Færsluflokkur: Fjármál
Mánudagur, 21. september 2009
Góð fyrirmynd þessi kona og getum við lært af henni
Um leið og ég vil óska þessari konu til hamingju með tíræðisafmælið þá vil ég aðeins fjalla um hvað við getum gert á krepputímum.
Tökum eftir sögu okkar kæru Íslendingar og hættum að um efni fram. Söfnum fyrir því sem við ætlum að eignast og reynum að byggja landið aftur upp og stoðum reyndari kynslóðar, þar sem okkar kynslóð hefur gersamlega klúðrað öllu. En ef við fylgjum fordæmi þessar góðu konu, þá getum við ýmislegt lært, því hún er af þeim stofni sem kunni að nýta allt hráefni til hins ýtrasta.
En hvernig gerum við það þá?
Sjálfur er ég skuldlaus og er það ekki að ástæðulausu, ég er ekki heilagur og gerði mín mistök í gervigóðærinu eins og aðrir og hef þurft að gjalda þess, en með hjálp fjölskyldu minnar, þó sérstaklega foreldra minna höfum við klórað okkur í gegnum þetta, þ.e.a.s. ég og eiginkona mín.
Ég er með nokkur kreppuráð ef einhver vill hlusta, og hef ég sparað mér stórfé með nokkrum einföldum leiðum.
- Kreditkort er neyðartæki og ber að nota sem slíkt, ef ég er í algeru hallæri þá nota ég það, og reyni að greiða upp alla eða hluta af skuldinni um næstu mánaðarmót.
- Afþakka pappír í öllum viðskiptum, útskriftargjöld eru yfirleitt í kringum 300 krónur sem eru 3000 kr. yfir árið. Ef við segjum upp öllum pappírsviðskiptum, segjum við fimm fyrirtæki (sími, hiti, rafmagn o.s.f.v.) þá spörum við 15000 kr. á árið.
- Tökum okkur á í munaði, við hjónin höfum t.d. aldrei haft áskrift af Stöð2 eða neinu slíku, eina sem við leyfum okkur er analog breiðbandslykill með ódýrasta pakkanum sem er um ca. 1200 kr. á mán. Á móti 24.060 kr. sem er fullur pakki hjá Stöð2.
- Nýta sér tilboð, hver svo sem gerir það ekki, en ég vil benda sérstaklega á að nota útgefna lykla frá bensínstöðvunum, og hafa auga með hvar ódýrasta bensínið er.
- Hendum ekki flöskum og dósum, seljum þær til endurvinnslu. Þetta segir sjálft og er því miður ekki nógu algegnt að fólk nýti sér.
- Hættum að henda matarleifum, það er stundum sorglegt hvað ein fjölskylda hendir af mat. Sumir vita ekki einu sinni hvað það er að borða "afganga". Nýtum þessa afganga til annarra rétta og hættum þessari endalausu sóun.
- Ódýrt hráefni þarf ekki að vera slæmt. Það eru ábyggilega 10000 uppskriftir sem má t.d. vinna úr nautahakki, og er vel hægt að gera góðan veislumat úr því. Hver veit nema ég birti nokkrar kreppuuppskriftir ef hljómgrunnur er fyrir því.
- Notum sparperur, ég skipti jafnóðum út gömlu perunum fyrir sparperur, og ekki voru þær lengi að borga sig upp. Tvær perur sem ég keypti í IKEA mánuðinum (þær eru langódýrastar þar) áður lækkuðu rafmagnsreikninginn um rúmar 2 þús. kr.!
- Kaupum íslenskt, með því komum við fjármagni aftur á hreyfingu og styrkjum íslenskan iðnað sem og íslensk störf, sumar vörur eru aðeins dýrari en ég er tilbúinn til þess að borga hærra verð til þess að halda fólki í vinnu og skapa gjaldeyrinn sem okkur svo skortir.
Ég átti hamingjusamt líf og skuldaði aldrei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 9. september 2009
Er krossapróf mikilvægara en Íslendingar? Samantekt á öllum flokkum
Stjórnmálaumhverfið hefur heldur betur breyst síðan fallið var. Flokkarnir hafa hver á fætur öðrum orðið uppvísir að spillingu, innbyrðis átökum eða hreinum og beinum kosningasvikum. Þeir tala allir í sitt hvora áttina og veit maður varla lengur í hvorn fótinn maður á að stíga. Ég setti inní þessa grein nokkur lógó sem ég var búinn að hanna fyrir flokkanna, en er það í gríni gert og vona ég að fólk taki því vel, ef ekki ... sleppið því að lesa þenna pistil!
Tökum aðeins púlsinn á þeim flokkum sem í boði eru þessa stundina:
Samfylkingin:
Er svo upptekinn að þóknast Messíasi sínum og setur allan kraft að fylla út spurningalista fyrir ESB aðild, að þau taka ekki eftir því að heimilin hér brenna og staðan versnar, á meðan þeim dreymir um fagra spena og grænir grundir ESB megin í lífinu. Ef ESB er ekki í umræðunni þá dunda þeir sé við að byggja spilaborgir fremur en fyrirfram lofaða Skjaldborg um heimili landsins, því EKKERT hefur gerst síðan þeir tóku við og það litla sem hefur gerst er dropi í hafið miðað við það sem þarf að gera.
Þeir eru svo uppteknir að hér sé áframhaldandi vinstri stjórn, að þeir detta inní draumalandið með Samfylkingunni, á meðan sveltur þjóðin og horfir undrunaraugum á þá sem hvað mest gagnrýndu fyrir kreppu. Formaðurinn sem vildi henda Iceslave samningnum útí hafsauga er búinn að samþykkja hann, eins er hans hirð búinn að leyfa draumórafólkinu í Samstarfsflokknum að ganga til aðildarviðræðna hjá ESB. Sem er þvert á þær skoðanir sem viðraðar hafa verið hér áður fyrr, það eru ekki nema einstakir í þeirra röðum sem hafa hugreki og þor að ganga gegn þessu.
Borgarahreyfingin:
Sama sundurleiti og innanhúsátök einkennir þennan flokk og gerði Frjálslyndaflokkinn á sínum tíma og rífur um leið niður tiltrú kjósenda á slíkri hreyfingu. Þeir virðast vera sömu klaufar um að leysa sín innhúsmál nema það sé gert á opinberum vettvangi.
Mitt ráð til meðlima Borgarahreyfingarinnar er að leysa sinn ágreining innan sinna eigin raða í einrúmi og sleppa því alveg að bera vandamálin sín út á torg fyrir allra augu.
Þetta er einmitt það sem drap tiltrú fólks á FF einmitt innanhús erjur sem ómuðu um allt netið og í öðrum ljósvakamiðlum, og vil ég Borgarhreyfingunni vel þegar ég rita þetta og er ég að áminna ykkur í kærleika, því af fenginni reynslu horfði ég á flokk sundrast upp og hverfa af sjónarsviðunu fyrir einmitt þessar áðurtaldar ástæðu, og minni ég á að þeir hurfu fyrir val kjósenda!
Ég bið fyrir því að ykkar mál leysist sem fyrst! En ykkar vegna, leysið þau á komandi landsþingi hjá ykkur!
SjálfstæðisFLokkurinn:
Það var sárt að horfa uppá hann svíkja kjósendur þegar þeir sátu allir hjá við atkvæðagreiðslu Iceslave. Þeir gátu þó reynt að fylgja sannfæringunni sinni sem óbreytir þingmenn óháð flokkslínum.
Þetta var hin mesti gunguháttur sem ég hef orðið vitni af lengi, og get ég varla lýst með orðum mínum vonbrigðin þegar eini vonarneistinn ákvað að sitja á hlutleysisbekknum á meðan Samfylkingin og Vinstri Grænir hvolfdu yfir okkur mörg hundruð milljarða skuldir spilltra auðmanna.
Eins spyr ég, eru þeir búnir að endurgreiða styrkina sem þeir fengu frá Landsbankanum og FL Group? Hvað varð um það loforð? Hefur einhver heyrt af þeim endurgreiðslum og hvernig þau mál standa?
Nýja merkið sem ég hannaði þeim til handa á sínum tíma stendur þá enn, og verður einhver breyting á því? Ég vona það. En svona til gamans þá birti ég aftur lógíð sem ég hannaði fyrir þá sem ekki hafa séð það og er það hér til hægri.
Framsóknarflokkurinn:
Ekki er mikið hægt að segja neikvætt um þá að svo stöddu. Þeir stóðu á sínu í Iceslave málinu og hafa sterkan leiðtoga. Eina sem má ekki gleyma með þá er að þeir bera samábyrgð ásamt Sjálfstæðismönnum á klúðrinu í einkavæðingu gömlu ríkisbankanna, sem varð til þess að bankarnir urðu að eignum örfárra flokksgæðinga hjá þessum tveim flokkum. Því má aldrei gleyma, vegna þess að annars væri ekki sú staða sem er kominn upp í dag ef ekki væri vegna svona mála.
Niðurstaða:
Á meðan Samfylkingin fyllir út sitt krossapróf og leyfir öllu að sökkva enn dýpra. Hvað er þá ráða? Ég er orðinn alveg ruglaður og þess vegna leita ég á náðir ykkar og svarið þið nú.
Olli Rehn afhendir spurningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fimmtudagur, 2. júlí 2009
Skopmynd af ástandinu ...
Ég gerði þessa skopmynd í tölvunni minni áðan. Mér finnst fremur viðeigandi við það ástand sem hefur skapast í kringum þetta IceSlave samkomulag. Arnar Geir Kárason bað mig mig um að teikna svona handa sér, því hann gerði afar áhugaverða grein um Iceslave, sem ég hvet alla til þess að lesa.
Dýrustu milljarðar Íslandssögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 20. apríl 2009
Sunnlendingar athugið!
Ég fékk góðfúslegt leyfi hjá Þór Jónhannessyni, þeim ágæta barráttu manni til þess að birta þetta myndband, sem mér þykir ákaflega viðeigandi miðað við skelfilegt innihald tengdrar fréttar:
Ég hvet alla sunnlendinga til þess að kanna málin betur og sér í lagi að hugsa til baka. Ég trúi ekki að Íslendingar séu með svona mikið gullfiskaminni.
D og S listi stærstir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Laugardagur, 11. apríl 2009
Ég gerði myndband um Framsóknarflokkinn ...
Ég verð að segja, að ég er ekkert sérstaklega hrifinn af tillögum Framsóknarmanna. Sér í lagi vegna þess að seðlabankinn hefur reiknað út hvað þetta kostar og sýnt að tillaga þessi mun koma þeim ríku sérstaklega til góða, en ekki þeim fátæku. Persónulega líst mér þá betur á tillögu Lilju Mósesdóttur, frambjóðanda VG um að afskrifa rúmar 4. milljónir á mann. En sú leið er dýr líka.
Allt kostar þetta pening og hef ég persónulega áhyggjur af þeim fjármálafyrirtækjum sem þyrftu þá að "afskrifa" þessi 20%, ég nefni þó sérstaklega íbúðarlánasjóð (sem betur fer gat Jóhanna stoppað Sjallanna af þegar þeir vildu leggja hann niður!) sem ég er ekki viss um að hafi burðarþol í að afskrifa svona háar upphæðir. Sömu sögu er að segja um þá banka sem eru ennþá með íbúðarlánastarfssemi. Er ekki nóg að hafa eitt hrun á fjármálakerfinu?!
Kostirnir við þessar tillögur er að peningaflæðið fer vissulega að streyma á ný, en á kostnað hvers? Hver græðir mest á þessu? Af hverju á ég að veita gullrössum sem eiga kannski risastóra íbúð svona mikinn afslátt fram yfir mig? Það skortir réttlæti í þessum tillögum og get ég ekki samþykkt þær að neinu leyti fyrir vikið. Þess vegna tel ég kostina ekki nógu skýra og hægt er að finna aðrar leiðir til þess að auka peningaflæðið.
Framsóknarflokkurinn stjórnaði bankamálaráðuneytinu þegar bankarnir voru einkavæddir. Meira að segja Geir Haarde viðurkenndi að mikil mistök höfðu orðið í því söluferli eins og alþjóð veit.
Eins get ég illa treyst flokki sem ekki er tilbúin að opna bókhald sitt og sýna fram á hvaða styrki þeir hafa fengið í gegnum tíðina, þótt þeir leyti "samþykkis" hjá þessum aðilum, þá dreg ég í efa að þær tölur birtist fyrir kosningar. Eins eru það furðuleg rök miðað við að allir aðrir flokkar hafa birt sínar tölur blygðunarlaust, hvað hafa þeir að fela spyr ég nú bara!
Hér ber svo að líta myndband sem ég setti saman í forritinu "Adobe Flash", og einnig mynd sem ég hannaði út frá því:
Góðar stundir.
Framsókn leitar samþykkis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Ég hannaði nýtt merki fyrir SjálfstæðisFLokkinn ... :)
Ef skila á þessu fé, sem er greinilega lítið mál, þrátt fyrir fáránlega háa upphæð sem venjulegt fyrirtæki myndi ráða illa við. Hvað á SjálfgræðisFLokkurinn mikla peninga?
Í fyrsta sinn gerðist það á borgarfundinum í Kraganum, að formaður SjálfgræðisFLokksins vildi opna bókhaldið, þetta er algjört nýmæli að hálfu íhaldsins að svo sé gert. En jæja, kannski er þetta fyrsta skrefið í að verða heiðarlegur, batnandi mönnum er best að lifa og allt það.
Hér er svo nýtt lógó sem ég hannaði fyrir sjálfgræðismenn:
Og auðvitað þurfa þeir nýtt slagorð:
Ég bara varð að gera þetta, eftir að ég sá kragabarráttuna áðan! Endilega látið þessar myndir ganga út um allt!!
Skilað til lögaðila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt 9.4.2009 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (102)
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Endalaus spilling SjálfstæðisFLokksins ...
Alveg er það undarlegt hvað það fær litla umfjöllun í fjölmiðlum að Sjálfgræðisflokkurinn hafi þegar 30.000.000 55.000.000 eða heilar þrjátíu* fimmtíu og fimm milljónir! Rúv þegir þunnu hljóði, eins Morgunblaðið. Samkvæmt frétt DV þá bað íhaldið um þennan styrk (eins og þeir væru ekki nógu ríkir fyrir! Íhaldið fær hæst framlög frá ríkinu allra flokka) og ekki nóg með það, þá er það tveim dögum fyrir gildistöku laganna, svo segir í DV , vísis og stöðvar 2:
Fréttastofa Stöðvar 2 hefur skoðað gögn sem sýna að 29. desember 2006, tveimur dögum áður en nýju lögin um fjárreiður stjórnmálaflokkanna tóku gildi, hafi 30 milljónir króna verið færðar af reikningi FL-Group yfir til Sjálfstæðisflokksins. Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL-Group, mun hafa gefið vilyrði fyrir greiðslunni, samkvæmt heimildum, en Sjálfstæðisflokkurinn haft frumkvæði að því að óska eftir styrknum, segir í frétt www.visir.is í dag.
Í lögunum um framlög til stjórnmálaflokka, frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra má lögaðili að hámarki styrkja stjórnmálaflokk um 300 þúsund krónur.
Hver veit, kannski eru "Baugsmiðlarnir" að fara aðra ferð inní Valhöll, til þess að leita sér annars fórnarlambs eftir að Davíð var krossfestur. En er Baugur ekki gjaldþrota þessa daganna? Þannig undan hverjum getur Sjálfgræðisflokkurinn grenjað undan núna fyrst erkióvinurinn er kominn í skuldafangelsi?
Erum við ekki búin að fá nóg af því? Gefum holdgervingi spillingarinnar langþráð frí núna 25. apríl.
Ég minni á að klukkan 18:00, fjölmennir búsáhaldabyltingin fyrir utan alþinghúsið við Austurvöll til að mótmæla málþófi Sjálfstæðisflokksins.
*Ég mun uppfæra tölurnar ef þær hækka meira.
Allt upp á borðinu hjá VG og Frjálslyndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Fíflagangur Sjálfstæðismanna!
Ekki er ég sammála ljótri málnotkun Katrínar Júlíusdóttir, svo að það sé tekið skýrt fram. En ég er hins vegar sammála henni efnislega að Sjálfgræðismenn hafa vælt sáran yfir mörgum atriðum undanfarið. Núna síðast þá var Pétur Blöndal að væla um að komast ekki kosningarbarráttu, Árni Gólsen fer uppí pontu og tekur lagið og á meðan aðrir sofna í þingsalnum. Hvílíkur skrípaleikur!
En ekki er þetta annað en málþóf, því skil ég ekki hvað menn græða á því að þetta frumvarp sé rætt svona til hlítar þegar heimilin í landinu eru að sökkva en dýpra ofan í skuldapytt Sjálfgræðismanna og Framsóknarmanna. Með fullri virðingu fyrir kvikmyndagerðarmönnum, þá sá ég ekki nauðsyn þess að sóa tíma alþingis í svona vitleysu. Sér í lagi þegar þetta tiltekna frumvarp var samþykkt með 41 samhljóða atkvæðum!
Hvað á svona vitleysa að þýða? Hvernig dettur þeim í hug að gagnrýna að ekkert sé gert þegar þeir sjálfir koma í veg fyrir eðlileg þingstörf og hindra þannig seningu laga? Horfið ykkur nær íhaldsmenn og segir þetta myndband ekki allt sem segja þarf sem er komið á youtube þar sem heimurinn hlær að okkur?
Hættið þessu helvítis væli" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 16. mars 2009
Endurvekjum siðgæði okkar!
Ég hvet alla landsmenn til þess að gefa til Rauða Krossins sem og Hjálparstarfs kirkjunnar. Sérstaklega þið sem eigið meira fé á milli handanna! En það sem er um að ræða hundrað krónur á mann, þá getur það varla komið að sök fyrir flest okkar.
Í viðtengdri frétt stendur:
Ef allir landsmenn standa saman ættu að safnast 32 milljónir króna til verkefna Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar vegna efnahagsþrenginganna, að því er segir í tilkynningu.
Ég minni fólk á söguna um "Eyri ekkjunnar", sem er á þessa leið:
Markúsarguðspjall 12:41-44
41 Jesús settist gegnt fjárhirslunni og horfði á fólkið leggja peninga í hana. Margir auðmenn lögðu þar mikið. 42 Þá kom ekkja ein fátæk og lét þar tvo smápeninga, eins eyris virði.
43 Og hann kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: Sannlega segi ég yður, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir, er lögðu í fjárhirsluna.
44 Allir gáfu þeir af allsnægtum sínum, en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína.
Ekki er ég að biðja fólk um að gefa nema það sem það á efni á, því þessi söfnun er fyrir alla landsmenn, en þó sérstaklega þá sem eiga hvað erfiðast fyrir óháð öllum trúarskoðunum.
Munum svo eftir þessum orðum:
2. Korintubréf 9:7
Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara.
Það er mikilvægt að landsmenn standi bökum saman í þessum mögru árum sem við okkur blasa. Það er það sem hefur skort í þjóðfélag okkar undanfarinn ár, og þurfum við að blása lífi í það gamla góða kristilega siðgæði sem land okkar byggðist á og stendur á traustum stoðum ef leitum aðeins eftir því.
Sýnum kærleikann í verki og hjálpum náunga okkar, hringum í:
9015 100 !
Söfnun í þágu aðstoðar innanlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Miðvikudagur, 11. mars 2009
Draumur Davíðs ...
... er loksins orðinn að veruleika. Hann getur þá loksins andað rólega og tekið bláu höndina aftur úr hanskanum þar sem enginn er lengur til þess að skamma hann ... Davíð verður svo hæst ánægður að hann sendir út eftirfarandi tilkynningu til sinna samflokksmanna:
Það verður veglegt fyllirí í kvöld í Valhöll, í boði Davíðs Oddssonar, Björns Bjarnasonar og Geirs Haarde. Efnt verður til stórdansleiks þar sem Davíð mun leiða hópdans yfir gröf Baugsveldisins, Björn Bjarna verður á nikkunni og Geir verður veislustjóri.
Mbk,
Davið Oddsson - ellilífeyrisþegi
... tíhí ...
Sagt er á ensku:
"The swifter the climb,
the faster the fall".
Sem á sennilega vel við ofþenslufyrirtækið Baug.
En nú er spurningin, hvað verður þá um Bónus?
Ósk um gjaldþrotaskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 588364
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson