Færsluflokkur: Fjármál

"Þið eruð ekki flokkurinn", segir Geir!

Það er alveg merkilegt hvað menn ætla koma sér undan ábyrgð, í fréttinni á eyjunni.is stendur:

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir harða gagnrýni á flokkinn, sem sett er fram í skýrsludrögum starfshóps endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, ekki vera í nafni flokksins.

Þetta minnir nú bara ískyggilega á orð Ingibjargar Sólrúnar, þegar hún sagði "þið eruð ekki þjóðin", sem með þeim hrokafyllri yfirlýsingum sem ég hef heyrt frá stjórnmálamanni um ævina.

Hvernig væri að hæstvirtur fyrrverandi forsætisráðherra fari að játa á sig sakir eftir 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins, nú þegar þessi "endurreisnarhópur" gagnrýnir  forustuna sem og seðlabankann, þá er þeim hópi úthýst ekki sagður tala í nafni flokksins!

Geir bar fyrir sér að það væri "málfrelsi" í flokknum, þrátt fyrir að þessi hópur sé hluti af flokknum sjálfum. Það er hrein skömm af svona ummælum, svo mikið er víst!

Nú bætist það við að Ásta Möller, þingkona hefur beðist afsökunar á mistökum Sjálfstæðisflokksins, og ber henni sómi af slíku, en ekki var hún ráðherra eða bar eins mikla ábyrgð og Geir. Sjá hér:

 

Þurfum við kannski annað BBC viðtal til þess að fólk sannfærist? Biddu þjóðina þína afsökunar Geir, er ég virkilega að biðja um svo mikið?

Ég var í einhverri einkennilegri hægrisveiflu um daginn, og hef ég gert iðrun síðan þá, en eftir stendur að ég veit ekkert hvað á að kjósa í vor.


Hið sanna eðli Geirs (Skopmynd)

Bæn mín er sú að enginn hafi meiðst í þessum mótmælum, hvorki lögregla né almenningur.

Bæn mín er sú að fólkið sem stjórnar þessu landi fari að ná áttum, og sjá sóma sinn að bera þá ábyrgð sem þeim ber að bera.  

Bæn mín er sú að fólk átti sig loksins á eðli Sjálfstæðisflokksins, og þó sérstaklega formannsins sem er sjálfsagt séður svona með augum útlendinga, eins og kom berlega fram á borgarafundinum seinasta í máli Bretans sem þar talaði.

Svona sé ég Geir hin Harða þessa daganna og varð að gera skopmynd af þessum manni:

 

Geir sem Jókerinn ...
 
Þið verðið að fyrirgefa, en ég styð þessi mótmæli. Því það er greinilega enginn önnur leið til þess að ná athygli ráðamanna nema með róttækum aðgerðum sem þessum!
 
Því eins og ég segi, ég bið þess að enginn hafi meiðst í öllum þessum hamagangi. Og mun ég áfram biðja fyrir ríkisstjórninni, en ég sé mig engan veginn knúinn til þess að styðja hana. Það er tvennt ólíkt.
 
Góðar stundir.

mbl.is Allt á suðupunkti við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband