Færsluflokkur: Spaugilegt

Össur kyssir ekki vöndinn ... (skopmynd)

Svona sé ég málið fyrir mér þar sem þau geta ekki komið sér saman um hvort er rétt. Á þessari mynd er Ingibjörg Sólrún að skamma Össur fyrir að beita vendinum á þjóð sem hefur Íslendinga í heljargreipum sínum.  Wink Ég vona að myndin tali sínu máli!

 

ossur_726447.jpg

 


mbl.is Kyssir ekki á vönd kvalaranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Könnun ... ég þarf álit ykkar ...

Undanfarið hef ég verið að teikna skopmyndir á þessu bloggi mínu. Ég setti upp könnun hér vinstra megin á síðunni þar sem ég spyr hvort sé grundvöllur fyrir að ég haldi slíku áfram. Ef viðbrögðin eru jákvæð, þá held ég ótrauður áfram að teikna skopteikningar af málefnum líðandi stundar, ef neikvætt þá geri ég ekkert slíkt.

Ég ber þetta undir ykkur kæru lesendur, til þess eins að vita hvort þessi vinna mín borgi sig og hvort þið hafið jafn gaman myndunum og ég hef að búa þær til. Cool

 

Ég sem prestur ...

 

Þessi mynd hér ofar, gerði ég síðast liðinn öskudag (ég mætti þá sem prestur í vinnuna Tounge, fannst það viðeigandi) af sjálfum mér með því snilldar forriti Micro$oft Paint ... hvað finnst ykkur? Á ég að halda þessu áfram? FootinMouth Látið í ykkur heyra, könnunin er neðst vinstra megin á síðunni.  Smile


Svona sjá Íslendingar Gordon Brown (önnur skopmynd) !

Eftir að hafa fengið svona jákvæð viðbrögð við seinustu skopteikningu minni, þá ætla ég að birta aðra og jafnvel að gera þetta oftar ef fólki líst vel á.

En hér er svo Gordon Brown eins og flestir landsmenn sjá hann fyrir sér eins og er, hann er gráðugur sparibaukur sem vill gleypa upp sparifé okkar.

Gordon sparigrís ...

Ég vona bara að Stoltenberg nái að tala vit fyrir honum!!


mbl.is Stoltenberg ræddi um Ísland við Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skopmynd af Geira að redda þjóðinni ...

 

geir-i-lit.jpg

 


(Smellið 2x á myndina til þess að fá hana stærri)

Hér er skopmynd sem ég gerði í morgun af Geira okkar að taka "skynsamlega" á fjármálakrísu okkar. Hann tekur lán eftir lán eftir lán ... hver á svo að borga? Barna - barna - barna - börnin okkar?

Bretar kúga okkur til samninga vegna Icesave reikninganna, ég er hissa á að þeir hafi ekki beitt valdi sínu innan ESB til þess að koma á okkur hryðjuverkalögum og þvinga okkur til þess að semja ofan á okkur þessa upphæð sem örfáir auðmenn söfnuðu til. Af hverju eigum við að borga slíkar skuldir? Mótmælum svona rugli, og mætum í FRIÐSÖM mótmæli á laugardaginn kemur!


mbl.is Fáum ekki lán nema Icesave deila leysist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm vísbendingar um að Ísland sé að sigla aftur inn í áttunda áratug 20. aldar...

marx.jpgOg hverjar eru þær? Ég fékk þessar ástæður sendar í tölvupósti:

  1. Óðaverðbólga.
  2. Gjaldeyrisskömmtun.
  3. Stríð við breta.
  4. Vinsælasta tónlistin er ABBA og Vilhjálmur Vilhjálmsson.
  5. Forsætisráðherrann heitir Geir og er sjálfstæðismaður.
Það er ekki nema vona að rit Karls Marx séu að seljast upp! Eftir að kapítalisminn féll eins og spilaborg, þá sitja kommarnir eftir og þyrstir eftir völdum! Guð forði okkur frá því ástandi og biðjum þess að svo verði aldrei! FootinMouth

 


mbl.is Auðmagnið selst vel í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við karlarnir erum þá Narcissus-istar...

narcissus.jpgÞað er nefnilega það, við karlarnir erum þá bara allir ríghaldnir ranghugmyndum um okkur sjálfa. Þrátt fyrir þá einföldu staðreynd að það þurfti nú ekki neina rannsókn til þess að komast að þessari einföldu niðurstöðu.

Flestir karlmenn eru þá kannski með Narcissus einkennið. Narcissus var rómverskur guð sem dýrkaði sjálfan sig svo mikið að hann varð alveg harmi sleginn eftir að hafa séð spegilmynd sína á stöðuvatni, þegar hann reyndi að kyssa spegilmyndina hvarf hún, og varð Narcissus fyrir fyrir svo mikilli höfnun og um leið áfalli að hann framdi sjálfsmorð. 
(Myndin er af honum hér til hægri)

Ég er ekki að segja að karlmenn séu eins slæmir og Narcissus, langt í frá, en við berum samt allir vott af hans sjálfsdýrkun oft á tíðum. Er það ekki strákar? Allir karlmenn ættu að skilja hvað ég á við .. svona ef þeir eru heiðarlegir. Whistling

Niðurstaðan er sem sé sú að sumir karlar (og reyndar konur líka) sumir hverjir ofmeta jú bæði fegurð sína sem og persónutöfra rétt eins og Narcissus gerði. Svona hefur þetta nú verið frá upphafi alda og ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart, því ég er sjálfur í þessum hópi, og ofmet sjálfan mig stundum stórlega, enda ekkert augnayndi og eigi maður fullkominn.

En það er svo margt sem bæði kynin ofmeta að þar er varla hægt að telja það upp og tel ég svona rannsóknir aðeins endurtaka það sem allir vita hvort eð er.


mbl.is Karlar ofmeta persónutöfra sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klukk

Jens Sigurjónsson tók uppá því að klukka mig og verð ég við þeirri beiðni:

1.  Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.
 
Háseti
Kjötvinnslumaður
Fiskvinnsumaðu
Tölvustörf

 
2.  Fjórar bíó myndir sem ég held uppá.
 
Jesus from Nazareth
Lord of the Rings
Star Wars serían
Transformers
 
3.  Fjórir staðir sem ég hef búið á.
 
Grindavík
Edmonton
Reykjavík
Laugarvatn
 
4.  Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum.
 
Portúgal
Þýskaland
Bretland
Danmörk
 
5.  fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar.
 
Fréttir
Hell's Kitchen
House
Boston Legal
 
6.  Síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður)
 
visir.is
mbl.is
malefnin.com
kristur.is
 
7.  Fernt matarkyns sem ég held uppá.
 
Jerk kjúklingur frá Jamæku, extra sterkann
Nautasteik með sætum kartöflumús
Ostrur
Kjúklingur með basil og mozzerella osti innan í
 
8.  Fjórar bækur/blöð sem ég les oft.
 
Biblían
Newsweek
Ney York Times
Lifandi vísindi
 
9.  fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna.
 
Í Kanada, nánar tiltekið Edmonton
Róm
París
Eða bara uppí sófa
 
10.  Fjórir bloggarar sem ég klukka.
 
Bryndís Böðvarsdóttir
Flower
Mofi
Jón Valur Jensson

 

Og það var og!


Ég fer uppá Kerlingu í fyrramálið

Eins einkennilega og það hljómar, þá hefur kona mín veitt mér góðfúslegt leyfi til þess að fara uppá kerlingu. Þessi kerling er reyndar 1538 metra há, og er ég nokkuð viss að ég ráði við hana, þrátt fyrir gífurlegan stærðarmun! Whistling

Hér er ljósmynd (sem ég er ekki með mynd af í veskinu) af kerlingunni sem ég ætla uppá:

kerling_stor.jpg

 

 

 

 


Ég er skráður í Ferðafélag Akureyrar og fer ásamt stjúp-tengdaföður mínum á þetta fagra fjalllendi og hef ávalt haft einstakt gaman af svona ferðum.

Til gamans má nefna er fjall sem er mun smærra í sniðum ekki langt frá og heitir það Karl, og hver veit nema ég fari einnig uppá þann Karl í framtíðinni!  Tounge

Bláber !  :)Einnig mun ég eftir fremsta megni að tína ber, en ég þó er ekki frjálslyndari en svo að ég mun tína aðalbláber og það í fötum, þ.e.a.s. ef ég finn stað sem ég má tína þau. 

Ég verð því fjarverandi í nokkra daga á meðan ég er norðan heiða. Cool

 

Guð blessi ykkur á meðan. Halo


Skemmdarverk á meistaraverki ...

Berlusconi ætti að gera iðran hið snarasta! Því ítalski Giovanni Battista Tiepolo (F. Mars 5, 1696 -  D. Mars 27, 1770) var einn af færustu 'Fresco málurum' sem til voru. Mannlíkaminn er fegursta sköpun Drottins, og ekkert til þess að skammast sín fyrir, sérstaklega kvenlíkamann eins um ræðir í þessari frétt. En það sem mér þykir verst er að hann er að ritskoða gömul meistaraverk!  GetLost

Það góða er í þessu öllu saman að um er að ræða afrit og er þetta ekki frummyndin sem hefur verið breytt/eyðilögð. (*phew*) En samt sem áður finnst mér þetta algjör firra, því Berlusconi valdi þessa mynd sjálfur! Ekki vildi ég hleypa þessum manni með tússpenna í neitt listasafn að minnsta kosti! Gasp

Meira að segja Vatíkanið fordæmir þennan verknað, í fréttinni stendur:

Antonio Paolucci, forstjóri safna Vatíkansins var þó ekki skemmt, og sagði það löngu liðna tíð, jafnvel í Vatíkaninu, að list sem sýndi nakta líkama væri ritskoðuð.

Hér ber að lýta nokkrar myndir eftir Giovanni Battista Tiepolo:

493px-giovanni_battista_tiepolo_034.jpg487px-the_death_of_hyacinth.jpggiovannibattistatiepolo_2c1743_2ctheempireofflora.jpghagar.jpgnewtiepolo.jpgst-clement-giovanni_battista_tiepolo.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Brjóstamál Berlusconis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erkiklaufinn Ramsey

Voðalega á ég erfitt með að trúa þessari frétt, því samkvæmt öllu hefði hann átt að fara inná spítala að láta tékka á sér eftir svona miklar hrakfarir! Eins og ég hef gaman að þessum ágæta kokki, finnst mér hann svolítið ofmetinn. Ég hef prófað nokkrar uppskriftir eftir hann og verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum. Frown

Nú situr hann ævilangt með ör eftir Lunda á nefi sínu og fróðlegt verður að sjá andlitið hans eftir þær hremmingar! Mér þykir sæta furðu af hverju var ekki farið með hann á spítala í stað hótelherbergis eins og segir í fréttinni. Jú .... margt er skrýtið í kýrhausnum! LoL


mbl.is Óblíð náttúra og lundar hrelldu Ramsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband