Skemmtilegir kokkabloggarar

Ég að kokka ...  :)Eins og margir sem þekkja mig vita er ég haldinn ólæknandi áhuga og ástríðu fyrir matargerð. Eins og von er að vísa hef rekist á nokkra góða einstaklinga sem halda úti uppskriftasíðum á bloggunum sínum.

Gamli skólabróðir minn Ragnar Freyr tekur þetta reyndar skrefinu lengra og bloggar einungis um mat, en ég þekki hann og veit að hann er bara að heilla kvenþjóðina með því! Wink hehe .. sorrý Ragnar, en einhver varð að segja sannleikann og veit ég að þú tekur því ekki illa, enda hefur þú alltaf verið sjarmur.  Tounge
Smella hér fyrir Ragga Frey

En aðrir áhugaverðir kokkar myndu t.d. vera Mattías Ásgeirsson formaður vantrúar, sem kallar ekki allt ömmu sína í eldhúsinu. Við Matti erum ekki sammála um margt, en ég verð að segja að hann er með þeim betri sem ég hef séð varðandi matargerð, og sannar bloggið hans þá staðreynd. En þetta sannar að þótt menn séu ósammála um einn málaflokk, þá þurfa þeir ekki endilega að vera svarnir óvinir. Við erum engir 'busom buddys' en þegar menn eiga hrós skilið, þá finnst mér að eigi að veita þeim það.
Smella hér fyrir Mattann.

Edda Ósk vinkona er líka mikil matarlistakona, hún er nánast með gagnagrunn sem er afar vel flokkaður á vefsíðu sinni. Ég mæli eindregið með flottum vef hennar!
Smella hér fyrir Edduna.

Ekki hef ég rekist á fleiri sem blogga um mat nema hann Ragga 'Sjarm' á moggablogginu. Whistling

Eru einhverjir fleiri? Getið þið hjálpað mér að finna þá? Ég er alltaf að leita eftir góðum uppskriftum!

P.s. í ljósi umræðurnar hér á undan, engar kattaruppskriftir takk!!  Sick


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég nota síðuna Maður lifandi.is þó nokkuð mikið og eru frábærar uppskriftir þar.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 16:18

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég get allavega mælt mér þér sem kokki

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.10.2007 kl. 16:23

3 Smámynd: Flower

Ég er enginn kokkur en er ágætis bakari þó að ég segi sjálf frá Allavega heppnast allt sem ég reyni að baka þó að það hafi verið misgóðar uppskriftir eins og gengur og gerist. Var að spreita mig á marmaraköku og hún tókst

Ef þú stendur undir nafni og ert listakokkur eins og konan þín hefur sagt er mikil tilhlökkun að fara til ykkar í mat :)

Flower, 5.10.2007 kl. 16:23

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Mig langar samt rosalega í mat til Matta en á ekki von á því að honum langi til að bjóða mér

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.10.2007 kl. 16:24

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Birna, 'maður lifandi' ?? Er ekki bara hollustufæði þar? Ekki mín deild held ég ... en takk samt. 

Flower, ég er vægast sagt ömurlegur bakari, hef það ekki í mer - hef meira að segja klúðrað Betty Crocker, sem á ekki að vera hægt að gera!

Guðrún, ég þakka hrósið - og tek undir með þér með að fara í mat til Matta, ég held að hann sé frábær kokkur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2007 kl. 16:30

6 Smámynd: www.zordis.com

Fátt betra en góður matur og félagsskapur.  Hún Arna ýfir oft upp í konu matarlöngunina á tilraunum sínum ....

kassakveðjur (er að flytja)

www.zordis.com, 7.10.2007 kl. 08:40

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þegar ég geri mat, borðar engin...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.10.2007 kl. 18:26

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég hef líka brennandi áhuga á matargerð, með því skemmtilegasta sem ég geri.

Æðislegt Arna, enda vandar Þórdís þér hlýlega kveðjurnar. Ég er viss um að þú sért æðislegur kokkur!


Takk fyrir innlitið Þórdís og gangi þér vel að flytja!

Gunnar, afhverju borðar enginn??

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.10.2007 kl. 11:26

9 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Gunni Palli er einhver mesti snilldarkokkur sem til er!! hann býr í Danmörku en er með http://gunnipallikokkur.blog.is/blog/gunnipallikokkur/ endilega kíkið á þetta....

Guðni Már Henningsson, 8.10.2007 kl. 12:29

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Velkominn heim Pétur minn, mikið er ég feginn að vita að þú ert heill á húfi!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.10.2007 kl. 11:14

11 Smámynd: halkatla

ditto Gunnar Helgi

halkatla, 9.10.2007 kl. 14:51

12 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

http://cafesigrun.com er með verulega skemmmtilegar uppskriftir og ekki skemmir að þær eru flestar hollar OG BRAGÐGÓÐAR hehe... 

Svala Erlendsdóttir, 9.10.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband