Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Læsið þau inn og hendið lyklinum!

Mér finnst þetta svo ógeðslegt að það nær ekki tali, að lokka gamalmenni í húsasund til þessa að berja hann og ræna. Ég vona að þetta fólk fái langann dóm ! Þetta sannar kenningu mína að það vanti Guðsótta í landsmenn !

mbl.is Ránsparið handtekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geltir eins og Hrossagaukur


Aldrei hef ég séð hvítan Hrossagauk, en sem fuglaáhugamaður mikill væri nú gaman að sjá þessa skepnu með berum augum. Hvergi annarsstaðar en Eyjum gæti svona gerst, sökum mikils og fjölbreytts fuglalífs þeirra eyjamanna. Við gætum jafnvel breytt gamla orðtakinu eftir þetta, "Sjaldan sjást hvítir Hrafnar" í hvítir Hrossagaukar !

Eina sem ég hef á móti þessum fugli er að ég hef oft verið uppnefndur vegna hans í eftirfarandi vísu:

Haukur laukur, sparibaukur,
geltir eins og hrossagaukur!

*andvarp* 


mbl.is Hvítur hrossagaukur hreiðrar um sig í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfilegt og stórhættulegt !

Hvernig dettur þessum stúlkum í hug að gera þetta? Hvað ef þessir pokar lækju? Nógu slæmt er það að leggja líf sitt að veði fyrir skammtímasælu. Ég er feginn að sjá lögguna standa sig í þessu, því það eru ófáar fréttirnar sem berast um þeir nái haldi á fíkniefni sem ekki eru kominn í sölu.
mbl.is Tvær 17 ára stúlkur földu um 40 gr. af fíkniefnum innvortis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi fyrirsögn!

Var ég sá eini sem taldi þetta vera Ómar Ragnarson skemmtikraft og stjórnmálamann? Ekki Ómar Örn Ragnarsson eins og raun ber vitni ... ja hér ! Þeir mættu vanda betur til verka þeir Moggamenn.
mbl.is Ómar Ragnarsson fór holu í höggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ég að gæta leitarvélar minnar?

Ég tók þessa frétt af vísi.is og verð að segja að svona lagað hræðir mig doldið: 

Google fylgist með þér

Google, heimsins stærsta leitarvél, áformar að þróa yfirgripsmesta gagnagrunn af persónulegum upplýsingum sem nokkurn tíman hefur verið gerður. Grunnurinn verður notaður til þess að segja fólki hvernig það eigi að lifa lífi sínu.

Eric Smith framkvæmdastjóri Google sagði á blaðamannafundi í London að markmiðið sé að notendur geti spurt spurninga eins og; „hvað á ég að gera á morgun?" og „hvernig vinnu á ég að fá mér."

Enn er aðeins um yfirlýsingu að ræða og einhver tími þar til tæknilega verði hægt að hefjast handa við framkvæmdina. Á fréttavef BBC segir að hugbúnaðurin verði einnig betri með tímanum sem auðveldi persónubindingu.

Fyrr á árinu settu keppinautar Google, Yahoo, á markað leitartækni undir nafninu Project Panama. Það fylgist með heimsóknum á síðu þeirra, tekur upplýsingar um áhugamál og fleira og hengir við hvern notanda.

Þeir sem vinna að persónuvernd hafa áhyggjur af því að tilhneiging til þróaðra leitarkerfis á netinu og flokkun upplýsinga í stóra gagnagrunni ógni persónufrelsi.

Þær áhyggjur fengu byr undir báða vængi með yfirtökuboði Google í DoubleClick fyrirtækið, sem sérhæfir sig í að byggja grunn um notendur sína með svokölluðum kökum sem fylgjast með hvaða síður þeir heimsækja.

Brrr .... mér líst ekki á svona. Þarna er gengið of nærri persónufrelsi manns !!!


Er það glæpur að vera furðulegur?

Ég skil ekki alveg hvað þess furðufugli gengur til, en allur er varinn góður ef t.d. hann væri kynferðisafbrotamaður. Angry En kannski fær hann svona rosalegt "kikk" útúr því að láta konur sparka í hreðjarnar á sér. Undecided 

Note bene í flestum tilfellum eru konur í skóm sem er með oddhvassar tær ! Pinch

Heimurinn væri svo sannarlega leiðinlegur ef svona menn væru ekki til ! W00t 


mbl.is Biður konur um að sparka í nárann á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skora á þennan !

Þótt grindhoraður sé er ótrúlegt magnið sem ég get innbyrgt af mat. Ég gæti vel unnið þessa keppni, því ég er með holan legg þar sem ég geymi matinn ! Ég væri alveg til í að taka þátt í svona og koma öllum að óvörum !
mbl.is Át 36 pylsur á 12 mínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Goður vetur framundan í sumar

Ég er feginn að sjá þetta fólk slapp úr þessum hremmingum, en mér finnst skrítið að lesa um svona lagað að sumri til .... en það er bara ég !
mbl.is Sjö manns lentu í snjóflóðinu í Hlíðarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega hátíð !!

KrossÉg vil óska öllum gleðilegan Hvítasunnudag ! Í dag var dýrðardagur og veður við hæfi, Drottinn er upprisinn í holdi og gröfin er tóm ! Halo

Sýning á sætum strákum

Það held ég að útskýri þessar gengdarlausu vinsældir þessara sjóræningja mynda. Konur hafa báðar týpur til þess að falla fyrir, annars vegar hin vondi "bad boy" Jack Sparrow, sem Johnny Depp leikur, og hins vegar "good boy" Will Turner sem Orlando Bloom leikur.

Hvað geta konur beðið um meira?

Ég held að flestir karlmenn taki undir þetta með mér, að þetta sé aðeins sýning á sætum strákum !  Wink Karlþjóðinni er svo rétt smá plástur í formi Kieru Knightly, en hún fellur alveg í skuggann á þessum tveim "hönkum"! hehehe ...


mbl.is Sjóræningjarnir stálu senunni í Norður-Ameríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband