Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Öndum með nefinu!

Þótt að allir slúður miðlar landsins halda ekki vatni, þá getum við vel haldið í okkur. Það er moggin sjálfur sem ræður þessu sjálfur og ræður hvaða fólk það vill fá til starfa, það er alls ekki DV eða Vísir.is eins og margir hafa gleypt hráu.

Eða eins og sagt er á ensku: „Time will tell.“ eða tíminn mun leiða þetta ljós.

Við sjáum bara til hvað gerist á fimmtudaginn. Shocking

dabbi-ad-hoggva.jpg

 

Þessa teiknaði ég fyrir einhverju síðan, og er aðeins til áminningar ... Whistling


mbl.is Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð fyrirmynd þessi kona og getum við lært af henni

Um leið og ég vil óska þessari konu til hamingju með tíræðisafmælið þá vil ég aðeins fjalla um hvað við getum gert á krepputímum.

Svona var þettaTökum eftir sögu okkar kæru Íslendingar og hættum að um efni fram. Söfnum fyrir því sem við ætlum að eignast og reynum að byggja landið aftur upp og stoðum reyndari kynslóðar, þar sem okkar kynslóð hefur gersamlega klúðrað öllu. En ef við fylgjum fordæmi þessar góðu konu, þá getum við ýmislegt lært, því hún er af þeim stofni sem kunni að nýta allt hráefni til hins ýtrasta.

En hvernig gerum við það þá?

Sjálfur er ég skuldlaus og er það ekki að ástæðulausu, ég er ekki heilagur og gerði mín mistök í gervigóðærinu eins og aðrir og hef þurft að gjalda þess, en með hjálp fjölskyldu minnar, þó sérstaklega foreldra minna höfum við klórað okkur í gegnum þetta, þ.e.a.s. ég og eiginkona mín.

Ég er með nokkur kreppuráð ef einhver vill hlusta, og hef ég sparað mér stórfé með nokkrum einföldum leiðum.

  • Kreditkort er neyðartæki og ber að nota sem slíkt, ef ég er í algeru hallæri þá nota ég það, og reyni að  greiða upp alla eða hluta af skuldinni um næstu mánaðarmót.

  • Afþakka pappír í öllum viðskiptum, útskriftargjöld eru yfirleitt í kringum 300 krónur sem eru 3000 kr. yfir árið. Ef við segjum upp öllum pappírsviðskiptum, segjum við fimm fyrirtæki (sími, hiti, rafmagn o.s.f.v.) þá spörum við 15000 kr. á árið.

  • Tökum okkur á í munaði, við hjónin höfum t.d. aldrei haft áskrift af Stöð2 eða neinu slíku, eina sem við leyfum okkur er analog breiðbandslykill með ódýrasta pakkanum sem er um ca. 1200 kr. á mán. Á móti 24.060 kr. sem er fullur pakki hjá Stöð2.

  • Nýta sér tilboð, hver svo sem gerir það ekki, en ég vil benda sérstaklega á að nota útgefna lykla frá bensínstöðvunum, og hafa auga með hvar ódýrasta bensínið er. 

  • Hendum ekki flöskum og dósum, seljum þær til endurvinnslu. Þetta segir sjálft og er því miður ekki nógu algegnt að fólk nýti sér.

  • Hættum að henda matarleifum, það er stundum sorglegt hvað ein fjölskylda hendir af mat. Sumir vita ekki einu sinni hvað það er að borða "afganga". Nýtum þessa afganga til annarra rétta og hættum þessari endalausu sóun.

  • Ódýrt hráefni þarf ekki að vera slæmt. Það eru ábyggilega 10000 uppskriftir sem má t.d. vinna úr nautahakki, og er vel hægt að gera góðan veislumat úr því. Hver veit nema ég birti nokkrar kreppuuppskriftir ef hljómgrunnur er fyrir því.

  • Notum sparperur, ég skipti jafnóðum út gömlu perunum fyrir sparperur, og ekki voru þær lengi að borga sig upp. Tvær perur sem ég keypti í IKEA mánuðinum (þær eru langódýrastar þar) áður lækkuðu rafmagnsreikninginn um rúmar 2 þús. kr.!

  • Kaupum íslenskt, með því komum við fjármagni aftur á hreyfingu og styrkjum íslenskan iðnað sem og íslensk störf, sumar vörur eru aðeins dýrari en ég er tilbúinn til þess að borga hærra verð til þess að halda fólki í vinnu og skapa gjaldeyrinn sem okkur svo skortir.

Ég er sjálfsagt að segja hluti sem allir vita, en mín skoðun er sú að stundum er góð vísa ekki of oft kveðinn. Ég þakka lesturinn og Guð blessi ykkur öll!


mbl.is Ég átti hamingjusamt líf og skuldaði aldrei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keith Floyd er látinn

floyd.jpgÉg er ekki vanur að birta einhverjar dánartilkynningar, en þegar um ræðir mann sem hefur haft sín áhrif á mann, þá getur maður ekki annað. Þeir sem kannast við hann er eflaust af eldri kynslóðinni, ég telst þá víst einn af þeim.

Keith Floyd var sýndur á RÚV á sínum tíma á áttundaáratugnum, landanum til mikillar ánægju. Þessi óheflaði drykkfeldi karl ruddi braut fyrir alla aðra evrópska sjónvarpskokka, og er þetta myndband sem BBC tók saman hér að neðan tileinkað honum:

Guð blessi og geymi minningu þessa merka manns.


Hvað er góður bloggari?

Ég fór að velta þessu fyrir mér í kjölfar fréttar DV um helgina og sömuleiðis færslu Jens Guð um málið.

blogging.jpgEn hvað er það sem gerir mann að góðum bloggara?

Stórt er spurt, og fátt er um svör, þess vegna set ég spurningarmerki við einhverja nefnd sem fyrir yfir svona lagað. Þetta minnir á Evróvision hér í gamla daga, fremur kýs ég að halda kosningu og skora á Blog.is að standa fyrir slíku. Því ekki er nóg að birta vinsældarlista, því margur hataður hefur komist á þann lista, bara vegna þess að viðkomandi er umdeildur. Kosning væri betri leið og gæfi betri raunmynd af hver er talinn vera góður bloggari í lýðræðslegri kosningu.

Hvaða blogghring tek ég?

Fyrst að nefndin skilaði sínu áliti þá hlýt ég að eiga rétt á mínu. Ef við tökum fyrir bloggflokkanna, ekki alla, en allavegna þá helstu, þetta eru þeir sem ég er vanur að skoða í mínum "blogghring" en tek fram að þetta er ekki tæmandi listi og skoða ég mun fleiri blogg en talinn eru upp hér að neðan:

04_11_06_bloggersdilem-x.gifPólitík:

Sigurður Þórðarson - góður vinur og traustur sem hefur margt til málanna að leggja í samfélaginu, réttlætisrödd hans má ekki þagna.

Sigurður Þorsteinsson - hér er flottur maður á ferð, sem kann að spyrja réttra spurninga.

Pólitíkusar sem blogga:

Eyþór Arnalds - hann er umdeildur en með gott hjarta sem ég kann vel við. 

Jón Magnússon - við Jón störfuðum saman innan FF, og kunni ég ágætlega við hann. 

Sigurjón Þórðarson - af hverju er þessi maður ekki ennþá inná þingi? Hann gæti gert meira gagn en margur annar þingmaðurinn. Whistling

Trúmál:

Jón Valur Jensson - einn umdeildasti bloggari Íslands, hann er ýmist dáður eða hataður, en ég kann vel við karlinn og tel hann meðal góðra vina.

Mofi / Halldór Magnússon - það er ekkert leyndarmál að við Mofi erum góðir vinir, og ekki bara hér á blogginu. Við 6a00d8341ed4cb53ef00e54f555df58833-800wi_910708.jpgþurfum bara að forðast umræður um svínakjöt og sköpunina!  Þá erum við fínir saman og gott "team"! Tounge

Rósa Aðalsteinsdóttir - hreint yndisleg kona með hjarta úr skíra gulli. Stundum kölluð "Vopnafjarðar Rósa" sem kallar ekki allt ömmu sína. 

Svanur Gísli - Bæhæisti sem er gaman að skrifast á við. Hann hefur oft gott til málanna að leggja.

Fjölskyldumál:

Ásthildur Cesil - Yndisleg kona sem þykir vænt um sína fjölskyldu, og ég um hana.

Matur:

Soffía Gísladóttir - er með hreint frábært blogg! Fjallar bara um mat!

Elín Helga Egilsdóttir - er einnig með flottar uppskriftir.  Cool 

Bloggari af hjartanu:

Í mínum huga er góður bloggari sá/sú sem skrifar frá hjartanu, ekkert er betra en lesa góða hjartnæma grein frá skynsömu fólki. Ég nefni sem dæmi Hrannar Baldursson sem er penni af Guðs náð og alltaf skemmtilegt að lesa eftir hann, enda er hann skynsamur í alla staði eftir skrifum hans að dæma.

Dægurmálablogg og fleira:

Sverrir Stormsker - hann er kann að ýta á kaun margra og er annaðhvort elskaður eða hataður, orðljótur og professional-blogger_id3720781_size480_2row.jpgguðleysingi með meiru. En eftir að ég kynntist honum persónulega, þá skil ég hann betur og kann að meta það sem hann skrifar. Hann er besti dægurmálabloggarinn að mínu mati og fáir sem skáka honum.

Jens Guð - hann skrifar oft fína pistla, og best finnast mér þeir sem fjalla um tónlist, því þar kemur þú ekki að tómum kofanum!

Jenný Anna - umdeild en ókrýnd drottning dægurbloggsins. Ég kann vel við þá konu, þótt misjöfn sé eins og allir sem ganga um græna jörð.

Niðurstaða:

Hvað er þá góður bloggari í mínum huga: hann/hún á að vera varkár í nærveru sálar,  skrifa af skynsemi og einnig frá hjartanu. Viðkomandi á að trúa á frjálsa tjáningu og beita ritstýringu sem neyðartæki, því mikill er munur á ritstýringu og ritskoðun. Það er þetta að mínu mati sem prýðir góðan bloggara. Smile


Sveittir borgarar ...

Ja hérna, þetta kemur spánskt fyrir sjónir. Þeir þingmenn sem eftir eru í Borgarahreyfingunni sitja þá sveittir yfir niðurstöðum landsfunds þeirra. Þetta er afar furðulegt þar sem nokkrir þeirra kusu þvert gegn stefnuskrá flokksins í málefni ESB ... ótrúlegt alveg og jaðrar við hræsni af hálfu þingmanna þeirra. Shocking

Auk þess, er þetta stjórnmálaflokkur hvort sem mönnum líkar betur eða verr, hann varð það þegar hann eignaðist þingmenn, og eru þeir taldir til stjórnmálastéttarinnar og náðu kjöri í gegnum viðjar flokks, í þessu tilfelli Borgarhreyfinarinnar. FootinMouth

Jæja, þeir um það, en furðuleg eru þessi átök. Ég ætla bara útí sjoppu að kaupa mér einn sveittan borgara helst með frönskum! Tounge

borgarahreyfingin_835849.png

Lengi lifi lýðræðið!

Biðjum öll fyrir rammvilltum borgurum sem hafa fundið framsóknargenið sitt og vita ekki hvað gera skal! Wink

P.s. þessi færsla er grín! 


mbl.is Átök innan Borgarahreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofum ekki á verðinum, verum vakandi fyrir öfgum!

Í dag eru átta ár síðan Al-Qaida réðst á tvíburaturnanna í bandaríkjunum. Ég ætla ekki að hafa þessa grein mjög langa, heldur að leyfa myndunum að tala sínu máli:

9-11.jpg132113924_5b17bf600a.jpg

911twintowers.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 9a-11.jpg

 9_11_cross_copy.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einnig minni ég á þessar fréttir:

Þessa konu átti að hýða og sekta fyrir það eitt að ganga í buxum... GetLost

mbl.is Buxnakona laus úr fangelsi

Réttindi kvenna er fótum troðinn og minni ég á að sumum greinum Íslams fyrirfinnst umskurn á konum, sem ég reyndar kalla sjálfur limlestingu! Angry

burkas_908225.jpg

mbl.is Giftingar barna bannaðar en umskurn kvenna leyfð

Danir eru ennþá að gjalda þess að hafa gert hinar víðfrægu skopteikningar af Múhameð, og þar sem ég er skopteiknari sjálfur ... þá hræðir þetta mig allverulega! Shocking

mbl.is Hryðjuverkahætta í Danmörku

Það eru fáir í dag sem þora að standa upp og gagnrýna öfga Íslam, ekki bara vegna viðbragða fólks, heldur einnig vegna heiftarlegra viðbragða öfga Íslams.

Segjum sem svo að ef ég sem skopteiknari væri kominn á dauðalista, og við sem þjóð skotmark hryðjuverkamanna vegna skopteikninga, þá held ég að einhver myndi vakna af værum svefni hér á landi! Við verðum bara að vakna og horfa á blákaldar staðreyndir, því þessi grein er engan vegin öfgafull, því um blákaldar staðreyndir eru að ræða.

Þetta er ÖFGA Islam!!

Ég vona einnig að ég þurfi ekki að taka fram að ég er að fjalla um ÖFGA ÍSLAM!! GetLost Bara svo það sé á hreinu svona fyrir ykkur sem ætla að henda sögu kristninnar framan í mig og hina "pólitískt réttu" sem vilja hlífa öllum við gagnrýni og kalla það fordóma.

Svona öfgar hvort sem það er Íslam, guðleysingjar eða jafnvel kristni verður að sporna við! Ekki satt? Verum því á varðbergi.


Guð blessi minningu þeirra sem létust í þessum hroðalegu árásum þann ellefta september 2001.

P.s. for the people who use google translate, I want to point out that I am criticizing extreme Islam, not muslims in general.


mbl.is Átta árum síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara eitt orð yfir þessa frétt ...

... ojjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjbarasta!!! Sick
mbl.is Verða að þvo nærbuxurnar heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er krossapróf mikilvægara en Íslendingar? Samantekt á öllum flokkum

Stjórnmálaumhverfið hefur heldur betur breyst síðan fallið var. Flokkarnir hafa hver á fætur öðrum orðið uppvísir að spillingu, innbyrðis átökum eða hreinum og beinum kosningasvikum. Þeir tala allir í sitt hvora áttina og veit maður varla lengur í hvorn fótinn maður á að stíga. Ég setti inní þessa grein nokkur lógó sem ég var búinn að hanna fyrir flokkanna, en er það í gríni gert og vona ég að fólk taki því vel, ef ekki ... sleppið því að lesa þenna pistil!

Tökum aðeins púlsinn á þeim flokkum sem í boði eru þessa stundina:

Samfylkingin:

stjornnuxs.jpgEr svo upptekinn að þóknast Messíasi sínum og setur allan kraft að fylla út spurningalista fyrir ESB aðild, að þau taka ekki eftir því að heimilin hér brenna og staðan versnar, á meðan þeim dreymir um fagra spena og grænir grundir ESB megin í lífinu. Ef ESB er ekki í umræðunni þá dunda þeir sé við að byggja spilaborgir fremur en fyrirfram lofaða Skjaldborg um heimili landsins, því EKKERT hefur gerst síðan þeir tóku við og það litla sem hefur gerst er dropi í hafið miðað við það sem þarf að gera.

Þeir sem þáðu styrki frá Goldfinger
Vinstri Grænir:

Þeir eru svo uppteknir að hér sé áframhaldandi vinstri stjórn, að þeir detta inní draumalandið með Samfylkingunni, á meðan sveltur þjóðin og horfir undrunaraugum á þá sem hvað mest gagnrýndu fyrir kreppu. Formaðurinn sem vildi henda Iceslave samningnum útí hafsauga er búinn að samþykkja hann, eins er hans hirð búinn að leyfa draumórafólkinu í Samstarfsflokknum að ganga til aðildarviðræðna hjá ESB. Sem er þvert á þær skoðanir sem viðraðar hafa verið hér áður fyrr, það eru ekki nema einstakir í þeirra röðum sem hafa hugreki og þor að ganga gegn þessu.  


Borgarahreyfingin:

borgarahreyfingin_835849.pngSama sundurleiti og innanhúsátök einkennir þennan flokk og gerði Frjálslyndaflokkinn á sínum tíma og rífur um leið niður tiltrú kjósenda á slíkri hreyfingu. Þeir virðast vera sömu klaufar um að leysa sín innhúsmál nema það sé gert á opinberum vettvangi.

Mitt ráð til meðlima Borgarahreyfingarinnar er að leysa sinn ágreining innan sinna eigin raða í einrúmi og sleppa því alveg að bera vandamálin sín út á torg fyrir allra augu.

Þetta er einmitt það sem drap tiltrú fólks á FF einmitt innanhús erjur sem ómuðu um allt netið og í öðrum ljósvakamiðlum, og vil ég Borgarhreyfingunni vel þegar ég rita þetta og er ég að áminna ykkur í kærleika, því af fenginni reynslu horfði ég á flokk sundrast upp og hverfa af sjónarsviðunu fyrir einmitt þessar áðurtaldar ástæðu, og minni ég á að þeir hurfu fyrir val kjósenda!

Ég bið fyrir því að ykkar mál leysist sem fyrst! Cool En ykkar vegna, leysið þau á komandi landsþingi hjá ykkur! Wink

SjálfstæðisFLokkurinn:

Það var sárt að horfa uppá hann svíkja kjósendur þegar þeir sátu allir hjá við atkvæðagreiðslu Iceslave. Þeir gátu þó reynt að fylgja sannfæringunni sinni sem óbreytir þingmenn óháð flokkslínum.

falkinn.jpg

Þetta var hin mesti gunguháttur sem ég hef orðið vitni af lengi, og get ég varla lýst með orðum mínum vonbrigðin þegar eini vonarneistinn ákvað að sitja á hlutleysisbekknum á meðan Samfylkingin og Vinstri Grænir hvolfdu yfir okkur mörg hundruð milljarða skuldir spilltra auðmanna.  

Eins spyr ég, eru þeir búnir að endurgreiða styrkina sem þeir fengu frá Landsbankanum og FL Group? Hvað varð um það loforð? Hefur einhver heyrt af þeim endurgreiðslum og hvernig þau mál standa? FootinMouth

Nýja merkið sem ég hannaði þeim til handa á sínum tíma stendur þá enn, og verður einhver breyting á því? Ég vona það. En svona til gamans þá birti ég aftur lógíð sem ég hannaði fyrir þá sem ekki hafa séð það og er það hér til hægri.


Framsóknarflokkurinn:

Gamalt merki frá þeim sem er skuggalega líkt Icesave lógóinuEkki er mikið hægt að segja neikvætt um þá að svo stöddu. Þeir stóðu á sínu í Iceslave málinu og hafa sterkan leiðtoga. Eina sem má ekki gleyma með þá er að þeir bera samábyrgð ásamt Sjálfstæðismönnum á klúðrinu í einkavæðingu gömlu ríkisbankanna, sem varð til þess að bankarnir urðu að eignum örfárra flokksgæðinga hjá þessum tveim flokkum. Því má aldrei gleyma, vegna þess að annars væri ekki sú staða sem er kominn upp í dag ef ekki væri vegna svona mála.

Niðurstaða:

Á meðan Samfylkingin fyllir út sitt krossapróf og leyfir öllu að sökkva enn dýpra. Hvað er þá ráða? Ég er orðinn alveg ruglaður og þess vegna leita ég á náðir ykkar og svarið þið nú.  Smile


mbl.is Olli Rehn afhendir spurningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 587833

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband