Færsluflokkur: Matur og drykkur

Erkiklaufinn Ramsey

Voðalega á ég erfitt með að trúa þessari frétt, því samkvæmt öllu hefði hann átt að fara inná spítala að láta tékka á sér eftir svona miklar hrakfarir! Eins og ég hef gaman að þessum ágæta kokki, finnst mér hann svolítið ofmetinn. Ég hef prófað nokkrar uppskriftir eftir hann og verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum. Frown

Nú situr hann ævilangt með ör eftir Lunda á nefi sínu og fróðlegt verður að sjá andlitið hans eftir þær hremmingar! Mér þykir sæta furðu af hverju var ekki farið með hann á spítala í stað hótelherbergis eins og segir í fréttinni. Jú .... margt er skrýtið í kýrhausnum! LoL


mbl.is Óblíð náttúra og lundar hrelldu Ramsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rabbabaraís

P6010145Bryndís kona mín bakaði snilldar eplapæ um helgina, sem hún segir frá bloggi sínu. Ég tók mig til og gerði soldið sérkennilegan ís með herlegheitunum. Eins furðulega og það hljómar þá gerði ég rabbabaraís, og birti ég þessa uppskrift til þess að fullkomna uppskrift eiginkonu minnar.

Rabbabaraís

Hráefni:
3 eggjarauður
80 grömm sykur
1 peli rjómi
1 líter af Nýmjólk
1 stk. Vanillubaun
Rabbabari nokkur stk.


Aðferð:

Hrærið eggjarauður og sykur saman þar til það er orðið létt og fölt. Kljúfið vanillubaun og látið fræin útí. Blandið svo rólega saman mjólk og rjóma á meðan hrært er. Skerið rabbabarann smátt niður og setjið útí. Setjið svo allt í ísvél eða frysti, ef ísvél er notuð er ísinn tilbúinn eftir 30 mín eða svo. Ef þetta er sett í frysti verður að hræra í þessu með gafli á minnst klukkutíma fresti í ca. 4 tíma. Þá myndast ekki kristallar og verður ísinn silkimjúkur.

Verði ykkur að góðu.  Smile


James May vs Gordon Ramsey

Þetta er alveg ótrúlegt að horfa á, en það er auðséð hver er hetjan í endanum!

 
Lengi lifi íslenskur hákarl !!  Tounge

Varist eftirlíkingar

edalvorur_ginsengÉg er farinn að taka inn eitthvað sem ég hef ekki gert áður sem heitir: "Rautt eðal ginseng". Og um leið og ég byrja þá byrja óprúttnir náungar að selja svikavöru. Ég get vottað um það að ginseng virkar, og virkar það vel! Því vil ég vara við svikahröppum eins og kemur berlega fram á síðu neytindasamtakanna!

Ég birti hér mynd af hinu rétta ginsengi, og mæli ekki með ginsenglíki sem menn eru að selja í mjög svipuðum umbúðum! Angry

Ég er ekki vanur að mæla með svona löguðu, eða tala um vörur per se. En þessi virkar, og er algjör snilld að mínu mati! Cool

P.s. ég er ekki á prósentum, mér finnst þetta bara góð vara ! W00t


Öðruvísi Græmetissúpa (og ég án klæða)

Ég Hráefni:

1 poki af grænum frosnum baunum
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
1 lítri kjúklingasoð (eða einn súputeningur)
1 tomatur
Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Sjóðið lauk, hvítlauk og tómat í kjúklingasoðinu þar til allt er orðið meyrt. Bætið svo frosnum baunum útí, þegar þær eru soðnar verður að hakka allt svo að úr verði súpa. Þá annað hvort í blandara eða með töfrasprota. Berið svo fram.

Myndin er ádeila mín á "kokkur án klæða" vitleysuna. Þar sem ég er ekki spéhræddur teiknaði ég sjálfan mig að elda á Adamsklæðunum einum saman. Ég tek fram að þetta er bara sett fram í gríni og engu öðru!  ;)

Frönsk eggjakaka (Ommeletta)

Þessi uppskrift er fyrir tvo.eggjakaka

Hráefni:

2 egg,
1/4 teskeið Maldon salt (smekks atriði)
1/2 teskeið sýrður rjómi (sama hvaða tegund)
Mikið af nýmöluðum pipar. (smekks atriði)
Parmesan ostur er svo rifinn yfir.

Aðferð:
Galdurinn við þessa, er að handþeyta eggin svo að þau verða froðukennd og betra er að þeyta eins lengi og hægt er (Ágætis eldhúsleikfimi). Eftir þessa miklu þeytingu er þetta sett á pönnu með mjög vægum hita, lokið er sett yfir og þessu er leyft að malla þangað til þú getur lyft brúnunum upp án erfiðis.

Gott er að steikja sveppi eða lauk og setja á þessa, hún er virðist afar einföld - en stundum er einfaldleikinn sterkastur! Taktið eftir að það er enginn mjólk í þessari, og þess vegna er þess virði að prófa hana.


Skemmtilegir kokkabloggarar

Ég að kokka ...  :)Eins og margir sem þekkja mig vita er ég haldinn ólæknandi áhuga og ástríðu fyrir matargerð. Eins og von er að vísa hef rekist á nokkra góða einstaklinga sem halda úti uppskriftasíðum á bloggunum sínum.

Gamli skólabróðir minn Ragnar Freyr tekur þetta reyndar skrefinu lengra og bloggar einungis um mat, en ég þekki hann og veit að hann er bara að heilla kvenþjóðina með því! Wink hehe .. sorrý Ragnar, en einhver varð að segja sannleikann og veit ég að þú tekur því ekki illa, enda hefur þú alltaf verið sjarmur.  Tounge
Smella hér fyrir Ragga Frey

En aðrir áhugaverðir kokkar myndu t.d. vera Mattías Ásgeirsson formaður vantrúar, sem kallar ekki allt ömmu sína í eldhúsinu. Við Matti erum ekki sammála um margt, en ég verð að segja að hann er með þeim betri sem ég hef séð varðandi matargerð, og sannar bloggið hans þá staðreynd. En þetta sannar að þótt menn séu ósammála um einn málaflokk, þá þurfa þeir ekki endilega að vera svarnir óvinir. Við erum engir 'busom buddys' en þegar menn eiga hrós skilið, þá finnst mér að eigi að veita þeim það.
Smella hér fyrir Mattann.

Edda Ósk vinkona er líka mikil matarlistakona, hún er nánast með gagnagrunn sem er afar vel flokkaður á vefsíðu sinni. Ég mæli eindregið með flottum vef hennar!
Smella hér fyrir Edduna.

Ekki hef ég rekist á fleiri sem blogga um mat nema hann Ragga 'Sjarm' á moggablogginu. Whistling

Eru einhverjir fleiri? Getið þið hjálpað mér að finna þá? Ég er alltaf að leita eftir góðum uppskriftum!

P.s. í ljósi umræðurnar hér á undan, engar kattaruppskriftir takk!!  Sick


Ósmekklegasta sem ég hef augum litið

Steik??  :-SÞetta er það ógeðslegasta, viðurstyggilegasta og óhuggulegasta frétt sem ég lengi séð! Sick Ég átti ketti í 16 ár og þess vegna læt ég svona! Linda var reyndar búinn að fjalla um þessa grimmd, en ég gat ekki haldið aftur af mér, 'góð vísa er aldrei of oft kveðinn' eins og sagt er.

Enn sláanlegur munnur finnst mér samt á fréttamennskunni á mbl og vísi. Greinin sem hin yndislega Linda Heart vísar í er tilgreint að umræddur bæklingur fáist í Bónus verzlunum. En ekki er minnst á slíkt hjá moggamönnum, ég verð að segja að það er vandaðri málflutningur af hálfu Moggans í þessu tilfelli. Afhverju á Bónus að gjalda fyrir svona verk, nema jú þeir gáfu leyfi fyrir þessum ritum í verslunum sínum. En það á ekki að hengja bakara fyrir smið, eins og múgæsingsmennirnir hjá vísi vilja meina!

Ég veit ekki hvað gengur að þessum mönnum, ef þetta á að vera grín þá finnst mér það afar ósmekklegt. Og ef einhver segir við mig: "er einhver munur á þessu og öðru kjöti, eins og hrossakjöti o.s.f.v." Þá segi ég að það ER STÓR munur!!! Angry

Í fyrsta lagi hefur það aldrei tíðkast að borða ketti á Íslandi, í öðru lagi er það gegn okkar siðferðisvitund sem er kannski allt önnur en hjá þeim þjóðum sem borða svona lagað.

Þess vegna segi ég þvert NEI!! Auk þess gef ég skít í þá sem vísa í einhver lög sem ekkert segja, þetta er vibbi og ekkert annað!


mbl.is Hvernig matreiðir þú kött?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki viss um að ég hefði bifað ...

chilli_pepperÉg er forfallinn "chili" fíkill. Konu minni finnst nóg um þessa fíkn mína, sérstaklega þegar ég sé um eldamennskuna. En ég er ekki viss um að ég hefði hlýtt því að rýma þessa götu, ég hefði sjálfsagt setið sem fastastur og beðið eftir góðgætinu

mbl.is Eiturefnaárásin reyndist chili-pottur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súkkulaðiköku uppskrift

Helga Guðrún Eíríksdóttir bað mig um súkkulaðiköku uppskrift, þessi er alls ekki þurr og mjög djúsí. Hana má nota fyrir skúffukökur sem og venjulegar súkkulaðikökur. Eftir leit hjá henni Bryndísi minni og ráðleggingar, þá er besta uppskriftin að hennar mati úr kökubók Hagkaups sem Jói Fel skrifaði fyrir nokkrum árum. 

En hér kemur uppskriftin:

best-chocolate-cakeHráefni:

150 g sykur
150 g púðursykur
125 g smjörlíki
2 stk. egg
260 g hveiti
1 tsk. matarsóti
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk salt
40 g kakó
2 dl mjólk

Krem:

500 g flórsykur
60 g kakó
1 stk. egg
80 g smjör
1 tsk. vanilludropar
2-4 matskeiðar kaffi (ef menn vilja)

Aðferð:

Vinnið vel saman sykur og smjör og setjið egg saman við eitt í einu. Blandið saman þurrefnum og setjið saman við ásamt mjólkinni, bakið í tveimur formum við 180°C í 19 - 22 mín. Kælið botnanna og gerið kremið. Krem; Bræðið smjörið og blandið öllu saman í hræriskálina, vinnið rólega saman þar til allt er slétt og fínt, smyrjið yfir og á milli. Gott er að bera fram með þeyttum rjóma. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband