Kveðjublogg

Ég .. soldið gráhærður en samt ég!   :DJæja nú er undirritaður orðinn Eyjubloggari, ég var að fá aðganginn núna í morgun. Ég mun framvegis vera á slóðinni: http://blog.eyjan.is/gudsteinn/

Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína hingað í gegnum tíðina, sérstaklega þá umsjónarmönnum blog.is sem hafa sýnt einsdæma dugnað við koma upp einstaklega vel heppnuðu og fullkomnu bloggkerfi. 

Ég mun reyndar ekki alveg hætta hér, ég mun kíkja hingað annars lagið og máski tengja við eina frétt eða svo. En á eyjuna er ég kominn og sé ég ykkur þar!  Cool

Verið þið bless og Guð blessi ykkur öll!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðsteinn !

Heldur; þykja mér raðirnar þynnast, hér á vefsíðum, við þessa ákvörðun þína.

Persónulega; finnst mér Eyjan vera, samkomustaður fremur snobbaðra menntamanna og ESB sinna, að uppistöðu, en þú og þínir líkar, munu eflaust krydda lífið, í því samfélagi, að nokkru.

Tyrfin síða; sem ég fer sjaldan inn á (Eyjan.is), en,........ haf þú þína hentisemi, Guðsteinn minn.

Vona þó, að þú hafir ekki kvatt okkur hér, að fullu og öllu, spjallvinur góður.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 11:49

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei ég hef ekki kvatt að fullu Óskar minn, ég leyfi þessu bloggi að lifa og mun líklega eitthvað nota það í framtíðinni, þótt það verði í minna notað en áður. En ég þakka góð orð Óskar minn og Guð blessi þig og þína.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2009 kl. 12:30

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég sé heilmikið eftir þér.

Sigurður Þórðarson, 5.10.2009 kl. 12:30

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Siggi minn, en ég verð eftir sem áður á nýjum stað.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2009 kl. 12:38

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kominn á Eyju útí Ballarhafi. Fyrsti Krossmaðurinn þar geri ég ráð fyrir. Kannski til bóta. 

Ég er búinn að eyða þér sem bloggvini - já og gleyma þér - því ég les aldrei blogg á Eyjunni nema af og til raus Egils Helgasonar, sem er lélegt, og Guðmundar Magnússonar, sem er gott.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.10.2009 kl. 12:43

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú um það Villi minn, far vel minn kæri.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2009 kl. 13:01

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Æi, ég skal nú eyða á þig nokkrum mínútum á næsta ári, sérstaklega þegar ég heyri gjallarhornið og herópið.

Dabbi er ekki stórt líkþorn á stórutánni á mér, svo ég get vel verið áfram á moggablogginu, enda yrði mér ekki boðið á Eyjuna, sem er heldur litlaust svæði.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.10.2009 kl. 13:06

8 identicon

Það endar með að mbl bjóða mér að koma aftur... sveimérþá :)

DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 13:10

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þann heiður Vilhjálmur!  Fáðu þér nú kaffi og róaðu þig.

Dokksi - úff, heldurðu það?  En jæja, "desperate times call for desperate measures" sjálfsagt! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2009 kl. 13:28

10 Smámynd: Mofi

Til hamingju Guðsteinn...  þú vonandi kíkir eitthvað á mogga bloggið þótt þú flytjir á einhverja eyðieyju :)

Mofi, 5.10.2009 kl. 13:38

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mofi:

  1. Síðan hvenær fórstu að kalla mig Guðstein?
  2. Auðvitað lít ég hér við!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2009 kl. 13:46

12 Smámynd: Mofi

1. þegar ég skamma þig :)        skil þig vel og þetta verður mjög forvitnilegt að fylgjast með eyja blogginu en þú átt skilið smá skammir fyrir að yfirgefa okkur

Mofi, 5.10.2009 kl. 14:22

13 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Nei! Nei! Nei! Af hverju þetta?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.10.2009 kl. 14:37

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Halldór Magnússon / Mofi! - hehehe ... point taken!

Gunnar - samvisku minnar vegna ... en ég bendi samt á orð mín hér ofar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2009 kl. 14:38

15 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Skil ekki þessa ákvörðun, eins og ein góð sagði í dag:  Maður þarf að greiða sér um hárið og fara úr skónum, þegar kíkt er inn á eyjublogg.

Ef bloggheimar eru vígvöllur skoðanaskipta og upplýsinga, er þá ekki betra að vera á vígstöðvunum fremur en að berjast á annarri eyju, með fullri virðingu fyrir eyjunni og öllum þeim ágætu pennum sem þar skrifa.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.10.2009 kl. 14:56

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jenný - ég segi við þig eins og alla aðra hér ofar .... ég er ekki alfarinn!! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2009 kl. 15:09

17 identicon

Ég segi yður; Bloggið ekki eins og hræsnarar um víðan völl, heldur bloggið einir með sjálfum yður.

Bara létt grínelsi hjá mér

DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 15:11

18 Smámynd: Flower

Hey!

Flower, 5.10.2009 kl. 15:15

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - hehehe ...

Flower - hvað?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2009 kl. 15:19

20 Smámynd: Flower

Að yfirgefa mann héðan. En ég mun samt lesa eyjubloggið. Þú ert ekki einn á eyðieyju þar, Dokksi vakir yfir þér

Flower, 5.10.2009 kl. 15:25

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hahahaha ... já, hann vakir yfir hverju sem kallast trúað. Rétt er það Flower, en ég er ekki að fara neitt langt!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2009 kl. 15:31

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég var nú að skoða þessa eyju.is og gat ómögulega fundið hvar átti að skrá sig. Er til einhver linkur þangað Guðsteinn?

Óskar Arnórsson, 5.10.2009 kl. 15:53

23 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Talaðu við Guðmund ritstjóra Óskar, þú finnur upplýsingar um það hér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2009 kl. 16:08

24 Smámynd: brahim

Það er nú svo með þessar liðhlaupa sem eru eins og Rottur sem flýja sökkvandi skip (að þeir halda) að þeir halda allir sínu mogga bloggi til haga !

Af hverju skyldi það nú vera ? gæti það verið vegna þess að þeir vilja bara sjá til hvort að samviskan breytist eitthvað.

Eða að eyjan er ekki lesin eins mikið, og því minna ratings þar.

Eða eru þetta bara hræsnarar sem halda að þeir séu svo mikilvægir, og þess vegna halda þeir í mbl bloggið sem einskonar haldreipi ef hitt bregst.

Segi bara við ykkur liðhlaupana, lokið mbl blogginu alveg og haldið ykkur á nýja staðnum. Fólk verður fljótt að gleyma ykkur.

Því eins og einhversstaðar segir, maður kemur í manns stað.

brahim, 5.10.2009 kl. 16:09

25 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mikið allsvakalega ertu alltaf jákvæður Brahim. Úfff ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2009 kl. 16:15

26 Smámynd: brahim

Þetta er bara staðreynd Guðsteinn.

Sættu þig við það.

brahim, 5.10.2009 kl. 16:17

27 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hafðu bara þína skoðun á því minn kæri.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2009 kl. 16:21

28 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Gakktu á Guðs vegum, þar sem annarstaðar ...

Ragnar Kristján Gestsson, 5.10.2009 kl. 16:49

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

prófa það..

Óskar Arnórsson, 5.10.2009 kl. 16:51

30 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það geri ég pottþétt Ragnar minn.  :)

Óskar -

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2009 kl. 16:56

31 identicon

Vegni þér vel á nýjum vettvangi Guðsteinn minn.

Það er eftirsjá af þér af Mogga blogginu. En það er skiljanlegt... vegna ristjórnar skipta á Morgunblaðinu.

Bestu kveðjur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 18:42

32 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

takk Valgeir Matthías.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2009 kl. 21:31

33 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hEF ALLTAF VIRT ÞIG OG ÞAÐ MINNKAR EKKI NÚ!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.10.2009 kl. 22:36

34 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það verður eftirzjá að þér & þínum eðalpiztlum.

Steingrímur Helgason, 5.10.2009 kl. 22:36

35 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Guðsteinn, áður en þú ferð, værir þú til í að gefa smá notendaleiðbeiningar á því hvernig þú setur inn "flag counter" sé að hægt er að fá kótann ókeypis, en hvernig og hvar setur þú hann inn á síðuna þína.

Með fyrirfram þökk (er enginn sérlegur tölvutrítill bara notandi)

<a href="http://s05.flagcounter.com/more/cD"><img src="http://s05.flagcounter.com/count/cD/bg=FFFFFF/txt=000000/border=CCCCCC/columns=2/maxflags=12/viewers=0/labels=0/" alt="free counters" border="0"></a>

Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.10.2009 kl. 22:48

36 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna B - kærar þakkir!

Zteingrímur - ég er ekki farinn langt!  

Jenný Stefanía - mér er ljúft að svara þér og hér eru leiðbeiningarnar:

  1. Þú ferð inná flagcounter síðuna og velur hvað þú vilt birta, afritar svo kóðann sem upp er gefinn eftir að þú hefur valið.
  2. Síðan ferð þú inní stjórnkerfið og smellir á "Listar", þegar það er búið býrð þú til nýjan lista og velur "HTML box" og límir inn kóðann frá Flagcounter inní þar tilgerðan HTML ramma sem birtist fyrir neðan.
  3. Síðan verður þú að velja: Stillingar -> Útlit -> Síðueiningar og þar getur þú dregið "Notandaskilgreint HTML box" inní útlit síðu þinnar.
  4. Þegar þú ert búinn að því þarf að endurhlaða síðuna nokkrum sinnum áður en þetta kemur inn, blog.is virðist ekki taka afrit af svona skipunum nema á 15-30 mín. fresti. Þolinmæði er dyggð, munum það!
Vona að þessar leiðbeiningar nýtist, því ég hef haft afar gaman að fylgjast með fánunum og stundum koma fánar sem ég kann enginn skil á, og er frábært að bæta við þekkingu sína!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2009 kl. 23:28

37 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Æ, gleymdi einu, Flagcounter síðan er hérna!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2009 kl. 23:36

38 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Kærar þakkir og bestu kveðjur

Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.10.2009 kl. 01:15

39 Smámynd: Rauða Ljónið

Gangi þér vel á nýjum stað, megi heilla dísirnar fylgja þér.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 6.10.2009 kl. 02:03

40 identicon

Sæll Guðsteinn.

Já, miklar sviftingar og svo margt að ske á hverjum degi sem að við vöknum til.

Ég vil þakka þér, samveruna hér og megi Guðs blessun fylgja þér yfir á Eyjuna.

Sjáumst.

Kærleikskveðja  á þig og þína fjölskyldu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 09:28

41 identicon

Heyrðu ég mun sakna þín, en þú hefur nú hvatt áður...

Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 11:22

42 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jenný - ekkert mál!

Sigurjón - ég þakka.

Þórarinn - við sjáumt nú handan við brúnna er það ekki?

Áslaug - hárrétt! En þá var ég ekki kominn með annað óháð blogg, og horfir þetta öðruvísi við í þetta sinn! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.10.2009 kl. 20:21

43 Smámynd: brahim

Áslaug sannaði mál mitt Guðsteinn. Þó þú hafir ekki getað tekið sannleikanum frá mér frekar en aðrir flóttamenn.

Hefði kannski átt að segja "Ég sakna þín" sem fyrstu línu í hinu kommentinu, svo að þú sjálfur svaraðir á jákvæðari hátt en þú vændir mig um að vera.

brahim, 9.10.2009 kl. 21:06

44 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Æ elsku Brahim láttu það ógert að skipta þér af, tíminn leiðir þetta allt í ljós.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.10.2009 kl. 21:36

45 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Takk fyrir okkar stundir hér Guðsteinn minn,og gangi þér allt í haginn á nýjum slóðum.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 11.10.2009 kl. 20:00

46 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Úlli minn.  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.10.2009 kl. 11:57

47 Smámynd: Hilmar Sæberg Ásgeirsson

  Guðsteinn minn . ég er nú svo glær, að ég fatta ekki hver eða hvar þessi eyja er , þú segir mér það kanski seinna . þú veist símann minn karlinn minn ,það væri gaman að heyra frá þér, það hringja ekki svo margir .

Ég kem til með að sakkna þín og þinna skrifa , en vonandi lagast það allt . Ég byð bara algóðan GUÐ að vera í verki með þér ,minn kæri ,með kærleiksóskum um góða og ánæjulega tíma .GUÐ blessi þig kæri vinur kærleiks kveðja HILMAR SÆBERG (DRENGUR GÓÐUR ).

Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 13.10.2009 kl. 16:46

48 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þetta Hilmar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.10.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband