Hefur þú ekki efni á Eagles?

Þá vil ég benda á að það eru til ódýrari og mjög góðir tónleikar sem standa til boða.

Tónleikar til styrktar Kaffistofu Samhjálpar verða í Háskólabíó 19. mars nk. kl. 20.
Árið 2010 var haldin tónleikaröð á Kaffistofu Samhjálpar undir heitinu Fullt tungl.

Í hverjum mánuði komu fram listamenn sem gáfu vinnu sína og fluttu skjólstæðingum kaffistofunnar allt það besta sem þeir eiga í fórum sínum. Gleði og þakklæti viðstaddra var mikil, enda hafa margir þeirra ekki efni á að sækja tónleika að öllu jöfnu.

Þeir tónlistarmenn sem því gátu við komið, munu koma fram á tónleikunum í Háskólabíói, þeir eru:

  • Blússveit Þollýjar,
  • Ellen Kristjánsdóttir og Pétur Hallgríms.,
  • Ferlegheit,
  • Fjallabræður,
  • Hjálmar,
  • KK.
  • Siggi Kafteinn,
  • Sniglabandið,
  • U.N.G.


Kynnir á tónleikunum er hinn bráðskemmtilegi og töfrandi Bjarni „töframaður“.

Miðasala fer fram á skrifstofu Samhjálpar að Stangarhyl 3 í Ártúnsholti, pöntunarsími 561 1000 og utan skrifstofutíma í s. 661 1720. Allir sem fram koma munu gefa vinnu sína.

Miðaverð aðeins krónur 2.900.

 Cool


mbl.is Uppselt í forsölu á Eagles
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Meira spennandi en Eagles. og mörgum sinnum ódýrara. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2011 kl. 16:40

2 Smámynd: Ragnheiður

Flottir listamenn í boði og flottir tónleikar :)

Ragnheiður , 17.3.2011 kl. 16:42

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þið eruð flottar Ragheiður og Ásthildur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2011 kl. 17:00

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta eru áhugaverðir tónleikar, Haukur. Ég var einmitt að velta því fyrir mér hvort Eagles tónleikarnir væru fimmtán þúsund króna virði. Kemst að vísu því miður ekki á laugardaginn, verð upptekinn þessa helgi.  

Margir af þessum köppum sem hafa verið að lengur en þú hefur lifað (og ég m.a.s. í nokkrum tilvikum!) eru búnir að missa röddina, maður hefur séð það á farsímaupptökum á nýlegum tónleikum þeirra á YouTube.

Ákvað að nota peninginn frekar í hugbúnað og annað efni fyrir mitt persónulega píanónám. Vantar ekki píanista í Kristskirkju?

Theódór Norðkvist, 17.3.2011 kl. 17:22

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er ætíð þörf á góðu fólki Teddi, annars get ég ekki svarað fyrir kirkjuna með píanista! En Eagles eru svo sem ágætir, en ég sjálfur vil frekar fara á þessa tónleika!  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2011 kl. 17:44

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mig langar mjög mikið á Eagles, en miððaverðið er ekkert annað en móðgun. Frekar fer ég í ferðalag.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.3.2011 kl. 00:53

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta er hrikalegt verð Gunnar! Þess vegna bendi ég á aðra kosti.  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2011 kl. 08:34

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég mundi hiklaust koma í Háskólabíó ef ég væri nær ykkur, en ég bý á Húsavík. Það sem er að gerast þarna er afar þarft það eru bara ekki svo margir sem slikja það.

Góða skemmtun á laugardaginn það verður örugglega góð orka þar ofurtunglið  og þið sem tónleikana sækja.

Kveðja

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2011 kl. 09:17

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þín verður saknað Guðrún, ég þakka góða athugasemd!  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2011 kl. 09:47

10 identicon

Nenni ekki á Eagles og ekki heldur hitt... er þó búinn að gefa þessu samhjálpar gengi einhverja aura... Tímdi því ekki en ákvað samt að gefa, svona just in case að það væri endalaust líf í lúxus í verðlaun eftir dauðann ;)

doctore (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 12:19

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æi, Doctore þú ert svo skemmtilega kaldhæðin á stundum, trúir ekki á Guð, en værir alveg til í endalaust líf í lúxus eftir dauðann.

Þú kætir mig er þú ert stilltur.

Takk fyrir mig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2011 kl. 12:29

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - veistu að ég er reglulega glaður að lesa orð þín, og sannar það að það er smá týra í myrkinu hjá þér. Vel gert Dokksi minn.

Guðrún - oft er ég ósammála Dokksi, en þessu sinni get ég lítið sagt og tek undir orð þín!  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2011 kl. 12:59

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þú ert svo mikið ljóssins barn - það er yndislegt að fylgjast með þér.

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.3.2011 kl. 00:41

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Jóhanna, Guð blessi þig líka og varðveiti.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.3.2011 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 587830

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband