Hverjir eru Vottar Jehóva?

Saga Votta Jehóva
Charles Taze RussellVottar Jehóva eiga rætur sínar að rekja til aðventistahreyfingarinnar í Bandaríkjunum á nítjándu öld, og er hann skilgreindur sem aðventískur trúarhópur af fræðimönnum. Kaupsýslumaðurinn Charles Taze Russel (1852-1916) var stofnandi Votta Jehóva og kom hann fyrst á fót litlum leshóp til þess að rannsaka kenningar ritningarinnar um Jesúm Krist, endurkomu hans og ástand sálarinnar eftir dauðann.

Russel yfirgaf kalvínska trúarhefð foreldra sinna, þar sem hann gat ekki séð hvernig það gat samrýmst gæsku Guðs að dæma hluta mannkyns til ,eilífrar kvalarvistar í helvíti‘, þess í stað sannfærðist Russel um svefn sálarinnar við dauðann, og taldi glötunina aðeins felast í „útstrokun tilvistar“ eða tortímingu sálarinnar þar sem hann taldi sálina ekki vera eilífa.

Þá túlkun sótti hann til hóps aðventista sem nefnast síðari aðventistar og samræmdust skoðanir hans og hópsins mjög svo vel um tíma. Síðari aðventistar voru fylgismenn Williams Miller (1782-1842) sem spáði fyrir um heimsendi sem aldrei varð árið 1844. Russel og hans fylgjendur voru afar uppteknir af pýramýddaútreikningum til þess að finna dagsetningu heimsendis og annarra hörmunga. Þeir spáðu heimsendi margsinnis:  Heimild hér.

Um það fjallar myndbandið hér að neðan. Myndbandið er gamalt, en hefur ekki tapað gildi sínu, enda er um að ræða viðtöl við fólk sem trúði þessum falsspádómi.

 

 
Samkvæmt þeirra eigin ritum þá átti heimsendir að verða 1975. Ég hef spurt nokkra votta af því í dag hvað þeir segja um þessa atburði, og sögðu þeir þetta vera sögufölsun og allar prentanir af Varðturninum séu falsanir óprúttinna aðila. Sem er veruleikafirring á háu stigi. 
 
 

AWAKE! Oct/08/1966, p 19:

"In what year, then, would the first 6,000 years of man's existence and also the first 6,000 years of God's rest day come to an end? The year 1975."

WATCHTOWER Oct/15/1966, p 629:

"Discussion of 1975 overshadowed about everything else. 'The new book compels us to realise that Armageddon is, in fact, very close indeed,' said a conventioner."

WATCHTOWER, May/01/1967, p 262:

"...1975 marks the end of 6,000 years of human experience.....Will it be the time when God executes the wicked?....It very well could be, but we will have to wait to see."

WATCHTOWER, Aug/15/1968, P 494:

Article heading - "WHY ARE YOU LOOKING FORWARD TO 1975?"

WATCHTOWER, Aug/15/1968, P 499 (same article):

"ADAM CREATED AT CLOSE OF "SIXTH DAY"

Are we to assume from this study that the battle of Armageddon will be all over by the autumn of 1975, and the long-looked-for thousand-year reign of Christ will begin by then ?Possibly, but we wait to see how closely the seventh thousand-year period of man's existence coincides with the sabbath like thousand-year reign of Christ....It may involve only a difference of weeks or months, not years."

 
Hér eru svo nokkur furðuleg atriði varðandi Vottanna sem þeir trúa og stunda, ekki veit ég hvort sé fylgt eftir hér á Íslandi, en það er samt gert á heimsvísu.
 
Heimild hér sem er skrifum af fyrrverandi Vottum.
 
  1. Guð er ekki þrenning; sú kenning er frá djöflinum.
  2. Það á ekki að biðja til Jesú, því hann er aðeins erkiengill.
  3. Heilagur andi er ópersónulegur eins og rafmagn.
  4. Öll kraftaverk sem gerast í dag eru frá hinu illa, því þeir telja að þau gátu aðeins gerst á tímum postulanna.
  5. Himnaríki er frátekið fyrir 144.000 valda Votta Jehóva, árið 2006 voru 9.105 enn á lífi. Hinir sem eftir eru munu ríkja á hinni nýju jörð eftir heimsendi.
  6. Vottar Jehóvar (VJ) eru hinir einu sönnu kristnu, allar aðrar kirkjudeildir eru villutrúarbrögð.
  7. Seinni koma Jesú varð 1914 bak við luktar dyr (þeir spáðu nefnilega líka heimsendi 1914.)
  8. Jesús reis ekki upp í holdi, heldur var líkami hans eyddur af Guði og kom hann aftur sem andavera sem tók á sig mismunandi myndir.
  9. Þeir halda að Jesús gat mögulega hafa syngað og því misheppnast í starfi sínu.
  10. Allar ríkisstjórnir eru stjórnað af skrattanum samkvæmt þeim, þess vegna kjósa þeir ekki í kosningum.
  11. Þeir mega ekki kaupa smákökur frá stúlkna skátum í Bandaríkjunum. Skátarnir eru nefnilega byggðir á Kristilegri hreyfingu.
  12. Þeir mega ekki gegna herþjónustu.
  13. Þeir halda ekki uppá neinar hátíðir (Jól, páskar o.s.f.v.) og mega þeir halda uppá afmæli sín heldur.
  14. Þeir mega ekki bjóða sig fram til neins embættis (pólitískt)
  15. Þeir mega ekki sitja í kviðdómi.
  16. Þeir mega ekki eiga eða bera á sér nokkurt krosstákn.
  17. Þeir mega ekki eiga samskipti við brottrekna meðlimi úr söfnuði VJ.
  18. Þeir mega ekki taka við jólagjöfum.
  19. Þeir mega ekki kaupa neinar jólavörur að neinu tagi.
  20. Þeir mega ekki lesa neitt kristilegt efni en þeirra eigin.
  21. Þeir mega ekki eiga vini sem eru ekki VJ.
  22. Þeir mega ekki giftast neinum sem er ekki VJ.
  23. Þeir mega ekki hylla fánann eða syngja þjóðsönginn.
  24. Þeir mega ekki segja Guð blessi þig ef þú hnerrar.
  25. Þeir mega ekki vera með húðflúr.
  26. Þeir mega ekki kaupa gæludýrafóður sem inniheldur blóð að einhverju magni.
  27. Þeim er stranglega meinað að gefa blóð eða líffæri (sem hefur kostað mörg hundruð dauðsfalla í þeirra röðum, enda ganga
  28. Þeir með á sér kort með fyrirmælum að þeir mega ekki gefa blóð eða þiggja)
  29. Þeir mega ekki lesa nein rit sem tala gegn VJ.
  30. Þeir mega ekki túlka biblíuna nema hafa varðturninn eða hliðstætt rit sér við hlið til skýringar fyrir þá.
  31. Þeir mega ekki ekki stunda sjálfsvarnaríþróttir að neinu tagi. (box, karate, glíma o.s.f.v.)
  32. Þeir mega ekki ganga í nein íþróttafélög eða taka þátt í neinni slíkri starfssemi.
  33. Þeir mega ekki taka þátt í skólaleikritum.
  34. Þeir mega ekki fara í jarðarför neins sem hafði yfirgefið söfnuð VJ.
  35. Þeir mega ekki segja "gangi þér vel."
  36. Þeir mega ekki verða lögregluþjónar.
  37. Konur mega ekki biðja í návist karlmanna nema vera með viðeigandi höfuðfati.
  38. Þeir mega ekki spila skák.
  39. Þeir mega ekki bera skart með eðalsteinum.
  40. Þeir mega ekki eiga óróa, (þar sem þeir eru til þess að reka burt illa anda, samkvæmt þeim)
  41. Þeir verða að lesa reglulega í varðturninum.
  42. Þeir verða að ganga hús í hús í hverri viku
  43. Þeir verða að mæta í kirkju 5 sinnum í viku.
  44. Samkomusalir Vottanna hafa enga glugga.
  45. Karlmenn mega ekki safna skeggi.
  46. Varðturnsfélagið er eina spámannlega vald Guðs á jörðinni í dag.
  47. Konum ber að hlýða/gefa sig undir vald öldunga Varðturnsfélagsins í einu og öllu.
Ofangreint veit ég ekki hvort sé fylgt eftir hér á Íslandi, þessi heimild og listi er frá Bandarísku fólki sem voru eitt sinn VJ. 
 
Vottar Jehóva geta ekki talist sem Kristinn söfnuður. Þeir afneita guðdómi Krists og telja hann Michael erkiengil. Þeir telja hann einnig staurfestan, þrátt fyrir að gríski textinn tali um naglanna þrjá sem voru gegnum stungnir í hendur Jesú og fætur. Eins lasta þeir heilagan anda með því að telja hann ópersónulegan eins og rafmagn. Þess vegna geta þeir ekki talist til kristinna kirkju.
 
Ritað er:
Jóhannesarguðspjall 14:6
Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.
Hvernig virkar þá ofangreint vers ef Jesús er Mikael erkiengill og má ekki biðja til hans? Það er ritað um það á mörgum stöðum að Guð er sannleikur, þess vegna þagði Jesús þegar Pílatus spurði hann: "hvað er sannleikur?"FootinMouth Þetta bara passar ekki hjá þeim.
 
Af hverju skrifa ég þessa grein? Verum á varðbergi fyrir úlfum í sauðagærum, því ef þú ert eitt sinn genginn í VJ, þá er þér meinað að kynna þér nokkuð annað á meðan. Kynntu þér málin áður en þú tekur ákvörðun.
 
Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Réttara er samt að segja að Vottar Jehóvha séu klofningur frá Biblíunemenum (sem segjast vera hinir sönnu Vottar Jehóvha) En þeir eru einn starfræktir og fylgja enn kenningjum Charles Taze Russel meðan þeir sem síðar Kölluðu sig Votta Jehóvha Fylgja kenningum Judge Rutherfords.

Biblíunemarnir eru með vefsíður og en náðu aldrei sömu stærð og Vottarnir ef þig vantar heimildir er ábiggilega ekkert mál að hafa samband við þá.

Davíð (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 00:28

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Frábær færzla hjá þér Haukur...

Steingrímur Helgason, 6.8.2009 kl. 00:46

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kærar þakkir Zteingrímur minn! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.8.2009 kl. 00:50

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég þekki dæmi (fleiri en eitt) héðan frá Íslandi þar sem mjög illa var farið með andlega vanheilt fólk og það misnotað á ýmsa vegu.

Ég hef mjög illan bifur á þessu liði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.8.2009 kl. 01:02

5 identicon

Hér erum við enn og aftur að bera saman einn skilning á kukli vs annan, bara sorry ég sé ekki neinn mun per se.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 08:06

6 identicon

Sæll Guðsteinn.

Ég sendi þér smá póst vegna þessarar færslu þinnar .

Björn I (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 09:36

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Davíð - ég hef samband við þá, þakka þér fyrir upplýsingarnar.

Gunnar - já ég líka.

Dokksi - opnaðu þá augu þín.

Björn - sending móttekinn og þakka ég þér kærlega fyrir!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.8.2009 kl. 09:46

8 identicon

Ég get það ekki Guðsteinn minn... ég á ekki séns í að trúa neinu af þessu sem er í trúarbrögðum, það er allt of einfalt og barnalegt.. lygarnar skína út úr hverju orði.
Slæ þó ekki loku fyrir það að það geti gerst þegar ég er orðin elliær :)

Og takk fyrir margt skemmtilegt í gegnum árin Guðsteinn.. ég hef fengið það endanlegt að ég sé totally bannaður.. þannig að ég verð líkast til ekkert a stjái hér lengur... nema ef mig klæjar rosalega í fingurna vegna einshvers máls.. þá set ég kannski athugasemd.

Ekkert blessi þig vinur

DoctorE (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 10:03

9 identicon

Hey og kveðju videó in context
http://www.youtube.com/watch?v=_HE79YwImPY

DoctorE (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 10:06

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Endanlega bannaður? Þá komment líka?? Yikes! Allavegna, við skröfust þá áfram við á vísi, og ef ekki þá þakka ég kynni okkar Dokksi minn. Því það er nú einu sinni þannig að okkar love/hate samband hefur alltaf virkað, þótt við séum algjörlega ósammála þá hefur vináttan alltaf haldist.

Guð blessi þig kæri vinur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.8.2009 kl. 10:27

11 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þetta er áhugaverður söfnuður. Allt sem hann stendur fyrir angar langar leiðir af innlimum, heilaþvotti og einangrunartilburðum -eflaust til að tryggja að fólk losni ekki frá þeim - enda hefur maður einmitt heyrt sögur af erfiðleikum þess að komast út.

En er ekki öll umfjöllun um þau argasta ósvífni, árásarhneigð og vonska? Fólk er alltaf öðru hverju að skamma mig fyrir að leyfa fólki ekki að trúa í friði - vegna þess að ég fjalla um trúmál. Þú hlýtur þá að vera vondur karl eins og ég Haukur

mbk,

Kristinn Theódórsson, 6.8.2009 kl. 11:23

12 Smámynd: Flower

Já Dokksi ég tek undir með Hauki, synd að þú skulir vera bannaður. Aldrei hefur þú farið í taugarnar á mér, allavega ekki eins mikið og hjá sumum ;) Þú átt alltaf þína spretti.

Flower, 6.8.2009 kl. 11:29

13 Smámynd: Púkinn

Púkinn er að sjálfsögðu sammála því að Vottar Jehóva séu veruleikafirrtir og jaðri við að vera hættulegir sjálfum sér og öðrum.

Það er hins vegar eitt jákvætt við kreddur þeirra - með því að taka ekki þátt í pólitísku starfi, þá eru engar líkur á að þeir komist í valdastöður, þar sem þeir gætu orðið fólki utan safnaðarins til mikils skaða.

Púkinn sér hins vegar lítinn mun á þeim og "hófsamari" söfnuðum - þeirra trúarskoðanir eru ekkert fráleitari en hitt ruglið allt ... þetta er bara stigsmunur, ekki eðlismunur.

Púkinn, 6.8.2009 kl. 11:57

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kristinn - Þú hlýtur þá að vera vondur karl eins og ég Haukur

Já, við erum voðalegir menn!  Alveg stór hættulegir!

Flower - sammála ... hér um bil.

Friðrik Skúlason (púki) - í þessu tilfelli er það eðlismunur, ekki stigsmunur sem við á.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.8.2009 kl. 18:00

15 identicon

http://www.biblestudents.net/history/

http://www.angelfire.com/journal2/adrianbiblestudents/russell.html

Heimsíða Biblíunemanna: http://www.biblestudents.net/


Þeir eru ekki hrifnir af því að Vottarnir telji upphafi sitt til Charles Taze Russel og benda réttilega á að Vottarnir klofnuðu úr Biblíunemnunum 1930.


Saga Vottana eru fölsk frá upphafi til enda eiginlega.

Maður getur ekki verið sammála Biblíunemunum en þeir koma þó alla vega til dyranna eins og þeir eru klæddir.

Davíð (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 19:57

16 identicon

Heill og sæll; Guðsteinn minn, æfinlega !

Að þú skulir vera; að velta þér upp úr einhverju trúar stagli; og það ríkir byltingarástand, í landinu.

Látum dautt - sem deyjandi, í friði vera.

Snúum okkur; að hinum kalda raunveruleika, í Heimi okkar, hver enn tórum, að nokkru, Guðsteinn minn.

Með beztu kveðjum; sem ætíð, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 21:58

17 identicon

Það eina sem Guð biður okkur um er að elska hann og hvort annað og trúa á hann og því sem hann segir okkur í orði sínu. Hann hefur skapað okkur öll til að lifa sem frjálsir einstaklingar og það er ekki hægt nema að fylgja þeim reglum sem hann gaf okkur í boðorðunum tíu sem er kærleikurinn í hnotskurn. Öll þau boð og bönn sem eru í ýmsum trúarbrögðum og einnig hjá Vottum Jehóva eru ekki frá Guði komin og hlýtur því spurningin að vera frá hverjum þetta kemur, hlýtur það þá ekki að vera andstæðingur Guðs sem vill halda öllum í fáfræði um sannleikann og þann kærleika sem Guð ber til okkar. Þessi andstæðingur hefur frá upphafi reynt að blekkja fólk um eðli Guðs og tekist vel til því miður. Eins og þú svo réttilega vitnar í Jóh.14:6 í pistli þínum þá er Jesú "vegurinn, sannleikurinn og lífið" og enginn kemur til Guðs nema fyrir hann sem elskaði okkur það mikið að hann gaf sitt eigið lífi til þess að við mættum lifa um alla eilífð. Við þurfum bara að trúa!

Edda (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 22:07

18 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Edda

Hvernig veist þú að "Öll þau boð og bönn sem eru í ýmsum trúarbrögðum og einnig hjá Vottum Jehóva eru ekki frá Guði komin"?

Og hvernig veist þú að allt sem segir í Biblíunni sem stangast á við boðorðin tíu sé ekki guðs vilji?

Og ef þú bara trúir, af hverju á annað fólk ekki bara að trúa einhverju öðru, t.d. Íslam, eða Búddisma, eða Jainisma?

Mér skilst t.d. að Jainismi sé mun betri, fallegri og heilsteyptari trú en kristni. Viltu ekki gefa henni séns og hvíla bara Jesú á meðan? Eða hvað leggur þú til sem mælistiku á sannleikann?

mbk,

Kristinn Theódórsson, 6.8.2009 kl. 22:21

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Haukur reit; "Vottar Jehóva geta ekki talist sem Kristinn söfnuður."

Hvað með kaþólsku kirkjuna Haukur, er hún kristinn söfnuður að þínu mati?

Kenningar hennar um hlutverk Maríu móður Guðs eru einkar áhugaverðar í samanburði við hlutverk Mikaels erkiengils. Þá kennir hún að páfinn hafi einn óskeikult guðlegt vald til að túlka ritninguna. Er það sannkristilegt samkvæmt þínum skilningi Haukur?

Og ef við göngum út frá því að Evangelíska Lúterska Þjóðkirkjan skilgreini sig samkvæmt kenningum Lúters, er hún að þínu mati Kristinn söfnuður?

Kenningar Lúters um meðhöndlun gyðinga eru sérstaklega áhugaverðar í þessu sambandi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 22:36

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Davíð - takk fyrir þessar upplýsingar.

Edda - við þurfum bara að trúa! Amen! 

Kiddi - Hvernig veist þú að "Öll þau boð og bönn sem eru í ýmsum trúarbrögðum og einnig hjá Vottum Jehóva eru ekki frá Guði komin"?

Er það ekki augljóst? Nema þú bendir á þann stað það sem stendur: "þú skalt ekki tefla" í ritningunni.  ;)

Svanur Gísli -

Hvað með kaþólsku kirkjuna Haukur, er hún kristinn söfnuður að þínu mati?

Kenningar hennar um hlutverk Maríu móður Guðs eru einkar áhugaverðar í samanburði við hlutverk Mikaels erkiengils. Þá kennir hún að páfinn hafi einn óskeikult guðlegt vald til að túlka ritninguna. Er það sannkristilegt samkvæmt þínum skilningi Haukur?

Ég hef oft gagnrýnt kaþólikka fyrir einmitt þau atriði sem þú minnist á. En þegar öllu er botninn hvolft þá eru þessi atriði ekki fyrirferðarmikil hér á Íslandi. Kaþólikkar hér stunda sína trú af kostgæfni, og trúa fremur á Krist en Maríu. Þess vegna eru þeir mun nær mínum hugsunarhætti en nokkurntíma Vottarnir. 

Páfinn hefur aldrei verið óskeikull, og mun aldrei verða. Enginn kirkja er fullkominn, enginn hefur sagt það. En það sem ég bendi á er það sem ég tel vera hreina villu í boðskap Vottanna, því meira að segja þú getur viðurkennt, að það er grunnskilyrði að trúa á Krist til þess að teljast Kristinn. Eða hvað?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.8.2009 kl. 22:51

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Óskar - ég æli ef ég heyra meira um Icesave! Ég ætla að fjalla um aðra hluti en pólitík! Því tík er hún! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.8.2009 kl. 22:52

22 identicon

Kristinn! Ég hef valið að trúa því sem Guð segir um sannleikann og því sem okkur er sagt í Biblíunni og það sem vitnað er í Jóh. 14:6 þar sem Jesús segir að hann sé "vegurinn, sannleikurinn og lífið". Ef eitthvað stangast á við það sem stendur í Biblíunni getur það ekki verið sannleikur. Það geta ekki verið til margir sannleikar í mismunandi útgáfum.

Edda (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 22:52

23 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Doktor E segir: Slæ þó ekki loku fyrir það að það geti gerst þegar ég er orðin elliær :)

Ég segi: Hví að bíða fremur en að prófa að kíkja í eins og svo sem 10 kirkjur til að kynna þér málin? Við náum nefnilega ekki öll þeim áfanga í lífinu að verða elliær.

Vil einnig benda þér á að þetta videó sem þú fannst hefur öll sérkenni fundamentalisma (bókstafstrúar í sinni sterkustu mynd). Var að læra um þá hreyfingu í Kirkjudeildarfræði. Þeir eru farnir að nálgast vottana varðandi það hve mikið þeir vilja banna og eins kenna t.d. Rómversk Kaþólsku kirkjunni um flest allar pólitískar hamfarir heimsins. Banna flesta rokktónlist (líka kristilega. = Allt frá djöflinum samkvæmt þeim) o.s.f.v.

------------------------------------------------------------------------ 

Annars vildi ég bæta við eina mikilvæga hættu sem stafar af vottunum og það er hvernig þeir takmarka frelsi fólks til þess að kynna sér hlutina sjálft á hlutlausan máta eða fræðast um aðrar trúarskoðanir. Það er líka mikið fylgst með að farið sé eftir boðinu um að viðhafa sem minnsta sjálfstæða hugsun. Þessi trú er því hættulegt frelsi einstaklingsins. Þegar fólk síðan er komið þarna inn og eignast börn sem eru ekki sammála getur verið erfitt að fá að hafa eðlileg fjölskyldusamskipti við þá sem gerst hafa fráhverfir frá trúnni. 

Annars hef ég yfirleitt leift þeim að heimsækja mig hafi þeir viljað það, þar sem ég hef gaman af eðlilegum skoðanaskiptum, en þeir virðast vera orðnir eins og harður diskur af óbifanlegum upplýsingum og láta allavega ekki á sér sjá að rök um annað sannfæri þá. Gerist það, hætta þeir að koma eða senda hærra settari votta til manns þangað til þeir gefast upp á að senda nokkurn. Þeir stunda nefnilega mikla innrætingu á sínum kenningum á safnaðarmeðlimum sínum með mikilli sérkenningafræðslu af hliðarritum sem þeir alltaf skulu styðjast við er Biblían er lesin og síðan nota þeir hræðsluáróður fari menn ekki eftir því.

Bryndís Böðvarsdóttir, 6.8.2009 kl. 22:55

24 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Kristinn mælir með Janisma og hér eru helstu sérkenni hans úr Trúarbragðasögu glósunum mínum, sem ættu að sýna hví hann varð ekki fyrir valinu:

  1. Legert meinlæti
  2. Ekki deyða neina lifandi veru (ekki nein skordýr heldur og því drekka þeir t.d. vatn í gegnum klút og ganga með sóp á undan sér hvert sem þeir fara).
  3. Ekki ljúga eða bregðast við lygum annarra eða stela.
  4.  Afneita öllum löngunum, þ.m.t. kynlífi og konum almennt þar sem konur eru sagðar mesta freistingin. Því ráðlagði hann einlífi.
  5. Afneita öllum bindingum sem veita ánægju, sársauka, ást og hatri. Sagði öll félagsleg samskipti valda hættu á félagslegri bindingu við hið veraldlega. Mahavira gekk því einn og dvaldi ekki lengur á sama stað en í 5 aga.
  6. Vildi fullkomið meinlæti. Því gekk hann án klæða t.d.d í öllum veðrum (liður í að sigrast á blygðunarkennd líka), reytti hár sitt og viðhafði mjög ströng meinlæti.
  7. Hann taldi best að athafna sig sem minnst því þannig safnaði maður sem minnstu Karma (semsé Hindúatrú í grunnin). Allt karma gott og illt, tefur fyrir frelsun. Margir frelsast ekki heldur upplifa bara endalausar endurholdganir (getur endurholdgast sem skordýr eða jafnvel jurt). Ef maður nær að frelsast kemst maður í Paradís og sameinast öðrum verum sem kallast Siddhas = Renna saman í eina veru með einn persónuleika.
Þetta er nú líklegast ein af fjölmörgum ástæðum þess að ég persónulega heillast ekki af Janisma.

Bryndís Böðvarsdóttir, 6.8.2009 kl. 23:08

25 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Efsta átti að vera algert meinlæti en ekki legert....

Bryndís Böðvarsdóttir, 6.8.2009 kl. 23:09

26 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Það er semsé margt jákvætt þarna í Janisma sem finna má samsvörun í boðorðunum 10 (sem eru frá c.a. 1000 f.k. samkvæmt fræðimönnum og fornleifa staðfestingum), en þarna er einnig margt sem ég get ekki hugsað mér, fyrir utan það að ég og maðurinn minn upplifðum ekki það að velja trú heldur komumst við bæði til trúar við að finna og upplifa umbreytandi áhrif trúarinnar í lífum okkar, eða einskonar trúarlega opinberun sem dró okkur að kristinni trú byggða á lúterskum grunni. Við semsé skönnuðum ekki alla flóruna og völdum það sem okkur fannst vænlegast né heldur köstuðum við hlutkesti...

Bryndís Böðvarsdóttir, 6.8.2009 kl. 23:34

27 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Edda segir:

Kristinn! Ég hef valið að trúa því sem Guð segir um sannleikann og því sem okkur er sagt í Biblíunni og það sem vitnað er í Jóh. 14:6 þar sem Jesús segir að hann sé "vegurinn, sannleikurinn og lífið". Ef eitthvað stangast á við það sem stendur í Biblíunni getur það ekki verið sannleikur. Það geta ekki verið til margir sannleikar í mismunandi útgáfum.

Það stangast gríðarmargt á innan Biblíunnar Edda, en hafðu þetta eins og þú vilt.

Byndís segir:

Þetta er nú líklegast ein af fjölmörgum ástæðum þess að ég persónulega heillast ekki af Janisma.

Þú ert að lýsa öfgatrú, Bryndís. Myndir þú nefna ofsafengna bókstafstrú sem meginstef kristni ef þú værir spurð út í þau trúarbrögð? Nei.

Jainismi var t.d. Ghandi mikill innblástur á sínum tíma, því trúin er friðelskandi, verndandi og heiðarleg.

Þú ert kristin af því að þú fæddist í kristnu landi væna mín, það felst ekki vottur af hugsun í því vali. Öll trúarbrögð önnur munt þú sjá sem vond og fölsk, og ekki af því að þau eru það, heldur af því að það er búið að sverja þig í félagskap

mbk,

Kristinn Theódórsson, 6.8.2009 kl. 23:44

28 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Haukur;  Ég spurði hvort þér fyndist Kaþólsk trú Kristinn þrátt fyrir augljósar villukenningar á borð við þær sem ég nefndi og þú hefur að sögn gagnrýnt, og þú svarar að hér á landi stundi kaþólikkar trú sín af kostgæfni.

Reyndar stunda Vottar líka trú sína af kostgæfni en þú dæmir þá samt sem ókristna villutrú.

Vottar játa trú á Krist, bara ekki á þann hátt sem þú gerir. Alveg eins og Kaþólikkar játa trú á Maríu móðir Guðs, bara ekki á sama hátt og þú gerir.

Fyrir rúmum 1700 árum var svo til öllum gnostískum kristnum trúarsöfnuðum útrýmt vegna þess að þeir lögðu öðruvísi skilning í mörg trúratriði en kaþólska kirkjan gerði.

Í Evrópu geisaði stríð í hundrað ár vegna þess að mótmælendur klufu sig út úr rétttrúnaðarkirkjunni og töldust því ekki kristnir. Á sama hátt var kaþólskan talin svo hættuleg hér á landi að talið var rétt að aflífa biskupinn og sonu hans.

Mér finnst alltaf sorglegt þegar ég sé kristna menn brigsla hvor öðrum um að vera ekki kristnir. Rök beggja eru nefnilega þau sömu og þú notar Haukur eða ; þeir sem eru nær mér í skilningi á trúnni eru kristnir. -

Mörg af þeim atriðum sem þú telur upp og segir trúvillur Votta, eru góðar og gjaldgengar trúarreglur meðal ýmissa kristinna söfnuða vítt og breytt um heiminn.

Mormónar telja sig kristna en margar aðrir kristnir söfnuðir segja þá ekki kristna.

Svo ég svari spurningu þinni beint kæri Haukur, Þá trúi ég t.d. á Krist, en ég veit ekki um neinn kristinn söfnuð sem ég væri tilbúinn að fylgja. Þess vegna er ég tæpast kristinn í þeim skilningi sem þú leggur í það orð.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 23:53

29 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kristinn:

Þú ert kristin af því að þú fæddist í kristnu landi væna mín, það felst ekki vottur af hugsun í því vali.

Já, ef þetta eru rökin, af hverju ert þú þá ekki Kristinn, Kristinn?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.8.2009 kl. 23:53

30 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

En þetta sem þú kallar öfgatrú er það sem Mahavira boðaði sjálfur. Hann sjálfur reitti hár sitt og stundaði ýmsar sjálfspíslir og kvatti fylgjendur sína til þess sama. Ég sjálf mundi ekki vilja pína sjálfa mig til einskis. Eitt að deyja fyrir það að mega ekki játa sína trú og annað að pína og kvelja sjálfan sig að óþörfu. Eins ef allir stunduðu meinlæti og ekkert kynlíf myndum við einfaldlega öll deyja út. En Mahavira hvatti líka til þess. Ef helsti forsprakkinn hvetur til þessara öfga hví ætti maður að sigta öfgarnar í burtu og fara bara eftir því sem manni hentar? Er maður þá ekki kominn með önnur ný trúarbrögð?

Þú spurðir Hauk afkverju hann veldi ekki fremur Janisma og ofangreint kann að vera svar okkar beggja fyrir utan sjálfa reynslu okkar af lifandi og máttugri trú.

Bryndís Böðvarsdóttir, 6.8.2009 kl. 23:55

31 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur - mér heyrist að við túlkum þetta á sitt hvorn mátann. En varðandi spurningu þína sem ég svaraði ekki nógu skýrt: Já, ég tel Kaþólikka vera kristna. Og eru Vottarnir svo langt frá öllum kenningum sem ég get sætt mig við, að ég hef það ekki í mér að kalla þá Kristna. Því eins og ég sagði hér ofar: það er grunnskilyrði að trúa á Krist til þess að teljast Kristinn. Ekki satt?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.8.2009 kl. 23:57

32 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Guðsteinn
Já, ef þetta eru rökin, af hverju ert þú þá ekki Kristinn, Kristinn?

Nú, af því að ég er svo klár að hafa séð í gegnum þetta allt saman, þrátt fyrir að heita þess vandræðalega nafni

Bryndís
En þetta sem þú kallar öfgatrú er það sem Mahavira boðaði sjálfur. Hann sjálfur reitti hár sitt og stundaði ýmsar sjálfspíslir og kvatti fylgjendur sína til þess sama. Ég sjálf mundi ekki vilja pína sjálfa mig til einskis. Eitt að deyja fyrir það að mega ekki játa sína trú og annað að pína og kvelja sjálfan sig að óþörfu. Eins ef allir stunduðu meinlæti og ekkert kynlíf myndum við einfaldlega öll deyja út. En Mahavira hvatti líka til þess. Ef helsti forsprakkinn hvetur til þessara öfga hví ætti maður að sigta öfgarnar í burtu og fara bara eftir því sem manni hentar? Er maður þá ekki kominn með önnur ný trúarbrögð?

Láttu ekki svona Bryndís. Gerir þú allt bókstaflega sem segir í Biblíunni að Jesús hafi sagt? Nei. Af hverju ekki?

Ertu búin að fórna öllum eigum þinum og samskiptum og halda út í heim að predika? Hmm, líklega ekki. Boðar þú stundum kristni með sverði, en stundum með orði? Hmm, líklega bara orði.

Nei, þú ert búin að taka upp félagslega samþykkta þynnta útgáfu af kristni sem hentar þér og þinni kynslóð. Þú telur þér síðan trú um að það sé í sjálfu sé guðs vilji og plan, en slíkt hið sama geta nútíma Jainistar gert og þið því á nákvæmlega sama stað í trúarlífinu.

Jainismi á sér eina elstu söguna í Indlandi og elstu bókasöfnin, það er því ljóst að þetta fólk hefur stundað kynlíf

mbk,

Kristinn Theódórsson, 7.8.2009 kl. 00:07

33 identicon

smá viðbót við listann

48.Borga mánaðarlega 1/10 af launum sínum í söfnuðinn.

og viðbót við 34. Þeir fara ekki í jarðarfarir,annara en innan söfnuðarins, ekki heldur við brúðkaup eða skírnir...mæta þó gjarnan í veislurnar :) ekki þó í erfidrykkju.

49.Konur mæti í kjólum eða pilsum á samkomur,síddin verður að vera fyrir neðan hné. 

Hanna (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 00:09

34 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hanna - þetta vissi ég ekki, ég þakka fyrir þessar viðbætur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.8.2009 kl. 00:23

35 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Kristinn segir:  

Ertu búin að fórna öllum eigum þinum og samskiptum og halda út í heim að predika? Hmm, líklega ekki. Boðar þú stundum kristni með sverði, en stundum með orði? Hmm, líklega bara orði.

Það að gefa allar eigur sínar var leið sem Jesú nefndi þegar maðurinn spurði hvernig hann gæti orðið fullkominn í trúnni. Ef ég finndi köllun til þess að fara í heiminn og gerast kristniboði mundi ég gera það og einnig ef ég ætti að afsala mér eigum mínum og ef Guð vildi það. Ég á nú ekki svo miklar eigur, enda bý ég nú fremur þröngt eins og er. Ég hinsvegar tem mér að dýrka ekki heiminn og þá hluti sem í heiminum eru. Það boðaði Kristur. 

Kristur boðaði aldrei trúna með sverði og sagði lærisveinum sínum aldrei að gera það. Hann sagði okkur að bjóða fremur hina kinnina ef einhver slær okkur og elska náungan eins og sjálfan sig. Hann útfærði jafnframt skilning Gyðinga á því hver getur talist náungi í sögunni um miskunnsama samverjann. Því eru ekki bara gyðingar eða kristnir náungi okkar.

Frumkristnir boðuðu fagnaðarerindið eins og hann sagði í kærleika og mættu ofsóknum þar sem þeir neituðu að tilbiðja keisarann. Þeir dóu margir fyrir trú sína grimmilegu dauða en hefðu getað háð blóðuga uppreisn eins og gyðingar gerðu. Kristur hafði hinsvegar bannað öll dráp eins og boðorðin kveða á um og því vildi frumkirkjan fylgja.

Orði Guðs hefur hinsvegar verið líkt við tvíeggjað sverð sem smýgur inn í innstu fylgsni sálar, liðamóta og mergjar. Jóhannes segir Jesú vera Orðið útgengið frá Guð. Jesús sagðist sjálfur koma með þetta sverð orða sem valda muni sundrung þar sem ekki allir munu velja að trúa því. Það reyndist satt og margar fjölskyldur snéru baki við sínum nánustu er gengið höfðu til kristinnar trúar.

Þessu samhengi nær maður við að lesa allt Nýja testamentið og slíta merkingu þess ekki úr samhengi sínu. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 7.8.2009 kl. 00:27

36 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

En Kristinn. Hversvegna hefur þú sjálfur ekki gerst Janismi? Eða ertu það kannski bara á eigin forsendum?

Bryndís Böðvarsdóttir, 7.8.2009 kl. 00:32

37 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Bryndís

Jú jú, ég veit vel að þú ert búinn að koma þér upp skilningi á þessu öllu saman sem fellur að þínum gildum, það er það sem fólk gerir. Aðrir nota síðan Biblíuna til að réttlæta sín gildi, hvort sem það er hommahatur, fanatísk föðurlandsást eða drottnunarsýki sem einkennir líf þess (er með suma Bandaríkjamenn í huga).

Málið er að þú ert ekki bókstafstrúarmanneskja, annars gætir þú ekki blandað samana efnistegundum í fötum eða borðað skelfisk og fleira bull í þeim dúr. Auk þess sem Jesú sagði að ekki stafur úr gamla sáttmála væri fallinn úr gildi, svo það er einungis túlkunaratriði hvort auga fyrir auga sé enn mál málanna eða ekki.

En eftir sem áður ert þú aðeins kristin af því að þú fæddist í kristnum menningarheimi.

Af hverju er ég ekki Jainisti?

Nú, af því að ég hef ekki þörf fyrir trúarbrögð, og reyndar þú ekki heldur. Ég var einmitt að skrifa um það smá pistil:

Óttaslegnir trúmenn, takið gleði ykkar á ný

Kristinn Theódórsson, 7.8.2009 kl. 09:39

38 Smámynd: Flower

Það eitt að fæðast í kristnu landi gerir mann ekki kristinn Kristinn. Það er fólk úr löndum annara trúarbragða sem snýst til kristni jafnvel í andstöðu frá fjölskyldum sínum. Fyrir hvað heldur þú að þetta fólk láti sér lynda algjöran aðskilnað frá sinni fjölskyldu? Það gæti verið vísbending um að þetta sé eitthvað meira en loftið tómt ekki satt? 

Flower, 7.8.2009 kl. 10:53

39 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Það kemur auðvitað ýmislegt til Flower. Auk þess má spyrja hvað það sé sem fái fólk til að tapa sér í allskyns hegðun sem einangrar það frá öðru fólki og fjölskyldum sínum.

Það er nóg að einhver áhrifamikil fígúra komi inn í líf einstaklings sem er móttækilegur fyrir einhverju nýju, hvort sem þau móttækilegheit eru uppreisn gegn gildum fjölskyldunnar eða samfélagsins.

Þannig væri kannski nóg að uppáhaldsamma ykkar Bryndísar hefði verið Hindúi og þá væruð þið það líka.

Ég verð að viðurkenna að pabbi minn er trúlaus og það hefur vitaskuld mótað mína hugsun, svo ég fell dálítið um þennan þröskuld sjálfur.

Þetta eru bara félagslegir straumar sem ekki má taka sérlega alvarlega

Hugmyndir um siðferði, ábyrgð og fleira eru alls ekki loftið tómt. En að það megi öðlast vitræna hugmynd um hver þessi Guð er með því að lesa þetta torf frekar en einhver önnur er klárlega loftið tómt.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 7.8.2009 kl. 11:06

40 Smámynd: Flower

Þetta er auðvitað gömul og ný saga Kristinn. Það ætti að vera sjálfsagt að fólk geti farið sínar leiðir svona í flestu án þess að fjölskyldan snerist gegn því, og þá er ég að tala um trú, trúleysi og kynhneygð.

En það er bara ekkert sjálfsagt hjá öllum, af öllum trúarbrögðum, meðtalið kristnir. Það er verulega sorglegt að fólk fjötri sig svo að það sé ekki rúm fyrir umburðarlyndi, ekki einu sinni fyrir börnunum sínum. 

Flower, 7.8.2009 kl. 11:20

41 Smámynd: Mofi

Það sem virkilega gefur kristnum ástæðu til að flokka mormóna og vottana sem ekki kristna er að þeir líta ekki á Jesú sem Guð en það er grundvallar atriði fyrir því að geta talist kristinn.

Kristinn, hérna hef ég smá forskot á þig. Mamma mín er kristin en pabbi ágætlega guðlaus en ég sannfærðist vegna sköpunarinnar, vegna spádóma Biblíunnar og vitnisburði Krists. Flestir af mínum vinum voru guðleysingjar en ég trúði á tilvist Guðs því að það var lang rökréttast að mínu mati. Gott samt að þú skulir átta þig á því að það guðleysi sem þú ólst upp í hefur áhrif á þig; endilega haltu áfram að leita og reyna að gera það með opnum hug.

Mofi, 7.8.2009 kl. 13:25

42 Smámynd: Mofi

Í sambandi við greinina sjálfa langar mig að benda á: Höfum við eilífa sál? Biblían segir nei.  og Það sem Jesú gerði áður en Hann fæddist

Mofi, 7.8.2009 kl. 13:35

43 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Kristinn segir:

Jú jú, ég veit vel að þú ert búinn að koma þér upp skilningi á þessu öllu saman sem fellur að þínum gildum, það er það sem fólk gerir. Aðrir nota síðan Biblíuna til að réttlæta sín gildi, hvort sem það er hommahatur, fanatísk föðurlandsást eða drottnunarsýki sem einkennir líf þess (er með suma Bandaríkjamenn í huga).

Málið er að þú ert ekki bókstafstrúarmanneskja, annars gætir þú ekki blandað samana efnistegundum í fötum eða borðað skelfisk og fleira bull í þeim dúr. Auk þess sem Jesú sagði að ekki stafur úr gamla sáttmála væri fallinn úr gildi, svo það er einungis túlkunaratriði hvort auga fyrir auga sé enn mál málanna eða ekki.

En eftir sem áður ert þú aðeins kristin af því að þú fæddist í kristnum menningarheimi.

Svar: Þetta er ekki svo flókið ef maður les samhengið og fyrirfram ákveður ekki sjálfur neina túlkun. Ég var sjálf nærri fallin frá trúnni aftur þegar ég hóf lestur Gamla testamentisins án þess að vera neitt sérlega lesin í því nýja, en er ég las hið nýja fór ég að sjá út frá orðum Jesú hvernig túlka beri hið gamla. Hann sagði okkur að elska Guð aföllu hjarta og náungan eins og okkur sjálf og bætti því við að í þessu boði fælist allt lögmálið og spámennirnir. Við getum því gleymt öllum gömlum lagabálkum í G.t. og farið eftir gullnu reglunni. Í því er þessi ógurlega túlkun okkar kristnu fólgin.

Það að Jesú segi að ekki stafur úr Lögmálinu sé fallinn úr gildi vísar til þessa boðs eða mögulega grundvallar boðorðanna 10 sem menn  lærðu utanbókar og voru lengi vel í munnlegri geymd. Ég sagði hérna fyrr frá c.a. 1000 fyrir Krist en Mernepta steinn faraós segir frá baráttu faraós við þjóð sem kallaði sig hebrea og er sá steinn frá 1200 f.k eftir að sú barátta átti sér stað er vitað að ríki Davíðs konungs var eitthvað um 1000 e.k.

Eins var gullna reglan ekki ný af nálinni heldur stendur á einum stað í Mósebókunum að Elska skalt þú náunga þinn eins og sjálfan þig en annarsstaðar elska Drottinn Guð þinn af öllu hjarta, allri sálu og öllum mætti. Þessum tveimur boðum skeytti Jesú saman og sá sem uppfyllingu þess lögmáls sem hann síðan segir á öðrum stað að falli aldrei úr gildi. 

Það sem orsakr misskilning hjá fólki er það að orð Jesú voru ekki skráð sem sístematísk guðfræði á tímum frumkristinnar þar sem boðun hans er sett skipulega niður þannig að heildrænn skilningur náist. Í staðin fengum við 4 guðspjöll frá mismunandi sjónarhornum lærisveina eða fylgjendum þeirra og riturum. Einn man eftir einhverju einu og annar frá öðru og allt ritað út frá sögunni en ekki guðfræðinni. Guðfræðinni verða menn því að púsla saman úr fjallræðunni og frá öðrum stöðum þar sem Jesú tjáir sig á þann veg. 

Síðan verður að muna það að bréfin sem rituð eru til safnaðanna eru einmitt það sem ég sagði: bréf rituð til tiltekinna safnaða. Það má því ekki heimfæra allt í þeim upp á veruleika dagsins í dag eins og sumar kirkjur vilja gera. Þar er verið að reyna að koma fagnaðarerindinu til skila inn í heim þar sem hlutirnir eru fyrirfram ófullkomnir. Kristni mætti mótspyrnu frá yfirvöldum og voru ofsóttur minnihlutahópur. Því gátu þeir ekki breytt öllum hlutum samfara boðun trúarinnar heldur einblíndu helst á það að halda frið og boða í kærleika fagnaðarerindið til að sem fæstir af hinum kristnu yrðu drepnir. Þeir þurftu jafnvel að flýja frá ýmsum þorpum á tímabilum. Því sagði Páll t.d. þrælum að vera áfram undirgefnir húsbóndum sínum (annars hefði orðið uppreisn og kristnir ofsóttir vegna umkvartana undan þeim), enda væri betra ef húsbóndinn áinnist til trúar fyrir sakir kærleika þrælsins. 

Í raun hefur mér fundist vanta eitt rit til glöggvunar á kristninni, en það er kirkjusaga Eusebiusar frá c.a 350 e.k. en hann vísar í eldri kirkjusagnfræðinga eins og Hegesippus frá c.a. 100 (en rit hans hafa horfið í ofsóknunum en fleiri kirkjunar menn vísa í hann sem heimild og því áreiðanlegt að rit hans hafa verið til). Í kirkjusögunni sér maður meira en það sem postulasagan segir um hvað hinir fyrstu kristnu þurftu að kljást við og hvernig forstöðumenn hinna fjölmörgu kirkja brugðust við hinum og þessum vanda. Maður sér að í hvívetna var farið eftir þessari gullnu reglu og kærleiksboðinu. Ef kirkjur urðu fyrir ofsóknum eða harðæri á einum stað hófu hinar kirkjurnar samskot til bjargar þeim. Allir gáfu af sínu í kærleika. 

Þetta er mín trú sem ég lýsi hér að ofan. Guð bannar ekki að við eigum hluti en vill að við séum fús til að gefa af því sem við eigum þegar þess gerist þörf. Maður lýtur þannig ekki á það sem maður á hér á jörð sem sitt heldur sem Guðs. En ekki má heldur gleyma því hvernig Guð er gagnvart okkur eins og kærleiksríkur faðir er gagnvart börnum sínum. Hann vill ekki að við lýðum skort af neinu tagi heldur veitir hann okkur þess sem við þörfnumst ef við biðjum hann.

Ef maður lifir þannig að eigur manns geta orðið blessun fyrir aðra og þar með fyrir Guð, því hann sagði að hvað sem við gerum einum hans minnstu bræðrum, það gerum við honum, þá erum við að lifa eftir boði hans. Síðan má ekki gleymast í þessu að allir menn hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, en ef maður iðrast fyrirgefur hann okkur syndirnar eins og segir t.d. í sögunni um týnda soninn og mörgum af bréfunum. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 7.8.2009 kl. 13:51

44 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dóri getur þú sett þessa linka inn aftur, ég man ekki eftir að hafa skrifað þær greinar sem þú vísar í. ;) Kíktu á linkanna þá sérðu hvað ég meina.  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.8.2009 kl. 13:55

45 Smámynd: Mofi

Í sambandi við greinina sjálfa langar mig að benda á: Höfum við eilífa sál? Biblían segir nei.  og Það sem Jesú gerði áður en Hann fæddist

Mofi, 7.8.2009 kl. 14:02

46 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég gleymdi að bæta við varðandi G.t. og túlkun Jesú á því sem er enn í gildi. Þar sem viðbótar lagabálkarnir við boðorðin 10 voru ritaðir mun síðar og Ísraelsþjóðin lenti í tveimur herleiðingum sem olli því að þeir þurftu að endurrita mikið af sínum heimildum löngu seinna, og eins gefa ritrýnisaðferðum á lögmálsbókunum til kynna að mögulegar síðari tíma viðbætur hafi átt sér stað sem ekki er gott að segja hvort komi út frá samskeytingu frásagna eða öðru, því er ekki gott að treysta um of á lögmálsbækurnar, að allt sem standi þar komi frá Guði.

Þess vegna erum við ekki gyðingar heldur Kristin þar sem við förum eftir hinni nýju boðun Krists um náungakærleikann. Ég held meira að segja að Gyðingar í dag velji að taka ekki boðin um grýtingar alvarlega heldur sýni þessum ritunartíma breytingum sinn skilning og leggi áherslu á grunnboðin 10 og að elska náungan eins og sig sjálfa. Annars hef ég ekki kynnt mér boðun þeirra í dag.

Ég vel fremur að treysta Jesú Kristi og því sem hann kenndi, sem útsendur frá Föðurnum, um náungakærleikann og rétta túlkun á boðunum. Munið að hann bannaði grýtingar á konum og öðrum með fordæmi sínu og orðunum: Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.... Eins varðandi fæðuforskriftirnar sagði hann: Ekki er það það sem fer inn um munninn sem saurgar manninn heldur það sem kemur út úr munninum, vondar hugsanir og orð... o.s.f.v. Það er af þessum sökum sem Lúther talaði um Krist sem túlkunarlykil á öllu í Biblíunni.

Bryndís Böðvarsdóttir, 7.8.2009 kl. 14:11

47 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Bryndís

Þakka þér þetta mikla svar fullt af fróðleik og vilja til að opna augu mín. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að túlkun þín og norrænna guðfræðinga almennt sé ekki útpæld og njörvuð niður með sögulegum rökum og samhengi.

Hafi Jesús verið til hefur hann eflaust verið mikill hugsuður og ljúfmenni, líkt og Siddhārtha Gautama. Og hugsanlega hefur hann ekkert haldið því fram að hann væri guð, frekar en Gautama gerði, það eru eflaust hugmyndir sem lærisveinar þeirra þurftu á að halda svo þeir þyrftu síður að efast um gildi hugmyndanna.

En burt séð frá því, svo við snúum okkur aftur að réttmæti trúar þinnar, þá eru guðfræðingar ekki á einu máli um þessa hluti og margir þeirra telja horft framhjá ýmsum hlutum sem segja aðra sögu, hversu keimlík sem hún kann að vera.

Rirtýni af ýmsu tagi er ekki nákvæm vísindagrein, þó hún sé merkileg og þörf. Menn þykjast oft geta tímasett, greint og metið heimildir eftir forsendum sem eru langt frá því að vera skotheldar og í svona fornritagraut með fjölda áhrifavalda verður glugginn alltaf opinn fyrir túlkanir og meiningar.

En þetta held ég að þú vitir vel allt saman.

Það versta er að einungis brotabrot af trúfólki hefur þína menntun. Hinir taka eina og eina setningu og túlka hana eftir sinu höfði til að réttlæta sín gildi.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 7.8.2009 kl. 14:29

48 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi
endilega haltu áfram að leita og reyna að gera það með opnum hug.

He he, ok gamli

Kristinn Theódórsson, 7.8.2009 kl. 15:15

49 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mofi reit; "Það sem virkilega gefur kristnum ástæðu til að flokka mormóna og vottana sem ekki kristna er að þeir líta ekki á Jesú sem Guð en það er grundvallar atriði fyrir því að geta talist kristinn. "

Af hverju ætli það sé Mofi?  Kannski að það hafi eitthvað við þessar ritningagreinar úr Biblíunni að gera.  Reyndar afskrifarðu nokkur hundruð kristinna safnaða með þessum fyrirvara. Veit að þú lest ensku ágætlega.

John 7:16  "Jesus answered them and said, "My doctrine is not Mine, but His who sent Me.""

John 8:28 - 29  "Then Jesus said to them, "When you lift up the Son of Man, then you will know that I am He, and that I do nothing of Myself; but as My father taught Me, I speak these things.  And He who sent Me is with Me.  The Father has not left me alone, for I always do those things that please Him."

John 12:49 - 50  "For I have not spoken of myself; but the Father which sent me, he gave me a commandment, what I should say, and what I should speak.  And I know that his commandment is life everlasting: whatsoever I speak therefore, even as the Father said unto me, so I speak."

John 14:10 "Do you not believe that I am in the Father, and the Father in Me?  The words that I speak to you do not speak on My own authority; but the Father who dwells in Me does the works."

John 14:28 "You have heard Me say to you, I am going away and coming back to you.  If you loved Me, you would rejoice because I said, I am going to the Father, for My Father is greater than I."

John 17:3  "And this is eternal life, that they may know You, the only true God, and Jesus Christ whom You have sent."

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.8.2009 kl. 15:39

50 Smámynd: Mofi

Kristinn

Svanur, hvaða hundruði kristinna safnaða trúa því að Jesú er ekki Guð?

Ég veit ekki alveg hvað þér finnst þessi vers sýna fram á. Ég sé aðeins að Jesú talaði um Guð faðirinn, þann sem sendi Hann.

Mofi, 7.8.2009 kl. 16:25

51 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dóri, hvaða bull er í þér, víst er sálin eilíf. Byrjum frá byrjun:

Fyrsta Mósebók 2:7
Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál.

Þetta segir sig sjálft.

Esekíel 18:4
Sjá, mínar eru sálirnar allar, sál föðurins eins og sál sonarins, mínar eru þær. Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja.

Það er ljóst að það er hægt að tortíma sál.

Matteusarguðspjall 10:28
Hræðist ekki þá, sem líkamann deyða, en fá ekki deytt sálina. Hræðist heldur þann, sem megnar að tortíma bæði sálu og líkama í helvíti.

Hér er svo helvítið sem þú trúir ekki á, en til hvers talar Jesús sjálfur þessi viðvörunarorð þá?

Lúkasarguðspjall 16:19-31
19 Einu sinni var maður nokkur ríkur, er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði.
20 En fátækur maður, hlaðinn kaunum, lá fyrir dyrum hans og hét sá Lasarus.
21 Feginn vildi hann seðja sig á því, er féll af borði ríka mannsins, og jafnvel hundar komu og sleiktu kaun hans.
22 En nú gjörðist það, að fátæki maðurinn dó, og báru hann englar í faðm Abrahams. Ríki maðurinn dó líka og var grafinn.
23 Og í helju, þar sem hann var í kvölum, hóf hann upp augu sín og sá Abraham í fjarska og Lasarus við brjóst hans.
24 Þá kallaði hann: Faðir Abraham, miskunna þú mér, og send Lasarus, að hann dýfi fingurgómi sínum í vatn og kæli tungu mína, því ég kvelst í þessum loga.
25 Abraham sagði: Minnstu þess, barn, að þú hlaust þín gæði, meðan þú lifðir, og Lasarus böl á sama hátt. Nú er hann hér huggaður, en þú kvelst.
26 Auk alls þessa er mikið djúp staðfest milli vor og yðar, svo að þeir, er héðan vildu fara yfir til yðar, geti það ekki, og eigi verði heldur komist þaðan yfir til vor.
27 En hann sagði: Þá bið ég þig, faðir, að þú sendir hann í hús föður míns,
28 en ég á fimm bræður, til þess að vara þá við, svo þeir komi ekki líka í þennan kvalastað.
29 En Abraham segir: Þeir hafa Móse og spámennina, hlýði þeir þeim.
30 Hinn svaraði: Nei, faðir Abraham, en ef einhver kæmi til þeirra frá hinum dauðu, mundu þeir gjöra iðrun.
31 En Abraham sagði við hann: Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, láta þeir ekki heldur sannfærast, þótt einhver rísi upp frá dauðum.

Er þá ofangreint lygasaga?

Opinberunarbókin 6:9

Þegar lambið lauk upp fimmta innsiglinu, sá ég undir altarinu sálir þeirra manna, sem drepnir höfðu verið fyrir sakir Guðs orðs og fyrir sakir vitnisburðarins, sem þeir höfðu.

Já, ofangreint gefur annað til kynna að sálin sé ekki eilíf ...

.... hmm Moffi minn ... ??? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.8.2009 kl. 16:54

52 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mofi reit; "Ég veit ekki alveg hvað þér finnst þessi vers sýna fram á. Ég sé aðeins að Jesú talaði um Guð faðirinn, þann sem sendi Hann."

Já þarna er árétt að Jesú sé ekki faðirinn og ekki Guð. Hvernig getur það verið ókristið að halda því fram sem Kristur sjálfur heldur fram beinum orðum?

Allar Unitarian kirkjurnar halda þessu fram og að auki t.d. eftirtaldir kristnu söfnuðir sem þú samkvæmt þinni skilgreiningu ert búin að dæma ókristna.

Christadelphians
Christian Conventions (aka, Assemblies of Christians, Two-by-Twos, The Truth, etc.)
Christian Science
Church of Christ, Scientist
Church of the Blessed Hope (one of the groups otherwise known as Church of God of the Abrahamic Faith)
Doukhobors ("Spirit-Wrestlers")
Friends of Man
Iglesia ni Cristo
Makuya
Members Church of God International
Molokans
Most Holy Church of God in Christ Jesus
Subbotniks
Unification Church

Taka má fram að einn þeirra sem aðhylltist kenningar Unitera var höfundur Þjóðsöngsins okkar en ég hef ekki heyrt það fyrr að sá maður hafi ekki verið kristinn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.8.2009 kl. 16:59

53 Smámynd: Mofi

Haukur
Þetta segir sig sjálft.

Þarna kemur skýrt fram að sál er andi Guðs í mannslíkama. Sé ekkert sem segir þarna að sálin er eilíf. Ertu með eitt vers sem segir að sálin er eilíf?

Haukur
Það er ljóst að það er hægt að tortíma sál.

Þannig að hún er ekki eilíf ekki satt?

Haukur
Er þá ofangreint lygasaga

Nei, þetta er augljóslega dæmisaga í myndmáli, sjá: Dæmi sagan af Lazarusi og ríka manninum - styður hún eilífar þjáningar syndara?

Ég fjallaði líka aðeins um þetta hérna: Áskorun fyrir kaþólikka og hvítasunnufólk varðandi helvíti, taka 2 í atriði VII; þó að öll atriðin eru forvitnileg.

Ég hélt að þú værir hættur að trúa að Guð kveiki í fólki og kvelji það að eilífu? Ertu búinn að skipta um skoðun eða misskildi ég eitthvað?

Svanur
Já þarna er árétt að Jesú sé ekki faðirinn og ekki Guð. Hvernig getur það verið ókristið að halda því fram sem Kristur sjálfur heldur fram beinum orðum?

Nei, aðeins að Jesú er ekki faðirinn en ekki að Jesú er ekki Guð. Það kemur vægast sagt ekkert þarna fram í beinum orðum að Jesú er ekki Guð.

Ég vissi ekki að svona margar kirkjur væru á þessari skoðun en það breytir ekki minni skoðun að sú kirkja sem trúir að Jesú er ekki Guð er ekki kristin kirkja að mínu mati.

Mofi, 7.8.2009 kl. 17:31

54 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mofi; Er faðirinn ekki Guð?

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.8.2009 kl. 17:49

55 Smámynd: Mofi

Svanur, jú, faðirinn er Guð og Jesú er líka Guð.

Mofi, 7.8.2009 kl. 18:10

56 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mofi; Ef að faðirinn er Guð og Jesús segist ekki vera faðirinn, getur Jesús ekki verið Guð.

Eða ertu kannski fjölgyðistrúar?

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.8.2009 kl. 18:20

57 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur:

Eða ertu kannski fjölgyðistrúar?

Nei, Mofi er EKKI fjölgyðistrúar fremur en ég. Þetta er sami Guðinn, alveg eins og sólin er: hiti, ljós og massi en er samt eitt þá Guð það líka; Faðir sonur og heilagur andi = eitt. Eins og Jesús sagði sjálfur:

Jóhannesarguðspjall 10:30
Ég og faðirinn erum eitt.

Jóhannesarguðspjall 17:22
Og ég hef gefið þeim þá dýrð, sem þú gafst mér, svo að þeir séu eitt, eins og við erum eitt.

Comprénde? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.8.2009 kl. 18:38

58 Smámynd: Mofi

Svanur, þú veist að kristnir allmennt trúa á Guð soninn, faðirinn og heilagan anda. Ég þykist nokkuð viss um að þér finnst sú trú órökrétt en fyrir mitt leiti er órökrétt að halda að ég geti skilið Guð til hlýtar.

Mofi, 7.8.2009 kl. 18:40

59 Smámynd: Mofi

Vel útskýrt Haukur, takk :)

Mofi, 7.8.2009 kl. 18:40

60 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Moffi:

Ég hélt að þú værir hættur að trúa að Guð kveiki í fólki og kvelji það að eilífu? Ertu búinn að skipta um skoðun eða misskildi ég eitthvað?

Nei, engan veginn. Eins og þú veist lít ég á helvíti sem aðskilnað frá Guði, og kemur ekki neinu grilli við. En ég lít á þetta sem eilífan aðskilnað frá Guði, en ég nenni ekki að þræta um þetta aftur við þig. Við verðum bara að vera ósammála. Einbeitum okkur að því að standa saman í þessu fremur en sundraðir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.8.2009 kl. 18:43

61 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ekki málið Dóri minn. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.8.2009 kl. 18:44

62 Smámynd: Mofi

Haukur, þannig að þú lítur eins og ég á söguna um Lazarus sem myndlíkingu?  Ég er alveg sammála þér með að um eilífan aðskilnað frá Guði er að ræða en þar sem Guð er uppspretta lífs þá er aðskilnaður frá Honum dauði. Biblían orðar þetta svona:

Fyrsta Jóhannesarbréf 5
12 Sá sem hefur soninn á lífið, sá sem ekki á son Guðs á ekki lífið

Held að við erum ekki svo ósammála, bara smá hnökrar hér og þar :)

Mofi, 7.8.2009 kl. 18:55

63 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Samkvæmt þessu Haukur er Guð sem sagt samsettur eins og sólin, úr a.m.k. þremur þáttum sem allir eru sjálfstæðir Guðir sem svo mynda einn samsettan Guð.

Hljómar mjög eins og fjölgyðistrú.

En samt eyðir Kristur heilmiklu púðri í að segjast ekki vera Faðirinn og að allar kenningar hans séu komnar frá föðurnum  en ekki honum sjálfum. -

Haukur vitnar í Jóhannesarguðspjall 17:22 þar sem Kristur skýrir hvers eðli þessi eining sé. En það er jafn ljóst að þrátt fyrir þessa einingu sem ríkir meðal hans og föðurins eru þeir ekki sama veran rétt eins og hver einstaklingur er hann sjálfur þótt kristnir menn séu eitt í Kristi.

20Ég bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem á mig trúa fyrir orð þeirra, 21að allir séu þeir eitt, eins og þú, faðir, ert í mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í okkur, til þess að heimurinn trúi, að þú hefur sent mig. 22Og ég hef gefið þeim þá dýrð, sem þú gafst mér, svo að þeir séu eitt, eins og við erum eitt, 23ég í þeim og þú í mér, svo að þeir verði fullkomlega eitt, til þess að heimurinn viti, að þú hefur sent mig og að þú hefur elskað þá, eins og þú hefur elskað mig.

En þetta skiptir ykkur ( Mofa og Hauk) greinilega engu máli af því þið eruð kristnir og þið segið að Kristur sé Guð og þeir sem ekki trúa því eru ekki kristnir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.8.2009 kl. 19:18

64 Smámynd: Mofi

Svanur, það er ekki að þetta skiptir okkur ekki máli heldur að við sjáum ekki betur en að Biblían kenni þetta. Bæði spádómar Gamla Testamentið um Krist og síðan Nýja Testamentið fyrir okkur segja að Jesú er Guð sjálfur. Hvort að ég eða þú skiljum það til hlýtar er í rauninni auka atriði.

Mofi, 7.8.2009 kl. 19:53

65 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Moffi minn, ég held að það eigi eftir að ganga illa að sannfæra Báháistann  Svan Gísla, þeir trúa á hinn kóraninn og í honum stendur:

Verse 4:171

    People of the Book, do not go to excess in your religion, and do not say anything about God except the truth: the Messiah, Jesus, son of Mary, was nothing more than a messenger of God, His word, directed to Mary, a spirit from Him. So believe in God and His messengers and do not speak of a 'Trinity' - stop, that is better for you - God is only one God, He is far above having a son, everything in the heavens and earth belongs to Him and He is the best one to trust. (Qur'an 4:171)

 Þetta er afar skýrt og greinilegt ástæða fyrir því að við teljum þá ekki kristna sem afneita Kristi.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.8.2009 kl. 20:50

66 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

þeir trúa á kóraninn og í honum stendur:

... átti að standa þarna!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.8.2009 kl. 20:52

67 Smámynd: Mofi

Haukur, ég geri mér litlar sem engar vonir um slíkt :/      Besta sem maður getur vonað eftir er sameiginlegur skilningur á afstöðu þess sem maður spjallar við.  Þarna sé ég ekki betur en Kóraninn er í mótsögn við Biblíuna.  Ég er samt ekki frá því að aðal versin sem við byggjum okkar skilning á að Jesú er Guð er frá bréfum lærisveinanna og að Bæháar hafa lítið álit á þeim. Svanur veit betur en ég hvernig því er háttað.

Tökum t.d. það sem Páll segir:

Kólussubréfið 2
9 Í manninum Jesú býr öll fylling guðdómsins 10og þið hafið öðlast hlutdeild í fullkomnun hans sem er höfuð hvers kyns tignar og valds.

Og Jóhannes ritar þetta hérna:

Opinberunarbókin 1
8„Ég er Alfa og Ómega, hann sem er og var og kemur, hinn alvaldi,“ segir Drottinn Guð
...
17Þegar ég sá hann féll ég fyrir fætur honum sem dauður væri. Og hann lagði hægri hönd sína yfir mig og sagði: Vertu ekki hræddur, ég er hinn fyrsti og hinn síðasti 18og hinn lifandi. Ég dó en nú lifi ég um aldir alda og ég hef lykla dauðans og heljar

Mér finnst Nýja Testamentið kenna mjög skýrt að Jesú er Guð og að Bæhái ætti frekar að bara viðurkenna að hérna er ekki samræmi milli Biblíunnar og Kóransins.

Ef Bæhái er rangt skrifað þá kenni ég "púkanum" um það :)

Mofi, 7.8.2009 kl. 21:19

68 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vottarnir eru samt duglegir að tengja það sem þeir segja við texta Biblíu.  Býsna snjallir stundum í þessum tengingum sínum.  En jú jú - allt umdeilanlegt.  Enda Biblían alltaf túlkunaratriði.  Auk þess sem hún virðist stundum mótsagnarkennd.  Og þessvegna geta menn náttúrulega tengt eitt og annað við hana.

Samt eitt soldið frumlegt (ef svo má til orða taka) hjá vottunum (allavega hafa sumir vottar sagt mér að svona sé nú staðan)

Það er, að í rauninni sé Satan "stjórnandi" á jörðinni.

"... nowhere does the Bible say that either Jesus Christ or his Father are the real rulers of this world. On the contrary, Jesus said: "The ruler of this world will be cast out." And he added: "The ruler of the world is coming. And he has no hold on me."

http://www.watchtower.org/e/t22/article_01.htm

Nokkuð magnað.  En svo sem ekki algjörlega þeirra uppfinning samt.  Eldgamalt auðvitað að jarðlífið sé vondlegs eðlis með einum eða öðrum hætti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.8.2009 kl. 21:25

69 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dóri

ég geri mér litlar sem engar vonir um slíkt :/      Besta sem maður getur vonað eftir er sameiginlegur skilningur á afstöðu þess sem maður spjallar við. 

Sammála!

Ómar - hjartans þakkir fyrir þennan fróðleik.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.8.2009 kl. 21:33

70 identicon

Kóran í mótsögn við biblíu, biblía í mótsögn við kóran, kóran í mótsögn við kóran, biblía í mótsögn við biblíu.

Comon guys, eruð þið fargin blindir; Það stendur ekki steinn yfir steini í neinum af þessum bókum,  þið eruð totally í mótsögn við sjálfa ykkur... shessh

Það er ekki rétt að spyrja að þvi sem fyrirsögn segir.. .spurningin er: Hverjir eru trúaðir?
Svar
Það er fólk sem trúir einhverri vitleysu vegna þess að þá telur það sig eiga von um extra líf í lúxus... þetta er fólk sem fellur fyrir nígerískum veðmálum... thats all

DoctorE (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 10:06

71 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Rétt eins og höfundi (Jesús) kristni var falið að leiðrétta og nema úr gildi mannkenningarnar sem slæðst höfðu inn inn í Gyðingdóm var höfundi Kóransins (Múhameð) falið slíkt hið sama varðandi Kristni. Kóraninn er mun yngri og áreiðanlegri heimild en NT hvað þá GT. Guð endurýjar og hreinsar farveg sinn með hverjum nýjum boðbera.

Kenningin um þrí-einan Guð er villutrú sem brýtur í bága við meginkenningu hins guðlega boðskapar um einingu Guðs og að bannað sé að gera upp á milli boðbera hans. Ljósið er eitt þótt lamparnir séu margir og að hefja einn þeirra á stall yfir annan og segja hann Guð er guðlast af versta toga.

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.8.2009 kl. 11:34

72 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sko, I rest my case - Svanur Gísli. Við verðum bara að vera ósammála um þetta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.8.2009 kl. 11:57

73 identicon

Aldur heimilda hefur lítið með sannleika þeirra að gera.. falskar heimildir eru falskar heimildir og munu alltaf vera falskar heimildir.

Hver veit hver skrifaði GT.. ekki nokkur maður, hver veit hver skrifaði NT... það voru kuflar kaþólsku kirkjunnar og handbendi þeirra...

Örfáir kuflar komu síðan saman og ákváðu að Sússi væri guð.. örfáir kuflar ákváðu fyrir ykkur að persóna sem þeir bjuggu til væri guð... er þetta ekki djúpt ha

Kóran er einnig skrifaður af hinum og þessum með gt að viðmiði...

Það er ekkert að marka neitt af þessu.. það eru zero boðberar frá einhverjum guði... þetta snérist allt um valdabaráttu og ekkert annað.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 12:02

74 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Svo ég svari nú Kristni. Þá er persónuleg afstaða mínum guðdóm Krists byggð á hans eigin orðum og traust mitt til sannleiksgildis þeirra hef ég fundið í mætti og krafti eða út frá eigin reynslu og upplifunum í trúnni. Ég get allavega ekki skýrt það sem gerðist þegar ég komst til trúar með neinum öðrum hætti en þeim að eitthvað yfirnáttúrulegt gerðist. Vona bara að sem flestir fái að kynnast þeirri upplifun, en til þess þarf maður þó að vera opin fyrir möguleikanum á því að sannleikann sé að finna í Guðspjöllunum. Fleira stórkostlegt hefur gerst í nafni Krists síðan þá, sem hefur styrkt enn frekar þessa trú mína. Ég vona bara að þú fáir einhvern tíman að kynnast þessu sjálfur.

Guð blessi þig.

------------------------------------------------------------------------------- 

Varðandi Bahái og að kenning og boðun Jesú sé orðin úreld eftir að Múhameð kom.

Fyrir tíma Jesú töldu gyðingar að þeir mættu heyja stríð, Jesú bannaði það og boðaði frið, Múhameð kemur síðan og boðar blóðug stríð aftur þar sem heilu fjölskyldurnar eru brytjaðar niður í fjöldagröf.

Fyrir tíma Jesú var konan hálf réttlaus en virðing var samt borin fyrir henni. Hún var á valdi dóms og laga af hendi karlmana.

Þegar Jesú kom segir hann mönnunum að elska konuna eins og Kristur sjálfur elskar Kirkju sína og dó fyrir hana, eins boðar hann hjónum að vera hver öðru undirgefin í Kristi. Konur áttu að læra líka eins og sagan um Mörtu og Maríu kennir. Hann boðaði jafnframt einkvæni en Gamlatestamentið hafði ekki boðað fjölkvæni heldur, en sagan kennir okkur að ekki var farið eftir því. Samkvæmt Kristin verða maðurinn og konan einn maður í hjónabandinu. Ég veit um fáar konur sem mundu af fúsum og frjálsum vilja búa í fjölkvæni með öðrum konum, deilandi sama manni. Enda lýsir það eindæma græðgi og eigingirni af hálfu karlmannsins að biðja um slíkt. 

Síðan kemur Múhameð og boðar fjölkvæni aftur og tekur sér að auki 9 ára barn sem konu! Hann boðar algert réttleysi kvenna og dómur þeirra er ekki gildur nema til helmings til jafns við karlmenn. Ef konu er nauðgað t.t. í hópnauðgun af múslímum. Þá er vitnisburður þeirra gildur en ekki hennar! Hún verður grýtt fyrir ,,lauslæti" til dauða.   Kristur hafði hinsvegar bannað grýtingar á konum eins og ég nefndi hér að ofan í fyrra svari mínu. Hann sagði sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Þá ætluðu gyðingar að grýta konu sem staðin var að hórdómi. Kristur bjargaði henni með viturlegum orðum því þeir vissu allir að þeir gátu ekki sagst vera syndlausir. 

Mín spurning er því sú. Hvernig getur Múhameð ,, spámaður" verið annað en úlfur í sauðagæru ef hann boðar slíka grimmd eins og fram kemur í Kóraninum og allri sögunni um hann?

Spámenn gamlatestamentisins boðuðu Ísraelsþjóðinni að vera miskunnsamir. ,,Miskunnsemi vil ég en ekki fórnir" segir einn spámaðurinn frá Guði og hvetur Ísraelsþjóð til að hlúa að ekkjum og munaðarlausum. Jesú gerði slíkt hið sama. 

Ég hef ekki ennþá fengið þá mynd af Múhameð að hann hafi verið neitt sérlega miskunnsamur náungi, eða að hann hafi yfirleitt hugsað um aðra en sjálfan sig og eigið heimsyfirráð. Kristnir og Gyðingar eru ekki náungi íslamstrúarmanna heldur eru þeir réttdræpir ásamt öllum öðrum trúarbrögðum. Þeir mega ekki byggja kirkjur í löndum íslamstrúar eða rækja trú sína. Íslamstrúarhópar skikka kristna í löndum sínum til að borga margfalt hærri skatta en landa sína og hafa ætíð gert samkvæmt boði Kóransins.

Síðan hafa öfgaíslamstrúarhópar reglulega reynt að eyða Kristnum t.d. í Egyptalandi. Kristnir eru ofsótt fórnarlöm trúarsinnar enn í dag og á meðan horfir heimsbyggðin bara framhjá því og vorkennir Palestínu fyrir það hvað hin pínulitla þjóð Ísrael sé vond við þá. Íslamstrúarmenn eru að fara eftir því siðferði sem trú þeirra boðar, því þar er enginn aðskilnaður á milli trúar og pólitíkur. Hjá Vesturlandaþjónunum er mikill aðskilnaður milli trúar og pólitíkur og því er ekki hægt að segja að það séu lengur háð stríð af mannavöldum í nafni trúarinnar hjá okkur. 

Þegar maður les sögur af kristniboðum á þessum svæðum eru þeir í stórfelldri hættu. Það má sumstaðar ekki ganga með tákn þinnar eigin trúar í löndum Íslamstrúar manna, t.d. krosstákn og hvað þá að koma með Biblíu til landsins. Nú er ég komin út í öfgarnar á þessu öllu saman hér í síðustu athugasemdum mínum en punkturinn er samt sá að Múhameð boðaði blóðugt stríð og heimsyfirráð ásamt fjölkvæni og réttleysi kvenna, samkvæmt þeim Kóraninn sem ég á, og því sé ég ekki neina framför í því sem Múhameð boðaði heldur afturför.  

Bryndís Böðvarsdóttir, 8.8.2009 kl. 12:51

75 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég vil bæta því við að ef ég þyrfti að velja mér annað trúarbragð en Kristni, yrðu öll þau trúarbrögð sem reiða sig eitthvað á boðun Múhameðs síðust fyrir valinu. Þá væri ég án efa Janismi, Búddismi eða Zoroastrianismi. Ég mundi semsé velja mér trú sem boðaði kærleika og frið og sem minnsta vanvirðingu gagnvart konum. Eins og er finnst mér Kristnin vera hinn fullkomnasta boðun og við það að lesa Kóraninn hríslast um mig gleðin yfir því að hafa fengið að kynnast kristinni trú og hafa fengið að alast upp í kristnu landi. En um leið fyllist ég hryggð með öllum þeim sem alast upp við bókstafsíslamstrú þar sem þeir upplifa ekkert val og sæta kúgun og börnin eru send í heilagt stríð!

Bryndís Böðvarsdóttir, 8.8.2009 kl. 13:08

76 identicon

Hvernig er það mögulegt að segja að trú sín byggist á orðum Sússa.... þið hafið bók sem er vísindalega sannað að er fölsun skrifuð af ótal mönnum sem enginn veit nokkur deili á... HALLÓ

Og hvernig er hægt að VELJA trúarbrögð... já ég ætla að velja þessi trúarbrögð og trúa þeim algerlega....HALLÓ

HALLÓ HALLÓ voðalega gerið þið lítið úr guði ykkar... hann er eiginlega eins og ykkar prívate og persónulega þjónustustúlka...hann elskar allt sem þið hafið valið ykkur úr bókunum...
Hvernig er hægt að lesa þessar bæku sundur og saman og samt trúa þeim, að tengja þær við kærleika og miskunn... æ dónt get it... vá
Brynja guð þinn boðar stríð, hann er með verðlista þar sem þú ert 50% af verðgildi karla.. hann er með verðlista á fólki allt frá fæðingu til dauðadags... hann vill myrða óþekk börn, fórnarlömb nauðgana.. hann vill láta skera óléttar konur óvinarins á kvið...
Og plís ekki segja að þetta sé gamla testamentið... or look silly

DoctorE (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 13:34

77 Smámynd: Mofi

Svanur
Kóraninn er mun yngri og áreiðanlegri heimild en NT hvað þá GT.

Magnað að taka Múhammeð fram yfir orð Krists og postulanna. Menn eins og Páll sem skrifaði með miklu meiri innblæstri en er hægt að finna nokkurs staðar á blaðsíðum Kóransins.  Enda skrifað af manni sem hefur öll einkenni költs sem er ofbeldi og eignast aragrúa af eiginkonum.  Ég mun seint skilja hvernig hægt er að gera þetta ef maður er eitthvað smá upplýstur. Bryndís orðaði þetta svakalega vel og á þakkir skilið fyrir það.

Mofi, 8.8.2009 kl. 14:37

78 identicon

Mofi talar um að vera upplýstur :) Sorry bara fyndið að einn óupplýstasti maður bloggsins tali um að aðrir séu óupplýstir.
Maður sem dissar allar upplýsingar ef þær kasta skugga á eilífa lífið hans, maður sem rífur niður þekkingu mannkyns og bullar bronsaldaráróður sí og æ... maður sem telur alheiminn vera ~6000 ára :)

DoctorE (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 15:03

79 Smámynd: Mofi

Dokksi, ég tel mig ekkert vita aldurinn á alheiminum; hérna sýnir þú aðeins hve lítið þú veist. Ég var síðan að tala um að vita hvað stendur í Kóraninum og hvað stendur í Biblíunni og að vita eitthvað um líf Múhammeðs.

Mofi, 8.8.2009 kl. 15:43

80 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Hei, Dokor. Erum við komin í skítkast eins og á leikskóla? Þú er heimskari en ég syndromið...? Mófi hefur sína skoðun. Ég er ekki alltaf sammála honum en það þýðir ekki að hann sé heimskur. Ef hann rökstyddi ekki mál sitt mætti fremur segja að hann væri heimskur, án þess að ég sé hlynt slíkum nafnaköllum. Ekki einu sinni Vottarnir geta flokkast sem heimskir því þeir rökræða við mann í endalausa hringi.

Síðan væri gaman að fá að skoða rit þess vísindamanns sem heldur því fram að Biblían sé fölsuð. Ert þú með einhver rök fyrir þessu, eða ert kannski þú sjálfur þessi ,,vísindamaður"? Það eru til of margar fornleyfar sem styðja við Biblíuna. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 8.8.2009 kl. 15:44

81 identicon

Þar sem ég er vísindamaður trúi ég á vísindalega hugsun og vegna þess segi ég það getur vel verið að maður hafi sál og hún lifi af eilífu. Við eigum bara ennþá eftir að fá einhverjar sannanir við því. Ef svo er væri ég bara mjög ánægður að fá að lifa af eilífu en ég er ekki of sannfærður um að slíkt eigi eftir að koma í ljós. Ég veit að það kemur í ljós þegar maður fer yfir móðuna miklu.

Ekki einu sinni reyna að halda því fram að einhver tilvitnun úr biblíunni flokkist undir sönnun fyrir einu eða neinu. Biblían er sögulegt rit og getur alls ekki flokkast undir vísindalega staðreynd eða verið notuð til að færa sönnur fyrir einu eða neinu slíku.  

Eftir því sem við best vitum þá er OKKAR alheimur  u.þ.b. 14.7 milljarða ára gamall. Ég veit ekki með aðra alheima þeir gætu sumir verið yngir og aðrir mikið eldri.  Það er það sem við vitum í dag. Það getur vel verið að þessi tala eigi eftir að breytast þegar aðrar staðreyndir koma í ljós. Mofi þetta kallast ekki veikleiki á kenningunni eins og þú tuðar oft um. Þetta heitir vísindaleg hugsun. Þ.e. að gefa sér ekkert sem bjargfasta staðreynd vegna þess að eitthvað gæti komið fram í framtíðinni sem breytir því.

Engin vísindaleg rök eru til fyrir því að heimurinn sér fáein þúsundum ára gamall. Sorry það eru eingöngu til gervi rök frá gervi vísindamönnum um slíkt. Það skiptir engu máli þó slíkir menn hafi barnaskólapróf eða doktorspróf.

Þeir sem fella sig eingöngu undir biblíuna en afneita vísindalegum rökum gera það algerlega á sínum eigin forsendum.

Ég ætla ekki að halda því fram að biblían sé fölsuð en hún hefur verið  lagfærð mikið í gegnum tíðina það er alveg öruggt mál. Biblían er sögulegt rit sem sumir slysast til að taka sem bjarfastann sannleika. Það vesta við Biblíuna er að margir mismunandi trúarhópar leggja ótrúlega marg skonar mismunandi skilning í og allir þessir trúarhópar halda því fram að þeirra skilningur eða túlkun sé sá eini sanni. Eina sem ég get sagt að það er ekkert vísindalegt við slíkt. 

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 16:55

82 identicon

Biblían er ekki sögulegt rit Þorvaldur, svo það sé alveg á hreinu.....
En segjum eins og Dawkins: Það eru jafn miklar líkur á tilvist guðs og álfa.

Brynja mín ekki láta plata þig því engar fornmynjar styðja við biblíu... þó einhverjir kristnir reyni að halda þessu fram.
Það er helsta vandamál ykkar trúaða fólks, þið neitið að skoða nokkuð sem varpar skugga á málatilbúning biblíu... ég er búinn að benda á skrilljón atriði á mínum bloggferli, sýna ótal heimildarmyndir um málið... en trúaðir neita að horfa á dæmið... menn eins og Mofi koma og segja að vísindin séu bara rugl þar sem þau afsanna biblíu...
Og Mofi þó þú hafir ekki nefnt aldur alheimsins akkúrat núna, þá ertu að því sí og æ á þínu bloggi, þetta eru bara trúarlegir útúrsnúningar hjá .þér.

Ég er ekki með neitt plan til að koma ykkur til helvítis.. ég er ekki að benda á þessa hluti af illgirni.... ég er að benda á staðreyndir og að það er verið að plata ykkur upp úr skónum.
hvað eruð þið að gera í dag.. .jú þið eruð að tilbiðja dauðann endalaust.. þið hugsið ekki um annað en dauðann... það gerið þið í íslam,kristni blah.. snýst allt um að ljúga að sjálfum sér að dauðinn sé ekki raunverulegur.. hann sé bara LEVELUP eins og í tölvuleik

Bryndís: Byrjaðu á Bart Ehrman... það er ágæt byrjun, svo skaltu vinna þig áfram og vonandi að endingu koma ílið með lifandi fólki, með mannkyni.
Hvað er það dýrmætasta sem þú átt.. börnin er það ekki, viltu að börnin þín séu vaðandi um í villu með platpabba í geimnum.... viltu lesa kaflana í biblíunni þar sem morðin öll og viðbjóðurinn er... lestu fyrir þau þegar guð er að myrða saklaus börn?
Vakna...

DoctorE (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 17:20

83 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi:

það er ágæt byrjun, svo skaltu vinna þig áfram og vonandi að endingu koma ílið með lifandi fólki, með mannkyn

Hafðu þig hægan minn kæri, enginn talar svona við konu mína!!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.8.2009 kl. 17:27

84 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Annars hef ég ekki tíma í þetta lengur og er þetta orðið ágætt. Ég verð að loka þessari umræðu sökum þess.

Ég geri sér grein um fornminjar Dokksi, sem sannar biblíuna.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.8.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 587745

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband