Færsluflokkur: Dægurmál

Þriggja ára afmælisblogg

04_11_06_bloggersdilem-x_971341.gifÞað var 16. mars 2007 sem ég birti mína fyrstu grein hér blog.is, og á ég því þriggja ára bloggafmæli í dag.

Þess vegna eftir þetta tímabil ætla ég að gera smá úttekt á þeim mismunandi tegundum bloggarra á ferð minni um bloggheima s.l. þrjú ár. Ég hef skipt þessu niður í þær tegundir eins og þær koma mér fyrir sjónir, þið þurfið ekki að vera sammála mér, og nefni ég enginn nöfn sem falla í eftirfarandi flokka:

Bergmálsbloggarinn
Hann er sá sem endurtekur titil fréttarinnar sem hann/hún tengir við. Sjaldan ef ekki aldrei nenni ég að smella á slíkar greinar.

Stafsetningarbloggarinn
Hann er sá sem skrifar ekki mikið sjálf/ur, en sér til þess að öll stafstening og málfræði sé á háveigum höfð. Sem er gagnlegt oft á tíðum en fer samt sem áður fyrir brjóstið á mörgum.

Áhugamálabloggarinn
Hann er sá sem skrifar bara um einn hlut, þ.e. áhugamálið, hvort sem það er matur, íþróttir eða prjónaskapur, yfirleitt er ekki um neitt annað fjallað og verður bloggið einstrengingslegt fyrir vikið.

Pólitíski bloggarinn
Hann er sá sem aðeins fjallar um póliatheist.jpgtík ... og ekkert annað. (*Geisp*)

Trúarbloggarinn
Hann er sá sem auglýsir trú sína. Svona eins og ég!

Hneykslunarbloggarinn

Hann reynir að vekja viðbrögð hvað sem tautar og raular, hann þrífst á athyglinni sem þetta fylgir, hvort sem það er neikvætt eða jákvætt.

Neikvæðibloggarinn
Hann er sá sem er ALLTAF fúll á móti ... ég hef því miður rekist á of marga þannig.

Samsærisbloggarinn
blogging.gif„Þetta er eitt stórt samsæri!“ sagði persóna í Spaugstofunni, og eru afar margir samsæriskenningarsmiðir til ... sumir hitta á þetta aðrir ekki, seinni kosturinn er algengari.

Útfararbloggarinn
Hann heldur fagurlegann pistil um einstakling sem er fallinn frá. Og segir ekkert sem við vissum ekki nú þegar, heldur er þetta yfirleitt breytt útgáfa af fréttinni sem oftast nær fjallar um stórstjörnur útí löndum sem eru komnir heim til Guðs.

Z - bloggarinn

Einn besti Z-bloggari sem ég veit er án efa Steingrímur Helgason. Hann harðneitar að nota mjúka bókstafi eins og S, og setur óspart Z þess í stað. Maður er stundum smá tíma að lesa úr orðum hans, en það bregzt ekki að það komi gullmoli frá þeim einstaka manni. (Hann hefur sennilega lesið of mikið af Sval & Val teiknimyndasögum þegar hann var yngri, "lengi lifi Zorglúbb!") LoL

Lokaorð:
Hvaða bloggari ert þú? Ég veit hvað ég er!


Er búið að selja moggabloggið? Opið bréf ritstjóra blog.is

Hvað er annars í gangi? Í fyrsta lagi er búið að fjarlægja linkinn sem áður var á forsíðu mbl.is. (Ég bætti inn með rauðu hvar tengillinn var.)

mbl.jpg


Eina sem situr eftir á mbl.is er kassinn sem birtir blogggreinar!

kassi.jpg

Sama má segja um forsíðu blog.is sem hefur gerbreyst hvað útlit varðar, og allir rammar og tenglar sem áður tilheyrðu mbl.is hafa greinilega verið fjarlægðir.

forsida.jpg




 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins hefur efsti ramminn breyst sem blog.is, ég á við innskráningarrammann. Það er búið að fjarlægja mbl.is linkinn sem var alltaf þarna. (Ég bætti inn með rauðu hvar tengillinn var)

topbar.jpg

Ég spyr þá hæstvirta ritstjóra blog.is:

  1. Er búið að gera blog.is að sjálfstæðri einingu sem er ekki lengur tengd mbl.is?
  2. Má búast við einhverjum breytingum? Eins og verður áfram hægt að tengja við fréttir á mbl.is ?
  3. Af hverju hafa engan tilkynningar verið gefnar úr um málið þar sem auðséð að stórbreyting er um að ræða.
  4. Verður einhver breyting gerð á skilmálum blog.is í kjölfarið? 
  5. Hver er staða málsins? Woundering

Barrátta Ólafs F. gegn mútuþægni verður að halda áfram!

Ég er búinn að fá nóg af gerspilltum lýðræðislegum kjörnum fulltrúum sem eiga að heita að stjórna þessu landi, og þess vegna styð ég Ólaf heilshugar í hans góðu barráttu gegn spillingu og afneita honum ekki eins og fyrrverandi félagar mínir úr F-listanum. 

Mér gæti ekki verið meira sama hvaða bókstafur er við hann kenndan, en barráttu hans styð ég heilshugar, hvort sem það heitir F eða óháður, ég hef hvort sem er litið á hann sem óháðan síðan hann klauf sig frá F-listanum! 

Svona menn er nauðsynlegir til þess að halda aftur af því fólki sem hefur misnotað aðstöðu sína, og er það einmitt hans hlutverk að benda á kýlin þegar þau skjóta upp sínum ljóta kolli. Og hvet ég Ólaf heilshugar að halda ótrauður áfram í því góða starfi sem hann hefur verið að sinna, þótt að það fari fyrir brjóstið á mörgum borgarfulltrúanum. Joyful

Helga Guðrún Eiríksdóttir, sem stýrir stuðningsmannasíðu forseta Íslands, hefur nú opnað nýja baráttusíðu til stuðnings Ólafi F Magnússyni geng mútuþegum.

Lengi lifi réttlætið og burt með spillinguna! Cool


mbl.is Afneita Ólafi F. Magnússyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega hátíð!

faeding_jesu_945202.jpgÍ dag minnumst við fæðingu frelsarans, og vil ég óska öllum því góða fólki sem ég hef kynnst hér um netheima gleðilegra jóla.

Mikið er ég feginn að ég forsjáll og  var búinn að sjá um jólagjafainnkaup fyrir Þorláksmessu og laus við allar biðraðir og tilheyrandi geðveiki. Við hjónin kaupum nefnilega yfirleitt jólagjafir yfir allt árið, sér í lagi þegar góð tilboð eru, þá grípum við gæsina! Cool

Þessi ráðstöfun hefur sparað okkur stórfé, en auðvitað situr eitt og eitt eftir, og slíkt gerum við sem betur sjaldnast á seinustu stundu! 

Annað var það nú ekki, en jú auðvitað: munum eftir þeim sem minna mega sín yfir hátíðarnar.

Guð blessi ykkur og geymi yfir hátíðarnar! 


mbl.is Jólastemning í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk flýr blog.is - Opið bréf til ritstjórnar blog.is

Ég er með marga bloggvini, og það eru að hrúgast inn skilaboð í einkaskilaboðakerfinu frá fólki sem ætlar að yfirgefa blog.is í mótmælaskyni við ráðningu Davíðs Oddssonar sem ritstjóra morgunblaðsins. Einstakir, sem þó eru færri fagna svo ráðningu Davíðs en eru þeir í miklum minnihluta.

Mín spurning er því sú, og beini ég henni að ritstjórn blog.is:
  1. Hefur einhver breytt ritstjórnarstefna blog.is verið rædd með tilkomu nýs ritstjóra Morgunblaðsins?
  2. Verður einhver niðurskurður á þjónustu blog.is eða getum við andað rólega?
  3. Því Gróa á leiti er dugleg kerling og margir hafa jafnvel rætt að ætti að loka blog.is endanlega?

Stórt er spurt, og vænti ég svara frá ykkur kæra ritstjórn og bið ég ykkur um að gera athugasemdir fyrir allra augu svo að fólk geti andað léttar.


Yndisleg tíðindi

Ég meira að segja táraðist þegar ég las þessa frétt ... yndislegt alveg! Ég bið þessari einstæðu ungu móður Guðs varðveislu og blessunar. 

 

red_rose2

 

 

 


mbl.is Einstæð móðir fékk lottóvinninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öndum með nefinu!

Þótt að allir slúður miðlar landsins halda ekki vatni, þá getum við vel haldið í okkur. Það er moggin sjálfur sem ræður þessu sjálfur og ræður hvaða fólk það vill fá til starfa, það er alls ekki DV eða Vísir.is eins og margir hafa gleypt hráu.

Eða eins og sagt er á ensku: „Time will tell.“ eða tíminn mun leiða þetta ljós.

Við sjáum bara til hvað gerist á fimmtudaginn. Shocking

dabbi-ad-hoggva.jpg

 

Þessa teiknaði ég fyrir einhverju síðan, og er aðeins til áminningar ... Whistling


mbl.is Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð fyrirmynd þessi kona og getum við lært af henni

Um leið og ég vil óska þessari konu til hamingju með tíræðisafmælið þá vil ég aðeins fjalla um hvað við getum gert á krepputímum.

Svona var þettaTökum eftir sögu okkar kæru Íslendingar og hættum að um efni fram. Söfnum fyrir því sem við ætlum að eignast og reynum að byggja landið aftur upp og stoðum reyndari kynslóðar, þar sem okkar kynslóð hefur gersamlega klúðrað öllu. En ef við fylgjum fordæmi þessar góðu konu, þá getum við ýmislegt lært, því hún er af þeim stofni sem kunni að nýta allt hráefni til hins ýtrasta.

En hvernig gerum við það þá?

Sjálfur er ég skuldlaus og er það ekki að ástæðulausu, ég er ekki heilagur og gerði mín mistök í gervigóðærinu eins og aðrir og hef þurft að gjalda þess, en með hjálp fjölskyldu minnar, þó sérstaklega foreldra minna höfum við klórað okkur í gegnum þetta, þ.e.a.s. ég og eiginkona mín.

Ég er með nokkur kreppuráð ef einhver vill hlusta, og hef ég sparað mér stórfé með nokkrum einföldum leiðum.

  • Kreditkort er neyðartæki og ber að nota sem slíkt, ef ég er í algeru hallæri þá nota ég það, og reyni að  greiða upp alla eða hluta af skuldinni um næstu mánaðarmót.

  • Afþakka pappír í öllum viðskiptum, útskriftargjöld eru yfirleitt í kringum 300 krónur sem eru 3000 kr. yfir árið. Ef við segjum upp öllum pappírsviðskiptum, segjum við fimm fyrirtæki (sími, hiti, rafmagn o.s.f.v.) þá spörum við 15000 kr. á árið.

  • Tökum okkur á í munaði, við hjónin höfum t.d. aldrei haft áskrift af Stöð2 eða neinu slíku, eina sem við leyfum okkur er analog breiðbandslykill með ódýrasta pakkanum sem er um ca. 1200 kr. á mán. Á móti 24.060 kr. sem er fullur pakki hjá Stöð2.

  • Nýta sér tilboð, hver svo sem gerir það ekki, en ég vil benda sérstaklega á að nota útgefna lykla frá bensínstöðvunum, og hafa auga með hvar ódýrasta bensínið er. 

  • Hendum ekki flöskum og dósum, seljum þær til endurvinnslu. Þetta segir sjálft og er því miður ekki nógu algegnt að fólk nýti sér.

  • Hættum að henda matarleifum, það er stundum sorglegt hvað ein fjölskylda hendir af mat. Sumir vita ekki einu sinni hvað það er að borða "afganga". Nýtum þessa afganga til annarra rétta og hættum þessari endalausu sóun.

  • Ódýrt hráefni þarf ekki að vera slæmt. Það eru ábyggilega 10000 uppskriftir sem má t.d. vinna úr nautahakki, og er vel hægt að gera góðan veislumat úr því. Hver veit nema ég birti nokkrar kreppuuppskriftir ef hljómgrunnur er fyrir því.

  • Notum sparperur, ég skipti jafnóðum út gömlu perunum fyrir sparperur, og ekki voru þær lengi að borga sig upp. Tvær perur sem ég keypti í IKEA mánuðinum (þær eru langódýrastar þar) áður lækkuðu rafmagnsreikninginn um rúmar 2 þús. kr.!

  • Kaupum íslenskt, með því komum við fjármagni aftur á hreyfingu og styrkjum íslenskan iðnað sem og íslensk störf, sumar vörur eru aðeins dýrari en ég er tilbúinn til þess að borga hærra verð til þess að halda fólki í vinnu og skapa gjaldeyrinn sem okkur svo skortir.

Ég er sjálfsagt að segja hluti sem allir vita, en mín skoðun er sú að stundum er góð vísa ekki of oft kveðinn. Ég þakka lesturinn og Guð blessi ykkur öll!


mbl.is Ég átti hamingjusamt líf og skuldaði aldrei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keith Floyd er látinn

floyd.jpgÉg er ekki vanur að birta einhverjar dánartilkynningar, en þegar um ræðir mann sem hefur haft sín áhrif á mann, þá getur maður ekki annað. Þeir sem kannast við hann er eflaust af eldri kynslóðinni, ég telst þá víst einn af þeim.

Keith Floyd var sýndur á RÚV á sínum tíma á áttundaáratugnum, landanum til mikillar ánægju. Þessi óheflaði drykkfeldi karl ruddi braut fyrir alla aðra evrópska sjónvarpskokka, og er þetta myndband sem BBC tók saman hér að neðan tileinkað honum:

Guð blessi og geymi minningu þessa merka manns.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband