Færsluflokkur: Dægurmál

Tælenskar kjúklingabollur

Áfram heldur útrás mín að deila uppskriftum. Hér er ein hreint mögnuð sem ég gerði um daginn til mikillar gleði gesta og heimafólks. Þessa uppskrift má einnig nýta til kjúklingahamborga með bragði, því ferskari bollur færð þú ekki, og er þetta ólíkt öllu öðru sem maður hefur hingað til smakkað (ekki djúpsteikt og löðrandi í sósu eins og íslendingar vilja oft gera á skyndibitastöðum Sick)!

1489517_29e366aa1_l.jpgÉg læt uppskrift af 'Sweet chilli' sósu fylgja með, slíka sósu er einstaklega auðvelt að gera, og óþarfi að kaupa rándýra tælenska sósu ef þú getur gert hana 110% ódýrari heima.

Kjúklingabollur, hráefni:
2- 3 kjúklingabringur
1 bolli af brauðmylsnu (ferskri)
4 vorlaukar
1 msk. mulið kóríander
2 tsk. sesamfræ
1 bolli ferskt kóríander (brytjað smátt)
3 msk. 'Sweet Chilli' sósu
1 - 2 msk. sítrónusafi
1 ferskt chili (fræhreinsað og brytjað smátt)
Olía til steikingar.

Aðferð:
Saxið niður kjúklingabringur niður í hakk annað hvort með hníf eða í matvinnsluvél. Best er að nota heil kóríander fræ og mylja þau niður í mortél, ef slíkt er ekki fyrir hendi þá er tilbúin mulinn kóríander ekkert verri. Setjið 2 brauðsneiðar (án skorpu) í matvinnsluvél, saxið niður mjög smátt vorlauk, ferska kóríanderinn og brytjið niður og fræhreinsið chiliíð.

Vinnið þetta vel saman í skál og bætið sítrónusafa og "Sweet chilli" sósu og hrærið vel. Gerið úr þessu litlar bollur og steikið í djúpri pönnu í olíunni. Hitið ofninn í 200° og setjið svo að lokum bollurnar inní hann í 5 mín. Stærri bollur eða ef gerðir eru hamborgarar geta tekið allt að 10 - 15 mín.

"Sweet Chilli" sósa - hráefni:
1 bolli af vatni
1 bolli af strásykri
4 - 5 chilli
1/2 hvítlauksgeiri

Aðferð:
Setjið vatn og sykur í pott og hitið þangað til vökvinn er orðinn glær. Saxið chillíið (ekki fjarlægja fræin) og hvítlauk gróft niður og bætið útí. Setjið þetta svo í matvinnsluvél og blandið vel. Sósan er tilbúinn. Ath: farið varlega þegar þetta er sett í matvinnsluvél, því sósan verður MJÖG heit.Einnig verður hún mjög sterk fyrst, en með tímanum dofnar hún.

Verði ykkur að góðu! Cool


Ég er búinn að segja mig úr Frjálslyndaflokknum ...

Ég er búinn að segja mig úr Frjálslyndaflokknum, og hef ákveðið að vera utan flokka þar til annað kemur á daginn. En eitt er víst, að ég ber engan kala til Frjálslyndra, það er ekki málið, heldur er ég ekki hrifinn af ólýðræðislegum vinnubrögðum og valdagræðgi.

Margsinnis hefur verið reynt að knýja fram landsþing, og hefur því alltaf verið slegið á frest. Nú loks þegar landsþing er haldið, þá er það í einangrun útá landi. Ekki það sé neitt að því að fara útá land, en það verður að vera á réttum forsendum, og tel ég þær ekki vera eins og málin standa. Ég þyrfti að gista í tjaldi þar sem hótelið er uppbókað, og það geri ég ekki.

Krafan um endurnýjun og breytingar hefur algjörlega verið hunsuð, gömlu herrarnir vilja stjórna áfram hvað sem það kostar, þótt góður þorri flokksmanna segi allt annað og er það fyrir tómum eyrum. Það tel ég ekki lýðræðislegt að hlusta ekki á flokksmenn sína og á þetta herbragð þeirra eftir þurrka út þennan góða flokk sem mælist með 1% fylgi núna.

Til þess að bjarga þessu þarf að mæta sjálfsagðri kröfu algera endurnýjun, eins og til dæmis sannaðist hjá Framsóknarflokknum um daginn, enda jókst fylgi þeirra verulega fyrir hlúa að þessum lýðræðislega þætti. 

Ég tek heilshugar undir gagnrýn Ásgerðar Jónu, því sú gagnrýni á virkilega rétt á sér að mínu mati. 

Það var hugsjón Frjálslyndaflokksins sem heillaði mig, en það nægir ekki ef lýðræði er ekki til staðar. Þess vegna ætla ég að vera "rotta" eins og einhver orðaði það, því meira að segja lítil dýr eins og rottur finna á sér þegar skip sekkur og allir farast. Ég er því stollt rotta sem þakkar þeim sem ég starfaði með gott samstarf! 

Ég tek reyndar ofan fyrir Jóni Magnússyni hér um daginn þegar hann sagði sig úr flokknum, því hann vann af heilindum fyrir flokkinn, ég tók þátt í að vera í stjórn málefnafélags Frjálslyndra í Reykjavík sem Jón og fleiri áttu hugmyndina að. En innbyrðis deilur sem og árásir á hann gengu fram af honum, sem ég skil vel og virði því ákvörðun hans.

Gangi þér vel í þessari barráttu Ásgerður Jóna og Guðrún María, og ég vona að þið fyrirgefið mér að sé ekki lengur meðal ykkar og þið skiljið ákvörðun mína. En þessi ávörðun mín snýst aðallega um mig sjálfan prívat og persónulega, og vil ég ekki vera bundinn neinum stjórnmála samtökum eins og staðan er hjá mér sjálfum í dag, en lengi lifi hugsjónin og Guð blessi þennan flokk, hvað svo sem um hann verður. Tíminn mun leiða það í ljós.

Ég er samt ekki hættur að skipta mér af pólitík, því það mun aldrei gerast að ég hætti því, ég mun bara vera við hliðarlínuna. Smile


mbl.is Gagnrýna flokksforystuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannur náungakærleikur í verki

Þetta framtak starfsmanna Bylgjunnar hafa vakið heimsathygli. Og ekki að undra, því þetta er aðdáunarvert framtak sem Íslendingar sýnar þjóð sem beitti okkur þvílíkum órétti með hryðjuverkalögum, og má segja að þeir beri mikla ábyrgð á hvernig ástandið er orðið vegna þessa lagasetningar þeirra.

Hér eru nokkrir erlendir miðlar sem vísir.is bendir á:

Svona framtak er hreint æðislegt! Og kom þetta Bretum algjörlega í opna skjöldu að fá slíkar gjafir frá nánast gjaldþrota þjóð!

Matt 22:39
Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.

Eftir ofangreindu boðorði er greinilega farið á Bylgjunni, og er ég stoltur að kallast Íslendingur þegar menn framkvæma svo góðverk.


mbl.is Gefa breskum eldri borgurum íslenska ull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið sanna eðli Geirs (Skopmynd)

Bæn mín er sú að enginn hafi meiðst í þessum mótmælum, hvorki lögregla né almenningur.

Bæn mín er sú að fólkið sem stjórnar þessu landi fari að ná áttum, og sjá sóma sinn að bera þá ábyrgð sem þeim ber að bera.  

Bæn mín er sú að fólk átti sig loksins á eðli Sjálfstæðisflokksins, og þó sérstaklega formannsins sem er sjálfsagt séður svona með augum útlendinga, eins og kom berlega fram á borgarafundinum seinasta í máli Bretans sem þar talaði.

Svona sé ég Geir hin Harða þessa daganna og varð að gera skopmynd af þessum manni:

 

Geir sem Jókerinn ...
 
Þið verðið að fyrirgefa, en ég styð þessi mótmæli. Því það er greinilega enginn önnur leið til þess að ná athygli ráðamanna nema með róttækum aðgerðum sem þessum!
 
Því eins og ég segi, ég bið þess að enginn hafi meiðst í öllum þessum hamagangi. Og mun ég áfram biðja fyrir ríkisstjórninni, en ég sé mig engan veginn knúinn til þess að styðja hana. Það er tvennt ólíkt.
 
Góðar stundir.

mbl.is Allt á suðupunkti við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara að minna fólk á ...

 

Plakat úr seinustu kosningum

 

... ríkissjóður var skuldlaus fyrr má nú vera! "Stærsta velferðarmálið" fór greinilega í súginn!  Eina sem er satt í þessu er að: "Þegar öllu er á botninn hvolft!" Þeir stóðu þó við það, enda er allt á hvolfi eftir þessa "traustu efnahagsstjórn"Pinch


mbl.is Ríkið skuldar 653 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er afleitur bloggari ... en boða endurkomu bráðlega ..

Ég verð að játa sekt mína og viðurkenna uppá mig hrikalega bloggleti. Enda hef ég varla kveikt á tölvu síðan rétt fyrir áramót. Ég hef ætíð unnið við tölvur og vildi kynnast því á ný að lifa án þeirra. Sem var reyndar ágætis upplifun og nýt ég mín ágætlega sem heimavinnandi húskarl! Cool

En ég er að undirbúa nokkrar greinar og eiga þær eftir að vekja upp umræðu þegar að því kemur að ég birti þær. Ég er því fjarri hættur að blogga, það eina sem hefur hrjáð mig undanfarið er alveg hrikaleg leti, og viðurkenni ég það fúslega. Ég vona samt að einhver þarna úti hafi saknað mín að einhverju leyti! Crying Wink 

En ég kem tíefldur til baka mjög fljótlega!  


Gleðilegt ár!

fireworks.jpgÉg vil þakka öllum þeim sem hafa lagt leið sína inná vefsetur mitt á árinu 2008. Eftir þrjá mánuði á ég tveggja ára bloggafmæli og hafa árin tvö verið afar viðburðarrík í lífi mínu. Á þessum tíma hefur gengið á með skúrum og sólskini.

Ég hef oft og mörgum sinnum lent í "heitum umræðum" vegna skrifa minna og hefur það oft tekið á allri sálu minni. En til þess er leikurinn gerður, góð og málefnaleg skoðanaskipti eru þau sem ég leitast eftir og oftast fæ slík viðbrögð frá því góða fólki sem gerir athugasemdir hjá mér. Ég þakka ykkur öllum fyrir það!

En nú taka nýir tímar við og ætla ég að huga að námi og rækta hann eins og mínu valdi stendur. Því undanfarnar vikur hafa verið alveg hrikalega annasamar og hef ég lítið sem ekkert verið við bloggið, en nú verður breyting þar á, því ég er ekki hættur að teikna skopmyndir af ráðamönnum og málefnum líðandi stundar, og kem aftur tvíefldur eftir áramót!

Guð blessi ykkur öll og vona ég að þið hafið haft það gott yfir hátíðarnar!


Til fyrirmyndar!

nativityscene.jpgÞað er gleðilefni að landsmenn eru farnir að nota reiðufé fremur en debet og kreditkort. Eru ekki gjöld til bankanna nógu há? Og enginn er þá að eyða um efni fram.

Annars vil ég nota tækifærið og óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Guð blessi ykkur og geymi um ókomna tíð.


mbl.is Jólin greidd út í hönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttum út hjálparhönd

Ég tek ofan fyrir óeigingjörnu og ómetanlegu starfi Ásgerði Jónu Flosadóttur sem hún rekur í mynd Fjölskylduhjálparinnar. Það er sagt frá því í viðtengdri grein:

Hægt er að leggja inn á reikning Fjölskylduhjálpar: 101-26-66090, kt. 660903-2590. Einnig er hægt að koma með matargjafir á staðinn, Eskihlíð 2-4. Einnig er tekið við fötum, bæði notuðum og nýjum.

Ég hvet alla sem vettlingi geta haldið að gefa af alsnægtum sínum í þetta starf hennar Ásgerðar

Ritað er:

Síðara Korintubréf 8:2-3
2 Þrátt fyrir þær miklu þrengingar, sem þeir hafa orðið að reyna, hefur ríkdómur gleði þeirra og hin djúpa fátækt leitt í ljós gnægð örlætis hjá þeim.

3 Ég get vottað það, hversu þeir hafa gefið eftir megni, já, um megn fram. Af eigin hvötum.

Á þessum erfiðu tímum þá verðum við að standa saman um þjóð okkar, og hugsa um alla þegna landsins til jafns. Er ekki ritað:

Matteusarguðspjall 7:12
12 Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir. 

Ásdís bloggvinkona tók af skarið og sýndi rétt fordæmi skoraði á okkur að fylgja því. Reynum að lifa eftir ofangreindu versi og elskum náunga okkar eins hann/hún værum við sjálf. Heart

 


mbl.is Fólk grætur fyrir framan okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Davíð Oddsson nýr formaður Frjálslyndaflokksins?

davidoddssonSeðlabankastjóri kann því illa að hann sé gerður að blóraböggli, sérstaklega vegna  þess að hann var margbúinn að aðvara ríkisstjórnina um að ekki væri allt með felldu hjá bönkunum. Án þess að hún brygðist  við. Á fundi hjá viðskiptanefnd í morgun hæddi hann ríkisstjórnina með því að skjóta sér á bak við bankaleynd en það var einmitt í skjóli bankaleyndar sem fjárglæframennirnir féflettu landslýð.

Davíð Oddsson seðlabankastjóri, hefur gefið ríkisstjórninni gula spjaldið og skilaboðin eru skýr: Hann ætlar ekki að hætta sjálfviljugur ef hann verður látinn hætta mun hann hella sér út í pólitík aftur.

Á sama tíma hefur það spurst að Davíð hafi áttað sig á að orsaka efnahagsvandans megi rekja til kvótakerfisins, enda skuldar sjávarútvegurinn ca. 400% af ársveltu sinni.
Hver hefur svo bariist gegn kvótakerfinu öll þessi ár? Frjálslyndiflokkurinn. Þess vegna ætti Davíð kannski heima þar, en þetta eru bara mínar pælingar.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 588367

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband