Endurvekjum siðgæði okkar!

Eyrir ekkjunnarÉg hvet alla landsmenn til þess að gefa til Rauða Krossins sem og Hjálparstarfs kirkjunnar. Sérstaklega þið sem eigið meira fé á milli handanna! En það sem er um að ræða hundrað krónur á mann, þá getur það varla komið að sök fyrir flest okkar.


Í viðtengdri frétt stendur:


Ef allir landsmenn standa saman ættu að safnast 32 milljónir króna til verkefna Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar vegna efnahagsþrenginganna, að því er segir í tilkynningu.

Ég minni fólk á söguna um "Eyri ekkjunnar", sem er á þessa leið:

Markúsarguðspjall 12:41-44
41 Jesús settist gegnt fjárhirslunni og horfði á fólkið leggja peninga í hana. Margir auðmenn lögðu þar mikið. 42 Þá kom ekkja ein fátæk og lét þar tvo smápeninga, eins eyris virði.

43
Og hann kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: Sannlega segi ég yður, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir, er lögðu í fjárhirsluna.

44
Allir gáfu þeir af allsnægtum sínum, en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína.

Ekki er ég að biðja fólk um að gefa nema það sem það á efni á, því þessi söfnun er fyrir alla landsmenn, en þó sérstaklega þá sem eiga hvað erfiðast fyrir óháð öllum trúarskoðunum.

Munum svo eftir þessum orðum:

2. Korintubréf 9:7
Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara.

Það er mikilvægt að landsmenn standi bökum saman í þessum mögru árum sem við okkur blasa. Það er það sem hefur skort í þjóðfélag okkar undanfarinn ár, og þurfum við að blása lífi í það gamla góða kristilega siðgæði sem land okkar byggðist á og stendur á traustum stoðum ef leitum aðeins eftir því.

Sýnum kærleikann í verki og hjálpum náunga okkar, hringum í: 
9015 100 
Smile !


mbl.is Söfnun í þágu aðstoðar innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Úff.. ég var næstum búin að hringja, voða góð, en hefði heldur betur verið "low" í siðgæðinu þar sem símanotkun mín er partur af launakjörum!  .. verð að hjálpa öðruvísi!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 18:56

2 identicon

Sæll Guðsteinn Haukur minn.

Heyrðu frábær pistill hjá þér.

Eigðu rosa gott kvöld og góða nótt í nótt.

Með bestu kveðju.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 19:25

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Auðvitað styður maður slíkt framtak og hjálpar þeim sem í nauð eru.

Hilmar Gunnlaugsson, 16.3.2009 kl. 19:48

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jóhanna - gott hjá þér!

Valgeir Mattías - hafðu kærar þakkir.

Hilmar - spread the word.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.3.2009 kl. 20:33

5 Smámynd: Linda

frábært framtak hjá  þeim :)

Linda, 16.3.2009 kl. 20:50

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég trúi að Íslendingar sýni samtöðu og styrk á erfiðum tímum og endurvekji kristið siðgæði sem var farið að láta svolítið á sjá. Ég hringi strax :)

Guðmundur St Ragnarsson, 16.3.2009 kl. 23:40

7 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Minn kæri Guðsteinn. Ég er þér hjartanlega sammála. Og takk fyrir gott framtak. Og ég undirstrika þetta: ,,Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara."

Höfum gleði af því að gefa þeim sem þörf hafa fyrir hjálp. Hvað er einn hundraðkall? Þegar við vitum að margt smátt gerir eitt stórt.

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 17.3.2009 kl. 16:22

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það má hringja oft......

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2009 kl. 16:44

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Linda - nákvæmlega!

Guðmundur - sammála!

Janus - jú, ég setti sama vers í greinina, og ítreka hana eins og þú.

Heimir - rétt er það!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2009 kl. 16:57

10 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Já, Guðsteinn. En ég var bara að ítreka ritningarversið sem þú settir.

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 17.3.2009 kl. 18:25

11 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Endilega hringjum öll og látum gott af okkur leiða.

Munið margt smátt gerir eitt stórt.

Jens Sigurjónsson, 17.3.2009 kl. 19:30

12 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já frábær tíðindi. Vona svo að þetta fari á sem réttasta staði.

Guð blessi okkur öll Íslendinga!

Bryndís Böðvarsdóttir, 17.3.2009 kl. 23:15

13 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég gaf í gær. Vonum að sem flestir hafi gert það.

Hilmar Gunnlaugsson, 17.3.2009 kl. 23:57

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Janus - þá erum við sammála og vorum það alltaf. 

Jens - Einmitt!

Bryndís -

Hilmar  - tek undir það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2009 kl. 00:50

15 identicon

Sæll Guðsteinn.

Ég segi það sama og Heimir.

Það má hringja oft eða þá nokkrum sinnum, nokkrum sinnum.!

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 02:44

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Flott hjá þér að alla til að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda.

Fátæka ekkjan stóð sig vel miðað við Útrásavíkinga á sínum tíma. Þeir gáfu bara smá miðað við það sem þeir áttu en hún gaf allt.

Sælla er að gefa en þiggja stendur í Heilagri Ritningu.

Vertu Guði falinn.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2009 kl. 18:43

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Þórarinn og Rósa. Guð blessi ykkur bæði!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2009 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 587745

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband