Hefur einhver rekist á kristilegt siðgæði nýlega? - Já !

Spurði Friðrik Skúlason eða "púkinn" eins og hann vill kalla sig, hér fyrir nokkrum vikum.

Svarið er .

Ef við horfum á hið sögulega samhengi þá er auðséð að það hefur haft ALLT að segja, sérstaklega fyrir okkur íslendinga. Það þarf ekki nema að fara aftur til víkingatímans til þess að sjá hvað kristni breytti mörgum gildum í okkar samfélagi.

Til að mynda voru manndráp og virðing fyrir mannslífum yfir höfuð EKKI mjög mikil. Að hefna sín var hreinlega skylda hvers manns samkvæmt kröfu samfélagsins. Hver yrði endirinn á blóðsúthellingum og stríða ef hefnd væri skylda allra en ekki að fyrirgefa? Sömuleiðis voru til að mynda útburðir (sem var sjálfsagður hlutur hér á landi í árhundruði), sifjaspell (það var ekki æskilegt en samt litið á það öðrum augum en í dag), glæpir og annað voru ekki eins alvarlegir áður kristni kom til sögunnar.

himinnÍ hinum harða heimi víkinganna var regla þróunarsinna sem og guðleysingja við lýði,  eða: "þeir hæfustu lifa af" og allt það krapp. Ef við horfum til baka og sjáum hvaða gildi þessir forfeður okkar höfðu sem megingildi og spyrjum ... viljum við þetta virkilega? Er ekki búið fullreyna að þetta virkar ekki? Af hverju vilja menn kippa stoðunum undan húsinu?

Það er nefnilega þannig að margir telja að kristilegt siðferði hafi ekkert að gera í samfélag okkar í dag og loka alveg augunum fyrir sögulegum staðreyndum sem þessum. Slíkur boðskapur finnst mér vera eins og þeir vilja okkur aftur í torfkofanna og þá getum við drepið mann og annan að vild.

Ef við horfum t.d. á sum lönd í kringum okkur, siðgæði þeirra hefur einmitt  þróast í áttir sem við teljum algera óhæfu en þau sjálf telja hin eðlilegasta hlut. Sums staðar eru ekkjur brenndar með eiginmönnum sínum, annars staðar er litið á umskurn kvenna sem hin sjálfsagðasta hlut. Í öðrum löndum er meybörnum fargað og sveinunum hlíft, og ef þið athugið hvaða lönd eiga hér í hlut, eru þetta flest lönd sem byggja menningu sína á öðru en kristnu siðgæði. 

Vissulega gerðust margir hörmungar atburðir tengdir kristnitökunni, vissulega má alltaf finna eitthvað að öllu. En við getum samt sagt að kristilegt siðgæði sé hornsteinn íslensks þjóðfélags, og án þess hefðum við verið mun aftarlega á merinni en við erum í dag. Sem sé fyrirgefningin var nánast óþekkt og allt gekk út á að hefna og hugsa um sig sjálfa/nn.

Ég spyr þá ykkur kæru lesendur, er kristilegt siðgæði það sem við viljum kippa undan í okkar samfélagi? Með fullri virðingu fyrir öðrum löndum og þeirra menningu, verð ég að ítreka að ég er ekki að gera lítið úr þeim á neinn hátt. Ég er aðeins að benda á menningarmismuninn, sem er stundum mjög mikill.


P.s. ég er hættur í bloggfríi ! Cool

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Velkomin úr bloggfríi krútt, og það líka með stæl.  Er fullkomlega sammála þessari fínu færslu þinni. 

Knús.

Linda, 12.2.2008 kl. 16:07

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Linda.  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2008 kl. 16:08

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fín færsla og velkominn úr fríi, gekk ekk vel hjá þér allt það sem þú varst að gera??

Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 16:13

4 Smámynd: Mofi

Mjög góðir punktar Haukur.  Gaman að sjá hvort að Vantrúar meðlimir og aðrir guðleysingjar munu mótmæla þessu hjá þér.

Mofi, 12.2.2008 kl. 16:16

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Velkominn til baka úr bloggfríinu.  

Það er mikið til í því sem þú segir, en ekki miskilja mig: Eini munurinn er að kristinn "heilaþvotturinn" er vænni en aðrir trúa átroðningar. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.2.2008 kl. 16:18

6 Smámynd: Auðun Gíslason

"Auga fyrir auga."  Eða kristilegt siðgæði kærleika og fyrirgefningar!  Kristni versus gyðingdómur.  Lögmálið boðar hið fyrra, þ.e. "auga fyrir auga, tönn fyrir tönn".  Kristindómur hið síðara, kærleik og fyrirgefningu.  Stundum velti ég því fyrir mér, hversvegna margir eru uppteknir af lögmálinu gagnstætt boðskap Jésú krists.  Nú hleypur kannski allt í bál og brand vegna þess að ekki eru allir sammála mér um andstæðu þessa.  En það verður bara að hafa það.  Enda trú mín ekki milli mín og þeirra, heldur milli mín og Hans!

Auðun Gíslason, 12.2.2008 kl. 16:23

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásdís - takk innilega fyrir það. Og jú mér tókst betur að ráðstafa tíma mínum, og er sá áfangi að baki, ég er sem ekki lengur skiplögð óreiða eins og var.

Halldór/Mofi - já það verður gaman að sjá hvernig vantrúarseggirnir bregðast við. 

Gunnar - Takk fyrir það, en hvað áttu við með "átroðningar" ég er ekki alveg að kveikja ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2008 kl. 16:24

8 identicon

En Guðsteinn þetta eru mannleg gildi/siðgæði sem þú ert að tala um, kristin gildi ganga út á að hafa bara einn guð, allt hitt eru mannleg gildi og það mun ekki takast að ræna þeim
Á ég að nefna önnur kristin gildi.... eða á ég að sleppa því  ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 16:24

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Guðsteinn:
Öll trú sem við veljum ekki sjálf er átroðningur. Ég fæddist í kristnu landi og frá barnæsku var mér kennt að kristin trú væri sú eina rétta. Hefði ég fæðst t.d. í Sádi Arabíu hefði konan mín verið með slæðu og mér hefði fundist það vera sjálfsagður hlutur.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.2.2008 kl. 16:31

10 Smámynd: halkatla

vei velkominn aftur og þetta er mjög gott kombakk! en best að ég forði mér héðan áður en hið stórhættulega kristna siðgæði þefar mig uppi
 

halkatla, 12.2.2008 kl. 16:33

11 identicon

Það sem Gunnar segir er kórrétt, menn taka yfirleitt þá trú sem þeir alast upp í, þú væri líklega harður islamisti ef þú hefðir fæðst í landi islamista, þannig að per se er lotterý að þú fæðist í "réttu" landi með "réttum" trúarbrögðum, annars munt þú brenna að eilífu.
Give credit where due, að kenna þessi siðgæði við einhverja guði er að ræna okkur sjálf af heiðrinum af tilurð góðra gilda, það er að gera lítið úr mannskepnunni.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 16:37

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábær pistill hjá þér, ég er alveg 100% sammála þér Haukur En Dokksi minn hvar hefur þú fyrirmynd af mannlegu siðgæði/gildi?

Hvar er að finna það ríki eða þá þjóð sem byggir á góðu mannlegu siðgæði/gildi sem að ekki er sprottið úr kristnum átrúnaði?

Guðrún Sæmundsdóttir, 12.2.2008 kl. 17:05

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gunnar - það er einmitt málið, þú hittir naglan á boðskap minn. Þess vegna er munur á okkar menningu á s.b. austrænni menningu og hafa mörg ríki ekki til neitt sem heitir kristilegt siðgæði, og atriðin sem ég bendi á eru einmitt til þess fallinnn að benda á fjölbreytileikann og þann gífurlega mismun sem stundum á milli þjóða. Við eigum margt að þakka fyrir og er kristilegt siðgæði eit af því.

Dokksi - þú og Gunnar eruð með afar svipaðann málflutning og vísa ég í svar mitt til hans.  Þú heldur því sjálfsagt fram að 'upplýsingaröldin' hafi sennilega 'lagfært' sem við teljum vera skrítið siðgæði, nei - málið er bara ekki svo einfalt. Ef þú byggir hús gerir þú það ekki á sandi eins og boðskapur þinn og þinna vantrúarmanna hljómar.

Guðrún - takk fyrir stuðninginn sem og skilingin við grein minni. Við verðum að standa saman í þessu  ...   ;) 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2008 kl. 17:22

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Auðunn - ég skil ekki alveg hvað þú ert meina .... 

Anna Karen - já best að forða sér ... þú ert í mikilli hættu!  tíhí .. (þú veist hvað ég meina)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2008 kl. 17:24

15 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Í hinum harða heimi víkinganna var regla þróunarsinna sem og guðleysingja við lýði,  eða: "þeir hæfustu lifa af" og allt það krapp.

"Þeir hæfustu lifa af" fjallar um það hvaða lífverur þrífast best í tilteknu umhverfi - ekki siðferðishegðun milli manna.

"Kristilegt siðgæði" er ekki til.  Þetta er bara bull.  Kristni er næstum tvöþúsnd ára.  Það sem sumir vilja kalla kristilegt siðgæði er miklu yngra.

Guðsteinn Haukur, séra Hjörtur Magni og Karl Biskup yrðu varla sammmála um nokkuð siðferðilegt álitaefni.  Samt eru þeir allir kristnir.

Ég veit ekki af hverju það ætti að vera svona gaman að sjá vantrúarmenn mótamæla þessu.  Þetta er endurtekið efni,  við höfum svarað þessu ótal sinnum.

Matthías Ásgeirsson, 12.2.2008 kl. 17:33

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti - kristið siðferði byggir á ca. 2 þús ára boðskap Krists, og þú með þínar fullyrðingar þegar þú segir:

"Kristilegt siðgæði" er ekki til.

Hvar hefur þú verið vinur? Lestu grein mína ég hefur borið fram rök þar, og samt kýst þú að varpa fram fullyrðingu án rökstuðnings. Rök takk, af hverju telur þú að kristið siðferði sé ekki til ?

"Þeir hæfustu lifa af" fjallar um það hvaða lífverur þrífast best í tilteknu umhverfi - ekki siðferðishegðun milli manna.

Nú já, og voru þá víkingar ekki að fara eftir að sá sterkasti/hæfasti vinnur þá? Hefur þú ekki lesið Njálu Matti? Eða einhverjar aðrar víkingasögur? Byrjaðu nú á því.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2008 kl. 17:41

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

P.s. greinin sem þú vísar í, svarar engu sem finnst í grein minni, enda skortir röksemdir þar á bænum. Ég finn bara fullyrðingar og ekkert annað.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2008 kl. 17:44

18 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

...greinin sem þú vísar í, svarar engu sem finnst í grein minni

Það hefði verið betra ef þú hefðir fylgt vísuninni minni.  Ég vísaði nefnilega ekki á grein heldur greinaflokkinn um siðferði og trú á Vantrú

Matti - kristið siðferði byggir á ca. 2 þús ára boðskap Krists

Hvenær hófu menn að fylgja þessum boðskap?

Var það fyrir tuttugu árum þegar samkynhneigðir urðu fyrir aðkasti á Íslandi og þurftu að flýja land?

Var það fyrir hundrað árum þegar fátæklingar þurftu að senda börnin sín í vist sveitum landsins - þar sem víða var farið afar illa með þau?

Var búið að uppgötva þennan boðskap fyrir tæpum þrjúhundruð árum þegar síðustu konunni var drekkt í drekkingarhyl?

Var búið að uppgötvað þennan boðskap meðan enn var verið að brenna fólk fyrir galdra? 

Nú já, og voru þá víkingar ekki að fara eftir að sá sterkasti/hæfasti vinnur þá? Hefur þú ekki lesið Njálu Matti? Eða einhverjar aðrar víkingasögur? Byrjaðu nú á því.

Víkingar voru a) trúaðir og b) ómeðvitaðir um þróunarkenninguna.  Annars tengist þetta ekki athugasemd minni. 

Matthías Ásgeirsson, 12.2.2008 kl. 17:55

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti - já, já. Alltaf er hægt að moka skít á hvað sem er. Ég er ennþá að bíða eftir rökum frá þér afhverju þú telur Kristið siðferði ekki vera til.

Henry/Promecius -  mikið er ég sammála þér !  Takk fyrir þitt bróðir og kann ég einnig einstaklega vel við þig!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2008 kl. 18:47

20 identicon

Sko krakkar mínir, guð er ekki til frekar en batman þannig að öll gildi góð eða slæm eru frá okkur komin, staðreynd sem er komin til þess að vera.
Svo skuluð þið lesa um kristnu gildin sem skipa mannsmorð af sama og engu tilefni en nei þið neitið að horfa á slíkt og ég bið ykkur líka að horfa á heimsmorð guðs á öllu lífi sem líka verða að teljast kristin gildi.
Sheehs það er ekki normal hvernig þið hugsið þessi mál.
Þið eruð ekki blind en samt sjáið þið mjög takmarkað, eða bara það sem þið viljið sjá, lokið algerlega augum og huga fyrir staðreyndum

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 18:59

21 Smámynd: Flower

Það mætti nú alveg segja það sama um þig Dokksi frá okkar bæjardyrum séð ;)

Flower, 12.2.2008 kl. 19:02

22 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ef að Matti og Dokksi viðurkenndu það sem augljóst er að kristið siðgæði er grunnurinn að þeirri þjóðfélagsskipan sem best reynist í heiminum, þá væri öllum grundvelli kippt undan málfutningi þeirra hér í bloggheimum, svo að þess verður væntanlega langt að bíða En ekkert breytir því að siðfræði kommúnismans er byggð á trúleysishugmyndafræðinni vill einhver sjá þann viðbjóð?

Guðrún Sæmundsdóttir, 12.2.2008 kl. 19:12

23 Smámynd: Árni þór

Þetta er góð grein hjá þér Guðsteinn

Það skiptir engu máli hvar í veröldinni maður fæðist eða inn í hvaða trúarbrögð allir menn eru án afsökunar og verða að gjöra reikningaskil á hugsunum sínum og gjörðum, samviskan er okkur lögmál.
trúarbrögð er leið mannsins til að reyna að nálgast Guð og eða friða samvisku sína. Hægt er að að vera í trúarbrögðum án þess að eiga samfélag við Guð og er það kallað trúrækni, maður getur alist upp í kristnu samfélagi og verið trúrækinn en samt ekki þekkt Guð eða átt samfélag við hann.
trúarbrögð, trúrækni eða góð verk geta ekki nálgast Guð þar sem maðurinn getur ekki nálgast Guð í eigin mætti, þess vegna kom Guð/Kristur og fæddist sem maðurinn Jesús fór upp á krossinn og greiddi lausnargjaldið með því að friðþægja fyrir syndir okkar, hann reis einig upp frá dauðum og biður fyrir okkur látið sættast við Guð og menn. þeir sem taka við honum með því að biðja hann um að fyrirgefa sér, eignast lifandi samfélag við hann og finna fyrir raunverulegri heilagri nærveru hans  hvílíkur léttir.

Ég er að þýða vitnisburð konu sem fæddist í Kongó, var alin upp í kristinni trúrækni, hún dó og lifnaði svo við aftur eftir 4 daga og sagði sögu sína, þúsundir hafa tekið við Jesú Kristi sem frelsara sínum vegna hennar vitnisburðar.
Ég skelli þessum vitnisburð inn á mitt blogg fljótlega.

Árni þór, 12.2.2008 kl. 19:23

24 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Flottur Guðsteinn,og síðan ekkert frí og neitt vesen þú bara setur inn færslu þegar þér hentar og þarft ekkert að tilkynna eitt eða neitt.Gaman að sjá þig aftur hér guðs blessun til þín og þinna Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 12.2.2008 kl. 19:24

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú kemur sterkur til leiks Guðsteinn Haukur.  

- kristilegt siðgæði er til og byggist meðal annars á eftirfarandi:

Jesús lét sig meira skipta andann í lögmáli Drottins en einstök boðorð. Og andinn í lögmálinu er að hans mati kærleikur og elska.

Boðorðið um skilyrðislausan kærleika stendur þar með ofar öllum einstökum boðorðum.

.....

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.2.2008 kl. 19:25

26 identicon

Nei krakkar, grunnurinn að friðsömum heimi er að henda öllum trúrbrögðum.
Það að fullorðið fólk eigi ósýnilega ímyndaða vini er ekki gott

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 19:25

27 Smámynd: Mofi

Matthías
"Þeir hæfustu lifa af" fjallar um það hvaða lífverur þrífast best í tilteknu umhverfi - ekki siðferðishegðun milli manna. 

Eru menn ekki lífverur sem þrífast í tilteknu umhverfi? 

Matthías
"Kristilegt siðgæði" er ekki til.  Þetta er bara bull.  Kristni er næstum tvöþúsnd ára.  Það sem sumir vilja kalla kristilegt siðgæði er miklu yngra.

Hver sá sem þekkir til mannkynssögunnar og hvaða siðferði var hjá þjóðunum í kringum Ísrael á tímum Krists veit að það sem Kristur kenndi var allt annað og mjög sérstakt. Þetta væri svo sem sér umræðuefni út af fyrir sig en langar að benda á þetta hérna: Nothing Unique About the Teachings of Jesus Christ

Matthías
Hvenær hófu menn að fylgja þessum boðskap?

Strax frá upphafi en auðvitað margir misjafnir sauðir því að trúin sjálf gerir engann góðann, hún er hvati til góðra verka en ekki trygging fyrir góðri hegðun.

Matthías
Víkingar voru a) trúaðir og b) ómeðvitaðir um þróunarkenninguna.  Annars tengist þetta ekki athugasemd minni. 

Það er samt greinilegt að þeir trúðu því að hinn sterki er sá sem á að ráða og ríkja jafnvel á kostnað annara. Það má síðan skoða Hitler, Stalín, Maó og Pol Pott og sjá hvernig þeirra verk endurspegla þá hugmyndafræði að hinir hæfustu lifa af. Hvort sem að hugmyndafræðin er sönn eða ekki þá er auðvelt að draga þá ályktun út frá henni að það sé í lagi að drepa þá sem eru ekki jafn hæfir og þannig gera tegundina betri.

Nýlega voru Ástralir að biðjast afsökunar vegna þannig hegðunnar við frumbyggjana en þeir urðu fyrir barðina á þessari hugmyndafræði, sjá: Darwin’s body snatchers

Mofi, 12.2.2008 kl. 19:32

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - afhverju ertu að endurtaka það sama aftur og aftur? We go the point d00d!

Flower - takk fyrir innlitið! Og stuðningin

Guðrún - leyfist mér að segja að: "hell will freeze over" áður en þeir viðurkenna það?  ;)

Árni- (trú von og kærleikur) AMEN !! Og takk innilega fyrir þitt kæri bróðir!

Úlli- Rock on and I'm back! Og ekkert bloggfrí kjarftæði núna!

Jóhanna - vá þú ert alveg einstök. Takk fyrir þetta ó þú Guðs kona!

Dokksi - nýja plötu á fóninn takk! Þú ert farinn að minna á Sannkristinn með klisjurnar sínar! Ja hér ...

Dóri/Mofi - Alltaf gott að eiga vin sem þig! :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2008 kl. 19:53

29 Smámynd: Árni þór

Já kærar þakkir sömuleiðis Guðsteinn

Árni þór, 12.2.2008 kl. 19:57

30 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Guðsteinn:  já, já. Alltaf er hægt að moka skít á hvað sem er.

Afgreiðir þú athugasemdir mínar svona?

Til hvers ertu þá að biðja um viðbrögð?

Þú hefur ekkert gert til að svara athugasemdum mínum.  Hvernig útskýrir þú að það sem þú kallar kristiðlegt siðgæði er í raun glænýtt fyrirbæri.

Kristni hefur verið til í tvöþúsund ár.  Kristni var dóminerandi í Evrópu stærstan hluta þess tíma.

Hvar í fjandanum var kristilega siðgæðið allan þennan tíma?

Ég nenni varla að eyða orðum í mofa eða Guðrúnu Sæmundsdóttur.  Það fólk er ekki vant að velta hlutunum fyrir sér.

Guðrúns skrifar:

Ef að Matti og Dokksi viðurkenndu það sem augljóst er að kristið siðgæði er grunnurinn að þeirri þjóðfélagsskipan sem best reynist í heiminum,

Hvað er svona augljóst við það?  Heldur Guðrún virkilega að kristni sé það eina sem aðgreinir vesturlönd frá restinni af veröldinni?

Auk þess myndi ég gjarnan vilja benda henni á að eitt af því sem einkennir þau lönd þar sem lífsgæði eru best er einmitt lítil trú.

En ég gæti sleppt því að skrifa þetta, Guðrún mun rembast við að skilja þetta ekki. 

Ef kristilegt siðgæði er það sem "kristur kenndi", af hverju í andskotanum er þá ekkert sameiginlegt með siðgæði kristinna manna?

Hvor er kristinn, Gunnar Þorsteinsson í Krossinum eða Hjörtur Magni í Fríkirkjunni?

Það er alveg ljóst að þeir geta ekki verið það báðir, því "siðgæði" þeirra á næstum ekkert sameiginlegt. 

Matthías Ásgeirsson, 12.2.2008 kl. 20:37

31 Smámynd: Árni þór

Matthías Ásgeirsson, 12.2.2008 kl. 20:37 skrifar

Hvor er kristinn, Gunnar Þorsteinsson í Krossinum eða Hjörtur Magni í Fríkirkjunni?

Það er alveg ljóst að þeir geta ekki verið það báðir, því "siðgæði" þeirra á næstum ekkert sameiginlegt. 

Að vera Kristinn er að eiga samfélag við Jesú Krist, það er ekki nóg að trúa  

Árni þór, 12.2.2008 kl. 20:56

32 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Henry og Árni, takk fyrir ykkar þið eruð báðir frábærir! 

Matti: 

Til hvers ertu þá að biðja um viðbrögð?



Ég loksins fékk þau frá þér. Og ekki ert þú nein ímynd kurteisinar sjálfur.



Þú hefur ekkert gert til að svara athugasemdum mínum.  Hvernig útskýrir þú að það sem þú kallar kristiðlegt siðgæði er í raun glænýtt fyrirbæri.



Glænýtt fyrirbæri? Kannski má segja sú orðanoktun sé ný, en það er ekkert nýtt við kristileg sjónarmið, kristilega hugsun, sem endar jú í kristilegu siðferði. Ekki flókið það.



Kristni hefur verið til í tvöþúsund ár.  Kristni var dóminerandi í Evrópu stærstan hluta þess tíma.

Hvar í fjandanum var kristilega siðgæðið allan þennan tíma?




Beint fyrir framan nefið á þér! Ef þú skoðar söguna. Það þarf ekki mikið að rannsaka til þess að koma auga á það. Og siðferðið sem ég á við eru t.d. boðorðin 10 - á þeim byggir nú mest öll kristnin, og er því ekki að neita þau hafa haft sitt að segja í mannkynssögunni hvort sem þér líkar betur eða verr.



Ef kristilegt siðgæði er það sem "kristur kenndi", af hverju í andskotanum er þá ekkert sameiginlegt með siðgæði kristinna manna?


Það er vegna þess að við erum öll mennsk og leggjum mismunandi áherslur á hlutina, og eins og þú veist sjálfur þá eru mennirnir misjafnir eins og þeir eru margir. Þess vegna eru sumt svona hjá þessum og hinsegin hjá hinum. En eitt erum við sammála um þegar uppi er staðið, það er trúin á Jesú Krist.



Hvor er kristinn, Gunnar Þorsteinsson í Krossinum eða Hjörtur Magni í Fríkirkjunni?


Þeir eru báðir Kristnir, en með mismunandi áherslur, en ég er ekki vanur að dæma um hvor er kristinn eða jafnvel "kristnari" en aðrir, ég læt Guð um það.


Það er alveg ljóst að þeir geta ekki verið það báðir, því "siðgæði" þeirra á næstum ekkert sameiginlegt.




Ég endurtek, þeir menn og með misjafnar áherslur, ekki nema þú sért að segja mér að kristnir eigi ekki rétt á mismunandi sjónarmiðum? Sérðu okkur sem copy/paste af hvor öðru? Það er algjör firra! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2008 kl. 21:31

33 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Að vera kristinn snýst um að eiga innra líf með Jesú og að leiðast af anda hans. Við erum öll ólík og það er í fínu lagi!! En þau lönd sem státa af kristnu siðferði hafa haft kristna trú og tilbeiðslu fyrir þjóðfélagsskipan sinni,  afleiðing tilbeiðslunnar til Jesú er kristið siðferði þjóðanna.

 Siðferði þar sem Allah er tilbeðinn er allt öðruvísi en það kristna einsog okkur öllum ætti að vera kunnugt um, nú og siðferði þjóðanna sem hafa tilbeðið kommúnismann (manninn) ætti að liggja ljóst fyrir eða er það ekki?

Guðrún Sæmundsdóttir, 12.2.2008 kl. 22:06

34 Smámynd: Theódór Norðkvist

Friðrik Skúla ætti að halda sig við veiruvarnir.

Til Matta, sem segir: "Þeir hæfustu lifa af" fjallar um það hvaða lífverur þrífast best í tilteknu umhverfi - ekki siðferðishegðun milli manna

Nasistarnir byggðu á darwinisma, kommúnisminn spratt líka upp úr honum, þar sem Guð var settur upp á hillu og maðurinn sagður æðstur alls. Nasistarnir sögðu að hinir hæfustu lifðu af og drápu alla sem þeir töldu óhæfa. Ávextir darwinismans.

Theódór Norðkvist, 12.2.2008 kl. 22:16

35 Smámynd: halkatla

in the end þá er það okkar að velja hvernig við lifum, við sem teljum kristilegt siðgæði gott veljum það og það er óþarfi að hafa einhver frekari orð um það, okkur er líka frjálst að taka það sem hentar úr öðrum siðferðisstefnum ef okkur langar.

Mér blöskrar það mjög hvernig sumir hafa þörf fyrir að rífa þetta niður, þetta er á okkar ábyrgð og er okkar val, mér finnst það ekki gott siðgæði að rífa í sig allt sem öðrum finnst heilagt eða að gera grín að því statt og stöðugt einsog maður sé að gera fólki einhverja greiða eða vegna þess að maður er svo fullviss um eigið ágæti (og sumum er hreinlega alveg sama um hvað siðgæði má kallast eða finnst etv að hver og einn verði að finna hvaða leið hentar honum sem er rugl, því alvöru siðgæðisverur finna alveg hvað er siðlaust og hvað ekki, hvaða siðgæðisstefnu sem þær kunna að aðhyllast)

núna vil ég sjá Guðstein á forsíðu blog.is, hann er svo mikið ljós i þessum bloggheimi og við hefðum öll gott af því að smitast af gæsku hans og siðferðiskennd!! og hana nú

halkatla, 12.2.2008 kl. 22:17

36 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðrún - AMEN! Þetta er ekki svona flókið eins og sumir vilja halda fram.

Teddi:

Friðrik Skúla ætti að halda sig við veiruvarnir.

HAHAHAHA! Ég hafði lúmskt gaman að þesari setningu og er ég henni sammála! Sömuleiðis um ávexti Darwinismans - ég hef reyndar heyrt og er það alfarið óstaðfest að Darwin sjálfur að hafi átt börn með náskyldri frænku sinni, til þess eins að sanna aðúrkynjun væri röng og vitlaus kenning. Þar féll hann víst í eigin gildru og sagt er að börn þeirra hafi flest öll verið afar úrkynjuð. En þetta er bara saga sem ég heyrði og tek ég með fyrirvara.

Anna Karen - Sumum er ekkert heilagt og enginn er friður með. Hægt er nefna mörg dæmi í þeim efnum. En mig á forsíðu blog.is ? .... ömm ...   Ég fer bara hjá mér ....  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2008 kl. 22:42

37 identicon

Ávexti Darwinismans... þeir eru góðir og á endanum munu vísindin killa öll guðaævintýr, þess vegna eru trúaðir svo hræddir við vísindi & þekkingu, guðir eru jú sprottnir upp af vanþekkingu og engu öðru, sá sem segir annað er bara að lýsa eigin vanþekkingu.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 22:49

38 Smámynd: Árni þór

Charles Darwin tók við Jesú Kristi á dánarbeði sínu og sagði að hann tryði á sköpunarverk en ekki á þróunarkenninguna sem hann setti fram sem ungur maður.

Árni þór, 12.2.2008 kl. 22:55

39 Smámynd: halkatla

já hundskastu uppá forsíðuna núna drengur!!

halkatla, 12.2.2008 kl. 22:59

40 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

100% sammála Önnu

Mér finnst þú eiga allan heiður skilið fyrir að skapa svona skemmtilegar "rökræður" um kristna trú.
Ég hef sterkar skoðanir á þessu máli og rosalega gaman af því að lesa allar skoðanir. Ég er jafn hræddur við að vera þverhaus sem trúaður og sem atist. 

Í lokin vill ég bara segja að ég virði þína skoðun kæri Guðsteinn  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.2.2008 kl. 23:18

41 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - loksins hefur þá fundið þinn Guð.  ;)

Anna - ég ræð litlu um það.    

Gunnar -  Takk innilega fyrir það, og verð ég einnig að taka fram að ég virði þína og hef alltaf þótt ofboðslega vænt um þig og þína vinnu. Þú varst mér t.d. fyrirmynd að breyta útlitinu hjá mér. Enda varstu fyrstur að gjöra það hér í bloggheimum, slíkur frumkvöðull er ekki hægt að horfa framhjá og ættir þú frekar að vera forsíðu blog.is :)

Guð blessi þig kæri Gunnar og verndi þig og þína  .

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2008 kl. 23:31

42 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Árni - Rock on! Þú hefur verið ótrúlegur stuðningur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.2.2008 kl. 23:32

43 identicon

Sæll Guðsteinn minn.

Gott að fá þig til baka.Mér finnst greinin þörf já og mjög þörf ábending um það sem er að gerast hjá okkur.Menn(Mannfólkið) eru svo ánægðir með sjálfa sig að þeir (margir hverjir) halda að þeir séu í raun og veru Guð,(þeir/þær vita allt geta allt og gera allt á eigin forsendum allavega þegar maður les þessar vitleysur þeirra.Þvílíkt og annað eins bull sem kemur frá þessum andstæðingum Kristinnar Trúar, að ég þarf að hafa mig allan við, að skilja þá og þær.

Svo þetta.

 Ég tek ekki þátt í rökræðum, til þess er ég of fáfróður,en bið aftur á móti Algóðan Guð að gæta ykkar í veraldarvöltum heimi.

Guð geymi þig Guðsteinn og þína fjölskyldu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 02:29

44 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæri Guðsteinn. Nú líkar mér lífið. Við höfum endurheimt þig úr bloggfríi. Við þurfum á þér að halda hér. Hér er búið að fara fram mikil skoðanaskipti og sumt miður og fannst mér alveg ömurlegt að Matthías notaði blótsyrði eftir að hann var kominn út á hálan ís. Það var hans vörn að nota nafn Myrkrahöfðingjans. Léleg vörn að mínu mati. Greinilega kominn í þrot. Kallast skák og mát.

Við erum kristin þjóð og við eigum að ganga í takt við þá ákvörðun nema annað sé ákveðið. Almáttugur Guð forði okkur frá því. Þorgerður Katrín skyggir á LJÓSIÐ með því að geta ekki notað rétt nöfn eins og kristið siðgæði. Þarf að breyta orðalagi til að allir séu sáttir að hennar mati. Ég hélt að hún væri kjarnakona en þetta finnst mér veimiltítuháttur. Ég er ekki sátt að hún skuli ekki geta kallað hlutina réttum nöfnum. Við sem erum kristin viljum hefða upp LJÓSIÐ og við viljum að LJÓSIÐ skíni skært. Við viljum segja öllum frá LJÓSINU sem er Jesús Kristur sem leysti okkur úr viðjum synda okkar með lausnarverki sínu. JESÚS ELSKAR OKKUR ÖLL. FRIÐARKVEÐJUR TIL YKKAR ALLRA OG LÍKA TIL MATTHÍASAR.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 02:35

45 Smámynd: Linda

Sæll Haukur minn, hvað sagði ég?? (okkar á milli) varðandi að komast á forsíðu bloggsins þá held ég að það skipti ekki máli, heldur að skiptir það máli að þú sért samkvæmur sjálfum þér standir fastur á þinni sanfæringu og hneigir þig hvorki eða beygir í átt að pólitískri rétthugsun er varðar trú okkar kæri vinur.  Að segja sannleikann þó svo að hann sé erfiður fyrir suma að melta er það sem Jesú boðaði.  Guð blessi þig og varðveiti þú hefur vettvanginn til að gera stóra hluti fyrir ríki Guðs.

Knús.

Linda, 13.2.2008 kl. 08:19

46 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Charles Darwin tók við Jesú Kristi á dánarbeði sínu og sagði að hann tryði á sköpunarverk en ekki á þróunarkenninguna sem hann setti fram sem ungur maður.

Þetta er einfaldlega ósatt.  Ekki ljúga.

ég hef reyndar heyrt og er það alfarið óstaðfest að Darwin sjálfur að hafi átt börn með náskyldri frænku sinni, til þess eins að sanna aðúrkynjun væri röng og vitlaus kenning

Þetta er einfaldlega ósatt.  Ekki ljúga.

Matthías notaði blótsyrði eftir að hann var kominn út á hálan ís.

Viltu ekki bara skæla?

Það er fyndið að sjá trúfólk draga Hitler úr rassvasanum í þessum málum.  Þýskaland Nasismans var kristin þjóð sem aðhylltist kristið siðferði

Matthías Ásgeirsson, 13.2.2008 kl. 08:55

47 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þórarinn - vertu ávalt velkominn!

Rósa - það er í fyrsta sinn sem ég leyfi slíkt guðlast sem Matti var svo góður að fara með. En ég vildi gefa honum færi á að koma skoðun sinni á framfæri án neinnar ritskoðunnar, þótt ég hefi ekki verið ýkja hrifinn af málfari hans. En hann er búinn að skila sínu fram.

Linda - já forsíðan má liggja á milli hluta.  Algjört aukaatriði að mínu mati og hvað sem verður, verður. En ég vil þakka þér að koma vitinu fyrir mér á ný og fá mig til þess að gera eitthvað í málunum. Takk krúttið mitt og Guð blessi þig ævinlega!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 08:57

48 Smámynd: halkatla

sko mikilmennin eru hér hvert á öðru sammála mér, enn ein sönnun þess að ég hafi (alltaf) rétt fyrir mér  

mér myndi finnast gaman ef andstæðingar kristilegs siðgæðis myndu útlista fyrir okkur hætturnar við það, því allar þjóðir eru slæmar á sinn hátt og ég get ekki bent á neina kristna þjóð sem er án þess að hafa óhreint mjöl í pokahorninu. En hvað er svona slæmt við grunngildi "kristinna" manna og hvaða skandal gerðu þau t.d íslensku þjóðinni í gamla daga? (og ef einhver reynir að svara þessu þá plís, ekki bulla eitthvað sagnfræðilegt - það er mjög ljótt að ljúga að fólki og ég hef séð það gert ansi mikið í sambandi við þetta) Hverju hafa kristnir menn verið mest á móti í gegnum tíðina t.d, og var það virkilega heimskulegt eða? (ég myndi segja að það hafi verið morð og aðallega barnamorð, það eimir af þessu enn í dag með andstöðu við fóstureyðingar - er hægt að kalla það heimsku?) 

halkatla, 13.2.2008 kl. 09:02

49 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti, hver lýgur?

But Darwin rejects the belief "that the abhorrence of incest is due to our possessing a special God-implanted conscience." He saw the rules for forbidden incestuous marriages as a subject for scientific investigation. During his lifetime, there was an intense debate in England over whether the marriage of first cousins should be prohibited as incest. Darwin had a personal stake in this, since he had married his first cousin (Emma). He proposed that Parliament should authorize a study of cousin marriages to see if their offspring suffered from inherited defects. Although his proposal was rejected, his son George did a study that concluded that the risk for the offspring of cousin marriages was often low.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 09:02

50 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Og svo er hellingur um þetta hér.

Sumt er nú ekki traustar heimildir, þess vegna tók ég fram að þetta væri óstaðfest.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 09:04

51 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe ... en Anna Karen, við erum öll heimsk að einhverju ráði, bara mismunandi mikið og mismunandi hversu duglegir menn eru að opinbera heimsku sína. Sem á við um mig líka!  En takk fyrir þitt og er ég þér sammála!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 09:07

52 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Skemmtilegar umræður

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.2.2008 kl. 09:13

53 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðrún - já það má nú segja það! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 09:18

54 Smámynd: halkatla

oj þetta með Darwin og frænkuna, sorrí en mér finnst það sick þetta minnir mig á Simpsons og þorpið við hliðina á Springfield þarsem fólkið vildi hafa frelsi til þess að giftast frænkum sínum

núna er annars allt í volli í Bretlandi vegna frændsemishjónabanda og fæðingargalla sem eru útbreiddir í samfélögum innflytjenda... ekki að það komi umræðunni við en bara fyndið að heyra minnst á það trekk í trekk, og líka hér. 

halkatla, 13.2.2008 kl. 09:24

55 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Svo er það stóra spurningin, hvert viljum við stefna? Ef við viljum halda í kristið siðgæði þá verðum við að viðhalda kristni í landinu, ekki satt? Það fór illa fyrir þeim þjóðum sem hentu kristninni og tóku upp trú á manninn sjálfan kommúnistaríkin og nasisminn.

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.2.2008 kl. 09:27

56 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti sömuleiðis er ritað um að Darwin hafi gerst trúaður á dánarbeðinu sínu og er hægt að lesa um það hér.

Árni bar þetta fram og þú sakar hann um lygar, þú ert voðalega mikill maður finnst mér að leysa málin með einhverjum nafnaköllum, nú hef ég vísað í þær heimildir sem ég hef og dragðu orð þín tilbaka, að minnsta kosti um Árna!! Einnig er hægt að sjá google leit um þetta málefni hér. Og er þar úr nógu að taka í þeim efnum! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 09:27

57 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

"Það er fyndið að sjá trúfólk draga Hitler úr rassvasanum í þessum málum.  Þýskaland Nasismans var kristin þjóð sem aðhylltist kristið siðferði. "

Nákvæmlega, þegar nasistarnir voru að murka lífið úr Gyðingunum réttlættu þeir það með tilvísunum í Martein Lúther, ekki Darwin. Lúther skrifaði heilu bækurnar um það að gyðingarnir væru viðbjóðslegir og að kristnir menn ættu að stela eigum þeirra, brjóta heimili þeirra, og reka þá burt úr landinu, gekk meira að segja svo langt að réttlæta morð á þeim.

Var siðfeði Lúthers ekki kristið? hvað var það þá?

Ari Björn Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 09:28

58 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

"Matti sömuleiðis er ritað um að Darwin hafi gerst trúaður á dánarbeðinu sínu og er hægt að lesa um það hér."

Þetta er lífsseig lygi sem var fundin upp af andstæðingum Darwins, ég mæli með því að þið leitið heimilda út fyrir kristilegar vefsíður, þær eru ekki áreiðanlegar heimildir.

Ari Björn Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 09:35

59 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ari - í fyrsta lagi, eru kristilegar heimildir eitthvað verri en aðrar? Sannaðu frekar að ég hafi rangt fyrir mér en að draga úr þessu fólki.

Í öðru lagi hef margsinnis tekið fram að sumt af þessum heimildum eru ekki taruastar, LESTU það sem stendur hér ofar ! Ég veit ekki hversu oft ég þarf að taka það fram samt leggist þú og Matti svo lágt að vera með nafnaköll og kallið okkur lygara!  úfffff....

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 09:41

60 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ari, kristnir fá sinn innblástur úr ritningunni, Hitler var Guð Þýskalands hann var tilbeðinn þjóðverjar afkristnuðust gjörsamlega og tóku trú að Hitler, á sama hátt og Stalín og Maó voru Guðir sinna þjóða.

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.2.2008 kl. 09:45

61 Smámynd: Mofi

Varðandi Hitler og kristna kirkju þá hafði Albert Einstein þetta um málið að segja:

Kampi und Zeugnis der bekennenden Kirche - Struggle and Testimony of the Confessing Church, p.526
Being a lover of freedom, when the (Nazi) revolution came, I looked to the universities to defend it, knowing that they had always boasted of their devotion to the cause of truth; but no, the universities were immediately silenced. Then I looked to the great editors of the newspapers, whose flaming editorials in days gone by had proclaimed their love of freedom; but they, like the universities, were silenced in a few short weeks...

Only the Church stood squarely across the path of Hitler's campaign for suppressing truth. I never had any special interest in the Church before, but now I feel a great affection and admiration for it because the Church alone has had the courage and persistence to stand for intellectual and moral freedom. I am forced to confess that what I once despised I now praise unreservedly

Hitler hafði engann áhuga á trúarbrögðum sem tilbáðu gyðing. Á þessum tíma þá sendi ein kirkja þessa opinberu tilkynningu til Hitlers:

When, within the compass of the National Socialist view of life, an anti-Semitism is forced on the Christian that binds him to hatred of the Jew, the Christian injunction to love one's neighbor still stands, for him, opposed to it

Það er akkurat á svona stundum þar sem kristið siðgæði kemur fram eða enn frekar að boðskapur Krists hvetur fólk til góðra verka. Það er svo sem engin spurning að einhverjar kirkjur voru annað hvort spilltar eða hræddar svo þær gerðu ekki neitt en það var í engu samræmi við boðskap Krists.

Mofi, 13.2.2008 kl. 09:45

62 identicon

Kristnir gera hvað þeir geta til að ljúga upp á Darwin, þeir gera hvað þeir geta til þess að sverta alla vísindamenn og greinar sem snerta við gamla ævintýrinu um geimgaldrakarlinn sem spratt upp ap vanþekkingu og var síðan notaður sem stjórntæki ógnar og skelfingar.
Þeir neita að horfast í augu við að guðinn þeirra er skáldsaga, þeir neita að horfast í augu við að þessi skáldsagnapersóna er mesta skrímsli allra skáldsagna, þeir neita að horfast í augu við að þessi skáldsagapersóna er eins langt frá kærleika og frekast verður komist.
Það sem er leiðinlegast af öllu er að þeir munu ekki geta sagt eftir andlát sitt... fokk i have been fooled.
Eftir ~50 ár þá verða færri kristnir á íslandi en stofnfélagar í samtökunum 78, raunveruleikinn er að sækja að þessu rétt eins og hann hefur sótt að öllum álíka ævintýrum.
Kristnir segjast hafa boðorð um að ljúga ekki en í þessu máli ljúga þeir sig inn í ímyndað helvíti.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 09:45

63 Smámynd: Theódór Norðkvist

Oft er sagt um hinn fullkomna eiginmann: Hann drekkur ekki, reykir ekki, daðrar ekki og finnst ekki.

Sama má segja um hina kristnu þjóð. Hún er ekki til í þeim skilningi sem við leggjum í hugtakið þjóð.

Eina kristna þjóðin er það fólk sem fylgir Jesú Kristi heilshugar í lífi og dauða, af öllum þjóðum, litarháttum, kynþáttum og þjóðfélagshópum.

Samanber Opinberun Jóhannesar 7:9.

Theódór Norðkvist, 13.2.2008 kl. 09:57

64 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Skil ekki alveg hvers vegna fólk ruglar alltaf saman trú og góðu siðgæði.

Þetta tvennt er eins og eldur og vatn, annað hvort kæfir trúin siðgæðið eins og vatnið slekkur eldinn, eða vatnið gufar upp vegna hita eldsins, og þá er ég að tala um eldinn sem staðfesta og sannanlega þekkingu.

Öllum mönnum á að vera frjálst að stunda trúarlíf að eigin vali, svo framalega sem sú ástundun skaðar ekki aðra né gengur á rétt þeirra.

Þörf einstaklingsins til að búa til eitthvað sem er bæði mikið, alviturt og öflugt er mjög sterk, hið mikla og sterka alvitra er huggun í mótlæti og gefur okkur möguleikann á að búa til ímyndaða framtíð alsgnægta eða hamingju, og réttlætingu.

Vandamálið hefur hins vegar verið að alskyns misvitrir einstaklingar hafa í gegn um tíðina, gerst sjálfskipaðir talsmenn hins alvitra, og leitt marga þjóðina og  manninn til óhæfuverka undir yfirskyni umboðsins.

Og ef helvíti er til, utan eigin hugarfylgsna hins trúaða, eru þá ekki þessir sjálfskipuðu talsmenn í raun sendiboðar hins illa, sem afvegleiðir fjöldann.

Maður spyr

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 13.2.2008 kl. 09:57

65 Smámynd: Jón Ragnarsson

Já þú segir nokkuð, er fólk búið að gleyma galdraofsóknunum?

Er skemmst frá því að segja að þeir náðu ekki fram sýknueiði og voru því allir dæmdir til þess að brennast á báli. Dómurinn var upp lesinn á alþingi sumarið 1655 og töldu "bæði lögmenn og aðrir guðhræddir menn, utan lögréttu og innan" að þeir dómar "væru eftir lögum kristilega ályktaðir" (Alþb. VI, bls. 3629).

Jón Ragnarsson, 13.2.2008 kl. 10:12

66 identicon

Kristnir hafa ofsótt fólk í gegnum aldirnar, murkað lífið úr heilu þjóðunum in da name of da looord..
Kristnir ættu líka að athuga að samkvæmt skáldsögunni þá er guð ekkert kærleikslamb, að borða eitt epli þekkingar var nóg til þess að hann útskúfaði öllu mannkyni og svo halda krissar að þeir komist inn, dream on þessi guð er svo illur og fullur hefndar að eitt smá atvik mun kosta vítisvist 4ever, iðrun er seinnitíma rugl... ekki plastast af því, guddi hefur ,margoft sýnt í skáldsögunni að hann fyrirgefur ekkert og er langrækinn með afbrigðum
Love my ass segi ég nú bara

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 10:20

67 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

"Ari - í fyrsta lagi, eru kristilegar heimildir eitthvað verri en aðrar? Sannaðu frekar að ég hafi rangt fyrir mér en að draga úr þessu fólki."

Já, það er mín reynsla að kristilegar vefsíður segja sitt um siðferði skrifara sinna, sannleiksástin víkur oft fyrir einhverri annari ást.

þessi saga um að Darwin hafi tekið trú á dánarbeði var uppskálduð og birt undir dulnefni í einhverjum kristilegum snepli árið 1915. Fjölskylda hans, sem var hjá honum á dánarbeði hans, neitaði þessu, heldur þú að ástvinir hans hafi ekki þekkt hann best.

lesefni fyrir þig: 

http://www.stephenjaygould.org/ctrl/ladyhope.html

http://en.wikipedia.org/wiki/Elizabeth_Hope#The_Lady_Hope_story 

Ef þið haldið fram lygi, þá eruð þið að ljúga.

Svo langar mig í svar við spurningunni minni:

Var siðferði Lúthers Kristið? 

Ari Björn Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 10:21

68 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Var siðferði Lúthers Kristið?

Já það var kristið, en þú slítur allt úr samhengi og lýgur uppá Lúther. Heimildir takk.

Það er alveg merkilegt hvað þið guðleysingar beitið alltaf sömu furðulegu röksemdarfærslunum!

  • Ef við kristnir vísum í kristilegar heimildir þá erum við lygarar.
  • Ef við tölum um Kristilegt siðgæði þá segið þið að það sé ekki til.
  • Ef okkur dettur í hug að vera ósammála eitthvað þá er efast um trú okkar.

Voðalegir einfeldingar eruð þið upp til hópa! Ég hef að minnsta kosti reynt að vísa í heimildir, og eina sem ég sé að þið komið með eru eintómar ásakanir án nokkura raka. Og svo berjið þið ykkur á brjóst og haldið allt sem þið skrifið sé heilög lög og að ykkar skoðun sé alheilög og 100% rétt!!!

Þið eruð vesalingar og vorkenni ég ykkur að geta ekki borið fram betri rök en þetta. Hvaða auli sem er getur komið með ásakanir eins seinustu færslur eru. Gerið þið nú betur en þetta!!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 10:27

69 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Það er nú engu hægt að ljúga upp á Darwin sem var og er enn í dag að afvega fólk frá sannleikanum. Hann gat ekki stöðvað vitleysuna sem hann var búinn að útbreiða á dánarbeði sínu og þess vegna virkar þessi vitleysa hans enn á auðtrúarfólk. Sem betur fer er Docktor E. ekki spámaður  og við vitum að fólk á eftir að snúast til kristinnar trúar. Við höfum fyrirheitin um vakningu á hinum síðustu tímum.  Ef vantrúarmenn fengju að ráða þá myndi þessi eyja sökkva í synd. En við hin trúuðu erum varðmenn Guðs og biðjum fyrir landi og þjóð. Við biðjum fyrir öllum einstaklingum í landinu Við vitum að hinn illi er kominn til að stela slátra og eyða og þessvegna biðjum gegn valdi hins illa svo hann nái ekki að granda einstaklingum. Við munum verða bænheyrð. Hallelúja. Dýrð sé Guði.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 10:28

70 Smámynd: Linda

Merkilegt þykir mér hvað menn nota mannaanna verk sem einhver réttlæting á niðurrif á trú á Jesú..., Jesú boðaði aldrei galdraofsóknir, eða morð á fólk eða neitt slíkt.  Maðurinn tók sér umboð. Umboðið var ekki veit samkvæmt ritningunni.

Linda, 13.2.2008 kl. 10:40

71 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

En hvað sem öðru líður býð ég ykkur öllum trúlausum sem trúuðum í kaffi og dásamlega tertu á laugardaginn næsta milli klukkan 2 og 4 í húsnæði KFUM&K á Holtaveginum

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.2.2008 kl. 10:45

72 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

"Já það var kristið, en þú slítur allt úr samhengi og lýgur uppá Lúther. Heimildir takk."

Bentu mér á lygina.

Wikipedia er með ágæta umfjöllun um aðal hatursrit Lúthers gegn gyðingum: "on the jews and their lies"

Skoðaðu þig um það er nóg til um þetta. Ef siðferði Lúthers var kristið þá er ekki annað að sjá en að ofbeldi og ofsóknir gegn minnihlutahópum sé hluti af hinu "kristna siðferði".

En þetta er svosem ekkert sem ég vissi ekki fyrir. 

Ari Björn Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 10:49

73 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Öll þessi klausa er lygi:

Nákvæmlega, þegar nasistarnir voru að murka lífið úr Gyðingunum réttlættu þeir það með tilvísunum í Martein Lúther, ekki Darwin. Lúther skrifaði heilu bækurnar um það að gyðingarnir væru viðbjóðslegir og að kristnir menn ættu að stela eigum þeirra, brjóta heimili þeirra, og reka þá burt úr landinu, gekk meira að segja svo langt að réttlæta morð á þeim.

Ég treysti ekki wickipedia fullkomlega þar sem hvaða vitleysingur sem er getur sett heimildir þangað inn, og það vita nú flestir. Bentu mér á þann stað sem Hitler vísar í Lúther. Eins ef svo er og segjum að þú hafir rétt fyrir þér, heldur þú virkilega að hann hafi ekki verið að misnota sér orð Lúthers? Ekki nema þú teljir Hitler góðann mann og sannann orða sinna.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 10:56

74 Smámynd: Linda

Ari Björn, Lúter var maður eins og hver annar og þessi hugsjón hans var alls ekki óalgeng á þeim tímum sem hann var uppi.  En ég spyr aftur eins og Haukur spyr, hefur þú heimildir fyrir því að Jesú boðaði morð og hatur á þeim sem ekki trúa á hann? Hvar í ritningunni stendur að okkur ber að hata Gyðinga sem og aðra, hvar í ritningunni stendur að það sé í lagi að stela, ljúga eða fremja morð?  Mannanna gjörðir eiga ekki að dæma Jesú, Jesú og hans boðskapur og siðferði var og er öllu æðri, maðurinn er vanhelgur í sínum gjörðum gegn náunganum en það er ekkert við Jesú að sakast eða hið Kristna siðferði sem hann boðaði.

Linda, 13.2.2008 kl. 10:59

75 identicon

Guðsteinn þú treystir ekki wiki en þú treystir hallelújasíðum.. hræsni.. ójá
Hitler sagði eins og BB sagði, kristni er grunnurinn og það sem þýskaland á að byggja á, look it up

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 11:00

76 identicon

Linda, biblían er full af setningum um að menn eigi að drepa, drepa óþekk börn, drepa konur sem kalla ekki á hjálp ef þeim er nauðgað, drepa konur sem eru ekki hreinar meyjar, drepa konur sem halda framhjá

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 11:01

77 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - haltu þig mottunni !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 11:04

78 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sæll Guðsteinn, gaman að sjá þig á ný!

Ég er ekki að fatta hvað kristið siðgæði er...nema ef væri boðorðin 10?

Allt annað er sveigjanlegt og teigjanlegt?

Svo er nefnd tvo þúsund ára saga kirkjunnar? Hvað með hinar myrku miðaldir sem vöruðu í næstum þúsund ár? Þar var siðgæðið á sviðuðu stigi og er nú í Saudi Arabiu? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.2.2008 kl. 11:05

79 Smámynd: Linda

DRE ég spyr þig aftur hvar boðar Jesú að okku bera að ljúga,myrða os.f.v. hvergi.  Skammastu þín fyrir að ljúga. Ritningin er skýr, þetta er rangt.

Haukur eftirfarandi er úr Jewish virtual Librry, varðandi Lúther og anti-semíta boðskap hans, ekkert er allt eins svart og hvít og andstæðingar Krists vilja boða hér inni. 

At the beginning of his career, Luther was apparently sympathetic to Jewish resistance to the Catholic Church. He wrote, early in his career:

The Jews are blood-relations of our Lord; if it were proper to boast of flesh and blood, the Jews belong more to Christ than we. I beg, therefore, my dear Papist, if you become tired of abusing me as a heretic, that you begin to revile me as a Jew.

But Luther expected them to convert to his purified Christianity. When they did not, he turned violently against Jews.

It is impossible for modern people to read the horrible passages below and not to think of the burning of synagogues in November 1938 on Kristallnacht. Nor would one wish to excuse Luther for this text.

A number of points must, however, be made. The most important concerns the language used. Luther used violent and vulgar language throughout his career....We do not expect religious figures to use this sort of language in the modern world, but it was not uncommon in the early 16th century. Second, although Luther's comments seem to be proto-Nazi, they are better seen as part of tradition of Medieval Christian anti-Semitism. While there is little doubt that Christian anti-Semitism laid the social and cultural basis for modern anti-Semitism, modern anti-Semitism does differ in being based on pseudo-scientific notions of race. The Nazis imprisoned and killed Jews who had converted to Christianity: Luther would have welcomed them.

None of this justifies what follows, but it may help to comprehend what is happening. In 1994, the Church Council of the Evangelical Lutheran Church in America rejected Luther's anti-Semitic writings.

Linda, 13.2.2008 kl. 11:11

80 Smámynd: Linda

hægt að lesa meira um þetta með því að smella hér

Linda, 13.2.2008 kl. 11:15

81 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk innilega fyrir þetta Linda, þetta sýnir að dokksi og vantrúarliðið hans er sjálfir lygarar!

Anna B - Loksins, einhver almennileg spurning sem er ekki fullyrðing eða áskökun! Takk Anna mín, ég var orðinn mjög þreyttur á eintómum fullyrðingum og öðru þvaðri.

Ég er ekki að fatta hvað kristið siðgæði er...nema ef væri boðorðin 10?

Boðorðin 10 og allur boðskapur Jesú sem og það siðgæði sem hann boðaði.

Allt annað er sveigjanlegt og teigjanlegt?

Sumt en ekki allt.

Svo er nefnd tvo þúsund ára saga kirkjunnar? Hvað með hinar myrku miðaldir sem vöruðu í næstum þúsund ár? Þar var siðgæðið á sviðuðu stigi og er nú í Saudi Arabiu?

Öll mannskynssagan er uppfull af ofbeldisverkum, og er ekki er hægt að kenna kristni eða trúarbrögðum um alla skapaða hluti, sá sem segir slíkt er veruleikafirrtur og hreint og beint heimskur. En ég er ekki að beina orðum mínum til þín Anna mín, þeir taki það til sín sem eiga það skilið.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 11:18

82 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Ég sé að Docktor E. hefur verið að lesa Kóraninn en ekki Biblíuna í síðasta innleggi sínu. Shalom.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 11:21

83 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Er það umdeilt að Lúther skrifaði bókuna Um gyðingana og lygar þeirra?

Er það umdeilt að Lúther sagði að það ætti að murka lífið úr bændunum þegar þeir gerðu uppreisn? 

Nei, þetta er ekki einu sinni umdeilt.

Lygin um að Darwin hafi tekið trú á dánarbeði hefur verið marghrakin, samt halda menn áfram að endurtaka hana. 

Matthías Ásgeirsson, 13.2.2008 kl. 11:22

84 identicon

Eða kannski hefur Rósa ekki lesið biblíuna sína, kannski er Rósa eins og svo rosalega margir kristnir... vita ekki á hvað þeir trúa... eða þeim finnst það sætt að drepa konur & börn, að drepa þungaðar konur...
Lestu fargin bókina

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 11:23

85 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Öll mannskynssagan er uppfull af ofbeldisverkum, og er ekki er hægt að kenna kristni eða trúarbrögðum um alla skapaða hluti,

En af hverju eruð þið trúmenn þá sífellt að þakka kristni og trúarbrögðum alla skapaða hluti? 

Er það ekki bölvuð hræsni? 

Matthías Ásgeirsson, 13.2.2008 kl. 11:23

86 Smámynd: Mofi

Kristið siðgæði endurspeglast vel í boðorðunum tíu, einnig skipun Krists að elska náungann eins og sjálfan sig og vera ávallt tilbúinn að fyrirgefa.  Einnig má segja að orð Páls um að sigra illsku með góðum verkum sé gott dæmi um kristilegt siðgæði.  

Kaþólska kirkjan á miðöldum bannaði að Biblían væri þýdd á tungumál almennings svo það ætti að segja ansi margt um hve kristileg hún var og hve mikið af hennar vondu verkum var boðskaps Biblíunnar að kenna.

Það er síðan að ég best veit rétt þetta með að Darwin hafi ekki tekið trú á dánarbeði sínu.  Þar hefur Matti rétt fyrir sér, væri nú samt gaman að sjá hann viðurkenna þetta með að Darwin giftist frænku sinni enda á ekki að vera neitt umdeilt.

Mofi, 13.2.2008 kl. 11:27

87 identicon

Auðvitað er þetta hræsni, þetta er hræsni af verstu sort... guð gekk berserksgang á jörðinni, lagði gildru fyrir son sinn og sagði það vegna þess að það ætti að fyrirgefa okkur... ef einhver þarfnast fyrirgefningar þá er það guð sjálfur.... guð er líka hræsnari, líkur sækir líkan heim

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 11:28

88 Smámynd: Linda

DrE þú ert svívirðilegur andstæðingur Jesú krists, hann boðaði ekkert nema það sem er gott og gilt.  Þú hefur ekki lesið hvað þá skilið boðskap hans. Þú dæmir sjálfan Drottinn út frá verkum manna, skammastu þín fyrir þessa endalausu hringavitleysu þína.

Matti, við komum með marktækar heimildir er varðar Martin LÚther eins og ég sagði ekki er allt eins svart og hvít og þið viljið hafa það.  Maðurinn Lúther var breyskur maður, ef Gyðingar sjá það hví ekki þú? Kannski að gefi í skin hvernig mann þú hefur að geyma? Vona ekki.

Linda, 13.2.2008 kl. 11:29

89 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Ég á margar Biblíur Docktor E. og ég er þakklát fyrir það og þessi lýsing passar ekki við það sem ég hef lesið. Viltu skrifa ritningarstaði og ég get flett upp í Biblíu nr. 1,2,3,4,5,..........

Matthías, ég græt ekki eins og þú skrifaðir ofar. Við kristnir þökkum fyrir JESÚ KRIST og hans lausnarverk á krossi. Hann lifir í dag og er að fylgjast með umræðunum okkar og alveg er ég viss um að hann grætur yfir því hvernig þið Docktor E. hagið ykkur. Megi almáttugur Guð miskunna ykkur. Shalom.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 11:33

90 identicon

ehhh var nóaflóðið verk manna, var það réttlátt að guð drap alla
Hversu mörg ungabörn lék guð sér að því að drepa
Er guð eigandi okkar og má því drepa okkur, er í lagi að eiga þræla og drepa þá, er í lagi að drepa öll dýr, má ég drepa börn min
Ég er ekki andstæðingur guðs því guð er ekki til, ég er andstæðingur mestu blóðsúthellingarlygasögu allra tíma, ef ég væri það ekki þá væri ég illmenni

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 11:36

91 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er rétt hjá trúlunum (trúleysingjum) að Marteinn Lúther skrifaði hatursrit á hendur gyðingum. Lúther var sennilega fullur af beiskjugalli, þó hann hafi verið prýðilegur guðfræðingur að mörgu leyti.

Þannig voru hans skrif sáðkorn fyrir gyðingahatur og kannski voru það mistök mannkynssögunnar að hann varð andlegur trúarleiðtogi milljóna manna.

En ég vísa að öðru leyti í fyrra innlegg mitt sem rök, sem enginn hefur mótmælt.

Theódór Norðkvist, 13.2.2008 kl. 11:40

92 identicon

Mér finnst bara sorglegt að þegar maður þylur upp ferilskrá guðs sem hann notaben á að hafa skrifað sjálfur, þá hópast kristnir saman í einn hneyksliskór, segja mann vondan fyrir að segja það sem stendur í þeirra eigin trúarriti, er það ekki toppur hræsninnar.
Hneyksliskórinn jarmar og jarmar þar til einn tekur sig til og segir: Guð er góður, þá fer allur kórinn í einhvern þakkargír og þakka hvort öðru í bak og fyrir
Maður getur ekki annað en hrist hausinn í forundran

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 11:46

93 Smámynd: Linda

Enn og aftur DrE hvar boðar Jesú morð á börnum og konum, öldnum sem ungum? Svarið er hvergi! 

Nefndu ritninga greinar svo það sé hægt að leiðrétta í þér bullið og ranghugmyndirnar sem þú fleytir hér eins viðbjóðsleg tólg. Þig vantar allan skilning á ritningunni, þú hefur ekki lágmarks kunnáttu um orðið hvort um sé að ræða GT eða NT, en, slíkt er vant með farið og þú notar óljós og út í loftið orð sem ku eiga sér stað ritningalega séð en þú bendir ekki á neinar ritningar þér til halds og traust, þetta er lýsiandi fyrir þig.  Tökum sem dæmi, því lætur þú því ekki fylgja að Nói gerði margar tilraunir til þess að fólk með sér,! því það hentar ekki þinum svívirðilega lygaboðskap.

Sorry Haukur minn, ég er búin að fá nóg af þessu endalausa kjaftæði í DrE

Linda, 13.2.2008 kl. 11:47

94 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ef við einbeitum okkur að umræðunni um kristið siðferði sem ávöxt kristins átrúnaðs þá verðum við að skoða það hvert við stefnum, hvaða siðferði viljum við sjá á Íslandi í framtíðinni?

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.2.2008 kl. 11:47

95 Smámynd: Linda

Þeir vilja eitt siðferði, sitt eigið.  Þó svo að það sé fyrir löngu sannað að siðferði mannsins eitt og sér er ekki nóg og oftast skapar það einræðisherra samanber þau dæmi sem þú bentir á hér fyrir ofan Guðrún mín.

Linda, 13.2.2008 kl. 11:55

96 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég verð að segja að ég dáist að ykkur (Guðsteini, Rósu, Guðrúnu og fleirum) að nenna að rithöggvast við menn sem berja höfðinu við stein.

Tala nú ekki um þegar menn sýna þann fádæma dónaskap að kynna sig ekki, skrifa undir dulnefni og skrípamynd frá ruslverksmiðjunni Hollywood og ætlast síðan til að vera teknir alvarlega!

Theódór Norðkvist, 13.2.2008 kl. 11:56

97 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Jú, nútímahugmyndir um mannréttindi byggjast á "kristnum grunni" ef "kristinn grunnur" þýðir mannvirðing, jafnrétti og réttlæti. Hinsvegar hafa þessi gildi ekki náð fótfestu nema með andstöðu við kirkjuna. Jafnrétti til handa konum og samkynhneigðum hafa til dæmis aldrei verið baráttumál kristinnar kirkju, frekar en virðing fyrir öðrum trúarbrögðum.

Útburðir og manndráp voru útbreidd fyrir kristnitöku, rétt er það. Útburðir voru líka algengir eftir kristnitöku, kúgun kvenna, fátækra og fatlaðra var lengst af við lýði hérlendis eftir kristnitöku - líklega í mun meira mæli en á heiðnum tíma, og allt með blessun kirkjunnar.

Kristnir menn (einsog Zeriaph og Mofi) eru duglegir að benda á tilvitnanir einsog "af ávöxtunum skulið þér þekkja þá" en neita samt að gera upp á milli kristinna manna, því "menn hafa mismunadi áherslur". Þeir neita því að vera "copy/paste" klónar, en virðast dæma trúleysingja, darwinista og aðra með sömu rökum - við séum öll eins. Þeir nota argument ad Hitlerum viðstöðulaust (sem og fleiri). Þeir neita að svara einföldum spurningum. Anna Karen gengur svo langt að biðja um sagnfræðilegar skýringar - en enga sagnfræði takk! Þetta er svosem í stíl við annað sem "kristnir" í þessum hóp láta frá sér fara; svaraðu spurningunni, en vísindalegar heimildir eru óþarfar.

Segðu bara að Guð hafi sagt það, það er það eina sem þú þarft!

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 13.2.2008 kl. 11:59

98 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Docktor E. Guð iðraðist þess að hafa skapað mennina á þessa jörð. Hann sá illsku þeirra og hugrenningar þeirra voru ekki annað en illska alla daga. (Sama og í dag) Guð ákvað að afmá jörðina. Á meðan Nói og fjölskyldan hans voru að smíða Örkina notaði Nói mikinn tíma til að segja fólki frá Guði og hvatti þau til að iðrast synda sinna en þau vildu það ekki. Fólkið hafði val eins og við nú í dag. Flóðið kom og einugis 8 manns lifðu af flóðið. Guð gerði sáttmála við Nóa að hann myndi aldrei framar skyldi allt hold tortímast af vatnsflóði. Guð skapaði regnbogann og hann er merki sáttmálan sem Guð gerði við Nóa.

Docktor E. Við getum tortímt okkur sjálf með syndlegu eðli. Færðu fleiri rök og það með heilbrigðum orðum en ekki með þessum svívirðilegu orðum sem þú notar.

Docktor E. skrifar:"drepa óþekk börn, drepa konur sem kalla ekki á hjálp ef þeim er nauðgað, drepa konur sem eru ekki hreinar meyjar, drepa konur sem halda framhjá." Guð miskunni landi og þjóð. Shalom.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 12:02

99 identicon

Linda, ég er búinn að nefna nóaflóðiði og fullt af öðrum dæmisögum guðs þar sem morð á börnum og konum er eins og að drekka vatn.
Lestu þér nú til um guðinn þinn, það er bara hallærislegt að lesa þessi svör þín

Siðferði á að byggjast á mannlegumgildum, í dag eru flestir menn réttlátari en guð því fæstir hafa drepið, hvað þá börn og þungaðar konur.

Gerið mér greiða og sýnið mér hvað ykkur finnst réttlæta öll morðin hans guðs.. segið mér hvernig er hægt að réttlæta morð á ungabörnum sem eru totally saklaus, segið mér hvernig hægt er að réttlæta útrýmingu á saklausum dýrum.
Ég tek ekki gilda þá afsökun að guð eigi okkur og geti gert það sem hann vill... ef þið segið það þá eruð þið ekkert nema þrælar sem skríðið í duftinu fyrir framan fjöldamorðingja
Ég bíð eftir réttlætingu, og ég bíð spenntur

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 12:02

100 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Doctor E. Ég bíð líka spennt. Bentu á ritningarstaði þar sem ég undirstrika orð þín.  það er ekki skrítið að þjóðarskútan vaggi mikið með menn eins og Doctor E. sem segir að Guð sé ekki til og að Satan sé ekki til en samt er hann í því að vitna í Guð og skrifa einhverja steypu. Við verðum að biðja Guð um að þjóðarskútan okkar sökkvi ekki því mikil spilling og synd fyrirfinnst t.d. hér á blogginu. Shalom.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 12:16

101 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Aðeins um hjónaband Darwins:

Það er rétt að Darwin giftist frænku sinni, sem var nota bene eldri en hann. Saman eignuðust þau 10 heilbrigð börn og bjuggu saman til æviloka. 

Hann giftist henni ekki til að sanna eitt eða neitt, ástin fer bara ekki alltaf skynsömustu leiðina.

Ari Björn Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 12:16

102 identicon

Það skal ég gera um leið og þú segir mér hvernig þú réttlætir heimsmorð guðs, réttlætir það út frá þinni eigin samvisku en ekki með þvaðri úr biblíunni, hefðir þú staðið hjá og horft á börnin hverfa í djúpið og vegsamað guð fyrir?

P.S. Það er sama hvað þú biðst fyrir það breytir engu því geimgaldrakarlar eru ekki til í alvörunni, faktískt eru alli rosalega heppnir að þetta er skáldsaga.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 12:23

103 identicon

If a betrothed virgin is raped in the city and doesn't cry out loud enough, then "the men of the city shall stone her to death." Deuteronomy 22:23-24

P.S. Sússi sagði gamla testamenti í fullu gildi, chew on that babe

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 12:25

104 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti:
Er það umdeilt að Lúther skrifaði bókuna Um gyðingana og lygar þeirra?

Er það umdeilt að Lúther sagði að það ætti að murka lífið úr bændunum þegar þeir gerðu uppreisn?

Nei, þetta er ekki einu sinni umdeilt.


Nei rétt er það, en það umdeilt er túlkunin á ritum hans. Og þannig verður það áfram sennilega.

Lygin um að Darwin hafi tekið trú á dánarbeði hefur verið marghrakin, samt halda menn áfram að endurtaka hana.

Whatever, ég nenni ekki að endurtaka einu sinni enn að ég var að vísa í óöruggar heimildir. Eruð þið ekki læsir eða hvað??

En af hverju eruð þið trúmenn þá sífellt að þakka kristni og trúarbrögðum alla skapaða hluti?

Er það ekki bölvuð hræsni?


Hvar er hræsnin að boða kærleika? Það er það sem trúin gengur útá og ekkert meira en það.

Ari:
ástin fer bara ekki alltaf skynsömustu leiðina.

Ég trúi ekki að þú hafir sagt þetta og sért réttlæta þessa gjörð! Finnst þér svona lagað þá allt í lagi bara vegna þess að guðinn þinn Darwin gerði þetta? Ojabarasta!

Dokksi - ekki misskilja mig, ég kann vel við þig og það veistu vel. En þetta er síðasta sinn sem ég vara þig við, ég hef fengið nokkrar kvartanir um orðalag þitt með t-pósti, í Guðs bænum ekki neyða mig til þess að loka á þig. Bara svona 'friendly warning'.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 12:45

105 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Doctor E. Guð skapaði regnbogann sem var sáttmáli milli hans og Nóa að hann ætlaði ALDREI að tortíma öllu holdi með vatnsflóði aftur. Þú hlýtur að geta lesið út úr þessu sjálfur. Ef ég hefði verið uppi á þessum tíma hefði ég farist eins og aðrir því það stendur að aðeins 8 manneskjur fóru um borð í Örkina. Það var Nói og konan hans, synir og tengdadætur.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 12:47

106 identicon

Loka á mig fyrir að segja sannleikann... bannaðu mig bara, það er eitthvað sem kristnir eru vanir að gera þegar þeir óttast um ævintýrið sitt, ég er mest hissa á að þið bannið ekki biblíuana því ég er bara að segja það sem stendur þar.
In fact þá banna ég mér að koma á svona blogg þar sem hræsni er í hávegum höfð

I rest my case og segi bless og óska þess í leiðinni að þið þroskist vitsmunalega og hættið að gera lítið úr mannkyni

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 12:51

107 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Doctor E. Áttu Biblíu? Túlkanir þínar eru svo skrýtnar að ég efast stundum að þú sért með Biblíu undir höndum þegar þú ert að vitna í Biblíuna. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 12:55

108 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég vil benda á það að við tilbiðjum ekki Lúther, Við tilbiðjum Jesú Krist ávöxtur kristinnar tilbeiðslu er  kristin siðfræði. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.2.2008 kl. 12:57

109 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vertu þá blessaður Dokksi, en ég tek fram að þú ert ekki banni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 13:07

110 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég skal alveg fallast á að boðskapur Jesú er góður. Hinsvegar er erfitt að sjá samhengið að "ávöxtur kristinnar tilbeiðslu" sé kristið siðferði? Ég skal útskýra mál mitt; mjög margir kristnir menn eru sannarlega góðir menn, en kirkjan sjálf, boðberi kristninnar er undirlögð "mannkynssögu" og á henni á maður ekki að taka mark á?

Þetta vefst fyrir mér?

Segjum að við leggjum mannkynssöguna til hliðar og tökum daginn í dag! Hvað er ríkiskirkjan að boða? Margt gott, ok!...en líka vitnar hún í biblíuna, þegar hún vill útskúfa kærleik samkynhneigðra ?

Rikiskirkjan (boðberi jesú krists?) á margar jarðir? Ég skil ekki hvernig það samræmis jesú? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.2.2008 kl. 13:07

111 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Skynsamasti andmælandinn kallar sig örvitann, og ekki að ástæðulausu. Gera má ráð fyrir að fylgjendur hans velji sér þann gáfaðasta í hópnum.

Hver er tilgangur svona athugasemdar?

 Nei rétt er það, en það umdeilt er túlkunin á ritum hans. Og þannig verður það áfram sennilega.

Það er afskaplega erfitt að túlka það á jákvæðan hátt þegar Lúther leggur til að bænahús gyðinga séu brennd og þeir útskúfaðir.

Það er erfitt að túlka það á jákvæðan hátt þegar Lúther leggur til að bændum verði slátrað.

Lúther var ósköp einfaldlega ekkert sérlega geðþekkur maður á nútíma mælikvarða.  Samt var hann afskaplega kristinn og aðhylltist afskaplega kristilegt siðgæði.

Málið er bara að það er ekki sama siðgæði og nútímafólk kallar kristið.  Fyrir utan að það sem nútímafólk kallar kristið siðgæði er afskaplega ólíkt nú í dag.

Ég skal segja ykkur dálítið sniðugt um Darwin.  Það skiptir mig engu máli hvort hann tók trú (sem hann gerði ekki) eða gerði eitthvað annað vafasamt.  Ég trúi ekki á Darwin

Boðskapur Jesús er afskaplega misgóður.  Hann segir t.d. í Biblíunni að hann sé alls ekkert kominn fyrir alla.  Hann er kominn til að frelsa gyðinga, hinir mega éta það sem úti frýs.  Reyndar læknar hann svo dóttur kanversku konunnar að lokum, eftir að hún hefur niðurlægt sig fyrir Jesús.

Matthías Ásgeirsson, 13.2.2008 kl. 13:19

112 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Guðsteinn: 

"Ég trúi ekki að þú hafir sagt þetta og sért réttlæta þessa gjörð! Finnst þér svona lagað þá allt í lagi bara vegna þess að guðinn þinn Darwin gerði þetta? Ojabarasta!"

Giftingar milli skyldfólks eru aldrei æskilegar, en í öllum samfélögum koma upp dæmi um slíkt, sama hvaða trú fólk aðhyllist. Þegar um er að ræða tvær fullorðnar manneskjur finnst mér erfitt að vera að líta niður á slíkt. 

þarna sýnist mér glitta í hið "kristilega umburðarlyndi" Guðsteins. 

Hefurðu rakið ættartré þitt aftur að landnámi? ég yrði hissa ef þú finnur ekki nokkur dæmi um skyldleikaræktun þar, ég held að þetta eigi við um flesta íslendinga.

Að lokum, Darwin var ekki guð, guðir eru óþarfi 

Ari Björn Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 13:21

113 Smámynd: Jón Ragnarsson

Jesús sagði:

Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. 35Ég er kominn að gjöra ,son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni. 36Og heimamenn manns verða óvinir hans.'

Jón Ragnarsson, 13.2.2008 kl. 13:24

114 Smámynd: halkatla

Anna B og Guðsteinn; kristið siðgæði er boðorðin 12

halkatla, 13.2.2008 kl. 13:26

115 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jesús er svo mikið meira en sögupersóna, hann lifir enn í dag og fyrir sinn heilaga anda starfar hann. 

En hvort sem trúleysingjar viðurkenna það eða ekki, eru þeir ekkert frábrugnir öðrum að því leyti að þeir eru skapaðir í Guðs mynd, en Guð er andi.= maðurinn er andi í líkama.  Tilbeiðsla okkar hvort sem það er til Guðs, mannsins sjálfs, Búddha. Allah eða annars gefur af sér misjafna ávexti. Einsog Jesús sjálfur kenndi Af ávöxtum þeirra skulu þér þekkja þá. 

Kommúnistaríkin tilbáðu manninn og siðfræði þeirra ber þess vitni.  

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.2.2008 kl. 13:27

116 Smámynd: halkatla

Ari Björn, það var glæpur á Íslandi að vera með skyldmennum í fjórða lið, og mjög harkalega tekið á slíkum brotum - það er eina ástæðan fyrir því að íslendingar eru hér ennþá og urðu ekki innræktaðir til ólífis! Það er eitt aðal gildi kristindómsins.

halkatla, 13.2.2008 kl. 13:28

117 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Guðrún...ég ætla nú að vitna beint í þín ágætu orð...

"Ef við einbeitum okkur að umræðunni um kristið siðferði sem ávöxt kristins átrúnaðs þá verðum við að skoða það hvert við stefnum, hvaða siðferði viljum við sjá á Íslandi í framtíðinni?"

 Eigum við að reyna að halda okkur við það?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.2.2008 kl. 13:32

118 Smámynd: Linda

DrE þú talar út í bláinn, eins og þér er vant, ekkert annað en bull og útúrsnúningur, þú hefur ekki lesið ritninguna það gefur augaleið, allavega hefur Matti gert það og kemur þó með hreinar tilvitnanir og rökstyður málið sitt hann má eiga það(þó svo hann fari ekki alltaf með rétt mál)  þangað til þú hagar þér eins og maður/kona kemur með ritningar þér til stuðnings og ekki úr samhengi þá máttu eiga þig.  Því að eyða tíma í þinn líka er hin fullkomna tímasóun.

Jesú er góður hann kom með góðan boðskap, hann leiðrétt mannasetningar í GT og leiddi okkur áfram  þar til dagsins í dag og á morgun ef það er vilji Guðs.  Þú færð því ekki breytt frekar en aðrir trúlausir að Íslensk Siðferði er byggð á Kristilegum grunni sem er kletturinn Jesú Kristur frelsari vors.

Linda, 13.2.2008 kl. 13:34

119 Smámynd: Mofi

Kaþólska kirkjan og okkar þjóðkirkja eru til skammar í þeim auðæfum sem þau hafa sankað að sér. Jesús talar algjörlega gegn svona hegðun t.d. í dæmisögunni um Lasarus ( Lúkas 16:19 ).

Varðandi að Jesú hafi sagst ætla að færa ekki frið heldur stríð þá ef það er lesið í samhengi þá á Hann einfaldlega við að þeir sem taka afstöðu með Honum munu mæta hatri og sverði. Það er ekki að þeir sem fylgja Kristi eigi að beita þannig aðferðum enda segir Jesús "sælir eru friðflytjendur því þeir munu verða kallaðir börn Guðs" ( Matteus 5:9 )

Mofi, 13.2.2008 kl. 13:37

120 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Anna ég ræð víst ekki umræðunni hér

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.2.2008 kl. 14:05

121 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég get því miður ekki svarað öllum sökum tímaleysis ... en ég reyni: 

Matti:

Erlingur segir:   

Skynsamasti andmælandinn kallar sig örvitann, og ekki að ástæðulausu. Gera má ráð fyrir að fylgjendur hans velji sér þann gáfaðasta í hópnum.


Hver er tilgangur svona athugasemdar?


Ég verð nú að taka undir það að þetta er hrein persónuárás þig Matti, og verð ég að vara Erling Þorsteinsson við að vera ekki með slík orð á nafngreindamenn. Jafnt skal vera yfir alla eins og sagt er.

Það er afskaplega erfitt að túlka það á jákvæðan hátt þegar Lúther leggur til að bænahús gyðinga séu brennd og þeir útskúfaðir.


Það er erfitt að túlka það á jákvæðan hátt þegar Lúther leggur til að bændum verði slátrað.


Lúther var ósköp einfaldlega ekkert sérlega geðþekkur maður á nútíma mælikvarða.  Samt var hann afskaplega kristinn og aðhylltist afskaplega kristilegt siðgæði.

Mattías, Guðrún sagði hér svo réttilega hér ofar að Lúther var maður og við dýrkum hann ekki! Alveg eins og þí ítrekar að þú dýrkar ekki Darwin, sama á við um okkur.

Málið er bara að það er ekki sama siðgæði og nútímafólk kallar kristið.  Fyrir utan að það sem nútímafólk kallar kristið siðgæði er afskaplega ólíkt nú í dag.
 
NEI ! Það sem þú ert meina er að 'upplæysingaöldin' hafi sjálfkrafa lagað vandamálið og allt varð bara 'ok' fyrir gott innræti mannanna. Það er því miður ekki svo einfalt, við mennirnir erum einfaldir og þurfum spark í rassinn annars lagið, þess vegna var nauðsynlegt að fá boðorðin og lögmálið. Það varð sá leiðarvísir sem farið var eftir og kallast í dag 'kristilegt siðgæði'.
 
Boðskapur Jesús er afskaplega misgóður.  Hann segir t.d. í Biblíunni að hann sé alls ekkert kominn fyrir alla.  Hann er kominn til að frelsa gyðinga, hinir mega éta það sem úti frýs.  Reyndar læknar hann svo dóttur kanversku konunnar að lokum, eftir að hún hefur niðurlægt sig fyrir Jesús.

Rangt, heiðingjarnir (við) erum ekki skildir eftir, lokaorð Jesú áður en fór til himna voru: "farið og gjörðið ALLAR þjóðir að lærisveinum mínum". Og fleiri staði mætti telja upp sem hann talar á þá leið. Eins sagði hann að fagnaðarerindið yrði tekið til gyðinganna fyrst, síðan heiðingjanna. Sem rættust með starfi Páls t.d.

Ari:

Giftingar milli skyldfólks eru aldrei æskilegar, en í öllum samfélögum koma upp dæmi um slíkt, sama hvaða trú fólk aðhyllist. Þegar um er að ræða tvær fullorðnar manneskjur finnst mér erfitt að vera að líta niður á slíkt.


þarna sýnist mér glitta í hið "kristilega umburðarlyndi" Guðsteins.

Hefurðu rakið ættartré þitt aftur að landnámi? ég yrði hissa ef þú finnur ekki nokkur dæmi um skyldleikaræktun þar, ég held að þetta eigi við um flesta íslendinga.


Að lokum, Darwin var ekki guð, guðir eru óþarfi

Jæja, feginn er ég að heyra þetta Ari, en ég spyr þig líka hvar eru mörk umburðarlyndis? Því afhverju ætti ég að umbera sifjaspell bara af því að ég er trúaður? Hvort sem er  er trúin og ég á móti slíku og skammast ég mín ekki fyrir að fordæma slíkt. Fyrr má nú vera!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 14:07

122 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Smámynd: Jón Ragnarsson

Jesús sagði:

Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. 35Ég er kominn að gjöra ,son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni. 36Og heimamenn manns verða óvinir hans.'

Jón Ragnarsson, 13.2.2008 kl. 13:24

Ömmm .... what is your point?? Erum við ekki að þræta um þetta núna?

Anna B - ég veit að það stendur þér nær, en samkynhneigðar umræða verður að bíða betri tíma, þessi umræða er nú þegar kominn langt út fyrir efnið og ætla ég ekki að afvegaleiða hana útí ALLT aðra sálma.

Guðrún og Anna Karen - hafið kærar þakkir fyrir aðstoð ykkar! Þótt að Dokksi hafi farið í fýlu! (ekki í fyrsta sinn)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 14:12

123 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Anna karen,

kaþólikkar bönnuðu giftingar fjórmenninga, Lúthersmenn þrímenninga, báðar kirkjustofnanir gerðu fátækt fólk að glæpamönnum og sektuðu um stórfé, en leyfðu ríku fólki að kaupa sér undantekningar (ríka fólkið fékk að giftast innbyrðis til að halda auðæfum innan fjölskyldunnar). Er þetta aðal gildi kristindómsins.

Við vitum núna að afkvæmi systkynabarna eru einungis u.þ.b. 2-3% líklegri til að fá erfðagalla en óskyld börn. Það er rétt að draga mörkin við systkyni því þá er hættan orðin raunveruleg, enda eru lögin þannig í dag.

Íslendingar væru hér samt, þó að kristnin hefði ekki fest rætur. 

Ari Björn Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 14:16

124 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mér finnst áhugavert að heyra allar skoðanir, hvort sem það eru rök fyrir þeim eða ekki.

Ef einhver skrifar athugasemd sem engin rök eru fyrir, þá ert það ekki lesandinn sem þarf að skammast sín... eða hvað?

Ég skil ekki fólk sem vill búa í lýðræði og samtímis vill þetta fólk loka á þá sem eru ekki með sömu skoðanir. Það getur verið að DoktorE sé kannski aðeins yfirdrifin í sinni baráttu að frelsa alla kristna frá vitleysunni... en að loka á hann finnst mér rangt.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.2.2008 kl. 14:40

125 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Eru ekki hefndarárásir enn megin stefnan við viðhald og uppbyggingu Ísraelsríkis og studdar af miklum eldmóð af kristilegri sjónvarpsstöð á íslandi, árásir á íbúðahverfi og heimili meintra gerningsmanna eru lýstar sjálfsagðar hefndarárásir. - Og kristnir bandaríkjamenn hrópa allir í kór og Omega með þeim Halelúja til vegsemdar hefndinni.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.2.2008 kl. 14:41

126 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

"Jæja, feginn er ég að heyra þetta Ari, en ég spyr þig líka hvar eru mörk umburðarlyndis? Því afhverju ætti ég að umbera sifjaspell bara af því að ég er trúaður? Hvort sem er  er trúin og ég á móti slíku og skammast ég mín ekki fyrir að fordæma slíkt. Fyrr má nú vera!"

En það var enginn að tala um sifjaspell, þ.e. samband einstaklings við afkomanda sinn. Við erum sennilega öll sammála um að það er bæði óeðlilegt og hættulegt. 

Þú varst hinsvegar að ýja að því að Darwin hafi verið siðblindur, bara af því að hann og konan hans voru skyld. Þetta fannst mér ómaklegt hjá þér. 

Ari Björn Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 14:44

127 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gunnar - ég lokaði ekki á hann, en ég varaði hann við því ég fékk kvartanir um hann. Honum er ennþá frjálst að tjá sig ef hann vill.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 14:44

128 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú varst hinsvegar að ýja að því að Darwin hafi verið siðblindur, bara af því að hann og konan hans voru skyld. Þetta fannst mér ómaklegt hjá þér.

Og hvað er ekki siðblint að giftast náskyldri frænku sinni ? Auðvitað geri ég athugasemd við það, en ég viðurkenni vel að ég er ekkert gefinn fyrir Darwin og hans boðskap. En hafi ég sært þig með þeim orðum biðst ég afsökunar á því.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 14:48

129 Smámynd: Mofi

Helgi, að vegsema hefndina er ekki kristilegt og ef einhver sem kallar sig kristinn gerir það þá er eitthvað mikið að í hans kristnu göngu; líklegast að ganga í þveröfuga átt.

Mofi, 13.2.2008 kl. 14:48

130 Smámynd: Mofi

Hver er það sem ætti að segja að það er siðblint að giftast frænku sinni ef darwinismi er sannleikurinn?  Hver á að skilgreina hvað er siðlegt og hvað er ekki siðlegt ef saga Darwins er sönn?

Mofi, 13.2.2008 kl. 14:49

131 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Guðsteinn:
Ég veit að þú varst ekki búinn að loka á hann. Ég var að meina fólk sem sendi þér e-póst og biður þig um að loka á hann.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.2.2008 kl. 14:56

132 Smámynd: halkatla

Ari, fjórmenningar máttu ekki giftast löngu eftir að lúterskan tók við, hvortsem einhver hafi mútað einhverjum eður ei. Þegar fjórmenningar höfðu "samneyt" þá þótti það í besta falli mjög ósæmilegt (enda um siðgæðisbrot að ræða, fremur en glæp) Kirkjustofnanirnar gerðu fólk síðan ekki að glæpamönnum, það eru mörg dæmi þess að trúarlega dómskerfið hér vildi sýkna fólk eða sýna miskunn en gat það ekki vegna þess að danaveldi réði í rauninni yfir öllu. Og þú hefur algjörlega rangt fyrir þér varðandi hættu skyldleikafjölgunar, svo mikið er víst. Þegar skyldleikagiftingar hafa átt sér stað í ættliði eftir ættliði (þannig er það þarsem siðferðisgildin boða beinlínis að skyldleikagiftingar séu réttar) þá er prósentuhlutfall mikið fatlaðra og veikra barna sem fæðast orðið gríðarlega hátt, auk þess sem mörg fæðast dáin. Vandamálið vex semsagt eftir því sem þessu hættulega atferli er leyft að viðgangast, það er það sem við vitum í dag, þökk sé áreiðanlegum vísindum sem styðja í mörgum tilfellum kredduhugmyndir trúarbragðanna.

halkatla, 13.2.2008 kl. 14:57

133 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

"Hver á að skilgreina hvað er siðlegt og hvað er ekki siðlegt ef saga Darwins er sönn?"

Mennirnir að sjálfsögðu, og þeir eiga að nota skynsemina við að skilgreina það, ekki eldgamlar goðsagnir. 

Ari Björn Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 14:58

134 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Guðsteinn, mér finnst þú afgreiða minar spurningar nokkur billega með að segja..."þessi umræða er nú þegar kominn langt út fyrir efnið og ætla ég ekki að afvegaleiða hana útí ALLT aðra sálma."

...þegar ég er NÁKVÆMLEGA AÐ FJALLA UM KRISTIÐ SIÐFERÐI!??????????????????????????

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.2.2008 kl. 15:01

135 Smámynd: halkatla

ég er alls ekki að meina að dómskerfið hér hafi verið fullkomið þegar trúaryfirvöld voru með puttana í því en það er alls ekki hægt að segja heldur að það sé eitthvað skárra í dag... það er enn heimskulegra í dag að mínu mati. 

p.s sifjaspell er notað um of mikinn skyldleika, alls ekki bara um afkomendur heldur systkyni, frænkur og tja, nánast alla gömlu blóðskammarþuluna í Levitíkusi

halkatla, 13.2.2008 kl. 15:02

136 Smámynd: halkatla

það má ekki loka á dokksa ég veit að Guðsteinn er mér sammála, en þessi hugmynd sjokkerar mig bara svo að ég verð að koma hneykslun minni á framfæri - Kristnir bloggarar sameinist um að vernda Dr E 

halkatla, 13.2.2008 kl. 15:05

137 Smámynd: Mofi

Ari, þannig að ef meirihlutinn segir að syfjaspell er í lagi er það þá í lagi?  Hvað ef meirihlutinn ákveður að t.d. gyðingar séu ekki manneskjur eins og gert var í Þýskalandi, var það þá ekki bara í lagi?

Mofi, 13.2.2008 kl. 15:19

138 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Anna Karen,

Ég held að það sé rétt hjá þér að hættan eykst ef skyldleikagiftingar eru síendurteknar innan fjölskyldunnar, ég var að tala um einn atburð.  Einstaka skyldleikagiftingar eru ekki hættulegar, þessvegna er ekki rétt að banna þær.

Ps. Í dag er orðið sifjaspell notað um afkomendur og systkini ...punktur.

Ari Björn Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 15:23

139 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hvernig er það ætlið þið að koma í kaffi til mín í bloggkirkjuna Lifandi vatn á laugardaginn?? Einn bloggari  sem er reyndar ekki búinn að kommenta á þessa umræðu ætlar að flytja okkur hugvekju.

Ég styð baráttu fyrir Dokksa, hvar værum við án hans? þessi elska hjálpar öllum þeim sem þjást af of lágum blóðþrýsingi að hækka hann hressilega

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.2.2008 kl. 15:31

140 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna B - ég er ekki að 'afgreiða' spurningar þínar sem eru góðar og gildar (eins og ég vilji ekki svara þeim) En ég lofa þér því og heiti að sú umræða verður tekinn upp síðar. Ég hef kannski orðað þetta klaufalega og biðst ég velvirðingar á því.

Anna Karen - ég ítreka að ég varaði hann aðeins við, því ruddalegt orðalag hans hefur farið bæði fyrir brjóstið á mér og öðrum. Ég er ekki búinn að loka á hann og mun ekki gera það. Nema hann misstígi sig alvarlega, þú veist nú mína skoðun á ritskoðunum og er ég engann veginn hlynntur þeim. En orð hans særðu aðra og varð ég að bregðast við því.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 15:34

141 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ok guðsteinn minn!...ég hlakka til að takast á við þessar raunverulegu siðferðispurningar, án tilvitnana í bibliuna...heldur með boðorðin og boðskap jesú í huga. Það sem við getum sameinast um sem siðagrunn!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.2.2008 kl. 15:42

142 Smámynd: Linda

Isspiss DrE þarf engan sérstakan stuðning, hann gerir í því að stinga undan Kristni trú og hann fær bara launað það sem hann sáir, og ég stórlega efast um að hann sitji út í horni í fýlu til lengdar hann lítur allt of stórt á sig til þess og er baráttumaður að  sjálfsins náð og mun eflaust koma aftur galvaskur og móðgandi eins og honum er vant. Maðurinn er enginn Aumingi eða er það konan..

Knús alles.

Linda, 13.2.2008 kl. 15:49

143 Smámynd: halkatla

já ég veit Guðsteinn, ég sagði líka að þú værir sammála mér en þetta með bréfin sem Gunnar minntist á stuðaði mig - við sem þekkjum dokksa (elskum hann) og umberum dyntina í honum

halkatla, 13.2.2008 kl. 15:49

144 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hefði lokað á sorapyttinn DoctorE, í sporum Guðsteins. En hann ræður því.

Drullan sem vellur úr lyklaborði DoctorEs á hvorki að sjást á prenti né rafrænu formi hjá siðmenntuðum þjóðum (skiptir ekki máli hvort þær aðhyllist kristilegt siðferði eða ekki.)

Theódór Norðkvist, 13.2.2008 kl. 15:59

145 Smámynd: halkatla

Theodór, nú espirðu dokksa upp - hann lætur sér aldrei segjast, trúðu mér ég hef reynt allt - en ég ætla að hætta að skipta mér af í bili til þess að sóa ekki plássi - þetta er orðin alveg ótrúlega löng umræða

halkatla, 13.2.2008 kl. 16:01

146 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég skal ekki kasta fleiri sprengjum. En til hamingju Guðsteinn, nýkominn úr bloggfrí og strax kominn í 150 athugasemdir!

Theódór Norðkvist, 13.2.2008 kl. 16:05

147 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Teddi minn, ég held jafnvel að ég verði að skipta um rakspíra.

En bara svo að það sé á hreinu þá er ég ekki vanur að loka á fólk. Bara ekki mín taktík. Þótt að menn hafi yfirgengilegar skoðannir og orðalag! En það er bara ég  ;) En í tilfelli Dokksa þá var hann kominn yfir línuna þar sem fólk talaði um að orðalag hans særði sig. Þá varð ég að grípa til hótann, sorrý - en þetta bara varð að gerast.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 16:12

148 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

"Ari, þannig að ef meirihlutinn segir að syfjaspell er í lagi er það þá í lagi?  Hvað ef meirihlutinn ákveður að t.d. gyðingar séu ekki manneskjur eins og gert var í Þýskalandi, var það þá ekki bara í lagi?"

"Meirihlutinn ræður" virkar ef fólk er upplýst og hefur lært gagnrýnina hugsun. Ég er á móti heilaþvotti sama hvaða valdastofnun stundar hann. Trúarbrögðin stunda heilaþvott og vinna gegn gagnrýnininni hugsun, þess vegna er ég á móti þeim. 

Þýskaland Nasismans er frekar dæmi um vanmátt siðferðiskenninga almennt, því eins og áður hefur komið fram voru þjóðverjar kristin þjóð sem fylgdi kristnu siðferði. Kristna siðferðið gildir náttúrulega bara um menn, svo þeir skilgreindu Gyðinga bara sem "ekki-menn". og þá var vandamálið leyst, án þess að víkja frá kristna siðferðinu.

Þegar allt kemur til alls höfum við ekkert annað en skynsemina, og gullnu regluna, til að móta siðferði okkar. Og við eigum alltaf að horfa á það gagnrýnum augum.

Ari Björn Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 16:23

149 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð. Varð að kíkja og gá hvort ég hafi fengið svar frá Doctor E. en því miður engin svör. Gunnar Helgi sagði: "Það getur verið að DoctorE sé kannski aðeins yfirdrifin í sinni baráttu að frelsa alla kristna frá vitleysunni..." Fyrr má nú rota en dauðrota. Doctor E. er ekki málefnalegur fyrir tíeyring. Hann er meira en yfirdrifinn. Og honum tekst ekki með svona málflutningi að afkristna okkur. Eru allir búnir að gefast upp? Kíki aftur í von um fjör. Shalom.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 20:02

150 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Elskurnar mínar, DrE er haldinn þráhyggju. Flest hans blogg fjalla um biskupa, trúmál, guð o.s.frv. Það sýnir bara að hann er í desperat leit að tilgangi lífsins. Það er erfitt að finna bara svarthol og þá berst fólk um á hæl og hnakka. Ég óska honum alls hins besta og vonandi finnur hann ljósið einn daginn.

 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.2.2008 kl. 20:45

151 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Jóhanna. Sammála og við verðum að vona og trúa að Doctor E. finni ljósið. Guð blessi ykkur öll.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 21:09

152 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Svo ég haldi mig við umræðuefnið...Guðsteinn, ertu til í að skilgreina kristið siðferði fyrir mig?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.2.2008 kl. 21:23

153 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælt veri fólkið. Gaman að sjá þig Anna mín.

Kristilegt siðferði = Læra hvað sé rétt og rangt samkvæmt boði Drottins. Haga sér samkvæmt boði Drottins og framganga í Guðs vilja. Jesús kenndi okkur hvað var rétt og hvað var rangt þegar hann var hér á jörðu fyrir 2000 þúsund árum. Við  getum lesið boðskap Jesú Krists í Nýja-testamentinu. Guð blessi ykkur öll.  

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:07

154 Smámynd: Mofi

Ari, afhverju heldur þú að upplýsingar geri það að verkum að fólk hegði sér "siðsamlega"?  Hugmyndafræði nasismans var að taka þá út sem eru mislukkaðir eða "minna" þróaðri en aðrir því að það myndi hraða fyrir framförum "þróun" mannkyns. Ef það er það sem meirihlutinn ákveður að er rétt og hefur að sínu mati vísindaleg rök fyrir því, á hvaða grunni þá geturðu sagt að þessi meirihluti hefur rangt fyrir sér?

Ég síðan benti á hvernig Albert Einstein sá nasismann og kirkjuna; auðvitað var haturs áróður Hitlers algjörlega á móti kristnum gildum og eins og Einstein sagði þá var það aðeins ein af kirkjunum sem stóð upp á móti þessu.

Ég er síðan auðvitað á móti því að þeir sem trúa að Guð sé til hafa eitthvað á móti gagnrýnni hugsun og er þess fullviss að allir kristnir hérna eru sammála því.

Hvað segið þið sem teljið ykkur kristin, eru þið á móti gagnrýnni rökhugsun?

Mofi, 13.2.2008 kl. 22:08

155 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Besta skilgreining á "kristnu siðgæði" er ekki ..."að standa vörð um kirkjuna" eins og Guðni framsóknarformaður orðar það...heldur ..."Kristinn  manneskja á  að taka sér Krist til  fyrirmyndar en ekki endilega kirkjuna"...

PS: sæl Rósa mín, gaman að sjá þig

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:20

156 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eflaust hræddi Hitler kirkjuleiðtoga til fylgis við sig. En ég tek undir með henni Rósu valkyrju Krists um kristið siðferði.

Best er að skilgreina kristið siðferði með lífi sínu. Annars væri hægt að skrifa heila ritgerð um hugtakið. 

Theódór Norðkvist, 13.2.2008 kl. 22:43

157 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nei, Dóri (svar við sp. þinni.)

Theódór Norðkvist, 13.2.2008 kl. 22:56

158 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Guðsteinn segir m.a. í upphafi bloggs síns..".Ef við horfum á hið sögulega samhengi þá er auðséð að það hefur haft ALLT að segja, sérstaklega fyrir okkur íslendinga. Það þarf ekki nema að fara aftur til víkingatímans til þess að sjá hvað kristni breytti mörgum gildum í okkar samfélagi."

Ég er að reyna að segja að þetta er einstaklingsbundið, ekki í sögu boðbera kristninnar...kirkjunnar!

Jesús Kristur yrði þrumu lostinn ef hann gengi inn í Vatikanið núna, eða að stofnun í hans nafni væri stórjarðaeigandi?

Kristið siðgæði er stór og verðug spurning, sérstaklega í kristnu samfélagi!...líka fyrir "trúleysinga" og "húmanista" og "trúaða, án kirkju" og við skulum ekki taka biblíuna, sem heilagan sannleik!...þá er heilbrigð skynsemi strax úr leik! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.2.2008 kl. 23:09

159 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælt veri fólkið. Guðsteinn er greinilega farinn að sofa

Anna, þetta er rétt skýring á kristnu siðgæði: ..."Kristinn  manneskja á  að taka sér Krist til  fyrirmyndar en ekki endilega kirkjuna"...  og einnig skýringin hans Tedda: "Best er að skilgreina kristið siðferði með lífi sínu." Þið eruð flottust

Mofi  þú ert líka flottur. Þú spyrð okkur: "Hvað segið þið sem teljið ykkur kristin, eru þið á móti gagnrýnni rökhugsun?" Við verðum að geta tekið gagnrýni sem er sett fram með heilbrigðum rökum og í kærleika. Það hefur hjálpað mörgum okkar á lífsleiðinni að við höfum fengið ábendingar um margt sem betur má fara. En ég get nú ekki sett skrif þeirra sem hafa Guð að háði hér undir  "gagnrýna rökhugsun." Þetta er ekki "heilbrigð gagnrýn rökhugsun" fyrir fimmeyring. Hittumst síðar. Guð gefi ykkur öllum GÓÐA NÓTT.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 23:26

160 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa - ég vaki enn. 

Anna B: 

Allt kristilegt siðgæði, sem var óþekkt fyrir tíma kristni - byggist á einu atriði. Það er:

"Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig."

Allt lögmálið og kærleiksboðsskapur Jesú hvílir á þessu eina atriði. Þetta er svokallað 'æðstaerindið'. Og þekkist ekki sérstaklega hér á Íslandi fyrr en kristni kom til sögunnar, fram að því mátti höggva hver sem er herðar niður.

Flóknara er það ekki, þess vegna furðar mig þessi sterku viðbrögð sem ég hef fengið. En takk fyrir að vera sú fyrsta sem spyr loks að þessu. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.2.2008 kl. 23:44

161 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þarna kom KJARNINN, Guðsteinn minn!...en ef við gefum okkur að... gera ekki öðrum sem við viljum ekki að gert sé okkur...þá standa kristnir virkilega frammi fyrir spurningum í nútímasamfélagi! Sérstaklega gagnvart "kirkju sinni" (er ég nu að meina ríkiskirkju íslendinga).

Það er eiginlega andstætt boðskap Krists að stofnavæða boðskap hans?

Hvað hefði Jesús gert? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.2.2008 kl. 00:40

162 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Kíktu á síðuna mína og segðu hvað þér finnst um NOVA auglýsinguna

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.2.2008 kl. 00:55

163 Smámynd: Jón Valur Jensson

Anna Benkovic (13.2. kl. 13:07), ef það er rangt fyrir Þjóðkirkjuna og í ósamræmi við boðskap Jesú að eiga 80 jarðir, þá spyr ég: Er ríkið okkar, samfélagið, þá enn andkristilegra í þessu efni, þar sem það átti 437 lögbýli fyrir fáeinum árum? Er eitthvað siðferðislega rangt við eign? Mega t.d. söfnuðir ekki eiga kirkjuhús og safnaðarheimili? Er eign kannski 'þjófnaður', eins og stjórnleysinginn Proudhonne hélt fram? Er eign alltaf eitthvað spillandi? (ég veit þó vissulega um hættur auðæfanna, sem marfgsinnis er varað við í Nýja testamentinu). Er hægt að klína því á alla, sem eiga hús eða jarðeignir eða fyrirtæki, að þeir séu andkristilegir vegna sjálfrar eignar sinnar á þessu? Og talaði Jesús einhvers staðar um, að kirkjan mætti ekki eiga jarðeignir? – Ekki það ég veit!

En vissulega er þessi umræða komin langt frá efninu. Þú, Anna, og fleiri hafa hins vegar notað hana til að róta upp alls konar ásökunum á kirkjuna í gegnum tíðina í stað þess að skoða það á yfirvegaðan hátt, sem er meginefni pistils Guðsteins Hauks hér efst á síðunni, og því hefur þessi umræða farið út á þessar brautir, m.a. vegna nauðsynlegra varna af hálfu hinna kristnu.

Um svipað efni og það, sem Guðsteinn vildi ræða, en á annarri vefsíðu, hyggst ég ræða þar ofurlítið nú á eftir.

Með kærri kveðju og virðingu til Guðsteins Hauks, 

Jón Valur Jensson, 14.2.2008 kl. 01:45

164 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ÆÆÆjj...mig grunaði að hinn KIRKJUtrúaði (ekki í Jesu kristi) Jón Valur kæmi og EYÐILEGÐI þessar umræður, sem voru að ná dýpt!

So sorry...en Guðsteinn, þú reyndir!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.2.2008 kl. 01:50

165 identicon

Ég hafði ætlað mér að svara hérna en varð svo orðlangur að þetta þróaðist í pistil útaf fyrir sig.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 01:56

166 Smámynd: Jón Valur Jensson

Slappt svar, Anna mín!

Jón Valur Jensson, 14.2.2008 kl. 03:18

167 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Valur - takk fyrir þitt góða innlegg! Og er ég búinn að svara Jóhannesi Proppé í hans innleggi.

Anna B - eins og ég segi, ég tek betur á þessu síðar í öðrum pistli. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.2.2008 kl. 08:56

168 Smámynd: Mofi

Vonandi er ég ekki að eyðileggja umræðuna fyrir Önnu en ef kristinn einstaklingur tekur Biblíuna ekki sem sannleika þá er strax trúin óskynsamleg og órökrétt. Ef kristin trú byggir ekki á Biblíunni þá byggist hún á því sem hverjum manni finnst í það og þá skiptið, svona eins og sumar kirkjur í Þýskalandi gátu yfirgefið skipun Krists um að elska náungann þrátt fyrir haturs áróður nasista.

Varðandi að elska náungann eins og sjálfan sig þá var Jesú að vitna í Gamla Testamentið þegar Hann sagði þetta ( 3. Mósebók 19:17-18 )

Jón Valur, þér hlýtur að finnast eitthvað skrítið þegar þú hlustar á boðskap Krists varðandi peninga og síðan þegar þú horfir á Vatikanið...

Mofi, 14.2.2008 kl. 09:43

169 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Innlegg Jóns Vals er ekki gott, hvaða rugl er þetta?

Íslenska ríkið er veraldleg stofnun, ekki trúarstofnun.  Þessi samanburður er gjörsamlega út í hött og sýnir bara hve stór gjá er milli Jesús og Jóns Vals enda trúir Jón Valur ekki á Jesús heldur páfann.

Guðsteinn Haukur, þú gerir þér vonandi grein fyrir því að þó hafst sé eftir Jesús að fólk eigi að elska náungann þá var hann ekki fyrsti maðurinn til að halda einhverju slíku fram.

Jesús fann ekki upp kærleikann.  Kærleikurinn er ekki sérkristið fyrirbæri. 

Matthías Ásgeirsson, 14.2.2008 kl. 09:59

170 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Innlegg Jóns Vals er ekki gott, hvaða rugl er þetta?

Íslenska ríkið er veraldleg stofnun, ekki trúarstofnun.  Þessi samanburður er gjörsamlega út í hött og sýnir bara hve stór gjá er milli Jesús og Jóns Vals enda trúir Jón Valur ekki á Jesús heldur páfann.

Það sérstaka við Jón Val er að hann er fyrsti sanntrúaði kaþólikkinn sem ég hef kynnst, mín fyrsta blogggrein var einmitt gagnrýni á kaþólsku kirkjuna og vorum við Jón Valur í miklum deilum um ágæti hennar. En Jón valur hefur sýnt það og sannað að hann er enginn Maríu Mey dýrkandi og sannur fylgismaður Krists. Orðaskök mín við opnuðu augu mín og hef ég látið mesmegnis af fordómum mínum á Kaþólikka.

Það er margt reyndar sem situr eftir og er ég ekki sáttur við margt hjá þeim, en ég horfi framhjá því þegar menn koma fram eins og þeir eru klæddir og ekki litaðir af furðukenningum kirkju sinnar.

Ég held að Jón Valur beri virðingu fyrir páfanum en dýrki hann ekki og er þín ásökun röng þar sem þú setur hann undir sama hatt og allir kaþólkkar, til eru frávik sjáðu til og er hann eitt af þeim.

En ég er samt sammála honum að kirkjur verða að eiga jarðir og eignir, enginn er syndin í því og er nauðsynlegur þáttur til þess að halda eðlilegu trúarstarfi gangandi. Þess vegna fannst mér innlegg hans gott og gilt.

Guðsteinn Haukur, þú gerir þér vonandi grein fyrir því að þó hafst sé eftir Jesús að fólk eigi að elska náungann þá var hann ekki fyrsti maðurinn til að halda einhverju slíku fram.

Jesús fann ekki upp kærleikann.  Kærleikurinn er ekki sérkristið fyrirbæri.

Það er þín skoðun Matti minn, sem ég ætla að virða við þig. En mínum huga er Jesús upphaf kærleikans og fer ég ekki ofan af því. En það er bara ég.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.2.2008 kl. 10:20

171 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Guðsteinn, þú hefur ekki reynt að vera KONA innan kaþólskunnar...það hef ég!...veit ýmislegt um þá stofnun og hversu fyrirlitleg hún væri í augum Jesú Krists...hann er svo sannarlega ekki boðberi þeirrar valdastofnunnar!!  ...þeir sem sjá það ekki með augum skynseminnar, eru bara að verja feðraveldi, ekki kærleiksboðskapinn! Þetta á líka við þig Guðsteinn, því vil ég biðja þig að ímynda þér að þú værir kona þegar þessi stofnum er varin...nú eða í sporum Krists?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.2.2008 kl. 10:33

172 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sem gefur að skilja er það lífsins ómögulegt fyrir mig að setja mig í þau spor Anna mín (I don't have the equipment) hehe ... , en sorglegt er að heyra þetta og vissi ég ekki af þessu. En kemur samt ekki á óvart í karlaveldinu hjá þeim.

Jón Valur er samt öðruvísi, hann er ekki þessi Dogma kaþólikki sem finnast helst í útlöndum, hann t.d. heldur mikið uppá konu mína sem er guðfræðinemi, og er getur þú kallað það kaþólska fordóma það? Enda á hún eftir að verða góður guðfræðingur þegar að því kemur.   

En ég ætla ekki að reyna réttlæta né verja kaþólsku kirkjuna, í fyrsta lagi er ég ekki hluti af henni og öðru lagi sé ég mjög margt að henni. Ekki er langt síðan að ég var harður andstæðingur hennar, en Jón Valur og fleiri hafa sýnt mér að það eru til gott fólk innan þeirra raða.

Þess vegna hef lagt af fordómum mínum við þá, því þar sem kærleikur fyrirfinnst er Guð að verki. Og hver er ég að dæma um það? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.2.2008 kl. 10:45

173 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

og ekki getur þú kallað það kaþólska fordóma það?

átti þetta að vera!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.2.2008 kl. 10:48

174 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég trúi ekki á páfann, heldur á Heilaga Þrenningu og Jesúm Krist. – Takið ekki mark á því, þegar Matti fer að leggja mér orð í munn og meiningar í hug.

Enginn hefur hér enn sýnt fram á, að það sé syndsamlegt fyrir kirkjuna að eiga eignir, þ.m.t. jarðeignir. Í krafti jarðeigna og m.a. merkra umbóta munkareglna í jarðyrðkjumálum gat kirkjan einmitt sinnt afar miklu þjónustuhlutverki á miðöldum, bæði fyrir fátæklinga og sjúka og einnig t.d. ferðamenn, eins og lesa má um í ágætum rannsóknargreinum eftir hinn ókaþólska lækni og fræðimann Örn Bjarnason í kaþólska tímaritinu Merki krossins á síðustu u.þ.b. fjórum árum. – En ég þakka Guðsteini Hauki góð orð hér á undan.

Anna B., þú ættir að lesa meira eftir kaþólskar konur, hvernig þær mæla með trúnni.

Svo hvet ég ykkur til að lesa pistil Jóhannesar Proppé. Sjálfur á ég þar fáein innlegg

Jón Valur Jensson, 14.2.2008 kl. 10:52

175 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er það ekki þannig í öllum kirkjudeildum, að það eru menn sem fara of langt og það eru menn sem halda sig innan Orðsins.

Theódór Norðkvist, 14.2.2008 kl. 11:04

176 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Teddi - það er nú mergur málsins.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.2.2008 kl. 11:12

177 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Fyrir 25 árum sökkti ég mér í lestur kaþólskra kvenna um dýrleika kirkjunnar...og það var afar geldur lestur og mikil tímasóun...

Nútímakonur með lélega sjálfsímynd eru að snúast til Íslam í dag og bera slæður eins og nunnur, algerlega skoðanalausar vitnandi í Kóraninn og halda að þær séu betri en aðrir. Þetta er sami hlutur.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.2.2008 kl. 11:16

178 identicon

Guðsteinn minn Haukur. Þakka þér hjartanlega fyrir að leyfa þessi skrif á blogginu þinu. Það sýnir það hvað eftir annað að þú átt ráð og svar undir rifi hverju enda er það mjög greinilegt að Kristur er með þér. Mundu bara eitt vinurinn, margir hverjir sem skrifa á bloggið þitt og eru á móti Drottni þeir finna ekki til nálægðar hans. Óguðlegir finna ekki til nálægðar Guðs, þess vegna er það ótæmandi verkefni að biðja fyrir þeim þannig að Drottinn fá tækifæri til að komast inn í líf þeirra. Þá er ekki aftur snúið. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 11:31

179 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það eru til góðar manneskjur innan allra kirkjudeilda, líka Íslam...ekki spurning. Ég er bara að benda á hugmyndafræðina að baki STOFNUNUM!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.2.2008 kl. 11:36

180 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Áttaði mig allt í einu á því Guðsteinn, að þú hefur sjálfur komið með sláandi dæmi um óréttlæti kaþólskunnar gagnvart konum.

Eins og konan þín á möguleika á að vera sterkur guðfræðingur og trúaður prestur..ER ÞAÐ EKKI SJENS INNAN KAÞÓLSKUNNAR...vegna kynferðis! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.2.2008 kl. 12:06

181 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lestu Mary Kenny, hún er hvorki geld né trúlaus. – Svo spyr ég: Telurðu hugmyndafræðina að baki TryggingaSTOFNUN ríkisins slæma? – Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 14.2.2008 kl. 12:09

182 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Bumba - ég þakka innilega falleg og góð hvatningarorð, ekki veit ég hver þú ert, en Guð blessi þig og þakka ég stuðningin. Þú mátt alveg biðja fyrir mér í þessari barráttu, því þetta er hárrétt sem þú segir, óguðlegir finna ekki til nálægðar Drottins okkar, og gerist ekki nema við biðjum í sameiningu fyrir vakningu.

Anna B -  Veistu ég er ekki nógu fróður um málefni kaþólikka og þeirra innherja pólitík til þess að geta svarað að einhverju viti, ég vona að þú fyrirgefir mér það.  :)

Jón Valur - Guð blessi þig, og verð ég eftiláta þér að verja kaþólskuna, ég er búinn að reyna í mínum veika mætti, en sökum vanþekkingar get ég ekki svarað þeim spurningum sem snúa að Kaþólikkum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.2.2008 kl. 12:19

183 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tryggingarstofnun á ekki gulli klætt Vatikan, á ekki fullt af jörðum, mismunar ekki manneskjum eftir kynferði (svo ég viti)...annars hef ég verið að tala um trúarstofnanir, ekki veraldlegar stofnanir, svo ég skil þessa samlíkingu ekki alveg?

<a href="http://www.vantru.is/2008/02/14/08.00/">Hér er góð pæling frá siðfræðikennara Háskólans og einum fremsta siðfræðing í dag.  

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.2.2008 kl. 12:19

184 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já Guðsteinn minn, en þú getur verið viss um að konan þín á ekki möguleika á prestþjónustu í kaþólskunni! Síðan verðu hver og einn að eiga við trú sína, hvort það sé réttlátt?

ÉG stíg tilbaka í umræðuna um kristið siðferði, þegar þú hefur hana

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.2.2008 kl. 12:26

185 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna B - Ég hef rekist á fleiri söfnuði sem ekki eru neinn hátt tengdir við kaþólikka, sem lifa í sömu karlrembuhugsjón. Þannig að Kaþólkkar eru engan veginn þeir einu sem þarf að taka til hjá.

Varðandi kristilegt siðferði er ég orðinn tómur! Þessi færsla er stefna í met og veit ég ekki hvað skal segja meira ....  Það er ekki oft sem ég verð orðlaus en það hlaut að koma að því! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.2.2008 kl. 12:31

186 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Síðan hvenær sagði Jesús að kristið fólk ætti að safna auð og jarðeignum?  Hvað sagði Jesús um auðsöfnun?

Hvernig eignaðist Kaþólska kirkjan hér á landi allan þennan auð?  Hvernig eignast sú Lúthers svo allan þennan auð?

Nei, uss - ekki skoða það. 

Ekki láta Jón Val Jensson afvegaleiða ykkur.  Hann er sendiboði djöfulsins.

(ég trúi hvorki á djöfulinn né JVJ)

Matthías Ásgeirsson, 14.2.2008 kl. 13:04

187 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góð spurning Matti, og skil hvað þú ert að fara. Sumar kirkjur safna að sér skammarlega mikið fé, land og byggingar. Trúin snýst jú um að vera hógvær og boða trú sína með kærleika að leiðarljósi, ekki græðgi.

En það verður samt að hafa í huga að byggingarnar séu nauðsynlegar, þótt sumar hverjar eru ofskreyttar. Í allt slíkt þarf auðvitað fé til þess að viðhalda þeim og halda eðlilegu kirkjustarfi gangandi. Þú talar um mennska hluti sem allir eru nauðsynlegir, þótt um það megi auðvitað deila og benda á að glysgirnin er einum of á köflum. En svona erum við mennirnir bara, og verður því ekki breytt. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.2.2008 kl. 17:21

188 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðsteinn minn Haukur, það er eins og það vanti eitthvað upp á athygli þína í dag, þar sem þú svarar þarna Matthíasi. Varstu á næturvakt? Þú ræðir þarna góðlátlega við Matthías, þótt hann kalli bloggvin þinn og kristinn bróður "sendiboða djöfulsins". Finnst þér þetta kurteisi, og hafði ég verðskuldað þetta af honum?

Skoðaðu innlegg mitt kl. 10.52 og það eina sem ég segi um Matthías: "Takið ekki mark á því, þegar Matti fer að leggja mér orð í munn og meiningar í hug." Ekki er þetta nú að níða af honum skóinn, heldur er ég að frábiðja mér, að hann tali eins og honum sé frjálst að eigna mér orð og meiningar sem ekki hafa frá mér komið. En þvílíkt er stærilæti hans og ofsi, að jafnvel þetta þolir hann ekki, heldur verður sinna háþróuðu tilfinninga vegna að kalla mig "sendiboða djöfulsins"! Og þú snuprar hann ekki einu sinni!

En gerðu það fyrir mig að þurrka þetta ekki út úr þessu, kannski ég geti aukið mínar litlu tekjur með bótagreiðslu úr hans vasa að undangengnum dómi. Eða hvað er það annars, sem kallazt getur meiðyrði hér á landi, ef ekki þvílíkt orðbragð? Hvar er grensan &#150; og hvar er strikið hjá þér, vinur?

Annars er það dálítið merkilegt, að þeir hjá Siðmennt og Vantrú eru í aðra röndina að reyna að afla sér virðingar og viðurkenningar hér á landi, en svo falla þeir, sumir hverjir a.m.k., í þann fúla pytt að ausa svívirðingum yfir trúað fólk. Hef ég þar einn Siðmenntarmann í huga og ... Matthías Ásgeirsson, sjálfan formann Vantrúar!

Jón Valur Jensson, 14.2.2008 kl. 19:46

189 Smámynd: Sigurður Hólm Gunnarsson

"...en svo falla þeir, sumir hverjir a.m.k., í þann fúla pytt að ausa svívirðingum yfir trúað fólk. Hef ég þar einn Siðmenntarmann í huga og ..."

Við hvern átt þú Jón Valur? Hvar hafa talsmenn Siðmenntar verið með "svírðingar" út í trúað fólk?

Sigurður Hólm Gunnarsson, 14.2.2008 kl. 20:35

190 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Valur - ég er orðinn svo vanur svívirðingum frá Mattíasi að ég er hættur að taka eftir þeim. Ég viðurkenni að ég gleymdi alveg að skamma hann fyrir það, og ef endurtekur slík orð um nokkurn mann, þá má hann vera úti og fer í bann. Ég biðst velvirðingar á að hafa ekki tekið betur eftir, því jú þetta er búinn að vera afar langur dagur! En gleymdu ekki að orð hans dæma hann best sjálfan !

Matti, ég vona að þú lesir ofangreint og taki það til þín. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.2.2008 kl. 20:58

191 Smámynd: Árni þór

Jesús fann ekki upp kærleika, hann er kærleikurinn

Árni þór, 14.2.2008 kl. 21:11

192 Smámynd: Árni þór

Jesús fann ekki upp kærleika, hann er kærleikurinn

Árni þór, 14.2.2008 kl. 21:12

193 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Árni -amen segi ég bara.

Sigurður Hólm - Mattías Ásgeirsson  á hann Jón Valur við, ekki veit ég hvort að hann sé skráðurfélagi hjá ykkur en  ég veit til þess að hann styður ekki fyillilega, og eru orð hans til háborinnar skammar! Verði þér að góðu Siggi.

Jón Valur - ég stroka ekki þessa athugasemd út og getur þú notað hana í það sem þarf. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.2.2008 kl. 21:24

194 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

styður ykkur fyllilega átti að standa þarna! Ja hér, maður greinilega orðinn þreyttur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.2.2008 kl. 21:25

195 Smámynd: Sigurður Hólm Gunnarsson

Ég treysti Matta fullkomlega til að svara fyrir sjálfan sig en Jón Valur var sérstaklega að vísa til "Siðmenntarmanns".

Sigurður Hólm Gunnarsson, 14.2.2008 kl. 21:45

196 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki til þín, Sigurður Hólm! &#150; Með kveðju,

Jón Valur Jensson, 14.2.2008 kl. 22:29

197 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Guðsteinn Haukur, þú ert mikill diplómat og ekki öfundsverður í því hlutverki á þessum síðustu tímum - vil ekki kalla þá hina verstu. Sjáflri finnst mér bæði Vantrúarmenn og Jón Valur fara yfir strikið í skoðunum sínum þar sem þeir eiga það sameiginlegt að særa náungann með þeim. Ég virði Jón Val sem fræðimann, því vissulega er hann vel lesinn. Hann hefur margt til síns máls og það gera líka Vantrúarmenn í ákveðnum málum. Allir hafa sína kosti og galla. Allir halda að þeir hafi  höndlað hinn eina sannleika. Fyrir mér er sannleikurinn Kristur.

Jesús Kristur lagði sérstaklega áherslu á að standa með jaðarhópum síns tíma - t.d. konum, fötluðum, útlendingum o.s.frv..

Í dag eru jaðarhóparnir enn nokkurn veginn þeir sömu, einn hópurinn sem hefur verið áberandi í umræðunni eru auðvitað samkynhneigðir sem henni Önnu er svo umhugað um að þú ræðir, en þú vildir geyma til betri tíma.

Ég vil bara ítreka þau orð að boðorðið um skilyrðislausan kærleika stendur ofar öllum boðorðum. Líka öllu því  neikvæða sem stendur t.d. um samkynhneigð í Biblíunni. Því megum við ekki hanga á þeim bókstaf sem þrjóskir hundar á roði.  Jesús læknaði á hvíldardegi vegna þess að hann fór eftir hjarta sínu,  - ekki boðum og bönnum. Hann kennir okkur að fara eftir hjartanu .. og mér er ómögulegt að skilja hvernig fólk sér það ekki.. 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.2.2008 kl. 22:30

198 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Kíktu inn á blogið mitt og segðu hvað þér finnst um NOVA auglýsinguna

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 15.2.2008 kl. 00:31

199 identicon

Nú ætla ég að gerast svo djarfur, í ljósi umræðna okkar, Jón Valur að hvetja þig til að sýna Mattíasi, og okkur hinum, vott af minni einfölduðu útgáfu af kristilegu siðgæði og bjóða hinn vangann og þiggja þá afsökunarbeiðni sem ég vona að Mattías reiði fram þegar hann sér hvernig athugasemdin hefur lagst í þig. Ég sjálfur tek því sem svo að þetta hafi verið meinað í gríni enda tekur hann fram að hann trúi hvorki á kölska né Jón Val Jensson.

 En svo ég troði hérna skammarlausu plöggi þá vil ég vekja athygli á því að ég hef svarað þeim athugasemdum sem borist hafa við andsvar mitt við pistlinum hér langt fyrir ofan.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 00:34

200 Smámynd: Jón Valur Jensson

Án tillits til þess, hvort Matthías trúi á eitt eða annað, þá sýnist mér þú, ágæti Jóhannes, sýna hér meiri trú á Matthías, vilja hans og getu til að biðjast afsökunar á móðgandi meiðyrðum sínum heldur en mér hefur virzt hann maður til. Hlauptu þess vegna ekki fram úr sjálfum þér með tali um að ég þiggi þá afsökunarbeiðni, sem enda engin er, því að við eigum öll eftir að bíða þess von úr öllu viti, að þessi maður kalli nokkuð það svívirðilegt, sem hann hefur látið frá sér fara.

Jón Valur Jensson, 15.2.2008 kl. 04:44

201 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég tek undir þau orð Jón Valur, ég get ekki ímyndað mér að Mattías biðjist nokkurntíma afsökunar.

En ég þakka öllum umræðurnar og loka ég þeim hér og nú. Þetta er orðið allt of langt og ljósi undanfarna færslna orðið of mikið um persónuníð sem ég kæri mig ekki um.

Góðar stundir. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.2.2008 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband