Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Undirskriftarsöfnun til stuðnings Ásmundi Jóhannssonar

Sláum í borðið og segjum nei við óréttlætinu!!Það kom einhver sem kallar sig "Aðdánandi Ásmundar" í síðustu grein minni og spurði af hverju væri ekki undirskriftarlisti til stuðnings Ásmundar. Ég varð við þessa frábæru hugmynd hans og stofnaði slíkan lista sjálfur.









Undirskriftarlistann er að finna hér: 

http://www.petitiononline.com/mod_perl/signed.cgi?asmundur
 

Ég mun svo tala við nokkra þingmenn sem munu vonandi aðstoða mig við koma þessu til réttra aðila og hvernig ég stend að því.

En ég hvet alla til þess að skrifa undir og mótmæla mesta óréttlæti íslandssögunnar, því ekki viljum við sjá Ásmund fara í steinin ... eða hvað? 

Ég tók eftir að ekki allir vafrar styðja íslenska stafi, þess vegna birti ég þennan texta sem er inná undirskriftarsöfnunni fyrir þá sem lenda í því, þetta er erlend síða sem ræður afar illa við íslenska stafi:

Með undirskrift minni lýsi ég undirrit-uð (aður)yfir stuðningi við framlag
Ásmundar Jóhannssonar gegn kvótakerfinu.  Íslensk stjórnvöld höfðu skuldbundið
sig til að hlíta úrskurði Mannréttindanefndarinnar. Í stað þess að gera það
brjóta þau mannréttindi á öldnum sjómanni, því viljum við jafnframt mótmæla. 

Ég hvet alla landsmenn til þess að taka þátt í þessu, sama hvaða flokk þið tiheyrið.  Smile

Með Guðs hjálp og ykkar getum við forðað Ásmundi frá harkalegum aðgerðum stjórnvalda!


mbl.is Bátur á ólöglegum veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rær fyrir réttlætinu!

Þetta er reyndar ekki Ásmundur, en myndin er við hæfiÉg tek ofan fyrir hvunndagshetjunni Ásmundi Jóhannssyni, hann gefur stjórnvöldum langt nef svo um munar gegn kvótakerfinu. Það sem er skýrt mannréttindabrot að mati erlendra dómstóla, á hann kannski eftir að sitja inni fyrir. Sem væri auðvitað þvílík þversögn að hálfa væri nóg.

Ég tók eftir að góðvinur minn og ásatrúarmaður Sigurður Þórðarson samdi soldið skemmtilega sjóferðarbæn að hætti ásatrúarmanns fyrir Ásmund, hér er mótleikur minn við því:

Sjóferðabæn:

"Ég heiti á Drottinn allsherjar að fylgja nú þeim góða dreng Ásmundi Jóhannssyni í þennan róður, hann megi afla vel og kraftur þeirra megni að kvótakerfið leggist af, svo hjálpi mér Drottinn Guð minn allsherjar".

Guð blessi þessa hetju sem berst fyrir réttindum okkar allra. Og sem suðurnesjamaður, verð hreykinn að sjá svona hetju að verki!

 


mbl.is Mótmælir kvótakerfinu með veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritstífla .. íslensk náttúra og fleira ...

Ég hef reyndar verið í sumarfríi og notið þess að vera innan um yndislega náttúru Íslands. Við erum nýkominn að norðan við hjónin og ferðuðumst þar víða. Ég er nýbúinn að uppgötva nýtt áhugamál sem tengist öllu sem við kemur íslenskum jurtum.

Hér áður fyrr lagði ég það í vana minn að kalla öll blóm "Fjólur" til þess eins að þurfa ekki að læra nöfnin á þeim, en nú er dagurinn annar, ég er meira að segja búinn að vera kynna mér hinar og þessar sem eru bæði notaðar til lækninga sem og matselda. Vallhumall er ein slík jurt, ég bruggaði úr því te sem og olíu sem má nota til þess að bera til dæmis á lúna fætur. Teið er afar hreinsandi og skilar útúr líkamanum alls kyns óhreinindi. 

Blóðberg (Thymian) höfum við mikið týnt, núna er einmitt rétti tíminn til þess að krækja sér í það. Enda er blóðberg algjört eðal með lambakjöti! 

Ég fór í dagsferð ásamt tengdaföður mínum uppí Naustaborgir sem eru við kjarnaskóg í Eyjafirði. Þar tókum við hjónin alls kyns sýni af alls konur jurtum sem heita ekki lengur fjólur! Góða sveppi var þar einnig að finna og mun ég nýta þá í einhvern góðan rétt ... ég veit bara ekki hvað ennþá. 

Íslendingar finnst mér ekki nógu duglegir að nýta það sem til er útí Guðs grænni náttúrunni, og er hægt að finna fjöldann allan af jurtum sem má nýta okkur bæði til átu og til yndisauka. 

En ég vil þakka öllum þeim sem hafa gert athugasemdir hjá mér á meðan ég var fjarverandi, en ég er ennþá í fríi og ætla að njóta sumarsins í þessari yndislegu íslensku náttúru sem Guð skóp handa okkur, með öllum sínum jurtum og fjólum! Tounge Og jú er loks læknaður af heiftarlegri ritstíflu sem hefur hrjáð mig undanfarið, Guð svarar bænum - svo mikið er víst!

Ég læt litla myndasýningu fylgja, okkur tókst nefnilega loksins að læra á þessa forláta myndavél sem við eigum eru hér nokkrar myndir sem ég tók:

Fyrst er það Sírena:

Sírena

Svo er það Sóley:

Sóley

Hér ber að líta Jakobsfífil:

Jakobsfífill

Allar þessar myndir voru teknar um miðja nótt í Kjarnaskógi.  Njótið vel. Cool


Ómanneskjulegt!

Þessi Paul Ramses, sem hefur starfað með hjálparstofnunum að byggja upp starf í Kenía, á ekki að fara úr landi! Eða réttara sagt hent úr landi! Nú fyrst Amnesty International bendir á þá aðstöðu sem býðst á Ítalíu, sem er varla skeppnum hæfandi, þarf að grípa til einhverrra ráða! Hann á nýfætt barn og eiginkonu sem mér finnst rangt að gera að munaðarleysingjum! 

Birgitta Jónsdóttir hefur hvatt fólk til þess að mótmæla þessu óréttlæti! Ég hvet fólk eindregið til þess að mæta!

Birgitta ritar:

Á morgunn 4. júlí á milli 12 og 13 verða mótmæli fyrir utan dómsmálaráðuneytið. Við skorum á Björn Bjarnason og Hauk Guðmundsson að snúa Paul Ramses heim og fjalla um mál hans hérlendis þar sem fjölskylda hans er. Við krefjumst þess að Paul fái hér pólitískt hæli og að vinnubrögð  eins og í máli hans muni ekki endurtaka sig.

Látum nú verkin tala! Og bendi ég hér með á undirskriftarlista sem Birgitta útbjó.


mbl.is Amnesty fer fram á að stjórnvöld endurskoði ákvörðun sínap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona gera menn ekki!

"Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin" orti Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson. Og eiga hans orð vel við þessa undarlegu frétt, því við erum einmitt gestir á þessari jörð, og hvað vitum við hvað tekur við eftir að líf okkar slokknar. Ég er nokkuð viss í minni sök, en ég er ekki viss um ykkur.  ;)

Ritað er:

Fyrsta bók Móse 2:7
Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál.

Þannig var maðurinn skapaður í upphafi, eða andi líkami og sál.

Síðan talar Faðirinn af hinum og segir um son sinn Jesú:

Matteusarguðspjall 12:18
Sjá þjón minn, sem ég hef útvalið, minn elskaða, sem sál mín hefur þóknun á. Ég mun láta anda minn koma yfir hann, og hann mun boða þjóðunum rétt.

Sálin, er lífið sjálft sem Guð gaf okkur. Við værum ekki lifandi menn án hennar. Þess vegna er ver og miður ef nútímasamfélagið er orðið svo guðlaust að selja sálu sína til einhvers pizzufyrirtækis! Þessi gjörning sýnir hversu margt hefur breyst á örfáum árum, útbreidd viðhorf eins og ég er að bera fram núna, eru gleymd og grafinn. Guðleysi sem og einlægt áhugaleysi á Guði hefur gert það að verkum að sálin er orðinn ómerkilegur hlutur.

Matteusarguðspjall 12:18
Sjá þjón minn, sem ég hef útvalið, minn elskaða, sem sál mín hefur þóknun á. Ég mun láta anda minn koma yfir hann, og hann mun boða þjóðunum rétt.

Boðskapurinn er greinilega gleymdur og eftir situr að hringja í Dominos og selja sálu sína fyrir eina pizzu! Eins sorglegt og þetta er má einnig spyrja; Er kristni á undanhaldi? Ég held ekki. Samkvæmt könnun frá breska fyrirtækinu "Encyclopædia Britannica" frá árinu 2005 eru allt aðrar niðurstöðurog eru þær er virðast á heimsvísu. Margir hafa nefnilega haldið því fram að Íslam sé stærra, en svo er greinilega ekki.

Þessi mynd sem ég var að ljúka við í Excel sýnir niðurstöður þessarar könnunar:

 

Könnun

 

Sem þýðir aðeins, að kristni er kominn til þess að vera!  Cool Og vona ég að menn hætti að selja sálu sína pizzufyrirtækjum! Pinch

mbl.is Fékk 300 þús. fyrir sálina sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband