Færsluflokkur: Ljóð
Fimmtudagur, 2. september 2010
Hvernig varð þá fyrsta atómið til?
Í fréttinni stendur:
Hawking segir að upphaf heimsins við Stórahvell hafi aðeins verið afleiðingar þyngdarlögmálsins. Vegna þess að þyngdarlögmálið er til staðar þá gat og mun heimurinn skapa sjálfan sig úr engu. Sjálfsprottin sköpun er ástæða þess að það er eitthvað fremur en ekkert, ástæða þess að heimurinn er til, að við erum til," segir Hawking í bókinni The Grand Deisgn" sem birtist sem framhaldssaga í The Times.
Það segir sig sjálft að til þess þyngdarlögmálið virki þá þarf massa, og til þess að mynda massa þá þarf atóm sem setja hann saman. En spurning mín til manna sem aðhyllast þessa kenningu, hvernig varð þá fyrsta atómið til sem orsakaði miklahvell?
Ég tek fram að ég trúi að miklihvellur hefi einmitt átt sér stað, en með hönnuð á bak við það. Ég get ekki trúað að "heimurinn skapi sjálfan sig úr engu" eins og herra Hawkins, ég bara get það ekki. Hver er ykkar skoðun?
Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (69)
Sunnudagur, 12. apríl 2009
Gleðilega páska, kæru landsmenn!
Nú er páskahátíðin genginn í garð, sem er með þeim helgustu hátíðum kristinna manna. Ég vil því óska ykkur öllum gleðilegra hátíðar og vona að boðskapur þessa dags gleymist ekki í súkkulaði áti.
Ritað mörg hundruð árum en Jesús var krossfestur, þetta er tekið úr spádómsritinu Sálmunum:
2 Guð minn, Guð minn! Hví hefur þú yfirgefið mig?
Ég hrópa en hjálp mín er fjarlæg.
3 Guð minn! hrópa ég um daga en þú svarar ekki,
og um nætur en ég finn enga fró.
4 Samt ert þú Hinn heilagi
sem ríkir yfir lofsöngvum Ísraels.
5 Þér treystu feður vorir,
þeir treystu þér og þú hjálpaðir þeim,
6 hrópuðu til þín og þeim var bjargað,
treystu þér og vonin brást þeim ekki.
7 En ég er maðkur og ekki maður,
smánaður af mönnum, fyrirlitinn af öllum.
8 Allir, sem sjá mig, gera gys að mér,
geifla sig og hrista höfuðið.
9 Hann fól málefni sitt Drottni,
hann hjálpi honum,
og frelsi hann, hafi hann þóknun á honum.
10 Þú leiddir mig fram af móðurlífi,
lést mig liggja öruggan við brjóst móður minnar.
11 Til þín var mér varpað úr móðurskauti,
frá móðurlífi ert þú Guð minn.
12 Ver eigi fjarri mér
því að neyðin er nærri
og enginn hjálpar.
13 Sterk naut umkringja mig,
Basans uxar slá hring um mig,
Basan nefndist hérað austan Jórdanar.
Nautpeningurinn þar þótti sérstaklega stórvaxinn.
Basans uxar merkja illvirkja.
14 glenna upp ginið í móti mér,
sem bráðsólgið, öskrandi ljón.
15 Ég er eins og vatn sem hellt er út,
öll bein mín gliðnuð í sundur,
hjarta mitt er sem vax,
bráðnað í brjósti mér.
16 Kverkar mínar eru þurrar sem brenndur leir,
tungan loðir við góminn,
þú leggur mig í duft dauðans.
17 Hundar umkringja mig,
hópur illvirkja slær hring um mig,
þeir hafa gegnumstungið hendur mínar og fætur.
18 Ég get talið öll mín bein,
þeir horfa á og hafa mig að augnagamni.
19 Þeir skipta með sér klæðum mínum,
kasta hlut um kyrtil minn.
20 En þú, Drottinn, ver ekki fjarri,
styrkur minn, skunda mér til hjálpar.
21 Frelsa mig undan sverðinu
og líf mitt frá hundunum.
22 Bjarga mér úr gini ljónsins
og frá hornum villinautanna.
Þú hefur bænheyrt mig.
23 Ég vil vitna um nafn þitt
fyrir bræðrum mínum,
í söfnuðinum vil ég lofa þig.
24 Þér, sem óttist Drottin, lofið hann,
tignið hann, allir niðjar Jakobs, óttist hann, allir niðjar Ísraels.
25 Því að hvorki fyrirleit hann hinn hrjáða
né virti að vettugi neyð hans.
Hann huldi ekki auglit sitt fyrir honum
heldur heyrði hróp hans á hjálp.
Þessi nákvæma lýsing á krossdauða Jesú, er til marks um hve nákvæm biblían er í sínum spádómum. Þetta er eins og ég gat hér um ofar, skrifað mörg hundruð árum fyrir Krist. Ég undirstrikaði þá þætti sem eru mest áberandi og rættust seinna meir í krossfestingu Jesú.
Minnumst þessa dags í auðmýkt og þakklæti fyrir gjörðir eins manns fyrir tvö þúsund árum.
Guð blessi ykkur öll á þessum helga degi, og þakka ég lesturinn.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Föstudagur, 10. apríl 2009
Við krossins helga tré
Á þessum helga degi, sem við minnumst þjáninga og fórnardauða Jesúm Krists, þar sem hann gaf líf sitt fyrir syndir okkar, með því að fórna sér og leggja allt í sölurnar fyrir okkur, er við hæfi að íhuga hvað hann gerði fyrir mankynið allt.
Þetta yndisfagra ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er til vitnis um það hvað gerðist á deginum langa, og birti ég það ekki bara vegna ljóðsins sjálfs, heldur vegna boðskaparins og áminningarinnar um atburði þessa merka dags.
Ég kveiki á kertum mínum
Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.
Í öllum sálmum sínum
hinn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi.
Ég vakti oft og bað.
Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað.
Í gegnum móðu' og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.
Þín braut er þyrnum þakin,
hver þyrnir falskur koss.
Ég sé þig negldan nakinn
sem níðing upp á kross.
Ég sé þig hæddan hanga
á Hausaskeljastað.-
Þann lausnardaginn langa
var líf þitt fullkomnað.
Að kofa og konungshöllum
þú kemur einn á ferð.
Þú grætur yfir öllum
og allra syndir berð.
Þú veist er veikir kalla
á vin að leiða sig.
Þú sérð og elskar alla,
þó allir svíki þig.
Ég fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og verndar hverja rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.
Texti: Davíð Stefánsson
Lag: Guðrún Böðvarsdóttir
Gleðilega páska kæru landsmenn, og megi Guð blessa ykkur og geyma.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Svona gera menn ekki!
"Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin" orti Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson. Og eiga hans orð vel við þessa undarlegu frétt, því við erum einmitt gestir á þessari jörð, og hvað vitum við hvað tekur við eftir að líf okkar slokknar. Ég er nokkuð viss í minni sök, en ég er ekki viss um ykkur. ;)
Ritað er:
Fyrsta bók Móse 2:7
Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál.
Þannig var maðurinn skapaður í upphafi, eða andi líkami og sál.
Síðan talar Faðirinn af hinum og segir um son sinn Jesú:
Matteusarguðspjall 12:18
Sjá þjón minn, sem ég hef útvalið, minn elskaða, sem sál mín hefur þóknun á. Ég mun láta anda minn koma yfir hann, og hann mun boða þjóðunum rétt.
Sálin, er lífið sjálft sem Guð gaf okkur. Við værum ekki lifandi menn án hennar. Þess vegna er ver og miður ef nútímasamfélagið er orðið svo guðlaust að selja sálu sína til einhvers pizzufyrirtækis! Þessi gjörning sýnir hversu margt hefur breyst á örfáum árum, útbreidd viðhorf eins og ég er að bera fram núna, eru gleymd og grafinn. Guðleysi sem og einlægt áhugaleysi á Guði hefur gert það að verkum að sálin er orðinn ómerkilegur hlutur.
Matteusarguðspjall 12:18
Sjá þjón minn, sem ég hef útvalið, minn elskaða, sem sál mín hefur þóknun á. Ég mun láta anda minn koma yfir hann, og hann mun boða þjóðunum rétt.
Boðskapurinn er greinilega gleymdur og eftir situr að hringja í Dominos og selja sálu sína fyrir eina pizzu! Eins sorglegt og þetta er má einnig spyrja; Er kristni á undanhaldi? Ég held ekki. Samkvæmt könnun frá breska fyrirtækinu "Encyclopædia Britannica" frá árinu 2005 eru allt aðrar niðurstöðurog eru þær er virðast á heimsvísu. Margir hafa nefnilega haldið því fram að Íslam sé stærra, en svo er greinilega ekki.
Þessi mynd sem ég var að ljúka við í Excel sýnir niðurstöður þessarar könnunar:
Fékk 300 þús. fyrir sálina sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Föstudagur, 16. maí 2008
Eins og þegar álftir á ísagrárri spöng ...
Eins sorglegt og það er þegar dýr eru hrakinn burt af einhverjum ástæðum, þá má ég til með að birta þessa gömlu íslensku vísu:
Álfareiðin
Stóð ég útí tunglsljósi,
stóð ég út við skóg.
Stórir komu skarar,
af álfum var þar nóg;
Blésu þeir á sönglúðra
og bar þá að mér skjótt
::bjöllurnar gullu
á heiðskírri nótt::
Hleyptu þeir á fannhvítum
hestum yfir grund,
hornin jóa gullroðnu
blika við lund.
Eins og þegar álftir
af ísagrárri spöng
::fljúga suður heiði
með fjaðraþyt og söng::
Heilsaði hún mér drottningin
og hló af mér um leið,
hló af mér og hleypti
hestinum á skeið.
Var það útaf ástinni
ungu, sem ég ber?
::eða var það feigðin,
sem kallaði að mér?::
Harmleikur á Bakkatjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Í tilefni Valentínusardagsins
Ljóð | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 24. október 2007
Hvað er kona?
Konan er stundum hvundagshetjan sem enginn tekur eftir.
Konan er sú sem veitir huggun við jafnvel dýpstu sárin.
Konan er vanmetinn og getur allt sem karlmenn geta og jafnvel betur.
Konan er eins og leirker sem leirkerasmiðurinn (Guð) vandaði smíðina hvað mest við.
Konan er yndi karlmannsins og kóróna lífs hans.
Konan er með fagrar ávalar útlínur og greina okkur karlmennina frá þeirri listasmíð sem þær eru.
Konan er sköpun Guðs til jafns við karlmanninn, saman eru þau eitt hold.
Karlmenn, virðum skoðannir hennar og eru þær stundum réttari en okkar eigin.
Karlmenn, lærum að hlusta - konan á ekki að vera rödd hrópandi í eyðimörkinni.
Karlmenn, segjum frá hvernig okkur líður - stelpurnar hafa betri skilning á tilfinningum en við.
Karlmenn, ástin er meira en blóm sem þarf að vökva, það þarf líka að reita eigin arfa.
Karlmenn, með umhyggju og virðingu þá mun kona þín elska þig meira.
Karlmenn, komið fram við þær eins og þær væru þið sjálfir.
Bryndís - ég elska þig.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 4. maí 2007
Þetta er ekki glópagull
Um Garðar
Þungur er krossinn sá,
er Garðar fékk að geyma,
ætli honum verði á,
frú Moussaieff að gleyma.
Fagrir steinar skrýða hann,
sá sem engann galla hefur,
inní hjörtu kvenna syngur hann,
og í það allan sig gefur.
---oOo---
Þótt flestir karlmenn myndu sjálfsagt vilja losna við Garðar sem fyrst, verð ég að segja að mér finnst strákurinn landi og þjóð til sóma. Hann á eftir að gera góða hluti í framtíðinni.
Garðar Thor ber dýran kross | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 588456
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson