Sniðgöngum Ólympíuleikanna!

Laumast var með eldinn hingað til lands, fréttamenn voru bannaðir og íslendingar vissu varla um þetta atvik. Ég vona að ráðamenn þessarar þjóðar sjái sér fært að koma auga á það mikla ranglæti sem kínversk stjórnvöld beita Tíbet búum og skora ég á þá að sniðganga þessa Ólympíuleika.

Mörg önnur lönd eru farinn að spá í að gera það sama en því miður skortir íslenskum stjórnvöldum sennilega kjark til þess missa nú ekki einhver atkvæði í þetta tilgangslausa og fokdýra öryggisráð.

tibet_map

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er smá myndasyrpa af óeirðum undanfarið:

539w

INDIA-TIBET-PROTEST
 
2008-03-17T081906Z_01_NOOTR_RTRIDSP_2_NEWS-CHINA-TIBET-WRAP-DC
 
Lifi frjáls Tíbet !


mbl.is Ólympíueldurinn í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.4.2008 kl. 22:53

2 Smámynd: Bumba

Sæll og bless, ég er alveg sammála þér,  sniðgöngum Ólympíuleikana í Kína. Nóg er komið nú. Með beztu kveðju.

Bumba, 8.4.2008 kl. 23:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Okkar ráðamenn eru þvi miður lyddur sem ekki hafa nokkra hugsjón nema að sitja við kjötkatlana.  Því miður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 00:28

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður. Sammála Ásthildi. Það heyrist hvorki hósti né stuna frá snobbliðinu okkar sem eru að sleikja upp Kommana í Kína og þá á meðan er allt í lagi að þeir séu að fremja mannréttindabrot og morð. Íslendingar eru líka að gera viðskiptasamninga við Kína og svo þetta ruglaða Öryggisráð sem við höfum ekkert í að gera nema jú að eyða peningum og snobbast. Meira ruglið. Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2008 kl. 09:50

5 Smámynd: Kjartan Guðmundur Júlíusson.

Margur íslendingurinn er þannig að hann kýs alltaf sjálfstæðisflokkinn jafnvel þó að hundur væri í framboði.Og svo úr einu í annað þar sem ég starfa á keflavíkurflugvelli að þá hef ég aldrei séð aðra eins öryggisgæslu á flughlaðinu á meðan ein flugvél er á svæðinu sem er með olympíueldinn innanborðs.fleiri bílar rúntandi í hringum vélina allan þann tíma sem hún var hér í Kef.

Megi þið eiga góðar stundir.

Kjartan Guðmundur Júlíusson., 9.4.2008 kl. 12:34

6 Smámynd: Mofi

Aldrei vitað jafn dapra Ólympíuleika og þess. Einhverjir héldu að halda þá í Kína myndi auka líðræði og mannréttindi í þessu landi og þá auðvitað handa íbúum Tíbets líka en mun það ekki bara versna ef þeir fá að halda Ólympíuleikana þrátt fyrir að hegða sér eins og villimenn? Sjá þetta ekki bara sem samþykki á því hvernig þeir hegða sér?

Mofi, 9.4.2008 kl. 14:36

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Mikið var gott að Kínverjar völdu þennan tíma en ekki eftir Ólímpíuleikana fyrst þeir á annað borð ætluðu að ráðast á Tíbeta. Nú hafa þjóðir heims séns að refsa þeim sem þær  hefðu ekki getað þegar Ólympíuleikarnir væru afstaðnir.

Þarf ekki að taka stjórnendur í þessu landi í bakaríið? Það heyrist ekkert í þeim á meðan Kínverjar fremja voðaverk. Er einhver samtengin þarna í sambandi við pólitík, kommúnismi???

Lifi frjáls Tíbet

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2008 kl. 17:45

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

heyr heyr !!!

Blessi þig

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 18:34

9 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ég hef ákveðið að sniðganga þessa leika fyrir alllöngu. Ég hvorki keppi né fer.

Ég læt öðrum eftir að standa á palli í skugga mannréttindabrota.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 9.4.2008 kl. 21:31

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta heitir "realpolitik" Guðsteinn, það hentar ekki hagsmunum Íslands sem keppir að því að komast í öryggisráðið (það veit enginn af hverju) að styggja Kínverja. Hvers vegna skyldi Robert Mugabe hafa treyst Íslendingum til setu í ráðinu?

Sigurður Þórðarson, 9.4.2008 kl. 21:55

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tek heilshugar undir með þér, Guðsteinn.d Nú þurfa mannrétttindasinnar að standa í lappirnar, því ríkisstjórnin okkar spillta gerir ekki neitt í málinu.

En að öðru óskyldu, mig langar til að biðja þig og aðra trúaða að biðja fyrir honum Óskari Arnórssyni, ágætis bloggvini mínum, en hann er búinn að fá morðhótun frá einhverjum brjálæðing.

Theódór Norðkvist, 10.4.2008 kl. 00:07

12 identicon

Sæll Guðsteinn minn:

Ég er þér hjartanlega sammála,mig grunar að þessar gungur hér séu að hugsa um ÖRYGGISRÁÐIÐ eins og þú bendir réttlega á. Það var ekki lengi verið að samþykkja KOSOVO.

Kær kveðja til þín og fjölskydu þinnar.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 03:59

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir þetta, Guðsteinn Haukur, það er dýrmætt að hver, sem getur, styðji Tíbeta. Þorgerður Katrín bregzt hins vegar í málinu, enn sem komið er, og það jafnilla og Jón flokksbróðir þinn Magnússon gerði vel í því í umræðunum á Alþingi fyrr í vikunni, þriðjudag 8. apríl. Þar sagði hann:

  • "Virðulegi forseti. Ég var satt að segja óánægðastur með það sem hæstv. utanríkisráðherra sagði þegar hún vék að afstöðu okkar til málanna í Tíbet. Hæstv. utanríkisráðherra sagðist hafa gert sendiherra Kína grein fyrir því að Kínverjum beri að virða mannréttindi. Liggur ekki ljóst fyrir að Kínverjar hafa undirgengist að virða mannréttindi? En hvað erum við að tala um? Hvernig ætlum við Íslendingar að bregðast við ítrekuðum mannréttindabrotum Kínverja? Hvaða þátt ætlum við að taka í Ólympíuleikunum. Þess ber að geta að bæði Angela Merkel og Nikolas Sarkozy eru meðal þeirra sem þegar hafa ákveðið að fara ekki til Peking. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Íslendingar bregðast við því.
    Á Fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 í gær er frétt þar sem segir að helmingur Dana telji að stjórnvöld í Danmörku eigi að sniðganga opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking í sumar. Þar sagði enn fremur að menntamálaráðherra Dana, Brian Mikkelsen, íhugi að mæta ekki á hátíðina.
    Friðsamleg barátta Tíbeta fyrir mannréttindum og sjálfstjórn á sér langa sögu. Kínverskir kommúnistar lögðu landið undir sig árið 1950 og þá voru drepin milli 400 þúsund manns og ein milljón. Núna er spurt: Hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera? Hvað vill íslenski utanríkisráðherrann gera til að styðja við mannréttinda- og sjálfstæðisbaráttu Tíbeta? Vill hún taka sömu afstöðu og Angela Merkel og Sarkozy hafa gert eða vill hún eingöngu friðsamleg samskipti við sendiherra Kína í teboðum og minna hann á að Kínverjum beri að fara að mannréttindum?"

Jón Valur Jensson, 11.4.2008 kl. 10:16

14 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég man ekki eftir að hafa heyrt bofs í þér þegar forsetinn fór út til Kína að stuðla að enn frekari viðskiptum ríkjanna...

Ingvar Valgeirsson, 13.4.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 587927

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband