Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Bænin virkar !!!

skjaldarmerkiÞað er skylda hvers kristins manns að biðja fyrir forseta vorum og ríkisstjórn, og á ekki að láta stjórnmálaskoðannir sínar þvælast fyrir. Mér létti mjög þegar ég las að forseti vor herra Ólafur Ragnar Grímsson er við góða heilsu. Halo

Guð blessi forsetann og jú líka ríkisstjórnina ! Wink


mbl.is Forseti Íslands útskrifaður af sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er það ákveðið, ég er argasti komúnisti samkvæmt X-hvað !

Hann Þarfagreinir bloggvinur minn benti mér á þessa skemmtilegu könnun. Þar kom í ljós að ég er argasti kommi! Sem er kaldhæðnislegt því hann sagði að ég væri miklu meiri "sjalli" en hann sjálfur, sem er bara fyndið.

Ég fékk þessar skemmtilegu niðurstöður Sideways:

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 25%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 75%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 56%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50%

graentflurlogo75% stuðningur við vinstri græna, geri aðrir betur! En þetta á ekki eftir að koma mörgum á óvart svo sem, en kom mér sjálfum í doldið opna skjöldu. Whistling 

Ég verð víst að viðurkenna að ég kommúnisti og ekki viðbjargandi samkvæmt þessari stuttu og skrítnu könnun.  W00t

Þessa furðulegu könnun má finna hér!


Verndum þessa fugla betur!

Þjóðarstolt okkar íslendinga er á barmi útrýmingar! Vei þeim manni sem skaut þennan örn sem getið er um hér í fréttinni:

Stofnunin segir að meira hefur borið á vísvitandi truflun á varpslóðum arna en endranær og fannst m.a. skotinn örn við Breiðafjörð nú í apríl.

ÖrnÞað gat alveg eins hafa farið og með síðasta Geirfuglinn þegar hann skaut hann! Við vitum aldrei hve margir eru eftir og eigum ekki að taka svona heimskulegar áhættur!! Örnin er með fallegustu fuglum heims og hvaða íslending finnst rétt að útrýma þeim??


mbl.is Illa lítur út með arnarvarp nú í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið var !!!

Ég veit ekki hvað mörg ár þetta hefur verið í fæðingu, en LOKSINS kom að því.

Það er þá loksins hægt að sameina þær einingar sem dreifðar eru um allann bæinn og setja á stofn alvöru samkepnishæfann Háskóla, sem er einmitt það sem hefur skort hér á klakanum um árabil.

 Mikið fagna ég þessu, það mætti vera korter fyrir kosningar ALLT árið!! Þá loksins klárast hlutirnir!


mbl.is Listaháskólinn fær lóð í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott framtak !

Þegar menn sjá ekki sólina fyrir stóriðju, þá eru svona fréttir alltaf skemmtilegar. Ég tek ofan fyrir Suðureyringum og Akureyringum fyrir svona framtak. Glæsilkegt, svona á byggja upp nýjar atvinnugreinar á Íslandi!

mbl.is Tugir stangveiðibáta smíðaðir á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt orð: Smokkar !!

Það er ekki nóg að þessi furðulega "aðvörun" stjórnvalda þessa lands kemur ca. 1000 árum of seint, þá finndist mér að þessi sömu stjórnvöld ættu að leggja sitt að mörkum að sporna við þessari þróun, t.d. í formi forvarna og niðurgreiðslu á getnaðarvörnum.

mbl.is Varað við fólksfjölgun í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar á þá að koma þeim fyrir?

Nei ég bara spyr, því koma þessar gagnrýnisraddir ekki með tillögu um aðra staðsetningu? Ég skil svo sem sjónarmið þeirra á Njálsgötunni, en einhversstaðar verða heimilislausir að fá athvarf.
mbl.is Mótmæla staðsetningu á heimili fyrir heimilislausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næst besta mynd sumarsins

Jiiii hvað mig hlakkar til að sjá þessa mynd, ég gerði heiðarlega tilraun um helgina og allt var uppselt ... *andvarp* ... svo vildi enginn koma með mér á hana !! *snökt* Það er ekkert jafn sorglegt og að fara einn í bíó !  Crying

En besta mynd sumarsins verður auðvitað Transformers, ég er forfallinn aðdáandi þeirra og hef verið frá blautu barnsbeini!!! Grin
mbl.is Köngulóarmaðurinn setti nýtt aðsóknarmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Musteri mannslíkamans

72251247Líkaminn er musteri mannsins, en þessum ljósmyndara hefur tekist að búa til Musteri úr mannslíkömum. Flott hjá Spencer Tunick ljósmyndara, það er frábært þegar menn kasta af sér stoltið og spjörurnar í þágu listarinnar.

Sem myndlistarmanni finnst mér þetta frábært framtak ! Cool 


mbl.is 20 þúsund naktar manneskjur í Mexíkóborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur árangur vinstri manna

Mér finnst þetta frábær vísbending um hvað koma skal, nema hvað að sjálfstæðisflokkurinn er ALLT of hár ennþá. Gott hjá ykkur í suðvesturkjördæmi !  Wizard


mbl.is VG eykur við fylgi sitt í Suðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 589049

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband