Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Getið þið sagt mér góða ástæðu fyrir aðskilnaði eða að halda óbreyttu fyrirkomulagi?

Guðni Karl Harðarson er með sams konar grein, en ég ákvað að athuga hvort ég fengi öðruvísi eða samskonar viðbrögð og hann, ég vona að þið fyrirgefið mér hugmyndaleysið en ég hef ekki verið duglegasti bloggarinn undanfarna mánuði.

Ég hef alltaf verið frekar hlynntur aðskilnaði, en undanfarið hef ég verið með bakþanka, og hef doldið endurskoðað afstöðu mína. Það sem ég er að leitast eftir með þessu eru rökin með og á móti.

Hver er ykkar skoðun?

P.s. ég er búinn að setja inn skoðanakönnun neðst, lengst til vinstri á síðuna um þetta mál. Endilega takið þátt.


Hvernig varð þá fyrsta atómið til?

Í fréttinni stendur:

Hawking segir að upphaf heimsins við Stórahvell hafi aðeins verið afleiðingar þyngdarlögmálsins. „Vegna þess að þyngdarlögmálið er til staðar þá gat og mun heimurinn skapa sjálfan sig úr engu. Sjálfsprottin sköpun er ástæða þess að það er eitthvað fremur en ekkert, ástæða þess að heimurinn er til, að við erum til," segir Hawking í bókinni „The Grand Deisgn" sem birtist sem framhaldssaga í The Times. 

Það segir sig sjálft að til þess þyngdarlögmálið virki þá þarf massa, og til þess að mynda massa þá þarf atóm sem setja hann saman. En spurning mín til manna sem aðhyllast þessa kenningu, hvernig varð þá fyrsta atómið til sem orsakaði miklahvell?

Ég tek fram að ég trúi að miklihvellur hefi einmitt átt sér stað, en með hönnuð á bak við það. Ég get ekki trúað að "heimurinn skapi sjálfan sig úr engu" eins og herra Hawkins, ég bara get það ekki. Hver er ykkar skoðun?


mbl.is Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel gert!

Ég var alveg búinn að missa alla trú á þjóðkirkjunni. En eins og viðtengd frétt sannar þá er greinilega vilji hjá kirkjunarmönnum að bæta ráð sitt, sem ég persónulega fagna og líst vel á að það komi óháðir aðilar til þess að kryfja þau mál sem Ólafur Skúlason fyrrverandi biskup skildi eftir sig.

Þarna kemur berlega í ljós sá kraftur sem fjölmiðlar og almenningur býr yfir, og verður þá ríkiskirkjan að vinna í því að endurvinna það traust sem glatast hefur á undanförnum dögum.

Megi Guð blessa allt þjóðkirkjufólk og alla starfsmenn hennar.


mbl.is Boða rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn er yfir landslög hafinn

Sama hversu heilagur þú ert! Meira að segja Jesús var prófaður af samtímamönnum sínum, og athugað hvort hann færi ekki alveg örugglega eftir landslögum:

„Þeir koma og segja við hann .. Leyfist að gjalda keisaranum skatt eða ekki? Eigum við að gjalda eða ekki gjalda? .. Þeir fengu honum pening. Hann spyr: Hvers mynd og nafn er á peningnum? Þeir svöruðu: Keisarans. En Jesús sagði við þá: Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er.“ Mark. 12:13-17. 

ist2_4364427-dove-symbol-of-peace-on-earth.jpgMálið er einfalt, eins og ofangreint dæmi sýnir, enginn getur sett sig ofar en þau lög þess lands sem hann/hún býr í, því annars eru lögin gagnslaus. Skoðun Geirs finnst mér vera keimlík Kaþólskra presta, þar sem þeir sjá um að hlusta á "skriftir" sóknarbarna sinna. En málið er, að við erum ekki kaþólikkar, og er staðan ALLT öðruvísi hjá okkur vegna þess.

Prestar eiga vissulega vera sálusorgarar, og eigum við að geta þeim treyst jafnvel fyrir lífi okkar. En við eigum einnig að geta treyst því að þeir fari með alvarleg kynferðisbrotamál á hendur ungra barna til viðeigandi yfirvalda. Ég sé ekki að það sé brotinn einhver "heilagur trúnaður" ef prestur lætur yfirvöld vita, heldur er hann að sinna sínu starfi sem prestur og er að hjálpa þeim sem er í vanda staddur til þess að koma afbrotamönnum á bak við lás og slá. Öryggi sóknarbarna á ávallt að ganga fyrir, og því hlutverki sinnir þú ekki með því að þegja!

Ég vona bara að Geir Waage endurskoði afstöðu sína, og Guð blessi prestastétt Íslands.


mbl.is „Nú þarf Geir Waage að hætta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er Íslenska Kristskirkjan?

Best er að byrja á sér sjálfum, þ.e.a.s. sinni eigin kirkju í þessari umfjöllun minni sem ég ætla að gera að hálfgerði seríu.

En hver er Íslenska Kristkirkjan? Og hvað stendur hún fyrir? Þessi orð af heimasíðunni okkar segir allt sem segja þarf:

Íslenska Kristskirkjan er lúterskur fríkirkjusöfnuður, viðurkennt skráð trúfélag og veitir meðlimum sínum alla almenna kirkjulega þjónustu svo sem skírn, fermingu, hjónavígslur og útfarir. Söfnuðurinn á bakgrunn sinn í samtökunum Ungt fólk með hlutverk, sem störfuðu í 21 ár sem leikmannahreyfing innan þjóðkirkjunnar. Íslenska Kristskirkjan var stofnuð haustið 1997.

Kenningargrundvöllur kirkjunnar er hinn sami og annarra lúterskra safnaða.

Það er ekki mikill munur á okkur og þjóðkirkjunni, við erum bara meira lifandi en þjóðkirkjan. Cool Friðrik Schram veitir söfnuðinum forstöðu og er hann með þeim yndislegustu mönnum sem ég hef kynnst um daganna. Hann ásamt eiginkonu sinni (Vilborg Schram) reka Íslensku Kristkirkjuna af mikilli alúð og dugnaði. Kirkjan er staðsett í Fossaleyni 14 í Grafarvogi (rétt hjá Egilshöllinni).

Friðrik hefur verið afskaplega duglegur að búa til sína eigin sjónvarpsþætti (Sem bera nafnið "Um trúnna og tilveruna")sem sjónvarpsstöðin Omega góðfúslega birtir. Þættirnir eru framleiddir og teknir upp alfarið í okkar eigin kirkju og af okkar fólki sem við sjálf berum fulla ábyrgð á.

Sjálfur hef ég nokkrum sinnum komið fram í þeim þáttum, og meira að var ég með matreiðsluþátt, að ég held hinn fyrsta kristilega matreiðsluþátt á Íslandi. Cool

Niðurstaða:
Þar sem kenningarmunurinn á okkar kirkju og þjóðkirkjunnar er fremur lítill, þá ætla ég ekki að halda neitt erindi um það. Frekar megið koma með spurningar í athugasemdarkerfinu sem ég reyni þá að svara og ber þá undir Friðrik eftir því sem þarf og við á. Endilega verið dugleg að spyrja!

Þennan tékklista kem ég til með nota hér og fyrir alla aðra söfnuði (með fyrirvara um breytingar):

Á hvað trúir söfnuðurinn?
Jesúm Krist.

Trúir hann (söfnuðurinn) þá á þrenninguna?
Já.

Hvernig er skírninni háttað? Barnaskírn eða niðurdýfingarskírn?
Barnaskírn.


Um afstöðu mína ... og margt fleira

Ég hef verið latur að blogga undanfarið, og eru góðar og gildar ástæður fyrir því. Ég hafði enga löngun til þess lengur. En það er eins spurning sem ég hef stundum verið spurður að sem mig langar að svara til þess að taka af allan vafa yfir þeim ástæðum sem ég hef mig í frammi að tjá mig yfirhöfuð, þó sérstaklegatheist_1001010.jpga um trúmál.


Ég var alinn upp af yndislegum foreldrum, sem kenndu mér gildi lífsins og siðferði. Eitt af því mikilvægasta sem ég lærði af þeim er að falla aldrei í öfgar. Þess vegna er ég að þessu, þess vegna tjái ég mig um trú annarra og gagnrýni þau.  Sumir kalla það hræsni að ég sé alltaf að setja útá skoðanir annarra, sér í lagi þar sem ég er ekki hlutlaus sjálfur. En ég gæti ekki verið meira ósammála því, hverjum þykir sinn fugl fallegastur og er því enginn maður hlutlaus.


Ég mun áfram gagnrýna alla þá öfga sem ég verð var við, og mun ekki taka neinum silkihönskum á því. Ég vona bara að ég valdi engum vonbrigðum og eru allir velkomnir að tjá sig eins og venjulega.

Á næstunni ætla ég að reyna að gera úttekt á nokkrum söfnuðum sem finnast á Íslandi, og á ég ekki bara við kristna söfnuði heldur önnur trúarbrögð líka. Ég lofa að vera engan veginn hlutlaus vegna þess að ég vil ekki ljúga að fólki. Ég ætla að segja mína hlið á málinu og hananú!

Nú verður tekinn upp þráðurinn að nýju, og óska ég eftir ykkar tillögum um hvaða söfnuð/trúfélag/samtök ég á að taka fyrir.


Skrítinn kenning hjá henni

Í fyrsta lagi, þá hef ég aldrei séð í málflutningi Votta Jehóva, þessa furðulegu kenningu hennar.

Í fréttinni stendur:

Þá á hún að hafa lýst því yfir að samkvæmt Biblíunni væri fólki ekki ætlað að fæðast með sjúkdóma.

Sú á eftir að vera tekinn fyrir af öldungum Votta Jehóva, því creeds-jw-watchtower.gifþetta er ekki bara kjaftæðiskenning, þá er hún engan veginn í takti við boðskap kirkju hennar.

Ég hef lúmskan grun að hún hafi misskilið eitthvað í kenningum Vottanna, þeir lofa nefnilega algerri líkamlegri fullkomnun í komandi þúsundáraríki, undir stjórn höfuðengilsins Mikaels (Jesús) og 144.000 manna hópsins. (Sem er að mínu mati algert þvaður)

Vottarnir hafa alltaf verið með skrítnar kenningar, en ekki svona skrítnar eins og þessi kona er með!

Af öfgunum skulum vér þekkja þá.


mbl.is Sagði Guð refsa veikum börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir ... en samt ... ??

Ég verð að setja spurningarmerki við þetta, og sem betur fer er svikahrappurinn Ron Wyatt sem taldi sig vera nútíma Indiana Jones ekki tengdur þessu. Það bendir reyndar allt til þess að um örkina hans Nóa sé að ræða, því maður spyr sig, er það tilviljun ein að 4.800 ára gamalt skip finnist uppá Ararat fjalli? 

 

7p-noah.jpg

 

Hver veit? En ef þetta reynist rétt þá fagna ég því! Cool


mbl.is Örkin hans Nóa fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listamannalaun og ... fábjánar?

Ég verð aðeins að leggja nokkur orð í belg í umræðuna um listamannalaun. Sér í lagi eftir að þingmaðurinn Þráin Bertelsson framdi pólitískt harakíri þegar hann kallar um 5% þjóðarinnar fábjána, sem er auðvitað alveg einstaklega hrokafullt af hálfu Þráins og verður hann að passa sig hvernig ávarpar þjóðina, sama hversu mörg prósent eiga í hlut.

En til hvers listamannalaun og hvað græðum við á slíku?

Svona byrjar yfirleitt listamannsferill ...Jú, við græðum nefnilega heilmikið á slíku. Til að mynda er mjög erfitt fyrir listamann að koma sér á framfæri og markaðssetja sig, og geta þessi laun hjálpað allverulega við sköpun nýrra verkefna sem geta sum hver leitt til nýrra starfa fyrir aðra ef vel gengur. Til dæmis í fatahönnun, tölvuleikjagerð, matargerð, myndlist og fleiri greinum. 

Ég veit það af eigin reynslu að það lifir enginn á listinni, ekki nema þú sért reiðubúinn að lifa á engu! Þess vegna er mikilvægt að fólk með hæfileika fái stuðning til þess að stunda sína list, því ef þú þiggur laun eins og þessi, ert þú skyldug/ur til þess að sýna árangur.Við græðum bara á slíkum hlutum og varla hægt að gagnrýna slíkt! Cool

En hvað má þá betur fara í þessu og hvernig má skera þetta niður?

Það sem er hvað mest gagnrýnivert er fjöldinn sem fær þessi laun, þann lista má skera niður að minnsta kosti um helming. Eins má leggja af að menn þiggi listamannalaun ævilangt, eða  heiðurslistamannalaun“ eða hvað sem þetta er kallað.

Í lögunum um listamannalaun stendur:

Sá sem hefur fengið heiðurslaun skal halda þeim ævilangt.

Ég veit alveg um nokkra sem ættu svona laun skilið, en ég sé ekki tilgang með þeim í krepputíð. Ég er ekki að tala um rífa þetta af þeim sem þegar hafa fengið þetta, fjarri því. Heldur að hætta að veita þau um hríð.

Eins mætti setja launaþak á þá sem þiggja svona lagað, ef við tökum t.d. að viðkomandi einstaklingur þéni ca. 350 þúsund á mánuði þá missi hann þessi listamannalaun sem koma ofan á laun hans/hennar. Rétt eins og atvinnuleysisbótakerfið virkar, þú missir bætur eftir sem þú þénar meira. Málið afgreitt.

Því Þráin Bertelsson hefur verið hvað mest gagnrýndur fyrir að þiggja bæði laun frá Alþingi og listamannalaun, ég er að koma með tillögu sem myndi leysa slíkan vanda. Þetta er aðeins spurning um nýja reglugerð/lög um þessi laun og að gæta réttlætis. Eins sparar þetta ríkinu heilmikla peninga.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


Sanngirni í samskiptum

Það er langt síðan að ég hef tjáð mig í bloggheimum, en það er ekki þar með sagt að ég hef ekki reynt að fylgjast með hvað er að gerast. Einu hef ég tekið eftir hjá okkur sem köllum okkur íslendinga, okkur skortir talsverða sanngirni. Oft á tíðum erum við alveg hrikalega kröfuhörð og höfum stundum óraunhæfar væntingar til hvors annars. Ekki á það reyndar við í öllum tilfellum þar sem er mismundi einstaklinga að ræða.

Vegum og metum vandamálinÞetta viðhorf getur verulega eyðilagt öll vitræn samskipti milli manna, sér í lagi ef menn eru verulega ósammála.  Við sitjum uppi með að kynnast einstaklingum sem er ekki sömu skoðunar og við í gegnum allt lífið, og gerum við oft á tíðum mistök í þessum samskiptum.  Við verðum því að læra að virða þau viðmið og skoðunum sem við kunnum að vera ósammála, og mikilvægt er að kynna sér af hverju ágrenningur er kominn upp, því stundum er það augljóst og stundum hulið, og er hið hulda stundum erfitt að koma auga á í samskiptum milli manna.

Galdurinn við góð samskipti er að gera engar kvaðir á fólk að vera eins þú, leyfum fólki að eiga sitt og vera öðruvísi, ræðum hlutina með opnum huga og sleppum því að dæma náungann því hann er annarrar skoðunar en þú.

Ég hef verið í mikilli naflaskoðun síðustu vikur og komist að því að ég er sjálfur sekur um endalausa gagnrýni á aðra sem ég er ósammála. Ég hef verið sleggjudómari og dauðsé eftir því, og bið þá afsökunar sem ég hef gagnrýnt, þó sérstaklega aðventista og múslima.

Virðing fyrir skoðunum annarra finnst mér mikilvæg, svo lengi sem sú skoðun er ekki beinlínis hættuleg. Á þessu byggist sá hæfileiki sem margir hafa glatað, og hann er að hlusta og vera þolinmóð. Enginn er að segja að við eigum að láta allt yfir okkur ganga, en ég trúi að náungi minn á sama rétt og ég til þess að hafa sína skoðun.

Við megum ekki gleyma okkur í verja rétt okkar í eigin hugsunum, því ein mikilvægasta setningin er og gleymist alltof oft að spyrja: „hvað finnst þér?"

Verum varkár þegar við gagnrýnum náunga okkar,  og flækjum okkur ekki í vandamálum annarra. "Hver hefur sett mig skiptaráðanda yfir ykkur?" spurði Jesús mann einn sem kvartaði við hann um ósanngjarna skiptingu arfs sem hann og aðrir nákomnir hlutu.

Ef við erum kröfuhörð, stjórnsöm, smámunasöm og ósveigjanleg í samskiptum, þá missum við vini og kunningja. Það segir sig sjálft.

Enda svarið við öllu þessu er þessi tæri og afar einfaldi boðskapur: „elskum náunga okkar eins og hann væri við sjálf." Á þessum orðum byggir öll mín skoðun, og vona ég að við getum öll farið að róa okkur og leita svara með réttlæti og auðmýkt að leiðarljósi.

Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband