Mín dýpsta samúð til starfsmanna Morgunblaðsins

Ég votta þeim starfsmönnum sem misst hafa vinnu sína í dag, mínar dýpstu samúðarkveðjur - því ég af öllum veit hvað það er að lenda í svona og tekur þetta verulega á mann andlega. Ég bið fyrir ykkur og fjölskyldum ykkar og vandamönnum.

Eina spurningarmerkið sem ég set við þetta er að Agnes Bragadóttir kórstýra Davíðs, situr áfram í sínu starfi á meðan Þóra Kristín Ásgeirsdóttir vinstrisleggja og formaður Blaðamannafélags Íslands er sagt upp?? Það er óþefur af því, það er greinilegt að hreinsa þurfti til áður en Davíð konungur mætir til starfa.


mbl.is Uppsagnir hjá Árvakri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur gengur krossD yfir allt og alla, eftir að hafað rústað heilli þjóð.. þá afskrifa þeir skuldir upp á þúsundir milljóna fyrir mbl.. demba skuldunum yfir okkur, síðan taka þeir blaðið og gera það að málpípu sinni.... allt á okkar kostnað.
Til hamingju ísland...

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 14:33

2 identicon

Þetta eru skelfilegar fréttir fyrir fjölmiðlaflóruna í landinu (eða fjölmiðlaflórinn). Hér búa augljóslega ekki fagleg sjónarmið að baki. Bæði Mogginn og Fréttablaðið berjast í bökkum og talað er um að e.t.v. lifi aðeins annað blaðið af. Hagræðingarráð Árvakurs er, skiljanlega, að skera á kostnaðarhliðina með uppsögnum, en þeir skera líka nánast örugglega á tekjuhliðina með því að ráða einn hataðasta mann landsins sem ritstjóra; mann sem ekki hefur verið þekktur fyrir sannleiksást (nema e.t.v. meðal dýrkenda hans) og er þekktur fyrir að nota aðstöðu sína til að klekkja á þeim sem honum er illa við. Ég hugsa að ég yfirgefi Moggabloggið. Ég vil ekkert með Moggann hafa lengur.

Andrés Björgvin Böðvarsson / bakemono (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 14:45

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - já, ég er sammála þér ...

Andrés - bíðum aðeins og sjáum hvað gerist áður en við yfirgefum eitthvað, öll kurl eru enn ekki kominn til grafar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2009 kl. 14:50

4 identicon

Mogginn er blað í einkaeigu.  Og eigendurnir mega gera það sem þeir vilja - hafa gert það hingað til og koma til með að gera það áfram.  Ef þeir vilja hafa Agnesi í vinnu en ekki Þóru Kristínu þá er það bara svoleiðis.  Agnes er mjög góður blaðamaður.  Þetta er nú heldur ekki í fyrsta skipti sem eigendur fjölmiðla láta til sín taka.

Kannski væri staðan önnur ef fjölmiðlalögin hefðu verið samþykkt hér um árið?

Grétar (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 16:15

5 identicon

Ertu semsagt að segja mér að það sé búið að segja Þóru Kristínu með mogga TV upp ???

Er þá ekki við hæfi að syngja "ding, dong, the witch is dead.  which witch ?  The wicked witch...  ding, dong.."

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 16:32

6 identicon

Grétar.. þú þarft að borga brúsann fyrir blaðið sem er í einkaeigu... ég þarf að gera það, allir íslendingar þurfa að gera það.

Er hægt að segja að blaðið sé í einkaeigu þegar við erum að borga og borga undir rassgatið á meintum eigendum.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 16:58

7 identicon

Nú eru víst öll kurl komin til grafar. Þakka samveruna Haukur.

Andrés Björgvin Böðvarsson / bakemono (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 19:36

8 identicon

Já doktor, þú ert að borga samskonar reikning fyrir Stöð2 og Fréttablaðið og Dagblaðið.  Ef þú skyldir ekki vera búinn að fatta það.  Eini munurinn er sá að Björgólfur var gerður gjaldþrota en Jón Ásgeir fær að halda áfram óáreittur.  Afhverju?  Getur þú kannski sagt mér það?

Grétar (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 20:21

9 identicon

Þú ert sem sagt að borga undir rassgatið á eigendum Fréttablaðsins en ekki Morgunblaðsins.

Grétar (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 20:23

10 identicon

Ég veit að við öll erum að borga undir rassgatið á hinum ýmsu mafíum.. ég hef aldrei sagt neitt annað, umræðuefnið hér í þessum pistli er mbl...
Undir yfirborðinu á þessu öllu saman er mafíustríð... við erum eins og tuska sem nokkrir hundar eru að bítast um

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:02

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Grétar - úffff ... segi ég bara!

Arnar - hehehe ...jamms, fagnaðu bara!

Andrés - eins og það hryggir mig að sjá þig fara, þá skil ég það vel.

Dokksi - já láttu Grétar vita hvar Davíð keypti ölið ... eða ... ekki... þú veist hvað ég meina!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 587745

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband