Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Flottur Ögmundur!

Skilaboðin sem þú sendir eru skýr, hann vill ekki skuldsetja Íslendinga langt fram í tímann með Icesave. Ég tek ofan fyrir þér Ögmundur, og tel þig mann meiri og mann sem er trúr hugsjón þinni ofar þeirri valdagræðgi sem virðist einkenna flokksfélaga þína þessa daganna. Sem segja vinstri stjórn sama hvað bjátar á og sama hvað það kostar, hvort sem það heitir ESB eða Icesave.

Ég sé nú að það er þá von fyrir okkur, og ef svo fer sem horfir þá verður sennilega kominn á þjóðstjórn innan nokkra daga eða vikna, sem er sennilega sú leið við áttum að fara í upphafi.

 


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðsteinn.is - mín eigin heimasíða kominn í loftið!

Ég var ásamt góðum vini mínum að setja upp heimasíðu. Hún á eftir að gegna þeim tilgangi að vera eins konar portfolíó fyrir mig og kem ég til með að nota hana til þess að koma mér á framfæri.

Arnar Geir Kárason er sá sem hjálpaði mér hvað mest við þetta, hann á og rekur fyrirtækið A2.is og er heimasíðan keyrð á kerfi frá honum. Cool Útlitshönnunin var algerlega mín en Arnar sá um mest alla forritun og að setja inn kerfið og er ég honum eilíflega þakklátur.  Joyful

Hér er skjámynd af síðunni fyrir þá sem nenna ekki að smella á þennan link sem leiðir þig inná guðsteinn.is. Ég keypti nefnilega lénið með íslenskum stöfum, sem þýðir að það er hægt að slá inn bæði: http://gudsteinn.is og http://guðsteinn.is - mér fannst þetta gefa nafni mínu meiri brag! Tounge

sida_916391.jpg
 

 Ég vona að þið fylgist með þróun þessa vefseturs, ég læt svo vita hver framþróunin verður.  Cool


Af hverju halda aðventistar að jörðin sé 6000 ára gömul?

Margir sem hafa rætt við aðventistann Mofi/Halldór Magnússon hafa orðið vör við staðfestu hans við þá kenningu að jörðin sé aðeins 6000 þúsund ára. En af hverju stafar þessi staðfasta trú þeirra?

Aðventistar
Ég fór á stúfanna og fór að rannsaka þá, og fann nokkrar staðreyndir um þessa hreyfingu sem eru afar athyglisverðar. Þeir byggja meginstoðir trúar sinnar á boðskap Ellen G. White (1827-1915) – spámann/konu þeirra. Út frá henni byggja þeir margar kenningar sínar eins og t.d. með aldur jarðar og fleiri atriði.

En hver var þessi Ellen G. White?

ellen G WhiteAðventistar eru sannfærðir um spámannlegt vald Ellen G. White. Hún ritaði margar bækur um heilsusamlegt líferni og helgi Sabbatsins. Eftir andlát eiginmanns hennar; aðventistaprestsins James Springer White (1821-1861) þá varð hún leiðtogi sjöunda-dags aðventista safnaðarins.

En af hverju er jörðin svona ung í þeirra augum?

Skýringin fyrir þessa miklu trú aðventista að jörðin sé 6000 þúsund ára gömul er einmitt vegna Ellen G. White og það sem er um hana ritað. Úr bókinni: Óvæntar staðreyndir um sögu jarðar eftir Harold Coffin. (Bókaútgáfan Fell. Reykjavík. 1978.) Stendur eftirfarandi og skýrir ýmislegt varðandi þessa kenningu:

„Mósé og Ellen G. White fengu að sjá upphafssögu jarðarinnar í sýn og bæði hafa þau ritað það sem þau sáu. Í vissum skilningi er þetta eina frásögn "sjónarvotta" sem við höfum um sköpunina. Ellen White veitir samfellt víðsýni yfir sögu jarðarinnar frá upphafi til enda. Hún gerði sér grein fyrir því af því sem hún sá að jörðin var 6000 ára gömul."

 

looking_down_on_earth.jpgHver er þá mín afstaða?
Þjóðkirkjan ásamt mér sjálfum trúum ekki að jörðin sé svona ung, heldur viðurkenni ég þróun og lít ég svo á að Guð er ekki upphafinn yfir slíkt verk. Að mínu mati er jörðin margra milljóna ára og haldast vísindin hönd í hönd við skaparann sjálfann. Annars er  ekki hægt að útskýra tilvist risaeðlanna og fleiri atburða í sögu þessarar plánet á vitrænan máta nema að taka tillit til vísindanna. Guð er snilldar hönnuður og trúi ég að hann hafi útbúið þessa þróun og hafa mennirnir nýlega uppgötvað hana.

Ellen „greyið“ White hafði sem sé rangt fyrir sér að mínu mati, og tel ég hana sem og aðventista hafa rangt fyrir sér. Þeir kunna að segja við mig að ég sé trúlítill eða eitthvað á þá leið, en sköpunarsöguna lít ég sjálfur á sem fagurfræðilega leið til þess að útskýra fyrir bronsaldarmönnum hvernig heimurinn varð til. Sumu á ekki að taka bókstaflega því annars værum við illa stödd.

Góðar stundir.


Fólk flýr blog.is - Opið bréf til ritstjórnar blog.is

Ég er með marga bloggvini, og það eru að hrúgast inn skilaboð í einkaskilaboðakerfinu frá fólki sem ætlar að yfirgefa blog.is í mótmælaskyni við ráðningu Davíðs Oddssonar sem ritstjóra morgunblaðsins. Einstakir, sem þó eru færri fagna svo ráðningu Davíðs en eru þeir í miklum minnihluta.

Mín spurning er því sú, og beini ég henni að ritstjórn blog.is:
  1. Hefur einhver breytt ritstjórnarstefna blog.is verið rædd með tilkomu nýs ritstjóra Morgunblaðsins?
  2. Verður einhver niðurskurður á þjónustu blog.is eða getum við andað rólega?
  3. Því Gróa á leiti er dugleg kerling og margir hafa jafnvel rætt að ætti að loka blog.is endanlega?

Stórt er spurt, og vænti ég svara frá ykkur kæra ritstjórn og bið ég ykkur um að gera athugasemdir fyrir allra augu svo að fólk geti andað léttar.


Mín dýpsta samúð til starfsmanna Morgunblaðsins

Ég votta þeim starfsmönnum sem misst hafa vinnu sína í dag, mínar dýpstu samúðarkveðjur - því ég af öllum veit hvað það er að lenda í svona og tekur þetta verulega á mann andlega. Ég bið fyrir ykkur og fjölskyldum ykkar og vandamönnum.

Eina spurningarmerkið sem ég set við þetta er að Agnes Bragadóttir kórstýra Davíðs, situr áfram í sínu starfi á meðan Þóra Kristín Ásgeirsdóttir vinstrisleggja og formaður Blaðamannafélags Íslands er sagt upp?? Það er óþefur af því, það er greinilegt að hreinsa þurfti til áður en Davíð konungur mætir til starfa.


mbl.is Uppsagnir hjá Árvakri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðjarðarhafs kús kús

Jæja, eitt hvað verður að borða sem meðlæti með þessum grilluðu kóríander kjúklingastrimlum. Ég er að vanur að leggja smá metnað í gera gott meðlæti með svona einföldum mat, og er kús kús afar ódýrt hráefni sem má gera að veislumat. Eina sem þarf er smáhugmyndaflug og hér er grunnuppskrift sem þið breytið svo sjálf eftir hvað við á:

Hráefni:

  • cous-cous-041resize.jpgKús kús 3 dl.
  • 1 mjög smátt saxaður laukur
  • 1 msk. síturónu ólívuolía
  • 2 tsk. Koríanderduft
  • 1. msk. Basíl olía
  • Niðurbrytjuð paprika
  • Niðurbrytjuð agúrka
  • 1. tsk. cuminn (gott krydd frá Marakó)
  • Salt og pipar eftir smekk 


Aðferð:

Setjið kús kúsið í skál ásamt olíum, kryddi og lauk. Sjóðið vatn og hellið 3. dl yfir og hrærið í með gafli eftir nokkrar mín. eða þegar þið sjáið að kús kúsið er orðið "fluffy" eða útþanið, þá hrærið í því með gafli til þess að leysa það í sundur. Setjið svo niðurbrytjaða papriku og akúrku í skálinu og þá er þetta tilbúið! Cool


Grillaðir kóríander kjúklingastrimlar

Ég var víst búinn að lofa nokkrum kreppuuppskriftum, og hér kemur sú fyrsta í röðinni sem ég eldaði nýverið fyrir 12 mannaboð og vakti þetta mikla lukku. Þessa þarf heldur ekki endilega að grilla, þetta má einnig steikja og er jafngott fyrir vikið.

Hráefni:

  • 1 pakki af ódýrum kjúkilngabringum
  • 4 msk sykur
  • Safi úr einni síturónu
  • Heil koríanderfræ (sem eru mulinn niður og dreift yfir)
  • Pottagaldra hvítlauksolía (enginn aukaefni í henni og afskaplega góð íslensk framleiðsla)
  • 2 tsk. mulinn koríander (duft)
  • 1/2 tsk. Chiliduft
  • 1 tsk. Paprikuduft (helst smoked paprika)

Aðferð:

Viðmiðunarmynd sem ég tók ekki sjálfurOfangreint er marenering, best er að láta þetta liggja yfir nótt eða í minnsta kosti tvo klukkutíma. Þegar þú ert tilbúinn að fara elda þá þarftu að skera bringurnar í hæfilega þunnar ræmur svo að þær komist uppá grillspjót.

Þegar grillspjótin eru tilbúinn þá finnst mér gott að skella kjúklingakryddinu frá pottagöldrum yfir, því ætíð ber að forðast allt salt í allar mareneringar, því annars þurrkar það kjötið upp og verður það ekki góður réttur. Þetta er svo steikt eða grillað og gott er að hella smávegis hunangi yfir að steikingu loknu, þess þarf ekki en þetta er betra.

Hvaða meðlæti er sem er hentar með þessu, en ég mæli með kús kús og sætri chillisósu

Njótið vel!  Cool


Því ekki?

Margir hafa rekið upp stór augu að ég veiti þessu málefni lið. En eins og margir hafa bent á er þetta ekki neitt einsdæmi í heiminum, til að nefna þýska Kristilega Demókrata Flokkinn eins og Axel bloggfélagi bendir á.

Það er mér þungt í hjarta að sjá viðbrögðin við þessari hugmynd, sjálfskipaðir sleggjudómarar bloggsins hafa blásið þessu af borðinu eins og ekkert sé, án þess þó að kynna sér hvað er um að vera.

Ég sjálfur er ekki að fara í neitt framboð, en þar sem þetta þverkristileg samtök tel ég að tími sé kominn á að kristnir hér í landi vakni og fara taka til sinna mála. Þetta er aðeins byrjun af vonandi miklu meira og á eftir að fjölga í "söfnuðinum" ef ég má orða það svo. Dæmum því ekki fyrirfram og sjáum hvað úr þessu verður.


mbl.is Vilja stofna kristilegan stjórnmálaflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndisleg tíðindi

Ég meira að segja táraðist þegar ég las þessa frétt ... yndislegt alveg! Ég bið þessari einstæðu ungu móður Guðs varðveislu og blessunar. 

 

red_rose2

 

 

 


mbl.is Einstæð móðir fékk lottóvinninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband