Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Þriðjudagur, 2. febrúar 2010
Tilgangur lífsins?
Í tilefni þess að Jóhanna vinkona skrifaði stutta grein um tilganginn", þá varð það til þess að hennar orð veittu mér innblástur til þess að fara blogga aftur.
Jóhanna fer mjúku leiðina að þessu og talar um góðverk og þess háttar, allt þetta sefar sálartetrið og gefur hverjum manni þá sálarró og ánægju sem allir þurfa til þess að upplifa sanna ánægju. En hvaða svar er til þá við þessari stóru spurningu? Þ.e.a.s. tilgangi lífsins? Og hvar kemur kristinn trú þarna inn í mitt líf?
Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig
Sagði Jesús á sínum tíma, og held ég að tilgangur lífsins sé að megin hluta vegna þeirra ástar sem við búum yfir. En hver er sú ást? Er hún aðeins til maka, foreldra, barna og nánustu vina? Nei, það er ekki svo einfalt. Við verðum að læra að náungi okkar getur verið hver sem er. Það skiptir ekki máli í hvaða flokki hann er, hvaða íþróttafélag hann styður, eða hvaða trúar hann er. Náungi okkar er sá sem við mætum á götunni. Hann er sá sem við situr við hliðina á þér í strætó, eða jafnvel manneskjan í næsta bíl við þig. Ef einhver er í neyð, skaltu ætíð spyrja þig: hvernig myndi ég vilja að komið væri fram við mig í þessari aðstöðu?" Fleira má sjálfsagt tína til, því mörg eru dæmin, en þið skiljið vonandi hvað ég er að fara. Horfum ekki framhjá neyð náunga okkar, öll erum við af sama stofni.
Til kristinna manna
Ég er enginn engill, og er syndum hlaðinn eins og allir aðrir. Ég hef alveg gerst sekur um allskyns tillitsleysi til náunga míns. En hvernig má lagfæra vandamálið?
Charles F Banning ritaði eitt sinn:
Við erum allt of mörg sem höfum kristilegan orðaforða, fremur en góða kristilega reynslu."
Er það ekki málið? Eigum við sem kristin eru ekki að vera fyrirmynd af trú okkar? Er það ekki á okkar ábyrgð að koma fram af kærleika og ást? Gerum við slíkt bara á sunnudögum? (eða á laugardögum, ef það virkar betur) Nei! Við getum gert betur og hvet ég alla kristna sem ókristna sem þetta lesa að gera betur. Því ekki er þetta flókið, og sér í lagi á erfiðum tímum eins og Ísland hefur fengið yfir sig vegna heimskulegra verka nokkrar siðspilltra mammóns dýrkenda.
Boðskapurinn er einfaldur, og aðferðin einföld. Elskum náunga okkar eins og við sjálf ættum í hlut, það tel ég vera tilgang lífsins og allt annað er bara lífið sjálft. Það er að minnsta kosti mín skoðun.
Góðar stundir.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 18. janúar 2010
Alþjóðleg bænavika
Jæja kæru trúsystkini. Nú er tími til þess að slíðra sverðin og gera það sem Jesús skipaði okkur að gera, og standa saman að samkirkjulegri bænaviku. Um er að ræða ALLA kristna söfnuði landsins sem standa að þessu, og gladdi það mig mjög að sjá forstöðumann Aðvent kirkjunnar vera með ritningarlestur ásamt forstöðumanni mínum á sunnudaginn var. Sem kom skemmtilega á óvart, því ég og Friðrik Schram, prestur kirkju minnar, höfum ekki legið á okkur skoðunum varðandi Aðvent söfnuðinn og margar skoðanir þeirra.
Þetta er svo dagskráin fyrir bænavikuna:
Dagskrá bænavikunnar á höfuðborgarsvæðinu
Sunnudagur 17. janúar kl. 11.00
Útvarpsmessa í Dómkirkjunni með þátttöku allra trúfélaganna. Predikun: Högni Valsson, forstöðumaður í Veginum.Sunnudagur 17. janúar kl. 20.00
Samkoma hjá Kristskirkjunni. Ræðumaður: María Ágústsdóttir, héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.Þriðjudagur 19. janúar kl. 12.00
Hádegisbænastund í Dómkirkjunni.Þriðjudagur 19. janúar kl. 19.00
Blessunarathöfn í sjónum við Nauthólsvík á vegum Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.Þriðjudagur 19. janúar kl. 20.00
Bænastund hjá HjálpræðishernumMiðvikudagur 20. janúar kl.12.00
Bænastund í Friðrikskapellu.Fimmtudagur 21. janúar kl. 18.30
Bænastund í Landakotskirkju.Fimmtudagur 21. janúar kl. 20.00
Samkoma hjá Hjálpræðishernum. Ræðumaður: Þorvaldur Víðisson miðborgarpresturFöstudagur 22.janúar kl. 20.00
Samkoma í Aðventkirkjunni. Ræðumaður: Friðrik Schram, prestur og forstöðumaður Íslensku Kristskirkjunnar.Laugardagur 23. janúar kl. 20.00
Sameiginleg samvera í húsnæði SALT, Háaleitisbraut 58-60, með þátttöku allra trúfélaga. Ræðumaður: Jón Þór Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi.Dagskrá bænavikunnar á Akureyri
Sunnudagur 17. janúar kl. 11.00
Bænavikan kynnt í guðsþjónustum safnaðanna á Akureyri.Mánudagur 18. janúar kl. 20.00
Bænastund í Hvítasunnukirkjunni
Þriðjudagur 19. janúar kl. 20.00
Aftansöngur í Kaþólsku kirkjunni, Péturskirkju,
Miðvikudagur 20. janúar kl.12.00
Bænastund á Hjálpræðishernum,
Fimmtudagur 21. janúar kl. 12.00
Kyrrðar og fyrirbænstund í Akureyrarkirkju,
Fimmtudagur 21. janúar klukkan 20.00
Sameiginleg samkoma með þátttöku trúfélaga á Akureyri í Hvítasunnukirkjunni, ræðumaður Níels Jakob Erlendsson frá Hjálpræðishernum.Laugardagur 23. janúar kl. 12.00
Samkoma í Aðventkirkjunni í Gamla LundiSunnudagur 24. janúar
Bænavikunni lýkur í guðsþjónustum safnaðanna
Ég ætla meira að segja að reyna að mæta til aðventista ásamt forstöðumanni mínum (ef ég kemst) og sýna samhug í verki. Menn þurfa ekki að vera svarnir óvinir þótt ósammála séum í örfáum atriðum. Ekki satt Janus?
Slíðrum sverðin og tökum höndum saman á þessum neyðartímum, jarðskjálftinn Haítí, staða Íslands og fleira þarfnast fyrirbænar! Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér , sagði merkur maður eitt sinn, og reynum að fylgja hans vitru orðum.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 31. desember 2009
♫♫ Gleðilegt ár! ♫♫
Ég vil byrja á því að lýsa yfir ánægju minni með þetta kraftaverk, að móðir og barn skuli lifna við og það á sjálfu aðfangadagskvöldi er auðvitað bara stórkostlegt!
En gleðilegt ár allir! Og þakka ég öllum gamalt og gott!
Kraftaverk á jólum: móðir og barn lifnuðu við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 24. desember 2009
Gleðilega hátíð!
Í dag minnumst við fæðingu frelsarans, og vil ég óska öllum því góða fólki sem ég hef kynnst hér um netheima gleðilegra jóla.
Mikið er ég feginn að ég forsjáll og var búinn að sjá um jólagjafainnkaup fyrir Þorláksmessu og laus við allar biðraðir og tilheyrandi geðveiki. Við hjónin kaupum nefnilega yfirleitt jólagjafir yfir allt árið, sér í lagi þegar góð tilboð eru, þá grípum við gæsina!
Þessi ráðstöfun hefur sparað okkur stórfé, en auðvitað situr eitt og eitt eftir, og slíkt gerum við sem betur sjaldnast á seinustu stundu!
Annað var það nú ekki, en jú auðvitað: munum eftir þeim sem minna mega sín yfir hátíðarnar.
Guð blessi ykkur og geymi yfir hátíðarnar!
Jólastemning í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 20. desember 2009
Hvíldardagurinn og helgi hans
Þessi maður heitir Halldór Magnússon er víðfrægur um bloggheima, sér í lagi fyrir einarða afstöðu sína og þrjósku. Nýjasta uppátækið hans, er að ráðast á prest minn, Friðrik Schram í Íslensku Kristskirkjunni, og fer hann föstum skotum á Friðrik þar sem hann lýsir honum sem lögmálsbrjót og hinn mesta syndasel, sem er svo fjarri lagi að hálfa væri hryllingur.
Ég mótmæli því harðlega þessum staðhæfingum, en lítum aðeins yfir nokkrar staðreyndir um helgihald á sunnudögum.
Sunnudagurinn sem er alþjóðlegur hvíldardagur kristinna manna, af því að hann er dagur upprisunar (sem átti sér stað daginn eftir hvíldardaginn). Lítum á nokkur mikilvæg atvik þar sem Jesús birtist upprisinn í holdi á sunnudögum:
- Hann birtist Maríu, á morgni upprisunar - Matt 28:8-10, Mark 16:9 og Jóh 20:11-18.
- Hann birtist tveimur lærisveinum á leið til Emmaus - Lúk 24:13-33 og Mark 16:12-13.
- Hann birtist Símon Pétri - Lúk 24:31-35.
- Hann birtist ellefu lærisveinum að kveldi upprisudagsins. Mark 16:14-18, Lúk 24:36-44 og Jóh 20:19-23.
- Hann birtist ellefu lærisveinum átta dögum seinna" - Jóh 20:26-29.
Hvað segir ofangreindar staðreyndir okkur? Jú, að á Hvítasunnu fæddist kirkjan! Enginn er að segja að hvíldardagurinn sé ekki á laugardegi, en ofangreint segir hins vegar að þessi ríka áhersla á laugardaginn er ekki eins rík og er haldið fram af hópum eins og aðventistum.
Þegar einhver dagur er nefndur í sambandi við upprisu Jesú, þá gerist það ætíð á sunnudegi! Förum aðeins betur yfir það:
- Jesús lét þeim bregða með því að birtast þeim á fyrsta degi vikunnar. - Jóh 20:27-28.
- Efasemda" Tómas lofsamaði hann á sunnudegi. - Jóh 20:27-28.
- Á sunnudagskvöldi tók Jesús brauð sem hann blessaði og braut handa lærsveinum sínum. Hann hélt sakramenti (heilaga kvöldmáltíð) að kveldi sunnudags og útfrá því varð það hefð hjá fylgjendum hans og lærisveinum. - Lúk 22:19.
- Hann veitti lærisveinum það vald að fyrirgefa í sínu nafni fyrir þá sem á hann trúa í gegnum fagnaðarerindið. - Jóh 20:23.
Út frá þessum einföldu staðreyndum má segja að sú hefð sem kristnir fylgja er að fordæmi Jesú. Enda erum við ekki gyðingar, og er það skírt tekið fram í nýja testamentinu að við erum taldir heiðingjar" eða gentiles", það orð var oft notað um þá sem ekki gyðingar voru.
Aðventistar og fleiri vilja greinilega ólmir umskera okkur hina og gera okkur að gyðingum. Þeir virðast vilja leggja á okkur þær sömu kvaðir í sumum tilfellum og farísearnir til forna.
Því afar mikilvægt atriði í þessu er að Jesús uppfyllti lögmálið, maður sem vann oft á hvíldardögum og húðskammaði faríseana fyrir að taka þessu svona bókstaflega. Jesús er herra hvíldardagsins, og tel ég mig öngva synd drýgja með því að hafa helgihald mitt uppá sunnudag. Ég er ekki gyðingur né farísei, og reyni eftir fremsta megni að fylgja boðskap Jesú Krists!
Guð blessi sunnudaga og alla daga, hvíldardagurinn var vissulega á laugardegi ... hjá gyðingum! Það er ekki endilega víst að þetta eigi við alla! Gleymum því ekki og hættum að þræta um lögmálsatriði og boðum trúna, við boðum hana ekki með því að leggja á fólk kvaðir eins og banna svínakjöt - og skelfisksát. Þrætum ekki um smáatriði og sýnum fram á elsku Jesú, ekki hvað sumir kristnir hópar, þó sérstaklega aðventistar geta verið smámunasamir.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 03:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (110)
Sunnudagur, 13. desember 2009
Endurkoma trúmannsins ...
Jæja, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar og nokkrar áskoranir þá ætla ég að snúa aftur á moggabloggið. Ég mun hafa þann háttinn á að ég birti sömu greinar á báðum stöðum.
Ég vona að ég verði meira til gagns en ógagns, og vona ég að þið fyrirgefið þetta hringl á mér og verð ég greinilega að losa mig við þetta áfasta framsóknargen.
En öllu gamni sleppt hlakka til að sjá ykkur aftur og ræða málin!
Mánudagur, 9. nóvember 2009
Samskipti guðleysingja og trúaðra
Eru guðleysingjar siðlausir? Horft frá augum trúaðs manns
Ef þú þarft að spyrja þig ofangreindar spurningar þá er svarið NEI! Ég trúi ekki að ég sé að verja þennan hóp, en mér leiðast ósannar dylgjur og það virðingarleysi sem stundum einkennir umræður á milli trúfólks og trúleysingja.
Trúleysingjum almennt skortir ekki siðferði, langt í frá. Það sem hefur farið hvað mest fyrir brjóstið á trúfólki í málflutningi guðleysingja, þó sérstaklega hóp sem kennir sig við Vantrú, er hvernig þeir koma stundum fram við okkur sem er ekki alltaf uppá marga fiska.
Erum við öll saklaus af dónaskap?
Sumir trúaðir eru síður en svo saklausir af dónaskap í garð annarra, og verðum við að hafa í huga að sumir beita stundum ritningunni sem dæmandi vopni gegn þeim. Við megum ekki nota ritninguna til þess að dæma aðra. Ef ég tek gróft ímyndað dæmi, þá er það eitthvað á þessa leið sem ég er að tala um, eða eins og þetta gervisamtal:
Guðleysingi: Þið eruð að boða eitthvað sem er ekki til, það er ekki búið að sanna tilvist Guðs, hvað þá helvíti eða himnaríki
Trúaður svarar með ritningarstað:
Prédikarinn 7:25
Ég sneri mér og einbeitti mér að því að þekkja og rannsaka og leita visku og hygginda og að gera mér ljóst að guðleysi er heimska og heimska vitleysa.
Skiljið þið hvað ég meina? Svona svör geta verið sár og þótt við séum ekki alsátt við guðleysingja og þeirra boðskap, þá megum við ekki beita ritningunni á þennan máta, sumt er stundum betur ósagt látið. Ég minni á að við eigum að vera trúboðar, ekki trúfælur. Ég er ekki að segja að við eigum ekki að nota ritninguna, heldur aðeins að við verðum að passa hvernig hún er notuð.
Við verðum að hafa í huga að svara alltaf með því hugarfari: hvað hefði Jesús sagt" í öllum okkar aðstæðum. Því sumt á við og annað ekki, sérstaklega þegar menn beita ritningunni gegn öðrum með óvirðingu eða aðeins til þess gert að koma dæmandi höggi á viðkomandi og jafnvel særa. Það er ekki kristilegt!
Ég vil minna á þennan ritningarstað til trúaðra og við geymum hann bak við eyrað:
Sálmarnir 39:2
Ég vil hafa gát á breytni minni svo að ég syndgi ekki með orðum mínum.
Ég vil hafa taumhald á tungu minni þegar guðleysingjar eru í nánd við mig.
En eru guðleysingjar saklausir?
Það eru þeir ekki, síður en svo, og sumir hverjir eru orðljótir dónar, en sem betur fer eru þeir ekki margir. Þeir eiga það líka til að kalla okkur trúfólkið hálfgerða vanvita að trúa á eitthvað yfir höfuð, og um leið vanvirða okkar lífsskoðun, sem fer mjög fyrir brjóstið á okkur trúfólkinu. En munum það bara að í öllum okkar samskiptum eigum við að reyna eftir fremsta megni, að hafa gagnkvæma virðingu að leiðarljósi, og við sem trúuð erum eigum að reyna að vera fyrirmyndir í því.
Guð blessi ykkur öll og þó sérstaklega trúleysingjanna! ;)
Trúmál og siðferði | Breytt 10.11.2009 kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (106)
Mánudagur, 5. október 2009
Kveðjublogg
Jæja nú er undirritaður orðinn Eyjubloggari, ég var að fá aðganginn núna í morgun. Ég mun framvegis vera á slóðinni: http://blog.eyjan.is/gudsteinn/
Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína hingað í gegnum tíðina, sérstaklega þá umsjónarmönnum blog.is sem hafa sýnt einsdæma dugnað við koma upp einstaklega vel heppnuðu og fullkomnu bloggkerfi.
Ég mun reyndar ekki alveg hætta hér, ég mun kíkja hingað annars lagið og máski tengja við eina frétt eða svo. En á eyjuna er ég kominn og sé ég ykkur þar!
Verið þið bless og Guð blessi ykkur öll!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (48)
Laugardagur, 3. október 2009
Níðingsverk!
Reiði sem þessi er aldrei góð, og uppsker aðeins illvirki sem þessi atburður er. Skemmdarverk á eigum annarra er álíka tilgangslaus, bíðum frekar eftir dómsstólum að taka á þessum fjárglæframönnum, það tekur tíma en þolinmæði er stundum afskaplega góð dyggð.
Ritað er:
Efesusbréfið 4:26
Ef þið reiðist þá syndgið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði ykkar.
Reiðin er hryssa sem er erfitt að temja, og betra er að sýna þá þolinmæði sem til þarf við tamningu hennar. Því mikill er munurinn á réttlátri reiði og heift, það er einmitt heiftin sem forðast skal.
Og áfram í sama bréfi:
Efesusbréfið 4:31-32
31 Látið hvers konar beiskju, ofsa, reiði, hávaða og lastmæli vera fjarlægt ykkur og alla mannvonsku yfirleitt. 32 Verið góðviljuð hvert við annað, miskunnsöm, fús til að fyrirgefa hvert öðru eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið ykkur.
Við verðum að hugsa um afleiðingar gjörða okkar, og vissulega skil ég að fólk sé reitt, en Rannveig Rist hefur ekkert gert af sér, allavega að ég viti til. Nema það sé verið að refsa þeim sem eiga eitthvert fé á milli handanna, og er það nær nornaveiðum en nokkru öðru. Því ekki eru allir auðmenn óheiðarlegir, og sumt af því fólki hefur eignast það sem það á með heiðarlegum hætti.
Eða eru Greenpeace, Saving Iceland og Hells Angels komiir í eina sæng? Á að refsa þessari konu fyrir umhverfisspjöll sem þegar er búið að fremja? Á að refsa henni fyrir að stjórna fyrirtæki sem skapar nokkur hundruð störf? Ég skil bara ekki hugsunarháttinn hjá þessu liði!
Lifum í friði og látum dómstóla um refsa þeim sem frömdu þau efnahagslegu voðaverk, til þess eru dómstólar!
Fékk sýru í andlitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson