Grillaðir kóríander kjúklingastrimlar

Ég var víst búinn að lofa nokkrum kreppuuppskriftum, og hér kemur sú fyrsta í röðinni sem ég eldaði nýverið fyrir 12 mannaboð og vakti þetta mikla lukku. Þessa þarf heldur ekki endilega að grilla, þetta má einnig steikja og er jafngott fyrir vikið.

Hráefni:

  • 1 pakki af ódýrum kjúkilngabringum
  • 4 msk sykur
  • Safi úr einni síturónu
  • Heil koríanderfræ (sem eru mulinn niður og dreift yfir)
  • Pottagaldra hvítlauksolía (enginn aukaefni í henni og afskaplega góð íslensk framleiðsla)
  • 2 tsk. mulinn koríander (duft)
  • 1/2 tsk. Chiliduft
  • 1 tsk. Paprikuduft (helst smoked paprika)

Aðferð:

Viðmiðunarmynd sem ég tók ekki sjálfurOfangreint er marenering, best er að láta þetta liggja yfir nótt eða í minnsta kosti tvo klukkutíma. Þegar þú ert tilbúinn að fara elda þá þarftu að skera bringurnar í hæfilega þunnar ræmur svo að þær komist uppá grillspjót.

Þegar grillspjótin eru tilbúinn þá finnst mér gott að skella kjúklingakryddinu frá pottagöldrum yfir, því ætíð ber að forðast allt salt í allar mareneringar, því annars þurrkar það kjötið upp og verður það ekki góður réttur. Þetta er svo steikt eða grillað og gott er að hella smávegis hunangi yfir að steikingu loknu, þess þarf ekki en þetta er betra.

Hvaða meðlæti er sem er hentar með þessu, en ég mæli með kús kús og sætri chillisósu

Njótið vel!  Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

mmmm ... hljómar vel! En hvar fær maður ódýrar kjúklingabringur? Við hjónin kaupum aldrei bringur af því að okkur finnst þær svo dýrar.

Róbert Badí Baldursson, 24.9.2009 kl. 09:07

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Bónus og vera vakandi fyrir góðum tilboðum, það er oft hægt að detta inná þau Robbi minn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2009 kl. 09:25

3 identicon

Dösnku bringurnar eru nú að jafnaði á um 12-1400 kall á kílóið.  Mér fynnst samt beiskt óbragð af því kjöti.  En yfirleitt er hægt að fá bringur á 1650 kall þegar þær fara á 40% afslátt.  Þá er um að gera að taka 2-3 bakka og skella í frystinn.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 09:33

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Arnar, þær dönsku eru ekki eins góðar og þær íslensku, þær eru einhvernvegin ... þurrari og ekki eins bragðgóðar. En bara hafa augun opinn fyrir góðum tilboðum!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2009 kl. 09:50

5 identicon

Ég kalla þig samt góðan ef þú hefur komist af með 1 pakka ofan í 12 manns.

Ég, Gugga og Kristey förum langt með heilan pakka bara 3, eða 3 og 1/3

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 10:01

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það var nú fleira á boðstólnum Arnar, ég gerði einnig dýrindis svínalundir , en satt að segja þá er svona alveg hrikaleg sjónræn blekking. Þegar maturinn virkar meiri en hann er, þá virðist fólk borða minna!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2009 kl. 10:29

7 identicon

Ég hefði haldið að það væri öfuggt. þeas þegar fólk sér hellings mat að þá myndi það gúffa í sig.

Svínalundirnar hafa væntanlega slegið í gegn hjá þér

Sæll hvað maður verður samt svangur afþví að tala svona um mat.  Spurning um að taka smá forskot á hádeginu :D

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband