Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Föstudagur, 28. desember 2007
Gleðilegt ár ! :D
Ég er haldinn alvarlegri ritstíflu þessa daganna. Mér dettur ekkert í hug að blogga um, þess vegna vil ég nota tækifærið þar sem ég hef ekkert meira að viti fram að færa, GLEÐILEGT ÁR og þakka ég viðkynni allra bloggvina minna.
Eins vil ég þakka öllum þeim sem báru mér og fjölskyldu minni jólakveðju í færslunni hér á undan.
Munum svo að styrkja björgunarsveitirnar í sínu góða starfi, og kaupum hjá þeim aðilum sem við treystum að þetta renni í rétta vasa.
Gleðilegt ár allir, og bæn mín er sú að næsta ár verði gæfuríkt og stútfullt af Guð náð fyrir þig og þína.
P.s. mér tókst hið ómögulega ... ég stóð loksins við orð mín um bloggfrí!!
Miðvikudagur, 19. desember 2007
Gleðileg jól
Megið þið öll eiga gleðileg jól, ég ætla í bloggfrí yfir hátíðarnar því ég þarf að taka virkan þátt í efnishyggju geðveikinni sem fylgir jólunum.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
Sunnudagur, 16. desember 2007
Hvað eru jólin?
Í dag eru 8 dagar til jóla, en hvað eru jólin og afhverju erum við halda uppá þau? Núna aldrei þessu vant ætla ég ekki að vera með trúarræðu, heldur ætla ég að benda á að tilgangur jólanna er ást , friður og að elska náungann.
Í öllu ysi og þysi í kringum þessa hátíð gleymast oft nokkur mikilvæg atriði; ást, kærleikur og friður á jörð.
Á þessum tímum sem stríð eru háð um víða veröld, fólk sveltur, mannréttindi eru hlunnfarinn og fólk deyr í hrönnum vegna þorsta og skorts. Þá minni ég menn á að staldra aðeins við og anda með nefinu, þetta snýst nefnilega ekki allt saman um okkur sjálf og okkar eigin fjölskyldur.
Margir eiga um sárt að binda um heiminn og er skorturinn mikill!
Ég skora á ykkur að leggja einhverjum af eftirfarandi félögum lið svo þau geta beitt sér til þess betra þennan vonda heim:
- ABC hjálparstarf
- Hjálparstarf kirkjunnar -
sem sér um að koma upp vatnsbólum þar sem enginn eru. - Kraftur - félag aðstandenda með krabbamein
- Mæðrastyrksnefnd
- Rauði kross Íslands
Jólin er tími sátta og fyrirgefningar, sama hvaða trúar þú ert. Ofangreind félög eru bara örfá sem geta látið gott af sér leiða, óháð trú eða skoðununum. Látum skoðannir ekki flækjast fyrir og gefum náunga okkar tækifærið sem hann/hún á skilið. Það er megin inntak jólanna auk þess sem við höldum uppá fæðingu frelsarans.
Guð blessi ykkur yfir hátíðarnar og gleðileg jól!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Þriðjudagur, 4. desember 2007
Cja l8tr

Mánudagur, 26. nóvember 2007
Sviðið hár

Ég held að skalli (þótt hann sé ekki ljótur) sé einn mesti ótti karlmanna að eignast. Það er það að minnsta kosti hjá mér, getur einhver annars frætt mig um hvernig þessi erfðagen virka? Spyr sá sem ekki veit ...

![]() |
Reykja á sig skalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Öðruvísi Græmetissúpa (og ég án klæða)

1 poki af grænum frosnum baunum
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
1 lítri kjúklingasoð (eða einn súputeningur)
1 tomatur
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
Sjóðið lauk, hvítlauk og tómat í kjúklingasoðinu þar til allt er orðið meyrt. Bætið svo frosnum baunum útí, þegar þær eru soðnar verður að hakka allt svo að úr verði súpa. Þá annað hvort í blandara eða með töfrasprota. Berið svo fram.
Myndin er ádeila mín á "kokkur án klæða" vitleysuna. Þar sem ég er ekki spéhræddur teiknaði ég sjálfan mig að elda á Adamsklæðunum einum saman. Ég tek fram að þetta er bara sett fram í gríni og engu öðru! ;)
Vinir og fjölskylda | Breytt 24.11.2007 kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Frönsk eggjakaka (Ommeletta)
Þessi uppskrift er fyrir tvo.
Hráefni:
2 egg,
1/4 teskeið Maldon salt (smekks atriði)
1/2 teskeið sýrður rjómi (sama hvaða tegund)
Mikið af nýmöluðum pipar. (smekks atriði)
Parmesan ostur er svo rifinn yfir.
Aðferð:
Galdurinn við þessa, er að handþeyta eggin svo að þau verða froðukennd og betra er að þeyta eins lengi og hægt er (Ágætis eldhúsleikfimi). Eftir þessa miklu þeytingu er þetta sett á pönnu með mjög vægum hita, lokið er sett yfir og þessu er leyft að malla þangað til þú getur lyft brúnunum upp án erfiðis.
Gott er að steikja sveppi eða lauk og setja á þessa, hún er virðist afar einföld - en stundum er einfaldleikinn sterkastur! Taktið eftir að það er enginn mjólk í þessari, og þess vegna er þess virði að prófa hana.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Vitnisburður...
Ég er alinn upp sem guðleysingi, og var það fram til 19 ára aldurs, og það heitur guðleysingi! Hefði ég ekki gerst kristinn, þá hefði ég sjálfsagt sótt um að gerast meðlimur í félaginu Vantrú.is svo heitur guðleysingi var ég. En ég efast samt um að þeir hefðu tekið við mér miðað við sögu mína.
Ég var nefnilega fæddur með hæfileika sem ég hélt að allir hefðu þar til ég varð ca. 11-12 ára, þá fór ég að átta mig á að það sáu ekki allir það sem ég sá. Oft kom það fyrir að ég sá þegar fólki leið illa eða var alvarlega veikt, sömuleiðis ef ég horfði á hóp manna þá sá ég mun fleiri en hinir sáu. Ég spurði stundum vini mína um hvað þeim fannst um hinn og þennan, en svo fékk ég andsvör: hvað ertu að tala um? Ég og enginn annar sá þennan mann, tókstu ekki lyfin í morgun? Svo var bara hlegið að mér. Ég gerði mér þá betur grein fyrir hvað var í gangi, ég var bara ekki eins og fólk er flest. Mér fannst þetta svo sjálfsagður hlutur og mikill partur af mér, að ég var ekkert að velta mér uppúr þessu.
Ég blokkeraði þessar hugsanir út og horfði á þetta lið án þess að veita því eftirtekt eða minnast á það. Dagarnir, vikurnar og árin liðu, ég var vanur þessu svo sem en þetta pirraði mig allalvarlega, ég vildi læra að stjórna þessu eða losna við þetta. Mér var sagt að ég væri með þriðja auga sem ég þyrfti að láta loka. Þá fór ég á stúfanna og leitaði til miðla, í þeirri von að ég myndi læra af þeim og sjá hvernig þeir höndluðu þetta. Þar varð ég fyrir hrikalegum vonbrigðum, eftir að hafa sótt þó nokkra miðlafundi þá sá ég svik í gjörðum þessara manna, t.d. þá var einn sem var í trans á miðilsfundi og sagði að það væri kona í salnum sem væri háð lakkrís, sem reyndist rétt. Því þessi sami maður sagði við mig þegar hann var nýbúinn að taka í hönd hennar og bjóða hana velkomna; þessi angar af lakkrís, ekki datt mér í hug að hann myndi nota sér slíkt til framdráttar. Sannfæringarkraftur miðla er engum líkur, og finna þeir minnstu mein og blása það upp, auk þess eru þeir snillingar í að vera með ágiskanir. Ég fékk mig fullsaddan af lygum og prettum þeirra og kvaddi þann söfnuð!
Eftir þessa reynslu varð ég enn heitari guðleysinginn, því miðlarnir fullyrtu að þeir væru að gera sín verk með blessun Guðs og handleiðslu. Ég varð reiður útí Guð fyrir að leiða fram slíka svikahrappa og sökkti mér í fræðimennsku, ég las um allt milli himins og jarðar og aðhylltist þróunarkenninguna sérstaklega. En einstakann áhuga hafði ég á forn guðum og vættum, ég las um rómverja, persa, grikki og útilokaði allt sem hét kristið eða gyðinglegt. Sumir vinir mínir áttu trúaða foreldra og voru trúaðir sjálfir, en ekki heittrúaðir og héldu þeir trú sína fyrir sig sjálfa. Þeir vissu um ræðurnar sem ég gat gefið þeim, ef þeir reyndu að kristna mig. Ég svaraði þeim kokhraustur að þeir trúðu á gamlar kreddur og kenningar sem ættu að vera útdauðar í nútímasamfélagi.
En það var ein trú sem ég heillaðist rosalega af, og það var ásatrúin. Ég át nánast allt upp í strimla sem tengdist henni og sótti oft samkomur þeirra, þannig varð ég ásatrúarmaður. Ég bý ennþá yfir vitneskjunni um alla vætti og goð okkar íslendinga. En tíminn leið og hætti ég að spá í þessum hlutum, nema kannski þegar ég lenti í deilum við móður besta vinar míns sem tilheyrði Vottum Jehóva, meira að segja þá mótmælti ég heimsku Vottanna, þegar hún sagði mér að heilagur andi væri eins og rafmagn og Jesús hefði ekki risið uppí holdi, heldur tekið sér nýjan líkama, þá sagði ég að ég tryði ekki á teiknimyndasögur, og passaði þetta engan veginn við þann boðskap sem ég hafði heyrt í kirkjum á jólunum.
En tíminn leið og hætti ég alfarið að hugsa um þetta, árið 1995 sótti ég um í Myndlistarskóla Akureyrar, og fékk inn. En það var samt vandi sem fylgdi því. Ég hafði ekkert húsaskjól. Þá tók amma (Sigrún Rakel Guðmundsdóttir ; 1916 2006) mín til sinna ráða, og hringdi í gamlan bekkjarbróður sinn sem hafði verið með henni í kennaraháskólanum 1930 og eitthvað. Hún vissi að hann byggi á Akureyri og leigði út herbergi. Þau höfðu varla talast við í rúm 50 ár og samþykkti bekkjarbróðirinn gjörninginn, hann hét Björgvin Jörgensson (1915-1999) - kennari á Akureyri og stofnandi Kfum & K í þeim bæ. En eins og í öllum rómantískum sögum átti Björgvin barnabarn, sem seinna varð eiginkona mín, hún er dóttir Böðvars Björgvinssonar, og heitir Bryndís. Hjá honum lærði ég hvað mest um rétta kristna trú, hjá honum fékk ég þá vitneskju sem fyllti í eyðurnar! Sömuleiðis eignaðist ég dýrmætan vin á þessari göngu, Jóhann Helgason síamstvíburinn minn. ;) En í þessu umhverfi þar sem ég fékk fyrst að kynnast hvað kristindómurinn fjallaði um, þ.e.a.s. kærleikann! Sem er öllum æðri, og hafði ég ekki nokkru sinni áður séð slíka fórnfýsi og umburðarlyndi. Þá opnuðust augu mín og fór ég að gefa kristni tækifæri. Ég las eldgamla enska biblíu frá Björgvini á 2 mánuðum. Þá fannst mér að ég gæti loksins rifist við hann um trúmál, því hann vissi lengra en nef sitt náði í trúmálum, og þýddi ekkert fyrir mig að vera með mótbárur, því alltaf gat hann svarað í kærleika og gert útaf við rök mín. Það fór alveg hrikalega í mig, og las ég þá ennþá meira, en á endanum varð ég fyrir áhrifum af boðskapnum.
Ég gat ekki sætt mig við Guð sem fyrir skipaði alls kyns dráp og hefndir ef þeir brutu lög hans, en þegar ég kom að NT sá ég að það var mannanna verk sem gjörðu þau lög. Jesús uppfyllti hið sanna lögmál sem Guð ætlaði mönnunum, sem fólst engan veginn í drápum eða fórnum. Boðorð Guðs voru góð og gild, en ekki þær mannsetningar sem voru bættar inní það. Þessar mannasetningar afnam Jesús og þess vegna er hann uppfylling hins rétta lögmáls.
Allt breytist er ég kynntist sanntrúðu fólki eins Bryndísi minni, Björgvini og Jóhanni. Þau þrjú voru aðal áhrifavaldar að frelsun minni, og er ég þakklátur Guði að hafa leitt mig til þeirra. Ég er ekki skyggn lengur og hefur Guð breytt því til hins betra.
Ég þakka þeim sem nenntu að lesa alla þessa langloku mína, ég hef aldrei skrifað jafn langa grein áður, Guð blessi ykkur öll !
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Ég er klaufi ...
Ég er nú ekki vanur að segja frá eigin hrakförum og hversu mikill auli ég get verið, en nú verð ég að opinbera blygðan mína!
Í gærkvöldi þegar ég var að sækja dóttur mína úr ballettíma, þá vorum við feðgin að labba útí bíl. Í þessu kolniða myrkri á Íslandi sá ég ekki myndarlega steinvölu sem ég snéri fætinum á og féll til jarðar. Ég er mjög hár og var þetta doldið fall, sem ég hef nota bene ekki gert síðan ég var krakki! En vinstra hnéð á mér er tvöfalt og hægri fóturinn snúinn, báðar hendur eru allar rispaðar og get ég varla notað vinstri þumalfingur vegna tognunar!
Ég gleymi ekki skelfingarsvipnum á dóttur minni þegar ég leit upp, þessi 9 ára gamli engill var liggur við með tárin í augunum! Hún öskraði: "Pabbi þó! Er ekki allt í lagi", ég hló bara og sagðist vera í himnalagi, en þegar heim var komið þá komst ég varla úr bílnum, ég staulaðist inn til mín og gerði að sárum mínum. Í dag er ég ekkert sofinn og hef gengið um eins og elliært gamalmenni, ég geng venjulega MJÖG hratt og varð ég að biðja fólk um hægja á sér fyrir sjúklinginn. *andvarp*
Sá sem sagði "fall er fararheill" get ég EKKI samsvarað mér við, og vona ég að hann/hún iðrist orða sinna!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Lifandi vatn ...
Bæn mín er sú að þú látir sjá þig, og sameininst í þessu þverkirkjulega starfi okkar! Allir eru hjartanlega velkomnir!

Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson