Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Gamall og grár

Fyrir þremur áratugum og tveim einingum fæddist ég þann 29 mars ... ég er sem sé orðinn elliært gamalmenni sem enginn vill sjá lengur ... ég sé sjálfan mig fyrir sér einhvernvegin svona:

 

Ég í framtíðinni ....   :S
 
Biðjið fyrir mér ... mér hrörnar með árunum! Shocking

 


Yndislegt starf, hjá frábæru fólki!

Þetta starf hjá fjölskylduhjálpinni er hreint og beint frábært. Ekki var vanþörf á þessu, svona rétt fyrir páska. Mikið var gefið til marga í neyð, ég var afar stoltur að fá að geta tekið beinan þátt í þessu, ásamt höfðingjanum Sigurði Þórðarsyni, sem hringdi í mig og bað mig um að koma og aðstoða.

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, sér um þetta og skipulagði.

Guð blessi þetta starf og ætla ég að reyna að taka þátt í því eins oft og ég mögulegast get. 


mbl.is Ómetanlegt starf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag er alþjóðlegur bænadagur kvenna!

 

baenadagurkvenna

 

Ég fór í Kristskirkjuna á sunnudaginn var, og var þar auglýst: 'Alþjóðlegur Bænadagur Kvenna', ég má til með að auglýsa þetta myndarlega framtak og hvet allar kristnar konar til þess að taka þátt. Cool

En auglýsingin er með allar þær upplýsingar sem til þarf.  Joyful

Guð blessi þessar frábæru konur! 


Hvað græði ég á að vera trúaður?

Að vera með GuðiÉg græði ást, kærleik og blessun að tilheyra Jesú.

Ég finn það á sálu minni að tómarúm er loks uppfyllt sem aðeins trúin og friðurinn sem henni fylgir uppfyllir.

Ég fæ sjálfstraust frá Guði, því ég finn að hann er með mér í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ekki spyrja mig hvernig, en ég veit að ég veit það, svo einfalt er það.

Ef ég hefði hann ekki með í öllum störfum mínum, þá væri ég t.d. ekki hér að blogga. Því ég er feiminn að eðlisfari og með afar lítið hjarta, en sæki minn styrk til Guðs. Ég er alls ekki sá sem er fær um að halda ræður, ég er lágróma og myndi enginn heyra í mér ef ég færi í púltið, auk þess myndi ég ekki þora því. Sjálfsagt get ég virkað eins og ég hafi endalaust sjálfstraust, en það er ekki ég, það er Guði að þakka og gef ég honum dýrðina.

Eftir að hafa verið guðleysingi fram að 19 ára aldri og var afar leitandi, og sótti í alls kyns hluti eins og spíritisma, sögurnar úr ásatrúnni og margt fleira. En vendipunkturinn varð þegar ég loks gleypti stolti mínu og gaf mig Guði. Ég veit satt að segja ekki hvar ég væri án hans í dag!

Ritað er:

Fyrra bréf Páls til Korintumanna 13:1
Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.


Kjarni og boðskapur fagnaðarerindisins er að finna í ofangreindu versi, og vil ég nota tækifærið og biðja það fólk sem ég hef verið óréttlátur, leiðinlegur eða gert eitthvað á þeirra hlut um ævina - afsökunar. Fyrirgefið mér.

Þannig að niðurstaðan í mínu einstaka tilfelli, (sem er reyndar bara hluti málsins og hefur trúin að geyma svo miklu, miklu meira til gróða) er að ég er kominn með sjálfstraust sem til þarf að skrifa um Guðs orð, og skammast ég mín ekki fyrir það. Það er mesti sigur sem ég hef sigrað í barráttu lífsins og hefur það gefið mér mikið og er þetta eitt af mörgum atriðum sem ég "græði" á að vera trúaður. Ég er betri manneskja þökk sé Guði.

Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.


Boðorðin 10 og áhrif þeirra á Íslenskt samfélag

Ég ætla að aðeins að stikla á boðorðunum 10 í ljósi fyrri umræður við greinar minnar um kristilegt siðgæði. Því ljóst er að án þessara 10 gullnu reglna værum við íslendingar þar sem við erum stödd í dag, er því að hluta til boðorðunum 10 að þakka.

1. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.

Einn er Drottinn og líkar honum illa þegar við leitum annað. Þið foreldrar - hvað myndu þið gera ef börn ykkar myndu afneita ykkur? Sama er með Guð.

2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.

Einmitt, þessari reglu lifi ég eftir, og líka illa þegar menn blóta. Þetta er spurning um virðingu við skapara sinn og eigið tungumál.

3. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.

Mikilvægt er þetta boðorð sem við brjótum allt of oft. Að mínu mati er það tákn um ást að vilja að þú hvílist, það sýnir væntumþykju.

4. Heiðra skalt þú föður þinn og móður.

Amen! En því miður er það ekki svo að allir geri það, sama hversu vitlaus eða vond þau eru, þau eru foreldrar þínir! En ég er svo lánsamur að eiga hreint frábæra foreldra, og hef ég ekki einu sinni orð til þess að þakka þeim fyrir allt sem þau hafa gert.

5. Þú skalt ekki morð fremja.

Þetta segir sig sjálft og þarfnast varla útskýringa ... vona ég!

6. Þú skalt ekki drýgja hór.

Virðing fyrir maka þínum er MJÖG mikilvæg, og er hórdómur það svívirðilegasta sem hægt er að gera betri helmingnum! Höfum stjórn á okkur!

7. Þú skalt ekki stela.

Þarna er einnig að finna kristilegt siðgæði, að brjóta gegn náunga sínum með því að stela eigum hans/hennar er svívirða!

8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.

Við erum ÖLL lygarar, bara mismunandi miklir. Þessi algengasta synd meðal mannanna er hvað erfiðust. En hafði þetta boðorð sín áhrif því ég bendi á að það eru ekki öll trúarbrögð sem banna lygar.

9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.

Afbrýðisemi er ekki af hinu góða, og hefur leitt til illdeilna og jafnvel manndrápa. Öfundumst ekki þann sem hefur það betra en við, reynum heldur að hjálpa þeim sem hefur það ver en við!

10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt,ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á.


Top of monument in darkÖfund er heldur ekki af hinu góða, þá lendum við sjálf í þeirri gryfju að keppast við nágranna okkar í einhverri heimskulegri pissukeppni, og hverjum bitnar það á? Það þýðir að við gleymum þeim sem eiga það ekki eins gott og við, eins er slík keppni jafn heimskuleg og hún er tilgangslaus.

Allt ofangreint er kristilegt siðgæði, og hefðu þessi gildi ekki komið til þá værum við mjög aftarlega í öllu sem heitir: "þróað samfélag".

Þess vegna er dapurlegt að sjá menn ganga hér offorsi og vilja úthýsa þessum boðskap, sem ENGINN skaði er af.

Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.   


Í tilefni Valentínusardagsins

Bryndís. Ég elska þig. Heart

Hefur einhver rekist á kristilegt siðgæði nýlega? - Já !

Spurði Friðrik Skúlason eða "púkinn" eins og hann vill kalla sig, hér fyrir nokkrum vikum.

Svarið er .

Ef við horfum á hið sögulega samhengi þá er auðséð að það hefur haft ALLT að segja, sérstaklega fyrir okkur íslendinga. Það þarf ekki nema að fara aftur til víkingatímans til þess að sjá hvað kristni breytti mörgum gildum í okkar samfélagi.

Til að mynda voru manndráp og virðing fyrir mannslífum yfir höfuð EKKI mjög mikil. Að hefna sín var hreinlega skylda hvers manns samkvæmt kröfu samfélagsins. Hver yrði endirinn á blóðsúthellingum og stríða ef hefnd væri skylda allra en ekki að fyrirgefa? Sömuleiðis voru til að mynda útburðir (sem var sjálfsagður hlutur hér á landi í árhundruði), sifjaspell (það var ekki æskilegt en samt litið á það öðrum augum en í dag), glæpir og annað voru ekki eins alvarlegir áður kristni kom til sögunnar.

himinnÍ hinum harða heimi víkinganna var regla þróunarsinna sem og guðleysingja við lýði,  eða: "þeir hæfustu lifa af" og allt það krapp. Ef við horfum til baka og sjáum hvaða gildi þessir forfeður okkar höfðu sem megingildi og spyrjum ... viljum við þetta virkilega? Er ekki búið fullreyna að þetta virkar ekki? Af hverju vilja menn kippa stoðunum undan húsinu?

Það er nefnilega þannig að margir telja að kristilegt siðferði hafi ekkert að gera í samfélag okkar í dag og loka alveg augunum fyrir sögulegum staðreyndum sem þessum. Slíkur boðskapur finnst mér vera eins og þeir vilja okkur aftur í torfkofanna og þá getum við drepið mann og annan að vild.

Ef við horfum t.d. á sum lönd í kringum okkur, siðgæði þeirra hefur einmitt  þróast í áttir sem við teljum algera óhæfu en þau sjálf telja hin eðlilegasta hlut. Sums staðar eru ekkjur brenndar með eiginmönnum sínum, annars staðar er litið á umskurn kvenna sem hin sjálfsagðasta hlut. Í öðrum löndum er meybörnum fargað og sveinunum hlíft, og ef þið athugið hvaða lönd eiga hér í hlut, eru þetta flest lönd sem byggja menningu sína á öðru en kristnu siðgæði. 

Vissulega gerðust margir hörmungar atburðir tengdir kristnitökunni, vissulega má alltaf finna eitthvað að öllu. En við getum samt sagt að kristilegt siðgæði sé hornsteinn íslensks þjóðfélags, og án þess hefðum við verið mun aftarlega á merinni en við erum í dag. Sem sé fyrirgefningin var nánast óþekkt og allt gekk út á að hefna og hugsa um sig sjálfa/nn.

Ég spyr þá ykkur kæru lesendur, er kristilegt siðgæði það sem við viljum kippa undan í okkar samfélagi? Með fullri virðingu fyrir öðrum löndum og þeirra menningu, verð ég að ítreka að ég er ekki að gera lítið úr þeim á neinn hátt. Ég er aðeins að benda á menningarmismuninn, sem er stundum mjög mikill.


P.s. ég er hættur í bloggfríi ! Cool

Góðar stundir ...

SöknuðurÉg hef ákveðið að fara ótímabundið bloggfrí. Undanfarnar vikur hafa orðið miklar breytingar á mínu starfi og hef ég ekki lengur tíma til þess að sinna blogginu lengur. Ég er ekki hættur, alls ekki en vegna mikilla anna verð ég að taka mér frí. Undecided

Ég get ekki einu sinni svarað athugasemdum lengur við færslur hjá mér vegna tímaskorts. Crying Ég mun samt fylgjast með og mun gera nokkrar athugasemdir annað slagið. Og með vorinu kem ég aftur galvaskur og mun halda samsýningu með nokkrum frábærum listamönnum hér á blogginu. Cool

Ég vil þakka ykkur öllum sem hafa lagt leið sína hingað og sýnt málefnum mínum áhuga.

Ég kveð ykkur með þessum orðum:

Jóhannesarguðspjall 11:25-26

25 Jesús mælti: ,,Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.
26 Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?`` 

Takk fyrir allt allir! Heart

Með Guðs blessun,

Guðsteinn Haukur Barkarson Hansen


Niðurstöðurnar úr vinsældarkönnunni

Hér eru svo niðurstöðurnar úr könnunni "hver er skemmtilegast kristni bloggarinn."

Alls tóku 84 þátt og neyddist ég til þess að birta tvær kannanir vegna þess að moggabloggið réði ekki við þann fjölda sem ég setti upphaflega inn. Hægt er að sjá almennilega niðurstöðurnar í stikunni hér til hliðar.

En atkvæðin féllu á þessa vegu út þessum tveimur könnunum:

konnun1
konnun2
 
Sigurvegari þessara kosningar er sem sé aðventistinn Mofi eða Halldór Magnússon 
 
 

Til hamingju Halldór !

 

 

Í öðru sæti var svo kaþólikkinn og öðlingurinn Jón Valur Jensson 

Bloggvinur - jonvalurjensson Jón Valur Jensson

Núna þegar ég er búinn að taka törn á alls kyns glystexta (sem ég er ekki vanur að gera - en fannst það viðeigandi í þetta sinn) Listann hef ég birt og neita að setja fleiri glystexta á síðunna mína!  *andvarp*  Wink Fólk ætti að geta séð úr restinni af niðurstöðunum.

Guð blessi ykkur ! 

Ég hef tekið þessa könnun út en tók skjámynd af lokaniðurstöðunum eins og þær litu út hjá mér:

 

nidurstodurSulurit

 


Þetta veldur mér verulegum áhyggjum! En til er lausn ...

tshirt-22Þegar ég bjó erlendis kom upp svona mál við grunnskólann minn. Það sem gert var þar að myndir voru hengdar upp af gaurnum (myndin til hægri er bara dæmi), og þar sem ekki var til ljósmynd - þá var fenginn teiknari sem teiknaði út frá lýsingum af manninum. Eins var hverfisráðið eflt og komið á laggirnar svo kallað "Neighborhood Watch", þá skiptust nágrannar á um að vakta hverfið, spjald var sett í gluggann hjá þeim sem tók við vaktinni sem stóð í 2-3 daga.

Mörg slík spjöld voru alltaf í umferð og voru þetta beinir tengilaðilar við lögreglu ef þau sáu eitthvað grunsamlegt. Ekki var fólk þvingað í þetta og gat hver sem er sagt nei.

Þessi aðferð gafst afar vel því hverfisperrinn var einmitt nappaður af foreldri á vakt.

Eða hvað finnst ykkur? Ég er ekki að boða að setja á stofn lögregluríki en sem foreldri vil ég ekki sitja og gera ekki neitt!


mbl.is Reynt að nema barn á brott af skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 588893

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband