Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Miðvikudagur, 23. janúar 2008
Góðar stundir ...
Ég hef ákveðið að fara ótímabundið bloggfrí. Undanfarnar vikur hafa orðið miklar breytingar á mínu starfi og hef ég ekki lengur tíma til þess að sinna blogginu lengur. Ég er ekki hættur, alls ekki en vegna mikilla anna verð ég að taka mér frí.
Ég get ekki einu sinni svarað athugasemdum lengur við færslur hjá mér vegna tímaskorts. Ég mun samt fylgjast með og mun gera nokkrar athugasemdir annað slagið. Og með vorinu kem ég aftur galvaskur og mun halda samsýningu með nokkrum frábærum listamönnum hér á blogginu.
Ég vil þakka ykkur öllum sem hafa lagt leið sína hingað og sýnt málefnum mínum áhuga.
Ég kveð ykkur með þessum orðum:
Jóhannesarguðspjall 11:25-26
25 Jesús mælti: ,,Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.
26 Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?``
Takk fyrir allt allir!
Með Guðs blessun,
Guðsteinn Haukur Barkarson Hansen
Bloggar | Breytt 24.1.2008 kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Til hamingju Reykvíkingar
Þetta var virkilega sterkur leikur hjá Ólafi F. hann var hvort eð er í sömu stöðu Bingi fyrir síðustu stjórnarslit. Nú fær Frjálslyndiflokkurinn loks tækifæri til þess að sýna hvað í honum býr!
Til hamingju Reykvíkingar með nýjan meirihluta!
Ingibjörg Sólrún: telur nýjan meirihluta óstarfhæfan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 18. janúar 2008
Guð blessi minningu Bobby Fischers
Margt má segja neikvætt um þennan merka mann, og vil ég bara að segja að þessi sérvitringur var með meðfæddan hæfileka sem ekki margir hafa. Ótvíræðir yfirburðir hans í skákíþróttinni var til sóma.
Oft hef ég gagnrýnt hann fyrir skoðannir hans, en eina sem ég vil segja, far þú friði kæri Bobby og megi minning þín lifa sem afreksmanni í skák og ekki sem neitt annað.
Guð blessi ykkur sem og minningu herra Fischers.
Bobby Fischer látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 18. janúar 2008
Niðurstöðurnar úr vinsældarkönnunni
Hér eru svo niðurstöðurnar úr könnunni "hver er skemmtilegast kristni bloggarinn."
Alls tóku 84 þátt og neyddist ég til þess að birta tvær kannanir vegna þess að moggabloggið réði ekki við þann fjölda sem ég setti upphaflega inn. Hægt er að sjá almennilega niðurstöðurnar í stikunni hér til hliðar.
En atkvæðin féllu á þessa vegu út þessum tveimur könnunum:
Til hamingju Halldór !
Í öðru sæti var svo kaþólikkinn og öðlingurinn Jón Valur Jensson
Núna þegar ég er búinn að taka törn á alls kyns glystexta (sem ég er ekki vanur að gera - en fannst það viðeigandi í þetta sinn) Listann hef ég birt og neita að setja fleiri glystexta á síðunna mína! *andvarp* Fólk ætti að geta séð úr restinni af niðurstöðunum.
Guð blessi ykkur !
Ég hef tekið þessa könnun út en tók skjámynd af lokaniðurstöðunum eins og þær litu út hjá mér:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Þetta veldur mér verulegum áhyggjum! En til er lausn ...
Þegar ég bjó erlendis kom upp svona mál við grunnskólann minn. Það sem gert var þar að myndir voru hengdar upp af gaurnum (myndin til hægri er bara dæmi), og þar sem ekki var til ljósmynd - þá var fenginn teiknari sem teiknaði út frá lýsingum af manninum. Eins var hverfisráðið eflt og komið á laggirnar svo kallað "Neighborhood Watch", þá skiptust nágrannar á um að vakta hverfið, spjald var sett í gluggann hjá þeim sem tók við vaktinni sem stóð í 2-3 daga.
Mörg slík spjöld voru alltaf í umferð og voru þetta beinir tengilaðilar við lögreglu ef þau sáu eitthvað grunsamlegt. Ekki var fólk þvingað í þetta og gat hver sem er sagt nei.
Þessi aðferð gafst afar vel því hverfisperrinn var einmitt nappaður af foreldri á vakt.
Eða hvað finnst ykkur? Ég er ekki að boða að setja á stofn lögregluríki en sem foreldri vil ég ekki sitja og gera ekki neitt!
Reynt að nema barn á brott af skólalóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Mánudagur, 14. janúar 2008
Áhugaverð umræða um lögregluárásina..
Linda stendur fyrir afskaplega góðri og nauðsynlegri umræðu um árásina á löggurnar hérna í vikunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 11. janúar 2008
Spilaborg auðvaldsins hrynur ... loksins!
Loksins hefur fengist staðfest að kvótavinakerfi íslendinga er rangt og óréttlátt frá upphafi til enda. Þessi áfellisdómur SÞ er bara fyrsta skrefið í átt að nýjum tíma. Við þessi tíðindi er von mín sú að landsmenn vakni af löngum svefni sem stjórnvöld hafa séð til þess að við sofum.
Það er kominn tími á breytingar og að gefa mönnum tækifæri til þess að sanna sig, það eru til margar betri lausnir en þær sem réttir bókstaflega allan auð beint í hendur útvalda aðila og sérréttindahópa.
Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, var spurð hvaða áhrif það geti haft ef Ísland virðir álit nefndarinnar að vettugi segir Björg (tekið úr þessari frétt):
,,Það hefur engar lagalegar afleiðingar í för með sér. Það eru engin úrræði hjá Sameinuðu þjóðunum til þess að fylgja niður stöðum Mannréttindanefndarinnar eftir eins og um dóm frá t.d. Alþjóðadómstólnum væri að ræða.
Hins vegar er fullkomlega eðlilegt að líta svo á að það þurfi að skoða þessa niðurstöðu mjög alvarlega og reyna eins og unnt er að fylgja henni. Vandinn við niðurstöðuna er hins vegar sá að hún er afskaplega óskýr og rökstuðningurinn er mjög knappur," segir hún.
Titillinn á þessari frétt er: "Breytir engu hér á landi", þessu er ég ekki sammála. Þetta er bara upphafið af endinum, og kominn tími til!
Það er til hreyfing sem hefur barist gegn þessu bákni frá upphafi, það er til hreyfing sem hefur haldið því fram árum saman að þessu kerfi eigi að henda. Það er til ein hreyfing sem virkilega berst fyrir óréttlæti og yfirgangi, það er Frjálslyndiflokkurinn.
Hugsum okkar gang og sjáum réttlætið í gjörðum og orðum manna.
Breytir engu hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (52)
Fimmtudagur, 10. janúar 2008
Ég mátti til !
Jæja, eftir lengsta athugasemdalista sem ég man eftir hjá mér, ætla ég bara að fara tala um veðrið ... svona eins og flestir íslendingar gera þegar í harðbakkann slær. Eru ekki allir í góðu skapi?
Ég sé ekki betur en þetta sé ágætis veðurspá sem ég tengdi fréttina við.
P.s. ég vil bæta því við að Promecius / Henry hefur sett upp spjallvef (Forum) sem allir ættu að taka þátt í. Þar er hægt ræða allt milli himins og jarðar, og enginn er hættan á að birtist allt í einu í blöðunum. Hér er hægt komast inná spjallvefinn hans Henry.
Veðurhorfur næsta sólarhringinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Mánudagur, 7. janúar 2008
Guð er lifandi og öflugur í dag
Mikið er skeggrætt um trúmál um bloggheima, og mikið hef ég spáð í hlutverki gamlatestamentisins (GT) í öllu þessu. Vantrúarmenn og aðrir guðleysingjar nota það óspart til þess að koma höggi á trúna. En eins og venjulega, eru þeir að skvetta vatni á gæs í þeim efnum.
Gamla testamentið hefur að geyma fjöldann allan af sögum, ljóðum og öðru sem kann að vera torskilið fyrir okkur nútímamenn. Sumt af þessu eru fagurfræðilegar lýsingar og ber að taka sem slíkt. Það má ekki taka vissum hlutum eftir bókstafnum eins og vantrúarmenn vilja gera, auk þess verður einnig að taka tillit til annarra menningar og aðstæðna þegar vissir hlutir voru ritaðir. Til að mynda var líf manna ekki eins dýrmætt og í háveigum haft í fornöld, svona rétt eins og hjá okkur á víkingatímanum. Við verðum að gera okkur grein fyrir að GT er gott gilt, en það var Jesús sem uppfyllti hin raunverulega boðskap með krossdauða sínum, hann afnam allar þær mannasetningar sem höfðu slæðst í rit gyðinga í gegnum árin.
Hver kannast ekki við setningar eins og "Þér nöðrukyn" og "Vei ykkur fræðimenn og farísear", ekki mælt Jesús þessi orð af ástæðulausu, það sem hann gagnrýndi hvað helst var einmitt þær mannasetningar sem vantrúarmenn og guðleysingjar gagnrýna helst við kristindóminn í dag.
Svo er sögulega hliðin, sem alveg sér á báti og verður að skoðast út frá menningu, siðum og aðstæður þeirra þjóða á hverjum tíma fyrir sig. Það gleymist ALLT of oft.
Ekki skilja mig sem svo að ég sé að gera lítið úr GT né lögmálinu né boðorðanna 10, því fer fjarri. En þökk sé Jesú hefur allt verið uppfyllt sem lofað var, og raunveruleg ást Guðs opinberast í gegnum orð hans (Jesú). Það var hann sem kom í heiminn og gaf okkur heiðingjunum (allir aðrir en gyðingar) hin raunverulega boðskap Guðs, mannskepnan hafði verið mjög dugleg að afskræma lög og boð Guðs í gegnum árin, og kristallast öll ritningin í einu versi þegar Jesús mælti:
Lúkasarguðspjall 10:27
Hann svaraði: ,,Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig.``
Markúsarguðspjall 12:31
Annað er þetta: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.` Ekkert boðorð annað er þessum meira.``
Markúsarguðspjall 12:33
Og að elska hann af öllu hjarta, öllum skilningi og öllum mætti og elska náungann eins og sjálfan sig, það er öllum brennifórnum og sláturfórnum meira.``
Matteusarguðspjall 19:19
... heiðra föður þinn og móður, og þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.``
Þarna liggur allur kjarni kristindómsins, og þarf ekki að flækja þetta meir. Kristni er ekki flókin og vona ég að fólk átti sig betur á því og hvert hlutverk og tilgangur Jesú var í öllu þessu. Hann kom til jarðar til þess að gefa okkur það sem okkur skorti, eigin elsku og gjöf sem er dýrmætust allra, hann gaf okkur heilagann anda sem býr í hverjum manni, í því musteri sem er líkami okkar og sál. Augað er lampi líkamans og skín kærleikur Drottins úr auga hvers manns sem samþykkir hann. Hann er lifandi og öflugur í dag!
Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (269)
Föstudagur, 4. janúar 2008
Hver er skemmtilegasti kristni bloggarinn ?
Mér datt í hug að gera þessa könnun vegna fjölda kannanna um skemmtilega bloggara sem ég hef rekist á um bloggheima. Og fannst mér skorta hin kristna vinkil á þetta!
Ég geri þetta einungis fyrir forvitnis sakir og til þess að sjá hvaða áhrif við höfum á ykkur. Ég bið ykkur samt um að sýna stillingu og virða það ég kæri mig ekki um nein persónuníð og neyðist til þess að grípa til verkfæris sem ég nota afar sjaldan ... ritskoðunnar.
Í boði eru (neðst vinstra megin á síðunni er hægt að kjósa):
Veit ég vel að ég hef sjálfsagt gleymt einhverjum og bið ég fyrirfram afsökunar á því. En þetta er bara til gamans gert og hef ég talið upp þá sem eru hvað mest áberandi (kristnir) um bloggheima.
Endilega takið þátt og höfum gaman að þessu.
Trúmál og siðferði | Breytt 7.1.2008 kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (105)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson