Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hvað er Halloween?

Eigum við að hræðast svona?  ;)Halloween, eða "All Hallows eve" á sínar rætur að rekja til fornrar hátíðar Kelta, sem er þekkt sem "Shamhain". Shamhain hátíðin var einnig haldinn sem uppskeruhátíð meðal forn Gaulverja (Frakka) og í sumum tilfellum táknaði hún áramót.

Gaulverjar trúðu því, að á allra heilagamessu, hafi hliðin opnast sem héldu þeim dauðu í gröfum sínum. Óttuðust þeir um uppskeru sína og ættmenni sín vegna meints ágangs hinna dauðu.

Hátíðin var alltaf haldinn með glæsilegri brennu, og var fórnað sláturdýrum fleygt í hana til þess að sefa reiði guða þeirra. Búningar sem og grímur voru notaðar í þessu tilefni, og áttu þær að plata þá illu anda sem voru í loftinu og halda þeim frá fólkinu.

Á þessu kvöldi sögðu menn að ef að norn, sveiflaði dauðum svörtum ketti fyrir ofan á hausinn á sér, og færi með galdraþuluna frægu "Abrakadabra", eins og á að fara með hana, þ.e.a.s. 13 sinnum fyrir fullu tungli (fullt tungl var æskilegast, en ekki nauðsynlegt), þá gat hún einmitt vakið upp þá sem lágu í gröfum sínum. Þess vegna var mikill ótti sem greip lýðinn og menn leituðu logandi ljósi að nornum og drápu þær, ef grunur eða jafnvel orðrómur gengi um þær. Þetta gerist á myrkum miðöldum og útskýrir hvers vegna norna og galdra brennur voru.

Eftir einn, ei aki neinn ...Það sem ég á við með þessari grein, er að ég hef oft heyrt gagnrýni, sér í lagi frá guðleysingjum, að kristnir hafi staðið fyrir galdrabrennum og báru þar með ábyrgð á dauðum þúsunda. Það stenst ekki alveg, því hjátrúin var þegar til staðar, og byggðu menn á gömlum grunni.

Hins vegar er það rétt, að óprúttnir og gráðugir menn notuðu trúna sem skálkaskjól fyrir gjörðum sínum, það er ég ekki að afsaka. En vegna þessarar gömlu hjátrúar, og ótta þeirra við hana, þá frömdu menn voðverk í nafni Kristninnar sem var reyndar ekki trúnni sjálfri að kenna, heldur nokkrum hjátrúarfullum kjánum sem voru skíthræddir við sína eigin kjánalegu hjátrú. Þess vegna er ótti við nornir ekki kemur frá Kristninni, heldur er þetta eldri hjátrú sem var var allt of lengi að deyja út meðal breyskra manna. 

Guð blessi ykkur öll, og ekki missa ykkur í gamalli hjátrú í kvöld í áhorfi á gömlum hrollvekjum eins og fréttin fjallar um, og ég vona að mér sé fyrirgefið að hafa ekki fjallað efnislega um fréttina sjálfa! Wink


mbl.is 10 bestu hrollvekjurnar fyrir Hrekkjavöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband