Flottur Ögmundur!

Skilaboðin sem þú sendir eru skýr, hann vill ekki skuldsetja Íslendinga langt fram í tímann með Icesave. Ég tek ofan fyrir þér Ögmundur, og tel þig mann meiri og mann sem er trúr hugsjón þinni ofar þeirri valdagræðgi sem virðist einkenna flokksfélaga þína þessa daganna. Sem segja vinstri stjórn sama hvað bjátar á og sama hvað það kostar, hvort sem það heitir ESB eða Icesave.

Ég sé nú að það er þá von fyrir okkur, og ef svo fer sem horfir þá verður sennilega kominn á þjóðstjórn innan nokkra daga eða vikna, sem er sennilega sú leið við áttum að fara í upphafi.

 


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott, einu fíflinu færra í ríkisstjórninni.  Nú þarf einhvern veginn að losna við bjánann í Sjávarútvegs og Landbúnaðarfélagmálaráðuneytinu. Gott væri þá að nota tækifærið og setja félagsmálaráðuneyti bænda inn í félagsmálaráðuneyri annara Íslendinga í stað þess að þykjast vera atvinnumála ráuneyti.

Gosinn (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 13:27

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég held að þetta eigi allt saman eftir að springa kæri Gosi, vittu til

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.9.2009 kl. 13:41

3 identicon

Þetta vekur vissulega vonarglætu um að þessi stjórn muni falla.

Ég efast samt um að þjóðstjórn muni skila okkur meiri árangri.

Endalaust krafs og þras niðri á alþingi um hvað á að gera þegar allir þykjast ætla að ráða í einu er ekki vænlegt til árangurs.

Þó gæti það allt eins komið okkur til góða þar sem að framsókn, sjálfstæðisflokkur og margir af þingmönnum VG gætu vel starfað saman í þjóðstjórn.

( ég held ég hafi bara verið að skipta um skoðun hérna í miðju svari, svona þegar maður hugsar málið aðeins lengra :)

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 13:44

4 Smámynd: Jonni

En er ekki Ögmundur að greiða ríkistjórninni leiðina? Segir hann ekki að hann styðji þessa ríkisstjórn. Ef hann væri algerlega á móti þessu myndi hann ekki segja af sér og stjórnin myndi springa.

Auðvitað VILL enginn skuldsetja íslendinga langt fram í tímann en hverjir eru valkostirnir félagar? Ég er sammála því að Bretar, Niðurlendingar og AGS beiti okkur fjárkúgun, en við erum bara gjörsamlega búnir að spila af okkur öllum trompum. Skák og mát.

Jonni, 30.9.2009 kl. 13:46

5 identicon

Nei Jonni, núverandi ríkisstjórn er búinn að því.

Ef þessari ríkisstjórn væri steypt af stól og annað fólk taka við sem myndi byrja á því að hringja í Breta og Hollendinga og segja að þetta sætti fólkið í landinu sig ekki við.

Hvað ætla Bretar og Hollendingar þá að gera ?  Þeir hafa ekkert..

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 13:53

6 Smámynd: Jonni

Bretar, Hollendingar og AGS geta haldið okkur í fjárhagslegri sóttkví eins lengi og þá lystir. Sem er nógu lengi til þess að við komum skríðandi og biðjum um okurlán og afarsamninga. Við höfum ekkert í höndunum gegn ofurmættinu. Búinir að spila rassinn úr buxunum fyrir löngu.

Þetta eru bara draumórar hjá ykkur að það séu til aðrar leiðir, og sér í lagi að bjóða þessum aðilum byrginn. Það verður aldrei Íslandi til framdráttar, þvert á móti.

Við skulum hætta þessu drolli og fara að vinna hlutina eins og þeir eru.

Jonni, 30.9.2009 kl. 14:06

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jonni - þetta er ekki flókið, við eigum bara að semja uppá nýtt og heimta að einhver lögeftirlitsaðili fari yfir þetta með okkur. Þannig að jafnræðis sé gætt á báða bóga.

Arnar:

Ég efast samt um að þjóðstjórn muni skila okkur meiri árangri.

Endalaust krafs og þras niðri á alþingi um hvað á að gera þegar allir þykjast ætla að ráða í einu er ekki vænlegt til árangurs.

Þá getum við alveg eins lagt Alþingi niður, ef þetta eru rökin. Þú kemst aldrei hjá krafsi og þrasi í pólitík sama hvernig á það er litið.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.9.2009 kl. 14:15

8 identicon

Nei en hugmyndin með flokkamyndun er til þess að menn með svipaðar skoðanir geti hópað sig saman til þess að vinna saman að sameiginlegu markmiði.

Þegar þú setur hóp af fólki sem er ekki sammála saman og ætlast til þess að þeir leysi vandamál þá tekur það 10 sinnum lengri tíma að komast að niðurstöðu.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 14:35

9 Smámynd: Jonni

"Einhver lögeftirlitsaðili"? Hver er það? Er þessi aðili á símaskrá Sjálfstæðisflokksins?

Ekki veit ég hverja Sjálfstæðismenn myndu hringja í en það er orðið ljóst að ef þeir ætla að semja upp á nýtt mun verða lagt á í hinum endanum hver svo sem það er.

Jonni, 30.9.2009 kl. 14:42

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jonni - ég er ekki að tala um einhverja Sjálfstæðismenn, ég er að tala um að leita til dæmis til Alþjóðadómstólsins í Prag ef þess þarf, því þeir mega ekki komast upp með að kúga heila þjóð með einhliða samningum.

Arnar - þetta er sjálfgefið að það taki lengri tíma með hóp mismunandi manna, en svona er þetta bara.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.9.2009 kl. 15:17

11 Smámynd: Jonni

Ég hélt að íslendingar hefðu samið af sér dómstólaleiðinni fyrir tæpu ári, undir stjórn Geir Haarde. Leiðréttu mig ef svo er ekki.

Jonni, 30.9.2009 kl. 15:28

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jonni - það er nánast rétt, við hljótum samt að geta leitað á náðir einhverja alþjóðlegra dómsstóla undir þessum kringumstæðum. En ég verð samt að taka það fram að ég er ekki Sjálfgræðismaður. Bara til þess að fyrirbygja misskilning.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.9.2009 kl. 15:39

13 identicon

Jonni: "Við skulum hætta þessu drolli og fara að vinna hlutina eins og þeir eru."

Við eigum EKKI að láta Breta, Hollendinga og IMF fjárkúga okkur. 

Varðandi dómstólaleiðina í Icesave, Guðsteinn, það er ekki "nánast rétt" að það sé of seint.   Hverning getur það verið "nánast rétt"?  Það er rangt að það sé of seint.  Því ætti það að vera of seint?  

Það er víst of seint að sækja Breta vegna hryðjuverkalaganna.  Ríkisstjórnin sveik okkur þar.  Steingrímur J. sagði í Kastljósi fyrir nokkru að dómstólaleiðin fyrir Icesave hefði runnið út í janúar sl.   Ekki svo og hann villti um fyrir fólki.  

Við þurfum ekkert heldur að sækja málið.  Við fellum það og Bretar og Hollendingar geta sótt okkur ef þeir vilja.   Og við eigum að losa okkur við IMF handrukkara stórvelda.

ElleE (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 17:48

14 identicon

Hann er að flýja sökkvandi skip vanvita, Steingrímur J og Jóhanna hafa verið verri en enginn.
Það er algert möst að koma þessari "stjórn" frá...

DoctorE (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 17:49

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Vonbrigði þegar ég heyrði að besti ráðherrann væri hættur því hann er traustur og heiðarlegur. Ég brosti þegar ég heyrði í sömu frétt að ríkisstjórnarsamstarfið myndi hanga á bláþræði. Farið hefur fé betra.

Guð veri með þér og þínum

Shalom á þessum Drottins degi - Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.9.2009 kl. 18:03

16 identicon

Þetta er góð ákvörðun hjá honum. Hann stendur sig vel. Til hamingju með nýju heimasíðuna þína. Frábært.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 19:20

17 Smámynd: halkatla

alltaf tönnlaðist ég á því að Ögmundur væri bestur

halkatla, 30.9.2009 kl. 19:24

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

ElleE - það er nánast rétt af því við höfum ekki reynt á það ennþá.

Dokksi - já jafnvel er það málið, ég hitti þig með potta og pönnur við Alþingi á morgun! 

Rósa - Sammála, Ömmi er flottur!

Valgeir Matthías - kærar þakkir!

Hin pirraða Halkatla - já, þú sagðir það vissulega.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.9.2009 kl. 20:36

19 Smámynd: Jonni

Ég vil benda á góða grein eftir Jón Baldvin ; http://www.jbh.is/prenta.asp?id=169

Þetta er ágætis yfirgrip á málið.

Jonni, 30.9.2009 kl. 21:14

20 Smámynd: Eva

Jibbbbbíí Ögmundur flottur í dag !!!!! Við verðum að vinna saman öll sem eitt ef við ætlum að eiga séns á því að komast út úr þessu...

Þjóðstjórn..... Já takk

AGS burt....... Já takk

Er potta og pönnudagur við Alþingi á morgun ?

Eva , 30.9.2009 kl. 21:34

21 identicon

Jón Baldvin vildi borga Icesave,  Jón Baldvin ýtti okkur inn í EES.  Les ekki það sem Jón Baldvin skrifar. 

ElleE (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 21:34

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jonni - ég kíki á það.

Eva Lind - ja það er spurning? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.9.2009 kl. 22:05

23 identicon

Ég nenni ekki að hlusta á forna stjórnmálamenn.. JB var sjálfur í svínaríi.. takandi út vín og svona fyrir veislur...

Við þurfum algerlega 100% nýtt blóð á alþingi.. banna þessa fokking flokka.. senda þá út í Surtsey

DoctorE (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 22:37

24 identicon

Ögmundur er minn maður..... Að sjálfsögðu hypja sig úr sökkvandi skipi.... eftir að ábendingar hans um hvar eigi að stynga lestardælunum(skipsinns)  í samband eru hvað eftir annað hunsaðar og hafðar af engu.........

Ögmundur hlýtur mína virðingu fyrir að selja ekki sínar skoðanir eða ástríður og gengur út úr vibbanum með stolti..... Eitthvað sem aðrir mættu tileinka sér!!!!!!

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 00:34

25 identicon

Þar kom að því... hugsjónamaður fannst á hinu "virta" alþingi Íslands.

Ég var orðinn úrkula vonar að slíkur hvítur Hrafn fyndist á mínu æviskeiði...

Reyndar hef ég lengi haft ÖGMUND grunaðan um að vera þannig byggðan og nú hefur hann sannað það, í það minnsta í mínum augum !!

Ögmundur er sannur heiðursmaður !!

Þetta fullyrði ég þótt aldrei hafi ég kosið, og mun aldrei kjósa VG.

runar (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 06:24

26 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála

Sigurður Þórðarson, 1.10.2009 kl. 07:52

27 Smámynd: Jonni

Það virðist vera svo að á Íslandi er það besta sem stjórnmálamaður taki sér fyrir hendur sé að segja af sér.

Merkilegur andskoti.

Jonni, 1.10.2009 kl. 09:22

28 identicon

Gunnar og Sigurður þykir ykkur ekki merkilegt að maðurinn skuli ekki hafa kjark til þess að lýsa því yfir að hann styðji stjórnina ekki.

Hann vill ekki taka þátt í þessari vitleysu en sannfæring hans ristir greinilega ekki nógu djúpt til að koma í veg fyrir að aðrir geri það.

Hann er enginn hetja hann er heigull nema hann lýsi yfir andúð við þessa ríkisstjórn.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 10:24

29 identicon

Ánægð að það sé til stjórnmálamaður sem er trúr sjálfum sér......er samt ekki ánægð með hver kom í hans stað! En það er allt önnur saga......

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 12:16

30 identicon

Fynnst þér hann virkilega trúr sjálfum sér ef hann ber hagsmuni flokksins svo langt að hann segist styðja ríkisstjórnina ?

Ef hann væri trúr sjálfum sér myndi hann lýsa því yfir að hann styðji ríkisstjórnina ekki því það er jú ástæða þess að hann hætti í þessari ríkisstjórn.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 12:35

31 identicon

Arnar, ég styð þig þarna.   Þó ég virði Ögmund fyrir að fara úr stjórninni, hvað nákvæmlega þýðir það þá að hann ætli að styðja hana?  Virðist alger mótsögn við gjörð hans.

ElleE (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 13:02

32 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Bretar, Hollendingar og AGS geta haldið okkur í fjárhagslegri sóttkví eins lengi og þá lystir.

Væntanlega ESB sóttkví, miðað við stærð ESB á móti restinni af plánetunni þá er það alveg í lagi, það eru nægir staðir í heiminum sem hægt er að hafa viðskipti við.

Og þessi lán sem beðið er eftir gerir ekkert gagn hér, það á bara sleppa þeim og skell í gang almennilegri efnahagsstjórn hér ekki þessari risaeðlu sem AGS mælir með.

Ég hélt að íslendingar hefðu samið af sér dómstólaleiðinni fyrir tæpu ári, undir stjórn Geir Haarde. Leiðréttu mig ef svo er ekki.

Var það ekki samfylkingarleiðin að sleppa því að fara í dómstóla þá, til að styggja ekki ESB?

Hvað varðar þessa dómstólaleið þá tengist hún bara kæru á hendur breska ríkinu af íslenska ríkinu vegna hryðjuverkalagana.

Ef við förum í það að neita borga Icesave þá geta bretar sótt rétt sinn hér í Íslenskum dómstólum.

Það virðist vera svo að á Íslandi er það besta sem stjórnmálamaður taki sér fyrir hendur sé að segja af sér.

Merkilegur andskoti

Sorglegt og ekkert annað, væri gaman að vera með fólk þarna sem vinnur fyrir land og þjóð ekki erlend stórveldi og eigin rassgöt.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 1.10.2009 kl. 17:40

33 identicon

Af því það var verið að vísa í Jón Baldvin má þetta koma fram:

Sigurður Líndal, lagaprófessor:  Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra skirrist ekki við að beita uppspuna og ósannindum og villa þannig um fyrir öllum almenningi:

http://visir.is/article/20090813/SKODANIR03/999975762 


Jón Þór (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 17:42

34 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Mannis kilst nú að þetta sé nú ekki bara að Ögmundur vilji standa við sannfæringu sína í Icesave. Hann seldi nú fljótt samvisku sína þegar fyrirvararnir voru lögfestir. Líklega er hann að flýja af hólmi áður en hann þarf að segja upp BSRB fólki sem ráðherra.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.10.2009 kl. 00:53

35 identicon

Halldór, hryðjuverkalögunum var beitt gegn kaupþing.  Ekki íslenska ríkinu það kemur okkur sára lítið við.

Réttast hefði verið ef ríkið hefði lokað öllum þrotabúum bankana.

Og fært öll viðskipti landsmanna til bráðabirgða í nýjann ríkisbanka.

ERlendir kröfuhafar hefðu þá getað séð um alla þá vinnu sem ríkisstjórnin er búinn að leggja í með skilanefndum og á endanum tekið við rekstri þeirra.  Það hefði sparað okkur marga milljarðana og fleiri mánuði af þrasi í ríkisstjórn. 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 09:00

36 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hér eru menn að tala um að við höfum samið af okkur dómstólaleiðina - við höfum ekki samið af oss eitt eða neitt. Það er ekki okkar að leita til dómstóla um Icesave.

Ef einhver telur að við skuldum honum fé er það að sjálfsögðu hans mál að höfða mál og sækja það fyrir dómstólum. Ekki okkar. Það er ekki okkar að sanna að við skuldum ekki, það er kröfuhafans að sanna að við skuldum.

Þannig að við getum í sjálfu sér sagt "hoppiði upp í súsafóninn á ykkur" og kveikt á sjónvarpinu...

Ingvar Valgeirsson, 2.10.2009 kl. 10:16

37 identicon

sammála síðasta ræðumanni.  Háttvísinnar vegna myndi ég þó orða þetta örlítið öðruvísi en skilaboðin ættu að vera skýr engu að síður.

Íslenskur almenningur á ekki að borga

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 10:51

38 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Halldór, hryðjuverkalögunum var beitt gegn kaupþing.  Ekki íslenska ríkinu það kemur okkur sára lítið við.

Mikið rétt, aftur á móti þá var það gert eftir að búið var að "taka til" hér heima og stjórnvöld voru að binda vonir sínar við að láta kaupþing standa, þar með búnir að setja pening í kaupþing í þeirri von um að kþ myndi standa í gegnum þetta dæmi, þá skella bretar á kaupþing úti hryðjuverkalögunum og setti þar með allt á hausinn, þarnar eru tapaðir peningur beint frá seðlabankanum, þess vegna var talað um að ríkið myndi styðja við lögsóknir á hendur breska ríkissins.

Hér eru menn að tala um að við höfum samið af okkur dómstólaleiðina - við höfum ekki samið af oss eitt eða neitt.

Þetta er rétt að því leiti að Íslenska ríkið getur ekki fyrir hönd kröfuhafa samið af sér að þeir leiti réttar síns fyrir dómi, aftur á móti er klausa í Icesave samningnum að ríkið megi ekki fara með nein mál tengd Icesave fyrir dóm.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.10.2009 kl. 11:01

39 Smámynd: Jonni

Eins og ég hef skilið hlutina er Ísland löngu búið að viðurkenna ríkisábyrgð á ICESAVE. Það ætti því að vera tómt mál að tala um annað. Svo er aftur annað mál hvernig að þessum samningum við Breta og Hollendinga er staðið. Enn hef ég skilið þetta þannig að ef ekki semst munu íslendingar vera í mjög slæmri stöðu. Að tala um að við getum bara beint viðskiptum okkar annað held ég að sé frekar ógrundaður og óraunhæfur málflutningur.

Mér finnst eins og flestum að framganga samningsaðila okkar, sem og AGS og annarra sé miskunnarlaus og beinlínis ósanngjörn. En svo virðist sem allar aðrar leiðir séu ófærar en að gangast að þessum samningi. Andstæðingum Samfylkingar og ESB aðild ætti þó að hugnast þetta vel því ég fæ ekki skilið að þessi þjóð muni greiða atkvæði með ESB aðild eftir þá meðferð sem Ísland hefur fengið.

Jonni, 2.10.2009 kl. 11:10

40 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Eins og ég hef skilið hlutina er Ísland löngu búið að viðurkenna ríkisábyrgð á ICESAVE.

Ef þú ert að tala um vilja yfirlýsinguna hjá fyrri stjórn þá er það í raun ekkert annað en pappír með stöfum þar sem þeir sem þar skrifuðu undir hafa ekki rétt til þess að lofa ríkisábyrgð á svona máli, það er í verkahring alþingis og þetta vita þeir sem við því blaði tóku.

Var þessi viljayfirlýsing ekki líka orðuð á þann máta að við Íslendingar myndum standa við okkar alþjóðlegar skuldbindingar?

Hverjar þær skuldbindingar eru vil ég fá á hreint frá dómstólum, því ESB/EES lög segja skýrt að ekki sé ríkisábyrgð á innistæðum einkabanka ef til er tryggingjasjóður og samkeppnislögin þar hreinlega banna það.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.10.2009 kl. 11:45

41 identicon

Jonni, ég er alveg sammála því að það sé óraunhæft að ætla að beina viðskiptum annað því ef við hefðum tækifæri á aðra markaði værum við auðvitað fyrir löngu að nýta þau tækifæri.

Ég er hinsvegar ekki sammála því að við munum einangrast.  Það eru ekki nein rök fyir því og engin lög sem myndu leyfa það að Bretar eða Hollendingar settu hér viðskiptabann.  Við höfum lögin með okkur og þau viðskipti sem hér eru verða áfram stunduð.  óháð Icesave.

Þessi einangrunarstefna er ekkert nema hræðsluáróður sem fjölmiðlar hafa matað landsmenn af.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 587835

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband