Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

List eða skemmdarverk?

swap-grafittiNú verð ég að viðurkenna uppá mig sökina. Ég var einn af þessum sem kom í blöðunum á sínum tíma vegna veggjakrota, þetta voru bernskubrek á mínum ungdómsárum. Blush Ég reyndar verð að segja að með tímanum hefur þetta meira snúist uppí að hafa nógu flott "signature" frekar en list. Þegar ég var að hreinsa "verkin" mín af veggjum Breiðholtsins að skipun löggunar, hafði ég þó þann metnað að hafa þetta listrænna en er í dag. Nú eru bara óskiljanlegar slaufur og rugl sem enginn skilur nema höfundur. GetLost Veggja krot getur verið mjög fallegt ef rétt er að staðið!

En ég veit að flestir eru ósammála mér í þessu, en ég er bara aula listamaður sem gerði mína uppreisn á sínum tíma. Whistling

Eitt sem ég vil taka fram, ég er ekki að leggja blessun mína á skemmdarverk, ég er aðeins að lýsa þessu í gegnum augu listamanns, og vil engum að fá svona á húsið hjá sér. Ég því miður enga töfralausn á þessu vandamáli, önnur en að leyfa þetta á afmörkuðum stöðum, sem leysir ekki vandann en minnkar hann kannski. Auðvitað er þetta skemmdarverk þegar ráðist er á falleg hús og bíla, en það sem ég er að gagnrýna er skortur á listrænum tilburði og finnst flest ljótt sem krotað er á veggi borgarinnar.

mbl.is Staðnir að verki við veggjakrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmenn alla flokka, EKKI sameinast, farið til vinstri!

Sú staðreynd að sjálfgræðisflokkurinn hefur alltaf mælst með of mikið fylgi og framsókn með of lítið fylgi, blasir við!! Hættan er sú að framsókn hafi betur ef gefið er undan að hálfu vinstri manna, það á ALDREI að vanmeta kosningavél framsóknar!! Ég skora á alla vinstrimenn að taka hendur uppúr vösum og vekja athygli á stefnum sínum! Svona bara má ekki 3 dögum fyrir kosningar!! Pinch

Ég verð sjálfur að viðurkenna að ég hef verið á báðum áttum með hvað kjósa skal í vor, valið er á milli Samfylkingar, Vinstri-grænna, Íslandshreyfingarinnar og frjálslyndra. Ég hef sjáfur bara ekki gert upp hug minn ... geti þið bent mér á einhverja hluti sem geta mögulega hjálpað mér að komast að niðurstöðu? Ég lýsa hér með eftir hjálp í þessu ... Blush
Og tek fram að framsókn og sjálfgræðisflokkur koma ekki til greina!! Sick
mbl.is Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá mínum mönnum í Brimborg!

Þetta finnst mér verðugt verkefni, og gott er að sjá manninn sem seldi mér Mözduna mína að beita sér í umhverfismálum. Það er allt of fátítt að atvinnulífið skipti sér af því. Ég vona að þessi draumur verði að veruleika og að olíufélögin hafi samráð um samþykkja þessa tillögu þeirra Brimborgarmanna ! Smile
mbl.is Þúsundir etanólbíla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú fóru þeir alveg með það!

Sem gamall aðdáandi He-Mans þá er þetta viss vonbrigði, Pitt á ekkert erindi sem He-Man frekar en ég! Hann er alltof mikið pretty face í svo gróft hlutverk! Pinch
mbl.is Brad Pitt sem He-Man?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

And the point is ??

Ég held að það sé kominn einhver gúrkutíð hjá fréttamönnum. Sem er furðulegt svona rétt í aðdraganda kosninga ... kannski er þetta óskhyggja þar sem fréttamenn eru í bullandi yfirvinnu þessa daganna !  Grin
mbl.is Enginn eldur í Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfileg tíðindi !

Hvernig tekst framsóknarmönnum alltaf að bjarga sér úr hyldýpinu??? Það má segja að framsóknarmenn séu eins og kvef sem kemur alltaf aftur ... og aftur  ... og aftur ... en sjálfsagt hefur þetta úrtak hitt á eina framsóknarbæinn sem eftir er á landinu. Devil

Eina góða í þessu er að Samfylkingin bætir við sig á kostnað Sjálfgræðismanna! Wizard


mbl.is Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ewwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww !

Eins gott að konan mín lenti ekki í þessu með börnin okkar. hehehehe ...

Hún er genghaldinn krónískri fóbíu á alla áttfætlinga!! HAHAHAAHA ... en að lenda í svona er náttúrulega bara ógeðslegt!!


mbl.is Köngulær komu sér fyrir í eyra drengs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært !! Nú er bara að finna Heródes sem var um Kristsburð !

Samkvæmt hefðinni var er sagt að þessi konungur hafi uppfyllt spádóm Jósúa um að sá myndi reisa múra Jeríkó mynda missa son sinn. Sem og Heródes gerði, þessar upplýsingar eru að finna í Thalmud gyðinga, sem munnleg hefð sem hefur varðveist í gegnum tíðina. Mér finnst þetta frábær tíðindi ! Wizard
mbl.is Gröf Heródesar fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harakíri Framsóknar - Guð blessi Álgerði !!

Miðað við þessar yfirlýsingar er Framgræðisstjórnin fallinn, og það 5 dögum fyrir kosningar !!!
W00t Grin Tounge

Ég er orðlaus af hrifningu og Guð blessi Álgerði fyrir þetta Harakíri 5 dögum fyrir kosningar !!! Wizard


mbl.is Valgerður: Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 589042

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband