Færsluflokkur: Dægurmál

Til hamingju með daginn !

Í skugga samnings stjórnvalda um að gera þjóðina að sannkölluðum „Iceslaves“, þá skulum við samt ekki láta deigan síga. Höldum uppá sjálfstæði vorrar þjóðar og fögnum því frelsi sem forfeður okkar lögðu grundvöll fyrir, svona á meðan við getum, áður en báknið ESB gleypir okkur.

Gerum gott úr þessum fagra degi og sýnum öðrum þjóðum að við látum ei bugast þótt á móti blási.

 

 
Verum stollt af þessum fagra þjóðsöng okkar, og verum stollt af því að vera Íslendingar! Sama hvað aðrar þjóðir segja!
 
Guð blessi Ísland! 

mbl.is Það er kominn 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

X-Men Origins: Wolverine - ***

Ég skellti mér á þessa mynd í dag og var afar ánægður með útkomuna. Sá að vísu nokkur mistök í sumum tæknibrellum, en það gerir ekkert til. Ég er að vísu enginn "hardcore" áðdáandi þeirra X-manna, þannig ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki nógu vel til "uppruna" sögu (eða "origin") Wolverine til þess að geta gagnrýnt það.

Því oft breyta kvikmyndir söguþræðinum soldið mikið frá uppruna sínum, eins og til dæmis í tilfelli "Transformers" myndinni. En ég var mjög ánægður með þessa útkomu og hvet sem flesta til þess að þessa ágætu mynd.

Hér ber að líta kápu fyrsta tölublaðs "Wolverine" frá Marvel: 

1-10

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hér er svo mynd frá nýju myndinni sem er fjallað hér um:
wolverine

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Í dag birtist hann svona í teiknimyndablöðunum, það virðist vera mun meiri metnaður en í gamla daga að gera eins vönduð listaverk eins myndin að neðan sýnir. wolverine-hugh-jackman-movie

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En öllu gamni sleppt, þá er þetta frábær mynd í alla staði!

Góðar stundir. 


mbl.is Ofurhetjan Wolverine vinsæl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Íslendingar!

Valdatíma SjálfstæðisFLokksins er nú loksins lokið. Átján ára einræðistíð er loks á enda sem er hreint og beint fagnaðarefni sem við kæru Íslendingar komum til leiðar! Til hamingju!

Ég vil einnig óska Borgarahreyfingunni glæstann sigur! Flott hjá ykkur!

Samfylkingin er orðinn stærsti flokkur landsins og er Jóhanna nokkur sem sumir telja heilaga tekinn við völdum. Ég óska þeim einnig innilega til hamingju!

Enn einu sinni náði kosningamarkína Framsóknar að knýja fram fylgi sitt, en þó mega þeir eiga það að þeir endurnýjuðu innan raða sinna og komu ferskir fram.

Sem ég vildi að ég gæti sagt um Frjálslynda flokkinn, sem er nú minningin ein innan veggja þingsins. Ég reyndi sjálfur að vara við þessari þróun ásamt mörgum öðrum, en ekki var hlustað og lítil var endurnýjunin, hvort sem það var á merkjum flokksins eða öðru. Menn trúðu blint á að þeir kæumu alltaf betur útí kosningum en skoðannakönunum. Sem reyndist ekki vera staðreyndin. En nú er spurning hvað verður um flokkinn? Eru þeir sem eftir eru tilbúnir að halda lífi í honum? Ætlar formaðurinn að sæta ábyrgð fyrir þetta afhroð? Eða ætla menn að trúa því áfram að þeir komi betur út í kosningum en skoðanakönnunum?Það verður fróðlegt að sjá hvað verður.

Vinstri grænir hafa heldur betur stækkað, og unnið glæstan sigur, og óska ég þeim innilega til hamingju með þann árangur.

Landskjörin félagshyggjustjórn er þá formlega tekinn við og verður athyglisvert að fylgjast með þróun þeirra stjórnar, því íhaldið beitir oft þeim hræðsluáróðri að vinstri stjórnir lifi ekki af kjörtímabil, þrátt fyrir að þeir hafa 2x sprungið í borgarstjórninni, en tíminn mun einn dæma um það.

Til hamingju Íslendingar fyrir að hafa tekið afstöðu og greitt atkvæði á kjörstað!


mbl.is Sjálfstæðisflokkur tapar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég veit nákvæmlega ekkert hvað á að kjósa!

Ég er í þvílíkum vandræðum! Ég veit nákvæmlega ekkert hvað á að kjósa! Framsókn og SjálfstæðisFLokkurinn koma ekki til greina í mínu tilfelli, allt hitt stendur eftir og veit ég ekkert hvað á að velja!  

En svona í gamni þá setti ég saman þessa mynd af apaköttunum sem bera einhverja ábyrgð á ástandinu.  LoL

hear-no-evil.png
 
En í fullri alvöru, ég veit nákvæmlega ekkert hvað ég ætla að kjósa á í dag!  ... hjálp! Blush  

Fordómar okkar Íslendinga, horfum okkur nær!

Undanfarið hefur Ástþór Magnússon verið áberandi í fjölmiðlum. Hann hefur tekið uppá ýmsu til þess að fanga athygli fjölmiðla sem og landsmanna. Ég vil aðeins fjalla um þetta, því enginn hefur gert það á málefnalegan hátt að mínu mati.

Ég tek fram að sjálfur er ég að verja þann lýðræðislega rétt sem við eigum öll, og það er málfrelsið, ég er ekki tala fyrir nokkurs manns eða samtaka, þetta eru aðeins eigin pælingar sem koma hér fram. Munum að málfrelsið er það dýrmætasta sem mennirnir eiga í lýðræðissamfélagi.

Vissulega hefur Ástþór unnið sér til frægðar með furðulegum orðum og uppákomum, sú frægð má samt ekki standa í vegi fyrir boðskap þeim sem hreyfing hans hefur fram að bera, það er það sem ég á við í allri þessari grein.

Sýnum réttlæti án fordómaFörum aðeins yfir stöðuna

  • Ástþór og hans fólk stofnaði Lýðræðishreyfinguna með þá hugsjón að koma á laggirnar beinu lýðræða þar sem landsmenn sjálfir geta haft sitt að segja í stjórnun þessa lands.

  • Frambjóðendur Lýðræðishreyfingarinnar alveg eins og Borgarahreyfingin er fyrsti smjörþefurinn af persónukjöri sem Ísland hefur beðið svo lengi eftir, en svo kemur á daginn að Íslendingar eru greinilega eitthvað smeykir við smáflokkanna og halda sig við sinn gamla spillta fjórflokk.

  • Hver sem þú ert, eða hvað sem þú heitir þá átt þú sem þegn þessa lands málfrelsi, og eiga ljósvakamiðlar skömm skilið um hvernig er tekið á manni eins og Ástþóri. Þarna er á ferðinni maður sem hefur verulega sérstaka persónu sem og skoðanir, en þegar allt kemur til alls, þá á hann sem þegn þessa lands jafnmikið málsfrelsi og Davíð Oddsson, Lalli Johns eða Steingrímur J. Sigfússon. Sami réttur er hjá okkur öllum.

  • Ástþór er afar umdeildur einstaklingur, sjálfur er ég ekki sammála hans orðum eða gjörðum og viðurkenni fúslega fyrrum fordóma í hans garð, og vona að þessi grein ásamt játningu minni geri upp þá fordóma. Ég ætla eftir fremsta megni að leggja af sleggjudóma mína og trúa á málfrelsið, sem allir eiga skilið. Því hver veit kannski kemur eitthvað vitrænt og mikilvægt í umræðuna ef við bara hlustum.

Sjálfur hef ég haft þann háttinn á að leyfa öllum að tjá sig, nema í svívirðulegum tilfellum, sem ég sem betur fer get talið á fingrum annarrar handar. Skilaboð mín er sem sé þessi: Sýnum fólki umburðarlyndi og hættum að fordæma fyrirfram, hlustum á málflutninginn og dæmum svo út frá því.

Ég ætla að minnsta kosti að reyna það sjálfur, og á það við um alla, ekki bara Ástþór, sama gildir um Sjallanna, Framsókn og alla aðra sem ég hef gagnrýnt í fortíðinni. Batnandi mönnum er best að lifa eins og sagt er og vona ég að þið sem lesið þetta gefið gaum að orðum mínum, því þegar allt kemur til alls eigum við að elska náunga okkar eins og okkur sjálf. Smile

Að lokum Ástþór, þá segi ég við þig: Ef góður árangur á að nást, þá er jákvæð athygli sigurstranglegust til árangurs - endilega endurskoðaðu það þótt þú verðir fyrir mótlæti. Einnig eins og góð vinkona mín sagði, virðing er áunnin, ekki gefins.

Ég mun sennilega ekki kjósa hreyfingu þína Ástþór, svo ég sé fullkomlega heiðarlegur, en ég get illa liðið óréttlæti og mismunun, þess vegna skrifaði ég þessa grein og hvet ég þig til þess að ná athygli með jákvæðari hætti en undanfarið, ef ekki fyrir sjálfan þig, þá fyrir málsstaðinn sem þú ert að reyna að koma á framfæri og af virðingu við það fólk sem er að starfa með þér.

Komdu með raunhæfa tillögu um hvernig eigi að laga þetta ástand sem hrunið hefur kallað yfir okkur. Gerðu það málefnanlega og án upphrópanna, þá tekur fylgið þitt kannski einhvern kipp.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


Þegar aldurinn færist yfir ...

Tíminn líður hratt!Í dag, 29. mars fæddist ég fyrir 33 árum.

                                                                 



                                    

 

 

... ég hef ekki miklu við þetta að bæta ...

 

 

 

                                                ... nema  ...

 

                                                                                    *andvarp*

 

 

                                                        ... hvað tíminn líður hratt!! Gasp Pinch


Er lögmálsbrot að halda uppá hvíldardaginn á sunnudegi?

ten-commandments4.jpgGóður vinur minn, hann Halldór Magnússon/Mofi heldur fast í þessa kenningu. Við sem höldum uppá hvíldardaginn á sunnudögum erum lögmálsbrjótendur og erum ekki skárri en heiðingjar eða guðleysingjar þegar að þessu atriði kemur samkvæmt honum og hans söfnuði. Undanfarið hefur Mofi verið að segja Gunnari í Krossinum til syndanna þar sem Mofi er að horfa á Omega og hneykslast stórum. Þessu verð ég að svara!

Eitt er víst er hin gyðinglegi hvildardagur er haldinn á laugardegi, og hefur það alltaf verið. En á þetta þá við hina kristnu kirkju og uppfyllti Jesús ekki lögmálið? En hann ekki herra hvíldardagsins? Það er stóra spurningin.

Lítum aðeins yfir söguna og aðrar heimildir:

Frumkirkjan sem og kirkjufeðurnir báru saman að blind hlýðni við hvíldardagsregluna væri sambærilegt við umskurnarreglu gyðinga. Frá þeim tíma hafa kristnir ekki umskorið sveinbörn sín vegna þess að kristinn kirkja er ekki háð lögmálsreglum gyðinga og var umskurn aflögð hjá flestum kristnum söfnuðum. (Gal. 5:1-6)

Páll segir í Galatabréfinu: "Ef þér látið umskerast, þá gagnar Kristur yður ekkert. Og enn vitna ég fyrir hverjum manni, sem lætur umskerast: Hann er skyldur til að halda allt lögmálið. Þér eruð orðnir viðskila við Krist, þér sem ætlið að réttlætast með lögmáli. Þér eruð fallnir úr náðinni".
Það sem Páll er að segja er að ef við ætlum að réttlætast einungis af verkum og athöfnum eins og umskurði, þá erum við fallin úr náðinni. Eins er með athafnir eins og hvíldardaga.

bible-blue1.jpgFyrir dauða og upprisu Krists réttlættust gyðingar fyrir trú, áður fyrr réttlættust þeir af verkum sínum. Gyðingar voru á þessum tíma lögmálsdýrkendur. Kristur kom til að leysa þá undan lögmálinu (tyftaranum) (Efesus 2:8-9). Sem sagt Jesús uppfyllti lögmálið í eitt skipti fyrir öll, fórnfærði sjálfum sér til þess að leysa okkur undan lögmálsverkunum. Sá eða sú sem leggur allt upp úr verkum, ónýtir því krossdauða Krists, það er hjartað sem skiptir máli ekki lagasetningar.

Mín skoðun er sú, að við höldum uppá sunnudaginn Guði til dýrðar, og finnst mér það nægja því ekki er ég gyðingur og háður lögmáli þeirra.

En hvað segir Jesús sjálfur um þetta?

Markúsarguðspjall 2:23-28
23 Svo bar við að Jesús fór um sáðlönd á hvíldardegi og lærisveinar hans tóku að tína kornöx á leiðinni. 24 Farísearnir sögðu þá við hann: „Lít á, hví gera þeir það sem er ekki leyfilegt á hvíldardegi?“ 25 Jesús svaraði þeim: „Hafið þið aldrei lesið hvað Davíð gerði er honum lá á þegar hann hungraði og menn hans? 26 Hann fór inn í Guðs hús þegar Abíatar var æðsti prestur og át skoðunarbrauðin, en þau má enginn eta nema prestarnir, og gaf líka mönnum sínum.“ 27 Og Jesús sagði við þá: „Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins. 28 Því er Mannssonurinn einnig Drottinn hvíldardagsins.“


Í ofangreindu versi brjóta lærisveinar Jesú hvíldardagslögmálið, og hvað gerir Jesús? Hann átelur þá fyrir að halda í mannasetningar, og ítrekar að það sé hann sjálfur sem er Drottinn Hvíldardagsins, því það er greinilegt að hann taldi hvíldardaginn vera kominn til vegna mannsins sjálfs, ekki vegna lögmálsins. Hann hafði þá umhyggju fyrir okkur að hann vildi eigi að við buguðumst vegna of mikillar vinnu. Það heitir kærleikur Jesú til mannanna, ekki kvöð Jesú til mannanna.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


Tveggja ára bloggafmæli

Í þessum mánuði, eða nánartiltekið í dag á ég tveggja ára bloggafmæli. Þessi tími hefur verið mér afar dýrmætur, ég hef fengið tækifæri að tjá mínar skoðanir nánast aðfinnslu laust. Og ber ég kærar þakkir til ritstjórnar blog.is sem og forritaranna, kerfisstjóranna og alla sem þar vinna. Cool

Takk fyrir mig segi ég bara! Smile

Hér er smá ágrip af bloggsögu minni og hvernig bloggið bókstaflega breytti lífi mínu:

Framtíðar fjölskyldulíf?  :-/Fjölmiðlar
Það hefur gengið á ýmsu þegar ég tjái mig, í ófá skipti hef ég ratað í blöðin, og á ég þá við prentmiðlanna. Ég birtist þó nokkrum sinnum í 24 stundum, og einu sinni í "Blaðinu" þegar góðærið stóð sem hæst. Eins hafa nokkrar greinar ratað í Morgunblaðið sjálft, mér til mikillar gleði. Ekki set ég út á að þeir birti greinar sem ég óska konum til hamingju með daginn á konudaginn, þegar ég bið fyrir ljósmæðrum, eða þegar ég stend fyrir kosningu um vinsælasta kristna bloggarann.

Eina sem er, að ég vissi aldrei af birtingu þessara greina, yfirleitt var það fjölskylda mín sem lét mig vita og það stundum nokkrum dögum eftir að greinin birtist. 

Mér tókst meira að segja að komast á vísi.is og Víkurfréttir þegar ég var með undirskriftarsöfnun handa sjómanni einum.

Ég vona bara að ég sé ekki fjölskyldu minni til skammar með þessum skrifum mínum. Shocking

Eins hef ég stundum ratað í aðra miðla en þennan í gegnum þetta blogg, eins og til dæmis þegar blogg Skúla Skúlasonar var lokað mótmælti ég hástöfum, og fyrir vikið endaði ég í viðtalsþætti á Útvarpi Sögu sem viðmælandi.  Eins hef ég nokkrum sinnum komið fram í þáttum Friðriks Schrams, prests kirkju minnar: ,,Um trúna og tilveruna" sem Omega sýnir fyrir kirkju mína. Fyrir allt þetta er ég Guði afar þakklátur, þvi enginn nema hann gat komið þessu svona til vegar.

Vantrúar ,,söfnuðurinn" Tounge (eða eins og ég kalla hann, ekki móðgast vantrúarmenn!)
Í gegnum allt þetta hefur lítill hópur manna sem kenna sig við guðleysingja félagsskapinn Vantrú oft fengið að tjá sig á bloggi mínu, sumum til mikillar gremju þar sem ég leyfi mönnum að tjá sig og koma sínu á framfæri. Oft hef ég verið gagnrýndur að sýna þessum mönnum linkind, en satt best að segja kann ég bara ekkert illa við þá, þótt ég telji þá stundum vera afar dónalega og aðgangsharða.

En ég trúi og veit að það borgar sig að leyfa fólki að tjá sig fremur en að þagga niður í þeim, því það er sjálfsagður réttur hvers einstaklings að fá að tjá sína skoðun, sama hversu vitlaus hún kann að vera, því það sem mér finnst kannski vitlaust finnst öðrum viturlegt, og enginn getur breytt því.

Ert þú háður?   ;)Ég er ekki sammála einu orði sem þeir segja um Guð eða kristni, en þegar til alls kemur, eru þetta alls ekki slæmir einstaklingar. Til dæmis hefur kærleiksmaðurinn Hjalti Rúnar, meðlimur þessa hóps gert þó nokkrar greinar um mig eða mín orð. LoL Eins gerðu þeir grín af mér þegar seinasta bænaganga var haldinn, og hafði ég reyndar lúmskt gaman að því. Tounge

Guð blessi ykkur kæru vantrúarmenn, og megi þið loka augunum í hvert sinn sem þulan á Rúv ber kross um háls sér! Wink

Fjölskyldu áhyggjur
N
okkrir í ættinni minni halda að ég sé kominn í einhvern ,,sértrúarsöfnuð", sem er aldeilis ekki rétt, því Hin Íslenska Kristskirkja, sem ég er meðlimur í, hét í gamla daga ,,ungt fólk með hlutverk" og var innan þjóðkirkjunnar. Í dag er sá söfnuður sjálfstæður, og er engan veginn ,,sértrúarsöfnuður" og er ósköp venjuleg Lútersk kirkja og er ég stoltur meðlimur hennar. Smile

En þið megið halda það sem þið viljið og hafið ekki áhyggjur af því að ég lendi í klónum á ofsatrúarmönnum. Ég er orðinn of sjóaður til þess eftir fjórtán ára trúargöngu. Cool

Listir og matargerð
Hér er lausnin!  :DGlöggir lesendur hafa tekið eftir því að ég er listamaður inn við beinið, og gerðist það meira að segja árið 2007 að ég og Steina H. Sigurðardóttir skipulögðum fyrstu bloggsamsýningu á verkum okkar, og tókst það ákaflega vel til! Einnig hef ég verið að gera grín af ráðamönnum þjóðarinnar með skopteikningum, sem ég vona að þið hafið notið.

Eins hef ég verið birta uppskriftir eftir mig (meira að segja án klæða! Blush) og vona ég að þið hafið notið.

Þá lýkur þessum langa annáli mínum yfir tveggja ára bloggferilinn minn, og vona ég að fái að njóta þess að vera með ykkur sem allra lengst.

Ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa lesið þessa pistla mína í gegnum þessi tvö ár, og Guð blessi ykkur öll!

 


Á meðan Guðjón lék á fiðluna, kveikti Kiddi í FF ... ;)

Miðað við atburði dagsins að minnsta kosti, þá finnst mér það vera niðurstaðan, þá er ég að tala um fyrirsögnina. Whistling

Það er alveg ljóst að Frjálslyndiflokkurinn hefur ekki mætt þeim kröfum sem samfélagið hefur gert til allra stjórnmálaflokka. Sem er endurnýjun. Það gullna tækifæri sem þeim gafst er runnið eins og vatn í gegnum fingur þeirra.

Eins og málefnaskrá Frjálslyndaflokksins er góð og gild, þá finnst mér þessi flótti sorgleg niðurstaða, en ég skil samt vel þann flótta sem hefur átt sér stað undanfarið, og er ég sjálfur meðal þeirra sem flúðu.

Ég reyndi að vara við þessu innan flokksins og gerði tillögur um breytingar, en ég var eins og rödd hrópandi í eyðimörkinni, og var ég ekki eina röddin sem ekki var hlustað á, eins og kunnugt er miðað við gengi flokksins í skoðanakönnunum undanfarið.

Maður uppsker það sem maður sáir stendur einshversstaðar í góðri bók.

En nú er spurningin, hvað situr þá eftir? Hvern á maður að kjósa í vor? FootinMouth


mbl.is Flótti úr Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn konur!

311135_red_rose.jpgÞað er enginn lygi þegar karlmenn eru spurðir um "betri helminginn" þegar konurnar okkar eru fjarri góðu gamni. Þið eruð allar yndislegar með tölu!

Líf mitt er uppfullt af yndislegum konum, eiginkonu minni, móður minni, systur, frænkum, vinkonum og allar þær í tengdafjölskyldunni. Svo að ég minnist nú ekki á allar þær yndislegu bloggvinkonur sem ég hef eignast í gegnum tíðina.

Ég lít á ykkur allar sem Guðs blessun, hafið þið flestar blessað líf mitt á einhverja vegu, og er ég afar þakklátur ykkur öllum og er mér sannur heiður að fá að kynnast ykkur.

En ekkert væri ég án eiginkonu minnar svo mikið er víst.  Ég elska hana afar heitt og er hún mér betri á flestum sviðum. Lífið væri einskinsvert án hennar, og þeirri fyrirmynd sem hún gefur að vera góð manneskja, það er sú fyrirmynd sem ég sæki í, ásamt trú okkar á Jesúm Krist og þeirri fyrirmynd sem hann gaf, sem er kærleikur í sinni tærustu mynd.

Að lokum ...

 

 

 

 

 

 

 

... Bryndís - ég elska þig! Heart

P.s. mér til mikillar furðu þá birtist þessi grein í prentútgáfu morgunblaðins í dag! Pouty


« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband