Sál, Sál hví ofsækir þú mig ...

Í fyrsta lagi vil ég taka fram að ég er sammála þessum presti varðandi aðskilnaði ríkis og kirkju.

Hann segir:

„Sú lagaumgjörð sem er í gildi í dag um þjóðkirkju og önnur trúfélög út frá því, er hvorki í samræmi við ákvæði stjórnarskrár né í samræmi við grundvallaratriði þeirrar evangelísku lútherskutrúar sem þjóðkirkjan er sögð játa."

Þetta er rétt og er ég þessu að nokkru leyti sammála.

Það sem hann hefur að vísu sleppt er hinn almenni kristilegi kærleikur og meina ég að hann "fagnar" óförum "stóra bróður" (ef svo má að orði komast). Ég minni Hjört Magna á að um er að ræða systkini í Kristi og er sorglegt að sjá þessa hlökkun hans.

Ekki sé ég Gunnar í Krossinum eða Snorra í Betel fagna eins og Hjörtur Magni gerir. Ég minni hann Hjört Magna einnig á að trú er ekki pólitík né vinsældarkeppni, og þykir mér afar ósmekklegt að sjá þessa meintu ,,gleði" hans, það mætti halda að Hirti Magna sé meira í mun að lokka fólk í sinn söfnuð heldur en að leiða þau til Krists.

Því ritað er Matteusarguðspjall 23:1-12

Einn er yðar meistari
1 Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: 2 „Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. 3 Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. 4 Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri. 5 Öll sín verk gera þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana. 6 Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum, 7 láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum. 8 En þér skuluð ekki láta kalla yður meistara því einn er yðar meistari og þér öll bræður og systur. 

9 Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu því einn er faðir yðar, sá sem er á himnum. 10 Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga því einn er leiðtogi yðar, Kristur. 11 Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar. 12 Hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.  

Það má læra mikið af ofangreindum texta, sama hver við erum.


mbl.is Fagnar úrsögn úr þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það eru engar "ófarir" fyrir ríkiskirkjuna að fólk segi sig úr henni.  Þetta er einfaldlega leiðrétting á kolrangri skráningu.  Það er út í hött að u.þ.b. 80% íslendinga séu skráðir í þetta tiltekna trúfélag.  A.m.k. þriðjungur þessa hóps á heima í öðru trúfélagi eða engu.

Einu ófarirnar eru þjóðarinnar að þurfa að draga þetta bákn á eftir sér.

Matthías Ásgeirsson, 24.11.2008 kl. 00:49

2 identicon

Mjög gott blogg. Ég er alveg sammála þér. Svona "kirkjupólitík" fer voðalega í taugarnar á mér

Axel (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 00:51

3 identicon

 Sæll Guðsteinn.

Ég er þér sammála.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 01:16

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti - Það sem ég gagnrýni er að "hlakka" yfir tapi annarra kristinna bræðra, mér þykir það mjög ósmekklegt og óþarfi af hans hálfu.

Axel - nákvæmlega það sem ég er að segja, Hjörtur á kannski betur heima í pólitík  ... hver veit.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.11.2008 kl. 01:16

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þórarinn - takk fyrir það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.11.2008 kl. 01:17

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Málið er að þjóðkirkjan er fyrst og fremst eignarhaldsfélag um völd og eignir. Hún á lítið sameiginlegt með kirkju Jesú Krists eins og hún birtist okkur í Postulasögunni, annað en nafnið.

Theódór Norðkvist, 24.11.2008 kl. 01:36

7 identicon

Ríkistrú er hlægileg og grátleg í senn...Hjörtur er að benda á þá staðreynd.

P.S. Skipulögð trúarbrögð eru pólitík

DoctorE (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 07:58

8 identicon

Þjóðkirkjan er varla að "tapa" neinu nema peningum þar sem meirihluti fólks sem skráir sig úr þjóðkirkjunni er ekki kirkjurækið og hefur ekki tekið þátt í starfi og uppbygingu kirkjunnar, geri ég ráð fyrir.

Það hlýtur að vera fagnaðarefni fyrir alla að fólk sé að nýta sér rétt sinn til leiðréttingar trúarskráningar sinnar þar sem flestir voru skráðir þar að þeim forspurðum.

P.S. Hver vegna er annars verið að eyða tíma og peningum í að halda skrá yfir trúarskoðanir landsmanna?

Karma (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 11:29

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kærleikskveðja og eigðu ljúfa viku

Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2008 kl. 11:31

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Úr með ríkistrú og ríkiskirkju, svo sammála. Tek undir með doktornum að skipulögð trúarbrögð eru pólitík. Tek líka undir með Teodóri að kirkjan á ekkert skylt við boðskap Krists. Hjörtur hefði mátt orða þetta betur eins og ég ber annars mikla respekt fyrir honum.

Rut Sumarliðadóttir, 24.11.2008 kl. 12:45

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Teddi - þarna verð ég að vera ósammála, því margt er gott starfið innan þeirra veggja og verður það ekki af þeim tekið.

Galdrar - jú ef hann hugsaði orð sín til enda áður en hann mælir þau, þá myndi ég breyta afstöðu minni gagnvart honum.

Dokksi - ég get eigi svarað fyrir þjóðkirkjuna.

Karma - ef fólk áttar sig ekki á eftir öll þessi ár að það skráist beint í þjóðkirkjuna nema um annað sé óskað, þá er einhver alvarleg brotalöm á upplýsingaflæðinu, því ég leit á þetta í sakleysi mínu sem almenna vitneskju ...

Ásdís - sömuleiðis. 

Rut - Karlinn er klaufi, og ekkert annað. Það er það sem ég er að segja með þessu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.11.2008 kl. 13:10

12 Smámynd: Linda

Ég reyni að muna að þessi maður er trúaður eins og ég, trúaður á Jesú, en hann hefur svo oft sagt hluti sem eru svo ómerkilegir að enn sækir að mér sorg hans vegna.  Hver sem afstaða okkar er til þjóðkirkjunnar þá fögnum við aldrei þeim sem verða fyrir falli, slíkt er andstætt boði Krist og ritninganna.

þeir sem tala gegn skipulögðum trúar(brögðum, engin brögð en ok) verða að skilja að Kristnir frá tímum frum Kristinnar sóttu samkomur, hvar sem það gat, í hellum og grafhýsum, göngum og öðrum skuggalegum stöðum sakir ofsókna, slík var skipulagt af þrautseigju og hugrekki.  þegar við komum saman í Guðs húsi erum við í nærveru Jesú Krists og Heilags anda og systkyna okkar i trú, slíkt er Guði sjálfum þóknanlegt.

bk.

Linda. 

Linda, 24.11.2008 kl. 17:17

13 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Ef skilnaður ríkis og kirkju væri framkæmdur þá væri fólk trúað af sannfæringu, en ekki hefð. Fólk sækti messur og trúarsamkomur vegna áhuga. Ég vildi helst hafa það að öll trúarfélög væru jafnhá og hefðu jafnan aðgang af peningum frá hinu opinbera. Kannski yrði upphæðin eftir höfðatölu í söfnuði?

Gunnar Páll Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 19:18

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Haukur, vissulega eru fáeinir prestar og leikmenn innan kirkjunnar að gera ágætis hluti. En miðað við að 80% þjóðarinnar eru skráð í þjóðkirkjuna og allan fjárausturinn sem fer í hana er það mjög lítið.

Skoðaðu bara árangurinn af starfi einstakra safnaða hjá þjóðkirkjunni. Oftar en ekki þvælist þjóðkirkjan fyrir þeim sem vilja boða fagnaðarerindið um Krist í orði og starfi.

Hvenær heyrðirðu síðast prest þjóðkirkjunnar boða trú á Jesú Krist og að fólkið þyrfti að snúa sér frá ólifnaði og sinnuleysi? Enda voða erfitt fyrir þá þegar þeir lifa sjálfir af feitum launum beint úr vasa hinna vinnandi stétta.

Theódór Norðkvist, 24.11.2008 kl. 20:08

15 Smámynd: Hörður Finnbogason

„niðurdrepandi tali um synd, iðrun, sekt og yfirbót" segir Hjörtur Magni,

..hér á heimilinu var verið að prenta út vitnisburðabæklinga á krepputímum fyrir klikkað verð... og það byrjar svona: ...vissir þú að... og svo kemur: "Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð" Róm 3:23. Fyrir mér væri vitnisburðarspald lítilsvert ef ekki kæmi þessi mikilvæga ábending. Núna á krepputímum er einmitt jarðvegurinn til þess að vitna og segja frá Jesús. Núna eru tímar sáningar á akranna því jarðvegurinn tekur við því.

Hörður Finnbogason, 24.11.2008 kl. 20:51

16 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Haukur, hér erum við óvenju sammála. Þjóðkirkjan er mara á eðlilegt trúarlíf í landinu og þó ég sé sjálfur trúlaus með öllu dytti mér aldrei í hug að meina öðrum að stunda trú sína.

Innlegg í þessa umræðu er grein sem ég skrifaði á Vantrú.is fyrir nokkrum vikum og væri sjálfsagt holl lesning öllum sem hafa áhuga á aðskilnaði ríkis og kirkju (eða ekki-aðskilnaði).

Kirkjan þykist hafa einhvert tangarhald á ríkissjóð og heimtar milljarði út á einhvern samning - jarðir fyrir laun. Tölulega gengur þetta bara ekki upp, kirkjan fær margfalt það sem hún ætti að fá og gróft reiknað fær hún allar jarðirnar aftur á hverjum fjórum árum. Frá 1997 er hún búin að fá 20 milljarði frá ríkinu út á þennan samning en jarðirnar voru kannski 10 milljarða virði.

Greinina má finna hér:

http://www.vantru.is/2008/10/23/09.00/

Brynjólfur Þorvarðsson, 24.11.2008 kl. 23:16

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Linda  - sammála, og gleymum ekki að þessi maður er klaufskur og kallast það að vera mennskur.

Kreppukarl - Dæmi: ef þú sem prestur missir söfnuð þinn, er það ekki tap?

Teddi - ég miklu meira sammála þér en þú heldur, en þótt að þeir hafa oft misstigið sig, þá gera þeir góða hluti líka. Sjáðu t.d. hjálparstofnun kirkjunnar. Skilur þú hvað ég er að fara?

Hörður - MJÖG góður punktur!

Brynjolfur - ég þakka þitt innlegg en ég verð að viðurkenna að ég hef ekki næga þekkingu né vilja til þess að tala um jarðir annara safnaða, því verða þeir að svara sjálfir. Ég vona að þú virðir það við mig.

Annars er stundum gaman að því að vera sammála vantrúarmanni, þótt ég sé enginn sérstakur aðdáandi ykkar. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.11.2008 kl. 23:27

18 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ekki átti ég nú von á því að þú tilheyrðir okkar aðdándahópi. Við getum þó slysast á að vera sammála endrum og eins!

Helsti þröskuldur aðskilnaðar ríkis og kirkju er jarðasamningurinn. En hann er líka, þegar betur er að gáð, einn helsti veikleiki þessa sambands. Enginn hefur opinberlega reynt að reikna út hvort þessi samningur stenst - fyrr en núna. Og skemmst er frá því að segja að hann bara stenst alls ekki.

Brynjólfur Þorvarðsson, 24.11.2008 kl. 23:35

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hjálparstarf kirkjunnar er að gera góða hluti og það er töluvert af lifandi trúuðu fólki þar að starfa, rétt að hrósa því sem vel er gert.

Það er þjóðkirkjan sem stofnun sem er gagnrýniverð. Eitt dæmi má lesa um hér, en þarna kemur fram að kirkjan hafi ákveðið að hafa minni hátíðarhöld, en gefa þess í stað 1,5 milljónir til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Því ber að fagna að hjálparstarfið sé styrkt, en þetta lyktaði af sýndarmennsku.

Svo skal ég ekki nöldra meira! Kominn tími til að róa sig í svefn.

Theódór Norðkvist, 24.11.2008 kl. 23:48

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Brynjólfur:

Ekki átti ég nú von á því að þú tilheyrðir okkar aðdándahópi. Við getum þó slysast á að vera sammála endrum og eins!

Mikið rétt og tek ég heilshugar undir það. Hitt kann ég ekki að tjá mig um sökum þekkingarleysis.

Teddi - enginn er fullkominn, ekki ég, ekki þú og síst af öllu þjóðkirkjan. Ég geri mér grein fyrir mörgum göllum hennar, og er ég þér eflaust sammála um það allt saman. En gleymum heldur ekki kostunum hjá systinum okkar í Kristi, það er allt og sumt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.11.2008 kl. 00:10

21 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Ég þakka þér Guðsteinn Haukur fyrir að vekja athygli á ræðu sem Sr.Hjörtur Magni flutti í útvrapsguðþjónusti s.l. Sunnudag. Ég sé og heyri, að það hafi verið fleiri sem hafi tekið eftir ræðu hans.

Ég viðurkenni að það voru ekki orð hans og sjónarmið særðu mig, (þó svo ég sé kristinn, utan- Þjóðkirkjumaður), þá var það sú ræða og orð sem hann sagði ekki, sem vöktu sorg mína og vobrigði.

Hann lagði áherslu á sína Lútersku-evangelisku trú. Evangelíum þýðir fagnaðar eða gleðiboðskapur. Þann frelsis-boskap saknaði ég í ræðu hans.

Hvílíkt tækifæri hafði Hjörtur Magni, fyrir alþjóð, að benda á hjálpræðið sem birtist í komu Jesú, í þennan heim.

Einmitt núna þurfum við öll, að heyra meira þann gleðiboðskap, um frið og lausn, til anda sálar og líkama.

Ég er sammála Theódóri Nordkvikst, þar sem hann minnist á hve sjaldan við heyrum presta Þjóðkirkjunnar boða Fagnaðarerindið um Jesú. Einnig sönn orð og áminningu frá Herði Finnbogasyni 

Við þurfum fleiri presta og kennimenn sem boða Guðs Orð.

Sem betur eru til trúaðir prestar og kennimenn í samfélögum trúaðra. Þökkum Guði fyrir þá.

Ég hvet okkur öll sem eigum persónulega trú og bænasamfélag, að biðja fyrir Hirti Magna, að hann mætti snúa sér að nýju til þess Frelsara sem hann hefur lofað, í votta viðurvist að boða.

Biðjum einnig fyrir þeim sem þjóna í öðrum Kirkjum og samfélögum að þeir boði Fagnaðarerindið (evangelíum) í anda og sannleika.

Guðsteinn Haukur!
Drottinn blessi þig og fjölskyldu í Jesú nafni 

Friðar kveðja
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 25.11.2008 kl. 00:37

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þakka þér innilega Ólafur, og Guð blessi þig sömuleiðis, ég tek undir hvert orð hjá þér. Shalom!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.11.2008 kl. 01:06

23 identicon

Sumir vilja meina að ég sé helsti óvinur kristni á íslandi... sannleikurinn er sá að það er ríkiskirkjan sem er helsti óvinurinn.
Ríkiskirkjan boðar ekki trú á Sússa.. hún boðar trú á sjálfa sig sem og kufla hennar... hún boðar áskrift að launum fyrir kufla sína.
Takið eftir að þessir kulfar sem valsa um einir í tómum gullkirkjum eru með hundruð þúsunda á mánuði... forsprakkinn biskup er með um 1 MILLJÓN á mánuði..... og hann eiginlega erfði embættið frá föður sínum(Daddy no 2(the real one)) :)
Kristnir verða að gera sér grein fyrir því að þetta dæmi ríkiskirkju snýst bara um hana sjálfa og embættismenn hennar....

DoctorE (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband