Færsluflokkur: Trúmál
Laugardagur, 22. ágúst 2009
Poppmessa á menningarnótt
Við hjónin ætlum að kíkja á poppmessuna sem verður þessa menningarnótt, hún verður haldinn á Skólavörðustíg eða á þeim palli sem byggður hefur verið þar. Messan byrjar klukkan 21:30.
Samkvæmt dagskrá menningarnott.is þá munu þessir koma fram:
Poppmessa:
Sigurður Ingimarsson, X-factor, ásamt blússveit syngja gospelblús
á Skólavörðustígnum ásamt gestasöngvurum. Hljómsveitin U.N.G
frá Samhjálp spilar kröftugt rokk-gospel. Magnús Stefánsson úr
Egó leiðir þetta kröftuga band. Vandað tónlistarprógram sem þú
mátt ekki missa af.
Hér er svo lag eftir hana Guggu vinkonu sem syngur eins og engill og kemur fram í kvöld með U.N.G. :
Ég hvet alla til þess að mæta, sér í lagi skora ég á DoctorE að sýna manndóm og koma og taka í höndina á mér! En allir eru auðvitað velkomnir svo ég endurtaki mig nú sem oftast.

Trúmál | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Hverjir eru Vottar Jehóva?
Saga Votta JehóvaVottar Jehóva eiga rætur sínar að rekja til aðventistahreyfingarinnar í Bandaríkjunum á nítjándu öld, og er hann skilgreindur sem aðventískur trúarhópur af fræðimönnum. Kaupsýslumaðurinn Charles Taze Russel (1852-1916) var stofnandi Votta Jehóva og kom hann fyrst á fót litlum leshóp til þess að rannsaka kenningar ritningarinnar um Jesúm Krist, endurkomu hans og ástand sálarinnar eftir dauðann.
Russel yfirgaf kalvínska trúarhefð foreldra sinna, þar sem hann gat ekki séð hvernig það gat samrýmst gæsku Guðs að dæma hluta mannkyns til ,eilífrar kvalarvistar í helvíti, þess í stað sannfærðist Russel um svefn sálarinnar við dauðann, og taldi glötunina aðeins felast í útstrokun tilvistar eða tortímingu sálarinnar þar sem hann taldi sálina ekki vera eilífa.
Þá túlkun sótti hann til hóps aðventista sem nefnast síðari aðventistar og samræmdust skoðanir hans og hópsins mjög svo vel um tíma. Síðari aðventistar voru fylgismenn Williams Miller (1782-1842) sem spáði fyrir um heimsendi sem aldrei varð árið 1844. Russel og hans fylgjendur voru afar uppteknir af pýramýddaútreikningum til þess að finna dagsetningu heimsendis og annarra hörmunga. Þeir spáðu heimsendi margsinnis: Heimild hér.
Um það fjallar myndbandið hér að neðan. Myndbandið er gamalt, en hefur ekki tapað gildi sínu, enda er um að ræða viðtöl við fólk sem trúði þessum falsspádómi.
AWAKE! Oct/08/1966, p 19:
"In what year, then, would the first 6,000 years of man's existence and also the first 6,000 years of God's rest day come to an end? The year 1975."
WATCHTOWER Oct/15/1966, p 629:
"Discussion of 1975 overshadowed about everything else. 'The new book compels us to realise that Armageddon is, in fact, very close indeed,' said a conventioner."
WATCHTOWER, May/01/1967, p 262:
"...1975 marks the end of 6,000 years of human experience.....Will it be the time when God executes the wicked?....It very well could be, but we will have to wait to see."
WATCHTOWER, Aug/15/1968, P 494:
Article heading - "WHY ARE YOU LOOKING FORWARD TO 1975?"
WATCHTOWER, Aug/15/1968, P 499 (same article):
"ADAM CREATED AT CLOSE OF "SIXTH DAY"
Are we to assume from this study that the battle of Armageddon will be all over by the autumn of 1975, and the long-looked-for thousand-year reign of Christ will begin by then ?Possibly, but we wait to see how closely the seventh thousand-year period of man's existence coincides with the sabbath like thousand-year reign of Christ....It may involve only a difference of weeks or months, not years."
- Guð er ekki þrenning; sú kenning er frá djöflinum.
- Það á ekki að biðja til Jesú, því hann er aðeins erkiengill.
- Heilagur andi er ópersónulegur eins og rafmagn.
- Öll kraftaverk sem gerast í dag eru frá hinu illa, því þeir telja að þau gátu aðeins gerst á tímum postulanna.
- Himnaríki er frátekið fyrir 144.000 valda Votta Jehóva, árið 2006 voru 9.105 enn á lífi. Hinir sem eftir eru munu ríkja á hinni nýju jörð eftir heimsendi.
- Vottar Jehóvar (VJ) eru hinir einu sönnu kristnu, allar aðrar kirkjudeildir eru villutrúarbrögð.
- Seinni koma Jesú varð 1914 bak við luktar dyr (þeir spáðu nefnilega líka heimsendi 1914.)
- Jesús reis ekki upp í holdi, heldur var líkami hans eyddur af Guði og kom hann aftur sem andavera sem tók á sig mismunandi myndir.
- Þeir halda að Jesús gat mögulega hafa syngað og því misheppnast í starfi sínu.
- Allar ríkisstjórnir eru stjórnað af skrattanum samkvæmt þeim, þess vegna kjósa þeir ekki í kosningum.
- Þeir mega ekki kaupa smákökur frá stúlkna skátum í Bandaríkjunum. Skátarnir eru nefnilega byggðir á Kristilegri hreyfingu.
- Þeir mega ekki gegna herþjónustu.
- Þeir halda ekki uppá neinar hátíðir (Jól, páskar o.s.f.v.) og mega þeir halda uppá afmæli sín heldur.
- Þeir mega ekki bjóða sig fram til neins embættis (pólitískt)
- Þeir mega ekki sitja í kviðdómi.
- Þeir mega ekki eiga eða bera á sér nokkurt krosstákn.
- Þeir mega ekki eiga samskipti við brottrekna meðlimi úr söfnuði VJ.
- Þeir mega ekki taka við jólagjöfum.
- Þeir mega ekki kaupa neinar jólavörur að neinu tagi.
- Þeir mega ekki lesa neitt kristilegt efni en þeirra eigin.
- Þeir mega ekki eiga vini sem eru ekki VJ.
- Þeir mega ekki giftast neinum sem er ekki VJ.
- Þeir mega ekki hylla fánann eða syngja þjóðsönginn.
- Þeir mega ekki segja Guð blessi þig ef þú hnerrar.
- Þeir mega ekki vera með húðflúr.
- Þeir mega ekki kaupa gæludýrafóður sem inniheldur blóð að einhverju magni.
- Þeim er stranglega meinað að gefa blóð eða líffæri (sem hefur kostað mörg hundruð dauðsfalla í þeirra röðum, enda ganga
- Þeir með á sér kort með fyrirmælum að þeir mega ekki gefa blóð eða þiggja)
- Þeir mega ekki lesa nein rit sem tala gegn VJ.
- Þeir mega ekki túlka biblíuna nema hafa varðturninn eða hliðstætt rit sér við hlið til skýringar fyrir þá.
- Þeir mega ekki ekki stunda sjálfsvarnaríþróttir að neinu tagi. (box, karate, glíma o.s.f.v.)
- Þeir mega ekki ganga í nein íþróttafélög eða taka þátt í neinni slíkri starfssemi.
- Þeir mega ekki taka þátt í skólaleikritum.
- Þeir mega ekki fara í jarðarför neins sem hafði yfirgefið söfnuð VJ.
- Þeir mega ekki segja "gangi þér vel."
- Þeir mega ekki verða lögregluþjónar.
- Konur mega ekki biðja í návist karlmanna nema vera með viðeigandi höfuðfati.
- Þeir mega ekki spila skák.
- Þeir mega ekki bera skart með eðalsteinum.
- Þeir mega ekki eiga óróa, (þar sem þeir eru til þess að reka burt illa anda, samkvæmt þeim)
- Þeir verða að lesa reglulega í varðturninum.
- Þeir verða að ganga hús í hús í hverri viku
- Þeir verða að mæta í kirkju 5 sinnum í viku.
- Samkomusalir Vottanna hafa enga glugga.
- Karlmenn mega ekki safna skeggi.
- Varðturnsfélagið er eina spámannlega vald Guðs á jörðinni í dag.
- Konum ber að hlýða/gefa sig undir vald öldunga Varðturnsfélagsins í einu og öllu.
Jóhannesarguðspjall 14:6
Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.

Trúmál | Breytt 8.8.2009 kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (84)
Þriðjudagur, 4. ágúst 2009
Zeitgeist myndin – satt eða logið?
Það fyrsta sem áhorfandi verður var við er hversu vel myndin er gerð. Hún er sett upp sem afar sannfærandi fræðslumynd og vel heppnuðum búning. Ég tek samt fram og ítreka við fólk að ég er að fjalla um FYRRi Zeitgeist myndina, ekki nýju myndina sem fjallar um fjármál heimsins eða ,,Zeitgeist - Addendum". Fyrri Zeitgeist myndina má horfa á hér: http://video.google.com/videoplay?docid=-594683847743189197
Megin boðskapur myndarinnar er skynsemi fólks, þ.e.a.s. að fólk hugsi og skoði allar ástæður áður en skoðun er mynduð, sem er gott og blessað, ef þeir aðeins færu eftir eigin boðskap. Mér dettur í hug enska setningin: Practice what you preach" þegar höfundar myndarinnar hamra svo á þessu, en ég fer yfir af hverju mér þykir svo vera í þessari grein.
Allar fullyrðingar og rannsóknir verða að vera byggðar á heimildarvinnu, því hefur greinilega verið sleppt að megin hluta í þessu tilfelli, þar sem margar af fullyrðingum þeirra halda ekki vatni. Það er vissulega ekki eins auðvelt að vísa heimildir í mynd, eins og í rannsóknarritgerð, en það er algjört lágmark að geta um hvaðan heimildin kemur og frá hvaða ritum eða fræðimönnum þeir byggja heimildir sínar á.
Ég hætti mér ekki í að taka alla þætti myndarinnar, sökum lengdar þessarar greinar. Ég ætla aðeins að benda á nokkra þætti sem mér finnst vera rangir og bendi í heimildir af netinu svo fólk geti dæmt um það sjálft hvað er rétt í þessu.
Jesús og samanburðurinn við heiðnu goðin
Þann samanburð sem er talinn upp í fyrra hluta myndarinnar, vil ég aðeins fjalla um. Þar á sér stað sá skortur á heimildarvinnu sem ég get hér um ofar. Höfundar Zeitgeist telja upp hin og þessi goð til samanburðar við Jesú, og fullyrða um leið að þau, eins og Jesú hafi fæðst 25. Desember, átt tólf lærisveina, risið upp frá dauðum og jafnvel breytt vatni í vín. Flestir guðfræðingar og reyndar flestir kristnir menn eru sammála um að Jesús hafi einmitt EKKI fæðst 25. Desember og hafi fremur fæðst í kringum laufskálahátíðna. 25. desember er aðeins haldið við vegna hefðarinnar og á hún sér vissulega heiðnar rætur.
Fullyrðingar Zeitgeist
Fyrir hið fyrsta er Hórus ekki fæddur af mey. Það fer reyndar tvennum sögum af hverra goða hann er, annarsvegar er hann sagður sonur Hathor (gyðju) sem eignaðist hann með Ra, þó einnig fyrirfinnist sagnir um að faðirinn hafi verið einhver annar, meyfæðing er hér víðsfjarri.
Önnur sögn er sú að Ísis (sem samkvæmt eldri sögnum var systir hans) hafi getið hann með látnu goði, á hátt sem eiginlega verður að kallast allt annað en meyfæðing. [1] Svo eru eftirfarandi goð talinn upp ásamt Hórusi sem Zeitgeistmenn segja standast samanburð við Jesú:
Hórus - 3000 FK - Egyptaland
Fæddist 25. des, fæddur af mey, átti 12 lærisveina.
Kallaður "lamb Guðs", "ljós heimsins", sagður "krossfestur"
og reis upp frá dauðum á 3 degi.
Ekkert af ofangreindu kemur þar fram, og reyndar hef ég ekki fundið neinar heimildir fyrir neinar af ofangreindum fullyrðingum frá traustum aðilum. Sjá nánar: http://en.wikipedia.org/wiki/Horus um Hórus, sjá einnig: http://tru.is/pistlar/2007/12/jesus-og-horus/ eftir Svavar A. Jónsson.
Zeitgeistmenn fullyrða:
Attis - 1200 Fyrir Krist (FK) - Grikkland
fæddist 25. des, fæddur af mey,
sagður ,,krossfestur"og reis upp frá dauðum á 3 degi.
Sjá nánar um Attis: http://en.wikipedia.org/wiki/Attis - ekkert ofangreindu stenst um hann heldur. Eins var krossfesting rómversk aftökuaðferð sem var tekinn upp LÖNGU seinna af rómverjum. [2]
Krishna - 900 FK - Indland
Fæddur af meynni Devaki,
stjarna í austri átti að segja til um fæðinguna.
Gerði mörg kraftaverk með lærisveinum sínum,
og reis upp frá dauðum á 3 degi eftir dauða sinn.
Krishna er sagður hafa verið upphafinn til himna, og er þar í andlegum líkama, það er ekkert talað um að hann hafi risið upp frá dauðum. Nánar um Krishna hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Krishna
Dionysus - 500 FK - Grikkland (eða Bakkus - í Rómverskri goðafræði)
Fæddist 25. des, fæddur af mey,
var farandskennari sem átti hafa breytt vatni í vín,
ásamt öðrum kraftaverkum, kallaður "Konungur konunganna". eða "King of Kings",
einnig: "eingetinn sonur Guðs" og "alfa og omega"
og reis upp frá dauðum eftir dauða sinn.
Fullyrðingar um meyfæðingu eru alrangar; hann er meðal annars talinn vera sonur Seifs og Semele, og aðrir jafnvel telja hann vera son Seifs og Persephone.
Mithra - 1200 FK - Persía
Fæddist 25. des, fæddur af mey, átti 12 lærisveina.
Gerði kraftaverk og reis upp frá dauðum eftir dauða sinn.
Dýrkun á honum fór fram á sunnudögum.
Nánar um Mithra hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Mithra Hann er sagður vera sköpunarverk Ahura Mazda sem goð á hans vegum. Enn og aftur standast fullyrðingar Zeitgeist manna ekki.
Endilega smellið á tilvísanirnar þá sjáið þið þetta sjálf, eða bara að nota google.
Niðurstaða
Eins og ofangreint sýnir, þá er greinilegt að ekki er hægt að gleypa öllu hráu. Þessi samanburður Zeitgeistmanna er ekki bara rangur heldur jaðrar við lygi til þess eins að afskræma Jesú. Þar misheppnast þeim allhrapalega sökum lélegrar fræðimennsku eins og ég hef reynt að sýna fram á. Gleypum ekki öllu hráu, og skoðum málin til enda áður en dæmt er. Því Zeitgeist menn hömruðu á að nota heilbrigða skynsemi til þess að greina á milli, og því er ég sammála, þess vegna hef ég ritað þessa grein til þess að benda á kýlin í boðskap fyrri Zeitgeist myndarinnar.
Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.
-------------------------------------------------------------------------------
Heimildir:
Myndin virðist vera byggð á bókinni: The Christ Conspiracy e. Acharya S. sem er bandarískur fræðimaður, hún starfar í Athenu og var sérlegur ráðgjafi við gerð þessarar myndar (sjá http://zeitgeistmovie.com/sources.htm). Sú kona er ekki mikils metinn sem fræðimaður, sökum þess hversu slaka fræðimennsku hún notar. Sjá umfjöllun Dr. Ben Witherton: http://benwitherington.blogspot.com/2007/12/zeitgeist-of-zeitgeist-movie.html); og Dr. Michael Barber (http://singinginthereign.blogspot.com/2007/07/zeitgeist-movie-is-christianity.html)
[1] http://helgigudna.blog.is/blog/helgigudna/entry/396880/ Helgi Guðnason Guðfræðingur.
[2] Athugið að í grein á wikipedia er sagt að forn-Egyptar hafi þekkt þetta fyrirbæri, orðalag höfundar er "in the sense of impalement..." ef orðið impalement er valið sést að hann á hér við stjakfestingu, og talar um "krossfestingu" í víðari skilningi. Stjakfestingar voru talsvert frábrugðnar krossfestingum. Hægt er að lesa sér til um þetta á http://en.widipedia.org/wiki/Crucifixion hér er þetta tekið fram til að forðast misskilning
Trúmál | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (91)
Sunnudagur, 7. júní 2009
Hann er að bora í nef!
Ég hef ekki haft mikið að segja undanfarið og útskýrir það meinta bloggleti mína.
En góður vinur var að sýna mér þetta ágæta latneska lag eftir Ameno Era, en þegar líður aðeins á lagið þá byrja þau að kyrja: "Hann er að bora í nef", sem er jafnóheppilegt í íslensku málfari og Volkswagen Bora! En þetta er afskaplega fallegt lag svo að ég taki það skýrt fram!
Góðar stundir!
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 15. maí 2009
Ef blindur leiðir blindan ...
... og falla þeir báðir í gryfju! (Matt 15:14) Hvað er bindindismaður á kynlíf að tjá sig um þessi mál?
Jæja, þetta segir sig svo sem sjálft!
Ég vona bara að kaþólikkar fari nú að uppfæra hjá sér kenningar sínar, og leyfi prestum sínum að giftast!
... og hananú!
![]() |
Prestur gefur út kynlífshandbók |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Föstudagur, 17. apríl 2009
Jarðarfararlagið mitt
Ég sé að nokkrir eru að spá í hvaða lög/lag ættu flutt við eigin jarðarför hér um bloggheima, og verð ég aðeins að leggja orð í belg um það líka. Hér á árum áður vildi ég helst láta flytja "The Roof is on Fire" með hljómsveitinni Bloodhoundgang, eða jafnvel "Nothing Else Matters" með Metallicu. Eða jafnvel fáranleg lög eins þetta gamla finnska lag!
En svo líða árin og maður þroskast og betrumbætist. Í dag er ég nokkuð viss um að ég fái því framgengt að þetta lag verði spilað við jarðarför mína:


![]() |
Á leið til heljar um hraðbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Sunnudagur, 12. apríl 2009
Gleðilega páska, kæru landsmenn!
Nú er páskahátíðin genginn í garð, sem er með þeim helgustu hátíðum kristinna manna. Ég vil því óska ykkur öllum gleðilegra hátíðar og vona að boðskapur þessa dags gleymist ekki í súkkulaði áti.
Ritað mörg hundruð árum en Jesús var krossfestur, þetta er tekið úr spádómsritinu Sálmunum:
2 Guð minn, Guð minn! Hví hefur þú yfirgefið mig?
Ég hrópa en hjálp mín er fjarlæg.
3 Guð minn! hrópa ég um daga en þú svarar ekki,
og um nætur en ég finn enga fró.
4 Samt ert þú Hinn heilagi
sem ríkir yfir lofsöngvum Ísraels.
5 Þér treystu feður vorir,
þeir treystu þér og þú hjálpaðir þeim,
6 hrópuðu til þín og þeim var bjargað,
treystu þér og vonin brást þeim ekki.
7 En ég er maðkur og ekki maður,
smánaður af mönnum, fyrirlitinn af öllum.
8 Allir, sem sjá mig, gera gys að mér,
geifla sig og hrista höfuðið.
9 Hann fól málefni sitt Drottni,
hann hjálpi honum,
og frelsi hann, hafi hann þóknun á honum.
10 Þú leiddir mig fram af móðurlífi,
lést mig liggja öruggan við brjóst móður minnar.
11 Til þín var mér varpað úr móðurskauti,
frá móðurlífi ert þú Guð minn.
12 Ver eigi fjarri mér
því að neyðin er nærri
og enginn hjálpar.
13 Sterk naut umkringja mig,
Basans uxar slá hring um mig,
Basan nefndist hérað austan Jórdanar.Nautpeningurinn þar þótti sérstaklega stórvaxinn.
Basans uxar merkja illvirkja.
14 glenna upp ginið í móti mér,
sem bráðsólgið, öskrandi ljón.
15 Ég er eins og vatn sem hellt er út,
öll bein mín gliðnuð í sundur,
hjarta mitt er sem vax,
bráðnað í brjósti mér.
16 Kverkar mínar eru þurrar sem brenndur leir,
tungan loðir við góminn,
þú leggur mig í duft dauðans.
17 Hundar umkringja mig,
hópur illvirkja slær hring um mig,
þeir hafa gegnumstungið hendur mínar og fætur.
18 Ég get talið öll mín bein,
þeir horfa á og hafa mig að augnagamni.
19 Þeir skipta með sér klæðum mínum,
kasta hlut um kyrtil minn.
20 En þú, Drottinn, ver ekki fjarri,
styrkur minn, skunda mér til hjálpar.
21 Frelsa mig undan sverðinu
og líf mitt frá hundunum.
22 Bjarga mér úr gini ljónsins
og frá hornum villinautanna.
Þú hefur bænheyrt mig.
23 Ég vil vitna um nafn þitt
fyrir bræðrum mínum,
í söfnuðinum vil ég lofa þig.
24 Þér, sem óttist Drottin, lofið hann,
tignið hann, allir niðjar Jakobs, óttist hann, allir niðjar Ísraels.
25 Því að hvorki fyrirleit hann hinn hrjáða
né virti að vettugi neyð hans.
Hann huldi ekki auglit sitt fyrir honum
heldur heyrði hróp hans á hjálp.
Þessi nákvæma lýsing á krossdauða Jesú, er til marks um hve nákvæm biblían er í sínum spádómum. Þetta er eins og ég gat hér um ofar, skrifað mörg hundruð árum fyrir Krist. Ég undirstrikaði þá þætti sem eru mest áberandi og rættust seinna meir í krossfestingu Jesú.
Minnumst þessa dags í auðmýkt og þakklæti fyrir gjörðir eins manns fyrir tvö þúsund árum.
Guð blessi ykkur öll á þessum helga degi, og þakka ég lesturinn.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Föstudagur, 10. apríl 2009
Við krossins helga tré
Á þessum helga degi, sem við minnumst þjáninga og fórnardauða Jesúm Krists, þar sem hann gaf líf sitt fyrir syndir okkar, með því að fórna sér og leggja allt í sölurnar fyrir okkur, er við hæfi að íhuga hvað hann gerði fyrir mankynið allt.
Þetta yndisfagra ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er til vitnis um það hvað gerðist á deginum langa, og birti ég það ekki bara vegna ljóðsins sjálfs, heldur vegna boðskaparins og áminningarinnar um atburði þessa merka dags.
Ég kveiki á kertum mínum
Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.
Í öllum sálmum sínum
hinn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi.
Ég vakti oft og bað.
Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað.
Í gegnum móðu' og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.
Þín braut er þyrnum þakin,
hver þyrnir falskur koss.
Ég sé þig negldan nakinn
sem níðing upp á kross.
Ég sé þig hæddan hanga
á Hausaskeljastað.-
Þann lausnardaginn langa
var líf þitt fullkomnað.
Að kofa og konungshöllum
þú kemur einn á ferð.
Þú grætur yfir öllum
og allra syndir berð.
Þú veist er veikir kalla
á vin að leiða sig.
Þú sérð og elskar alla,
þó allir svíki þig.
Ég fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og verndar hverja rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.
Texti: Davíð Stefánsson
Lag: Guðrún Böðvarsdóttir
Gleðilega páska kæru landsmenn, og megi Guð blessa ykkur og geyma.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Mánudagur, 6. apríl 2009
Páskarnir eru ekki bara um súkkulaðiskurn ...
Alveg eins og jólasveinar hafa hertekið jólatímabilið, þá hafa súkkulaðipáskaegg og aðrir hérar hertekið páskahátíðina. Ekki það að það sé neitt að þessu tvennu, þvert á móti kann ég vel við jólasveina sem og páskaegg.
En málið er bara, höfum við ekki gleymt um þessar hátíðir snúast? Megnið af þeim kynslóðunum sem eru nú að vaxa úr grasi vita sum hver ekki af hverju við höldum þessar hátíðir, sem er varla von þegar flæða yfir okkur auglýsingapésar um hvar ódýrustu páskaeggin eru að finna.
Gleymum ekki að fræða börnin okkar um hvað þetta snýst allt saman. Það er orðið afar sorglegt ef þjóðfélag okkar er orðið svo hrætt við fræðslu um kristinn menningararf okkar, vegna skoðanakúgunar annarra háværra örhópa.
Hér í gamla daga þorði sjónvarpið að sýna kristilegt myndefni um þessar hátíðar, en staðan í dag er orðinn sú að þulurnar í sjónvarpinu þora ekki lengur að bera trúarlegt skart um háls sér, vegna gagnrýnisradda þessara örhópa. Sem er bara sorglegt.
Fræðum börnin okkar, um okkar eigin sögu og menningararf, þau munu öðlast þann þroska í framtíðinni að velja sjálf hvað þau gera í trúmálum sínum. Ef tökum þann pól í hæðina, þá fer allt vel.
Borðum okkar páskaegg með bestu lyst, en gleymum heldur ekki einföldum staðreyndum um þessa hátíð.
Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (110)
Mánudagur, 16. mars 2009
Endurvekjum siðgæði okkar!
Ég hvet alla landsmenn til þess að gefa til Rauða Krossins sem og Hjálparstarfs kirkjunnar. Sérstaklega þið sem eigið meira fé á milli handanna! En það sem er um að ræða hundrað krónur á mann, þá getur það varla komið að sök fyrir flest okkar.
Í viðtengdri frétt stendur:
Ef allir landsmenn standa saman ættu að safnast 32 milljónir króna til verkefna Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar vegna efnahagsþrenginganna, að því er segir í tilkynningu.
Ég minni fólk á söguna um "Eyri ekkjunnar", sem er á þessa leið:
Markúsarguðspjall 12:41-44
41 Jesús settist gegnt fjárhirslunni og horfði á fólkið leggja peninga í hana. Margir auðmenn lögðu þar mikið. 42 Þá kom ekkja ein fátæk og lét þar tvo smápeninga, eins eyris virði.
43 Og hann kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: Sannlega segi ég yður, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir, er lögðu í fjárhirsluna.
44 Allir gáfu þeir af allsnægtum sínum, en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína.
Ekki er ég að biðja fólk um að gefa nema það sem það á efni á, því þessi söfnun er fyrir alla landsmenn, en þó sérstaklega þá sem eiga hvað erfiðast fyrir óháð öllum trúarskoðunum.
Munum svo eftir þessum orðum:
2. Korintubréf 9:7
Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara.
Það er mikilvægt að landsmenn standi bökum saman í þessum mögru árum sem við okkur blasa. Það er það sem hefur skort í þjóðfélag okkar undanfarinn ár, og þurfum við að blása lífi í það gamla góða kristilega siðgæði sem land okkar byggðist á og stendur á traustum stoðum ef leitum aðeins eftir því.
Sýnum kærleikann í verki og hjálpum náunga okkar, hringum í:
9015 100 !
![]() |
Söfnun í þágu aðstoðar innanlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 588607
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson