Svona gera menn ekki!

"Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin" orti Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson. Og eiga hans orð vel við þessa undarlegu frétt, því við erum einmitt gestir á þessari jörð, og hvað vitum við hvað tekur við eftir að líf okkar slokknar. Ég er nokkuð viss í minni sök, en ég er ekki viss um ykkur.  ;)

Ritað er:

Fyrsta bók Móse 2:7
Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál.

Þannig var maðurinn skapaður í upphafi, eða andi líkami og sál.

Síðan talar Faðirinn af hinum og segir um son sinn Jesú:

Matteusarguðspjall 12:18
Sjá þjón minn, sem ég hef útvalið, minn elskaða, sem sál mín hefur þóknun á. Ég mun láta anda minn koma yfir hann, og hann mun boða þjóðunum rétt.

Sálin, er lífið sjálft sem Guð gaf okkur. Við værum ekki lifandi menn án hennar. Þess vegna er ver og miður ef nútímasamfélagið er orðið svo guðlaust að selja sálu sína til einhvers pizzufyrirtækis! Þessi gjörning sýnir hversu margt hefur breyst á örfáum árum, útbreidd viðhorf eins og ég er að bera fram núna, eru gleymd og grafinn. Guðleysi sem og einlægt áhugaleysi á Guði hefur gert það að verkum að sálin er orðinn ómerkilegur hlutur.

Matteusarguðspjall 12:18
Sjá þjón minn, sem ég hef útvalið, minn elskaða, sem sál mín hefur þóknun á. Ég mun láta anda minn koma yfir hann, og hann mun boða þjóðunum rétt.

Boðskapurinn er greinilega gleymdur og eftir situr að hringja í Dominos og selja sálu sína fyrir eina pizzu! Eins sorglegt og þetta er má einnig spyrja; Er kristni á undanhaldi? Ég held ekki. Samkvæmt könnun frá breska fyrirtækinu "Encyclopædia Britannica" frá árinu 2005 eru allt aðrar niðurstöðurog eru þær er virðast á heimsvísu. Margir hafa nefnilega haldið því fram að Íslam sé stærra, en svo er greinilega ekki.

Þessi mynd sem ég var að ljúka við í Excel sýnir niðurstöður þessarar könnunar:

 

Könnun

 

Sem þýðir aðeins, að kristni er kominn til þess að vera!  Cool Og vona ég að menn hætti að selja sálu sína pizzufyrirtækjum! Pinch

mbl.is Fékk 300 þús. fyrir sálina sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst sálin er þér svona mikils virði þá máttu fá mína fyrir sanngjarnt verð... lítið notuð og í ágætu ásigkomulagi.

...désú (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 17:21

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei þakka þér fyrir ... öö .. desú.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.7.2008 kl. 17:31

3 Smámynd: www.zordis.com

Ótrúlegustu hlutir gerast .... Ég var að horfa á Simpson fjölskylduna með syninum því að oft er ýmis ruddaskapurinn sýndur þar og útskýringa þörf. Bart litli seldi sál sína fyrir túkall og hann varð nú ekki samur blessaður fyrr en sálin var fengin til baka. Nokkuð góður þáttur í raun með fín skilaboð. Sálin er nefnilega konstugt fyrirbæri .... Það var snilldar atriði þegar norðurljósin voru seld á sínum tíma.

Ósnertanleg en samt til staðar, geislandi fögur ... þannig gæti sálin verið ef hlúð er að henni.  Kanski ótrúleg einföldun en svona getum við séð hlutina með ólíkri snertingu efnis.

www.zordis.com, 3.7.2008 kl. 17:40

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála Þórdís/Zordís ... gott dæmi hjá þér. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.7.2008 kl. 18:02

5 identicon

Þú segir að "kristni sé komin til að vera."

Ég verð að benda þér á það að með hverju ári fjölgar trúleysingjum. Og trúuðum almennt fækkar, þar á meðal kristnum.

Þetta er mjög jákvæð þróun.

Haukur (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 18:14

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er þín skoðun nafni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.7.2008 kl. 18:50

7 Smámynd: Rebekka

Þetta er náttúrlega bara spurning um sannfæringu.  Walter Scott er núna örugglega að hlæja með sjálfum sér fyrir að hafa nælt sér í 300.000 kr. með því að selja ímyndaðan hlut (að hans mati).  Sannkristnir aftur á móti hneykslast á þessari vitleysu hans og finnst hann vera að vanvirða gjöf frá Guði.

Sjálf hef ég nú aldrei séð, snert, eða fundið fyrir sál, bara lesið um hana í bókum   Þar sem ég er trúlaus held ég að hann Walter muni hljóta sömu örlög og allir aðrir þegar hann deyr, hvort sem það er plagg upp á sálarsölu hans á pitsustað eða ekki.

Er grasið grænna á gröfum kristinna manna?  Nei, segi bara svona, ekki illa meint

Rebekka, 3.7.2008 kl. 19:59

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jáhá ... svona hljómar þá rödd skynseminar ...  No comment.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.7.2008 kl. 20:52

9 Smámynd: Egill

það er öfug fylgni á milli menntunar og trúar á yfirnáttúrulega hluti.

þetta eitt og sér segir allt sem segja þarf.

það má reyna að snúa þessu upp á einhvern máta, en því miður fyrir þá sem reyna að þræta fyrir þetta þá er þetta staðreynd.

Egill, 3.7.2008 kl. 23:37

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Egill - það virðist einnig vera öflug fylgni á milli trúleysis og hroka, eins og þitt innlegg ber vitni um.

Andrés - nákvæmlega, vel orðað. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.7.2008 kl. 00:40

11 Smámynd: Carlos Valderama

Guðsteinn - það virðist einnig vera öflug fylgni á milli trúleysis og hroka, eins og þitt innlegg ber vitni um. 

segir þú sem ert að gagnrýna mann sem fékk 300.000 kjell fyrir "ekkineitt"

Carlos Valderama, 4.7.2008 kl. 04:06

12 Smámynd: Rebekka

Ég fer nú bráðum að taka það nærri mér hversu margir gera grín að netnafninu mínu...

Hvað sem ég segi, þá fæ ég alltaf: "lolol "Rödd skynseminnar", þú stendur nú ekki alveg fyrir nafninu þínu ahaha" frá einhverjum.   *andvarp*  Ég skipti samt ekki um nafn!

Guðsteinn Haukur er aftur á móti algerlega fullkomið nafn fyrir þig og þú stendur fyllilega fyrir því.  Líklegast einn af fáum!  Annar maður sem ég man eftir að standi fyrir nafninu sínu er fjallgöngumaðurinn Jökull Bergmann.

Rebekka, 4.7.2008 kl. 06:42

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Carlos - kallar þú sálina ekki neitt?  Mikil er trú þín ... 

Rödd skynseminar - eina sem ég get sagt við þig er: "maður uppsker það sem maður sáir"  Ég hafði bara ekkert að segja um þína athugasemd, enda ekki mitt að pína uppá þig mína skoðun, það var allt og sumt.

En hvað áttu við að ég standi undir nafni? Ég er ekki alveg að fatta ...  ???

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.7.2008 kl. 08:37

14 Smámynd: Rebekka

Jæja,  mér fannst bara vera smá stríðnistónn í svarinu þínu, með blístursbroskallinum og öllu því... en allt í lagi!  Enginn er sár, allir glaðir

Og svo ég útskýri með nafnið:  Þú ert greinilega trúaður maður og alveg "bjargfastur" í þinni trú..  Guð-steinn?  Haukur er svo fráneygur fugl og lætur ekkert framhjá sér fara.  Þú ert nú reyndar fjóreygður(eins og ég) en mér sýnist samt af blogginu þínu að þú sért ansi skarpur maður, þó við séum ósammála um ýmislegt.  Það var ekki flóknara en þetta.

Rebekka, 4.7.2008 kl. 09:36

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nú get ég með sanni sagt að hafa heyrt í rödd skynseminnar og líkað vel. Ég hef ekki heyrt jafn skemmtilega krufningu á nafninu mínu áður, og þakka ég mikið vel fyrir það. En ég viðurkenni vel, að ég var aðeins að hrekkja þig. Ég vona að mér sé fyrirgefið ... 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.7.2008 kl. 10:04

16 Smámynd: Linda

Flott samantekt hjá þér

Linda, 4.7.2008 kl. 12:54

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Linda! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.7.2008 kl. 15:57

18 identicon

Ég er alveg til í að selja eitthvað sem er ekki til, vil samt fá gott tilboð :)

DoctorE (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 18:23

19 identicon

Það er kannski soldið upplýsandi ef við skoðum þessa köku... þetta er það sem aðskilur okkur sem mannkyn/bræður/systur.
Takið í burtu trúarbrögð og við tökum í burtu okkar helstu ágreiningsmál/stríð......

DoctorE (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 587807

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband