Hvíldardagurinn og helgi hans

Ég er lútherskur maður, og held hvíldardaginn uppá sunnudag. Sumir gallharðir aðventistar vilja meina að ég sé einhver „lögmálsbrjótur" og jafnar því við að ég sé að brjóta eitthvert af boðorðunum tíu fyrir það eitt að hegla sunnudeginum Guði. Þessi farísei borðar heldur ekki svínakjöt, heldur að jörðin sé 6000 þúsund ára og er bókstafstrúarmaður með meiru! Shocking

Þessi maður heitir Halldór Magnússon er víðfrægur um bloggheima, sér í lagi fyrir einarða afstöðu sína og þrjósku. Whistling  Nýjasta uppátækið hans, er að ráðast á prest minn, Friðrik Schram í Íslensku Kristskirkjunni, og fer hann föstum skotum á Friðrik þar sem hann lýsir honum sem lögmálsbrjót og hinn mesta syndasel, sem er svo fjarri lagi að hálfa væri hryllingur.

Ég mótmæli því harðlega þessum staðhæfingum, en lítum aðeins yfir nokkrar staðreyndir um helgihald á sunnudögum.

Sunnudagurinn sem er alþjóðlegur hvíldardagur kristinna manna, af því að hann er dagur upprisunar (sem átti sér stað daginn eftir hvíldardaginn). Lítum á nokkur mikilvæg atvik þar sem Jesús birtist upprisinn í holdi á sunnudögum:

  1. Hann birtist Maríu, á morgni upprisunar -  Matt 28:8-10, Mark 16:9 og Jóh 20:11-18.
  2. Hann birtist tveimur lærisveinum á leið til Emmaus - Lúk 24:13-33 og Mark 16:12-13.
  3. Hann birtist Símon Pétri - Lúk 24:31-35.
  4. Hann birtist ellefu lærisveinum að kveldi upprisudagsins. Mark 16:14-18, Lúk 24:36-44 og Jóh 20:19-23.
  5. Hann birtist ellefu lærisveinum „átta dögum seinna" - Jóh 20:26-29.

Hvað segir ofangreindar staðreyndir okkur? Jú, að á Hvítasunnu fæddist kirkjan! Enginn er að segja að hvíldardagurinn sé ekki á laugardegi, en ofangreint segir hins vegar að þessi ríka áhersla á laugardaginn er ekki eins rík og er haldið fram af hópum eins og aðventistum.

Þegar einhver dagur er nefndur í sambandi við upprisu Jesú, þá gerist það ætíð á sunnudegi! Förum aðeins betur yfir það:

  1. Jesús lét þeim bregða með því að birtast þeim á fyrsta degi vikunnar. - Jóh 20:27-28.
  2. „Efasemda" Tómas lofsamaði hann á sunnudegi. - Jóh 20:27-28.
  3. Á sunnudagskvöldi tók Jesús brauð sem hann blessaði og braut handa lærsveinum sínum. Hann hélt sakramenti (heilaga kvöldmáltíð) að kveldi sunnudags og útfrá því varð það hefð hjá fylgjendum hans og lærisveinum. - Lúk 22:19.
  4. Hann veitti lærisveinum það vald að fyrirgefa í sínu nafni fyrir þá sem á hann trúa í gegnum fagnaðarerindið. - Jóh 20:23.

Út frá þessum einföldu staðreyndum má segja að sú hefð sem kristnir fylgja er að fordæmi Jesú. Enda erum við ekki gyðingar, og er það skírt tekið fram í nýja testamentinu að við erum taldir „heiðingjar" eða „gentiles", það orð var oft notað um þá sem ekki gyðingar voru.

Aðventistar og fleiri vilja greinilega ólmir umskera okkur hina og gera okkur að gyðingum. Þeir virðast vilja leggja á okkur þær sömu kvaðir í sumum tilfellum og farísearnir til forna.

Því afar mikilvægt atriði í þessu er að Jesús uppfyllti lögmálið, maður sem vann oft á hvíldardögum og húðskammaði faríseana fyrir að taka þessu svona bókstaflega. Jesús er herra hvíldardagsins, og tel ég mig öngva synd drýgja með því að hafa helgihald mitt uppá sunnudag. Ég er ekki gyðingur né farísei, og reyni eftir fremsta megni að fylgja boðskap Jesú Krists!

Guð blessi sunnudaga og alla daga, hvíldardagurinn var vissulega á laugardegi ... hjá gyðingum! Það er ekki endilega víst að þetta eigi við alla! Gleymum því ekki og hættum að þræta um lögmálsatriði og boðum trúna, við boðum hana ekki með því að leggja á fólk kvaðir eins og banna svínakjöt - og skelfisksát. Þrætum ekki um smáatriði og sýnum fram á elsku Jesú, ekki hvað sumir kristnir hópar, þó sérstaklega aðventistar geta verið smámunasamir.

 
 Góðar stundir og þakka ég lesturinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér eru margar góðar ábendingar, Haukur! ekki sízt þessi samantekt þín á þvi sem gerðist á sunnudögum í frumkristni!

En um hina, sem halda stíft fram laugardeginum, á þetta kannski við: "Þér hafið gætur á dögum og mánuðum, vissum tíðum og árum. Ég er hræddur um yður, að ég kunni að hafa haft erfiði fyrir yður til ónýtis." (Gal.4.10-11).

Með beztu kveðju,

Jón Valur Jensson, 20.12.2009 kl. 05:11

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Menn hafa lengi rökrætt hvíldardaginn og munu eflaust halda því áfram. Ég þarf endilega að endurheimta ritgerðina mína, sem eins og ég hef sagt þér frá fjallaði um hvíldardagsdeilur Jóns Helgasonar biskups og Davíðs Östlunds sem var aðventisti.

Þið Mofi eruð í sama pakkanum.

Ég tel að það sé ekki sáluhjálparatriði hvort að hvíldardagurinn er á laugardegi eða sunnudegi, en ég tel að við megum svo gjarnan hafa einn svona helgidag og finnst í raun sorglegt hvað er búið að afhelga sunnudaginn. 

Ég er af þeirri kynslóð þar sem sunnudagur var meiri hátíðisdagur,  klæddi mig upp í "sunnudagakjól"  fór í sunnudagaskólann   - svo beið lambalæri/hryggur í hádeginu og síðan hélt fjölskyldan í göngu yfir skólavörðuholtið í kaffi til afa og ömmu.  Þetta var svona klassískur sunnudagur í minni bernsku.

Í dag renna dagarnir mikið saman, þó að það sé nú algengara að fjölskyldan sameininst á sunnudögum, en aðra daga. Vantar samt hátíðleikann sem ég sakna.

Mér finnst sjálfsagt að velja úr einhvern vikudag sem fólk hefur sem sinn hvíldar-eða hátíðisdag, hvort sem það er laugardagur eða sunnudagur, en alveg óþarfi að vera að agnúast út í það þó ákveðin trúfélög vilji halda aðra daga en maður sjálfur, eða telja sinn dag réttari eða rangari, betri eða verri ef að dagurinn þjónar sínum tilgangi.

En þessi skoðun mín kemur kannski vegna þess að ég er ekki "Biblíutrúar" :-)

Eigum gleðilegan sunnudag í faðmi fjölskyldu og vina og njótum þess að eiga vináttu Guðs alla daga.

Jóhanna Magnúsdóttir, 20.12.2009 kl. 06:11

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Skrifaði óvart Skólavörðuholt með litlum staf og það stakk í augun. Leiðréttist hér með.

Jóhanna Magnúsdóttir, 20.12.2009 kl. 06:13

4 Smámynd: Sigurjón Guðmundsson

Sammála þér að mörgu leyti vinur.  Hættum karpi og boðum kærleikann.

Guð geymi þig!

Sigurjón Guðmundsson, 20.12.2009 kl. 10:10

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Valur - þú bendir á ritningastaðinn:

"Þér hafið gætur á dögum og mánuðum, vissum tíðum og árum. Ég er hræddur um yður, að ég kunni að hafa haft erfiði fyrir yður til ónýtis." (Gal.4.10-11)

Sammála!!! Og takk fyrir innlitið!

Jóhanna - einnig er ég sammála þér, ég fékk má segja "svipað" uppeldi, en aðallega varð ég var við þessa helgi hjá ömmu minni, þar sem ég var í guðlausu umhverfi sem veitti svona löguðu ekki athygli.

Sigurjón - einmitt!!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.12.2009 kl. 12:03

6 Smámynd: Mofi

Haukur
Nýjasta uppátækið hans, er að ráðast á prest minn, Friðrik Schram í Íslensku Kristskirkjunni, og fer hann föstum skotum á Friðrik þar sem hann lýsir honum sem lögmálsbrjót og hinn mesta syndasel

Í fyrsta lagi er ég aðeins að svara riti sem hann skrifaði sem ræðst á mína afstöðu svo ég er aðeins að verja mig. Í öðru lagi þá bendi ég aðeins á að boðorðið segir að halda sjöunda daginn heilagan og að Friðrik vill ekki gera það.

Haukur
Sunnudagurinn sem er alþjóðlegur hvíldardagur kristinna manna, af því að hann er dagur upprisunar

Hvernig er hægt að bera saman lengsta boðorðið sem Guð sjálfur skrifar með sínum eigin fingri við að eitthvað gerðist á einhverjum vikudegi?

Haukur
Út frá þessum einföldu staðreyndum má segja að sú hefð sem kristnir fylgja er að fordæmi Jesú

Alla sína ævi hélt Jesú sjöundaginn heilagan

Lúkasarguðspjall 4:16
Jesús kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa

Þetta er fordæmið sem Jesú gaf og eins og ég benti í greininni minni þá var þetta líka fordæmið sem lærisveinarnir gáfu, sjá: Hver er hinn rétti hvíldardagur? Eftir Friðrik Ó. Schram

Haukur
Aðventistar og fleiri vilja greinilega ólmir umskera okkur hina og gera okkur að gyðingum. Þeir virðast vilja leggja á okkur þær sömu kvaðir í sumum tilfellum og farísearnir til forna.

Umskurn var eitthvað sem lærisveinarnir lögðu af og töluðu mikið um jafnvel þótt að umskurn var aldrei hluti af boðorðunum tíu. Hve miklu frekar hefðu þeir rökrætt ef þeir hefðu ætlað að breyta lögum Guðs? Ég hreinlega fullyrði að það væri að betra hafna þeim en að brjóta lög Guðs en sem betur fer boðuðu þeir ekkert slíkt.

Hvaða kvöð er það síðan að eiga stund með Guði og trúsystkinum á þeim degi sem Guð gerði heilagann?

Haukur
Gleymum því ekki og hættum að þræta um lögmálsatriði og boðum trúna,

Það dugar lítið að boða trúna ef þetta er það sem viðkomandi fær síðan að heyra á dómsdegi:

Matteus 7:22
Margir munu segja við mig á þeim degi: ,Herra, herra, höfum vér ekki kennt í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gjört í þínu nafni mörg kraftaverk?` 23 Þá mun ég votta þetta: ,Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.`

Orðið sem þarna er þýtt "illgjörðamenn" er gríska orðið anomia sem þýðir lögbrjótar og það er akkúrat mín upplifun á því að halda ekki fjórða boðorðið; það er lögbrot.

Galatabréfið 4:9 - tilvitnun frá Jóni Vali
En nú, eftir að þið þekkið Guð, eða réttara sagt, eftir að Guð þekkir ykkur, hvernig getið þið snúið aftur til hinna veiku og fátæklegu vætta? Viljið þið þræla undir þeim að nýju? 4:10Þið haldið upp á ákveðna daga og mánuði, tíðir og ár. 4:11Ég er hræddur um að ég kunni að hafa erfiðað hjá ykkur til ónýtis.

Hérna er Páll að tala til þeirra sem dýrkuðu aðra guði og héldu einhvera daga sem tilheyrðu þeirra gömlu trú. Páll er ekkert að tala um boðorðin tíu og ekki rétt að láta sem hann er að gagnrýna að halda fjórða boðorðið.

Kjarni fjórða boðorðsins er kærleikur því að þú þarft að eyða tíma með þeim sem þú elskar ef þér virkilega þykir vænt um viðkomandi. Á meðan hluti kristinna vill halda annan dag en þann sem Guð ákvað þá verður alltaf gjá þarna á milli. Sá tími sem hefði verið eytt saman er eytt í sitthvoru lagi og öll sambönd sem eru ekki ræktuð með því að eiga stund saman kólna og deyja út. Ég get ekki breytt og farið að brjóta fjórða boðorðið en af hverju getið þið ekki breytt? Eru hefðir manna ykkur svona mikilvægar?

Mofi, 20.12.2009 kl. 12:58

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dóri:

Hvernig er hægt að bera saman lengsta boðorðið sem Guð sjálfur skrifar með sínum eigin fingri við að eitthvað gerðist á einhverjum vikudegi?

Er þá hvítasunnan ekkert heilög? Ertu þá að gera lítið úr henni?

Alla sína ævi hélt Jesú sjöundaginn heilagan

Jesús er herra hvíldardagsins og alla sína starfsævi braut hann farísea boðorð eins og þú boðar Dóri minn, sem eru mannasetningar einar og eiga við gyðinga en ekki okkur.

Þetta er fordæmið sem Jesú gaf og eins og ég benti í greininni minni þá var þetta líka fordæmið sem lærisveinarnir gáfu, sjá: Hver er hinn rétti hvíldardagur? Eftir Friðrik Ó. Schram

Elsku karlinn, hafi það farið fram hjá þér þá er þetta varnargrein gegn bullinu þínu.

Hvaða kvöð er það síðan að eiga stund með Guði og trúsystkinum á þeim degi sem Guð gerði heilagann?

Um leið og þú gerir mun dögum og gerir lítið úr trú annarra með því að segja hann ókristinn að halda ekki uppá sunnudaginn, þá ertu að pína viðkomandi einstakling uppá þína skoðun. Og er það í mínum bókum kvöð að vera píndur á skoðun á þennan hátt.  Eins og þessi orð hér sem þú segir sanna:

Orðið sem þarna er þýtt "illgjörðamenn" er gríska orðið anomia sem þýðir lögbrjótar og það er akkúrat mín upplifun á því að halda ekki fjórða boðorðið; það er lögbrot.

Þú tekur lögmálið fram yfir ást Krists og hagar þér alveg eins farísei. Skammastu þín Mofi að beita svona heilþvottatöktum!

Ritað er:

Bréf Páls til Rómverja 14:1-7

1 Takið að yður hina óstyrku í trúnni, án þess að leggja dóm á skoðanir þeirra.
2 Einn er þeirrar trúar, að alls megi neyta en hinn óstyrki neytir einungis jurtafæðu.
3 Sá, sem neytir kjöts, fyrirlíti ekki hinn, sem lætur þess óneytt, og sá, sem lætur þess óneytt, dæmi ekki þann, sem neytir þess, því að Guð hefur tekið hann að sér.
4 Hver ert þú, sem dæmir annars þjón? Hann stendur og fellur herra sínum. Og hann mun standa, því að megnugur er Drottinn þess að láta hann standa.
5 Einn gjörir mun á dögum, en annar metur alla daga jafna. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum.
6 Sá, sem tekur tillit til daga, gjörir það vegna Drottins. Og sá, sem neytir kjöts, gerir það vegna Drottins, því að hann gjörir Guði þakkir. Sá, sem lætur óneytt, hann lætur óneytt vegna Drottins og gjörir Guði þakkir.
7 Því að enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér.

Samkvæmt þessu þá ert það ÞÚ sem ert að dæma, og hver ert þú að setja þig í dómara og böðulssæti yfir öðrum?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.12.2009 kl. 13:12

8 Smámynd: Mofi

Haukur
Er þá hvítasunnan ekkert heilög? Ertu þá að gera lítið úr henni?

Það er gott að minnast hennar en enginn gerði hana heilaga.

Haukur
Jesús er herra hvíldardagsins og alla sína starfsævi braut hann farísea boðorð eins og þú boðar Dóri minn, sem eru mannasetningar einar og eiga við gyðinga en ekki okkur.

Þetta er Hans dagur já og Hann braut mannana hefðir en hélt boðorð Guðs. Ég er að boða að halda boðorð Guðs á meðan þú ert að boða hefðir manna. Ertu virkilega að meina það að þér finnst það sem Guð skrifaði með eigin fingri, boðorðin tíu eru mannasetningar?

Haukur
Og er það í mínum bókum kvöð að vera píndur á skoðun á þennan hátt.  Eins og þessi orð hér sem þú segir sanna:

Boðorðin geta virkað sem ákveðin kvöð þegar maður er fastur í einhverjum hefðum. Þegar Páll var að boða til grikkja og benti á 2. boðorðið með skurðgoð þá var það sannarlega erfitt fyrir þá að samþykkja slíkt því að þeirra mestu dýrgripir voru þessi rándýru skurðgoð. 

Haukur
Þú tekur lögmálið fram yfir ást Krists og hagar þér alveg eins farísei. Skammastu þín Mofi að beita svona heilþvottatöktum!

Nei, ég sé samræmi milli kærleika Guðs og lögmálsins; ég sé ekki lögmál Guðs þannig að það er í andstöðu við kærleikann heldur tjáning kærleikans.

Haukur
Samkvæmt þessu þá ert það ÞÚ sem ert að dæma, og hver ert þú að setja þig í dómara og böðulssæti yfir öðrum?

Ég er aðeins að benda á hvað boðorð Guðs segir; af hverju þessi mikla andstaða við það?

Mofi, 20.12.2009 kl. 13:32

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dóri:

Það er gott að minnast hennar en enginn gerði hana heilaga.

Dóri minn, þetta er með þeim helgari hátíðum kristinna manna. Víst er hún heilög!

Þetta er Hans dagur já og Hann braut mannana hefðir en hélt boðorð Guðs. Ég er að boða að halda boðorð Guðs á meðan þú ert að boða hefðir manna. Ertu virkilega að meina það að þér finnst það sem Guð skrifaði með eigin fingri, boðorðin tíu eru mannasetningar?

Hvar hef ég neitað því að sabbathin sé ekki á laugardegi? Ég er að benda á það fordæmi sem Jesús gaf þegar hann veitti lærisveinum sínum sakramennti á sunnudegi, og hafa lærisveinar hans haldið í þá hefð greinilega. Enda eiga þessi lög við gyðinga, því það kemur skýrt fram í NT, að lög og reglur gyðinga eiga ekki við okkur heiðingjanna.

Segðu mér Dóri, er þá Páll að ljúga þegar hann ritaði þessi orð?

Bréf Páls til Rómverja 14:1-7

5 Einn gjörir mun á dögum, en annar metur alla daga jafna. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum.
6 Sá, sem tekur tillit til daga, gjörir það vegna Drottins. Og sá, sem neytir kjöts, gerir það vegna Drottins, því að hann gjörir Guði þakkir. Sá, sem lætur óneytt, hann lætur óneytt vegna Drottins og gjörir Guði þakkir.

Ekkert persónulegt Dóri minn, ég var búinn að lofa þér stríði og þú fékkst það þegar þú réðst á forstöðumann minn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.12.2009 kl. 14:03

10 identicon

Guðsteinn, 

það skírt tekið fram í nýja testamentinu að við erum taldir „heiðingjar" eða „gentiles"

Ef þetta ágæta sjónarhorn sem þú bendi á hér, ef það væri í heiðri haft og skilningur lagður í það... þá væri eflaust meira umburðarlyndi og skilningur í sálu margra "sann"-kristinna manna gagnvart öðrum trúarbrögðum.

Það er nokkuð ljóst að Jesú kallinn var argasti heiðingi og guðlastari í augum hinna "sann"-trúuðu síns tíma, enda eiga þeir að hafa komið honum á krossinn.

Nokkrum sinnum hef ég spurt presta þeirrar spurningar, hvort að kærleikur t.d búsddískrar móður til barns síns, hvort að hennar kærleikur væri ekki frá sama brunni og kærleikur kristinnar móður til barnsins. 

Svörin hafa verið á ýmsa vegu, en oftar en ekki er maður beðinn um að vera ekki með þetta bull :)

Er það ekki bara þannig að enginn maður þekkir nafn guðs, en við mennirnir deilum samt sem áður með veikum mætti um hvert það nafn er.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 15:41

11 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Áttið þið ykkur á því að þið eruð að rífast um það hvort maður sem dó fyrir 2000 árum hefði frekar viljað að þið tækjuð ykkur frí á laugardegi eða sunnudegi?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.12.2009 kl. 15:48

12 Smámynd: Mofi

Haukur
Dóri minn, þetta er með þeim helgari hátíðum kristinna manna. Víst er hún heilög!

Sagði Guð að hún væri heilög? Marg oft kemur fram í Biblíunni að sjöunda dagurinn er heilagur svo hvort hefur meira vægi, það sem menn segja eða það sem Guð segir?

Haukur
Hvar hef ég neitað því að sabbathin sé ekki á laugardegi? Ég er að benda á það fordæmi sem Jesús gaf þegar hann veitti lærisveinum sínum sakramennti á sunnudegi, og hafa lærisveinar hans haldið í þá hefð greinilega

Gott að leiðrétta þann misskilning. Fordæmið sem Jesú gaf var að allt Hans líf hélt Hann sjöundaginn heilagann. Fordæmið sem lærisveinarnir gáfu var að þeirra venja var að halda sjöundaginn heilagann.

  • Postulasagan 13:14 - Hérna fara lærisveinarnir til kirkju á hvíldardegi.
  • Postulasagan 13:42 - Hérna biðja heiðingjar að fá að heyra meira frá lærisveinunum næsta hvíldardag og næsta hvíldardag kom mikill múgur til að hlýða á lærisveinanna. Hérna hefði verið frábært tækifæri fyrir lærisveinana að segja að núna væri komin nýr hvíldardagur og þeir gætu hitt þá á fyrsta degi vikunnar en þeir ekkert þannig.
  • Postulasagan 16:13 - Hérna er hvíldardagur og lærisveinarnir leita að stað sem er heppilegur fyrir bænastund.
  • Postulasagan 17:2 - Hérna er sagt frá því að Páll fór í kirkju á hvíldardegi eins og hans vegna var. Þegar eitthvað manns vani þá er það eitthvað sem maður gerir alltaf svo augljóslega var Páll ennþá að halda hvíldardaginn.
  • Postulasagan 18:4 - Aftur um að Páll fór alla hvíldardaga og talaði við bæði grikki og gyðinga.
  • Haukur
    Segðu mér Dóri, er þá Páll að ljúga þegar hann ritaði þessi orð?

    Nei, Páll var bara ekki að tala um boðorðin tíu; eins og ég benti á hérna fyrir ofan þá hélt Páll hvíldardaginn, það var hans venja. Ef ég síðan þyrfti að velja milli Páls og þess sem Guð sjálfur skrifaði niður þá væri valið auðvelt.

    Haukur
    Ekkert persónulegt Dóri minn, ég var búinn að lofa þér stríði og þú fékkst það þegar þú réðst á forstöðumann minn

    Ekki árás, smá ábending um að fylgja boðorðum Guðs svo alvöru vinátta verði möguleg; þá á ég við að eiga tilheyra sama samfélagi af því að við notum sama dag til tilbeiðslu.

Mofi, 20.12.2009 kl. 15:58

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ólafur í Hvarfi

Ef þetta ágæta sjónarhorn sem þú bendi á hér, ef það væri í heiðri haft og skilningur lagður í það... þá væri eflaust meira umburðarlyndi og skilningur í sálu margra "sann"-kristinna manna gagnvart öðrum trúarbrögðum.

Einmitt!! Sammála þessu! 

Það er nokkuð ljóst að Jesú kallinn var argasti heiðingi og guðlastari í augum hinna "sann"-trúuðu síns tíma, enda eiga þeir að hafa komið honum á krossinn.

Hárrétt, orð Jesú um þann sem "drap" hann, og bar ábyrgð á því, hafa alltaf verið tileinkuð Júdasi, sem er algengur misskilningur. Júdas var bara peð, það var æðsti presturinn sem framseldi Jesú til rómverja, ekki Júdas, hann benti bara á hvar var hægt að finna hann. Ábyrgðin er því meiri hjá æðsta prestinum.

Svörin hafa verið á ýmsa vegu, en oftar en ekki er maður beðinn um að vera ekki með þetta bull :)

hehehe ... já, þeir með trúðakraganna standa undir nafni stundum!

Er það ekki bara þannig að enginn maður þekkir nafn guðs, en við mennirnir deilum samt sem áður með veikum mætti um hvert það nafn er.

Jú, ætli það sé ekki nærri lagi, en er það aðeins ágiskun að minni hálfu.

Tinna

Áttið þið ykkur á því að þið eruð að rífast um það hvort maður sem dó fyrir 2000 árum hefði frekar viljað að þið tækjuð ykkur frí á laugardegi eða sunnudegi?

Það er einmitt fáranleikinn í þessu, ég er að benda á hvað þetta er mikið aukaatriði. En sumir taka ekki sönsum.

Dóri

Sagði Guð að hún væri heilög? Marg oft kemur fram í Biblíunni að sjöunda dagurinn er heilagur svo hvort hefur meira vægi, það sem menn segja eða það sem Guð segir?

Mitt svar er það sem atburðinn segir. Jesús reis upp frá dauðum.

Nei, Páll var bara ekki að tala um boðorðin tíu; eins og ég benti á hérna fyrir ofan þá hélt Páll hvíldardaginn, það var hans venja. Ef ég síðan þyrfti að velja milli Páls og þess sem Guð sjálfur skrifaði niður þá væri valið auðvelt.

Ég er sammála þessu að flestu leyti, nema hvað að við erum ekki sammála um efnið.

Ekki árás, smá ábending um að fylgja boðorðum Guðs svo alvöru vinátta verði möguleg; þá á ég við að eiga tilheyra sama samfélagi af því að við notum sama dag til tilbeiðslu.

Þú ert nú meiri smámunaseggurinn! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.12.2009 kl. 16:37

14 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Haukur, langar aðeins að bæta við þessa umræðu. Ég trúi reyndar að biblían tali bara um einn hvíldardag, sem er og var hvíldardagur gyðinga eða laugardagur. Í hinum nýja sáttmála er ritningin skýr að hvíldi okkar er í Kristi. Og þá tölum við ekki lengur um hvíldardag, heldur Drottins dag. Munurinn á hvíldardegi og Drottins degi er sá að hvíldardagurinn hafði alls konar boð og bönn, en Drottins dagur er dagur gleðinnar.

Í sálmi 118.22-25 sjáum við spámannleg orð um "Drottins dag." Þar segir: Steinninn sem smiðirnir höfnuðu er orðinn að hyrningarsteini. Að tilhlutun Drottins er þetta orðið, það er dásamlegt í augum vorum. Þetta er dagurinn sem Drottinn hefur gjört, fögnum og verum glaðir á honum.

Það vita allir sem vilja, að dagurinn sem steinninn varð að hyrningarsteini, er upprisudagur Jesú Krists. Og það er sá dagur sem Drottinn hefur sagt okkur að gleðjast á . Þegar Guð skapaði Adam, þá var það á sjötta degi, þannig að það má segja að Adam hafi hvílst hinn fyrsta dag, sem hann lifði, það er á hvíldardaginn, áður en hann tók til starfa. 

Á sama hátt þegar einhver tekur trú á Krist og endurfæðist , þá kemur hann inn í hvíld Krists, áður en hann fer að starfa. (Matt 11.28)

Þannig að þetta er spurning um tvo sáttmála, hinn gamla sáttmála með boðorðunum tíu og nýja sáttmálann, þar sem boðorðin tíu fá uppfyllingu í einu boðorði. Róm 13.8.

Wathcman Nee segir í einum af sínum bókum: The principle of the Sabbath is as much a part of the gospel as our Lord´s sacrifice on the cross. All the Old Testament cattle and sheep point to the Lamb of God, the Lord Jesus. Should anyone today offer a bullock or a sheep as a sacrifice, he blasphemes our Lord. The Lord has become our sacrifice.

In the same manner, now that the gospel has come, people can rest in God.  Since the rest of the gospel has come, naturally the Sabbath has passed away. For us believers, the Sabbarh has passed away just as much as has the sacrifice of cattle and sheep.

Síðan heldur Watchman Nee áfram og segir:

Let us be very careful in the use of the Word. Nowhere in the Bible can we fina a Christian Sabbath day, for these two are contradictory. If we are Christians, then there is no Sabbath. If there is a Sabbath, then we are not Christians. The Sabbath belongs to the Old Testament.

Svo mörg voru þau orð. En ég er hjartanlega sammál þessum rithöfundi og mikla Guðs manni. 

Kristinn Ásgrímsson, 20.12.2009 kl. 16:47

15 identicon

Guðsteinn,

Jú, ætli það sé ekki nærri lagi, en er það aðeins ágiskun að minni hálfu.

ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna við mennirnir gefum almættinu nafn, hvort sem það er Jahve, guð eða eitthvað annað... það flækist frekar fyrir ef eitthvað er, líkt og hver manneskja kennir sig við nafnið sem gefið er við skírn.... ef einhver spyr, "hver ert þú" ... ja "ég er Ólafur"... "hhmmm einmitt það"... "hélt þú værir sonur tilverunnar"

Þú skilur hvað ég er að fara.... orð eru lítils virði þegar kemur að því að skilgreina höfund tilverunnar.

Það er orðið einfaldara að nota orð þegar við viljum ræða andlegu afkvæmin, þessa litlu neista sem við erum... verst er þó hversu litlu þýðingarlausu hlutirnir eru megnugir að hlaða hugann þoku, eins og t.d. hvaða dag á að vera í pásu :)

En gott að vita af hógværu, umburðarlyndu trúfólki, það gefur von... ég get ekki verið í trúflokki þar sem hógværðin og lítillætið er ekki meðal minna skástu dyggða, en gefur manni frelsi til óþekktar :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 17:20

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kiddi - hafðu kærar þakkir fyrir þetta, þú sagðir eiginlega hvað ég meinti og er búinn að vera klaufast við að koma þessu rétt frá mér, og er ég þér þakklátur. Guð blessi þig! :)

Ólafur - þú ert flottur, ég er farinn að kunna betur og betur við þig! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.12.2009 kl. 17:28

17 identicon

Takk fyrir það Guðsteinn og sömuleiðis... það er svo skrýtið að þegar maður hugsar til fólks og les ummæli þeirra... þá er eins og maður sé að hlusta á hljóðfæri... maður heyrir tóninn, maður heyrir hvort að harmónían er góð eða hvort vantar að stilla strengina... ég sem tónlistarmaður að hluta, kann alltaf vel við þokkalega stillta strengi í gítarnum og best vinurinn er tónkvíslin með sinn hreina grunntón, hvað tónninn heitir, skiptir ekki máli, bara að hann sé hreinn :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 17:45

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vel mælt Ólafur! Vel mælt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.12.2009 kl. 19:40

19 Smámynd: Mofi

Kristinn
Þannig að þetta er spurning um tvo sáttmála, hinn gamla sáttmála með boðorðunum tíu og nýja sáttmálann, þar sem boðorðin tíu fá uppfyllingu í einu boðorði. Róm 13.8.

Nýji sáttmálinn snýst ekki um ný boðorð eða að afnema eitt af boðorðunum tíu. Hann snýst um að það eru ekki lengur þjónusta mannlegra presta í að fórna dýrum sem veita fyrirgefningu synda. Samkvæmt Nýja Testamentinu er synd lögmálsbrot og boðorðin eru það sem segir okkur hvað synd er; samkvæmt Páli

Rómverjabréfið 7:7
Hvað er þá meira að segja? Er lögmálið synd? Fjarri fer því. Sannleikurinn er sá að án lögmálsins hefði ég ekki vitað hvað synd er. Ég hefði ekki vitað um girndina hefði lögmálið ekki sagt: „Þú skalt ekki girnast.“

Samkvæmt Páli eru það boðorðin tíu sem segja okkur hvað synd er svo af hverju að velja að syndga gegn þeim?

Jóhanna
Ég tel að það sé ekki sáluhjálparatriði hvort að hvíldardagurinn er á laugardegi eða sunnudegi

Umræðan snýst aðalega um hvort að halda boðorðin sé sáluhjálparatriði eða ekki og Biblían er alveg skýr að halda boðorðin er sáluhjálparatriði.

Mofi, 20.12.2009 kl. 19:42

20 identicon

Í ýmsum evrópumálum er laugardagurinn  kenndur við  Sabbat daginn hebreska ,t.d í .Pólsku =.Soboda .Latneskum málum= Sabbado.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 23:03

21 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Það eru að koma jól og nóg af hvíldardögum framundan.

Svona til að hressa upp á umræðuna þá vil ég benda á færsluna hans Jenna: Hér. Takið eftir hvað sjöan táknar.

Ég er konungsins barn og ég held hvíldardaginn heilagan á sunnudögum og ég læt ekki Mofa vin minn segja mér eitt eða neitt um það hvort ég fari upp eða niður eftir líf mitt hér á jörðu. Ég stefni á að fara upp. Upp, upp mín sá og allt með geð.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.12.2009 kl. 23:25

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

það er nefnilega það..

Óskar Arnórsson, 21.12.2009 kl. 07:05

23 Smámynd: Mofi

Rósa
Ég er konungsins barn og ég held hvíldardaginn heilagan á sunnudögum og ég læt ekki Mofa vin minn segja mér eitt eða neitt um það hvort ég fari upp eða niður eftir líf mitt hér á jörðu.
Ég veit auðvitað ekki örlög einhvers en Biblían er skýr að boðorðið er að halda sjöunda daginn heilagan; það er enginn annar dagur sem er heilagur. Þetta er ekki spurning um að taka sér hvíld einn dag í viku, boðorðið segir ekkert um það. Boðorðið segir að þessi dagur er Guði heilagur og biður okkur um að vanhelga hann ekki. Ég skil ekki af hverju þessi bón Guðs í sjálfum boðorðunum tíu er svona erfitt að verða við. Fólk talar um hve mikið það elskar Guð, hve mikið það myndi gera fyrir Guð en síðan segir það nei við einu af boðorðum Hans sem snýst um að eyða tíma með Honum. Þetta er mér mikil ráðgáta, eina sem ég sé er að hefðir manna eru svona sterkar og það er mjög sorglegt.

Mofi, 21.12.2009 kl. 09:44

24 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll kæri Mofi.

Og ég skil ekkert í þér að nenna að þrasa við okkur.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.12.2009 kl. 11:48

25 Smámynd: Mofi

Rósa, af því að ég trúi að þetta er mikilvægt og hættulegur leikur sem þið eruð að leika. Taktu eftir hvað Hebreabréfið segir um hvað Kristur er að gera:

Hebreabréfið 8
Við höfum þann æðsta prest er settist til hægri handar við hásæti hátignarinnar á himnum. Hann þjónar sem prestur í helgidóminum, hinni sönnu tjaldbúð sem Drottinn reisti en eigi maður. Sérhver æðsti prestur er skipaður til þess að bera fram bæði gjafir og fórnir. Þess vegna er nauðsynlegt að þessi æðsti prestur hafi líka eitthvað fram að bera. Væri hann nú á jörðu mundi hann alls ekki vera prestur, þar sem prestar eru fyrir sem samkvæmt lögmálinu bera fram gjafirnar. En tjaldbúðin þar sem þeir þjóna er eftirlíking og skuggi hinnar himnesku, eins og Móse fékk bendingu um frá Guði er hann var að koma upp tjaldbúðinni: „Gæt þess,“ segir hann, „að þú gerir allt eftir þeirri fyrirmynd sem þér var sýnd á fjallinu.“ En nú hefur Jesús fengið þeim mun ágætari helgiþjónustu sem hann er meðalgangari betri sáttmála sem byggist á traustari fyrirheitum.

Samkvæmt Biblíunni þá er Jesú núna æðsti prestur okkar og þjónar í himnesku musteri sem er það sem Móse gerði eftirmynd af. Þannig að Jesú er í hinu allra helgasta þar sem boðorðin tíu eru til að friðþægja fyrir syndir okkar, okkar brot á boðorðunum tíu. Svo tilhugsunin að einhver sem vill fylgja Kristi finnst í lagi að brjóta eitt af þeim boðorðum skelfir mig.

Vinar kveðja,
Halldór

Mofi, 21.12.2009 kl. 12:41

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er blóð Jesú Krists, fórardauði hans, sem friðþægir fyrir syndir okkar, ekki boðorðin 10, Halldór Mofi. Jesús ber fram sjálfan sig að fórn, ekki boðorðin 10. En Drottins dagur hefur verið haldinn heilagur allt frá frumkirkjunni og heiðraður sem slíkur af öllum stórum kirkjusamfélögum um aldir. Hyggur þú, að gervallri kirkjunni skjátlist um þetta fram á 19. öld? Er það ekki álíka gáfulegt eins og að telja allar kirkjur hafa verið í villu, þar til mormónatrúin kom fram á 19. öld?

Jón Valur Jensson, 21.12.2009 kl. 14:32

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

... fórnardauði hans ...

Jón Valur Jensson, 21.12.2009 kl. 14:34

28 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Mofi minn.

Brjálað að gera hjá þér bæði hér og á síðunni þinni.

"En vér vitum, að maðurinn réttlætist ekki af lögmálsverkum, heldur fyrir trú á Jesú Krist. Og vér tókum trú á Krist Jesú, til þess að vér réttlættumst af trú á Krist, en ekki af lögmálsverkum. Enda réttlætist enginn lifandi maður af lögmálsverkum." Gal. 2:16.

"Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.

Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.

Það sem lögmálinu var ógerlegt, að því leyti sem það mátti sín einskis fyrir holdinu, það gjörði Guð. Með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni, dæmdi Guð syndina í manninum.

Þannig varð réttlætiskröfu lögmálsins fullnægt hjá oss, sem lifum ekki eftir holdi, heldur eftir anda.

Því að þeir sem láta stjórnast af holdinu, hyggja á það sem holdsins er, en þeir, sem láta stjórnast af andanum, hyggja á það sem andans er.

Hyggja holdsins er dauði, en hyggja andans líf og friður.

Hyggja holdsins er fjandskapur gegn Guði, með því að hún lýtur ekki lögmáli Guðs, enda getur hún það ekki.

Þeir, sem eru holdsins menn, geta ekki þóknast Guði.

En þér eruð ekki holdsins menn, heldur andans menn, þar sem andi Guðs býr í yður. En hafi einhver ekki anda Krists, þá er sá ekki hans.

Ef Kristur er í yður, þá er líkaminn að sönnu dauður vegna syndarinnar, en andinn veitir líf vegna réttlætisins.

Ef andi hans, sem vakti Jesú frá dauðum, býr í yður, þá mun hann, sem vakti Krist frá dauðum, einnig gjöra dauðlega líkami yðar lifandi með anda sínum, sem í yður býr.

Þannig erum vér, bræður, í skuld, ekki við holdið að lifa að hætti holdsins.

Því að ef þér lifið að hætti holdsins, munuð þér deyja, en ef þér deyðið með andanum gjörðir líkamans, munuð þér lifa.

Því að allir þeir, sem leiðast af anda Guðs, þeir eru Guðs börn.

En þér hafið ekki fengið anda, sem gjörir yður að þrælum að lifa aftur í hræðslu, heldur hafið þér fengið anda, sem gefur yður barnarétt. Í þeim anda köllum vér: "Abba, faðir!"

Sjálfur andinn vitnar með vorum anda, að vér erum Guðs börn.

En ef vér erum börn, þá erum vér líka erfingjar, og það erfingjar Guðs, en samarfar Krists, því að vér líðum með honum, til þess að vér einnig verðum vegsamlegir með honum.

Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem á oss mun opinberast.

Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber.

Sköpunin var undirorpin fallvaltleikanum, ekki sjálfviljug, heldur vegna hans, sem varp henni undir hann,

í von um að jafnvel sjálf sköpunin muni verða leyst úr ánauð forgengileikans til dýrðarfrelsis Guðs barna.

Vér vitum, að öll sköpunin stynur líka og hefur fæðingarhríðir allt til þessa.

En ekki einungis hún, heldur og vér, sem höfum frumgróða andans, jafnvel vér stynjum með sjálfum oss meðan vér bíðum þess, að Guð gefi oss barnarétt og endurleysi líkami vora.

Því að í voninni erum vér hólpnir orðnir. Von, er sést, er ekki von, því að hver vonar það, sem hann sér?

En ef vér vonum það, sem vér sjáum ekki, þá bíðum vér þess með þolinmæði.

Þannig hjálpar og andinn oss í veikleika vorum. Vér vitum ekki, hvers vér eigum að biðja eins og ber, en sjálfur andinn biður fyrir oss með andvörpum, sem ekki verður orðum að komið.

En hann, sem hjörtun rannsakar, veit hver er hyggja andans, að hann biður fyrir heilögum eftir vilja Guðs.

Vér vitum, að þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs, þeim sem kallaðir eru samkvæmt ákvörðun Guðs.

Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra.

Þá sem hann fyrirhugaði, þá hefur hann og kallað, og þá sem hann kallaði, hefur hann og réttlætt, en þá sem hann réttlætti, hefur hann einnig vegsamlega gjört.

Hvað eigum vér þá að segja við þessu? Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?

Hann sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum?

Hver skyldi ásaka Guðs útvöldu? Guð sýknar.

Hver sakfellir? Kristur Jesús er sá, sem dáinn er. Og meira en það: Hann er upprisinn, hann er við hægri hönd Guðs og hann biður fyrir oss.

Hver mun gjöra oss viðskila við kærleika Krists? Mun þjáning geta það eða þrenging, ofsókn, hungur eða nekt, háski eða sverð?

Það er eins og ritað er: Þín vegna erum vér deyddir allan daginn, erum metnir sem sláturfé.

Nei, í öllu þessu vinnum vér fullan sigur fyrir fulltingi hans, sem elskaði oss.

Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar,

hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum." Róm 8.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.12.2009 kl. 14:37

29 Smámynd: Mofi

Jón Valur
Það er blóð Jesú Krists, fórardauði hans, sem friðþægir fyrir syndir okkar, ekki boðorðin 10, Halldór Mofi.

Synd er að brjóta boðorðin tíu, vegna brot á þeim var þörf á krossinum. Kristur dó ekki til þess að við hefðum leyfi til að brjóta boðorðin tíu.  Ef þú vilt vita hve mikið Guð elskar heiminn þá horfir þú á krossinn; ef þú vilt vita hve mikið Guð metur boðorðin tíu, líttu þá líka á krossinn.

Jón Valur
En Drottins dagur hefur verið haldinn heilagur allt frá frumkirkjunni og heiðraður sem slíkur af öllum stórum kirkjusamfélögum um aldir. Hyggur þú, að gervallri kirkjunni skjátlist um þetta fram á 19. öld?

Og sömuleiðis hefur verið fólk á öllum þessum tíma sem hélt sjöunda daginn heilagan; og í sumum tilfellum ofsókt vegna þess.

http://www.sabbathtruth.com/history/sabbath_history1.asp

Rósa
Brjálað að gera hjá þér bæði hér og á síðunni þinni

Alltaf nóg að gera :)

Rósa
"En vér vitum, að maðurinn réttlætist ekki af lögmálsverkum, heldur fyrir trú á Jesú Krist. Og vér tókum trú á Krist Jesú, til þess að vér réttlættumst af trú á Krist, en ekki af lögmálsverkum. Enda réttlætist enginn lifandi maður af lögmálsverkum." Gal. 2:16.

Lögmálið sannarlega getur ekki réttlætt mann en lögmálið getur sakfellt mann. Hebreabréfið fjallar um þetta, hvað það þýðir að lifa undir náð í staðinn fyrir að vera undir lögmáli:

Hebreabréfið 10:26
Því að ef vér syndgum af ásettu ráði, eftir að vér höfum öðlast þekkingu sannleikans, þá er úr því enga fórn að fá fyrir syndirnar, 27 heldur er það óttaleg bið eftir dómi og grimmilegur eldur, sem eyða mun andstæðingum Guðs. 28 Sá, er að engu hefur lögmál Móse, verður vægðarlaust líflátinn, ef tveir eða þrír vottar bera. 29 Hve miklu þyngri hegning ætlið þér þá ekki að sá muni vera talinn verðskulda, er fótum treður son Guðs og vanhelgar blóð sáttmálans, er hann var helgaður í, og smánar anda náðarinnar?

Rósa
Hver mun gjöra oss viðskila við kærleika Krists? Mun þjáning geta það eða þrenging, ofsókn, hungur eða nekt, háski eða sverð?

Það er eitthvað sem getur gert mann viðskila við kærleika Krists og það er synd sem maður er ekki til í að láta af. Synd sem maður metur meira en Krist.

Mofi, 21.12.2009 kl. 15:22

30 identicon

Jamm... lesendabréf 10:15....aldrei að gera það í dag sem má gleyma á morgun, og þá er hægt að hvílast á hverjum degi

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 16:25

31 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Svo tilhugsunin að einhver sem vill fylgja Kristi finnst í lagi að brjóta eitt af þeim boðorðum skelfir mig."

Hvað eins og Guði sé ekki sama hvaða vikudag við hvílumst ef við bara hvílumst og endurnýjum krafta okkar. 

Mofi, ef viðmót þitt er slíkt að það sem þú gerir er gert með kærleika að leiðarljósi og af heilindum þá hlýtur Jesús Kristur að vera sáttur og sjá trúna í hjarta þínu. Allir dagar kristins fólks eru helgaðir honum. Ekki bara hvíldardagurinn.

Hvers vegna skyldi þessi hvíldardagur vera svona mikilvægur?  Hver voru orð Frelsarans; að hvíldardagurinn væri vegna mannsins, en ekki maðurinn vegna hvíldardagsins.  Er það ekki þörf ábending einmitt í dag, að maðurinn setjist niður og hvíli sig, hugleiði og taki sér frí frá daglegu amstri.  Það er vitað mál að margir sjúkdómar sem við eigum við að etja eru vegna þess að menn ofgera sér í vinnu. 

Hvíldardagurinn er í þágu mannsins. 

Mér finnst þú taka Guði sem vinnuveitanda, yfirvaldi sem segir þér hvenær þú mátt taka frídag, og það sé bara ekkert í þínu valdi að ákvarða þennan frídag.  

Guð er ekki vinnuveitandi eða yfirvald, Guð er eins og súrefni og meðvindurinn okkar,  andi sem blæs okkur í brjóst til að halda áfram og gera gott.  Hvetur okkur svo til að setjast niður með reglulegu millibili, njóta útsýnisins á lífsgöngunni, horfa í kringum okkur og auðvitað einnig inn á við, hugleiða samband okkar við Guð, samband okkar við náungann og okkur sjálf.  

Á þessum hvíldardegi er einmitt upplagt að hlusta eftir orði Guðs, sjá orð Guðs og upplifa orð Guðs í öllu því dásamlega sem er í kringum okkur;  í vinum, fjölskyldu og tónlist.  Samvera er einn þáttur í því og því finnst okkur svo gott að safnast saman í hans nafni því þá verður krafturinn oft meiri og sterkari.  

Já, Orð Guðs er Jesús Kristur, upprisinn og enn virkur þrátt fyrir mikla mótspyrnu.  Spekin er lífið.  Ég skora á þig Mofi - næst þegar þú kemur út að anda djúpt að þér og finna þannig fyrir Guði. Vertu hvergi banginn eða smeykur - og vertu óhræddur við að sleppa hjálparadekkjunum (Biblíunni og boðorðunum) því ég er viss um að þú kannt að hjóla ef þú treystir því að Guð muni halda við þig. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 21.12.2009 kl. 16:58

32 Smámynd: Theódór Norðkvist

Spurningar til Halldórs:

Eigum við ekki líka að fara eftir þessum boðorðum?

Eigi skalt þú láta galdrakonu lífi halda. - 2. Mósebók 22:18.

Þú skalt halda hátíð hinna ósýrðu brauða. Sjö daga skalt þú eta ósýrt brauð, eins og ég hefi boðið þér, á ákveðnum tíma í abíb-mánuði, því að í þeim mánuði fórst þú út af Egyptalandi.  2. Mósebók 23:15.

Ef svarið er nei, hvers vegna að taka sérstaklega boðið um hvíldardaginn út úr sáttmálanum sem var eftir því sem ég best veit allur skrifaður af Guði á steintöflur og hunsa öll hin?

Hvað merkja þessi orð?

Enginn skyldi því dæma yður fyrir mat eða drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga. - Kólossubréfið 2:16.

4Hver ert þú, sem dæmir annars þjón? Hann stendur og fellur herra sínum. Og hann mun standa, því að megnugur er Drottinn þess að láta hann standa.

    5Einn gjörir mun á dögum, en annar metur alla daga jafna. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum. - Rómverjabréfið 14:4-5

Theódór Norðkvist, 21.12.2009 kl. 17:05

33 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ha ha ha!  Þetta er hlægileg þvæla!  Thumbs up fyrir Jóhönnu.  Það er gott að það skuli vera til trúað fólk sem er nokkurnvegin með fulle fem.

Theódór Gunnarsson, 21.12.2009 kl. 17:29

34 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Eigi skalt þú láta galdrakonu lífi halda. - 2. Mósebók 22:18."

Sérstaklega gleðst ég yfir að þessu er ekki framfylgt .. 

Jóhanna galdrakerling

Jóhanna Magnúsdóttir, 21.12.2009 kl. 17:32

35 Smámynd: Einnar línu speki

Takk fyrir góða skemmtun.

Einnar línu speki, 21.12.2009 kl. 17:39

36 identicon

Má þá bjóða manni frekar eilífðarvist með góðum galdrakörlum og kerlingum.... held það yrði mikið meira stuð heldur en eilífur ratleikur og rifrildi um dauðann bókstaf.... ertu ekki sammála Guðsteinn ?..

Það er hætt á að ef himnaríki verður troðið af biblíublæti, að þar verði leiðinlegra en í ... þú veist :)

Er ekki bara kominn tími til að endurtúlka hlutina og lesa í náttúruna og hinn lifandi anda í lifandi fólki með lifandi vitsmuni.... láta gamlar skruddur lönd og leið, frelsa andann og lyfta þokunni...  ekki allir sammála ?

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 18:36

37 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jóhanna, ég er að bíða eftir að Halldór galdri fram svar og ef svarið er já er hann að sjálfsögðu dauðadæmdur.

Theódór Norðkvist, 21.12.2009 kl. 19:26

38 identicon

Mofi,

Eigum við ekki að tala hreint út:

Farir þú ekki til helvítis ef þú brjótar boðorðin tíu? Eitthvað bendir til þess að starffólk í Bonus og Guðsteinn hafa ekki í hyggju að biðja um fyrirgefning vegna "misskilningu" þeirra á það sem er boðið í bíblíunum. Hvað er það í bóði? Einmitt. Helvíti. Það hýtur að vera skoðun þín, ekki satt? Að "bloggvinur" þinn, Guðsteinn, stiknar í helvíti ef hann breyttir ekki um skoðun?

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 22:09

39 Smámynd: Haraldur Davíðsson

"Í fyrsta lagi er ég aðeins að svara riti sem hann skrifaði sem ræðst á mína afstöðu svo ég er aðeins að verja mig. Í öðru lagi þá bendi ég aðeins á að boðorðið segir að halda sjöunda daginn heilagan og að Friðrik vill ekki gera það".

Jamms...um að gera að svara ámælingum um afstöðu með persónuárásum.....en hey...í nafni guðs er allt leyfilegt...meira að segja aftökur segja sumir...

Haraldur Davíðsson, 21.12.2009 kl. 22:09

40 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Hvar er Mofi vinur minn. Það er mánudagskvöld og ekki hvíldardagur? Kannski að fá ráðleggingar því hann er kannski kominn í þrot? Nei því trúi ég ekki.

Fyndið innlegg frá Jóhönnu en ég bíð spennt eftir svari frá Mofa til Theódórs.

Í Guðs friði.

Friðarkveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.12.2009 kl. 22:47

41 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Fyrirgefið sein svör, en ég var að byrja í nýrri vinnu, og er nóg að gera!

Mofi - ég get ekki betur séð en að þú hafir komist að kjarna málsins í þínu tilfelli. Þú segir:

Svo tilhugsunin að einhver sem vill fylgja Kristi finnst í lagi að brjóta eitt af þeim boðorðum skelfir mig.

Það virðist vanta uppá hjá Aðvent kirkjunni er mannlegi "factorinn", og eru of harðar kröfur gerðar á fólk af þínum söfnuði. Af hverju? Hver hefur ekki logið? Hver hefur ekki vanheiðrað móður sína og föður? O.s.f.v. Þessar hörðu kröfur ykkar er einmitt okið sem þið leggið á fólk, og er það varla í mennsku valdi að fylgja sumu þeirra.

Við erum öll mennsk og breysk, gerum okkar mistök og reynum að læra af þeim.  Boðorðin 10 reyna allir kristnir menn að framfylgja, og þar með talinn ég, en ég er jafn mennskur og allir hinir, og er eigi maður fullkominn. Þess vegna er náð Jesú mikilvægara en nokkuð annað í biblíunni, og best er að fylgja orðum hans af festu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.12.2009 kl. 23:26

42 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

P.s. Dóri, lestu vel athugasemdina hans Jakobs, hann vekur upp athyglisverða punkta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.12.2009 kl. 23:28

43 Smámynd: Theódór Norðkvist

Reyndar svarar Halldór á sinni síðu spurningum mínum og að hluta í næstu færslu þar sem hann vísar í þrjú myndbönd á YouTube.

Birti hér úrdrátt úr mínu svari og smá viðbót:

Auðvitað skipa boðorðin tíu stóran sess, en það sem þú áttar þig ekki á er að stundum skiptir andi laganna meira máli en bókstafurinn.

Ég er ekki að segja að það sé rangt að hafa laugardaginn sem hvíldardag, aðeins að uppröðun dagatalsins sé ekki sáluhjálparatriði.

Páll talar um í a.m.k. tveimur bréfum að kærleikurinn sé uppfylling lögmálsins, þar sem hann gerir ekki náunganum mein, aðeins gott.

Það er augljóst að þjófnaður, morð og hórdómur er eitthvað sem skaðar náungann, en ég get ekki séð að ef ég skipulegg vikuna öðruvísi en þú að ég sé að skaða þig (nema þú hafir beðið mig um að hjálpa þér að mála íbúðina á sunnudegi!)

Ein rökin eru að Páll sé í Kólossubréfinu 2:16 að tala um aðra hvíldardaga en heilaga hvíldardaginn, en samkvæmt GT eru margskonar aðrir hvíldardagar til en sá vikulegi. Það er svo sem rétt að ekki kemur fram hvernig hvíldardaga Páll er að tala um, en þá spyr ég aftur. Hvernig vita þá aðventistar að hann er EKKI að tala um vikulega hvíldardaginn?

Önnur rök eru að boðorðin hafi verið töluð beint af Guði til lýðsins á Sínaifjalli, en afgangurinn af lögmálinu hafi verið gefinn Móse sem síðan kom skilaboðunum áleiðis. Þá spyr ég: er í lagi að brjóta boð Guðs ef þau eru gefin í gegnum milliliði?

Theódór Norðkvist, 21.12.2009 kl. 23:46

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mofi, þetta svar þitt til mín kl. 15:22, fyrri hlutinn: "Synd er að brjóta boðorðin tíu, vegna brot á þeim var þörf á krossinum. Kristur dó ekki til þess að við hefðum leyfi til að brjóta boðorðin tíu. Ef þú vilt vita hve mikið Guð elskar heiminn þá horfir þú á krossinn; ef þú vilt vita hve mikið Guð metur boðorðin tíu, líttu þá líka á krossinn," er gersamlega ónógt. Þú segir rétta hluti, en þetta er ekki röklegt svar við orðum mínum: "Það er blóð Jesú Krists, fórnardauði hans, sem friðþægir fyrir syndir okkar, ekki boðorðin 10." Og ég bæti við: Boðorðin 10 friðþægja ekki fyrir neitt. Þau ber að halda, en flestir brjóta þau margfaldlega. Þeir geta ekki friðþægt fyrir þær syndir sínar gegn sumum boðorðunum með því að halda önnur boðorð eða með því að halda sömu boðorð stundum! Brot gegn einu boðorði er m.a.s. brot gegn öllu lögmálinu, segir Jakob (2.10: "Þótt einhver héldi allt lögmálið, en hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess.") Friðþæging fyrir lögmálsbrotin getur aðeins komið utan frá, og það er Kristur sem er sáttargjörð okkar við Guð. Ég held reyndar, að þú neitir því alls ekki! Þú bara komst hlutum eitthvað vitlaust frá þér þarna í fyrra sinnið, kannski í flýti, og það er ekkert mál lengur.

Þá segir þú í seinni hluta svarsins (þegar þú svarar orðum mínum: "En Drottins dagur hefur verið haldinn heilagur allt frá frumkirkjunni og heiðraður sem slíkur af öllum stórum kirkjusamfélögum um aldir. Hyggur þú, að gervallri kirkjunni skjátlist um þetta fram á 19. öld?"):

"Og sömuleiðis hefur verið fólk á öllum þessum tíma sem hélt sjöunda daginn heilagan; og í sumum tilfellum ofsókt vegna þess.

http://www.sabbathtruth.com/history/sabbath_history1.asp" (tilvitnun lýkur í þig).

Svar mitt: Ég hef ekki lesið þessa tilvísun þína, en ég hygg þetta alls ekki mögulega geta sannað, að neinn umtalsverður hluti kirkjunnar hafi verið laugardagsfólk. Þú virðist enn gera ráð fyrir, að megnið af kirkju(m) Krists hafi nánast frá upphafi farið afvega, þangað til frelsari frá villu birtist á 19. öld!

Öðruvísi sýnist mér Kristur sjálfur tala: "En þegar hann kemur, andi sannleikans, mun hann leiða yður í allan sannleikann" (Jóh. 16.13). "Ég hef opinberað nafn þitt þeim mönnum, sem þú gafst mér úr heiminum. Þeir voru þínir, og þú gafst mér þá, og þeir hafa varðveitt þitt orð. ... Ég bið fyrir þeim. Ég bið ekki fyrir heiminum, heldur fyrir þeim sem þú hefur gefið mér, því að þeir eru þínir." (17.6 og 9). "Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sannleikur. Ég hef sent þá í heiminn, eins og þú sendir mig í heiminn. Ég helga mig fyrir þá, svo að þeir séu einnig helgaðir í sannleika. Ég bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem á mig trúa fyrir orð þeirra, að allir séu þeir eitt ..." (17.17-21a).

Í I. Tím. 3.15 talar Páll postuli um "Guðs hús[], sem er söfnuður lifanda Guðs, stólpi og grundvöllur sannleikans." – Og þú ætlar að segja okkur, að jafnvel kirkja píslarvottanna hafi verið villukirkja?

Jón Valur Jensson, 22.12.2009 kl. 03:42

45 Smámynd: Mofi

Jóhanna
Mofi, ef viðmót þitt er slíkt að það sem þú gerir er gert með kærleika að leiðarljósi og af heilindum þá hlýtur Jesús Kristur að vera sáttur og sjá trúna í hjarta þínu. Allir dagar kristins fólks eru helgaðir honum. Ekki bara hvíldardagurinn.

Málið er að heilindi og kærleiki eru að öllum líkindum ekki leiðarljósið ef menn velja að hlíða ekki jafn auðveldri bón Guðs. Guð helgaði sjöunda daginn og biður okkur um að virða það.

Jóhanna
Hvers vegna skyldi þessi hvíldardagur vera svona mikilvægur?  Hver voru orð Frelsarans; að hvíldardagurinn væri vegna mannsins, en ekki maðurinn vegna hvíldardagsins.

Sumt eigum við auðvelt með að skilja þegar kemur að boðum Guðs, annað er erfiðara. Í sögunni um Kain og Abel þá skipti það Guð máli hvort Honum væri fórnað korni eða lambi. Ég held að í þessu tilfelli þá er mjög erfitt að halda dag heilagan sem hefur aldrei verið gerður heilagur. Eitthvað sem þú sérð í dag því að fæstir kristnir halda einu sinni sunnudaginn heilagan sem kemur ekki á óvart því að Guð gerði hann ekki heilagan heldur menn.

Jóhanna
Mér finnst þú taka Guði sem vinnuveitanda, yfirvaldi sem segir þér hvenær þú mátt taka frídag, og það sé bara ekkert í þínu valdi að ákvarða þennan frídag. 

Hugsaðu út í hvernig einingin væri meðal Ísrael til forna ef að sérhver einstaklingur gæti valið hvaða dag hann héldi heilagan; heldur þú að það væri mikil eining meðal þjóðarinnar?

Jóhanna
Já, Orð Guðs er Jesús Kristur, upprisinn og enn virkur þrátt fyrir mikla mótspyrnu.  Spekin er lífið.  Ég skora á þig Mofi - næst þegar þú kemur út að anda djúpt að þér og finna þannig fyrir Guði.

Það er sannarlega góð hugmynd og málið er að ég geri það auðveldlega á hvíldardögum því ég veit að þá er ég að gera það í samræmi við vilja Guðs. Í gegnum Biblíuna þá kemur það fram, aftur og aftur að Guð vill hlýðni. Sá sem ræður, hann er í rauninni guð. Ég ætla að leyfa Guði að vera minn Guð og vel að hlýða boðorðum Hans.

Mofi, 22.12.2009 kl. 09:44

46 Smámynd: Mofi

Theódór
Ef svarið er nei, hvers vegna að taka sérstaklega boðið um hvíldardaginn út úr sáttmálanum sem var eftir því sem ég best veit allur skrifaður af Guði á steintöflur og hunsa öll hin?
Aðeins boðorðin tíu eins og við lesum þau í 2.Mósebók 20 voru skrifuð á steintöflurnar af Guði sjálfum. Hin lögin eru flókin og þarf að skoða sérhvert þeirra. Í tilfelli með refsingar þá hefði maður þurft að vera vitni eða hafa vitni, fara fram fyrir dómstóla og heimta refsinguna og velja að fara ekki leið miskunnarinnar sem var að finna í musteris þjónustunni.

Theódór
Hvað merkja þessi orð?

Enginn skyldi því dæma yður fyrir mat eða drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga. - Kólossubréfið 2:16.

Ég fór frekar ýtarlega í Kólossusbréfið 2 í greininni sem Haukur er hérna að svara, sjá: Hver er hinn rétti hvíldardagur? Eftir Friðrik Ó. Schram

Mofi, 22.12.2009 kl. 09:52

47 Smámynd: Mofi

Jakob
Farir þú ekki til helvítis ef þú brjótar boðorðin tíu? Eitthvað bendir til þess að starffólk í Bonus og Guðsteinn hafa ekki í hyggju að biðja um fyrirgefning vegna "misskilningu" þeirra á það sem er boðið í bíblíunum. Hvað er það í bóði? Einmitt. Helvíti. Það hýtur að vera skoðun þín, ekki satt? Að "bloggvinur" þinn, Guðsteinn, stiknar í helvíti ef hann breyttir ekki um skoðun?

 Já, stundum er best að tala beint út. Í fyrsta lagi vil ég benda á minn skilning á hvað helvíti er, sjá:  Hugmyndin um Helvíti á ekki heima í Biblíunni

Biblían er skýr að vegurinn til glötunnar er breiður og vegurinn til lífs er þröngur. Sá sem leitar Guðs og finnur Hann mun vilja fylgja Honum hvað sem það kostar. Á dögum frumkristninnar þá gat það auðveldlega kostað fólk lífið að tilbiðja Krist en ekki rómverska keisaran. Sá sem velur óhlýðni við boðorð Guðs er óneitanlega að mínu mati að setja sál sína í hættu.

Mofi, 22.12.2009 kl. 09:59

48 Smámynd: Mofi

Haraldur
Jamms...um að gera að svara ámælingum um afstöðu með persónuárásum.....en hey...í nafni guðs er allt leyfilegt...meira að segja aftökur segja sumir..

Ég er ekki alveg að skilja, finnst þér ég vera með persónuárásir?

Mofi, 22.12.2009 kl. 10:02

49 Smámynd: Mofi

Haukur
Það virðist vanta uppá hjá Aðvent kirkjunni er mannlegi "factorinn", og eru of harðar kröfur gerðar á fólk af þínum söfnuði. Af hverju? Hver hefur ekki logið? Hver hefur ekki vanheiðrað móður sína og föður? O.s.f.v. Þessar hörðu kröfur ykkar er einmitt okið sem þið leggið á fólk, og er það varla í mennsku valdi að fylgja sumu þeirra.

Setti Jesú ekki staðalinn hátt?  

Matteus 5
Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður. Þannig sýnið þér að þér eruð börn föður yðar á himnum
...
Verið því fullkomin eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.

Maður fær miklu meiri skilning á mikilvægi náðarinnar þegar maður sér að þessi staðall er hár og hann er réttur og maður nær ekki þangað en Kristur fyrirgefur. Það sem aftur á móti er ekki fyrigefið en það er að velja að syndga, að ekki einu sinni berjast á móti syndinni heldur samþykkja hana. Í gegnum sögunna þá hafa kristnir oft þurft að ganga í gegnum gífurlegar raunir vegna trúar sinnar, að halda dag Guðs heilagan eins og Hann bað um virkar ekki sem mjög há krafa.

Mofi, 22.12.2009 kl. 10:12

50 Smámynd: Mofi

Theódór
Hvernig vita þá aðventistar að hann er EKKI að tala um
vikulega hvíldardaginn?

Að hann er ekki að fjalla um boðorðin tíu segir mér það. Síðan ef ég þyrfti að velja milli Páls og þess sem Guð sjálfur skrifaði sem beint boðorð þá yrði ég að velja boðorð Guðs og hafna Páli.

Mofi, 22.12.2009 kl. 10:17

51 Smámynd: Theódór Norðkvist

Á ekki líka að halda allar hinar hátíðirnar sem lagt var fyrir Ísraelsmenn að halda? Hvers vegna að binda bókstaflega túlkun við boðorðin tíu?

Á þá ekki líka að fara bókstaflega eftir öllum hinum ákvæðunum, sem eru listuð upp á eftir boðorðunum tíu? Hvaða gild rök eru fyrir því að hætta bókstaflegri túlkun á næstu blaðsíðu? Þau orð voru líka töluð af Guði.

Við skulum líka athuga að það er óhlýðni við Guð að leggja meiri byrðar á fólk en Hann ætlast til (kallað að auka við boðorð Guðs í Mósebókunum.)

Theódór Norðkvist, 22.12.2009 kl. 10:21

52 Smámynd: Mofi

Jón Valur
Friðþæging fyrir lögmálsbrotin getur aðeins komið utan frá, og það er Kristur sem er sáttargjörð okkar við Guð. Ég held reyndar, að þú neitir því alls ekki!

Nei, alls ekki; alveg sammála. Málið er að þetta er svona eins og einhver sem er orðninn algjörlega skítugur og hefur enga leið til að hreinsa sig. Hérna kemur Kristur inn sem sá sem getur hreinsað viðkomandi. En ef viðkomandi hoppar strax aftur í drulluna og vill ekki fara þaðan þá er þessi hreinsun algjörlega tilganslaus. Guð vill auðvitað að við hættum að syndga, að okkar vilji sé að syndga ekki framar. Þannig getur maður hrasað á leiðinni en maður vill gera sitt besta.

Jón Valur
Þú virðist enn gera ráð fyrir, að megnið af kirkju(m) Krists hafi nánast frá upphafi farið afvega, þangað til frelsari frá villu birtist á 19. öld!

Mig grunar að alveg eins og leiðtogar Ísraels á tímum Jesú höfðu rangt fyrir sér þá höfðu hámenntuðu prestar miðalda rangt fyrir sér.  Frekar að fámennur hópur manna hélt trúnna við Krist og meirihlutinn eins og svo oft áður lét stjórnast af græðgi og hroka.

Jón Valur
Í I. Tím. 3.15 talar Páll postuli um "Guðs hús[], sem er söfnuður lifanda Guðs, stólpi og grundvöllur sannleikans." – Og þú ætlar að segja okkur, að jafnvel kirkja píslarvottanna hafi verið villukirkja?

Nei, alls ekki. En kirkjan sem sameinaðist róm og varð ríkis kirkja, já, hún hiklaust var villukirkja enda lét hún ekki taka út boðorðið með skurðgoð.

Mofi, 22.12.2009 kl. 10:28

53 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dóri

Setti Jesú ekki staðalinn hátt?  

Jú en ekki ógerlegann! 

Ég er sammála Jóni Val, hann hefur komið sterka punkta ásaamt Tedda og Rósu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.12.2009 kl. 10:30

54 Smámynd: Mofi

Theódór
Á ekki líka að halda allar hinar hátíðirnar sem lagt var fyrir Ísraelsmenn að halda? Hvers vegna að binda bókstaflega túlkun við boðorðin tíu?
Þegar maður skoðar þessar hátíðir þá eru þær mjög merkilegar. Þær eru táknmyndir fyrir Krists og í flestum tilfellum krossinn. Það er ekkert að því að halda þær en þá þarftu líka að fórna dýrum og mér finnst það ekki við hæfi því að Kristur er kominn og Hann er búinn að færa fórnina svo að fórna dýrum hefur enga þýðingu lengur.  Þetta er líka atriði sem lærisveinarnir glímdu sérstaklega við og færðu rök fyrir að við ættum að hætta að fórna dýrum en þessar hátíðir snúast að stórum hluta um það.

Theódór
Við skulum líka athuga að það er óhlýðni við Guð að leggja meiri byrðar á fólk en Hann ætlast til (kallað að auka við boðorð Guðs í Mósebókunum.)

Það er einmitt það sem fariseiarnir voru búnir að gera við hvíldardaginn. Þeir voru búnir að búa til alls konar reglur um hve mikið þú máttir halda á, á hvíldardegi; hve langt þú mættir ganga og svo mætti lengi telja. Guð kom ekki með þessar kröfur, Hann aftur á móti sagið þetta:

Jesaja 58
Ef þú varast að vanhelga hvíldardaginn,
varast að gegna störfum þínum á helgum degi mínum,
ef þú kallar hvíldardaginn fagnaðardag,
dag helgaðan Drottni, gleðidag,
og heiðrar hann með því að hafast ekkert að
og sinnir ekki hugðarefnum þínum eða masar,
muntu gleðjast yfir Drottni.
Þá mun ég láta þig ríða yfir hæðir landsins
og njóta arfsins eftir föður þinn, Jakob,
því að munnur Drottins hefur talað það. 

Mofi, 22.12.2009 kl. 10:40

55 Smámynd: Mofi

Haukur
Jú en ekki ógerlegann!
Jesú sagði að við ættum að vera fullkomin eins og Guð. Ég er að benda á að halda sjöunda daginn heilagan. Hvort er erfiðara?

Mofi, 22.12.2009 kl. 10:41

56 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dóri

Jesú sagði að við ættum að vera fullkomin eins og Guð.

Hann sagði að við ættum að sækjast eftir því að vera eins og Guð, hann vissi vel að enginn mennskur maður gæti orðið við slíkri kröfu. En við eigum auðvitað að sækjast eftir því eins og við getum.

Ég er að benda á að halda sjöunda daginn heilagan. Hvort er erfiðara? 

Þú ert að benda svo kallaðar "syndir" annarra þegar þú sérð ekki flísina í eigin auga. Sem heitir hræsni minn kæri. Þú af öllum ættir að vita betur.

Eins og Kiddi sagði hér ofar, þá er sabbatinn vissulega á laugardegi, en Drottins dagur er á sunnudegi. Og ef þú vilt vera maður fullkominn eins og aðventkröfurnar gera kröfu um, þá skalt þú hafa hvern dag sem Drottins dag!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.12.2009 kl. 11:16

57 Smámynd: Mofi

Haukur
Þú ert að benda svo kallaðar "syndir" annarra þegar þú sérð ekki flísina í eigin auga. Sem heitir hræsni minn kæri. Þú af öllum ættir að vita betur.

Ef einhver veit um synd hjá mér þá vona ég að hann hafi kærleika til þess að benda mér á hana. Ég er ekki fullkominn en ég vil ekki lifa í synd og vona að ef einhver bendir mér á synd í mínu lífi að ég hafi vit á að taka þeirri ábendingu vel og fylgja Guði betur.

Ekki ertu að segja mér að Páll hafi verið hræsnari þegar hann bendir grikkjum á að Guð bannar skurðgoða dýrkun?

Haukur
Eins og Kiddi sagði hér ofar, þá er sabbatinn vissulega á laugardegi, en Drottins dagur er á sunnudegi. Og ef þú vilt vera maður fullkominn eins og aðventkröfurnar gera kröfu um, þá skalt þú hafa hvern dag sem Drottins dag!

Hver sagði að sunnudagurinn væri Drottins dagur?

Mofi, 22.12.2009 kl. 11:32

58 Smámynd: Flower

Sem betur fer Mofi hefur Guð mikla þolinmæði gagnvart okkur bersynduga mannkyni og er ekki þörf á. Þetta er í blóðinu á okkur þessi óhlýðni. Þetta er einfaldlega æfilangur lærdómur og Guð er sannarlega þolinmóður þegar hann flysjar af okkur smátt og smátt og mótar í sinni mynd. Við stökkvum ekkert fyrirhafnarlaust í þetta hlutverk.

Við eigum ekki að rísa gegn trúsystkynum sem gera hluti eitthvað öðruvísi en við höfum tamið okkur og leggja óljósar byrðar á þau. Það er nóg um þannig fordæmi í NT þannig að við göngum ekki gegn Guði með því. Þú hefur þína leið sem þér finnst rétt og við og allir kristnir höfum okkar.

Flower, 22.12.2009 kl. 12:43

59 Smámynd: Mofi

Flower, af hverju finnst þér það vera að rísa upp á móti trúsystkinum að benda á boðorðin tíu?

Jakobsbréf 5
Bræður mínir og systur, ef einhver meðal ykkar villist frá sannleikanum og einhver snýr honum aftur, þá viti hann að hver sem snýr syndara frá villu vegar hans mun frelsa sálu hans frá dauða og bæta fyrir fjölda synda.

Mofi, 22.12.2009 kl. 12:50

60 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þegar maður skoðar þessar hátíðir þá eru þær mjög merkilegar. Þær eru táknmyndir fyrir Krists og í flestum tilfellum krossinn. (Halldór.)

Þetta er einmitt það sem við erum að benda þér á Halldór (með litlum árangri,) að hvíldardagurinn er táknmynd fyrir Krist, hvíld fyrir þá sem hafa tekið við Honum.

Þegar maður skoðar þessar hátíðir þá eru þær mjög merkilegar. Þær eru táknmyndir fyrir Krists og í flestum tilfellum krossinn.

Tölum um þær  hátíðir sem krefjast ekki fórna, t.d. þetta boð um hvíldarár í 23. kafla: Sex ár skalt þú sá jörð þína og safna gróða hennar, en sjöunda árið skalt þú láta hana liggja ónotaða og hvílast, svo að hinir fátæku meðal fólks þíns megi eta.

Eitt enn, í 16. kafla segir um hvíldardaginn: Haldi hver maður kyrru fyrir á sínum stað, enginn fari að heiman á sjöunda deginum.

Ef þú vilt fara eftir bókstafnum í að halda hvíldardaginn er ekki hægt að fá betri fyrirmynd en konurnar sem fylgdu Jesú að gröfinni. Í niðurlagi 23. kafla Lúkasarguðspjalls kemur fram að hvíldardaginn héldu þær kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu.

Ef þú vilt fara bókstaflega eftir hvíldardagsboðorðinu ertu að brjóta það með því að fara á samkomu á laugardögum!

Theódór Norðkvist, 22.12.2009 kl. 13:02

61 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eitt sem ég gleymdi:

2. Mósebók 31:13.

Tala þú til Ísraelsmanna og seg: Sannlega skuluð þér halda mína hvíldardaga, því að það er teikn milli mín og yðar frá kyni til kyns, svo að þér vitið, að ég er Drottinn, sá er yður helgar.

Hvíldardagsboðinu er beint sérstaklega til Ísraelsmanna, sem voru Guðs útvalda þjóð (á þessum tíma a.m.k.) Hvergi kemur fram að hinum boðorðunum níu hafi verið ætlað að vera tákn milli Guðs og Ísraelsmanna sérstaklega, enda morð, þjófnaður, hórdómur, lygar o.s.frv. jafnslæm hvort sem Gyðingur eða Íslendingur fremur umræddar athafnir og ekki eru þær vek kærleikans, svo mikið er víst.

Theódór Norðkvist, 22.12.2009 kl. 13:15

62 Smámynd: Mofi

Theódór
Þetta er einmitt það sem við erum að benda þér á Halldór (með litlum árangri,) að hvíldardagurinn er táknmynd fyrir Krist, hvíld fyrir þá sem hafa tekið við Honum.

Geturðu stutt þetta með rökum eða út frá Biblíunni?  Á þessum hátíðum voru dýrum fórnað, mjög skýrt að þær bentu til Krists. Hvernig fer hvíldardagurinn að vera táknmynd fyrir Krist sem er núna fallin úr gildi? Af hverju var helgi sjöunda dagsins afnumin og eru einhver vers sem tala um fjórða boðorðið og segja að það er núna ekki lengur í gildi?

Theódór
Ef þú vilt fara bókstaflega eftir hvíldardagsboðorðinu ertu að brjóta það með því að fara á samkomu á laugardögum!

Fór ekki Jesú alla sína ævi í "kirkju" á sjöunda deginum? Heldur þú að Hann hafi verið að brjóta fjórða boðorðið með því?

Þær héldu kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu þ.e.a.s. að þær smurðu ekki líkama Krists vegna þess að hvíldardagurinn var byrjaður; svo alvarlega tóku þessar konur hvíldardags boðorðinu. Taktu síðan eftir að þetta gerist eftir krossinn og er skrifað áratugum eftir atburðinn.

Mofi, 22.12.2009 kl. 13:15

63 Smámynd: Mofi

Theódór
Hvíldardagsboðinu er beint sérstaklega til Ísraelsmanna, sem voru Guðs útvalda þjóð (á þessum tíma a.m.k.)

Nokkur atriði: 

1. Sjöundi dagurinn var gerður heilagur þegar Ísrael var ekki til.
2. Jesú talar um hvíldardaginn þannig að hann var gerður fyrir manninn og að sjöundi dagurinn tilheyri Honum.
3. Postulasagan 13:42 - Hérna biðja heiðingjar að fá að heyra meira frá lærisveinunum næsta hvíldardag og næsta hvíldardag kom öll borgin til að hlusta á þá. Hérna hefði verið frábært tækifæri fyrir lærisveinana að segja að núna væri komin nýr hvíldardagur og þeir gætu hitt þá á fyrsta degi vikunnar en þeir ekkert þannig.

Síðan er hérna mjög forvitnilegt vers varðandi hvíldardaginn og þá sem eru ekki gyðingar:

Jesaja 56
Svo segir Drottinn:
Varðveitið réttinn og iðkið réttlæti
því að hjálpræði mitt er í nánd
og réttlæti mitt birtist bráðlega.
Sæll er sá maður sem breytir þannig
og heldur fast við það
að halda hvíldardaginn án þess að vanhelga hann
og varðveitir hönd sína frá því að gera illt.
Útlendingur, sem er genginn Drottni á hönd,
skal ekki segja:
„Drottinn skildi mig frá þjóð sinni,“
og geldingur skal ekki segja:
„Ég er visið tré.“
Því að svo segir Drottinn:
Geldingar, sem halda hvíldardaga mína,
hafa valið það sem mér þóknast
og halda sér fast við sáttmála minn,
þeim gef ég í húsi mínu og innan múra minna
minnismerki og nafn
sem er betra en synir og dætur.
Eilíft nafn vil ég gefa þeim,
það er aldrei mun afmáð verða.
Og útlendinga, sem gengnir eru Drottni á hönd
til að þjóna honum og elska nafn hans,
til að verða þjónar hans,
alla þá sem halda hvíldardaginn og vanhelga hann ekki
og halda sér fast við sáttmála minn,
mun ég leiða til míns heilaga fjalls
og gleðja þá í bænahúsi mínu.
Brennifórnir þeirra og sláturfórnir
munu þóknast mér á altari mínu
því að hús mitt skal nefnast
bænahús fyrir allar þjóðir.
Svo segir Drottinn Guð

Mofi, 22.12.2009 kl. 13:23

64 Smámynd: Flower

Eins og bent hefur verið á Mofi þá brjótum við öll boðorðin tíu í sumum atriðum. Þegar ég horfi ánægjulegum augum á myndarlegan karlmann er ég að drýgja hór með honum í hjarta mér tæknilega séð. Það er þá nokkuð sem er á milli mín og Guðs. Ég hef hins vegar ekki myrt neinn og ég er ekki lygin eða þjófótt og finnst þannig hegðun ekki vera til eftirbreytni. Hitt er erfiðara viðfangs þar sem þar er frumhvöt að verki.

Það er líka milli mín og Guðs hvernig og hvort ég held hvíldardag. En Guð ákveður hvernig hann höndlar það sé það nauðsinlegt atriði. Mér finnst það vera ábyrgðaratriði hvernig við boðum öðrum trú og við verðum eiginlega að vera komin upp fyrir ákveðið stig sjálf og vera orðin örugg. Ég vil helst hugsa sem svo að allt sem aflaga fer í trúarlífi fólks verði það að eiga um það við Guð þar sem menn troða sínum hugmyndum í kennslu um Guð. Hugleiði þetta nánar meðan ég laga til fyrir jólin.

Flower, 22.12.2009 kl. 13:24

65 Smámynd: Mofi

Flower, það er eða var til kirkja sem predikaði að nota kynlíf til að veiða fólk í kirkjuna væri í lagi. Í sömu "kirkju" þá var líka hvatt til þess að þær konur sem tilheyrðu kirkjunni sinntu þeim mönnum sem höfðu ekki eiginkonur. 

Væri í lagi að benda svona kirkju á boðorðið "þú skalt ekki drýgja hór"?

Auðvitað er það milli þín og Guðs og fyrir þessar rökræður vissi ég ekkert um það. Ég er hérna aðeins að benda á hvað boðorðið segir og vil hvetja alla sem telja sig kristna að fara eftir því eftir bestu getu.

Mofi, 22.12.2009 kl. 13:34

66 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég fæ ekki betur séð en að þú dragir í efa að Friðrik geti verið kristinn, þótt hann haldi því fram, m.ö.o, að hann annaðhvort ljúgi eða sé hræsnari.

Það er einmitt þetta þrönga sjónarmið þess sem hefur náð "skilningi og tökum" á "hinum eina sanna sannleik", sem birtist alltaf í hroka gagnvart þeim sem hafa annan skilning og skoðun. Væri það okkur mönnum ætlað að öðlast einhvern endanlegan skilning í þessu lífi, þá væri ekki hver og einn með sinn eigin skilning, þrjóska þeirra sem vilja festa einn og sama skilninginn í höfði allra er lituð öllum stríðum og ofbeldi.

Haraldur Davíðsson, 22.12.2009 kl. 13:55

67 Smámynd: Mofi

Haraldur, þetta sem þú ert að lýsa er í rauninni eitthvað sem fylgir öllum rökræðum þar sem einhverjir eru ósammála. Friðrik þarna skrifar bækling þar sem hann heldur fram að mín kirkja sé á villigötum. Ég skrifa grein þar sem ég held því fram að Friðrik er á villigötum. Ég á erfitt með að sjá hvort sjónarmiðið er eitthvað þrengra en hitt. Hérna sé ég ekki betur en þú að halda því fram að mitt sjónarmið er rangt, ert þú þá hérna að segja að þú hafir hinn rétta skilning, hinn eina sanna sannleika?

Ég dreg ekki í efa að Friðrik trúi á Krist og vilji fylgja Honum. Ég er einfaldlega að benda honum á að þarna er hann að fylgja hefðum manna en ekki boðorði Guðs og er að vona að hann velji frekar að fylgja boðorðum Guðs.

Mofi, 22.12.2009 kl. 14:10

68 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég tók enga afstöðu til innihalds greinarinnar í þessu tilviki, eða afstöðu þinnar til málsins, heldur afstöðu þinnar til mannsins Mofi, þarna stendur hundurinn í kúnni.

Haraldur Davíðsson, 22.12.2009 kl. 14:27

69 Smámynd: Mofi

Haraldur, ég hef sömu afstöðu til allra kristna sem halda ekki hvíldardaginn, ég bendi á boðorðið og bið þá um að fylgja þeim. Ég og Haukur munum vonandi halda áfram að hittast og spjalla og vera vinir þótt að við erum ennþá ósammála um þetta atriði...

Mofi, 22.12.2009 kl. 14:47

70 Smámynd: Sigurjón Guðmundsson

Hvernig er það? Eru menn ekkert í vinnu? 

Mofi mundu "Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð,og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú.

 

Gaman að fylgjast með þessu orðaskaki og fannst magnað að lesa skrifin hans Kidda í Keflavík.  Stórbrotið svar sem ég er fyllilega sammála.

 

Svaraði Mofa á síðunni hans um þessi mál þar sem ég lýsti eftir samstöðu meðal kristinna.  Ég taldi okkur eiga að vera einn líkami Krists en hann taldi það ekki hægt vegna skoðanaágreinings á einum degi.  Ég sendi honum því þetta:

 

Takk fyrir svarið kæri bróðir.

Ég er ekki sammála þér að við getum ekki verið einn líkami Krists þó við eigum ekki sama hvíldardag.  Ef við berum kærleika frelsarans til hvors annars og reynum að gjöra aðrar þjóðir að lærisveinum þá erum við á svipuðum nótum.  Er það ekki nóg?  Heldurðu virkilega að eeeeendalaust karp á internetinu og á ráðstefnum þvert yfir heiminn milli kristinna manna sé mikilvægara en að bera út kærleikann?

 Við eigum að taka stöðu okkur einhversstaðar á almannafæri í þessu svartnætti sem nú grúfir yfir landinu og segja fólki frá því að Jesús elskar það.  Einn er jú líkaminn og einn andinn.

 Eins og Páll sagði í bréfi sínu til Efusus manna:

4:12-18. Þeir eiga að fullkomna hina heilögu og láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar, þangað til vér verðum allir einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs, verðum fullþroska og náum vaxtartakmarki Krists fyllingar. Vér eigum ekki að halda áfram að vera börn, sem hrekjast og berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi, tæld af slægum mönnum með vélabrögðum villunnar. Vér eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið, - Kristur. Hann tengir líkamann saman og heldur honum saman með því að láta sérhverja taug inna sína þjónustu af hendi, allt eftir þeim krafti, sem hann úthlutar hverri þeirra. Þannig lætur hann líkamann vaxa og byggjast upp í kærleika. 

Ég ber virðingu fyrir þínum skoðunum og tel að kristnir söfnuðir verði bara að vera sammála um að vera ósammála.  Til hvers að eyða þessu púðri í hvort annað?  Förum út og dreifum því sem skiptir máli....

Guð blessi þig yndislegi vinur!

 

Sigurjón Guðmundsson, 22.12.2009 kl. 15:18

71 Smámynd: Mofi

Sigurjón
Ég taldi okkur eiga að vera einn líkami Krists en hann
taldi það ekki hægt vegna skoðanaágreinings á einum degi.

Er einhver á þeirri skoðun að sunnudagurinn er heilagur?  Ef svo er, er það stutt af Biblíunni?

Fyrir forvitna þá svaraði ég þessari athugasemd hérna: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/989286/

Mofi, 22.12.2009 kl. 15:41

72 Smámynd: Theódór Norðkvist

Enn vitnarðu Halldór í Gamla testamentið í þetta sinn Jesaja 56 og túlkar það þannig að aðrir en Gyðingar séu skyldug til að halda hvíldardaginn (laugardaginn.)

En með sömu rökum eiga þeir þá ekki líka að

...halda sér fast við sáttmála minn [Guðs = lögmál Móse, allan pakkann, það var eini sáttmálinn sem var í gildi þá?]

stunda...Brennifórnir...og sláturfórnir?

Í rauninni ertu samt búinn að segja að það sé nauðsynlegt að brjóta hvíldardagsákvæðið þegar þú svarar Sveini á þinni síðu um hver eigi að ákveða hvaða störf eru lífsnauðsynleg á hvíldardegi, er þú segir:

Sveinn, samfélagið myndi ákveða það. Þetta er samvisku spurning sem hver verður að eiga við sjálfan sig.

1. Sjöundi dagurinn var gerður heilagur þegar Ísrael var ekki til.

En reglurnar um hvernig hann skyldi haldinn komu fyrst fram í lögmálinu. Í samskiptum Guðs við Nóa, Abraham, Ísak, Jakob og Jósef er hvergi minnst á helgi hvíldardagsins eða reglur þar um. Þó gerði Guð sáttmála bæði við Nóa og Abraham. Sýnir reyndar vel að Guð getur gert mismunandi sáttmála við menn á mismunandi tímum.

Theódór Norðkvist, 22.12.2009 kl. 18:50

73 identicon

Sören Kiergaard byrjaði "kierkjustormurinn" vegna þess að honum fannst það ömulegt að horfa upp á presta í kirkju landsins - á launum og í goðu málum - predíka að við eigum að "fylgja í fótspor" Jésús (eða likjast Guð).

Luther sagði: syndu hugrakkur (á dönsku: synd tappert). Vegna þess að hann vissi að synd er hlutur af eðli mannsins. Að lifa er að synda. Þetta skil Mofi ekki eða vill það ekki. Hann vil fylgja í fótspor Jésús, en hér mun hann alltaf mistakast. Og svo er spurning - sem t.d. Kierkegaard var að velta fyrir sig - er það ekki stærsta syndin: Að vera ekki sjálfan sig trú?

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 20:41

74 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dóri

Ég og Haukur munum vonandi halda áfram að hittast og spjalla og vera vinir þótt að við erum ennþá ósammála um þetta atriði...

Auðvitað! Hélstu virkilega að þú værir laus við mig?? Við höfum oft deilt um þetta áður, og aldrei slesst uppá vinskapinn, þú að minnsta rétt ræður öðru!

Sigurjón

Hvernig er það? Eru menn ekkert í vinnu? 

Jú, útskýrir það fjarveru mína af blogginu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.12.2009 kl. 22:47

75 Smámynd: Jón Valur Jensson

MOFI: "... já, hún [Rómarkirkjan] hiklaust var villukirkja enda lét hún ekki taka út boðorðið með skurðgoð."

Viltu ekki reyna að tala skýrt um þetta? Ertu að segja, að Rómarkirkjan hafi átt að taka út eitthvert boðorð? Eða ætlaðirðu að segja eitthvað þveröfugt? Og ertu þá í alvöru að halda því fram, að Rómarkirkjan banni ekki skurðgoðadýrkun – jafnvel, að hún hafi sniðið bann gegn skurðgoðadýrkun úr Biblíunni? Ef það er fullyrðing þín, bentu þá á ritningargreinina. Ef þú átt aðeins við mismunandi númera-röðun boðorðanna, skaltu taka það fram. En sannarlega er skurðgoðadýrkun bönnuð í allri Ritningunni, líka hjá Páli o.s.frv., og því banni framfylgt af kaþólsku kirkjunni með siðaboðum hennar, í predikunum o.s.frv.

Ef andkaþólskir halda því fram, að heiðrun helgra manna, umfram allt Maríu Guðsmóður, sé skurðgoðadýrkun – eða að styttur af þeim feli slíkt í sér – og jafnvel að Kristsmyndir, þ.m.t. helgi-íkon af Kristi, feli í sér skurðgoðadýrkun, þá er það þeirra eigin misskilningur. Við dýrkum ekki dýrlinga sem guði né helgimyndir sem persónur, heldur sem myndir sem laði hugsun að guðrækni – íkon af Kristi laða hugann að honum sjálfum, píslum hans og fórn, ekki að tréstokknum sem maður horfir á!

Guð gefi ykkur og okkur öllum gleðileg jól.

Jón Valur Jensson, 23.12.2009 kl. 03:43

76 Smámynd: Mofi

Theódór
En með sömu rökum eiga þeir þá ekki líka að

...halda sér fast við sáttmála minn [Guðs = lögmál Móse, allan pakkann, það var eini sáttmálinn sem var í gildi þá?]

stunda...Brennifórnir...og sláturfórnir? 

Nei af því að þær voru skuggi af þeirri fórn sem Jesú færði á krossinum. Þær bentu til Krists; það væri móðgun við Krist að færa þannig fórnir því maður væri að gefa í skyn að Hans fórn væri ekki nóg. Þetta er líka eitthvað sem NT fjallar um ýtarlega og útskýrir af hverju þetta er fallið úr gildi og GT ( Daníel 9) spáði fyrir að Messías myndi afnema fórnarkerfið.

Theódór
Í rauninni ertu samt búinn að segja að það sé nauðsynlegt að brjóta hvíldardagsákvæðið þegar þú svarar Sveini á þinni síðu um hver eigi að ákveða hvaða störf eru lífsnauðsynleg á hvíldardegi, er þú segir:

Þannig var það í Ísrael og þannig útskýrir Jesú hvernig við eigum að halda hvíldardaginn, er eitthvað að því að fara eftir því sem Jesú segir um þetta mál?  Að gera góðverk á hvíldardegi er hið besta sem þú getur gert til að heiðra helgi Hans enda það sem Jesú gerði.

Theódór
Sýnir reyndar vel að Guð getur gert mismunandi sáttmála við menn á mismunandi tímum

Það er heldur ekkert tekið fram með guðlast, heiðra föður og móður; og drýgja hór; heldur þú að þeir hafi gert þessa hluti af því að Biblían nefnir ekki að Guð hafi frætt þá um þessa hluti?

Mofi, 23.12.2009 kl. 12:48

77 Smámynd: Mofi

Jakob
Vegna þess að hann vissi að synd er hlutur af eðli mannsins. Að lifa er að synda. Þetta skil Mofi ekki eða vill það ekki. Hann vil fylgja í fótspor Jésús, en hér mun hann alltaf mistakast

Já, án efa mun ég upplifa mörg mistök á lífsleiðinni en lykil atriðið er að reyna og ekki velja að brjóta boðorð Guðs.

Mofi, 23.12.2009 kl. 12:49

78 Smámynd: Mofi

Haukur
Auðvitað! Hélstu virkilega að þú værir laus við mig?? Við höfum oft deilt um þetta áður, og aldrei slesst uppá vinskapinn, þú að minnsta rétt ræður öðru!

Gott að vita.   Well, ég vissi það alveg :)

Mofi, 23.12.2009 kl. 12:50

79 Smámynd: Mofi

Jón Valur
En sannarlega er skurðgoðadýrkun bönnuð í allri Ritningunni, líka hjá Páli o.s.frv., og því banni framfylgt af kaþólsku kirkjunni með siðaboðum hennar, í predikunum o.s.frv.

Hvað er þá með allar stytturnar sem kaþólikkar almennt eru að falla fram fyrir og tala til og oftar en ekki virkar eins og verið er að tilbiðja dýrlingana?   Mig grunaði ekki að þú myndir mótmæla þessu heldur aðeins vísa til vald kirkjunnar og páfa til að breyta því sem þau vilja breyta.

Þú þarft endilega að gera grein um þetta atriði því að ég er örugglega ekki sá eini sem telur að kaþólikkar hafni þessu boðorði til að halda í dýrlingana og stytturnar af þeim.

Mofi, 23.12.2009 kl. 12:57

80 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mofi, þetta er lélegt svar hjá þér: "Hvað er þá með allar stytturnar sem kaþólikkar almennt eru að falla fram fyrir og tala til og oftar en ekki virkar eins og verið er að tilbiðja dýrlingana? Mig grunaði ekki að þú myndir mótmæla þessu heldur aðeins vísa til vald kirkjunnar og páfa til að breyta því sem þau vilja breyta."

Lélegt er það vegna þess, að í 1. lagi var ég ekkert að vísa til valds kirkjunnar og páfa í þessu sambandi og í 2. er eins og þú hafir alls ekki lesið 2. málslið minn í sama svari. Ég skal feitletra hann fyrir þig í þetta sinn:

Ef andkaþólskir halda því fram, að heiðrun helgra manna, umfram allt Maríu Guðsmóður, sé skurðgoðadýrkun – eða að styttur af þeim feli slíkt í sér – og jafnvel að Kristsmyndir, þ.m.t. helgi-íkon af Kristi, feli í sér skurðgoðadýrkun, þá er það þeirra eigin misskilningur. Við dýrkum ekki dýrlinga sem guði né helgimyndir sem persónur, heldur sem myndir sem laði hugsun að guðrækni – íkon af Kristi laða hugann að honum sjálfum, píslum hans og fórn, ekki að tréstokknum sem maður horfir á!

Jón Valur Jensson, 23.12.2009 kl. 15:38

81 Smámynd: Theódór Norðkvist

Halldór þetta eru útúrsnúningar hjá þér. Guðlast, hórdómur og óhlýðni við foreldra lýsa ekki kærleika, en uppröðun dagatalsins brýtur ekki gegn kærleikanum.

Mig langar síðan að spyrja þig að ef þessi hvíldardagskvöð er svona mikið sáluhjálparatriði, af hverju er ekki minnst einu orði á hana í öllu Nýja testamentinu, nema þegar farísearnir (=aðventistarnir?) eru ávíttir fyrir lögmálskennda vélræna túlkun sína á þeim?

Hinsvegar er margoft talað gegn hórdómi, óhlýðni við foreldra og guðlasti í NT.

Lestu þetta, ef þú vilt læra eitthvað:

http://www.ukapologetics.net/07/sabberror.htm

http://www.christian-thinktank.com/finaltorah.html

Theódór Norðkvist, 23.12.2009 kl. 17:06

82 Smámynd: Mofi

Jón Valur, þetta var nú frekar spurning en ekki svar. Mér bara datt ekki til hugar að kaþólikkar hefðu þessa sýn á málið. Að minnsta kosti frá mínum bæjardyrum séð þá sleppið þið boðorðinu um skurðgoð í ykkar opinberu útgáfu og eruð að brjóta það með þeim styttum sem þið fallið fram fyrir og biðjið til enda eru margir ekki að biðja til Krists heldur einhvers einstaklings sem er löngu dáinn.

Theódór
Halldór þetta eru útúrsnúningar hjá þér. Guðlast, hórdómur og óhlýðni við foreldra lýsa ekki kærleika, en uppröðun dagatalsins brýtur ekki gegn kærleikanum.

Kærleiks hluti fjórða boðorðsins felst í nokkrum atriðum, eitt er hlýðni og virðing við Guð. Hann biður okkur um að viðra að þessi dagur er Honum heilagur. Annað er að til þess að samfélag vaxi í kærleika þá þarf fólk að eiga stund saman. Annars kólnar kærleikur milli manna enda verða þeir ókunnugir.  Að einhver annar er Guð ráði hvenær þessi stund er leiðir til óreiðu og sundrungar.

Theódór
Mig langar síðan að spyrja þig að ef þessi hvíldardagskvöð er svona mikið sáluhjálparatriði, af hverju er ekki minnst einu orði á hana í öllu Nýja testamentinu, nema þegar farísearnir (=aðventistarnir?) eru ávíttir fyrir lögmálskennda vélræna túlkun sína á þeim?

Af öllum boðorðunum þá fær hvíldardags boðorðið einna mestu umfjöllun. Aðalega þá er það já að Jesú er að lagfæra afskræmingu fariseianna á þessu boðorði, voru búnir að breyta því í byrgði í staðinn fyrir hvíldar og ánægju dag.

Theódór
Lestu þetta, ef þú vilt læra eitthvað:

Ég þekki þetta allt saman og þetta hefur allt sama grunninn, uppreisn gegn lögmáli Guðs. Mjög sorglegt og mér hreinlega óskiljanlegt af hverju þeir sem kalla sig kristna vilja berjast á móti sjálfum boðorðunum tíu. Ef einhver vill í raun og veru fylgja Guði þá myndi þessi einfalda bón Guðs að eiga stund með manni á ákveðnum tíma vera ánægju efni en af einhverjum undarlegum ástæðum þá metur fólk hefðir meira en boðorð Guðs; ég bara vona að uppskeran verði ekki glötun.

Mofi, 23.12.2009 kl. 18:11

83 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mjög þægileg leið til að sleppa við að rökstyðja sitt mál að segja bara að málflutningur mótaðilans sé uppreisn gegn lögmáli Guðs. Frekar barnalegt.

Ég er tilbúinn að setja fram þessi rök lið fyrir lið og þér er þá velkomið að svara þeim á blogginu mínu (ekki moggablogginu, á Bloggheimum.)

Hef ekki tíma núna, en geri það kannski síðar.

Annars óska ég þér gleðilegra jóla.

Theódór Norðkvist, 23.12.2009 kl. 18:19

84 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Kæri Mofi, bara stutt svar , ég var búinn að gleyma þessum pistli.

Ég er sammála að fyrir lögmál kemur þekking syndar og vissulega er syndin lagabrot. Það er líka rétt að boðorðin falla ekki úr gildi. En hins vegar erum við í Kristi dánir lögmálinu, til að lifa Kristi. Sjáðu, ef við erum í Kristi þá erum við endurfæddir af Guðs anda og eitt með honum. Lögmál Hans er í hjörtum okkar samkvæmt Hebreabréfinu 8 og 10.

Páll kallar reyndar boðorðin 10 í 2.kor 4 þjónustu dauðans. Hvað á hann við, jú hann útskýrir það í 1. Tím 1.8 þar sem segir: Vér vitum að lögmálið er gott, noti maðurinn það réttilega og viti að það er ekki ætlað réttlátum, heldur lögleysingjum og þverbrotnum, óguðlegum og syndurum, vanheilugum og óhreinum, föðurmorðingjum, móðurmorðingjum, manndrápurum, frillulífismönnum, mannhórum.....  listinn er lengri.  Af hverju eiga Guðs börn að skipa sér í þennan hóp ?

Þarf Guð á boðorðunum 10 að halda til að gera það sem rétt er ? Af hverju þá sá sem fæddur er af anda Guðs og er Hans barn ?

Halldór, það er enginn dagur heilagur, við tilbiðjum ekki daga, við tilbiðjum Guð föður og son Hans Jesúm Krist.

Og þar sem andi Drottins er þar er frelsi, frelsi frá hverju ?? Jú frelsi frá lögmáli. 

Eigum við þá að syndga ?? Eða höfum við þá frelsi til að syndga ?? Fjarri fer því segir Páll (Róm  6.15 )  Og síðan í Títus 2.11-12 : " Því að náð Guðs hefur opinberast til sáluhjálpar öllum mönnum. Hún kennir oss að afneita óguðleik."

Sjáðu minn kæri Halldór, það er náðin sem gefur vald yfir syndinni, ekki lögmálið, lögmálið getur aðeins sýnt þér hvað synd er.

P.S. Ég elska lögmál Guðs, því að það er heilagt réttlátt og gott, en það er því miður gagnslaust gagnvart holdinu ( Róm 8.3.) þess vegna sendi Guð Jesú. Hallelúja og gleðilega hátíð .

Kristinn Ásgrímsson, 23.12.2009 kl. 19:23

85 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Fyrirgefðu svarið varð ekki stutt, eins og ég ætlaði.

Kristinn Ásgrímsson, 23.12.2009 kl. 19:24

86 Smámynd: Mofi

Theódór
Mjög þægileg leið til að sleppa við að rökstyðja sitt mál að segja bara að málflutningur mótaðilans sé uppreisn gegn lögmáli Guðs. Frekar barnalegt.

Þegar einhver fer fjallabaksleið til að afsaka af hverju hann vill ekki fara eftir einu af boðorðunum tíu þá finnst mér einfaldlega þetta vera það sem er í gangi.

Theódór
Ég er tilbúinn að setja fram þessi rök lið fyrir lið og þér er þá velkomið að svara þeim á blogginu mínu (ekki moggablogginu, á Bloggheimum.)

Mín væri ánægjan.

Gleðileg jól!  :)

Mofi, 23.12.2009 kl. 20:37

87 Smámynd: Mofi

Kristinn
En hins vegar erum við í Kristi dánir lögmálinu, til að lifa Kristi. Sjáðu, ef við erum í Kristi þá erum við endurfæddir af Guðs anda og eitt með honum. Lögmál Hans er í hjörtum okkar samkvæmt Hebreabréfinu 8 og 10.

Er þess vegna ekki hin eðlilegu viðbrögð einlægs kristins einstaklings að þegar hann les boðorðin tíu og þar með talið hvíldardags boðorðið að þá er það honum sönn ánægja að halda það?

Kristinn
Páll kallar reyndar boðorðin 10 í 2.kor 4 þjónustu dauðans. Hvað á hann við, jú hann útskýrir það í 1. Tím 1.8 þar sem segir: Vér vitum að lögmálið er gott, noti maðurinn það réttilega og viti að það er ekki ætlað réttlátum, heldur lögleysingjum og þverbrotnum, óguðlegum og syndurum, vanheilugum og óhreinum, föðurmorðingjum, móðurmorðingjum, manndrápurum, frillulífismönnum, mannhórum.....  listinn er lengri.  Af hverju eiga Guðs börn að skipa sér í þennan hóp ?

Börn Guðs eiga að vita að þau tilheyrðu þessum hópi en gera það ekki lengur því að fórn Krists hefur gert þeim kleypt að vera saklaus þótt þau eru það ekki. Eftir þá upplifun, eftir að fara undir náð Krists þá á löngunin enn frekar að einmitt tilheyra ekki þessum hópi heldur vera frjáls undan oki syndarinnar. Þess vegna ætti það þeim að vera hræðileg tilhugsun að gera sig að lögleysingja með því að velja að fylgja ekki boðorðum Guðs.

Kristinn
Sjáðu minn kæri Halldór, það er náðin sem gefur vald yfir syndinni, ekki lögmálið, lögmálið getur aðeins sýnt þér hvað synd er.

P.S. Ég elska lögmál Guðs, því að það er heilagt réttlátt og gott, en það er því miður gagnslaust gagnvart holdinu ( Róm 8.3.) þess vegna sendi Guð Jesú. Hallelúja og gleðilega hátíð .

Alveg sammála. Boðorðin tíu segja okkur hvað synd er og samkvæmt Hebreabréfinu 10 sem þú vitnaðir í þá er sá sem lifir undir náð með miklu meiri löngun að halda boðorðin því að hann vill fyrir alla muni ekki smána anda náðarinnar og syndga viljandi. Það er rétt að við erum ekki fullkomin og stundum föllum við en aðal atriðið er að við eigum að hafa djúpa löngun að lifa í samræmi við Guðs vilja og hvíldardags boðorðið á ekki að vera undan skilið því. Eða á það að vera þannig að maður heldur boðorð Guðs; þ.e.a.s. aðeins þau boðorð sem henta manni?

Takk fyrir mjög góða og vingjarnlega athugasemd.  Gleðilega hátíð!

Mofi, 23.12.2009 kl. 20:48

88 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gleðilega hátíð Dóri minn, og velti ég fyrir mér hvað þið aðventistar gera þegar jólin eru á hvíldardegi ... hvernig virkar það?? Bannað að elda? Eða hvað? Munt þú þá gerast syndaselur eins og ég??

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.12.2009 kl. 01:18

89 Smámynd: Historiker

Kjarninn í því að vera kristinn er að varpa hinum forngyðinglega hugsunarhætti gamla testamentisins út í hafsauga. Í nýja testamentinu er Jesús sífellt að brjóta gegn kennisetningum þess gamla, t.d varðandi hvíldardaginn og þegar grýta átti greyið konuna sem hann bjargaði svo eftirminnilega. "Sá yðar sem syndlaus er ... " var einnig "lögmálsbrot." En er kjarni kristinnar trúar.

Historiker, 24.12.2009 kl. 02:30

90 Smámynd: Theódór Norðkvist

Rétt hjá sagnfræðingnum, þurfum að hverfa frá hugsunarlausri lögmálshyggju og fara eftir lögmáli anda Krists sem hefur kærleika til Guðs og manna að leiðarljósi og gætir fyrst og fremst að því að brjóta ekki gegn anda lögmálsins og tilgangi.

Gleðileg jól, félagar.

Theódór Norðkvist, 24.12.2009 kl. 03:04

91 Smámynd: Jón Valur Jensson

Verð að svara Mofa seinna. Gleðileg jól, öll þið sem þetta lesið.

Jón Valur Jensson, 24.12.2009 kl. 11:47

92 Smámynd: Mofi

Haukur, það er góð venja að elda ekki á hvíldardegi en ég þekki samt mjög fáa aðventista sem gera það. Mér persónulega finnst ekki við hæfi að vaska upp á hvíldardögum en það er samt gert í flestum af okkar kirkjum en eins og allt þetta þá er það samviska hvers og eins sem skiptir máli. Þetta á að vera sérstakur dagur þar sem dægur þrasinu er sleppt og maður hugsar ekki einnu sinni um vinnuna heldur einbeitir sér að fjölskyldunni og Guði. Ég myndi t.d. segja að sleppa sjónvarpi og tölvuleikjum væri tilvalið á hvíldardegi en geri það ekki sjálfur; vona að ég myndi sleppa því ef ég væri giftur með fjölskyldu en hver veit.

Gleðileg jól Haukur og félagar!

Mofi, 24.12.2009 kl. 12:27

93 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ósköp er nú gott að jólin séu komin. Einu stundirnar sem hægt er að taka sér ærlegt frí frá argaþrasi stjórnmála, trúmála og allra mála. Ætla ekki að eyða einni hugsun í þessa málaflokka yfir hátíðarnar.

Gleðileg jíl og gott nýtt ár..

Óskar Arnórsson, 24.12.2009 kl. 13:13

94 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Valur - gleðileg jól til þín og þinna! Megi Guð vaka yfir ykkur yfir hátíðarnar. 

Dóri

það er góð venja að elda ekki á hvíldardegi en ég þekki samt mjög fáa aðventista sem gera það.

Eru þau þá ekki grýtt? Stendur það ekki lögmálinu?

Mér persónulega finnst ekki við hæfi að vaska upp á hvíldardögum en það er samt gert í flestum af okkar kirkjum en eins og allt þetta þá er það samviska hvers og eins sem skiptir máli.

Vaska upp? Ja hérna, þvílíkir syndaselir sem gefa skít í lögmál Guðs!

Þetta á að vera sérstakur dagur þar sem dægur þrasinu er sleppt og maður hugsar ekki einnu sinni um vinnuna heldur einbeitir sér að fjölskyldunni og Guði.

Samt hefur þú stundum bloggað á hvíldardögum! REPENT! For the end is nigh!

Ég myndi t.d. segja að sleppa sjónvarpi og tölvuleikjum væri tilvalið á hvíldardegi en geri það ekki sjálfur; vona að ég myndi sleppa því ef ég væri giftur með fjölskyldu en hver veit.

Eitt orð: BORING!  hehe ..

Gleðileg jól Haukur og félagar!

Sömuleiðis!

Óskar - sammála! En ég varð aðeins að bauna á Dóra, hann á það soldið skilið eins og er. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.12.2009 kl. 14:56

95 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Teddi minn, ég þakka þína dyggu aðstoð í fjarveru minni. Kærar þakkir og Gleðileg jól gamli ven!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.12.2009 kl. 14:57

96 Smámynd: Mofi

Haukur
Eru þau þá ekki grýtt? Stendur það ekki lögmálinu?

Stendur í boðorðunum tíu að það á að grýta þá sem elda á hvíldardegi?  Biblían gefur ekki mjög nákvæma lýsingu á því hvað það er að halda hvíldardaginn svo þetta er aðalega spurningu um samvisku hvers og eins.

Haukur
Eitt orð: BORING!  hehe .

Það er akkúrat málið. Okkar samfélag er orðið svo steikt að það getur ekki tekið sér frí frá þessum hlutum þótt það sé ekki nema í einn dag. Með öðrum orðum, fyrir marga að virkilega halda hvíldardaginn er heilmikið mál. Að taka sér frí frá sínum eigin áhugamálum og sinna fjölskyldunni og Guði er eitthvað sem þeir eru ekki tilbúnir að gera; það er of mikil fórn fyrir þá. Augljóslegt að kærleikurinn er hérna orðinn frekar kaldur.

Haukur
Samt hefur þú stundum bloggað á hvíldardögum! REPENT! For the end is nigh!

Alltaf gott að iðrast :)    En engin spurning, þegar bloggið er eins og dægur þras þá er betra að sleppa því og ekki leyfa t.d. bölsýninni hans DoctorE að skemma daginn fyrir sér.

Haukur
En ég varð aðeins að bauna á Dóra, hann á það soldið skilið eins og er.

Miðað við síðustu rök þá heldur þú sunnudaginn ekki heldur heilagan; enda hvernig er hægt að halda eitthvað heilagt sem aðeins menn hafa gert heilagt?  

Málið er einfalt, þegar Guð segir manni að gera það sem manni þykir gáfulegt og gott þá gerir maður það en hvaða þökk á maður skilið fyrir það. Myndi maður ekki gera hið sama hvort sem maður væri að fylgja Guði eða ekki?  Nei, málið er hvernig maður bregst við því þegar Guð biður mann um að gera eitthvað sem manni hentar ekki. Það er þá sem kemur raunverulega í ljós hverjum maður fylgir, sjálfum sér eða Guði.

Mofi, 28.12.2009 kl. 11:11

97 Smámynd: Birgirsm

Fróðlegar umræður og harðar á köflum, en Jóhanna Magnúsdóttir á "SETNINGU ÁRSINS" á trúmálablogginu sem hún skrifar í athugasemd no.2 hér fyrir ofan, en þar skrifar hún eftirfarandi:

.....En þessi skoðun mín kemur kannski vegna þess að ég er ekki "Biblíutrúar" :-) .........

Á þessi setning ekki vel við þig Haukur, ég held að svo sé ! 

Hvernig er hægt að setja sig í dómarasæti til að skera úr um það hvað sé rétt og hvað sé rangt í kristinni trú, með svona afstöðu til Biblíunnar ?  Er Biblían ekki undirstaða kristinnar trúar ?

Ef ég hef ekki neitt til þess að leiða mig á minni trúargöngu annað en tilviljunarkenndar sjálfsákvarðanir og leiðbeiningar misgóðra manna hlýt ég að villast hressilega, hvort sem umræðuefnið er um "hvíldardaginn" eða hvaðeina það sem viðkemur kristinni trú. 

En Jesús svaraði þeim: „Þið villist því að þið þekkið ekki ritningarnar né mátt Guðs. Matt 22:29 

Birgirsm, 28.12.2009 kl. 22:59

98 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er gott að vita fyrir víst að ekkert er heilagt með neinn dag fram yfir annan. þetta tal um að sunnudagur sé heilagur og að Guð sé með hvíldardag er alveg ótrúlegt.

það eru smíðaðar kirkjur sem eru ekkert annað enn gullkálfar og púra guðlast. Það er tala með vandlætingu um heilagan hvíldardag sem er hrokafull afstaða til Guðs.

Ef fólk virkilega vill ganga á Guðs vegum gæti þaað byrjað að skilja að Biblía hefur nákvæmlega ekkert með sanna trú að gera.

Biblía er fyrir þá sem vilja drottna, vera í trúarpólitík með markmiði að ráðskast með völd og þess háttar.

þeir skilja þetta sem eru sannir í Orði Drottins.

Óskar Arnórsson, 28.12.2009 kl. 23:11

99 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Birgir

þú ert alltaf sami hræsnarinn.

Á þessi setning ekki vel við þig Haukur, ég held að svo sé ! 

Þú segir þetta um mig og Jóhönnu, og lætur svo þessi orð útúr þér:

Hvernig er hægt að setja sig í dómarasæti til að skera úr um það hvað sé rétt og hvað sé rangt í kristinni trú, 

Dóri - áttu ekki ól eða eitthvað handa Birgi? Mér sýnist hann vera alinn upp í helli eða eitthvað. Úfff ... alltaf sé ég eftir samskiptum við þennan bókstafstrúarmann sem leyfir sér að dæma ALLA söfnuði Íslands að undanskilinni aðvent kirkjunni til helvítis! 

Vertu þá ekki að eiga samskipti við menn sem hafa merki dýrsins á sér Birgir! Fyrst að þú ert svona viðkvæmur fyrir gagnrýni og reyndar viðkvæmur fyrir skoðun þorra mannkyns!

En takk fyrir að sanna orð mín Birgir, það er bókstafsmenn eins og þú sem ég er einmitt að gagnrýna, og þá á ég við menn sem leyfa sér að dæma eins hart og þú gerir.

Óskar - ég tek undir hvert orð hjá þér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.12.2009 kl. 13:10

100 Smámynd: Mofi

Haukur, ertu sammála því að Biblían er fyrir þá sem vilja drottna og ráðskast með völd? 

Birgir er...já, dáldið grófur karakter :)

Ég samt sé hann ekki dæma einhverja til helvítis. Að hvetja fólk til að fara eftir Biblíunni er það sem ég tel að hlutverk þess sem vill vera lærisveinn Krists. Ekki hægt að neita því að það er kúnst að gera það í kærleika og skiljanlega.  Það er Guð sem dæmir og Hann gerir það í gegnum orð sitt. Við virðumst vera komnir á þann stað í okkar samfélagi að ákveðnir kaflar Biblíunnar brjóta í bága við lög; særa tilfinningar t.d. samkynhneigðra og guðleysingja vegna þeirra orða sem Biblían notar yfir þá. Einn dregur línuna við samkynhneigð ( þó að aðeins tvö vers í Biblíunni gagnrýna það ) og annar dregur línuna við hvíldardaginn og enn annar við óhreint kjöt og svo framvegis...  frekar erfitt mál :/

Mofi, 29.12.2009 kl. 13:33

101 Smámynd: Haraldur Davíðsson

...frekar erfitt mál fyrir þá sem vilja taka þessa sundurleitu og þversagnakenndu bók bókstaflega.

Frekar erfitt mál fyrir þá sem blanda saman "auga fyrir auga" og "bjóddu hinn vangann"

Frekar erfitt mál fyrir þá sem ætla sér að boða umburðarlyndi og náungakærleik með því að æsa til sundrungar og fordóma í garð meðbræðr sinna....

...já frekar erfitt mál.

Haraldur Davíðsson, 29.12.2009 kl. 13:37

102 Smámynd: Mofi

Haraldur, það sem er erfiðast er að standa á móti því sem er vinsælt samfélaginu. Erfitt að standa á móti hefðum og því sem hentar sumum þegar Biblían gagnrýnir það. Lítið mál að lifa í samræmi við boðskap Biblíunnar ef maður gerir það þannig að maður reynir ekki að hafa áhrif á það samfélag sem maður lifir í.

Mofi, 29.12.2009 kl. 13:51

103 Smámynd: Óskar Arnórsson

MOFI minn. Ég er ekkert að reyna að ásælast einkaleyfið þitt á Stóra Sannleikanum. Enn það er alveg hægt að treysta því að Guðs vegar eru ekki skrifaðir í Biblíunna.

það er oftast skilningu sá sem hver og einn fær, sem gerir gæfumunin í alvörutrú, og hjá þeim sem henda trúarábyrgð sinni á góða bók.

Biblíulestur er þroskandi, segja þeir sem lesa hafa hana með skynsemd og viti og ég trúi þeim.  það sést og heyrist á þeim að þeir eru traustir í sinni trú.

Að skyggja á Guð með endalausum Biblílestri og tala í engu nema tilvitninum, getur orðið þráhyggja og hefur alls ekki neitt með sanna trú að gera.

Við erum ekki hópsálir í lidanda lífi nema í mjög litlum mæli. Þess vegna eru vegir Guðs svona margir og órannsakanlegir, eins og segir einhverstaðar.

Hver og einn sem vill finna Guð, gerir það eftir eigin höfði. Biblían sjálf getur ekki gagnrínt neitt. Enn það getur lesandi túlkað sér í vil, vilji hann stjórna öðru fólki...

það má líkja Biblíunni með myndlistarverk. Fólk hópast að myndinni og engin sér sömu mynd...

Sammála þér í einu MOFI, og það er að Guð dæmir gegnum Orðið, enn Hann sendir ekkert skriflegt...eins og Biblíu.hann er svo öflugur að það þarf ekki.

Hann gæti allt eins tekið upp á því að senda e-mail, enn ég á ekki von á því.

Óskar Arnórsson, 29.12.2009 kl. 15:52

104 Smámynd: Mofi

Óskar, þú ert greinilega ósammála mér svo augljóslega ert þú að halda því fram að þín skoðun er sannari en mín, stærri sannleikur en minn. Ef að orð Guðs eru ekki skrifaðir í Biblíuna, hvar heldur þú að Hans orð eru skrifuð í?  Varðandi sanna trú, hvað áttu við? Sú trú sem er næst sannleikanum? Sú trú sem er mest einlæg? Ef málið er einlæg trú, getur þá ekki trú sem byggir á Biblíunni verið jafn einlæg og sú trú sem gerir það ekki?  Er sú trú sem byggir á eigin hyggjuviti betri en sú sem byggir á... persónulegri skoðun hvers og eins?

Í þessari umræðu er málið um hvort að sjöundi dagurinn er heilagur eða hvort að fyrsti dagurinn er heilagur. Biblían er alveg skýr svo það er ekki hún sem er að búa til eitthvað bjagaða mynd í þessu tilfelli.

Heldur þú virkilega að án Biblíunnar væri fólk meira sammála hvort öðru?

Mofi, 29.12.2009 kl. 16:19

105 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei MOFI! ég er bara að segja þér hvaða aðferð ég nota til að halda sambandi við Guð. Ekkert raunverulega nema það. Og líka...

Sönn trú er þegar maður finnur raunverulega fyrir Guði. Fyrir mér er það þannig.

Orðin eru lifandi MOFI, og þau tekur þú bara á móti rétt eins og útvarpstæki. Guð er sendirinn. 

Einlægni er ekki hægt að meta, þó það sé reynt. Allir dagar eru jafnheilagir og ég held að fólk verði hamingjusamara af að einbeita sér að Guði sjálfum í stað biblíunnar.

Í framtíðinni verður kannski spurt svona: "Hvað aðferð notar þú til að tengjast Guði?" 

Ég hugsa líka til alls þess stóra hóps í heiminum sem kann ekki að lesa, eða eiga engin fræðisetur. (kirkjur) Ég veit að þeir geta lært allt um Guð. Hvernig. Eingöngu með að vilja það sjálfir. Svo einfalt er þetta fyrir mér.

þú veist það jafnvel og ég MOFI að það er voða lítið sem tengir lifandi trú og að hafa einhverja skoðun. Ég er ekki að krítisera þína aðferð því ég trúi að hún virki fyrir þig.

Á sama hátt sem einhver aðferð virkar vel fyrir mig, þá þýðir það ekki að ég hafi höndlað Hinn Eina Stóra Sannleka. Mín aðferð gæti nefnilega ekki hentað þeim næsta.

Óskar Arnórsson, 29.12.2009 kl. 16:36

106 Smámynd: Mofi

Óskar, hvað ef Biblían er orð Guðs og hún lýsir þeirri leið sem Guð útbjó fyrir okkur að nálgast Hann? Eins og Galileó sagði "Biblían segir okkur hvernig við eigum að komast til himna, ekki hvernig himnarnir virka".  Ég er samt sammála þér að Guð útilokar ekki fólk af því að það hafði ekki aðgang að Biblíunni. Þótt að fólk hafi mismunandi aðferð þá hlýtur samt að vera ákveðinn sannleikur til og frávik frá honum geta verið hættuleg. Sá sem heldur að það er í lagi að ljúga og myrða hlýtur að vera á villigötum...

Mofi, 29.12.2009 kl. 17:05

107 Smámynd: Óskar Arnórsson

Biblían getur í mesta lagi verið leiðbeiningarbók. Og ég tek undir orð Galileó. Sannleikurinn er ekki efnislegur og er svo ótrúlegur að hann verðu aldrei settur á blað. Guð fyrir mér er allt of stórkostlegur til að það sé hægt. Með þessa reynslu mína hef ég t.d. ekki þörf á Biblíunni.

Nálægðin ein við Guð, fyllir þig af upplýsingum, og það er eins og það komi sameiginlega, kraftur og endalausar upplýsingar. Þessar upplýsingar er eiginlega ekki hægt að útskýra fyrir neinum öðrum. Það dregur úr þessum krafti að reyna það. Plús að ég hef alla vega ekki þann orðaforða, né kunnáttu að raða saman þeim skilningi og setja hann í orð.

"Þótt að fólk hafi mismunandi aðferð þá hlýtur samt að vera ákveðinn sannleikur til og frávik frá honum geta verið hættuleg."

það er einmitt þetta sem ég á við. það er ekki til neitt sem hægt er að kalla "hættuleg frávik" í leit og tengingu sinni við Guð. Eiginlega akkúrat þarna með þessari  settningu lýsir þú þröngri skoðun sem að mínu mati málar upp skakka mynd af Guði. Að persónugera Guð með skyldum , skilyrðum, kröfum og þess háttar, færir okkur fjær, og ekki nær.

það er ótrúlega flókið að útskýra einfaldleikan í sambandi við Guð. ég treysti mér alla vega ekki til þess. Og ég veit að ég finn ekki það í Biblíunni. 

Ef þú meinar að ljúga og myrða séu þessi frávik, þá er ég sammála því. það eru of mikil frávik. Alla vega seinkar manneskja með þannig hegðun, tengingu sinni við Guð.

það vill svo til að ég hitti svona manneskur á næstum hverjum degi í vinnunni. Ekki það að þeir telji rétt að myrða eða ljúga. Enn margir þeirra hafa myrt fólk og logið sig í gegnum lífið.

Enn margir þeirra hafa til þess góðar og gildar ástæður sem þeir sjálfir trúa alla vega...og þetta seinkar þeim töluvert að finna Guð. 

Óskar Arnórsson, 29.12.2009 kl. 17:30

108 Smámynd: Birgirsm

Haukur !

Hvað og hvern hef ég dæmt og fyrir hvað?

Er ég að gera eitthvað annað en að benda á, og það án þess að vera með einhverjar málalengingar, hvað mér persónulega finnst um fólk sem hundsar Biblíuna en er á sama tíma að tjá sig "undirstöðulaust" um kristna trú.

Þú vitnar í athugasemd mína þar sem ég skrifa eftirfarandi:

 Hvernig er hægt að setja sig í dómarasæti til að skera úr um það hvað sé rétt og hvað sé rangt í kristinni trú,.... en þú sleppir.... með svona afstöðu til Biblíunnar ?

Þú mátt kalla mig allskonar nöfnum Haukur, en ekki slíta setningar sem þú færð í athugasemdum viljandi í sundur.

Birgirsm, 29.12.2009 kl. 21:45

109 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Birgir:

Ég vona að þú sért meðvitaður um hvað þú skrifar. Þú segir hér ofar:

Jóhanna Magnúsdóttir á "SETNINGU ÁRSINS" á trúmálablogginu sem hún skrifar í athugasemd no.2 hér fyrir ofan, en þar skrifar hún eftirfarandi:

.....En þessi skoðun mín kemur kannski vegna þess að ég er ekki "Biblíutrúar" :-) .........

Og bætir svo við:

Á þessi setning ekki vel við þig Haukur, ég held að svo sé ! 

Fyrir það eitt að halda uppá Sunnudaga, þá er ég ekki "biblíutrúar" og er auðséð merking þarna á bak við.

Ég hef engan áhuga á því að grípa til neinna nafnakalla, en mér leiðist að vera kallaður "ókristinn" fyrir svona smáatriði. Sér í lagi þar sem hvorki þú eða Mofi viljið gefa orðum Páls postula neinn gaum, og eru þau orð greinilega dauð og ómerk í ykkar huga.

Bréf Páls til Rómverja 14:5
"Einn gjörir mun á dögum annar metur alla dag jafnt. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum."

Er þetta virkilega svona flókið?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.12.2009 kl. 22:53

110 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er það að furða að Tómasarguðspjallið fái ekki að vera með i Biblíunni!

Einu Orð Jésú sem til eru, orðrétt eftir honum höfð...

Óskar Arnórsson, 29.12.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband