Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Lengi lifi Baggalútur! Lengi lifi jafnrétti kynjanna!
Voðalega erum við orðinn 'pólitískt rétt' þessi þjóð. Ekkert má lengur vegna háværra radda frá sérhagsmunahópum, ef Femínistafélagið væri til dæmis sjálfri sér samkvæmt þá væri "ráðskona" karlahópsins þeirra; Hjálmar Sigmarsson (hér til hægri á fyrstu mynd) ekki ráðskona heldur maður. Mér er að minnsta kosti óskiljanlegt hvernig er hægt að vera "ráðskona" í karlahópi, sem væntanlega bara ætlaður karlmönnum!
Hitt er annað mál, að það má túlka þetta lag á hvorn máta sem er, því vissulega er textinn á gráu svæði þótt meiningin hafi verið önnur. Ég man hvernig þetta var einmitt árið 1993 þótt ég hafi ekki verið í eyjum, og er hann Bragi aðeins að vísa til hvernig þetta var þá, og því miður var ástandið svona eins og hann lýsir í laginu, og ekki voru það bara Vestmanneyjar sem voru svoleiðis.
En ég fann kastljós þáttinn á Rúv þar sem "ráðskonan" mikla er að verja orð sín með Braga V. Skúlasyni sem talar fyrir hönd Baggalúts. Og er hægt að hlusta á lagið og lesa þennan illræmda texta hér.
Meira að segja Hildur Sverrisdóttir fyrrverandi fyrrverandi framkvæmdastjóri V-dagssamtakanna segir í þessari vísis grein:
Textinn er grófur og hægt að gagnrýna hann fyrir margt. En að segja að þarna sé um nauðgun að ræða er hæpið,"
Einmitt Hildur! Hárrétt hjá þér! Það er þó vonarglæta hjá femínistum með þig þeirra röðum.
Ég vona bara að þessar konur sem eru forsvari fyrir femínista fari nú að vakna, einhliðamálflutningur þeirra um "kvenfrelsi" gengur þvert á stefnu annarra femínista samtaka í öðrum löndum. Þar er barist fyrir jafnrétti, ólíkt því sem öfgasamtökin hér á fróni gera.
Þeim verður þetta til ævinlegrar skammar svona einstefnu taktík, eins mikill femínisti og ég er sjálfur, þá neita ég að taka þátt í svona rugli eins og Sóley Tómasdóttir og vinkonur gera! Þvílík vitleysa!
Lengi lifi jafnrétti! Sem næst ekki með einhliða málflutningi og stefnu. Ég vona bara að ég fái einhverjar reiðar konur á mig og saka mig um karlrembu, en ef ég er karlremba fyrir að vilja jafnrétti BEGGJA kynja, þá er ég með krullað skott og baða mig í drullu!
Góðar stundir og þakka ég lesturinn.
Texti Baggalúts snýst ekki um eðlilega hegðun" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Loksins aðgerðir - og svona hefur verðið þróast!
Ég tek ofan fyrir Gísla Tryggvasyni, talsmanni neytenda. Loksins maður sem sinnir sínu starfi! Þótt ég sé samt ekki bjartsýnn á nein kraftaverk í þessum efnum, þá fær Tryggvi 10 viðleitni.
En lítum að aðeins á þessa þróun, ég tók þessar upplýsingar af shell.is og skellti þeim tölum inní Excel svo úr varð úr þetta súlurit. Shell eru þeir einu sem veita svona gamlar upplýsingar. Ég hafði ekki tíma til þess að telja dísilinn með en þetta er þróunin á 95okt bensínverði frá 04. jan til dagsins í dag.
Hefur þetta svo lækkað eitthvað ? NEI!!! Takk kæri Tryggvi og Guð blessi þig!
Olíufélög boðuð á fundi um verðmyndun gagnvart neytendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Ótrúleg blíða
Þessi ótrúlega blíða undanfarið sýnir og sannar að við þurfum ekki alltaf að fara til sólarstranda alltaf hreint. Veðrið undanfarnadaga er með ólíkindum!
Ég man ekki eftir svona veðurfari síðan ég flutti heim frá Kanada, en þar voru svona sólskinsdagar daglegt brauð. Öðru máli gildir hér á fróni.
Pössum okkur bara á að sólbrenna ekki!
Guð blessi ykkur öll og ætla ég útí blíðuna!
29 gráður og sólskin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Hvað er guðleysi? (Séð frá augum trúaðs manns)
Kristinn Theódórsson er guðleysingi með meiru, ég og Mofi ákváðum að gera sitt hvora greinina um sama málefnið og birta þær á sama tíma. En umfjöllunarefni okkar verða stig guðleysis eins og þau koma okkur fyrir sjónir, en hafa ber í huga að þetta er frá okkar eigin sjónarhornum sem þetta birtist.
Bara svo það sé á hreinu er þetta aðeins mín skoðun/sýn sem birtist hér og enginn önnur. Ég er ekki að reyna á nokkurn hátt að gera mönnum upp skoðanir með upptalningu minni hér að neðan, þetta er aðeins eins og ég sé hlutina og þurfa þeir ekki endilega að vera fullkomlega réttir, en ég verð að ítreka fyrir ykkur sem eru hörundssár, að ekkert af þessu er illa meint á nokkurn hátt.
Ég ætla að reyna skilgreina þetta í þrjá flokka rétt eins og Kristinn Theódórsson gerir og mun ég reyna að vera réttlátur þótt ég sé ekki nokkurn hátt hlutlaus.
Guðleysisstigin ætla ég að skilgreina sem:
- Óviss/kaldur guðleysingi
- Venjulegur guðleysingi
- Heitur/ öfga guðleysingi
Óviss/kaldur guðleysingi
Hann er sá sem afneitar Guði en er samt ekki viss í sinni sök. Hann/hún er ekki að flagga skoðun sinni, en geymir hana hjá sér. Þetta fólk er með afstöðu sem telja má vera "kalda" vegna hlutleysis þeirra, þeim er sama um æðri völd og mætti og lifir sínu lífi samkvæmt því, en eru ekki mikið að deila á aðra sem eru annarrar skoðunar.
Venjulegur guðleysingi
Hann er oft sá/sú sem hefur orðið fyrir vonbrigðum með almættið eða hefur tekið afstöðu gegn trúarbrögðum fyrir tilstuðlan utanaðkomandi þátta, sem geta verið hver sem er: uppeldið, vinahópurinn eða jafnvel sjónvarpsgláp. Venjulegur trúleysingi er fastur á sinni skoðun og er ákveðinn í að halda trúleysi sínu á lofti ef hann eða hún eru spurð útí það.
Heitur/ öfga guðleysingi
Þessi hópur er erfiður, því ekkert annað kemst að nema þeirra skoðun. Ekki er mikið hlustað á hina hlið málsins og eru mótmæli við þeirra skoðunum yfirleitt þaggaðar niður. Öfga guðleysingjar telja sig meðhöndla þann eina sanna sannleika, og eru ekki skömminni skárri en öfgatrúmenn oft á tíðum. Ekki veit ég hvað veldur því að menn verði svona öfgafullir, en eitthvað slæmt hlýtur það að vera.
Niðurlag
Þetta eru einungis mínar pælingar og hugsanir, ég er ekki að dæma neinn slæman nema kannski öfgamennina. Því aldrei eru öfgar góðir í hvaða átt sem þær eru, og er meira mark takandi á fólki sem heldur ró sinni og svarar á kurteisan máta kannski erfið málefni.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (66)
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Gott kerfi hjá blog.is
Þótt ég sé vissulega ósáttur við að missa útlitið mitt sem ég lagði svo mikinn metnað í, þá er það einungis tímabundið. Nú eru allir sem einn komnir með appelsínu útlitið góða .. En ég verð samt að nota tækifærið og hrósa moggamönnum fyrir afspyrnu notendavænt og þægilegt kerfi.
En við bíðum og sjáum til hvað setur eftir lagfæringar hjá þeim. Og gleymum ekki að sýna þeim þolinmæði því ekkert kerfi er fullkomið, þótt gott sé.
Bloggið opnað að hluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 28. júlí 2008
Erkiklaufinn Ramsey
Voðalega á ég erfitt með að trúa þessari frétt, því samkvæmt öllu hefði hann átt að fara inná spítala að láta tékka á sér eftir svona miklar hrakfarir! Eins og ég hef gaman að þessum ágæta kokki, finnst mér hann svolítið ofmetinn. Ég hef prófað nokkrar uppskriftir eftir hann og verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum.
Nú situr hann ævilangt með ör eftir Lunda á nefi sínu og fróðlegt verður að sjá andlitið hans eftir þær hremmingar! Mér þykir sæta furðu af hverju var ekki farið með hann á spítala í stað hótelherbergis eins og segir í fréttinni. Jú .... margt er skrýtið í kýrhausnum!
Óblíð náttúra og lundar hrelldu Ramsey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 25. júlí 2008
Eru þá geimverur til?
Þessi geimfari virðist að minnsta kosti viss í sinni sök. Hann gæti reyndar verið einn af þeim sem heimsótti Snæfellsjökul hér um árið, og beið eftir heimsókn sem aldrei varð. Hver veit!
En eru þær til? Getum við vitað það fyrir vissu? Ég held að þeirri spurningu verði ekki svarað fyrr en þær taka uppá því að heimsækja okkur og sýna sig.
Því ég trúi því að Guð sé ekki svo takmarkaður að hann geti ekki skapað líf á öðrum hnöttum eða sólkerfum. Ekki ætla ég samt að fullyrða um tilvist þeirra, því það veit ég ekkert um.
Ég las eitt sinn að besta sönnun fyrir tilvist vitsmunavera út geimnum, væri að þau hafa látið það ógert að heimsækja þetta spillta mannkyn.
Allt hefur sinn tíma og sinn dag, og hvert sem verður af eða á, þá treysti ég Guði fyllilega fyrir þessu öllu saman!
Það eru til geimverur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 26.7.2008 kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (68)
Föstudagur, 25. júlí 2008
Auglýsingafrelsi!
Ég loksins búinn að kaupa mig undan þessari hvimleiðu auglýsingu sem moggamenn settu hægra megin hjá okkur bloggurum! Þvílík frelsun undan þessum ófögnuði, sem ég verð að segja að hefur alltaf farið doldið í taugarnar á mér!
En það góða er að hafa að minnsta kosti val um þetta, verra væri ef engan veginn væri hægt að losna við þetta ...
Lengi lifi frelsið!!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Bænarefni ekki aðhlátursefni
Þessi vesalings maður gengur greinilega ekki heill til skógar. Ég vona hann að finnist sem fyrst áður en hann deyr af völdum ofkælingar.
Enginn með réttu ráði gerir svona lagað, og þess vegna er bæn mín sú að hann sé heill og fái rétta meðhöndlun er hann kemur til baka í hlýjuna.
Þeir sem hafa séð (ó)sóma sinn í að fara með flymtan og spé yfir þessu atviki, ættu að setja skottið á milli fótanna á sér og skammast sín!
Guð blessi björgunarfólkið er leitar að honum, því enn er hann ófundinn.
Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.7.2008 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Í dag er fyrirbænardagurinn
Ég sá þetta auglýst hjá honum Þórarni bloggvini mínum og félaga, og mátti til með að auglýsa jafn þarfan hlut, hann útskýrir tilgang þessa fyrirbænardags mjög vel á blogginu sínu, og er óþarfi fyrir mig að endurtaka það, nánar hér.
Notum nú tækifærið og biðjum fyrir náunga okkar og nágranna, sama hver hann/hún er og hvaða trú viðkomandi aðhyllist. Ef ekki fyrir okkur sjálf heldur samfélagsins vegna, því eins og ástandið hefur verið undanfarið er ekki vanþörf á þessu góða átaki.
En af mér er það að frétta að ég loksins búinn í sumarfríi og kominn aftur í vinnu. Ég hef ekki bloggað undanfarið einfaldlega vegna þess að ég vildi eiga mér smá líf í sumarfríinu, því oft þegar ég geri færslur þá þarf mikla vinnu og orku til þess að sinna þeim. En mikið var þetta kærkomið frí, og er ég nýr maður eftir þetta allt! Mér tókst meira að segja að brenna af mér vömbina og er orðinn aftur eins og ég var hérna í gamla daga. Það er miklum göngum, hjólreiðum og sundi að þakka! Rúm 10 kíló eru fokinn og líður mér miklu betur fyrir vikið, og reyndar lít betur út.
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson