Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Segðu af þér Davíð! (Með skopmynd)
Ég sat hér í veikindum mínum og horfði stoltur á landa mína spyrja ráðamenn og konur yfir landinu, spjörunum úr. Þetta var frábær fundur sem heppnaðist vel í alla staði, ég leyfi mér að efast um að ef Davíð Oddsson væri enn við völd, þá hefði enginn úr ríkisstjórninni mætt.
Það er ekki að ástæðulausu sem fólk vill Davíð frá, á erlendum vettvangi er gert grín að honum og hann sagður vera hálfgerður kjáni, sérstaklega þegar hann fullyrti um rússalánið snemma við hrun bankanna, þá klóruðu meira að segja Rússar sér í höfðinu og vissu ekki hvernig átti bregðast við. Þá fer Dabbi í viðtal til Bloombergs og leiðrétti sína eigin þvælu.
Í þessari grein í Financial Times, er sagt og skrifað af prófessor í hagfræði í London:
Politicians should not become central bank governors. Mr Oddsson is part of the problem, not of any solution, and should resign immediately. Allowing partial "euroisation" was a recipe for instability. And Iceland was unable or unwilling to arrange early international support, nor did it wish to call in the International Monetary Fund.
Á sama stað stendur:
No matter - when foreign short-run credit lines closed, Glitnir had to request a short-term loan from the Central Bank of Iceland, which refused. Rather than taking Glitnir into administration, the CBI enforced nationalisation on punitive terms. The governor, David Oddsson, was prime minister for 13 years prior to moving to the CBI in 2005. His decision reflected politics, technical incompetence and ignorance of markets, and his comments thereafter were highly destabilising.
Ofangreint er álit annarra landa á Íslandi, hvernig getum við áunnið okkur aftur traust með Davíð og vin hans Geir við stjórnvölin? Hvers vegna eru svona vitleysingar við stjórnvölin sem með setu sinni einni skaða land og þjóð. Sums staðar hef ég séð útlendinga tala um að treysta ekki Íslendingum vegna þess að við erum ennþá með sömu vitleysinganna við stjórnvölin sem komu okkur í þessi vandræði!
Ég læt þessa skopmynd fylgja með sem ég teiknaði áðan, hver þarf á Geir að halda þegar allir vita að það Davíð sem enn ræður ríkjum? Og svona fer hann með það dýrmætasta sem við eigum ... það er lýðræðið:
Ég minni á kjósa.is sem er verið safna undirskriftum til þess að knýja fram löngu tímabærar kosningar, sem ef Guð leyfir verða þá í vor.
Gerum FRIÐSAMA byltingu og mætum sem flest á mótmælin á laugardaginn!
"Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta ..." egginu?
Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.
Þetta er þjóðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Sál, Sál hví ofsækir þú mig ...
Í fyrsta lagi vil ég taka fram að ég er sammála þessum presti varðandi aðskilnaði ríkis og kirkju.
Hann segir:
Sú lagaumgjörð sem er í gildi í dag um þjóðkirkju og önnur trúfélög út frá því, er hvorki í samræmi við ákvæði stjórnarskrár né í samræmi við grundvallaratriði þeirrar evangelísku lútherskutrúar sem þjóðkirkjan er sögð játa."
Þetta er rétt og er ég þessu að nokkru leyti sammála.
Það sem hann hefur að vísu sleppt er hinn almenni kristilegi kærleikur og meina ég að hann "fagnar" óförum "stóra bróður" (ef svo má að orði komast). Ég minni Hjört Magna á að um er að ræða systkini í Kristi og er sorglegt að sjá þessa hlökkun hans.
Ekki sé ég Gunnar í Krossinum eða Snorra í Betel fagna eins og Hjörtur Magni gerir. Ég minni hann Hjört Magna einnig á að trú er ekki pólitík né vinsældarkeppni, og þykir mér afar ósmekklegt að sjá þessa meintu ,,gleði" hans, það mætti halda að Hirti Magna sé meira í mun að lokka fólk í sinn söfnuð heldur en að leiða þau til Krists.
Því ritað er Matteusarguðspjall 23:1-12
Einn er yðar meistari
1 Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: 2 Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. 3 Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. 4 Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri. 5 Öll sín verk gera þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana. 6 Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum, 7 láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum. 8 En þér skuluð ekki láta kalla yður meistara því einn er yðar meistari og þér öll bræður og systur.9 Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu því einn er faðir yðar, sá sem er á himnum. 10 Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga því einn er leiðtogi yðar, Kristur. 11 Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar. 12 Hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.
Það má læra mikið af ofangreindum texta, sama hver við erum.
Fagnar úrsögn úr þjóðkirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Skýr skilaboð um vantraust þjóðarinnar á stjórnvöld
Loksins jákvæðar fréttir, það stendur í fréttinni:
Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 31,6% landsmanna samkvæmt könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. 68,4% segjast ekki styðja stjórnina. (Leturbreyting mín)
Það segir allt sem segja þarf um hvort eigi að "endurnýja" umboðið eða ekki. Það var hreint ótrúlegt að heyra ISG í gær þegar hún dirfist að láta útúr sér: "fólkið fyrst og flokkarnir svo" ef svo er komið, af hverju slítur hún ekki stjórnarsamstarfinu og kemur mönnunum frá völdum sem ullu þessum hörmungum? Nei, hún velur að vera strengjabrúða og leiksoppur Sjálfstæðisflokksins. Sem er hugleysi og gunguháttur.
31,6% stuðningur við stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Geir kúgar þjóðina inn að merg!
Myndin hér að ofan er áróðurs plakat Sjálfgræðismanna frá síðustu kosningum ... þarf að segja meira? Pfff ... ,,traust efnahagsstjórn" sögðu þeir, samt kýs þorri landsmanna þetta pakk alltaf yfir sig! Sem vonandi breytist núna, en það er nú meiri skellurinn sem þurfti til þess að menn áttuðu sig!
Ég bendi fólki á vefsíðuna kjósa.is þar sem hægt er að skrá nafn sitt í undirskriftarsöfnun í þeirri von að knýja fram kosningar.
Mótmælum öll þessum spilltu ráðamönnum, á FRIÐSAMAN hátt, hjarta mitt brast þegar ég sá hamaganginn við lögreglustöðina. Ef á að taka mark á þessum mótmælum þá verðum við að koma fram eins og siðmenntað fólk, mætum öll í FRIÐSÖM mótmæli á laugardaginn kemur!
Íslendingar láti ekki kúga sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Spádómar Davíðs konungs (skopmynd)
Spádómar Davíðs konungs í ritningunni rættust, alveg eins og spádómar Davíðs Oddssonar um bankanna, og enginn annar virðist kannast við nema Davíð sjálfur að hafa varað við þessu. Hvers vegna var ekki þá hlustað á hann, fyrst að hann bjó yfir svona mikilli vitneskju um stöðuna? Af hverju þegja nú Sjálfstæðismenn þunnu hljóði um viðvaranir hans?
Myndin hér að ofan sýnir Davíð með tappa í eyrunum og spáir í kristalkúlu sína ...
Skuldar þúsund milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Össur kyssir ekki vöndinn ... (skopmynd)
Svona sé ég málið fyrir mér þar sem þau geta ekki komið sér saman um hvort er rétt. Á þessari mynd er Ingibjörg Sólrún að skamma Össur fyrir að beita vendinum á þjóð sem hefur Íslendinga í heljargreipum sínum. Ég vona að myndin tali sínu máli!
Kyssir ekki á vönd kvalaranna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Könnun ... ég þarf álit ykkar ...
Undanfarið hef ég verið að teikna skopmyndir á þessu bloggi mínu. Ég setti upp könnun hér vinstra megin á síðunni þar sem ég spyr hvort sé grundvöllur fyrir að ég haldi slíku áfram. Ef viðbrögðin eru jákvæð, þá held ég ótrauður áfram að teikna skopteikningar af málefnum líðandi stundar, ef neikvætt þá geri ég ekkert slíkt.
Ég ber þetta undir ykkur kæru lesendur, til þess eins að vita hvort þessi vinna mín borgi sig og hvort þið hafið jafn gaman myndunum og ég hef að búa þær til.
Þessi mynd hér ofar, gerði ég síðast liðinn öskudag (ég mætti þá sem prestur í vinnuna , fannst það viðeigandi) af sjálfum mér með því snilldar forriti Micro$oft Paint ... hvað finnst ykkur? Á ég að halda þessu áfram? Látið í ykkur heyra, könnunin er neðst vinstra megin á síðunni.
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Svona sjá Íslendingar Gordon Brown (önnur skopmynd) !
Eftir að hafa fengið svona jákvæð viðbrögð við seinustu skopteikningu minni, þá ætla ég að birta aðra og jafnvel að gera þetta oftar ef fólki líst vel á.
En hér er svo Gordon Brown eins og flestir landsmenn sjá hann fyrir sér eins og er, hann er gráðugur sparibaukur sem vill gleypa upp sparifé okkar.
Ég vona bara að Stoltenberg nái að tala vit fyrir honum!!
Stoltenberg ræddi um Ísland við Brown | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Skopmynd af Geira að redda þjóðinni ...
(Smellið 2x á myndina til þess að fá hana stærri)
Hér er skopmynd sem ég gerði í morgun af Geira okkar að taka "skynsamlega" á fjármálakrísu okkar. Hann tekur lán eftir lán eftir lán ... hver á svo að borga? Barna - barna - barna - börnin okkar?
Bretar kúga okkur til samninga vegna Icesave reikninganna, ég er hissa á að þeir hafi ekki beitt valdi sínu innan ESB til þess að koma á okkur hryðjuverkalögum og þvinga okkur til þess að semja ofan á okkur þessa upphæð sem örfáir auðmenn söfnuðu til. Af hverju eigum við að borga slíkar skuldir? Mótmælum svona rugli, og mætum í FRIÐSÖM mótmæli á laugardaginn kemur!
Fáum ekki lán nema Icesave deila leysist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Laugardagur, 8. nóvember 2008
Svona voru mótmælin (Myndir)!
Mikill hiti var í mönnum á Austurvelli í dag. Það byrjaði með að mótorhjólaþyrping lét reykjarmökk koma úr hjólum sínum sem var flott byrjun fannst mér, ég var ekki með myndavél með mér og eru þessar myndir birtar með góðfúslegu leyfi Lindu:
Þessi mynd segir sjálf, enda er hálfgerðir kjánar á þingi núna.
Ég verð að segja að þetta er rosalegasta upplifun sem ég man eftir, og hvet alla menn til þess að leggja sitt að mörkum að mótmæla því hróplega óréttlæti sem Íslendingar eru að upplifa af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar.
Ég hitti einnig kærleiksmannin úr Vantrú, hann Hjalta Rúnar, og bauð hann mér að "leiðrétta" trúfélagsskráningu mína, og harðneitaði ég því, sem gefur að skilja. En hey, hann reyndi þó og gaman var að fá að hitta hann í eigin persónu loksins.
Ég tók samt skjáskot núna áðan af Vantrúarvefnum, og þar kemur fram að þeir hafi aðstoðað 666 manns að "leiðrétta" trúfélagsskráningu sína. Tilviljun ... ég veit það ekki? Dæmi bara hver fyrir sig, en mér fannst þetta skondið og jafnvel viðeigandi að sjá þetta hjá þeim! (Smellið á myndina til þess að stækka hana, ég bætti sjálfur inn rauða strikinu)
Ég bið fyrir svona fuglum!
Að lokum vil ég þakka Lindu innilega fyrir lánið á myndunum.
Eggjum kastað í Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 588456
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson