Færsluflokkur: Vefurinn
Þriðjudagur, 16. mars 2010
Er búið að selja moggabloggið? Opið bréf ritstjóra blog.is
Hvað er annars í gangi? Í fyrsta lagi er búið að fjarlægja linkinn sem áður var á forsíðu mbl.is. (Ég bætti inn með rauðu hvar tengillinn var.)
Eina sem situr eftir á mbl.is er kassinn sem birtir blogggreinar!
Sama má segja um forsíðu blog.is sem hefur gerbreyst hvað útlit varðar, og allir rammar og tenglar sem áður tilheyrðu mbl.is hafa greinilega verið fjarlægðir.
Eins hefur efsti ramminn breyst sem blog.is, ég á við innskráningarrammann. Það er búið að fjarlægja mbl.is linkinn sem var alltaf þarna. (Ég bætti inn með rauðu hvar tengillinn var)
Ég spyr þá hæstvirta ritstjóra blog.is:
- Er búið að gera blog.is að sjálfstæðri einingu sem er ekki lengur tengd mbl.is?
- Má búast við einhverjum breytingum? Eins og verður áfram hægt að tengja við fréttir á mbl.is ?
- Af hverju hafa engan tilkynningar verið gefnar úr um málið þar sem auðséð að stórbreyting er um að ræða.
- Verður einhver breyting gerð á skilmálum blog.is í kjölfarið?
- Hver er staða málsins?
Vefurinn | Breytt 17.3.2010 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Mánudagur, 5. október 2009
Kveðjublogg
Jæja nú er undirritaður orðinn Eyjubloggari, ég var að fá aðganginn núna í morgun. Ég mun framvegis vera á slóðinni: http://blog.eyjan.is/gudsteinn/
Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína hingað í gegnum tíðina, sérstaklega þá umsjónarmönnum blog.is sem hafa sýnt einsdæma dugnað við koma upp einstaklega vel heppnuðu og fullkomnu bloggkerfi.
Ég mun reyndar ekki alveg hætta hér, ég mun kíkja hingað annars lagið og máski tengja við eina frétt eða svo. En á eyjuna er ég kominn og sé ég ykkur þar!
Verið þið bless og Guð blessi ykkur öll!
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (48)
Miðvikudagur, 30. september 2009
Guðsteinn.is - mín eigin heimasíða kominn í loftið!
Ég var ásamt góðum vini mínum að setja upp heimasíðu. Hún á eftir að gegna þeim tilgangi að vera eins konar portfolíó fyrir mig og kem ég til með að nota hana til þess að koma mér á framfæri.
Arnar Geir Kárason er sá sem hjálpaði mér hvað mest við þetta, hann á og rekur fyrirtækið A2.is og er heimasíðan keyrð á kerfi frá honum. Útlitshönnunin var algerlega mín en Arnar sá um mest alla forritun og að setja inn kerfið og er ég honum eilíflega þakklátur.
Hér er skjámynd af síðunni fyrir þá sem nenna ekki að smella á þennan link sem leiðir þig inná guðsteinn.is. Ég keypti nefnilega lénið með íslenskum stöfum, sem þýðir að það er hægt að slá inn bæði: http://gudsteinn.is og http://guðsteinn.is - mér fannst þetta gefa nafni mínu meiri brag!
Ég vona að þið fylgist með þróun þessa vefseturs, ég læt svo vita hver framþróunin verður.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 05:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 24. september 2009
Fólk flýr blog.is - Opið bréf til ritstjórnar blog.is
Ég er með marga bloggvini, og það eru að hrúgast inn skilaboð í einkaskilaboðakerfinu frá fólki sem ætlar að yfirgefa blog.is í mótmælaskyni við ráðningu Davíðs Oddssonar sem ritstjóra morgunblaðsins. Einstakir, sem þó eru færri fagna svo ráðningu Davíðs en eru þeir í miklum minnihluta.
Mín spurning er því sú, og beini ég henni að ritstjórn blog.is:- Hefur einhver breytt ritstjórnarstefna blog.is verið rædd með tilkomu nýs ritstjóra Morgunblaðsins?
- Verður einhver niðurskurður á þjónustu blog.is eða getum við andað rólega?
- Því Gróa á leiti er dugleg kerling og margir hafa jafnvel rætt að ætti að loka blog.is endanlega?
Stórt er spurt, og vænti ég svara frá ykkur kæra ritstjórn og bið ég ykkur um að gera athugasemdir fyrir allra augu svo að fólk geti andað léttar.
Vefurinn | Breytt 25.9.2009 kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fimmtudagur, 24. september 2009
Ég á ekki orð!
Þriðjudagur, 22. september 2009
Öndum með nefinu!
Þótt að allir slúður miðlar landsins halda ekki vatni, þá getum við vel haldið í okkur. Það er moggin sjálfur sem ræður þessu sjálfur og ræður hvaða fólk það vill fá til starfa, það er alls ekki DV eða Vísir.is eins og margir hafa gleypt hráu.
Eða eins og sagt er á ensku: Time will tell. eða tíminn mun leiða þetta ljós.
Við sjáum bara til hvað gerist á fimmtudaginn.
Þessa teiknaði ég fyrir einhverju síðan, og er aðeins til áminningar ...
Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 15. september 2009
Hvað er góður bloggari?
Ég fór að velta þessu fyrir mér í kjölfar fréttar DV um helgina og sömuleiðis færslu Jens Guð um málið.
En hvað er það sem gerir mann að góðum bloggara?
Stórt er spurt, og fátt er um svör, þess vegna set ég spurningarmerki við einhverja nefnd sem fyrir yfir svona lagað. Þetta minnir á Evróvision hér í gamla daga, fremur kýs ég að halda kosningu og skora á Blog.is að standa fyrir slíku. Því ekki er nóg að birta vinsældarlista, því margur hataður hefur komist á þann lista, bara vegna þess að viðkomandi er umdeildur. Kosning væri betri leið og gæfi betri raunmynd af hver er talinn vera góður bloggari í lýðræðslegri kosningu.
Hvaða blogghring tek ég?
Fyrst að nefndin skilaði sínu áliti þá hlýt ég að eiga rétt á mínu. Ef við tökum fyrir bloggflokkanna, ekki alla, en allavegna þá helstu, þetta eru þeir sem ég er vanur að skoða í mínum "blogghring" en tek fram að þetta er ekki tæmandi listi og skoða ég mun fleiri blogg en talinn eru upp hér að neðan:
Sigurður Þórðarson - góður vinur og traustur sem hefur margt til málanna að leggja í samfélaginu, réttlætisrödd hans má ekki þagna.
Sigurður Þorsteinsson - hér er flottur maður á ferð, sem kann að spyrja réttra spurninga.
Pólitíkusar sem blogga:
Eyþór Arnalds - hann er umdeildur en með gott hjarta sem ég kann vel við.
Jón Magnússon - við Jón störfuðum saman innan FF, og kunni ég ágætlega við hann.
Sigurjón Þórðarson - af hverju er þessi maður ekki ennþá inná þingi? Hann gæti gert meira gagn en margur annar þingmaðurinn.
Trúmál:
Jón Valur Jensson - einn umdeildasti bloggari Íslands, hann er ýmist dáður eða hataður, en ég kann vel við karlinn og tel hann meðal góðra vina.
Mofi / Halldór Magnússon - það er ekkert leyndarmál að við Mofi erum góðir vinir, og ekki bara hér á blogginu. Við þurfum bara að forðast umræður um svínakjöt og sköpunina! Þá erum við fínir saman og gott "team"!
Rósa Aðalsteinsdóttir - hreint yndisleg kona með hjarta úr skíra gulli. Stundum kölluð "Vopnafjarðar Rósa" sem kallar ekki allt ömmu sína.
Svanur Gísli - Bæhæisti sem er gaman að skrifast á við. Hann hefur oft gott til málanna að leggja.
Fjölskyldumál:
Ásthildur Cesil - Yndisleg kona sem þykir vænt um sína fjölskyldu, og ég um hana.
Matur:
Soffía Gísladóttir - er með hreint frábært blogg! Fjallar bara um mat!
Elín Helga Egilsdóttir - er einnig með flottar uppskriftir.
Bloggari af hjartanu:
Í mínum huga er góður bloggari sá/sú sem skrifar frá hjartanu, ekkert er betra en lesa góða hjartnæma grein frá skynsömu fólki. Ég nefni sem dæmi Hrannar Baldursson sem er penni af Guðs náð og alltaf skemmtilegt að lesa eftir hann, enda er hann skynsamur í alla staði eftir skrifum hans að dæma.
Dægurmálablogg og fleira:
Sverrir Stormsker - hann er kann að ýta á kaun margra og er annaðhvort elskaður eða hataður, orðljótur og guðleysingi með meiru. En eftir að ég kynntist honum persónulega, þá skil ég hann betur og kann að meta það sem hann skrifar. Hann er besti dægurmálabloggarinn að mínu mati og fáir sem skáka honum.
Jens Guð - hann skrifar oft fína pistla, og best finnast mér þeir sem fjalla um tónlist, því þar kemur þú ekki að tómum kofanum!
Jenný Anna - umdeild en ókrýnd drottning dægurbloggsins. Ég kann vel við þá konu, þótt misjöfn sé eins og allir sem ganga um græna jörð.
Niðurstaða:
Hvað er þá góður bloggari í mínum huga: hann/hún á að vera varkár í nærveru sálar, skrifa af skynsemi og einnig frá hjartanu. Viðkomandi á að trúa á frjálsa tjáningu og beita ritstýringu sem neyðartæki, því mikill er munur á ritstýringu og ritskoðun. Það er þetta að mínu mati sem prýðir góðan bloggara.
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Stórskemmtilegur þjóðernisteljari
Ég var að detta inná alveg stórskemmtilegan teljara sem telur frá hvaða ríki fólk skoðar bloggið þitt úr frá IP tölu. Teljarann setti ég hér að neðan og lítur hann svona út:
Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Ég breytti merkjum allra flokka, og geri stólpagrín að þeim öllum !!
Í kjölfar þessarar könnunar þá varð ég nú að endurbæta merki hinna flokkanna líka, fyrst ég fór svona illa með vesalings Sjálfgræðismennina og gæta jöfnuðar.
Að gefnu tilefni þá þetta grín og ber ekki að taka hátíðlega, og bið ég viðkvæma um að loka augunum!
En hér eru svo ný og endurbætt merki eins og þau koma mér fyrir sjónir:
Sem eru greinilega í einstefnuakstri inní ESB, alveg sama hvað það kostar.
Vinstrihreyfingin grænt framboð:
Eftir að þeir fengu meintan styrk frá Geira í Goldfinger, þá mátti ég til!
Heitir þetta ekki annars Borgarahreyfingin?!?
Þarf ég að segja meira? Tómatsósusletta og jólasveinahúfa ...
Miðað við tengda skoðanakönnun þá er þetta viðeigandi nafn!
Svo var ég búinn að gera fyrir Framsóknarflokkinn sem þóknaðist ekki að setja mig á óvinalistann sinn víðfræga, ég er ennþá hálf móðgaður fyrir að vera ekki á honum!
... og að lokum meistaraverkið sem er endurbætt merki SjálfstæðisFLokksins:
Ókrýndur konungur fimmaura brandaranna hefur talað. Góðar stundir og gleðilegt sumar!
Dregur saman með flokkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt 24.4.2009 kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Gagnrýni á auglýsingar allra flokkanna
Ég var að fletta í gegnum blöðin síðustu daga, og sé að það er talsverður munur á gæðum auglýsinganna, og er auðséð hver á peninganna í þessu tilfelli. Ég ætla að reyna að vera hlutlaus í þetta skipti, en auðvitað verð ég að pota smá áróður með!
Þökk sé vísi.is gat ég nálgast þessar auglýsingar þar sem þeir geyma blöðin á PDF formi, og þakka ég þeim kærlega fyrir þann myndugleika.
Til þess að stækka auglýsingarnar, þarf að smella á þær tvisvar, plássins vegna get ég ekki haft þær stærri.
Ég tek aðeins fyrir prentmiðlanna í þetta skiptið og hefst nú lesturinn:
Framsóknarflokkurinn - merkin (ég læt hin mörgu andlit Framsóknar fylgja með, bara uppá grínið):
Framsóknarmenn eiga greinilega erfitt með að gera upp hug sinn hvað kennimerki varðar. En nýjasta útspilið er seinasta merkið sem er eins og hjarta í laginu, sem ég verð að segja er vel útfærð og góð hönnun, þrátt fyrir erfileika að gera upp hug sinn.
Framsóknarflokkurinn - auglýsingar
Fyrsta auglýsingin er allt of "busy", og vísar meira til óreiðu en stöðuleika. Eins ofnota þeir græna litinn að mínu mati, það er vel hægt að skapa öndunarpláss með hvítu og haft grænan með, mér finnst akstursauglýsingin gott dæmi um það, þetta virkar á mig sem græn klessa.
X-B einkunn:
Merki: 8.5
Auglýsingar: 6.0
Fálkinn er einstaklega vel heppnað eintak af kennimerki, hann er vel úthugsaður og fallegur. Hann höfðar til trausts og stöðuleika, sem ég vildi að væri raunin með þá. Ég varð auðvitað að láta mína tillögu af D-fálkanum fylgja með!
Sjálfstæðisflokkurinn - auglýsingar:
Fyrsta myndin af Þorgerði Katrínu minnir helst of mikið á nýríkann kapítalista, hún er afar vel photoshopuð og hvorki hrukka né bóla til staðar á henni. Hún er of Barbie-leg að mínu mati og í þjóðfélaginu í dag, fyllast margir velgju við að sjá myndir af nýríkum Íslendingum sem minna á árið 2007, það nákvæmlega sömu sögu er að segja um alla aðra frambjóðendur íhaldsins, Bjarni Ben er eins Ken hennar Barbie í sinni mynd.
Hópmyndin minnir mig helst á bandaríska sjónvarpsþætti sem heita "Brady Bunch", og er þar kominn saman hópur af nýríkum íslendingum sem varla eina hrukku má sjá.
Síðastu myndinni af Bjarna hefðu þeir betur sleppt, þessa "trúverðugu leið" þeirra er búið að slá út af borðinu af forssvarsmönnum ESB, þeir hefðu mátt vinna heimvinnu sína betur áður en auglýsingin fór í loftið þar sem þessi leið er ekki trúverðug lengur, fremur en "traust efnahagsstjórn" þeirra Sjálfstæðismanna.
Eitt mega þeir þó eiga, auglýsingar þeirra eru stílhreinar og koma skilaboðunum til skila, þær eru fágaðar og ekki of "busy" eins og tilfelli framsóknarmanna.
X-D einkunn:
Merki: 10
Auglýsingar: 6.5
Þessu merki er ég ákaflega hrifinn af. Sér í lagi þar sem boðið var uppá svona litaða borða í mótmælunum fyrir þá sem kærðu sig ekki um ofbeldi. Eins er þetta hannað eins og U beygja sem sem sveigir fram hjá gömlu fjórflokkunum, og ber merki um nýja hugsun. Þetta er einfalt og stílhreint, og vona ég innilega aðþessi flokkur dafni og hvet ég þá til þess að falla ekki í gryfju Framsóknar og haldið í þetta merki! Það virkar!
Borgarahreyfingin - augýsingar
Ég fann engar auglýsingar fyrir borgarahreyfinguna aðra þá sem er inni á DV.is og á heimasíðu þeirra. Allt kostar þetta pening og get ég ekki gagnrýnt þá fyrir að eiga þá ekki, en það sem hefur greinilega verið hannað er gert af fagmanni og hef ég ekki mikið útá merki þeirra né auglýsingar að setja, nema þó skort á þeim, en þeir geta lítið gert af því. Þær eru aðlaðandi og þægilegar, öskra ekki á mann og eru vel stílfærðar.
X-0 einkunn:
Merki: 9.5
Auglýsingar: 7.5
Þarna er það, einfaldleikinn í allri sinni mynd. Þessi eini punktur sem sameinar alla A-flokkanna gömlu í einn. Þetta er alveg einstaklega vel lukkað og hittir vel á. Rauður hefur ætíð fylgt jafnaðarmönnumog er einnig tákn ástarinnar.
Þetta eru vel gerðar auglýsingar að mestu leyti. Persónulegu finnst mér öldugangurinn þarna ekki virka, ef þetta væri bara einn litur, og ekki verið að blanda svona mörgum saman þá myndi þetta heppnast að mínu mati betur. Sama má segja um "XS"ið sem er þarna, ég hefði nýtt mér hringinn og haft "S"ið hvítt inní honum. En það virkar vel að nota svart/hvítar myndir af frambjóðendum, því það höfðar til "gömlu góðu daganna" en er samt í nútímabúningi.
X-S einkunn:
Merki: 10
Auglýsingar: 7.5
Ég gerði dauðaleit að auglýsingu frá X-P fólki, en varð erindi ekki sem erfiði, þess vegna er þetta eina merki og get aðeins dæmt út frá því. Þetta er dæmi um afspyrnu lélega hönnun, tvær myndir límdar saman með stifti og texti yfir. Fyrirgefið hvað ég er harður, en þetta er ekki minn smekkur.
X-P einkunn:
Merki: 1.5
Vinstrihreyfingin grænt framboð - merki
Þetta minnir næu helst á tré sem þarf að snyrta. Alltaf hefur mér þótt þetta skrítið merki, og finnst mér hugmyndin ekki alveg nógu vel útfærð.
Vinstrihreyfingin grænt framboð - auglýsingar
Þessi "extreme close ups" eru ekki alveg að virka á mig. Það er greinilegt að VG þarf að tala við photoshop meistara þeirra D-listamanna! Það er of mikið af upplýsingum inná þessum myndum að mínu mati, ég kæri mig að minnsta kosti ekki um að vita hvar skegghárin á Ögmundi eru staðsett eða fílapenslarnir á Katrínu Jakobs! Úfff ....
En að öðruleyti er hönnunin ágætt, þessi hálf gegnsæi rammi er alveg að virka og kemur skilaboðunum vel til skila.
X-V einkunn:
Merki: 6
Auglýsingar: 7.0
Þetta er eins málinu hafi verið reddað í "word art", svo afspyrnu lélegt finnst mér þetta merki. Ég gerði tillögur um breytingar þegar ég var þarna innanborðs, en talaði fyrir daufum eyrum. Andlitslyfting á grafíkinni hefði virkilega hjálpað þeim og farið af stað með endurnýjaða ímynd.
Frjálslyndiflokkurinn -auglýsingar
Sama á við um þessar auglýsingar, þetta er eins og krakki með litakassa hafi gert þessi ósköp!
X-V einkunn:
Merki: 1.0
Auglýsingar: 1.0
Þá er þessum langa pistli mínum lokið og þakka ég lesturinn.
Vefurinn | Breytt 22.4.2009 kl. 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson