Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Minnir á: The Crying Game

Þessi vesalings maður lendir í atviki sem minnir óneitanlega á myndina The Crying Game, og sýnir þetta og sannar að betra er að vera heiðarleg/ur sama hvað eða hver á í hlut.

 


mbl.is Vonbrigði á brúðkaupsnóttinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er þessi Guð og er hann dæmandi?

Margir efasemdarmenn halda því fram að Guð sé refsandi "súperkarl" uppí himni sem getur ekki beðið eftir að hegna þér og dæma til vítisvistar. Þessi fullyrðing er alfarið röng og vil ég aðeins útskýra afhverju.

Tökum smá dæmisögu:

moses"Til voru tveir vinir sem ólust upp saman, þeir voru á yngri árum algjörlega óaðskiljanlegir. En eins og gerist liðu árin og skildu leiðir þeirra. Annar þeirra gekk menntaveginn og vegnaði afar vel í lífi og starfi, hann varð á endanum dómari í réttarkerfinu. Hinum gekk ekki eins vel, og lenti í óreglu og framdi afbrot sem hann þurfti að svara fyrir.

Og viti menn, hann lenti hjá æskuvini sínum í dómssalnum. Þessi vinur hans var klofinn í afstöðu sinni en vissi vel að hann gæti ekki dæmt nema samkvæmt lögum. En vegna vinskapar síns við þann ákærða varð hann að taka sig á og gera það sem honum var trúað fyrir. Hann dæmdi vin sinn samkvæmt afbroti sínu, stóð upp, tók af sér dómara hempuna - fór niður í dómssal og skrifaði ávísun sem leysti út vin sinn. Eftir það gekk hann aftur í dómara sætið."

Þannig er ást Guðs til okkar, hann dæmir réttlátlega og elskar okkur.

Guð blessi ykkur og góðar stundir.


Sniðgöngum Ólympíuleikanna!

Laumast var með eldinn hingað til lands, fréttamenn voru bannaðir og íslendingar vissu varla um þetta atvik. Ég vona að ráðamenn þessarar þjóðar sjái sér fært að koma auga á það mikla ranglæti sem kínversk stjórnvöld beita Tíbet búum og skora ég á þá að sniðganga þessa Ólympíuleika.

Mörg önnur lönd eru farinn að spá í að gera það sama en því miður skortir íslenskum stjórnvöldum sennilega kjark til þess missa nú ekki einhver atkvæði í þetta tilgangslausa og fokdýra öryggisráð.

tibet_map

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er smá myndasyrpa af óeirðum undanfarið:

539w

INDIA-TIBET-PROTEST
 
2008-03-17T081906Z_01_NOOTR_RTRIDSP_2_NEWS-CHINA-TIBET-WRAP-DC
 
Lifi frjáls Tíbet !


mbl.is Ólympíueldurinn í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju eru þá flestir karlmenn blankir þá?

Ef þessi heimska rannsókn reynist rétt. Auk þess er hún niðurlægjandi fyrir konur rannsóknin sem slík! Ég gef frat í svona vísindi og finnst svona rannsóknir barnalegar og greinilega gerðar af einhverjum körlum sem eru með ofvirkt hormónaflæði.  Shocking
mbl.is Heilinn tengir áhættu í fjármálum við kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifi byltingin!

Ég reyndar verð að viðurkenna að ég rétt slapp við þetta .... Blush En hef samt lent í miklum töfum vegna svona undanfarna daga. Þeir hafa náð að kríja útúr bensínstöðvunum lækkun í einn sólarhring. En svo hækkaði verðið aftur í dag og hvað gera bændur nú?

Lifi byltingin, lifi hugsjónin, lifi frelsið!

Ég vona bara að enginn skaddist vegna þessa ... þá á ég við sjúkraflutningsbíla og annað sem þurfa jú að komast sína leið! 


mbl.is Kringlumýrarbraut opnuð á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kóngur í ríki sínu ...

Eitt sinn var konungur einn sem Geir hét, og var hann kallaður Geir hin Harði. Áður fyrr vann hann fyrir sér sem gjaldkeri konungs, en vegna ættar sinnar og blóðs tók hann við konungs embættinu seinna. Hann tók við góðu og ríku búi af forvera sínum, forvera sínum sem meira að segja var dreginn fyrir rétt vegna brota sinna við fátækasta fólkið ... öryrkja landsins.

mops_O_louisEn sama var honum um það, og kallaði forsprakka þessa "skríls" illa upp alið götubarn. En svo kom að sá konungur lét af völdum, og hélt á leið í enn stærri gullsmiðju er hann var í áður. Og útbýtir þar gulli sínu eftir hentisemi.

Nýi konungurinn kynntist ríkum bónda, sem lét vel við hann. Eini gallinn var að kunni ekki að brosa. Bóndinn átti mikinn auð sem hann náði að svindla út úr sjómönnum landsins. Og voru bóndinn og Geir hin Harði mestu mátar næstu 12 árin. Og byggðu þeir og byggðu, tóku land og skelltu þar vítisvélum sem menguðu eitruðum reyk og sverti það lungu lýðsins. Á meðan lifðu Geir hin Harði og bóndinn í vellystingum.

Svo varð að Geir hin Harði gerðist svo ístöðulaus, hann fór að líta hýru auga til kvenna. Hann kynntist ákveðni konu er var kölluð Borgarnes Solla, og var það vegna ræðu einnar sem hún hélt þar. Geir hin Harði mýktist allir og fór uppá Þingvelli og kyssti Borgarnes Sollu bak og fyrir, eftir það hefur samband þeirra ekki rofnað og meira að segja orðið svo gott að þau verða vera alein í ferðalögum sínum og alveg einangruð frá sótsvörtum lýðnum sem sveltur fyrir utan höll þeirra.

Lýðurinn fór svo að mótmæla þessum ráðahag, þá mælti Geir hin Harði: 

„Það er lýsandi dæmi um hvernig stjórnmálaumræðan á Íslandi er stundum ef það er gert að aðalmáli þeirrar heimsóknar sem ég og utanríkisráðherra erum í á þessum mikilvæga leiðtogafundi að við skulum hafa fundið hagstæða leið til að komast hingað,"

Var þá málið afgreitt og enginn dirfðist að andmæl þessum merka konungi.

Guð blessi ykkur og vona ég að það sé lærdómur af þessari sögu. Við höfum vald til þess að breyta því, gleymum því ekki.

 


mbl.is Munaði 100-200 þúsund krónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk atvinnubílstjórar!!

Þrátt fyrir óþægindi undanfarna daga þá er ég afar þakklátur þeim atvinnubílstjórum sem mótmæltu þessu svívirðulega bensín verði. Svona á að gera þetta þótt vissulega megi deila endalaust um aðferðirnar.

En tilganginum er náð og hefur rödd fólksins talað og um leið sýnt það raunverulega vald sem það hefur gegn óréttlæti. Við eigum ekki endalaust að láta vaða yfir okkur á skítugum skónum, og ber að mótmæla óréttlæti - ekki bara nöldra í sínu horni eins og íslendingar eru margfrægir fyrir.


mbl.is Fleiri lækka eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Apríl-gabb Vantrúar

Vantrú er með aprílgabb á síðu sinni þess efnis að þeir hafi klofnað. Þetta var afar vel undirbúið og trúlegt hjá þeim. Nánar um þetta hér.

Ég og Linda settum inn nokkrar athugasemdir þar sem við lýstum efa okkar um sannleiksgildi fréttar þeirra. Því var öllu eytt umsvifalaust út!

Ég ritaði t.d. á síðu þeirra:

"Þetta er nú bara ágætlega undirbúið hjá ykkur, en ég  held að þið séuð að fylgja formerkjum hins alþjóðlega trúleysisdags sem er í dag, þ.e.a.s. fyrsti apríl. Ef þið eyðið þessari athugasemd út þá staðfestir það grun minn og mun ég auglýsa gabb ykkar eins og ég get.    "

 Og við það stend ég! W00t En það sem ég hafði nú mest gaman af var að vera svona ritskoðaður! Þeir ættu að líta sér nær þegar þeir gagnrýna kristna fyrir ritskoðun! HAHAHAHA! Gaman að þessu!

Þetta er hefnd trúarnöttarans!   


Kannski verður það Al Gore fyrir rest

Ég hef heyrt því fleygt í bandarískum fjölmiðlum, ef sátt næst ekki um þessa tvo frambjóðendur þá ákveði flokkurinn annan frambjóðanda. Þegar er svona mjótt á munum getur vel farið svo að allt annar maður verði fyrir valinu, og hafa háttsettir demókratar nefnt Al Gore í því tilfelli.

Það er meira að segja vilji innan demókrataflokksins að hann bjóði sig fram. Smella hér. 

Þetta vald hefur flokkurinn og er skráð í lög þess að megi beita í svona tilfellum, en aldrei hefur þurft ástæða að grípa inní fyrr en nú. En við sjáum til hvað setur í í þessu.

Að gefnu tilefni! Þetta er ekki aprílgabb! 


mbl.is Pelosi vill skjóta sátt um frambjóðanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn bara í stuði ...

Enn eitt gabbið! Bílstjórar hefðu minnst á þetta ef þetta stæði til. Ég er nokkuð viss um að þeir vinni ekki bókstafleg spjöll á austurvelli með svona löguðu ... eða hvað?  Shocking
mbl.is Sturta möl fyrir framan Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband