. GetLost Ég lærði það í myndlistarskóla að maður ætti aldrei að kópera sem maður skapar, en sennilega er það atriðið sem fer í taugarnar á mér.

En annað svipað dæmi er www.hotmail.com og svo www.hotmale.com - það er eins framburður á báðum þessum lénum. Whistling


mbl.is Ekki sama bjorn.is og björn.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifandi Vatn

Í tilefni þess að við erum búinn að stofna samfélag sem heitir lifandi vatn, þá er um þetta að segja um efnislegt vatn:

Ef við drekkum ekki nægan vökva er hætta á að líkaminn fari í ástand sem nefnist ofþornun, en það getur verið lífshættulegt ef ekkert er að gert. Ofþornun getur bæði komið til vegna ónógrar vatnsdrykkju eða vegna mikils vökvataps.

Ofþornun þýðir einfaldlega að líkaminn hefur ekki nægilegt magn af vatni, en vatn er nauðsynlegt til að viðhalda eðlilegri líkamsstarfsemi. Starfsemi líkamans byggir á efnahvörfum sem fara að mestu fram í vatnslausn. Að meðaltali er mannslíkaminn um 65% vatn, en mikill munur er þó á þessu hlutfalli milli einstakra vefja. Það er þó ljóst að ef líkamann skortir vatn raskast öll líkamsstarfsemi.
Tekið af vísindavef háskólans.


Eins er með sálina og andann, hann þarfnast næringar alveg eins og líkaminn. Allir menn fæðast með ákveðið tómarúm í hjarta sínu, við eyðum stundum megnið af okkar ævi í leit til þess að fylla uppí þetta tómarúm. Ég vitna um og fullyrði, að eina leiðin til þess að verða fyllilega heill og fylla í þetta tómarúm, er að hleypa Jesú inní líf þitt.

Jóhannesarguðspjall 4:11-14
11 Hún segir við hann: ,,Herra, þú hefur enga skjólu að ausa með, og brunnurinn er djúpur. Hvaðan hefur þú þetta lifandi vatn?
12 Ertu meiri en Jakob forfaðir vor, sem gaf oss brunninn og drakk sjálfur úr honum og synir hans og fénaður?``
13 Jesús svaraði: ,,Hvern sem drekkur af þessu vatni mun aftur þyrsta,
14 en hvern sem drekkur af vatninu, er ég gef honum, mun aldrei þyrsta að eilífu. Því vatnið, sem ég gef honum, verður í honum að lind, sem streymir fram til eilífs lífs."


Málið er einfalt, sálinn og andinn þarfnast næringar líka. Þess vegna hvet ég alla menn til þess að gefa sér smá tíma til þess að lesa í ritningunni annars lagið. Guð blessi ykkur öll.

Nýtt samfélag lítur dagsins ljós

inuyasha20kidsbmpjx9Ég, kona mín, Guðrún Sæmunds og Jóhann Helga, stöndum að þessu nýja samfélagi sem verðu innan raða KFUM&K. Guðrún kann sennilega best að lýsa þessu, en þarna verður margt um að vera. Hópurinn okkar kallast Lifandi Vatn og mun ég sjálfur sjá um að kenna Manga og aðeins grunnatriðin á tölvur. Einnig verður bakað, eldað og fleira skemmtilegt.

Við sem stöndum að þessu erum ekki með hið týpíska samkomuform, þetta er frekar vettvangur fyrir kristna einstaklinga sem og aðra að hittast í rólegheitunum og eiga góða stund saman.

Þetta byrjar kl.: tvö í KFUM&K við holtaveg og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir ! Tounge


mbl.is Bloggkirkjan bakar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimar mætast

Samsýning Steinunnar og Guðsteins Hauks 

Nú hefst samsyning okkar Steinunnar, hér ber að líta mínar myndir en endilega kíkið á Steinunni líka! 

Smellið á myndirnar 2x sinnum til þess  að sjá þær í fullri stærð.

Jesús

jesus

 

 

 

 

 

 

 


Mynd af Jesú, Olía á striga - stærð 150cm x 150cm.

Æfingar 

aefingar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Æfingar í að teikna hrygg - kol á verksmiðjupappír.

Blekmódel 

blekteikning

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Blekteikning gerð í módelteikningu með pensli og fjaðurpenna, gerð á ca. 1 min. (er mjög snöggur)

Tígrísdýr 

tígri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vatnslitamynd af tígrísdýri með ungan sinn.

Anatómía 

læri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Auðvitað þarf að læra anatómíu í myndlist, þessi er gerð með kol og krít.

Umhverfið á Akureyri 

umhverfi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er pastelmynd sem ég gerði er ég horfði yfir Vaðlaheiðina á Akureyri.

Anótómía #2 

mjöðm

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki er nóg að þekkja bara vöðvanna, það þarf að þekkja beinin líka. Þetta er kolateikning.

Skopmyndir / teiknimyndir

Optimus Prime MegatronBatmanSkyssa ..

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Photoshop brellur

Leiðarvísirnafnið mitt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég vona að þið hafið notið sýningarinnar ! Smile


Fimmtudaginn 23.8 kl 19,00 á íslenskum tíma og 21,00 á dönskum tíma opna Guðsteinn Haukur Barkarson og Steinunn Helga Sigurðardóttir samsýningu á moggabloggi !

HEIMAR MÆTAST

Fimmtudaginn 23.8 kl 19,00 á íslenskum tíma og 21,00 á dönskum tíma opna Guðsteinn Haukur Barkarson og Steinunn Helga Sigurðardóttir samsýningu á moggabloggi !

Allir eru velkomnir á fyrstu sýningu sinnar tegundar!


Við viljum með þessari samsýningu sýna að allt er möguleg bæði hvað varðar sýningarrými og fjarlægðir.

Við hvetjum fólk til að setjast niður við tölvuskjáinn með veitingar og taka þátt í þessari ósýnilegu tengingu landa og manna á milli. Wink

Listamennirnir eru staddir á heimilum sínum á opnuninni.

Sýningin er opin allan sólarhringinn frá fimmtudeginum 23. ágúst til sunnudagsin 26. ágúst.


Transformers ...

Ég verð að létta þetta aðeins upp eftir svona rosalega alvarlegar guðfræði umræður undanfarna daga, ég er forfallinn Transformers aðdáandi og þegar vinur sendi mér þessa mynd, þá létti mikið yfir mér! Þarna eru Optimus Prime og Megatron í drykkjukeppni ! W00t

 

 

___Made_For_Sterner_Stuff_by_kaeae

 

Smellið á myndina til þess að stækka hana 


Hvíldardagurinn - er hún synd á sunnudögum?

Halldór/Mofi bað mig um að fjalla um Sabbathin, og hvers vegna ég trúi því að það er ekki synd að halda hann á sunnudögum, hér kemur það: 

Ritað er:

Bréf Páls til Rómverja 14:5
"Einn gjörir mun á dögum annar metur alla dag jafnt. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum."

Og einnig:

Bréf Páls til Rómverja 14:1-7

1 Takið að yður hina óstyrku í trúnni, án þess að leggja dóm á skoðanir þeirra.
2 Einn er þeirrar trúar, að alls megi neyta en hinn óstyrki neytir einungis jurtafæðu.
3 Sá, sem neytir kjöts, fyrirlíti ekki hinn, sem lætur þess óneytt, og sá, sem lætur þess óneytt, dæmi ekki þann, sem neytir þess, því að Guð hefur tekið hann að sér.
4 Hver ert þú, sem dæmir annars þjón? Hann stendur og fellur herra sínum. Og hann mun standa, því að megnugur er Drottinn þess að láta hann standa.
5 Einn gjörir mun á dögum, en annar metur alla daga jafna. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum.
6 Sá, sem tekur tillit til daga, gjörir það vegna Drottins. Og sá, sem neytir kjöts, gerir það vegna Drottins, því að hann gjörir Guði þakkir. Sá, sem lætur óneytt, hann lætur óneytt vegna Drottins og gjörir Guði þakkir.
7 Því að enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér.


Við heiðingjarnir erum ekki háð lögmáli gyðinga, þess vegna er talað um að Jesús hafi uppfyllt lögmálið.

Ritað er:

Markúsarguðspjall 2:27
Og hann sagði við þá: ,,Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins."

Ég er ekki að gera lítið úr boðorðunum 10, langt í frá - þau standa óhögguð og þeim ber að hlýða. Deilumálið er á hvaða degi hvíldardagurinn er, en ekki um hvort eigi að fylgja því boðorði. Þess vegna ítreka ég orð Páls:

Einn gjörir mun á dögum, en annar metur alla daga jafna. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum.

Það fer eftir sannfæringu hvers og eins hvaða dag hann telur hvíldardag, alveg eins og sá sem kýs ekki að borða vissar kjöttegundir Guði til dýrðar, geri svo Guði til dýrðar. Páll ítrekar að trúbræður eigi EKKI að leggja dóm á slíka hluti. Ef ég til dæmis kýs að fasta Guði til dýrðar, þá getur enginn trúbróðir eða nokkur annar fordæmt föstu mína.

bibleÞannig jú, vissulega var Sabbathinn á laugardegi, ég viðurkenni það fúslega, því er ekki að neita sökum hefðarinnar og annarra gagna. En annað lögmál gildir um okkur sem eru ekki gyðingar (Gentiles), við erum ekki bundinn undir sama sáttmála og þeir. En við höldum hvíldardaginn heilagann á sunnudegi og gerum það Guði til dýrðar. Enginn er að tala um að breyta lögmálinu, þetta stendur skýrt í orðum Páls hvað gera skal, svo lengi sem við gerum það með réttu hugarfari og gerum þetta Guði til dýrðar.
Jesús afnam heldur ekki lögmálið heldur uppfyllti það, hann gjörði það eins og það átti upphaflega að vera áður mennirnir afskræmdu það með eigin reglum og lögum. Slík er ást Krists.

Ég efast um að á dómsdegi að Guð fordæmi okkur fyrir þetta atriði, því ást Guðs er takmarkalaus og enginn skal efast um það.

Ritað er:

Matteusarguðspjall 11:26-29

26 Já, faðir, svo var þér þóknanlegt.
27 Allt er mér falið af föður mínum, og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann.
28 Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.
29 Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.
30 Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.

Jesús létti af okkur byrðar lögmálsins og gaf okkur nýtt og endurbætt lögmál, en sama lögmálið. Ég þarf heldur ekki að telja upp þá staði sem Jesús sjálfur storkaði faríseunum og "vann" á hvíldardögum, hann kallaði þá hræsnara og gerði lítið úr mannasetningum þeirra. Þess vegna eru orð Páls og Jesú mikilvæg í þessu samhengi.

Matteusarguðspjall 11:30
Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.

Það var ekki að ástæðulausu sem hann sagði þessi orð. Og eftir þeim fer ég, ég held hvíldardaginn heilagann og geri það á sunnudegi og er stoltur af því. Ég er ekki að "syndga uppá náðina" eins og sumir halda fram. Það er alrangt, nema að fylgja orðum Páls sé ég þá að "syndga uppá náðina"?? Og er ég ekki að brjóta neitt boðorð við þetta eins og aðventistar halda fram. Ég tel svo ekki vera, en þetta er bara mín skoðun.

Kaþólska kirkjan og aðventistar:

Rangfærsla hefur verið við lýði lengi hjá aðventistum, þeir saka Páfagarð um að hafa breytt hvíldardeginum. Ellen G. White - hjá aðventistum hafði þetta að segja á sínum tíma í gegnum svokallaðar "sýnir" sínar:

Ellen G. White -  A Vision, April 7, 1847

"The holy Sabbath looked glorious- a halo of glory was all around it. I saw that the Sabbath commandment was not nailed to the cross. If it was, the other nine commandments were; and we are at liberty to break them all as well as to break the fourth. I saw that God had not changed the Sabbath, for he never changes. But the pope had changed it from the seventh day to the first day of the week; for he was to change times and laws."
(Early Writings of Ellen G. White, page 33, official Adventist publication)


Þessar yfirýsingar hennar eru alrangar.

Engar heimildir eru til fyrir að kaþólikkar hafi gerst svo djarfir að breyta þessu. Ekki sem ég veit um að minnsta kosti. Einfaldlega vegna þess að frumkirkjan sjálf (1. öld eftir Krist) var farinn að halda hvíldardaginn á sunnudögum, til eru margar heimildir fyrir því. Fyrsti raunverulegi páfinn var ekki til fyrr en löngu seinna. Þannig að hvernig gat hann breytt einhverju sem var þegar orðið? Kaþólikkar eru saklausir af þessum ásökunum aðventista.

Í dag neita flestir aðventistar að trúa á orð Ellen G. White, því ekkert af því sem hún sagði og spáði, reyndist rétt. Skiljanlega vilja þeir ekki kenna sig við falsspákonu sem spáði alls kyns atburðum sem aldrei stóðust. Sjá nánar hér.  

En því er ekki að leyna að áhrif hennar gæta enn hjá aðventistum. Með hræðslu áróðri sínum tókst henni að sannfæra söfnuð sinn að það væri brot á boðorðunum að vanhelga hvíldardaginn með því að halda hann á sunnudegi, og sagði vítisvist bíða þeirra sem stunduðu slíkt. Hér er til dæmis gyðingur sem segir sína skoðun á þessu.  Hann telur að báðir aðilar hafi rétt fyrir sér.


Voðalegann tíma tekur þetta, fer að verða ómarktækt

Þetta er ekki fyrsta og ekki í annað sinn sem svona birtist og er öllu fögru lofað. Aldrei hafa staðist neinar svokallaðar 'áætlanir' með stofnun Listaskóla og hefur verið svo í áraraðir. Þetta hefur verið eins og heit kartafla á milli manna í mörg ár.Mín bæn er sú að þessir menn drattist til þess að komast að einhverri niðurstöðu og STANDA við hana. Ég er orðinn verulega þreyttur á þessum endalausa fagurgala!

mbl.is Ákvörðun tekin um stofnun Listmenntaskóla Íslands tekin á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju trúa Vottar Jehóva að Jesús sé?

Þetta er það sem þeir t.d. trúa um Guð:

The true God is not a nameless God. His name is Jehovah. He is God by reason of his creatorship. The true God is real, a person, and not lifeless natural law operating without a living lawgiver, not blind force working through a series of accidents to develop one thing or another. Though scripturally designated by such descriptive titles as “God,” “Sovereign Lord,” “Creator,” “Father,” “the Almighty,” and “the Most High,” his personality and attributes—who and what he is—are fully summed up and expressed only in this personal name. Jehovah is living from time indefinite to time indefinite, forever, he is the King of eternity, incorruptible, invisible, the only true God. A distinct individual being.
Smella hér fyrir heimild

Gott og vel, þeir leggja þetta upp eins og rétt-trúnaðargyðingar – sem er gott og gilt. Ef ekki væri fyrir önnur vafasöm atriði, eins og hver Jesús í raun og veru er. Tökum t.d. Jóh.1:1 sem er afar mikilvægt fyrir kristna menn:

1 In [the] beginning the Word was, and the Word was with God, and the Word was a god.

Þarna er Guð skrifað með litlu g. Sem breytir því alfarið, einnig breyta þeir orðalaginu í "was a god". Sem er venjulega: "was God". Þessi breyting þeirra skiptir talsverðu máli. En þrátt fyrir að Vottarnir á Íslandi hafa ekki enn gefið út þessa útgáfu af biblíunni, þá er þetta samt það sem þeir trúa. Það hef ég eftir margar heimsóknir frá þessu ágæta fólki persónulega.


Heimildin sem ég notaði er hér

Samanber, New International Version á Jóh. 1:1

1 In the beginning was the Word, and the Word was with God, and the Word was God.


Þarna er bara talsverður munur. Þess vegna tel ég að þeir hafi breytt þessu til þess að undirstrika sínar eigin áherslur.  Þessi breyting þeirra gera Jesú að smáguði og taka frá stoðir sem staðfesta Guðdómleika hans.
NIV -textinn er tekinn af BibleGateWay.com

Var Jesús staurfestur?

Einnig telja þeir Jesús EKKI hafa verið krossfestann, heldur staurfestann. Þeir bera fyrir sér að gríska orðið "stauros" sé í eintölu í ritningunni og segja að það þýði einfaldlega staur í lóðréttri stellingu. Og segir grísku sérfræðingurinn Robert Bowman að þessi lýsing hafi verið notuð um fjöldann allan af aflífunartólum á þessum tíma. (Robert Bowman, Understanding Jehovah's Witnesses, p. 143).

Auk þess er getið um það í Matt. 27:37 að skilti var sett fyrir ofan HÖFUÐ Jesú, EKKI hendur Jesú.

Fornleifafræðingurinn Michael Green kemst að þessari niðurstöðu:

Some experts doubt whether the cross became a Christian symbol so early, but the recent discoveries of the cross, the fish, the star, and the plough, all well known from the second century, on ossuaries of the Judaeo-Christian community in Judae put the possibility beyond all reasonable cavil." (Michael Green, Evangelism in the Early Church, pp. 214-215).


Var Jesús Míkael erkiengill?

Vottarnir segja að Jesús hafi verið Míkael erkiengill og bera fyrir sér meðal annars þetta vers sér til stuðnings:

Fyrra bréf Páls til Þessaloníkumanna 4:16

Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa.


Þá er Jesús orðinn Míkael erkiengill samkvæmt þeim. Þetta er nátúrlega alrangt og er úr laus lofti gripið. Það er eru til mun fleiri sannarnir fyrir þrenningunni en að Jesús sé Mikki engill. Sjá nánar grein mína um þrenninguna.

Því ritað er:

Bréf Páls til Galatamanna 1:8
En þótt jafnvel vér eða engill frá himni færi að boða yður annað fagnaðarerindi en það, sem vér höfum boðað yður, þá sé hann bölvaður.


Einfalt er þetta, ef hann væri þá engill afhverju tekur Páll svona til orða og gerir mun á orðum engla og Jesú? Jesús er og var Drottinn Guð okkar, hann var krossfestur, dáinn, grafinn og reis upp frá dauðum í holdi! Sem Vottar trúa ekki að hafi gerst, þeir segja að hann hafi risið uppí "anda" og aldrei í líkamlega. Þrátt fyrir að Jesús borðaði með lærisveinum sínum eftir upprisuna.

Guð blessi ykkur og ég þakka lesturinn. 


Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 587812

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband