Færsluflokkur: Vefurinn

Íhaldið slær fyrir neðan beltisstað

Ég vísa á mína síðustu grein um málfrelsið og Ástþór, sem er sennilega gamall hippi sem er notar sömu takta og hipparnir gerðu forðum. Ég held að hann sé besta sál og vill vel til, hann er bara soddan klaufi og eyðileggur hvað mest fyrir sér sjálfum stundum.

En núna er verulega farið yfir strikið, og er Ástþór hálfgerður engill í samanburði. Málfrelsi er það dýrmætasta sem við eigum í okkar lýðræðissamfélagi, en það er vissulega hægt að misnota það frelsi sem okkur er gefið.

Hér er eitt slíkt dæmi:

Hópur sem kallar sig ahahóprinn, (sem hefur ekki manndóm til þess að koma fram undir réttum formerkjum) og eru bersýnilega tendir við sama hræðsluáróður og íhaldið er með í auglýsingum sínum.

Þeir hafa reyndar breytt þessari mynd sem var upphaflega svona (fékk þetta lánað hjá Jenný Önnu bloggvinkonu)

 

Fyrsta útgáfan
 
Eftir að þessi mynd birtist og fékk mjög hörð viðbrögð, þá hafa þeir breytt henni í þessa og bætt henni við á sitt vefsetur:
 
seinni útgáfan

Öll gagnrýni á rétt á sér, en hún verður að vera réttmæt, ekki skítkast! Orðin "Spilling" og "hagsmunatengsl" eru orð sem íhaldið ætti að fara sparlega með þessa daganna. Þeir sem búa í glerhúsum sem fengust á yfirverði í góðærinu, eiga ekki efni á því að vera í grjótkasti í þeim miðjum.
 
Eigum við ekki að halda okkur við að gagnrýna málefnin, og sleppa svona skítkasti? Virðum málfreslið okkar og komum með mótrök, ekki rökleysu sem þessa.
 

mbl.is Kallaði lögreglu að Útvarpshúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveggja ára bloggafmæli

Í þessum mánuði, eða nánartiltekið í dag á ég tveggja ára bloggafmæli. Þessi tími hefur verið mér afar dýrmætur, ég hef fengið tækifæri að tjá mínar skoðanir nánast aðfinnslu laust. Og ber ég kærar þakkir til ritstjórnar blog.is sem og forritaranna, kerfisstjóranna og alla sem þar vinna. Cool

Takk fyrir mig segi ég bara! Smile

Hér er smá ágrip af bloggsögu minni og hvernig bloggið bókstaflega breytti lífi mínu:

Framtíðar fjölskyldulíf?  :-/Fjölmiðlar
Það hefur gengið á ýmsu þegar ég tjái mig, í ófá skipti hef ég ratað í blöðin, og á ég þá við prentmiðlanna. Ég birtist þó nokkrum sinnum í 24 stundum, og einu sinni í "Blaðinu" þegar góðærið stóð sem hæst. Eins hafa nokkrar greinar ratað í Morgunblaðið sjálft, mér til mikillar gleði. Ekki set ég út á að þeir birti greinar sem ég óska konum til hamingju með daginn á konudaginn, þegar ég bið fyrir ljósmæðrum, eða þegar ég stend fyrir kosningu um vinsælasta kristna bloggarann.

Eina sem er, að ég vissi aldrei af birtingu þessara greina, yfirleitt var það fjölskylda mín sem lét mig vita og það stundum nokkrum dögum eftir að greinin birtist. 

Mér tókst meira að segja að komast á vísi.is og Víkurfréttir þegar ég var með undirskriftarsöfnun handa sjómanni einum.

Ég vona bara að ég sé ekki fjölskyldu minni til skammar með þessum skrifum mínum. Shocking

Eins hef ég stundum ratað í aðra miðla en þennan í gegnum þetta blogg, eins og til dæmis þegar blogg Skúla Skúlasonar var lokað mótmælti ég hástöfum, og fyrir vikið endaði ég í viðtalsþætti á Útvarpi Sögu sem viðmælandi.  Eins hef ég nokkrum sinnum komið fram í þáttum Friðriks Schrams, prests kirkju minnar: ,,Um trúna og tilveruna" sem Omega sýnir fyrir kirkju mína. Fyrir allt þetta er ég Guði afar þakklátur, þvi enginn nema hann gat komið þessu svona til vegar.

Vantrúar ,,söfnuðurinn" Tounge (eða eins og ég kalla hann, ekki móðgast vantrúarmenn!)
Í gegnum allt þetta hefur lítill hópur manna sem kenna sig við guðleysingja félagsskapinn Vantrú oft fengið að tjá sig á bloggi mínu, sumum til mikillar gremju þar sem ég leyfi mönnum að tjá sig og koma sínu á framfæri. Oft hef ég verið gagnrýndur að sýna þessum mönnum linkind, en satt best að segja kann ég bara ekkert illa við þá, þótt ég telji þá stundum vera afar dónalega og aðgangsharða.

En ég trúi og veit að það borgar sig að leyfa fólki að tjá sig fremur en að þagga niður í þeim, því það er sjálfsagður réttur hvers einstaklings að fá að tjá sína skoðun, sama hversu vitlaus hún kann að vera, því það sem mér finnst kannski vitlaust finnst öðrum viturlegt, og enginn getur breytt því.

Ert þú háður?   ;)Ég er ekki sammála einu orði sem þeir segja um Guð eða kristni, en þegar til alls kemur, eru þetta alls ekki slæmir einstaklingar. Til dæmis hefur kærleiksmaðurinn Hjalti Rúnar, meðlimur þessa hóps gert þó nokkrar greinar um mig eða mín orð. LoL Eins gerðu þeir grín af mér þegar seinasta bænaganga var haldinn, og hafði ég reyndar lúmskt gaman að því. Tounge

Guð blessi ykkur kæru vantrúarmenn, og megi þið loka augunum í hvert sinn sem þulan á Rúv ber kross um háls sér! Wink

Fjölskyldu áhyggjur
N
okkrir í ættinni minni halda að ég sé kominn í einhvern ,,sértrúarsöfnuð", sem er aldeilis ekki rétt, því Hin Íslenska Kristskirkja, sem ég er meðlimur í, hét í gamla daga ,,ungt fólk með hlutverk" og var innan þjóðkirkjunnar. Í dag er sá söfnuður sjálfstæður, og er engan veginn ,,sértrúarsöfnuður" og er ósköp venjuleg Lútersk kirkja og er ég stoltur meðlimur hennar. Smile

En þið megið halda það sem þið viljið og hafið ekki áhyggjur af því að ég lendi í klónum á ofsatrúarmönnum. Ég er orðinn of sjóaður til þess eftir fjórtán ára trúargöngu. Cool

Listir og matargerð
Hér er lausnin!  :DGlöggir lesendur hafa tekið eftir því að ég er listamaður inn við beinið, og gerðist það meira að segja árið 2007 að ég og Steina H. Sigurðardóttir skipulögðum fyrstu bloggsamsýningu á verkum okkar, og tókst það ákaflega vel til! Einnig hef ég verið að gera grín af ráðamönnum þjóðarinnar með skopteikningum, sem ég vona að þið hafið notið.

Eins hef ég verið birta uppskriftir eftir mig (meira að segja án klæða! Blush) og vona ég að þið hafið notið.

Þá lýkur þessum langa annáli mínum yfir tveggja ára bloggferilinn minn, og vona ég að fái að njóta þess að vera með ykkur sem allra lengst.

Ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa lesið þessa pistla mína í gegnum þessi tvö ár, og Guð blessi ykkur öll!

 


Uppskrift af því sem kemst næst því að vera Subway smákökur

cookie.jpgEftir mikla leit fann ég uppskrift frá framleiðanda Subway (Fyrirtækið Otis Spunkmeyer framleiðir þetta fyrir Subway) smákaka, eða það sem kemst næst því. Ég þori að veðja að ég er ekki sá eini sem þykir þessar kökur vera algjört hnossgæti! En hér er uppskrifin sem ég fann á þessari vefsíðu og þýddi ég hana fyrir þá sem ekki kunna ensku:

Hráefni:
290 g  hveiti
1 tsk matarsódi
225 g smjör
50 g sykur
110 g púðursykur
1 tsk vanilludropar
1 pk royal vanillubúðingur
2 stór egg
Smartíes eða súkkulaði eftir hentisemi.

Aðferð:
Hveiti og matarsóda er blandað saman í skál og sett til hliðar.
Linað smjör, sykur, púðursykur og vanilludropar er blandað saman og hrært í hrærivél.
Vanillubúðingsdufti er blandað saman við og síðan eitt og eitt egg. Gott að hræra aðeins á milli.
Að lokum er hveitiblöndunni ásamt súkkulaðinu blandað saman við.
Bakað við 175 gráður í ca. 10-12 mínútur.

Þetta er sem sé grunn uppskriftin af smákökunum sem Subway selur, þær eru auðvitað ekki nákvæmlega eins, en alveg furðu nálægt því. Ég prófaði til dæmis að nota pecanhnetur og smarties í mínar og kom það afspyrnu vel út! Hafið í huga að geyma þær helst í pokum, þar sem þær þorna fljótt og verða harðar. 

Verði ykkur að góðu, þegar ég bakaði þessar varð mikil kátína á mínu heimili, stundum elska ég að vera heimavinnandi húskarl, því brosið á þeim borðuðu þetta, gerir þetta allt þess virði ! Cool


Gleðilegt ár!

fireworks.jpgÉg vil þakka öllum þeim sem hafa lagt leið sína inná vefsetur mitt á árinu 2008. Eftir þrjá mánuði á ég tveggja ára bloggafmæli og hafa árin tvö verið afar viðburðarrík í lífi mínu. Á þessum tíma hefur gengið á með skúrum og sólskini.

Ég hef oft og mörgum sinnum lent í "heitum umræðum" vegna skrifa minna og hefur það oft tekið á allri sálu minni. En til þess er leikurinn gerður, góð og málefnaleg skoðanaskipti eru þau sem ég leitast eftir og oftast fæ slík viðbrögð frá því góða fólki sem gerir athugasemdir hjá mér. Ég þakka ykkur öllum fyrir það!

En nú taka nýir tímar við og ætla ég að huga að námi og rækta hann eins og mínu valdi stendur. Því undanfarnar vikur hafa verið alveg hrikalega annasamar og hef ég lítið sem ekkert verið við bloggið, en nú verður breyting þar á, því ég er ekki hættur að teikna skopmyndir af ráðamönnum og málefnum líðandi stundar, og kem aftur tvíefldur eftir áramót!

Guð blessi ykkur öll og vona ég að þið hafið haft það gott yfir hátíðarnar!


Gott kerfi hjá blog.is

Þótt ég sé vissulega ósáttur við að missa útlitið mitt sem ég lagði svo mikinn metnað í, þá er það einungis tímabundið. Nú eru allir sem einn komnir með appelsínu útlitið góða .. Shocking En ég verð samt að nota tækifærið og hrósa moggamönnum fyrir afspyrnu notendavænt og þægilegt kerfi.

En við bíðum og sjáum til hvað setur eftir lagfæringar hjá þeim. Og gleymum ekki að sýna þeim þolinmæði því ekkert kerfi er fullkomið, þótt gott sé.


mbl.is Bloggið opnað að hluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsingafrelsi!

Ég loksins búinn að kaupa mig undan þessari hvimleiðu auglýsingu sem moggamenn settu hægra megin hjá okkur bloggurum! Þvílík frelsun undan þessum ófögnuði, sem ég verð að segja að hefur alltaf farið doldið í taugarnar á mér!  Shocking

En það góða er að hafa að minnsta kosti val um þetta, verra væri ef engan veginn væri hægt að losna við þetta ...

 

Frelsi

 

Lengi lifi frelsið!!  Wink

 


Við þurfum að finna hinn gullna meðalveg!

MálfrelsiHvað er þá rétt ritskoðunarstefna? Sjálfur hef legið undir ámæli frá trúsystkinum mínum að vera alltof linur í þessum efnum. Ég leyfi öllum að tjá sig sama hver það er, og hefur það stundum farið útí öfgar þessi frjálslynda stefna hjá mér.

Sumir trúbræður mínir hafa skammað mig fyrir að leyfa trúleysingjum og öðrum að hertaka umræðurnar, og skil ég vel sjónarmið þeirra, en mér finnst betra að leyfa orðum þeirra að standa og leyfa öðrum að dæma sjálft hver er með öfgar.

Það er ekki á dagskrá að breyta þessari stefnu, en ég vísa samt í höfundarsíðuna þar sem ákveðnir skilmálar eru og mun ég reyna að fylgja eftir bestu samvisku. Því það sem ég er að reyna að breyta í mínum veika mætti er það mannorð sem kristnir hafa skapað sér, við erum mörg hver úthrópuð "ritskoðarar" og sögð "hefta málfrelsi". Ég er ekki sammála trúsystkinum mínum í ritskoðunarstefnu sumra þeirra, en það er bara ég. Whistling

En reyndar verð ég að viðurkenna að ég er með tvo aðila í banni. En það er vegna þess að innlegg annars þeirra voru hreint og beint svívirðileg, og hinn hafði ég engan húmor fyrir, enda kallaði hann sig Jesú Krist, ég kæri mig ekki um slíka kjána í mínum húsum!GetLost

Því hvað er blogg annað hús manns? Ef einhver kemur inn og hefur hægðir í anddyrinu hjá þér, ertu viss um að þú viljir þann aðila aftur í heimsókn? Nei. Svo mikið er víst. Það gildir um þá sem slíkt gjöra og taki þeir það til sín sem eiga það skilið.

En ekki líst mér á þessar reglur í fréttinni, og ef eftir þeim verður farið þá á mikið eftir að breytast. En eins og bent er réttilega á í fréttinni er einungis talað um vandamálið og engar lausnir. Þess vegna skulum við halda vatni yfir þessum tíðindum og taka þeim með fyrirvara. Cool Þess vegna verðum við að setja okkur eigin siðferðisreglur og reyna hvað best að fara eftir þeim.


mbl.is Vilja setja hömlur á bloggara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð ókeypis vírusvörn

xpviruseditionEftir að AVG hætti að vera ókeypis þá fór ég á stúfanna og kynnti mér annað sem var í boði. Fyrir valinu varð Avast vírusvörnin og er hún ókeypis. Cool Allt er til staðar sem til þarf að halda netnotkun öruggri, og menn verða að fikta sig áfram í þeim efnum.

Ég reyndar skora á Friðrik Skúlason að gera mér betra tilboð í þessum efnum, enda er hans vírusvörn alveg afspyrnu góð en kostar peninga sem nörd eins og ég er ekki tilbúinn að greiða. Whistling Við erum jú vanir að downloada öllu og ef það er krakkað eða ókeypis þá notum við það frekar. Bandit

Ég setti inn í gamni þessa vafasömu mynd sem mér fannst ákaflega viðeigandi og fyndin! Tounge


Já en til hvers Vantrú !

Ég veit ekki alveg hvað þeir eru að hugsa með þessu gríni sínu, en kannski eru þeir allir gengnir í þennan söfnuð, eða "The Church of the Jedi"!  Tounge Nei ég veit ekki, en skondið var þetta, og verst var að sjá ekki Svarthöfða spila Bingó! Joyful

En svona leit þessi furðulegi gjörningur út:

darthVader

Ég veit að þetta var í gríni gert ... en afhverju? Hvað græða þeir á svona uppákomum? Woundering

 Vantrú: May the force be with you! hehehe ...


mbl.is Svarthöfði á vegum félagsmanna í Vantrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kom fyrir heimsóknarteljarann?

Minn sýnir 2 heimsóknir í dag, en  þessi tala var MUN hærri núna í morgun ...  ? og ekki bara það, heldur er "Frá upphafi" greinilega verið núllstillt líka! Og ekki líst mér það!

Ég er búinn að blogga hérna í meira en ár, og væri mjög sárt að tapa þessum tölum.

 

teljari
 
Hvað er í gangi? FootinMouth Allavegna, ég vona að tæknigúrúar blog.is lagi þetta og endurheimti þessa tölfræði.  Cool
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Smá update:

 

bilun
 
Allt að gerast! Cool (Vona ég allavegna)

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband