Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Segðu af þér Davíð! (Með skopmynd)

Ég sat hér í veikindum mínum og horfði stoltur á landa mína spyrja ráðamenn og konur yfir landinu, spjörunum úr. Þetta var frábær fundur sem heppnaðist vel í alla staði, ég leyfi mér að efast um að ef Davíð Oddsson væri enn við völd, þá hefði enginn úr ríkisstjórninni mætt.

Það er ekki að ástæðulausu sem fólk vill Davíð frá, á erlendum vettvangi er gert grín að honum og hann sagður vera hálfgerður kjáni, sérstaklega þegar hann fullyrti um rússalánið snemma við hrun bankanna, þá klóruðu meira að segja Rússar sér í höfðinu og vissu ekki hvernig átti bregðast við. Þá fer Dabbi í viðtal til Bloombergs og leiðrétti sína eigin þvælu. 

Í þessari grein í Financial Times, er sagt og skrifað af prófessor í hagfræði í London:

Politicians should not become central bank governors. Mr Oddsson is part of the problem, not of any solution, and should resign immediately. Allowing partial "euroisation" was a recipe for instability. And Iceland was unable or unwilling to arrange early international support, nor did it wish to call in the International Monetary Fund.

Á sama stað stendur:

No matter - when foreign short-run credit lines closed, Glitnir had to request a short-term loan from the Central Bank of Iceland, which refused. Rather than taking Glitnir into administration, the CBI enforced nationalisation on punitive terms. The governor, David Oddsson, was prime minister for 13 years prior to moving to the CBI in 2005. His decision reflected politics, technical incompetence and ignorance of markets, and his comments thereafter were highly destabilising.

Ofangreint er álit annarra landa á Íslandi, hvernig getum við áunnið okkur aftur traust með Davíð og vin hans Geir við stjórnvölin? Hvers vegna eru svona vitleysingar við stjórnvölin sem með setu sinni einni skaða land og þjóð. Sums staðar hef ég séð útlendinga tala um að treysta ekki Íslendingum vegna þess að við erum ennþá með sömu vitleysinganna við stjórnvölin sem komu okkur í þessi vandræði!

Ég læt þessa skopmynd fylgja með sem ég teiknaði áðan, hver þarf á Geir að halda þegar allir vita að það Davíð sem enn ræður ríkjum? Og svona fer hann með það dýrmætasta sem við eigum ... það er lýðræðið:

 

Síðasta högg Davíðs ...
Komum þessum manni frá hið fyrsta!

 

Ég minni á kjósa.is sem er verið safna undirskriftum til þess að knýja fram löngu tímabærar kosningar, sem ef Guð leyfir verða þá í vor.

Gerum FRIÐSAMA byltingu og mætum sem flest á mótmælin á laugardaginn!

"Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta ..." egginu? Wink

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sál, Sál hví ofsækir þú mig ...

Í fyrsta lagi vil ég taka fram að ég er sammála þessum presti varðandi aðskilnaði ríkis og kirkju.

Hann segir:

„Sú lagaumgjörð sem er í gildi í dag um þjóðkirkju og önnur trúfélög út frá því, er hvorki í samræmi við ákvæði stjórnarskrár né í samræmi við grundvallaratriði þeirrar evangelísku lútherskutrúar sem þjóðkirkjan er sögð játa."

Þetta er rétt og er ég þessu að nokkru leyti sammála.

Það sem hann hefur að vísu sleppt er hinn almenni kristilegi kærleikur og meina ég að hann "fagnar" óförum "stóra bróður" (ef svo má að orði komast). Ég minni Hjört Magna á að um er að ræða systkini í Kristi og er sorglegt að sjá þessa hlökkun hans.

Ekki sé ég Gunnar í Krossinum eða Snorra í Betel fagna eins og Hjörtur Magni gerir. Ég minni hann Hjört Magna einnig á að trú er ekki pólitík né vinsældarkeppni, og þykir mér afar ósmekklegt að sjá þessa meintu ,,gleði" hans, það mætti halda að Hirti Magna sé meira í mun að lokka fólk í sinn söfnuð heldur en að leiða þau til Krists.

Því ritað er Matteusarguðspjall 23:1-12

Einn er yðar meistari
1 Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: 2 „Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. 3 Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. 4 Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri. 5 Öll sín verk gera þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana. 6 Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum, 7 láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum. 8 En þér skuluð ekki láta kalla yður meistara því einn er yðar meistari og þér öll bræður og systur. 

9 Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu því einn er faðir yðar, sá sem er á himnum. 10 Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga því einn er leiðtogi yðar, Kristur. 11 Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar. 12 Hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.  

Það má læra mikið af ofangreindum texta, sama hver við erum.


mbl.is Fagnar úrsögn úr þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýr skilaboð um vantraust þjóðarinnar á stjórnvöld

Loksins jákvæðar fréttir, það stendur í fréttinni:

Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 31,6% landsmanna samkvæmt könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. 68,4% segjast ekki styðja stjórnina. (Leturbreyting mín)

Það segir allt sem segja þarf um hvort eigi að "endurnýja" umboðið eða ekki. Það var hreint ótrúlegt að  heyra ISG í gær þegar hún dirfist að láta útúr sér: "fólkið fyrst og flokkarnir svo" ef svo er komið, af hverju slítur hún ekki stjórnarsamstarfinu og kemur mönnunum frá völdum sem ullu þessum hörmungum? Nei, hún velur að vera strengjabrúða og leiksoppur Sjálfstæðisflokksins. Sem er hugleysi og gunguháttur.


mbl.is 31,6% stuðningur við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir kúgar þjóðina inn að merg!

 

geir.jpg

 

Myndin hér að ofan er áróðurs plakat Sjálfgræðismanna frá síðustu kosningum ... þarf að segja meira? Angry Pfff ... ,,traust efnahagsstjórn" sögðu þeir, samt kýs þorri landsmanna þetta pakk alltaf yfir sig! Sem vonandi breytist núna, en það er nú meiri skellurinn sem þurfti til þess að menn áttuðu sig!

Ég bendi fólki á vefsíðuna kjósa.is þar sem hægt er að skrá nafn sitt í undirskriftarsöfnun í þeirri von að knýja fram kosningar.

Mótmælum öll þessum spilltu ráðamönnum, á FRIÐSAMAN hátt, hjarta mitt brast þegar ég sá hamaganginn við lögreglustöðina. Ef á að taka mark á þessum mótmælum þá verðum við að koma fram eins og siðmenntað fólk, mætum öll í FRIÐSÖM mótmæli á laugardaginn kemur!


mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spádómar Davíðs konungs (skopmynd)

 

Dabbi kóngur ...

 

Spádómar Davíðs konungs í ritningunni rættust, alveg eins og spádómar Davíðs Oddssonar um bankanna, og enginn annar virðist kannast við nema Davíð sjálfur að hafa varað við þessu. Hvers vegna var ekki þá hlustað á hann, fyrst að hann bjó yfir svona mikilli vitneskju um stöðuna? Af hverju þegja nú Sjálfstæðismenn þunnu hljóði um viðvaranir hans? FootinMouth

Myndin hér að ofan sýnir Davíð með tappa í eyrunum og spáir í kristalkúlu sína ... Wink


mbl.is Skuldar þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur kyssir ekki vöndinn ... (skopmynd)

Svona sé ég málið fyrir mér þar sem þau geta ekki komið sér saman um hvort er rétt. Á þessari mynd er Ingibjörg Sólrún að skamma Össur fyrir að beita vendinum á þjóð sem hefur Íslendinga í heljargreipum sínum.  Wink Ég vona að myndin tali sínu máli!

 

ossur_726447.jpg

 


mbl.is Kyssir ekki á vönd kvalaranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Könnun ... ég þarf álit ykkar ...

Undanfarið hef ég verið að teikna skopmyndir á þessu bloggi mínu. Ég setti upp könnun hér vinstra megin á síðunni þar sem ég spyr hvort sé grundvöllur fyrir að ég haldi slíku áfram. Ef viðbrögðin eru jákvæð, þá held ég ótrauður áfram að teikna skopteikningar af málefnum líðandi stundar, ef neikvætt þá geri ég ekkert slíkt.

Ég ber þetta undir ykkur kæru lesendur, til þess eins að vita hvort þessi vinna mín borgi sig og hvort þið hafið jafn gaman myndunum og ég hef að búa þær til. Cool

 

Ég sem prestur ...

 

Þessi mynd hér ofar, gerði ég síðast liðinn öskudag (ég mætti þá sem prestur í vinnuna Tounge, fannst það viðeigandi) af sjálfum mér með því snilldar forriti Micro$oft Paint ... hvað finnst ykkur? Á ég að halda þessu áfram? FootinMouth Látið í ykkur heyra, könnunin er neðst vinstra megin á síðunni.  Smile


Svona sjá Íslendingar Gordon Brown (önnur skopmynd) !

Eftir að hafa fengið svona jákvæð viðbrögð við seinustu skopteikningu minni, þá ætla ég að birta aðra og jafnvel að gera þetta oftar ef fólki líst vel á.

En hér er svo Gordon Brown eins og flestir landsmenn sjá hann fyrir sér eins og er, hann er gráðugur sparibaukur sem vill gleypa upp sparifé okkar.

Gordon sparigrís ...

Ég vona bara að Stoltenberg nái að tala vit fyrir honum!!


mbl.is Stoltenberg ræddi um Ísland við Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skopmynd af Geira að redda þjóðinni ...

 

geir-i-lit.jpg

 


(Smellið 2x á myndina til þess að fá hana stærri)

Hér er skopmynd sem ég gerði í morgun af Geira okkar að taka "skynsamlega" á fjármálakrísu okkar. Hann tekur lán eftir lán eftir lán ... hver á svo að borga? Barna - barna - barna - börnin okkar?

Bretar kúga okkur til samninga vegna Icesave reikninganna, ég er hissa á að þeir hafi ekki beitt valdi sínu innan ESB til þess að koma á okkur hryðjuverkalögum og þvinga okkur til þess að semja ofan á okkur þessa upphæð sem örfáir auðmenn söfnuðu til. Af hverju eigum við að borga slíkar skuldir? Mótmælum svona rugli, og mætum í FRIÐSÖM mótmæli á laugardaginn kemur!


mbl.is Fáum ekki lán nema Icesave deila leysist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona voru mótmælin (Myndir)!

Mikill hiti var í mönnum á Austurvelli í dag. Það byrjaði með að mótorhjólaþyrping lét reykjarmökk koma úr hjólum sínum sem var flott byrjun fannst mér, ég var ekki með myndavél með mér og eru þessar myndir birtar með góðfúslegu leyfi Lindu:

 

pb080139.jpg
 
Svo var hægt að krækja sér mótmælaskilti sem litu svona út:
pb080138.jpg
 
Rosalegast fannst mér þó, þegar einhver klifraði upp á alþingishúsið og flaggaði Bónusfánanum, sem er raunar doldil táknrænt.
 pb080159_722419.jpg
 
Svo er hér mynd af mér loksins gleraugnalausum og nýklipptur ... Pinch
pb080163.jpg

Þessi mynd segir sjálf, enda er hálfgerðir kjánar á þingi núna.
pb080166.jpg
 
Hér urðu svo átök á milli lögreglunnar og mótmælenda þar sem átti að handtaka fánamanninn:
pb080173.jpg
 
 

Ég verð að segja að þetta er rosalegasta upplifun sem ég man eftir, og hvet alla menn til þess að leggja sitt að mörkum að mótmæla því hróplega óréttlæti sem Íslendingar eru að upplifa af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar.

Ég hitti einnig HeartkærleiksmanninHeart úr Vantrú, hann Hjalta Rúnar, og bauð hann mér að "leiðrétta" trúfélagsskráningu mína, og harðneitaði ég því, sem gefur að skilja.  LoL En hey, hann reyndi þó og gaman var að fá að hitta hann í eigin persónu loksins.

Ég tók samt skjáskot núna áðan af Vantrúarvefnum, og þar kemur fram að þeir hafi aðstoðað 666 manns að "leiðrétta" trúfélagsskráningu sína. Tilviljun ... ég veit það ekki? Shocking Whistling  Dæmi bara hver fyrir sig, en mér fannst þetta skondið og jafnvel viðeigandi að sjá þetta hjá þeim! Tounge (Smellið á myndina til þess að stækka hana, ég bætti sjálfur inn rauða strikinu)

vantru.jpg

Ég bið fyrir svona fuglum! Halo

Að lokum vil ég þakka Lindu innilega fyrir lánið á myndunum.


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 588456

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband