Færsluflokkur: Dægurmál
Þriðjudagur, 15. september 2009
Hvað er góður bloggari?
Ég fór að velta þessu fyrir mér í kjölfar fréttar DV um helgina og sömuleiðis færslu Jens Guð um málið.
En hvað er það sem gerir mann að góðum bloggara?
Stórt er spurt, og fátt er um svör, þess vegna set ég spurningarmerki við einhverja nefnd sem fyrir yfir svona lagað. Þetta minnir á Evróvision hér í gamla daga, fremur kýs ég að halda kosningu og skora á Blog.is að standa fyrir slíku. Því ekki er nóg að birta vinsældarlista, því margur hataður hefur komist á þann lista, bara vegna þess að viðkomandi er umdeildur. Kosning væri betri leið og gæfi betri raunmynd af hver er talinn vera góður bloggari í lýðræðslegri kosningu.
Hvaða blogghring tek ég?
Fyrst að nefndin skilaði sínu áliti þá hlýt ég að eiga rétt á mínu. Ef við tökum fyrir bloggflokkanna, ekki alla, en allavegna þá helstu, þetta eru þeir sem ég er vanur að skoða í mínum "blogghring" en tek fram að þetta er ekki tæmandi listi og skoða ég mun fleiri blogg en talinn eru upp hér að neðan:
Sigurður Þórðarson - góður vinur og traustur sem hefur margt til málanna að leggja í samfélaginu, réttlætisrödd hans má ekki þagna.
Sigurður Þorsteinsson - hér er flottur maður á ferð, sem kann að spyrja réttra spurninga.
Pólitíkusar sem blogga:
Eyþór Arnalds - hann er umdeildur en með gott hjarta sem ég kann vel við.
Jón Magnússon - við Jón störfuðum saman innan FF, og kunni ég ágætlega við hann.
Sigurjón Þórðarson - af hverju er þessi maður ekki ennþá inná þingi? Hann gæti gert meira gagn en margur annar þingmaðurinn.
Trúmál:
Jón Valur Jensson - einn umdeildasti bloggari Íslands, hann er ýmist dáður eða hataður, en ég kann vel við karlinn og tel hann meðal góðra vina.
Mofi / Halldór Magnússon - það er ekkert leyndarmál að við Mofi erum góðir vinir, og ekki bara hér á blogginu. Við þurfum bara að forðast umræður um svínakjöt og sköpunina! Þá erum við fínir saman og gott "team"!
Rósa Aðalsteinsdóttir - hreint yndisleg kona með hjarta úr skíra gulli. Stundum kölluð "Vopnafjarðar Rósa" sem kallar ekki allt ömmu sína.
Svanur Gísli - Bæhæisti sem er gaman að skrifast á við. Hann hefur oft gott til málanna að leggja.
Fjölskyldumál:
Ásthildur Cesil - Yndisleg kona sem þykir vænt um sína fjölskyldu, og ég um hana.
Matur:
Soffía Gísladóttir - er með hreint frábært blogg! Fjallar bara um mat!
Elín Helga Egilsdóttir - er einnig með flottar uppskriftir.
Bloggari af hjartanu:
Í mínum huga er góður bloggari sá/sú sem skrifar frá hjartanu, ekkert er betra en lesa góða hjartnæma grein frá skynsömu fólki. Ég nefni sem dæmi Hrannar Baldursson sem er penni af Guðs náð og alltaf skemmtilegt að lesa eftir hann, enda er hann skynsamur í alla staði eftir skrifum hans að dæma.
Dægurmálablogg og fleira:
Sverrir Stormsker - hann er kann að ýta á kaun margra og er annaðhvort elskaður eða hataður, orðljótur og guðleysingi með meiru. En eftir að ég kynntist honum persónulega, þá skil ég hann betur og kann að meta það sem hann skrifar. Hann er besti dægurmálabloggarinn að mínu mati og fáir sem skáka honum.
Jens Guð - hann skrifar oft fína pistla, og best finnast mér þeir sem fjalla um tónlist, því þar kemur þú ekki að tómum kofanum!
Jenný Anna - umdeild en ókrýnd drottning dægurbloggsins. Ég kann vel við þá konu, þótt misjöfn sé eins og allir sem ganga um græna jörð.
Niðurstaða:
Hvað er þá góður bloggari í mínum huga: hann/hún á að vera varkár í nærveru sálar, skrifa af skynsemi og einnig frá hjartanu. Viðkomandi á að trúa á frjálsa tjáningu og beita ritstýringu sem neyðartæki, því mikill er munur á ritstýringu og ritskoðun. Það er þetta að mínu mati sem prýðir góðan bloggara.
Sunnudagur, 13. september 2009
Sveittir borgarar ...
Ja hérna, þetta kemur spánskt fyrir sjónir. Þeir þingmenn sem eftir eru í Borgarahreyfingunni sitja þá sveittir yfir niðurstöðum landsfunds þeirra. Þetta er afar furðulegt þar sem nokkrir þeirra kusu þvert gegn stefnuskrá flokksins í málefni ESB ... ótrúlegt alveg og jaðrar við hræsni af hálfu þingmanna þeirra.
Auk þess, er þetta stjórnmálaflokkur hvort sem mönnum líkar betur eða verr, hann varð það þegar hann eignaðist þingmenn, og eru þeir taldir til stjórnmálastéttarinnar og náðu kjöri í gegnum viðjar flokks, í þessu tilfelli Borgarhreyfinarinnar.
Jæja, þeir um það, en furðuleg eru þessi átök. Ég ætla bara útí sjoppu að kaupa mér einn sveittan borgara helst með frönskum!
Lengi lifi lýðræðið!
Biðjum öll fyrir rammvilltum borgurum sem hafa fundið framsóknargenið sitt og vita ekki hvað gera skal!
P.s. þessi færsla er grín!
Átök innan Borgarahreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Stórskemmtilegur þjóðernisteljari
Ég var að detta inná alveg stórskemmtilegan teljara sem telur frá hvaða ríki fólk skoðar bloggið þitt úr frá IP tölu. Teljarann setti ég hér að neðan og lítur hann svona út:
Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 22. ágúst 2009
Poppmessa á menningarnótt
Við hjónin ætlum að kíkja á poppmessuna sem verður þessa menningarnótt, hún verður haldinn á Skólavörðustíg eða á þeim palli sem byggður hefur verið þar. Messan byrjar klukkan 21:30.
Samkvæmt dagskrá menningarnott.is þá munu þessir koma fram:
Poppmessa:
Sigurður Ingimarsson, X-factor, ásamt blússveit syngja gospelblús
á Skólavörðustígnum ásamt gestasöngvurum. Hljómsveitin U.N.G
frá Samhjálp spilar kröftugt rokk-gospel. Magnús Stefánsson úr
Egó leiðir þetta kröftuga band. Vandað tónlistarprógram sem þú
mátt ekki missa af.
Hér er svo lag eftir hana Guggu vinkonu sem syngur eins og engill og kemur fram í kvöld með U.N.G. :
Ég hvet alla til þess að mæta, sér í lagi skora ég á DoctorE að sýna manndóm og koma og taka í höndina á mér! En allir eru auðvitað velkomnir svo ég endurtaki mig nú sem oftast.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 13. ágúst 2009
Mætum öll !!
Ég er loksins búinn að ná mér af ógleðiskastinu sem ég fékk um daginn, varðandi Icesave. Nú set ég upp hanskanna aftur og ætla að mæta á þennan samstöðufund.
Ég hvet alla sem vettlingi geta haldið að, mótmæla þessu mesta óréttlæti sem hellt hefur verið yfir Íslensku þjóðina.
Mætum öll!
Samstöðufundur vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Vík brott Icesave!
Ég segi það fyrir mig að minnsta kosti. Ekki nema ég sé eini Íslendingurinn sem er búinn að fá uppí kok af þessari umræðu! Eins og kannski myndin segir til um hér til hægri sem skissaði af sjálfum mér.
Ég ætla að einbeita mér að skrifa um að aðra hluti en pólitík á næstunni, því erfitt er að temja þá tík, og er ég búinn að fá mig fullsaddan af henni um stundir.
Ekki skilja það svo að mér sé sama, því er fjarri, ég bið fyrir landi og þjóð á hverjum degi.
Guð blessi Ísland og gangið á Guðs vegum.
Svigrúm til að setja skilyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 8.8.2009 kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Hverjir eru Vottar Jehóva?
Saga Votta Jehóva
Vottar Jehóva eiga rætur sínar að rekja til aðventistahreyfingarinnar í Bandaríkjunum á nítjándu öld, og er hann skilgreindur sem aðventískur trúarhópur af fræðimönnum. Kaupsýslumaðurinn Charles Taze Russel (1852-1916) var stofnandi Votta Jehóva og kom hann fyrst á fót litlum leshóp til þess að rannsaka kenningar ritningarinnar um Jesúm Krist, endurkomu hans og ástand sálarinnar eftir dauðann.
Russel yfirgaf kalvínska trúarhefð foreldra sinna, þar sem hann gat ekki séð hvernig það gat samrýmst gæsku Guðs að dæma hluta mannkyns til ,eilífrar kvalarvistar í helvíti, þess í stað sannfærðist Russel um svefn sálarinnar við dauðann, og taldi glötunina aðeins felast í útstrokun tilvistar eða tortímingu sálarinnar þar sem hann taldi sálina ekki vera eilífa.
Þá túlkun sótti hann til hóps aðventista sem nefnast síðari aðventistar og samræmdust skoðanir hans og hópsins mjög svo vel um tíma. Síðari aðventistar voru fylgismenn Williams Miller (1782-1842) sem spáði fyrir um heimsendi sem aldrei varð árið 1844. Russel og hans fylgjendur voru afar uppteknir af pýramýddaútreikningum til þess að finna dagsetningu heimsendis og annarra hörmunga. Þeir spáðu heimsendi margsinnis: Heimild hér.
Um það fjallar myndbandið hér að neðan. Myndbandið er gamalt, en hefur ekki tapað gildi sínu, enda er um að ræða viðtöl við fólk sem trúði þessum falsspádómi.
AWAKE! Oct/08/1966, p 19:
"In what year, then, would the first 6,000 years of man's existence and also the first 6,000 years of God's rest day come to an end? The year 1975."
WATCHTOWER Oct/15/1966, p 629:
"Discussion of 1975 overshadowed about everything else. 'The new book compels us to realise that Armageddon is, in fact, very close indeed,' said a conventioner."
WATCHTOWER, May/01/1967, p 262:
"...1975 marks the end of 6,000 years of human experience.....Will it be the time when God executes the wicked?....It very well could be, but we will have to wait to see."
WATCHTOWER, Aug/15/1968, P 494:
Article heading - "WHY ARE YOU LOOKING FORWARD TO 1975?"
WATCHTOWER, Aug/15/1968, P 499 (same article):
"ADAM CREATED AT CLOSE OF "SIXTH DAY"
Are we to assume from this study that the battle of Armageddon will be all over by the autumn of 1975, and the long-looked-for thousand-year reign of Christ will begin by then ?Possibly, but we wait to see how closely the seventh thousand-year period of man's existence coincides with the sabbath like thousand-year reign of Christ....It may involve only a difference of weeks or months, not years."
- Guð er ekki þrenning; sú kenning er frá djöflinum.
- Það á ekki að biðja til Jesú, því hann er aðeins erkiengill.
- Heilagur andi er ópersónulegur eins og rafmagn.
- Öll kraftaverk sem gerast í dag eru frá hinu illa, því þeir telja að þau gátu aðeins gerst á tímum postulanna.
- Himnaríki er frátekið fyrir 144.000 valda Votta Jehóva, árið 2006 voru 9.105 enn á lífi. Hinir sem eftir eru munu ríkja á hinni nýju jörð eftir heimsendi.
- Vottar Jehóvar (VJ) eru hinir einu sönnu kristnu, allar aðrar kirkjudeildir eru villutrúarbrögð.
- Seinni koma Jesú varð 1914 bak við luktar dyr (þeir spáðu nefnilega líka heimsendi 1914.)
- Jesús reis ekki upp í holdi, heldur var líkami hans eyddur af Guði og kom hann aftur sem andavera sem tók á sig mismunandi myndir.
- Þeir halda að Jesús gat mögulega hafa syngað og því misheppnast í starfi sínu.
- Allar ríkisstjórnir eru stjórnað af skrattanum samkvæmt þeim, þess vegna kjósa þeir ekki í kosningum.
- Þeir mega ekki kaupa smákökur frá stúlkna skátum í Bandaríkjunum. Skátarnir eru nefnilega byggðir á Kristilegri hreyfingu.
- Þeir mega ekki gegna herþjónustu.
- Þeir halda ekki uppá neinar hátíðir (Jól, páskar o.s.f.v.) og mega þeir halda uppá afmæli sín heldur.
- Þeir mega ekki bjóða sig fram til neins embættis (pólitískt)
- Þeir mega ekki sitja í kviðdómi.
- Þeir mega ekki eiga eða bera á sér nokkurt krosstákn.
- Þeir mega ekki eiga samskipti við brottrekna meðlimi úr söfnuði VJ.
- Þeir mega ekki taka við jólagjöfum.
- Þeir mega ekki kaupa neinar jólavörur að neinu tagi.
- Þeir mega ekki lesa neitt kristilegt efni en þeirra eigin.
- Þeir mega ekki eiga vini sem eru ekki VJ.
- Þeir mega ekki giftast neinum sem er ekki VJ.
- Þeir mega ekki hylla fánann eða syngja þjóðsönginn.
- Þeir mega ekki segja Guð blessi þig ef þú hnerrar.
- Þeir mega ekki vera með húðflúr.
- Þeir mega ekki kaupa gæludýrafóður sem inniheldur blóð að einhverju magni.
- Þeim er stranglega meinað að gefa blóð eða líffæri (sem hefur kostað mörg hundruð dauðsfalla í þeirra röðum, enda ganga
- Þeir með á sér kort með fyrirmælum að þeir mega ekki gefa blóð eða þiggja)
- Þeir mega ekki lesa nein rit sem tala gegn VJ.
- Þeir mega ekki túlka biblíuna nema hafa varðturninn eða hliðstætt rit sér við hlið til skýringar fyrir þá.
- Þeir mega ekki ekki stunda sjálfsvarnaríþróttir að neinu tagi. (box, karate, glíma o.s.f.v.)
- Þeir mega ekki ganga í nein íþróttafélög eða taka þátt í neinni slíkri starfssemi.
- Þeir mega ekki taka þátt í skólaleikritum.
- Þeir mega ekki fara í jarðarför neins sem hafði yfirgefið söfnuð VJ.
- Þeir mega ekki segja "gangi þér vel."
- Þeir mega ekki verða lögregluþjónar.
- Konur mega ekki biðja í návist karlmanna nema vera með viðeigandi höfuðfati.
- Þeir mega ekki spila skák.
- Þeir mega ekki bera skart með eðalsteinum.
- Þeir mega ekki eiga óróa, (þar sem þeir eru til þess að reka burt illa anda, samkvæmt þeim)
- Þeir verða að lesa reglulega í varðturninum.
- Þeir verða að ganga hús í hús í hverri viku
- Þeir verða að mæta í kirkju 5 sinnum í viku.
- Samkomusalir Vottanna hafa enga glugga.
- Karlmenn mega ekki safna skeggi.
- Varðturnsfélagið er eina spámannlega vald Guðs á jörðinni í dag.
- Konum ber að hlýða/gefa sig undir vald öldunga Varðturnsfélagsins í einu og öllu.
Jóhannesarguðspjall 14:6
Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.
Dægurmál | Breytt 8.8.2009 kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (84)
Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Blindur sjáandi
"Sjáandinn" sem spáði þessu, hefur heldur betur haft rangt fyrir sér. Stendur ekki í fyrsta Jóhannesarbréfi og fjórða kafla?
Andi sannleikans og andi villunnar
4
1 Þér elskaðir, trúið ekki sérhverjum anda, heldur reynið andana, hvort þeir séu frá Guði. Því margir falsspámenn eru farnir út í heiminn. 2 Af þessu getið þér þekkt anda Guðs: Sérhver andi, sem játar, að Jesús sé Kristur kominn í holdi, er frá Guði. 3 En sérhver andi, sem ekki játar Jesú, er ekki frá Guði. Hann er andkristsins andi, sem þér hafið heyrt um að komi, og nú þegar er hann í heiminum.
4 Þér börnin mín, heyrið Guði til og hafið sigrað falsspámennina, því að sá er meiri, sem í yður er, en sá, sem er í heiminum. 5 Falsspámennirnir heyra heiminum til. Þess vegna tala þeir eins og heimurinn talar, og heimurinn hlýðir á þá. 6Vér heyrum Guði til. Hver sem þekkir Guð hlýðir á oss. Sá sem ekki heyrir Guði til hlýðir ekki á oss. Af þessu þekkjum vér sundur anda sannleikans og anda villunnar.
Því miður ég treysti betur á Guð minn heldur en sjáendur. Og í þessu tilfelli tek ég einnig mark Ragnari "skjálfta" enn fremur en sjáanda. Ég tala nú ekki um þar sem þessi kona hafði ekki "anda sannleikans" í sér þessar hún spáði fyrir um þetta, þar sem hún og maður hennar selja sjálf svokölluð "jarðskjálftahús".
Þetta var sem sé sölutrix, og minnir ískygggilega á spádóma Votta Jehóva hér í gamla daga. Við skulum varast að fara eftir svona falsspádómum þegar Guð fylgir ekki með í pakkanum.
Spurt um jarðskjálftaspádóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Föstudagur, 26. júní 2009
Stjörnuhrap stjarnanna
Það er ekki nóg með að Michael Jackson sé fallinn frá, þá er Farrah Fawcett það líka. Megi Guð blessa minningu þessara tveggja listamanna og þeirra sé minnst vegna lista þeirra, ekki vegna sérkennilegs lífernis eins Michael Jackson varð hvað frægastur fyrir á seinni hluta ferilsins.
Michael Jackson er látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. júní 2009
Ég er þá ættaður frá Mars
Var ekki annars skrifuð heil bók um að konur væru frá Venus og karlmenn frá Mars? Það allavegna passar þá við mig að minnsta kosti, fyrst að Grindavíkin er kominn til Mars, ættar setrið mitt.
Lengi lifi Marsbúar!
Grindavík á Mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson